Lögberg - 28.10.1948, Side 4

Lögberg - 28.10.1948, Side 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28. OKTÓBER, 1948 --------Hogberg--------------------- GeflO Qt hvern flmtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáslcrlft ritstjórans: EDITOR LÖGBERG 59!» Sargent Ave., Winnipeg, Man. Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as-Socond Class Mail, Post Office Dept., Ottawa. PHONE 21 804 Nytsöm og sérstæð stofnun Nýlega átti samband íslenzkra berklasjúklinga 10 ára starfsafmæli og var atburðarins minst á virðulegan hátt eins og þegar hefir verið skýrt frá hér í blaðinu; í tilefni af afmælinu var ákveð- in almenn fjársöfnun um land alt með það fyrir augum að afla hinu nýreista og glæsilega vinnuheimili trausts og halds svo sem til viðbóta bygginga við þau heimkynni, sem reist hafa verið og eru að rísa af grunni, og þess annars, er rekstur stofnaninnar óhjákvæmilega krefst. Samband íslenzkra berklasjúklinga var stofnað á Vífilstöðum dagana 23 — 24. október 1938, því þá vóru lög sam- bandsins samþykt og stjórn kosin í fyrsta sinn. Á forsíðu Löbergs þessa vikuna, birtist mynd af hinu glæsilega vinnu- heimili áminsts sjúklinga sambands, er gengur undir nafninu Reykjalundur, en sá staður er í Mosfellsveit, landareign Reykja þar sem reist voru hin fyrstu, stóru gróðurhús í landinu, og þar á hita- veita Reykjavíkur upptök sínu. Reykjalundi er svo lýst í snotrum bæklingi, er sambandið gaf út vegna af- mælisins. •1 REYKJALUNDI. “Reykjalundur er í Mossfelssveit eins og fyrr var sagt, skammt frá þjóðvegi, nál. 18 km. frá miðbæ Reyjavíkur. Land- rými, sem er um 30 hektarar að stærð, er neðanvert í lágri fjallshlíð og skiptir Varmá löndum að neðanverð, en þar er brú yfir ána á akbrautinni frá þjóð- veginum til vinstri handar, þegar komið er frá Reykjavík. Landinu hallar til suð- vesturs og snúa aðalgluggar staðarins til þeirrar áttar, en lítið, slétt og grasi gróið nes gengur fram í ána. í nesi þessu eru enn sumarbústaðir í einkaeign. Ofan við nesið er brekka eða melbarð lítt gróið, en miðsvæðis í landareigninni þar fyrir ofan er slétt flöt allstór, sem rudd hefur verið á melnum. Þar standa íbúðarhús vistmanna 11 talsins í tveim röðum. En á skipulagsuppdrætti staðar- ins er gert ráð fyrir tveim röðum í við- bót, er stundir líða, sex húsum í fremstu röð og átta í öftustu röð, þ.e. næst fjail- inu, en þar fyrir aftan er væntanlegum vinnuskálum ætlaður staður. Öll eru þessi hús með sama sniði, steinhús með hvítum veggjum og rauðu þaki, ein hæð án kjallara, þrjú íbúarherbergi auk sam- eiginlegrar setustofu, lítið eldhús til kaffihitunar og þess háttar smánota, baðklefa, lítilli geymslukompu og fata- skápum í veggjum. Gólfflötur 75 fermetr ar. Eru fjórir íbúar í hverju húsi, tveir í tveggja manna herbergi, sums staðar hjón, og tveir í eins manns berbergjum. í Reyjalundi eru nú að staðaldri rúml. 40 vistmenn. Þegar framkvæmdir S.Í.B.S. hófust í Reykjalundi, voru á þessu svæði her- skálar, rúmlega sextíu talsins, og varð að byggja húsin á milli þeirra eða í nám- unda við þá. Nú er búið að flytja þá alla burtu, nema þá, sem S.Í.B.S. hefur keypt og fengið vinnuheimilinu til afnota. í einum þessara skála er nú borðsalur vinnuheimilsins, í öðrum eldhús og mat- stofa byggingarverkamanna í Reykjal- undi. En flestir eru skálarnir notaðir sem verkstæði, og eru þeir allir sam- byggðir. Járnsmíðaverstæðið hefur þó fyrir nokkru verði flutt í kjallara aðal- hússins. Spölkorn frá byggð vistmanna er læknisbústaðurinn og starfmannna- húsin. En rétt ofan og utanvert við smá- býlin er hið nýja stórhýsi í smíðum. Hús þetta er úr steinsteypu og mjög til þess vandað. Það er um tíu þús. ten- ingsmetrar að rúmmáli eða álíka og Landsspítalinn, en gerð þess er auðvit- að það á að vera bústaður meira og jninna heilbrigðs fólks en ekki rúmliggj- andi sjúklinga. Húsið er tvær álmur, þrjár hæðir auk kjallara, en nokkur hluti þess er þó lægri. Þegar þetta er ritað, er byggingu þess svo langt komið að glögglega má sjá, hversu innréttingu er háttað, kjallarinn þegar tekinn til afnota.” Sambandið annast sjálft um stjórn og starfrækslu vinnuheimilins og ræð- ur þangað þjónustufólk sitt. Að öllu athuguðu, verður naumast annað sagt, en Reykjalundur, eða vinnu- heimili sambandsins, sé eitt af hinum mörgu kraftaverkum, sem gerst hafa á íslandi síðasta aldarfjórðunginn. í tilefni af fyrirgreindu afmæli, orti Johannes úr Kötlum gullfallegt kvæði, sem nefnist Hið þögula stríð, en kvæð- inu lýkur með erindinu, sem hér fer á eftir: Sem lífsins sterki, hrausti her skal heilög æskan fylkja sér í tæka tíð gegn hvíta dauðans hljóðu sveit, því hver er næstur enginn veit. Og svo skal fara um síð að allir hafi í auka færzt og enginn geti framar særzt. Þá fyrst — þá fyrst er leitt til lykta þetta stríð. í dagblaðinu Vísi frá 13. september s.l., er þess getið að brezkur maður, Mr. Cochrane frá skipamíðastöðinni í Selby hefði heimsótt ísland í sumar og fært Reykjalundi 100 sterlings punda gjöf; frá því er ennfrmeur skýrt, að gesturinn hefði skoðað helztu mann- I virki og listasöfn landsins, en mest hefði honum þótt koma til bygginga Sam- bands íslenzkra berklasjúklinga að Reykjalundi, er hann taldi stórmerki- lega og vafalaust í fremstu röð sinnar tegundar í heiminum. í bréfi til íslenzku vikublaðanna í Winnipeg frá Birni Guðmundssyni út- sölumanni þeirra á íslandi, dagsettu 26. september s.l., er meðal annars svo komist að orði í tilefni af Reykjalundi: “Mér hefur komið til hugar, að Vestur-ílendingar kynnu / e.t.v., að styðja þetta fyrirtæki og gefa því af- mælisgjafir. Slíkt er als ekki óhugsandi, því þeir eru kunnir að því að telja sér fæst menningarmál óviðkomandi, hvort sem um er að ræða á frónskum eða erlendum vettvangi.” Bréfritarinn fer þess vinsamlega á leit, að vakin verði athygli á málinu í Vestur-íslenzku blöðunum, og við þeim tilmælum er þeim ljúft að verða. Tillög eða ávisanir stílist til The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Ave., Winnipeg, og verða kvittanir birtar í Lögbergi jafnóðum, þess er vænst að fult nafn og heimilisfang hvers þátt- takanda fylgi gjöfinni því svo er til ætl- ast að nöfn þeirra verði skráð í sér- staka bók, er verði í vörzlum fram- kvæmdarstjórnar að Reykjalundi. ♦ ♦ ♦ Engin stríðshætta á ferð Mr. Warren Austin, formaður Ame- rísku sendifulltrúanna á þingi samein- uðu þjóðanna í París flutti ræðu í Lond- on síðastliðinn sunnudag, þar sem hann tjáðist þess fullviss, að eigi myndi til ó- friðar draga fyrst um sinn; hann sagði að þjóð sinni væri það ósegjanlegt fagn- aðarefni, hve samvinna hennar við Breta væri einlæg og hlý, en slíkt hefði óhjákvæmilega djúpstæð áhrif á rás heimsviðburðanna; hann lét þess enn- fremur getið, að afstaða þjóðanna til ágreiningsmálanna væri það skírmótuð, að engin væri í vafa um hvert stefndi, lýðræðiþjóðirnar væru betur samræmd- ar í starfsháttum sínum en nokkru sinni fyr, og staðráðnar í að stemma stigu fyrir ágangai og ofbeldi úr hvaða átt, sem slíks yrði vart. ♦ t- Laugardagaskólinn Á síðastliðinn laugardagsmorgun var íslenzkuskóli þjóðræknisfélagsins settur í Sambandskirkjunni hér í borg- inni og verður starfræktur eins og að undaförnu á hverjum laugardagsmorgni í vetur, stjórn skólans hefir með hönd- um yfir hið nýbyrjaða kenslutímabil, Miss Salome Haidórsson, sem er reynd- ur og ágætur kennari; meðkennarar hennar munu verða þrír. Það er þarft verk og virðingarvert, að halda uppi áminstri kenslustarfsemi, og allra hluta vegna ætti að mega vænta þess, að sem flestir íslenzkir foreldrar láti börn sín verða aðnjótandi þessarar sannmentandi og nauðsynlegu fræðslu. BJÖRN ÁGÚSTJÓNSSON Andaðist að heimili sínu í St. Peters héraði, í grend við Selkirk 2. október s.l. Hann var fæddur að Litlu Giljá, í Húnavatnssýslu, 28 júní 1873, sonur Jóns Jónsson- ar Jónssonar prests í Otrardal og Oddnýjar konu hans. Björn ólst upp hjá foreldrum sínum til 15 ára aldrs, er hann flutti til Vesturheims. Hann flutti frá íslandi til Canada um síðustu aldamót. Hann giftist í Winnipeg Guðrúnu Guðmunds- dóttir ættaðri úr Guðbringu- sýslu, þau bjuggu í Selkirk í 25 ár, en fluttu þá til St. Peters héraðsins og bjuggu þar síðast- liðin 22 ár. Dætur þeirra á lífi eru: Elizabet, Mrs. M. Kelly, St. Peter, Mantitoba. Aðalbjörg, gift John -Lindstrom E. St. Paul, Man. Mabel, gift Johanni Eliassyni í Elmwood. Björn og Guðrún mistu sjö börn, eitt þeirra, Guð- rún, Mrs. Hinrikson, andaðist fullþroska, en hin á bernsku aldri. Ellevu barnaböm eru á lífi eitt þeirra Karl Hinriksón, fóstr- aðist upp hjá afa sínum. Mrs. Elísabet Sigurðson í Víðirbygð er systir hins látna, Jón bróðir hans, búsettur á Kyrrahafsströnd, var einnig talinn á lífi þar, er síðast til fréttist. Ingibjörg Ósk kona Klemensar Jónssonar látin fyrir nokkru var einnig systir Björns. Björn var maður stiltur er innti skyldustörf sín af hendi með prýði. Útför hans fór fram frá Lút- ersku kirkjunni í Selkirk 8. okt., að mörgu fólki viðstöddu. NÍU RÍKI GREIÐA ÍSLANDI 7,5 MILJ. KR. FYRIR VEITTA FLUGÞJÓNUSTU Framvegis fáum við auk þess greilt 82,3 prst. af flug- þjónustukostnaði Samningur um þátttöku ann- ara ríkja í greiðslu á flugþjón- ustukostnaði Islands hefur nú verið undirritaður.— Samkvæmt samningnum fær ísland 7,5 milj. kr. fyrir tímabilið frá miðju ári 1946 til 1. janúar 1949. Auk þess 82,5% af heildarkostnaði flug- þjónustunnar eftir 1. jan. 1949. Utanríkisráðuneytið birti í gærkveldi fréttadálk um samn- ing þennan og er hann svohljóð- andi: A Formaður ílugráðs undirritar samninginn. Svo sem áður hefur verið frá skýrt í blöðum og útvarpi hef- ur um langt skeið verið að því unnið, að Island fengi greidd- an kostnað við þjónustu sína í þágu flugmála á Norður-Atlants- hafi og hefur formaður flugráðs Agnar Kofoed-Hansen, nú undir- ritað samning um mál þetta fyrir Islands hönd í Montreal. Hinn 26. júní s.l. samþykkti Alþjóða- flugmálastofnunin að samningur yrði gerður um mál þetta milli þeirra ríkja, sem hlut eiga að máli. Skipting greiðslunnar. Samkvæmt samningi þessum fær Island greiddar 7,5 miljónir króna fyrir flugþjónustu veitta á tímabilinu frá miðju ári 1946 til 1. janúar 1949. Þar af greiða Bandaríkjamenn 61,7% Bretar 11,1%, Belgir 1,2% Kanadamenn 9,3%, Danir 1,85%, Frakkar 4,6%, Hollendingar 5,6%, “Norð- menn 1,85% og Svíar 2,8%. Kostar 650.000 dollara. Frá ársbyrjun 1949 er gert ráð fyrir að flugþjónustan muni kosta sem svarar $650.000 á ári og mun þeim kostnaði skipt þann ig, að Island greiði 17,5%, Banda- ríkin 48,7%, Belgía 1,8%, Bret- land 9,9%, Kanada 7,1%, Dan- mörk 1,7%, Frakkland 4,1%, Hol- land .4,9%, Noregur 1,7% og Sví- þjóð 2,6%. Sú þjóð, sem mest greiðir til JAKOBINA JOHNSON KVEÐUR Skáldkonan Jakobína Johnson fór heimleiðis í gærkvöldi með Tröllafossi. Eins og kunnugt er hefir hún dvalist hér á landi um hríð og ferðast nokkuð. Hún var boðin til Hólmavíkur að sitja þar fund Kvennasambands Norðurlands. Þaðain fór hún norður í Þing- eyjarsýslu, sat 40 ára afmælis- fund kvenfélagsins að Hellulandi og var við vígslu Jökulsárbrúar- innar. Síðar ferðaðist hún austur í Vík og dvaldist einnig þrjá daga í Þingvallabaenum sem gest- ur Þingvallanefndar og Þjóð- ræknisfélagsins. Hún bað Morgunblaðið að flytja bestu kveðjur sínar öllum, sem hún hefði hitt á þessu ferða- lagi, fyrir ástúðlegt viðmót, frá- bæra gestrisni og óteljandi gjafir. — Mig langar að skilnaði til þess að taka í hönd á öllum og þakka þeim, en eg kemst ekki yfir það, sagði hún. Og þess vegna bið eg Morgunblaðið að skila kveðjum — hugheilum kveðjum og þökkum til allra. Þetta hefir verið dýrlegur tími. Veðrið hefir leikið við mig eins og fólkið og aldrei hefir neinu skeikað í ferðaáætluninni vegna tíðarfars. Þetta er sú yndisleg- asta ferð, sem eg hefi farið og dásamlegasta sumarfrí, sem eg hefi átt. Ógleymanlegar minningar á eg frá þessari ferð, fró Hólma- vík, frá Þingeyjarsýslu, frá Þing- völlum, frá Reykjavík. Og hið fagra og glæsilega útsýni frá Reykjavík fer eg með mér — málverk af Esju, Akrafjalli og Skarðsheiðinni eftir Eyjólf Ey- fells málara. Það er vinargjöf sem eg mun oft horfa á eftir að heim kemur, og þá lifi eg upp aftur allar þær unaðsstundir, sem eg hefi hér átt. Mbl. 22. sept. Gunnar Thoroddsen borg- arstjóri formaður Fegrun- arfélagsins Fyrsti fundur hinnar nýkjörnu stjórnar Fegrunarfélags Reykja- víkur var haldinn í gær. Kom stjórnin saman til þess að skifta með sér verkum. Gunnar Thor- oddsen, borgarstjóri var ein- róma fjörinn formaður og Vil- hjálmur Þ. Gíslason vara-for- maður. Ritari var kosinn Ragn- ar Jónsson og gjaldkeri Sigurð- ur Ólafsson. Ennfremur er í stjóminni Jón Sigurðsson, borg- arlæknir og til vara Valborg Sigurðardóttir, Soffía Ingvarsd. og Vilhjálmur Þór og hefir for- maður ákveðið að kalla alla 7 meðlimi stjórnar og varastjórn- ar á alla stjórnarfundi. Á fundinum var kosinn þriggja manna nefnd skipuð þeim Vilhj. Þ. Gíslasyni, Jóni Sigurðssyni og Sigurði Ólasyni til þess að. hefja viðræður við Reykvíkingafélagið um sam- starf í framtíðinni að áhuga mál- um beggja félaganna. Ennfrem- ur var ákveðið á þessum fyrsta fundi að boða innan tveggja vikna til almenns fundar allra félagsmanna þar sem meðal annars væri rætt um síldarverk- smiðjuna í Örfirisey. Framkvæmdastjóri félagsins Sveinn Ásgeirsson, er nú á för- um til Svíþjóðar og mun hann áður en hann skilar af sér hafa tilbúna skýrslu um starf félags- ins, félagatölu, tekjur af skemt- unum og öðru, sem afhent verð- ur til birtingar. Enn er ekkert ékveðið Um hver tekur við starfi hans í haust. —Mbl. 20. sept. flugþjónustunnar eru Bandarík in og hafa þau stutt vel og drengilega að farsælli úrlausn þessa máls. Mbl. 18. sept. Eg vissi það á sjólaginu ÞORSTEINN JÓNSSON á Litlabæ á Álfanesi var afburða formaður. Jón Sigurðsson jám- smiður í Reyjavík var háseti hjá honum þegar hann var 16 ára, en þá var Þorsteinn um sjötugt. Síð- an eru nú liðin nær 60 ár. Hefur Jón sagt mér þessa sögu um for- mennskuhæfileika Þorsteins. Jjeir reru einu sinni snemma dags eins og vant var á vetrar vertíð, því að þá var langsótt, alla leið vestur í Garðsjó. Um daginn gerði ofsarok af austri. Þá fóru allir bátar á þessum slóð- um að halda til lands og náðu flestir lendingu í Garði og Leiru. — En Þorsteinn lét okkur berja, -segir Jón, þangað til við vorum komnir fyrir Keflavíkur- bjarg og þar inn með. Hugðum við þá, að hann mundi ætla að reyna að ná landi í Njarvíkum, en enginn spurði neins. Það var þó ekki. Við börðum þar fram hjá og hugðum nú að h a n n mundi ætla að lenda í Vogunum. En því fór fjarri. Hann lét okkur berja enn lengra. Og svo setti hann upp segl og sigldi vestur í flóa. Vissum við þá hvað um var að vera, að hann ætlaði sér að reyna að slaga og komast heim. Sýndist okkur það þó ærið djarft á litliyn bát. í öðru eins veðri. Svo var slagað fram og aftur, þangað til við vorum komnir fyrir opinn Kollafjörð. Þá lætur Þorsteinn venda og “krussar” nú aftur vestur á móts við Keilisnes. Þá var komið nátt- myrkur, en nú tók hann stefn- una heim. Var svo siglt lengi, að okkur fannst, í ofsaroki og niðamyrkri og vissi enginn okkar háseta hvar við fórum. Þá voru engin siglingaljós nema viti á Bíekku á Álftanesi. Þorsteinn sat við stýri og eftir langa hríð kallar hann til þeirra fram í og biður þá að gá hvort þeir sjái ekki Brekkuvitann. Jú, eftir stuttu stund kallar framímað- ur og segist sjá vitann. — Hvar ber hann? spyr J>or- steinn. — Hann er beint fram af stafni, var svarið. — Það getur ekki v e r i ð Brekkuvitinn, segir Þorsteinn. Hann á að vera framundan á stjórnborða. Og litlu síðar sjáum við ljós einmitt í þeirri átt, og var það Brekkuvitinn. Hitt ljósið var á Hliði. Kristján Mathiesen bóndi þar hafði fest logandi ljósker á reykháfinn hjá sér, til þess að leiðbeina bátum, sem kynni að vera á hrakningi þar fram und- an . Við náðum landi um miðja nótt. — Þorsteinn hafði kept að því að komast heim, því að hann ætlaði sér að róa næsta dag. Úr því gat þó ekki orðið, því að þá var ekki fært á sjó, og þótti okkur óhörðnuðum unglingunum það ekki miður, þóttumst hafa fengið okkur fullsadda í þessum róðri. En það var okkur ráðgáta hvernig Þorsteinn fór að rata í öðru eins myrkri og þá var, og vissi það upp á hársbreidd hvar hann var staddur, hvenær við gátum fyrst eygt Brekku- vitann og í hvaða stefnu hann átti að vera. Þegar Þorsteinn var spurður að því hvernig hann hefði vitað þetta, sagði hann að- eins: “Eg vissi það á sjólaginu.”— Þessi saga sýnir, eins og marg- ar aðrar, hvað athyglisgáfa gömlu íslensku formannanna v^r rík og hvernig þeir kunnu að færa sér hana í nyt. Margir þeirra þektu sjólag svo vel á þeim slóð- um, þar sem þeir voru vanir að sigla, að þeir gátu áttað sig á því blindhríð og náttmyrkir. Heyrt hef eg getið um þá formenn, sem fundu það á sjávarbragðinu, hvar þeir voru staddir, en það mun helst hafa verið I nánd við árósa, eins og t.d. í Þorlákshöfn. Á. Ó. — LESBÓK

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.