Lögberg - 03.02.1949, Blaðsíða 2

Lögberg - 03.02.1949, Blaðsíða 2
2 LöGBERG, FIMTUDAGINN, 3. FEBRÚAR, 1949 UM BÆKUR Eftir STEFÁN EINARSSON Niðurlag Þriðja bindi fjallar að mestu um skifti manna og dýra við hraunið. Eru þar í fyrsta kafla margar og langar frásagnir af Fjalla-Bensa, sem Gunnar Gunnarsson hefur gert frægan í Aðventu og hinni ensku met- söluþýðingu The Good Shep- herd. Á Fjalla-Bensi þá frægð fyllilega skilið, eins og sjá má af þessum sönnu sögnum Ólafs um hann. Annar kafli er um “Hestagöngur” frá Mývatnsveit uppi í Herðubreiðarlindum. Þriðji kafli, og hann heldur lang- ur, skýrir frá “Slysförum og hrakningum” á öræfunum, og má þó verða að minni slýsfarir hafi orðið þar en ætla mætti, sökum þess uppi í hálendinu er miklu oftar þurrafrost og snjór heldur en bloti, sá er verð- ur þegar nær dregur sjó. En eins og kunnugt er verst mönnum og skepnum að verjast blota og slyddur, og mun þeim mun verra að ferðast á íslandi en á Græn- landi, en auk þess lærðu íslend- ingar aldrei að ferðast í byljum á vetrardag eins og Grænlend- ingar haaf kunnað um langan aldur og kent Vilhjálmi Stefáns- syni. Það eru fyrst nú-tíma- göngu-hrólfar ferðafélags ís- lands sem hafa lært þessa kúnst til nokkrurar hlítar og víla því ekki fyrir sér að leggja á jökla um hávetur. Fjórði kafli er um “Eyðibýli,” sem aldrei hafa verið fleiri en nú. Loks er fimmti kafli, “Ferða- þættir,” lýsingar á ferðum Ólafs sjálfs og félaga hans fram og aft- ur um hraunið og fjöllin. Eru þær lýsingar stundum allglæfra- legar, þótt aldrei hafi höfundi hlekst á í þessum ferðum sín- um. Bókin er prýdd fjölda mynda. Eru sumar þeirra teikningar til skýringar, en flestar ljósmynd- ir af landslagi, prýðilegar álit- um margar hverjar og girnileg- ar til fróðleiks. Ennfremur fylgja tvö mikil kort fyrsta bindi, tekur hið fyrra um norð- urhluta Ódáðahrauns (Mývatns- öræfi, Reykjaheiði), hið síðara um suðurhlutann með Dyngju- fjöllum og Öskju, allt suður á Vatnajökulsbrún. Loks fylgir bókinni ágætt reg- istur og er það mikill kostur. Að sjálfsögðu er það ekki mitt meðfæri að daéma um bók sem þessa. Þó ber þessi bók þess ljóst vitni sjálf, hve víða höfundur hefur dregið nót að efninu, enda er þetta safn hans svo mikið, að sýnilega verður það héðan af höfðurit um þessi afskekktustu og lítt þekktu öræfi landsins. Mun bók hans því lengi standa í gildi, þótt sérfræðingar kunni að geta haggað hinu og þessu um í framtíðinni, en þær rann- sóknir myndu allar verða að byrja, þar sem þessi bók endar. Hitt er og enga dul á að draga, að bókin er fjörlega rituð, þótt sumsstaðar geti maður dottað yfir henni vegna þess, hve efnið verður stundum að vera fábreytt (lýsingar á landslagi o.s.frv.) Það kemur samt tæplega fyrir í ferðasögunum, því Ólafur er skemmtilegur ferðalangur, sem lætur hvorki sand né regn á sig bíta og hefur það til að mæla allt hendingum eins og Óðinn karl forðum. Ekki mun Ólafur taka þenna skáldskap sinn mjög alverlega (sbr. kvæði sem hann orti til Davíðs Stefánssonar fimmtugs), en tvö síðustu rit hans eru þó skáldrit. Eru það bækurnar Fjöllin blá, sem er ljóasafn, og Öræjaglettur, sem er skáldsaga, báðar gefnar út af “Norðra” 1947. Engann þarf að unra það um annan eins ferðalang og Ólaf, að kærasta yrkisefni hans sé “fjöll- in blá.” En hann yrkir líka um ræktun jarðar, frjómold, fræ og eru þau færri en vera skyldu ís- lenzku skáldin, sem taka í þann streng. í nokkrum kvæðum sneyðir hann að menningu sam- tíðar sinnar, menningu og tíð- aranda, sem hann þykist góðu bættur að losna við í svip á fjall- förum sínum. En Ólafur gerir ekki mikið úr eða að þessum skáldskap sínum, sýnilega yrkir hann sér til hugarhægðar eins og TIL KAUPENDA LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein- dálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á þumlunginn; þetta er að vísu ekki mikill tekju auki, en þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði. Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungur. Fyrir samskotalista reiknast 50 cents á þumlunginn. THE COLUMBIA PRESS LIMITED THE VIKING PRESS LIMITED j,i I GRÍPIÐ TÆKIFÆRIÐ l|| Eins og samkepni á sviði viðskiptalífsins nú er Iháttað, liggur það í augum uppi hve mikilvægt það sé, að piltar og stúlkur fái notið hagkvæmrar mentunar í öllu því, sem að skrifstofustörfum ' lýtur; slíka mentun verður fólk að sækja á Business College. Það verður nemendum til ómetanlegra hagsmuna, að leita upplýsinga á skrifstofu Lög- Ibergs í sambandi við verzlunarskólanámsskeið. I| Þau fást með aðgengilegum kjörum. GRÍPIÐ TÆKIFÆRIÐ! 'I |j THE (OLUMBIA PRESS LTD. 695 SARGENT AVENtTE WINNIPEG. Páll Ólafsson sveitungi hans (og frændi?) ,. Öræjaglettur eru kanske ekki mikilsvert skáldrit, en bókin getur þó orðið merk í íslenzkri bókmenntasögu fyrir það, að hér er í fyrsta sinn sögð raunsæ úti- légumannasaga í bókmenntun- um, af manni sem sjálfur þekkir öræfin eins vel eða betur en heimahagana. Er fróðlegt að bera saman söguna, eigi aðeins við útilegumannasögur þær, er Ólafur hefur sjálfur tekið upp í Ódáðahraun, rit sitt, heldur líka við Útilegumenn Mattiasar og Fjalla-Eyvind Jóhann Sigur- jónsonar, svo tvö fræg dæmi sé til nefnd. Sést þá hve mjög raunsæ saga Ólafs er, þótt auð- vitað kenni einnig í henni hinnar rómantísku ástar hans á öræfun- um. Árið 1947 gaf “Norðri” út mik- ið rit um íslenzka hestinn, skrif- að af Brodda Jóhannessyni, ungum Skagfirðingi, og skreytt myndum af Halldóri Péturssyni listamanni í Reykjavík. Bókin nefndist Faxi. Þessi mikla bók (453 bls.) er fyrir margra hluta sakir óvenju- leg í íslenzkum bókmenntum. Höfundurinn ætlar sér ekki að tíunda hross íslendinga og segja sögu þess framtals um þúsund ár, heldur vill h>ann greina frá því, hvað hesturinn hafi verið íslendingum frá uppbafi vega, hvernig þeir hafi lifað saman í blíðgu og stríðu og hvering menn hafi elskað hestana sína og trú- að á hestana sína. Höfundur byrjar bók sína á mjög óvenjulegan hátt með heimspekilegum inngangi í skáldlegum stíl, þar sem hann reynir að réttlæta þetta viðhorf bókar sinnar með því að rifja upp fyrir mönnum 18. aldar heimspeki G. Berkeleys biskups um veröldina sem skynjun manns. Opni ég augu, þá sé ég vítt og vítt og veröld alla, — loki ég þeim þá hverfur mér ölli sú ytri veröld, og ég get farið að efast um hvort hún sé í raun og sannleika til fyrir utan mig eða hvort hún lifi aðeins í mér og skynjun minni. í draumi, eða áður enn ég festi svefninn, geta aðarar myndir boirið fyrir mig, og þótt ég greini þær frá hinum hlutlæga veruleika er síður en svo að sú greining sé ávallt skýr, og allt annað trúlegra en að frumstæðir forfeður vorir hafi að jaínaði getað gert þá grein- ingu ljósa. Miklu líklegra er að í fomeskju hafi draumur að jafn- aði blandast við veruleika, eins og hin lifandi náttúra varð oft ekki greind frá hinni dauðu, eða voru brim og fossar ekki jafn- lifandi og hestar og menn? Það er álit Brodda, að fslend- ingar hafi haft átrúnað á hest- inum, og færir hann til þess mörg rök og sennileg í fyrra hluta bókar, sem fjallar um fornar sagnir, goðsagnir og hetjusagnir að svo miklu leyti sem hesturinn kemur við sögu í þeim, og þá eigi síður um forna siði bæði heiðna og kristna eða kristnaða, sem hestum koma við. Hesturinn mun, að hyggju Brodda, hafa verið dýrkaður í sambandi við Frey og frjósemi jarðar; þaðan stafa sagnir um Frey-faxa í íslenzkum sögum, þaðan líka hin einkennilega og einstæða dýrkun Völsa, sem Flaíeyjarbók hermir frá Hestar draga vagn sólar, og bæði Dagur og Nótt geysast fram um himinbogann á gæðingum, sem þannig verða nátengdir “sólskini um daga og döggvum um nætur,” en þá árgæzku kröfðu menn konunga sína um á elztu tímum- þótt íslendingar sneru því upp í að beiðast henn- ar af biskupum sínum. Einnig hér verða hestamiriþví nátengd- ir veðursæld og frjósemi jarðar. Ein af sterkustu líkunum fyrir fomri helgi hrossa felst í því, að heiðnir menn blótuðu þeim og átu hrossaket að blótveizlum sín-, um. Fyrir bragðið bannaði kirkj- an mönnum strengilega hrossa- kjötsát, og er það kunnugt af íslendingabók, er getur þess að Þorgeir Ljósvetningagóði hafi leyft mönnum >að eta það fyrst eftir að kristni var lögtekin eins og líka það að bera út börn sín, en síðan hafi sú heiðni verið af- numin sem önnur. Það er og auð- séð af mörgum sögustöðum öðr- um, þar sem mönnum er brigzl- að um hrossakjötsát, og nægir að minna á orð Skarphéðins við Þorkel hák, sem fræg eru orðin. Loks sat þetta bann enn svo fast í mörgum íslendingi á uppvaxt- ar-árum núlifandi kynslóðar, ef ekki fram á þennan dag, að þeir menn voru ekki fátíðir, er mundu selja upp kjötinu. er þeim var frá því skýrt, að þeir hefðu óvart etið það. Það er illt til þess að hugsa, hve margir íslendinga hafa solt- ið heilu og hálíu hungri vegna þessarar bannhelgi á hrossakjöt- inu. En þeir hafa svo sem ekki verið einir um slíkt. Meðal út- lendinga, ekki sízt kaþólskra, manna, er þessi bannhelgi enn í fullu gildi kom það skjótt í ljós, þegar skerptist um kjöt á síð- ustu stríðsárunum hér í Banda- ríkjunum, svo að líkindi voru til, að sumir kynnu kannske að kaupa sér hrossasteik heldur en enga í matinn. Þá varð það helzt bjargráð landstjórans í Maryland (eða var það þingið?) að láta boð út ganga til síns hungraða lýðs, og banna mönnum með öllu að selja hrossaket til manneldis; hund'arnir máttu að vísu fá það. I sömu mund reis upp Mayor La Guardia í New York. snaggara- legur að vanda, og las þeim íbú- um heimsborgarinnar pistilinn um það, að það væru lyddur ein- ar og mannlerar, sem fengju sig til að leggja sér hrossakjöt til munns. En ekki hyggjum vér að Mayor La Guardia hafi ætlað þessa sneið hrossakjötsætum á íslandi “the greatest little coun- try in the world,” svo sem hann kvað að orði i ræðu, sem fræg er orðin heima á íslandi. Hitt mun heldur að þessi litli og vel kristni ítali hafi með ánægju séð sér hér ieik á borði að sneiða að erfðafjendum sínum, Frökkum, því að í Parísarborg, höfuðborg’ listanna í veröldinni hafa fátæk- ir listamenn um langa aldur get- að satt hungur sitt á góðu hrossa- kjöti matsöluhúsanna. Það var annars lán okkur ís- lendingum, að íslendingabók skyldi skýra frá uppruna bann- helginnar á hrossakjöti. Því regla Freuds um það. að hugsýki læknist því aðeins að grafið sé eftir hinni gleymdu orsök unz hún kemur fram í dagsljósið, á ekki síður við um fornar venjur þjóðanna. Og það er alls ekki ó- líklegt að Islendingar myndu fara að eta krabba, marhnúta og himda ,ef þeir hefðu sagnir um uppruna bannhelginnar á þess- um kvikindum eins og um hest- inn. Annars er það kunnugt, að krabbar þykja herramannsrétt- ur um víða veröld bæði hjá sið- uðum þjóðum og svonefndum ó- siðuðum. Um marhnútinn hef ég fyrir mér orð míns gamla góða kennara, og vitra manns. Bjarna Sæmundssonar, að hann sé góð-^ ur matur, og trúi ég því vel. Um hundinn er það að segja, að mér þykir meira en líklegt, að forfeð- ur íslendinga hafi trúað á hann svo öldum skifti- engu síður en hestinn. Er þess að gæta, að hundurinn er fyrsta húsdýr mannsins, svo sambúð hunds og manns á sér ennþá lengri sögu heldur en samvera manna og hesta. Eins og allir vita er hund- urinn taminn úlfulr, en Úlfur er janfvel enn tíðara í mannanöfn- um en hestur og hross. En eins og íslendingar vita eru goðanöfn ekki óalgeng í mannanöfnum, sbr. Þorsteinn, Freysteinn, Óð- inkár. Loks má mina á sagnimar um Saur konung, er var hundur og sat að ríkjum í Þrándheimi. Af öllu þessu sýnist mér, að ein- hver gáfaður norrænumaður ætti að skrifa bók um íslenzku hund- ana á borð við þessa bók Brodda um hestana. En þetta var nú of langur út- úrdúr um bannhelgina, enda skal nú vikið aftur að bók Brodda. IVLargt annað rekur Broddi í fyrra hlut bókar og skrifar hann þar meðal annars urn Ask Ygg- darsils, Sleipni- Faxa, Hel, ham- farir, töfrabrögð og furður, hestavíg, vígslu Kjalar, Grana Sigurðar Fáfnisbana, sakir, gjaf- ir, og loks frá hetjum og guðum. Nú þótt eitthvað kunni að vera missagt í fræðum þesgum, þá virðist mér einsætt, að höfundur hafi sannað með rökum. að Is- lendingar hafi haft átrúnað á hestum' sínum — góðu heilli, vildi ég sagt hafa — engu síður en Germanir Tacitusar og Aríar, er þeir í árdaga brutust suður á Indland. En í helgisiðum Fornin- dverja við hestfórnina kemur það atvik fyrir, að prestur hvísl- ar nokkrum orðum í eyra fóm- arhestsins áður en hann er sleg- inn af. Minnir þetta mig eigi aðeins á “hverju hvíslaði Óðinn í eyra Baldri áður hann væri á bál borinn,” heldur lika á þann sið, sem Laxness mun hafa í einni sögu sinni (Sjálfstætt fólk, ef ég man rétt), að þeir sem fylgja líki á hestbaki, hvísla því í eyra hestsins, að hann flytji lík til hinnstu hvíldar. Má vera að mér hafi skotizt yfir þetta atriði í bók Brodda, en ekki hef ég fundið það þar (og því miður vantra bókina registur slíkra hluta). Síðari hluti bókar ræðir fyrst um fargerfi: reiðtygi og áhöld sem hafa verðuir til hrossnotkun- ar. þá um klyfjaflutning, lestir, drátt, jámingu, þá um stóð og klakahross, þá um hrossafjölda og hrossákaup, þá um hrossalýs- ingar og hrossalit. Þá koma þætt- ir um hesta eftir Ingibjörgu Frið- gehsdóttur, Sigurð Jónsson frá Brún, og Lárus Árnason. Loks skrifar Broddi aftur kafla um iþræl og herra, um allsherjarríki á hófum, um heimhugann og loks niðurlag bókar. Hestavísur kveðst Broddi ekki hafa tekið með, af því að annar maður hafi safnað þeim lengi. Er vel að sú bók kæmizt á fram- færi, því líklega em hestavísur alíslenzk framleiðsla. eins og ís- lendingasögur og irímur vorar, og þessvegna allrar forvitni verðar. Höfundur afsakar sjáLfur los í formi bókarinnar. En á hitt ber heldur að líta, að bókin er af- bragðsvel skrifuð, og lofar hinu beztu um hinn unga skáldlega vaxna höfund, sem virðist hafa verið til þess fæddur og í heim- inn borinn í Skagafirði að skrifa svona bók. Ekki spillir það held- ur, að myndirnar eru gerðar af Halldóri Péturssyni, sem einn allra listamanna vorra virðist vera sérfræðingur í fagurvöxn- um hrossskrokkum. Eru myndir hans bæði margar og þó fallegar. Enginn Islendingur, sem nokkuð man til hestanna sinna, skyldi láta hjá líða að fá sér þessa bók — og þakkir séu höfundi, lista- manpi og útgefanda. Arið 1947 gaf “Norðri” út Bessastaðir, Þætiir úr sögu höf- uðbóls eftir Vilhjálm Þ. Gíslason. Þessir þættir úr sögu Bessa- staða. sem nú hafa orðið aðsetur æðsta valdsmanns á íslandi, for- seta vors, eru eins og vænta mátti af höfundinum, bæði greinargóðir og skemmtilegir, enda prýddir fjölda góðra mynda. Höfundur skipar efninu í fjór- tán kapítuia: Höfuðból og menn- ing, Bessastaðir á Álftanesi, Bessastaðasaga í stórum drátt- um, Bessastaða-kirkja, Bessa- staðabú, Skansinn og Seylan, Fálkahúsið á Bessastöðum- Nátt- úrufræðingar á Bessastöðum, Bessastaðastofa, Bessastaðaskóli, Grímur Thomsen á Bessastöðum, og Forsetinn á Bessastöðum. Framanvið er prýðiieg lit- mynd af Bessastöðum, en síðar í bókinni eru ágætismyndir af for- seta og salarkynnum hans á staðnum. Mynd er þar líka af af forsetahjónunum báðum, og nökkrar mynddr af forseta og ráðuneytum hans, hin fyrsta þeirra mynda er tekin af síðasta ráðuneytisfundi 1944 áður en lýðveldið var í lög leitt. Öll er bókin hin eigulegasta. AUSTURLAND. Safn aust- firzkra fræða. Ritstjórar Halldór Stefánsson (og) Þorsteinn M. Jónsson. II Útgefandi: Sögusjóð- ur Austfirðinga, Akureyri, 1948. 313 bls. Fylgiskjal og kort. Þá er annað bindi af Auslur- landi komið út, með janfsnötrum frágangi og hið fyrra. og jafn- efnismikið, en það skiluir, að í I. bindinu voru allmargar grein- ar uppprentaðar eftir gömlum blöðum, en þessar ritgerðir eru allar nýjar. Eru í þessu bindi þrjár stórar ritgerðir eftir Halldór Stefáns- son: Landnám í Ausifirðinga- f jórðungi, Goðorða og Þingaskip- un í Ausifirðingafjórðungi og Hrafnkelsdalur og byggð þar, og ein stór ritgerð eftir Benedikt Gíslason: Þáitur af Hallgrími Ás- mundssyni, Sióra-Sandfelli, með kvæðum eftir Hallgrím í Viðbæti I og endurminningum um frænd- fólk á Austurlandi 1886—90 eftir Bjarna Jónsson frá Þuríðarstaða- dölum í Viðbæti II. I fyrsta kafla. sem er meir en þriðjungur bókarinnar rekuir Halldór landnámsmenn í Aust- firðingafjórðungi hinum forna frá Helkunduheiði til Jökulsár á Sólheimasandi. Má segja að það sé ríflega í lagt, eða er það ætlun Austfirðinga, að hafa allt það land undir nú, þrátt fyrir Hér- aðssögu Skaftfellinga? Drepur Halldór fyrst á landnám Pap- anna, fer síðan nokkrum orðum um Landnámu (eftir irannsókn- um Jóns Jóhannessonar), sem auðvitað er aðalheimild hans, og Kolskegg hinn fróða, sem er að- alheimildarmaður Landnámu um Austfirðingafjóðung. Síðan rekur hann landnema og land- nám að norðan og suður um. Er firásögn hans skýr og skilmerki- leg, oft drepur hann á, hve marg- ir bæir séu nú í landnámi hverju, reynir að gera sér grein fyrir- hverjir fyrr komu eða seinna, og ýsmar fleiri upplýsingar reyn- ir hann að gefa um landámsmenn og landnám þeirra. Ekki get ég leynt því, að ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum um þessa þætti Halldórs. Þykir mór sem hann muni hafa vera verr lesinn í þessum fræðum en vert var (ég hef ekki séð hann vitna til annara en Guðbrands KAUPENDUR LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU Á ISLANDI / Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað. Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐM UNDSSON , Mávahlíð 37, Reykjavík.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.