Lögberg - 03.02.1949, Blaðsíða 5

Lögberg - 03.02.1949, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 3. FEBRÚAR, 1949 5 > \ /ífiLGAMÍL LVCNNA Riisijóri: INGIBJÖRG JÓNSSON ÁRLEGAR BÓKAGJAFIR FRÁ ÍSLANDI 1 ÞESSUM DÁLKUM hefir verið getið að nokkru hins íslenzka bókasafns, sem nú er að myndast við Manitoba háskólann, hefir sérstaklega verið minst á eldri bækumar: A. B. Olson og Jón Bjarnason söfnin. Auk þessara bóka hafa safninu borist allar íslenzkar bækur, sem gefnar hafa verið út á íslandi síðastliðin tíu ár. Það er ekki úr vegi að geta þeirra að nokkru og s'kýra tildrög þess að þær eru hingað komnar.---------- Fátt hefir gefið þjóðræknis- starfi okkar Vestur-Islendinga eins mikin byr undir vængi eins og heimsókn fyrv. dómsmálaráð- herra, Jónasar alþm. Jónssonar. Sumarið 1939, kom hann hingað vestur á vegum Þjóðræknisfé- lagsins og heimsótti þá flestar ef ekki allar íslenzkar bygðir hér í álfu. Hann flutti ræður hvar sem hann fór og “hvatti menn til samtaka að vinna að eflingu hins andlega íslenzka ríkis.” Djúp- skygni hans er slík að hann sá og skyldi flestum mönnum betur þá erfiðleika, sem við eigum við að etja á því sviði, og hann sá líka ýms ráð til þess að varna því að við færum halloka í þjóðernis- baráttunni. Jónas Jónsson er framkvæmda maður. Hann lætur sjaldnast sitja við orðin ein. Þegar hann kom heim birti hann í “Tíman- um” langa og ýtarlega ritgjörð sem hann nefndi, Samvinna milli Austur og Vestur Islendinga.” Var sú grein endurprentuð í báð- um Vestur-íslenzku vikublöðun- um. Mörgum þeim hollráðum, sem hann þar gefur, hefir verið framfylgt og má segja að á þess- skap að samþykkja þessi lög, og er Manitoba háskólinn, sá eini háskóli utanlands, sem hefir ver- ið sýndur slíkur heiður af ís- lenzku þjóðinni. Eftir þeim upplýsingum, sem ég hefi fengið, hefir háskólanum á þessum síðastliðnum árum bor- ist 1400 bindi íslenzkra bóka frá íslandi, og gefur það til kynna hve bókaútgáfan hjá þessari fá- mennu þjóð er feikilega mikil. Ekki er líklegt að hin væntan- lega íslenzka deild við háskólann hér myndi hafa haft ráð á því að kaupa allar íslenzkar bækur, sem út verða gefnar. Þessi mikla gjöf, þetta framlag íslands til íslenzku deildarinnar verður ekki metið til fjár. Með þessu er tryggt að safnið standi aldrei í stað, að það aukist ár frá ári, að láfrænt sam- band við menningar strauma ís- lands rofni ekki. Þegar tilkynningin um þessa samþykt Alþingis barst vestur, -fluttu bæði dagblöð bæjarins fagrar ristjórnargreinar um þennan atburð. Hér fylgir út- dráttur úr Tribune greininni. um síðliðn. tíu árum hafi skap- ast námari samvinna milli íslend- inga beggja vegna hafsins, held- ur en nokkurn tíma áður hefir átt sér stað í sögunni, og mun Jónas Jónsson eiga drjúgan þátt í því. Ég ætla í þetta sinn að víkja aðeins að eimu máli, sdm hann beitti sér fyrir, og sem náði fram- gangi okkur til ómetanlegs gagns og uppbyggingar í framtíðinni. Hann skyldi vitaskuld strax hve nauðsynlegt það er fyrir okkur að stofnað verði kennaraembætti í íslenzku og íslenzkum fræðum við Mamitoba háskólann, og fékk áhuga fyrir því að það yrði gert. Hann heimsótti háskólann, átti samtal við for^töðumann skólans, Hr. Sidney Sntith; varaformann háskólaráðsins, Mr. Justice H. A. Bergmann, og einnig við aðra er höfðu áhuga fyrir því að þessu yrði hrundið í framkvæmd. 1 ritgjörð sinni víkur Jónas Jónsson að þessu máli: “Háskólinn í Winnipeg verður að vissu leyti þýðingarmestur fyrir íslendinga vestra, því hann er mitt í höfuðmygðum þeirra. Bru líkur til að þar verði innan ^amms stofnað prófessors- embætti í íslenzkum fræðum, eingöngu fyrir forgöngu og fram- lög Islendinga vestra. Aldraður ^Oaður í Winnipeg, Arnljótur 01- s°n, náfrændi og nafni Arnljóts Olafssonar, hefir gefið háskólan- um í Winnipeg aleigu sína, en það er prýðilegt íslenzkt bóka- safn, 2,500 bindi. Þessi gjöf er fullkomin undirstaða að íslenzkri bókadeild við háskólann. Lönd- um vestra myndi þykja viðleitni sú að halda við íslenzkum fræð- um, studd réttilega, ef Alþing ^éti eintak af hverri bók, sem hér er prentuð, koma ókeypis íramvegis í þetta safn, mun því máli verða verða hreyft á þingi nú í vetur.” — ^egar alþingi íslands kom sam- an veturinn 1939 flutti Jónas Jónsson frumvarp til laga um Það að eintak af öllum ritum, sem framvegis yrðu gefin út á slandi, yrði sent ókeypis til Manitobaháskólans. Alþingi ís- lands sýndi þann mikla höfðing- “Manitoba háskóli er öfunds- verður af því hversu vel hann stendur að vígi sem miðstöð til kenslu íslenzkra bókmenta. Jafn- ótt og hinar nýju bækur koma verða þær lagðar við Ólsons safnið, sem gefið var árið 1936, var það safn þá talið annað bezta íslenzka bókasafn í Vesturheimi. íslenzkir fræðimenn og nem- endur í samanburðar málfræði eiga hér kost á auðugri upp- sprettu við nám sitt og störf, en á nokkrum öðrum stað. Þetta ís- lenzka bókasafn er þýðingar- mikill þáttur í framförum Mani- toba háskólans sem meginstöð- var í vísindum og lærdómi. Þessi merkilegi atburður er auðvitað ekki nein tilviljun. Langt frá: hann er eðlileg afleið- ing hinnar staðföstu hollustu sem Islendingar hér í fylki hafa ávalt sýnt fósturlandi sínu jafnframt rótgróinni ást á og virðingu fyr- ir ættjörð sinni og heimaþjóð- inni. En slíkar tilfinningar, þótt til séu í ríkum mæli, verða ekki æfinlega látnar í ljós með tákn- rænum athöfnum og viðeigandi. íslendingum hér í fylki hefir þó tekist það svo greinilega að allir Manitobabúar eru í djúpri þakkarskuld við þá.” Til þess að safnið verði sem fullkomnast verða nú allir að leggjast á eitt og safna og senda því eldri bækurnar. Það má ekki eiga sér stað að nokkur íslenzk bók sé eiðilögð. Ef háskólasafninu berst fleira en eitt eintak af sömu bókinni er ávalt hægt að nota það til skipa við önnur söfn.— Æskilegt er að safnið fái sem flestar útgáfur af sömu bókinni Fyrsta utgáfu hverrar bókar er talin verðmætust. Mikill fengur er t.d. hverju safni að fá elztu útgáfurnar af biblíunni, passíusálmunum og öðrum guðsorða bókum. Gömul handrit eiga hvergi annarstaðar heima en á safninu. Hlynnið að íslenzku bókadeild- ini við Manitoba háskólann, sendið henni bækur. FRÁ VANCOUVER, B.C. 25. JANÚAR, 1949—TÍÐARFARIÐ HEFUR VERIÐ óvanalega kalt hér á vesturströndinn í seinni tíð. Blöðin skýra frá því að það séu 24 ár síðan annað eins kuldakast hafi komið hér. Það dreif niður snjó í desember svo héf voru alhvít jól, og er það nokkuð óvanalegt. Ég er búinn að vera hér á vesturströndinni í tíu ár, og hef ekki séð það fyrr hér. Samt mundi það ekki vera talinn neinn heljarkuldi austur í Sléttufylkunum, því aldrei var frostið meira en ellefu gráður fyrir ofan núll. Mest af tímanum var það í kring um “Freezing”, 34, og 31 fyrir ofan núll. Þegar þetta er ritað er heiður himin og glaða sólskin um daga, en dálítið frost um nætur. Svo það lítur út fyrir, það fari bráðlega að hlýna aftur. Síðast liðið ár dóu hér í Van- couver um fjörutíu manns af slysförum, mest vegna bíla árekstra. Samkvæmt skýrslum lögreglunnar voru það 90 per cent af þeim slysförum höfðu oraskast fyrir það, að^ökuþórarn- ir vóru undir áhrifum áfengis. Á nýárinu fæddust í Vancouv- er 29 börn, 17 drengir og 12 stúlk- ur. Fyrsti snáðinn, sem kom fram á leiksviðið, fæddist tveimur klukkutímum og þrjátíu og fimm mínútum eftir að Nýárið var hringt inn. Eins og týðkast hér, fær hann gjafir úr ýmsum áttum, sem verszlunarfélög og einstakl- ingar gefa árlega barninu, sem fyrst fæðist á árinu. Á annan í jólum fór fram jóla- messa Islenzka lúterska safnað- arins 1 Dönsku kirkjunni. Sóttu messuna um 250 manns, svo kirkjan var þétt skipuð. Flutti sóknarpresturinn tvær ræður, á ensku og íslenzku. Hafði söng- stjórinn Mr. S. Sölvason æft söngflokkinn til að syngja hátíða söngva. Kirkjan var prýdd og stórt jólatré, var sett upp af Mr. B. Thorlacius, sem er “Ex- pert”í þeirri list. Setti það mik- i-nn hátíðasvip á alla athöfnina. Tvær Axdals systurnar, sem orðnar er-u vel kunnar fyrir sönglist sína, sungu “Duet”, “We Three Kings,” en “chorus”-inn var sunginn af söngflokknum. Söngmærin Margret L. Sigmar söng “Solo”, “Oh, Holy Night”. Var þetta alt sérstaklega vel af hendi leyst, og sýndi að hér var vandað til og vel ætt. Var það bæði söngfólkinu og söngstjóran- um til sóma. Það hafði verið auglýst, að öll samskot sem kæmu inn við þessa jólamessu, yrði látin ganga í kirkjubyggingarsjóð safnaðarins, voru samskotin $185.18, í viðbót við það, gaf Lút. kvenfélagið $300.00 sem átti að skifta þannig, $150.00 gangi í byggingarsjóðinn, og $150.00 til safnaðarins áður hefur kvenfólagið gefið söfnuð- inum vermætt Minshall Electric Organ, sem kostaði um $1500.00. Hefur kvennfélagið verið frá því fyrsta, stoð og stytta íslenzka lút. safnaðarins. Íslenzki söfnuðurinn er nú byrjaður í fullri alvöru að koma sér upp kirkju. Nefnd hefur ver- ið kosin til að velja og kaupa lóð undir kirkjuna. Það hefur jafn- an verið svo í flestum byggðum Islendinga, að við fyrsta tæki- færi hafa þeir komið sér upp kirkjum. Margir af þeim sem nú gangast fyrir því að koma sér upp kirkju í Vancouver, hafa verið frumbýlingar í tveimur og sumir í þremur byggðum Islend- inga, og hafa verið í verki með að byggja kirkjur í þeim bygðarlög- um. Hvað verða þeir nú margir sem vilja styrkja þá til að byggja kirkju fyrir sig? Embættismenn safnaðarins fyrir þetta ár eru H. L. Thorlak- son, forseti, S. Sölvason skrifari, B. Tborlacius, féhirðir, nefndar- menn S. J. Sigmar, Hermann Sigurðson, S. Gillis, Bjarni Kol- beins og Karl Finnbogason. Embættiskonur kvenfélagsins fyrir þetta ár eru: Mrs. Gunnar J. Gudmundson, forseti, Mrs. S. J. Sigmar, Vara forseti, “Record- ing secretary” Mrs. G. Einarson, “Corresponding secretary” Mrs. N. Ogg og Mrs. H. Leeland fé- hirðir. Eftir messu var öllum boðið í samkomusal kirkjunnar, til ka-ffi drykkju og rausnarlegra veitinga sem konurnar veittu öllum ó- keypis. Sunnudaginn þann 9. janúar eftir messu var haldið kveðju samsæti í samkomusal kirkjunn- ar. Vou allir boðnir velkomnir þangað. Tilefnið til þessa samsæt ist var það, að Mr. og Mrs. Henry L. Sumarliðason, eru á förum héðan til Edmonton, Alberta, svo þarna fékk fólkið tækifæri til að kveðja þau. Þar kom saman fjöldi fólks, því þau hjón eru sérstaklega vel kynt hér. Mr. H. L. Thor-lakson stýrði samsætinu og tók fyrstur til máls. Svo kall- aði harvn á Mrs. Jón Sigurðson fyrverandi forseta Lút. kvenfé- lagsins, og flutti hún snjalla ræðu til heiðursgestanna. Næst kom Mrs. Gunnar J. Gudmund- son núverandi forseti kvenfé- lagsins og afhen-ti Mrs. Sumar- liðason skrautlegt “Corsage”, frá félagssystrum hennar. Næsti ræðumaður var Mr. G. F. Gísla- son, íslenzka söngkonan velþekta Mrs. Thora Thorsteinson Smith, söng tvær solos, aðstoðaði Mr. S. Solvason hana við hljóðfærið. Thorður Kr. Kristjanson flutti heiðursgestunum frumort kvæði. Þá var -heiðursgestunum afhent verðmæt klu-kka, gjöf frá hinum mörg-u vinum þei-rra og velunn- urum í Vancouver, átti hún að vera þeim til minnis um veru þeirra hér. Þökkuðu þau bæði fyrir gjöfina og þann heiður, sem þeim væri sýndur með þessu samsæti. Mr. Thorarinn Guðmundson faðir Mrs. Sumarliðason var sett- ur á bekk með heiðursgestunum,. því hann er líka á förum héðan úr borginni; afhenti Mr. Thor- lakson honum ‘’Box of Cigars” frá kunningjum hans, sem vissu hvað honum mundi koma best. Þakkaði hann fyrir sig með vel- völdum orðum. Nú tóku kvenfélags konurnar yfir í sínar h-endur alla stjórn þessa samsætis. Veittu þær öll- suta ‘ijæSjaes sgc|sje So ijjbjj um og hvern lysti. Þau Mr. og Mrs. Sumarliðason -hafa ætíð tekið virkan þátt í allri starfsemi Lút. safnaðarins hér í Vancouver. Var Mr. Sumar- liðason forseti safnaðarins sið- astliðið ár. Hafa þau bæði ætíð veitt þeim félagsskap óskift fylgi sitt. Mrs. Sumarliðason hef- ur verið meðlimur í Lúterska kvenfélaginu, og oft verið driff- jöðrin á samkomum þeirra. Hún er sérstaklega leikin í því að finna uppá ýmsum kúnstum og koma með það fram á leiksviðið, svo fólkið veltist um af hlátri. Það er ekki of sagt, að það sé höggvið stórt skarð í okkar fé- lagsskap við burtför þeirra, sem ekki verður auðfylt aftur. Okkux hugheilustu lukkuóskir fylgja þeim til þeirra nýja heimkynnis. Það var gestkvæmt á Gamal- menna heimilinu “Höfn” um jól- in. Þann 23. desember komu þangað 15 ungar stúlkur frá “The Sea Eagles Branch of the Girl Guides”, till að syngja Jólasöngva fyri-r gamla fólkið, svo var skemt um tíma með að spilað var “Bingo”, seinast veittu stúlkurn- ar öllum ísrjóma, kaffi og alslags trakteringar. Var þeim þakkað fyrir komuna af forstöðukon- unni. Kvenfélagið “Sólskin” hafði skemtisamkomu þar 22. desem- ber, var þar margt utanheimilis fólk líka samankomið, var stutt skemtiskrá, sem nokkrir af heim- ilisfólkinu tóku þátt í. Svo var skemt með að syngja íslenzka söngva, sem allir sem gátu tóku þátt í. Ekkert skemtir gamla fólkinu betur, en að syngja ís- lenzka söngva. Aðstoðaði Mrs. Gail Johnson við pianoið. Eitt af því sem þar fór fram, var að Mr. Odin Thornton forseti “Strand- ar” félagsins, afhenti forseta Gamalmenna heimi-lis nefndar- innar Mr. G. F. Gíslason, ávísan uppá $170.00 sem ganga eiga í Gamalmenna heimilssjóðinn. Var þessi upphæð fyrir Calendars sem “Ströndin” hefir verið að selja víðs vegar í íslenzkum bygðarlögu-m. Var það Mr. Sam F. Samson sem sá mest um til- búning og útgáfu þessara “Cal- endars.” — Margt smátt gerir eitt stórt.— Seinast báru konurnar fram kaffi og veitingar eins og trvern lysti. Mrs. Gunnbjörn Stefánson stjórnaði samsætinu í fjarveru forsetans Mrs. Thóru Orr. Á jóladaginn messaði Dr. H. Sigmar á Héimilin-u. Voru nokk- uð margir, sem sóttu messuna, og nokkrir úr söngflokk Lút. safn- aðarins, sem hjálpuðu við söng- inn. George Sigmar aðstoðaði við hljóðfærið. Hér var nýlega ha-ldið fölment verzlunarmanna þing, sem sam- anstendur af verzlunarmönnum hér á vesturströndinni, beggja megin landamæranna. Kvöldið, sem þingið var sett, höfðu þeir fengið söngmærina okkar Marg- reti L. Sigmar til að sýngja þar nokkur lög, þótti þeim svo mikið í söng hennar varið, að þeir báðu hana að sýngja fyrir þá á þingi, sem þessi félagsskapur heldur í Seattle bráðlega. Það var einnig fa-rði fram á það, að hún sýngi fyrir þá á þingi, sem þeir hafa ákvarðað að verði haldið í Los Angeles í California, seinna í vetur. Miss Sigmar hef-ur fengið mikið álit hér sem söngkona, og er oft fengin til að syngja fjöl- mennu-m samsætum. Þann 13. desember var haldið “House W a r m i n g Party” á heimili þeirra Mrs. og Mrs. Jónas Magnússon að 1233 W. 13. Stóðu fyrir því samsæti þeir bræður Gunnlaugur og Lúðvík Hólm; þar komu saman nokkuð margir af vinum og skyldfólki ungu hjónanna, sem nýlega höf- ðu flutt í þetta hús. Til skemt- unar voru fluttar ræður, sungið og spilað á hljóðfæri. Fluttu þeir Hólm bræður ávörp til ungu hjónanna. Þeir gátu þess að þeir hefðu kynst Mr. Magnússon og þekt hann fyrir mörgum árum síðan og báru honum vel söguna. Va-r þeim hjónum gefin dálítill sjóður og aðrar gjafir frá vina- fólki þeirra, sem flestir voru þar til staðar. Allir sem sóttu þetta samsæti, segja að það hafi verið bæði skemtilegt og ánægjulegt að öllu leyti. Mr. og Mrs. A. C. Orr, hafa verið á skemtiferð suður í Cali- fornia að undanförun. Var ferð- inni heitið aðallega til San Diego og svo fleiri staða þar syðra. Þau er nýkomin heim úr því ferða- lagi. Mrs. og Mrs. Alvin Kristjanson frá Seattle, Washington voru hér um jólin í heimsókn til ættingja og kunningja, sem þau eiga hér. Mrs. Kristjánson er dóttir þeirra Dr. og Mrs. H. Sigmar. Þetta ferðafólk hef ég orðið var við hér um jólin: Mr. og Mrs. K. O’Brian, Ed-monton, Alberta, Mrs. Fiola J. John, Cardiff, So. Wales, Mrs. T. Vatnsdal, Hensel, N.D. Mrs. og Mrs. J. F. McQueen, Saskatoon, Sask., Mrs. G. Key, Coombs, B.C., Miss Runa Maxon, Markerville, Alta. S. Guðmundson Minnist BCTCL í erfðaskrám yðar JOHN J. ARKLIE Optometrist and Opticiam (Eyes Examined) Phone 95 650 MITCHELL COPP LTD. PORTAGE AT HARGRAVE HOUSEHOLDERS ATTENTION! We can supply your fuel needs with all the standard brands of coal and coke such as Saunders Creek, Foothills, Drumheller, Black Nugget, Briquettes, Saskatchewan Lignite, Zenith and Winneco Coke. Stoker Coals in Various Mixtures Our Specialty McrURDY CUPPLY fO. LTD. V/ BUILCERS' U SUPPLIES V/ AND C0AL Erin and Sargent Phone 37 251

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.