Lögberg - 29.07.1948, Qupperneq 4
20
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 29. JÚLÍ, 1948
ÆTTMAÐURINN
Eftir
THOMAS DIXON JR.
“Maðurinn í hinum enda göt-
unnar, sem læst vera forseti, en
sem i raun réttri er útlendingur,
frá yfirunna ríkinu Tennessee,
er að ota fram fyrirætlan Lin-
colns, um að endurreisa ríkja-
sambandið. Hann er búinn að
mynda og setja á stofn ríkja-
stjórnir í Suðurríkjunum og
þingmenn og Senatorar frá þeim
ríkjum koma til Washington í
desember til þess að taka sæti
sín á löggjafarþingi þjóðarinn-
ar. Hann heldur að þeir fái þar
inngöngu —”.
Stonemán hló lágt og neri
saman höndunum.
“Fyrirætlanir mínar allar
verða ekki ræddar að svo stöddu,
en hér skal það nægja að segja,
að ég ætla mér að tryggja fram-
tíðarvöxt og velferð stjórnmála-
flokks okkar og þjóðarinnar. —
Aðal-atriðið sem fyrirætlanir
mínar byggjast á, er að vald-
nema allar þær miljónir ekra af
landi sem eru eign hvítra manna
í Suðurríkjunum og skifta því
upp á meðal Negranna og annara
sem börðust og liðu í stríðinu”.
Stoneman þagnaði, sperti fram
varirnar, neri saman höndunum,
dróg djúpt andann inn í gegnum
arnarnef áitt og valdsvipurinn
stafaði frá andliti hans.
“Stanton eykur máske á
skemtun fólksins með því að
hengja fáeina uppreisnar-
menn”, hélt hann áfram. “En
við verðum að snúa okkur að
þarfara verki. Allir menn eiga
sitt eigið verðmæti, að meðtöld-
um þeim sem hér eru inni, með
verðugri undantekning þess sem
talar —”.
Augun dönsuðu í höfðinu á
Lynch.
“Ef að ég hefi ekki liðið kval-
ir í þessu stríði, þá veit ég ekki
hver hefir gjört það?”
Laun ykkar verða ekki jafn-
vægi þess sem þið hafið liðið.
Þau verða byggð á því, hve af-
reksmiklir þið verðið í að fram-
kvæma skipanir mínar. Lesið
þið þetta.”
Hann rétti hvorum um sig
blað sem að hann hafði skrifað
hinar leynilegu fyrirskipanir
sínar á. —
“Fáið mér blöðin aftur þegar
þið hafið lesið það sem á þeim
er. Þessar fyrirskipanir eru ekki
fyrir eyru almennings, uns að
fylling tímans er náð. Þeim má
ekki einu sinni vera hvíslað inn-
an þessara fjögra veggja”.
Báðir mennirnir réttu Stone-
man blöðin aftur samtímis.
“Erum við ásáttir, herrar
mínir?”
“Algjörlega”, svaraði Howle.
“Orð þín eru lög”, svaraði
Lynch.
“Þið sendið kröfur ykkar til
mín um ferðakostnaðinn og
leggið á stað til Suðurríkjanna
innan 48 klukkustunda. Skýrslur
ykkar þarf ég að fá tveimur vik-
um áður en þingið kemur sam-
an”. —
Þegar að Lynch fór, gekk
dökka konan með honum til dyra
og þrýsti bréfi í hendina á hon-
um. Það mátti sjá glettnisblik x
auga Lynch og svip, er hann
þrýsti hendinni utan um bréfið.
En andlit konunnar bar svip
ljónsins, þar sem það liggur
fram á lappir sér.
II. KAPÍTULI
Elskendurnir
Þegar að fyrstu vonbrigðin og
óttinn út af hættu þeirri sem
maður hennar var staddur í,
var liðinn hjá,var eins og ný ró
og friður færðist yfir frú Camer-
on. —
Arfleifð aldanna — arfur frá
pislarvottum gamla Skotlands
fór að lýsa sem leiftur liðinna
ára. í hjarta sér fann hún titra
lífsfyrirmynd manna óg kvenna
sem með fjötra á fótum og heftar
hendur, gengu með söng á vör
mót dómi og dauða. — Hættan,
sem Cameron læknir var stadd-
ur í, hafði ekki aðeins vakið
píslarvættisblóð hennar. Hún
hafði líka endurvakið minning-
una um fagurt æskulíf. — Hann
hafði alltaf verið elskhugi henn-
ar og hin síglæsta hetja drauma
hennar. Hún læsti sig inni í her-
bergi sínu svo klukkutímum
skifti. Margrét vissi að þeim
stundum var varið til bænar, og
út frá þeim kom hún ávalt með
gleðisvip og gleðiorð á vörum.
Hún reyndi í tvo mánuði á-
rangurslaust, að ná tali af
manni sínum, og líka til að fá
afskrift af kæruskjalinu gegn
honum. Cameron læknir var
settur í Capitol fangahúsið, sem
áður var fullsetið. Hann var
heilsuveill og hafði ekki treyst
sér að fara með henni, þegar að
hún fór til Richmond. Ekkert
samband og ekkert orð, nema
fyrir munn fangavarðarins, fékk
að ganga á milli þeirra. Öll
ávörp sem hún fékk frá manni
sínum voru eins: “Eg elska þig
ávalt! Vertu ekki óróleg. Farðu
cowm
& Co. Llmited
Vér óskum íslenzkum viðskiptavinum
vorum til heilla á þjóðminningardegi
þeirra á Gimli 2. ágúst 1948.
Vér leysum flest byggingarvandamál,
sem að höndum kunna að bera.
Vér óskum íslenzkum viðskiptavinum
vorum til heilla á þjóðminningardegi
þeirra á Gimli 2. ágúst 1948.
T. W. Taylor
Company, Limited
Prenturum og bókbindurum
%
Stofnsett 1877
177 McDermot Ave., Winnipeg, Man.
Bókband sem TAYLOR gerir er varanlegt!
NOW ON DISPLAY
COWIRÍ
& Co. Limited
ReÍH^onced QoHCfvete. £H<jutee>iá.
R.eUt>fosvoed Steel
TELEPHONES 26 388 - 26 389
1137 Pacific Avenue Winnipeg. Man.
Congraiulalions io ihe Icelandic People
on ihe Occasion of iheir 59lh Naiional
Celebralion al Gimli, Augusi 2nd, 1948.
•
Portage Auto Parts
892 PORTAGE AVE. PHONE 71 736
Megi þjóðminningardagurinn
2, ágúál verða eftirminnilegur
HAGSÝNT FÓLK SITUR JAFNAN
VIÐ ÞANN ELDINN SEM
BEZT BRENNUR
Þess óskum við innilega öllum vorum ís-
lenzku vinum. Vér höfum orðið þeirra
forréttinda aðnjótandi að eiga viðskipti við
íslenzka fiskimenn yfir lengsta tímabil í
sögu Manitobafylkis. Þökk fyrir dreng-
lund alla og vinsemd.
Af þessum ástæðum er það
að viðskif tavinum v o r u m
fjölgar óðfluga dag frá degi.
Það kaupir enginn Köttinn
í sekknum sem gerir sér það
að reglu að verzla í
Armstrong - Gimli
Fisheries Limited
J. M. DAVIS, forstjóri
SHOP EASY
STORES
LIMITED
inthe LOW PRICE FIELD
The Meteor brings outstanding styling and amazing comforc
to the low price field. And there's wonderful ease of hand-
ling in steering and brakes; plus a great, 100-hp., V-type, 8-
cylxnder engine for top performance with surprising econo-
my. 'Black-light' instrument illumination and aual-duct, built-
in ventilation system are among the refinements that Meteor
offers. Here’s comfort and richness, beauty and power . . . in
seven distinctive Meteor models.
*rr//e<s er/ea</ tv/rt
NATIONAL MOTORS LTD.
Winnipeg's Mercury. Lincoln and Meleor Dealers
276 COLONY STREET
PHONE 76 061