Lögberg - 03.02.1949, Blaðsíða 1

Lögberg - 03.02.1949, Blaðsíða 1
PHONE 21374 /^l£>.QTr'-eTS A Complete Cleaning Institution Cleaning Inslilution 62. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 3. FEBRÚAR, 1949 NÚMER 5 Hér gefur líta mynd af Augsburg College Choral Club, er efnir til samsöngs í Fyrstu lút- ersku kirkju á þriðjudagskvöldið þann 8. þ.m. kl. 8:00. Flokkur þessi, sem þykir hinn ágætasti, telur 50 söngvara. Söngstjóri er Mr. Leland B. Sateren, kunnur sönglaga höfundur. Sambandsþing kvatt til funda Þann 26. janúar síðastliðinn var sambandsþingið í Ottawa kvatt til funda; komu þingmenn saman venju samkvæmt í efri málstofunni, og birti þar lands- stjórinn, lávarður Alexander af Túnis boðskap stjórnarinnar til þingsins, er í sér fól eitt og ann- að mikilsverðra nýmæla; er þar meðal annars gert ráð fyrir, að sambandsstjórn styðji með fjár- framlögum að því, að hafist verði handa um lagningu þjóðvegarins Trans Canada Highway; að laga- frumvarp um inngöngu New- foundlands í fylkjasambandið Candíska fái forgöngu á þingi; að áfrýjun mála til hæztaréttar Breta verði úr gildi numin; að sér fyrir um það, að lækka inn- flutnings tolla og ryðja með því úr vegi viskiptahömlum svo sem framast megi auðið verða; að skipa konunglega rannsóknar- nefnd til þess að íhuga starf- rækslu útvarps og fræðslukvik- mynda, og gera tillögur til um- bóta á peim vettvangi stjórnar- starfrækslunnar; þá er og vikið að því, að vænta megi einhverr- ar lækkunar á tekjuskatti og einnig sennilega söluskattinum; svo og að rýmkvað verði til um greiðslu" fjölskyldnastyrksins. Ráðgert er og að taka til með- ferðar lög um fullgerning St. Lawrence skipaskurðarins í því falli að Bandaríkin fyrst afgreiði því í byrjun síðasta stríðs; hefir hann hvarvetna getið sér hinn bezta orðstír sökum glöggskygni sinnar og nákvæmni í embættis- færslu; hann er 58 ára að aldri. lagabálkur varðandi þátttöku Canada í N. Atlantshafs örygg- issáttmálanum verði tekinn til yfirvegunar og ‘ afgreiðslu; að stjórnin sé staðráðin í að beita í þá átt. Nokkurnveginn mun víst mega telja, að almenn- ar kosningar fari fram í sumar sem kemur, sennilega fyrri hluta þess, að líkindum snemma í júní. Afmæli sérkennilegs manns JÚ, HANN ÁTTI AFMÆLI þann 14. janúar, s.l., hann Sveinn, — hann Sveinn Oddson prentari; hann hélt upp á það sjálfur með pomp og prakt og veitti gestum örlátlega; ;þeim fjölgaði eftir því sem kvölda tók og á daginn leið, því Sveini hefir jafnan orðið vel til vina. BOÐIÐ TIL WASHINGTON Truman forseti hefir kunngert, að hann hafi boðið forsætisráð- herra Canada Hon. L. St. Laurent til tveggja daga heimsóknar til Washington fyrri part næsta mánaðar. Mr. Truman hvað heimboð þetta að öllu ópólitísks eðlis; ýmislegt varðandi báðar þjóðir mun þá vafalaust bera á góma, svo sem málið um full- gjörning St. Lawrence skipa- skurðarins og orkuvirkjun þar um slóðir. HEFIR STALIN FRIÐ í HUGA? Á mánudaginn fluttu blöð og útvarp þá fregn, að Stalin myndi þess nú fús, ræða um frið við stjórnarvöld Bandaríkjanna og koma að máli við Truman for- seta á hentugum stað fyrir þá báða; hvort hér fylgir hugur máli er enn eftir að vita, og verður tíminn að skera úr því. Mr. Truman hefir hvorki sagt af né á í þessu efni að öðruleyti en þá því, er hann áður hafði lát- ið í ljósi, er hliðstæðan orða- sveim bar á góma, að það væri síður en svo að hann væri því mótfallinn, að eiga viðræður við Stalin í Washington ef gildar ástæður lægi til slíks. HAGSMUNALEGT BANDALAG Rússland, Pólland, Czechosló- vakía, Bulgaría, Rúmenía og Ungverjaland, hafa myndað með sér hagsmunalegt bandalag, og bera þessi lönd því við, að slík ráðstöfun hafi verið áhjákvæmi- leg til að vinna á móti innilokun- ar og einangrunarstefnu þeirra þjóða í Vestur-Evrópu, er við hina svonefndu Marshallhjálp styðjist. Enn sem komið er stendur Júgo slavía utan við þetta nýja Banda- iag, og mun það stafa af því hve Rússum varð Tito forsætisráð- bindum og er gert ráð fyrir, að fyrsta bindið komi út eftir 10—15 ár, en síðan verður reynt að láta eitt bindi kpma út á ári hverju eftir það. Það er Háskóli Islands, sem hafizt hefir handa um út- gáfu þessarar orðabókar, en rík- ið greiðir kostnaðinn að hálfu ieyti á móti Háskólanum. Árið 1946 skipaði háskólaráð sérstaka nefnd til þess að undir- búa orðabókina og er dr. phil. Alexander Jóhannesson, háskóla rektor, formaður nefndarinnar, en aðrir nefndarmenn eru dr. Þorkell Jóhannesson. Jakob Ben- ediktsson magister er ritstjóri orðabókarinnar, en honum til að- stoðar eru þeir Árni Kristjáns- son, cand. mag. og Ásgeir Blönd- al Magnússon, cand. mag. Starfsmenn bókarinnar munu “orðtaka” allt íslenzkt mál frá 1540, en að orðtaka málið er í því Úr borg og bygS Nýtt iðnaðarfyrirtæki Nýlega hefir tekið til starfa ný fatahreinsun hér í borginni, er gengur undir nafninu Du-Rite Cleaners, er hefir bækistöð sína að 291 Sherbrook St., rétt sunn- an við Portage Avenue. Fyrir- tæki þetta hefir aflað sér Vic Auto-Per hreinsunarvélar og Per care þvottalagar, sem nemur öll óhreindindi á brott svo að segja á svipstundu. Við fyrirtækið starfar aðeins fólk, sem langa æfingu hefir haft í þessari sér- grein iðnaðarins; það veitir 24 klukkustunda afgreiðslu, 8 stunda “Cash and Carry”; ef þér komið með föt yðar fynr”kl. 10 að morgni getið þér fengið þau aftur kl. 4 síðdegis. Föt yðar eru ábyrgst að fullu meðan þau eru í vörzlum fyrir- tækisins. Daginn, sem þetta nýja fyrir- tæki tók til starfa, voru þar við- staddir Garnet Coulter borgar- stjóri og margir bæjarráðsmenn. Forstjóri fyrirtækisins er Mr. Stepnuk jr. sem er sonur Mr. Joseph Stepnuks bæjarráðs- manns. Símanúmer þessarar nýju og fólkið, að öll rit, sem gefin hafa verið út á íslenzku frá þeim tíma, eru lesin yfir og strikað undir einstök orð og orðasambönd, en síðan eru hin undirstrikuðu atr- iði skrifuð upp á þar til gerða miða, sem ritstjórn verksins vinnur svo úr. Er ráð fyrir því gert, að upp þurfi að skrifa allt að milljón orða og orðasam- banda, en ekki verði komizt yfir nema 100 þúsund á ári. Svo sem kunnugt er, er fjöldi manna hér á landi, er hefir áhuga fyrir orðasöfnun og á í fórum sín- um mörg sérskennileg orð, orða- tiltæki og málshætti. Ættu þessir aðilar að setja sig í samaband við ritstjórn orðabókarinnar, því þeir geta veitt henni ómetanlega að- stoð og flýtt auk þess fyrir lúkn- ingu verksins. Utanáskrift til rit- stjórnar orðabókarinnar er “Orðabókin, Háskólanum.” Ættu sem flestir að leggja 'hönd á plóginn í sambandi við þessa gagnmerku vísindalegu orðabók, því hún er mjög merk- ur viðburður í íslenzku menning- «rlífi. Vísir. fullkomnu ifatabreinsuar er 722 404. ♦ The new executive board, elected on January 14 at the annuai meeting of The Viking Ciub, met iast Thursday night at 418 Mclntyre Block, office of the secretary, for the main purpose of electing its officers. H. Jacob Hansen was elected president for 1949, and Mrs. M. Norlen was jnarned vice president. H. A. Brodahl was re-elected secretary for the seventh year, and Mrs. E. J. Hallonquist treasurer. Past presidents are J. Th. Jonasson, Cari Simonson and O. S. Clef- stad. As urged by the annual meet- ing it was decided to hold month- ly meetings the third Thursday of every month in the season, and the first social will be held in tne Empire Hotel on Thursday, Feb- ruary 17. The date for the 6th annual Viking Banquet and Ball was set for Thursday, March 31st at the Marlborough Hotel. Other members of the execu- tive are: J. G. Johannsson, Nor- man S. Bergman, Axel Vopn- fjord, Mrs. Alf Gretsinger, Mrs. F. A. Lindberg, Tom Nilsen, Magnus Talgoy, Ingvar Oter- holm, Fred Hansen, Mrs. Eva Lake and Clarence Tilenius. ÁFRÝJUNAR KRAFIST Samtök þau, er ganga undir nafninu Ganadian Federation of Agriculture, héldu nýverið árs- þing sitt í Saskatoon, og fór þar alt hógværlega, og vel fram; all miklar umræður urðu um smjör- líkis málið, og varð það að lokum samþykt með miklu afli atkvæða samkvæmt kröfu frá mjólkur- framleiðendum, að áfrýja því til hæztarétta Breta, hvort fram- leiðsla og sala smjörlíkis í Can- ada væri lögum samkvæm eða það gagnstæða. Eins og vitað er, kvað hæzti- réttur Canada upp þann úrskurð á öndverðum yfirstandandi vetri, að framleiðsla og sala smjörlíkis bryti að engu í bága við stjórnar- skrá landsins. Hveitaræktarbænd ur úr Sléttufylkunum, er áminst þing sóttu, voru þeirra skoðunar, að það væri í eðli sínu rangt, að leita sérstakrar vermdar fyrir smjör og mjólkurframleiðslu fremur en aðrar framleiðsluteg- undir, og héldu því fram, að þess hefði hvergi orðið vart í Banda- ríkjunum, að sala smjörlíkis hefði orðið smjörframleiðslunni til hnekkis. SKIPAÐUR SENDIHERRA Dr. E. H. Coleman hefir verið skipaður sendiherra fyrir hönd Canada á Cuba. Dr. Coleman hef- ir verið aðstoðar utanríkisráð- herra sambandsstjórnarinnar frá Telja má víst að, Sveinn prent- ari hafi komið í þennan syndum- spilta heim árið átjánhundruð og súrkál; nánari útlistun á þeim teiknum, er í hendi skaparans og hans. Það segja fróðir menn, að Sveinn prentari sé fæddur og fóstraður í Sauðagerði, sem nú er víst fyrir nokkru búið að inn- lima í Reykjavík eins og svo marga aðra fræga sögustaði; hann nam ungur prentiðn hjá Dagskrá og Þjóðólfi, en fluttist um tvítugs aldur til Vesturheims, lenti brátt í tæri við Gunnar B. Björnsson hinn nafntogaða fjöl- kyngismann þarna suður í Minn- eota og vann í prentsmiðju hans; það er haft eftir Sveini, að á hinu fyrsta þarvistarári sínu syðra, hafi nærri látið að hann yrði hungurmorða af heimþrá eða ættjarðarást, hvernig svo sem frú Ingibjörg Bjömsson dekraði við hann; vitaskuld lifði Sveinn þetta af eins og nú er komið á daginn, og fór þá fyrir alvöru að renna á hann berserksgangur; hann vaknar einn góðan veður- dag upp í Wynyardbæ í Saskat- chewan og er þá sokkinn ofan í blaðamensku — á ensku; þar verður hann safnaðarforseti vinstri manna, borðalagður höf- uðsmaður góðtemplarastúkunn- ar, og kom þá aldrei deigur dropi inn fyrir hans varir; nú ber það við, að kunningjar hans hitti hann að lokinni dagsönnu hjá Heimskringlu við skál á Sveins- stöðum þar, sem dispúterað er um alla skapaða hluti milli him- ins og jarðar, þar sem fjarstæð- um og raunspeki er gert álíka hátt undir höfði. Sveinn prentari er maður stál- minnugur og háskalega lesinn í íslenzkum fræðum; það er ekki heiglum hent, að lenda í orða- kasti við hann á þeim vettvangi þegar hann kemst í algleyming og orðaflóðið steypist af vörum hans; fyr má nú rota en dauð- rota, Sveinn Oddson er prentari af guðsnáð; smekkvís og hraðvirk- ur að sama skapi; hann er maður úrræðagóður og greiðvikinn; það er mörgum manninum undrun- arefni, hve Sveinn réttir mörgum hjálparhönd, því naumast verð- ur um hann réttilega sagt að hann sé það, sem kallað er, loð- inn um lófana, því stundum mun hafa nærri látið, að hann við erfiða heilsu, lifði á guðsást og munnvatni sínu, og er þá vita- skuld ekki í kot vísað. Sveinn Oddson kemur meira við menningarsögu Islands síð- astliðinn hálfan fjórða áratug, en margan grunar, eða alment er viðurkent; hann kemur með fyrsta Fordbílinn til Reykjavík- ur á öndverðu sumri 1913, fyrsta bílinn, sem eitthvað komst úr sporunum, og með því skapast í rauninni upphaf bílaaldar á ís- landi, því það var engu líkara en gamla Ditlevsskriflið sæktist miklu fremur eftir búðarglugg- um á Bakarastígnum eða í Lækj- argötunni, en að þræða hinn gullna meðalveg. Sveinn ók Fordbíl sínum slysa- laust um allar tríssur, austur á Þingvöll, til Ægissíðu, Eyrar- bakka og margra annara sögu- frægra staða; hafði hann oft á þessum ferðum sínum mannval mikið innan borðs, svo sem þá Svein Björnsson forseta, Einasr skáld Benediktson, Lárus H. Bjamason alþingismann, Benedikt Sveinsson þingforseta frá Víkingavatni og margt annað þjóðkunnra stórmenna; og það ^ar í raun rétti á því herrans án 1913. sem bílatrú var iöaleidd á fslandi, og trúboðinn var Sveinn prentari Oddson frá Sauðagerði. Bílasaga íslands verður ekki hlutdrægnislaust sögð, nema þetta sé að fullu tekið til greina. Sá atburður gerðist og um þessar sömu mundir í Reykjavík, að Sveinn prentari ók í bíl sín- um ungum hjónaefnum til vígslustaðar, og að lokinni athöfn svo til þeirra salarkynna þar, sem brúðkaupsveizlan skyldi haldin; brúðguminn var Gísli Sveinsson núverandi sendiherra íslands í Oslo, en brúðurin Guð- rún, dóttir Einars J. Pálssonar trésmðameistara í Reykjavík; brúðför af þessari tegund, var áður alveg óþekt á íslandi; þarna settu þeim Sveinn og Fordbílinn ómótmælanlegt met. Væri ekki viðeigandi að stjórn- arvöld Islands sýndu Sveini Oddsyni einhvern virðingarvott vegna djúpstæðra áhrifa hans á samgöngukerfi þjóðarinnar í samtíð okkar? Langlífi, góði vinur! E.P.J. TEKINN í HALD Mr. Sam Carr einn helzti áróð- urspostuli Kommúnista í þessu landi, var í fyrra viku tekinn í hald í New York, eftir nálega þriggja ára flóttavist úr Canada; hann var einn þeirra manna, sem átti að svara til saka meðan á réttarrannsókn stóð í Ottawa vegna spæjarasamtakanna í þágu Rússa, sem nú eru víðfræg orðin. Mr. Carr mun bráðlega verða sendur hingað til að standa fyrir máli sínu. ATVIKA VISUR Efiir PÁLMA VETRAR-TÖK Krapa grettur kufl á ný klaka fléttast sniðum , fjúksins slettur streyma í stormsins glettu-kviðum. Þó við Grímu grimdar feld glugga hrími tjöldin, samt við skímu af arin-eld eyði’ ég tíma’ á kvöldin. Hvergi sakar hugans mátt hristist þak við gnýinn; Stjörnur vaka’ á himni hátt huidar bak við skýin. RÉTTLÆTI Lögmál skapar sjálfum sér sá, sem hefir betur: Hengir þann sem undir er ef hann bara getur! herra óþægur Ijár í þúfu. Undirbúningur vísindalegrar orðabókar hafinn Það tekur 10—15 ár að undirbúa bókina UNDIRBÚNINGUR að vísindalegri íslenzkri orðabók er hafinn og mun hún ná yfir allt íslenzkt mál frá upphafi daga og fram á líðandi stund. Orðabók þessi, sem er geysi- mikið rítverk, verður í mörgum

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.