Lögberg - 03.02.1949, Blaðsíða 7

Lögberg - 03.02.1949, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 3. FEBRÚAR, 1949 7 GUÐJÓN INGIMUNDSSON TRÉSMlÐAMEISTARI Hann andaðist að heimili dóttur sinnar og tengdasonar Mr. og Mrs. S. H. Briem, Riverton, Manitoba, föstudaginn 10. desember árdegis. Fæddur var hann að Draumbæ í Vestmanna- eyjum, 30. júní 1866, sonur hjónanna Ingimund- ar Sigurðssonar og Katrínar Þorleifsdóttur; var hann elstur af 6 sonum þeirra og ólst upp hjá þeim. Þann 12. maí 1891 kvæntist hann Guðbjörgu Bernharðsdóttur ættaðri úr Árnessýslu. Degi eftir giftinguna lögðu þau af stað til Canada, komu þau til Winnipeg 9. júní; dvöldu þar sumarlanigt, en fluttu um haustið til Selkirkbæjar og bjuggu þar til haustsins 1910, er þau fluttu til Winnipeg; áttu þau heimili að 812 Jessie Ave., í Fort Rouge, í 33 ár, og þar and- aðist Guðbjörg kona hans, aðfaranótt þess 26. júní 1944; hafði samfylgd þeirra varað í 53 ár. Þeim varð þriggja barna auðið: Ingibjörg (Emma) Mrs. S. H. Briem, Riverton, Manitoba, Kristmundur Bernhard- Winnipeg, kvæntur Helen Grace Feobew. Jónína Margrét, Mrs. John Bowen, látih fyrri nokkru árum. Tveir bræður Guðjóns Sigurður og Þor- steinn, komu vestur um haf, ■ nú látnir fyrir nokkrum árum; Jónína ekkja Sigurðar, en systir Guðbjargar konu Guðjóns, búsett í Winnipeg og Dómhildur ekkja Þorsteins búsett í Vancouv- er, B.C. Eftir lát konu sinnar dvaldi Guðjón hjá dóttur sinni í Riverton, sem fyr er að vikið. Þar andaðist hann 10. desember s.l. og hafði notið góðrar heilsu þar til fyrir tæpu ári síðan; dóttir hans -annaðist um hann með mikilli prýði, sonur hans var einmig nærstaddur honum í hinzta stríði hans. Guðjón var maður vel gefinn að verklegum hæfilegleikuim; að hætti Vestmanneyjinga stundaði hann sjó frá unglings aldri. varð lipur og góður sjómaður og síðar formaður, og talinn bæði hygginn og sjálfstæður formaður. Snemma tók hann að stunda smíðar samhliða sjómensk- unni; léku öll verk er að smíðum lutu í höndum hans. Þegar vestur kom stundaði hann smíðar eingöngu. Hann var bæði kjarkmaður og áræðinm og útsjónarsamur, ávann hann sér álit hérlendra manna, sem sá er menn gátu treyst að leysa verk sín vel af hendi. Guðjón tók snemma á dvalarárum sínum hér að smíða byggingar á “Contract”, og hafði einnig umsjón á stórum byggingum í annara þágu. Þótt hann ætlaðist jafnan til mikils bæði af sjálfum sér og öðrum. ávann hann sér tiltrú samverkamanna sinna, er fyrir hann og með homum unnu, olli þvi drenglyndi hans og hreinskilni til orða og verka — og réttsýni samfara hörðum kröfum. Ýmsar stærri byggingar bygði hann á dvalar árum sínum hér, m.a.— Knox Presbýtera kirkjuna Victoríu skólann, o. fl. Á sinni lönigu dvö'l í Winnipeg-borg stundaði hann jafnan smíðar sem formaður eða umsjón- armaður. Svo vel entist honum heilsa og kraftar að stöðugt mátti segja að hann stundaði iðn sína til 75 ára aldurs, enda frarn til síðastliðins sumars mun hann meira og minna hafá stundað smíðar einkum á sumrum. — Þegar komið er hingað vestur tók Guðjón snemma að gefa sig við safnaðar og kirkjumál- um af alhug og mikilli alúð. og átti stóran þátt í því að styrkja Selkirksöfnuð, sem var aðeins fárra ára, er hann kom hingað. Hann varð einn af affarasælum samherjum séra Steingiríms N. Þorlákssonar til að bera málefni hins unga og veika frumbyggja safnaðar fram til sigurs. Að dómi mér kunnugri manna bar hann málefni safnaðar síns fram rmeð farsælli einbeittni, — en allir, er til hans þektu vissu, að hér var hans hjartans áhugamál, sem að átti djúp ítök, í hans eigin sál, leiðsögn hans og afskifti af saínaðar- málum urðu mjög affarasæl, hélt hann þó fram öllum málum. er hann að sér tók af mikilli festu. Trygð hans við menn og málefni, samherja, sam- verkamenn og vini, var mjög fágæt. Áratúgum saman, öll sín mörgu dvalarár í Winnipeg, var hann dyggur meðlimur Fyrsta Lúterska safnaðarins í Winmipeg, og mun, eink- um á fyrri dvalar árum þar, hafa af hendi leyst ýmsa þjónustu í þanfir safnaðar síns. Það vermir hugann að hugsa um heilsteypta og hreinskilna menn, eins og Guðjón Ingimunds- son; hann bar mörg glögg merki hins sanna ís- lenzka manns- að skapgerð og framkomu; jafn reiðubúinn t.il sóknar og varnar hverju því máli, sem honum var kært, heill og trúr borgari hins nýja, vestræna fósturlands, er léði honum tæki- færi til að njóta sín og berjast sigrandi og happa- sælli æfi baráttu. Útför hans fór fram 13. desember frá kirkju Selkirk safnaðar að vistöddum börnum hans, og rnörgum hans nánustu, fornum samverka- mönnum og vinum. — Sá er þessar línur ritar þjónaði við útför hans. S. ÓLAFSSON ARNI EINARSON MINNINGARORÐ MÁNUDAGINN, 13. DESEMBER andaðist á heimili sonar síns, Alberts, að Clarkleigh, Manitoba. öldungurinn Árni Einarson. Hann var fæddur í Skógum, í Kolbeinsstaðahreppi í Snæfells- nessýslu, á Islandi, 4. apríl, 1862. Foreldrar hans voru þau hjónin Einar Einarsson Magnússonar og Elinborg dóttir Jóhannesar Kaps- erssonar. Þegar Árni var aðeins tveggja ára, fluttist hann með foreldrum sínum að Dunk í Hörðudal í Dalasýslu; þar ólst hann upp til fullorðins ára. Hann var vinnumaður nokkur ár, en fluttist vestur um haf frá Njarðvíkum, á Suðurlandi árið 1887, og settist að í Manitoba. Fyrsta sumarið hér vann hann á járnbraut í suð- urhluta fylkisins. Ári síðar kom móðir hans hingað vestur. Árni ikeypti sér þá landblett, 1 grend við bæinn La Riviere og hafði þar heimlii með móður sinni. Átta árum síðar, 27. marz, 1896 kvæmtist hann Kristínu Magnús- dóttur, ættaðri úr Hörðudal í Daiasýslu. Foreldrar hennar voru þau hjónin Magnús Bene- diktsson frá Selárdal í Hörðudal og Helga Grímsdóttir frá Hrafna- björgum í sömu sveit. Kristín hafði komið frá íslandi tveimur árum áður. Arið 1899 skiftu þau um bú- stað, fluttu frá La Riviere til svo- nefndrar Álftavatnsbygðar,.eins og þá var talað; en á leiðinni þangað, er þau höfðu stutta dvöl í Winnipeg, veiktist móðir hans Líkkistan hans Ah Kee Framhald. Nú var Ah Kee komin niður stigann og horfði á Ámöndu í eldhúsinu. Fyrir nokkxum árum hefði hann ekki liðið henni að standa þarna; þá hefði hann taf- arlaust rekið hana út úr helgi- dómi eldhússins — það var hans eigið, hans einka ríki. Já hann hefði sannarlega vísað henni burt ^neð nokkrum velvöldum orðum. En nú horifði hann á hana stein- þegjandi og það var eins og hlut- fekningin í kjörum húsmóður 'hans legðist eins og, þungur svartur skuggi yfir sál hans og hjarta. Hún var undur smávaxin nrinni en hann sjálfur og hárið á a höfði hennar var hvítt eins °g fallegasti Kína leirinn í eld- hússkápnum hans. Hendur henn- ar voru æðaberar og bláar. en þær voru samt enn þá stöðugar °g riðulausar, og hún var enn þá tignarleg á fæti eins og hún gæti boðið byrgin öllum bylting- og breytingum á jarðríki. Nú sá hann hana hella sjóðandi vatni tekönnuna, og gæta þess nákvaemlega — eins og Ah Kee hefði kent heni — að fara var- ^ega. Hún söng í hálfum hljóð- Um þegar hún gekk um eldhúsið, e$a öllu heldur raulaði brot úr gömlu, gleymdu danslagi, og Ah Kee mundi það glögt hvernig hún og Tommi hofðu dansað eft- lr hljóðfæraslættinum í kaupsveizlu sinni; hann minntist þess þegar gasið hafði málað smáskugga yfir gestunum, löngu áður en vírar komu í húsið fyrir rafurmagnið — Já, þá var glatt á hjalla, hún var enn þá falleg þó ellin hefði rænt hana allra full- komnustu fegurðar dráttum — það var eins og þeir hefðu farið eða flúið inn — inn í sál hennar. Alt í einu kom hún auga á Ah Kee í dyrunum og munnvikin lyftust ofurl'ítið af góðláflegu brosi: “Þú vinnur ofmikið,” sagði hún á kínversku: “Það er alveg óþarft að rykhreinsa húsið á hverjum degi.” “Það er þitt heimili” svaraði Ah Kee þurlega. “Ryk sæmir sér einungis hjá lægri stéttinni. Þannig töluðu þau altaf sam- an: þem bar altaf það sama á milli, en það var alt alvörulaust. þau voru í raun réttri ékki hús- móðir og þjónn, heldur tveir gamlir vinir, og þrákelkni þeirra beggja gaf þeim tilefni til sam- tals: “Vatnið er of kalt,” sagði Ah Kee. Hann kom og tók' af henni könnuna: “Ég kem bráðum með te handa þér, seztu þama og lestu á meðan. “Hann kunni að tala ensku því hann hafði lært það meðal margs annars fyrir mörgum árum þegar brúð- börnin lásu fyrir hann lexíurnar sínar. Frá hvaða sjónarmiði sem litið var á, var hann sannmentað- ur maður; en í stað þess að nota mentun sína á annann hátt vildi hann heldur þessa stöðu, hann hafði valið sér, og Mrs. Willard var þar aðstoð hans. “Þú ert víkingur—harðstjóri!” sagði hún í gletni, og talaði kín- versku: “Ég 'læt þig fara burt um næstu mánaðarmót.” Ah Kee hneigði sig án þess að láta sér bregða: “Ég verð ekki einn einasta dag lengur,” svaraði hann. Hann helti aftur sjóðandi vatni í ketilinn og lét hann svo á elda- vélina. Hann brosti en snéri sér undan til þess að hún sæi það ekki. Amanda rendi augunum á gólfið og/ veggina sem hvort- veggja gljáði einsog hreinasta gler; þar sást hvorki blettur né ryk og koparpönnurnar ljómuðu eins og speglar við hliðina á mat- reiðslluvélinni. “Þessi staða hefir altaf heyrt þér til, Ah Kee.” “Farðu og lestu” sagði Ah Kee skipandi: “Ég kem með teið. “Og hrísgrjóna kökur líka.” Sagði Amandaa, “Mr. Thompkins kem- ur bráðum og hrísgrjónakökur” endurtók Ah Kee, um leið og hann horfði á hana fara út úr eldhúsinu fram í húsið. Hann fann kökur í skápnum, iraðaði þeim nákvæmlega á disk, settist síðan og beið eftir gestin- um; hann var þolinmóður og fyr- irferðar lítiU, og sat með kross- lagðar hendur á kjöltu sinni. Óhjá, Mr. Tompkins var þá á ferðinni; hann kom talsvert oftar sem upp á síðkastið, liklega vegna þess að börnin hennar Mrs. Willlard höfðu flutt svo langt í burt, og hún var nú alein. Einu sinni var Tompkins bara lítill fréknóttur drengur og Ah Kee hafði snoppungað hann fyrir það að stela berjalegi í eldhúsinu; en nú var hann orðinn frægur lög- maður og svarta hárið svolítið farið að á grána. Hann var bæði vinur fjölskyldunnar og jafn- framt fjármálamaður Mrs. Will- ard. Hann leit eftir þeim eigum, sem Tommi Willard hafði eftir — skilið konunni sinni. Mr. Tompkins var glaðvær maður og það var nokkurskonar hátíðisdagur þegar hann kom. Hann hló oft og vindillinn hans skildi eftir ylmandi reyk í gesta- stofunni. Dyrabjöllunni var hringt og Ah Kee heyrði að Amanda heils- aði gesti og Tompkins svaraði. Síðan heyrði hann gengið inn eftir ganginum og inn í litlu setu- stofuna. Ah Kee fylti könnuna- en fór sér hægt því nú hafði hann aftur einu sinni fengið verkinn í hjarta atað. Hann vafði Hann var rólegur og sýndi enga geðshræringu. “—Alt búið,” heyrði hann að Tompkins sagði og Mrs. Willard virtist verða svo mikið um það sem hann var að segja henni, að hún ætlaði að kafna. “Ég bjargaði því sem ég mögu- Jega gat, en tekjurnar verða ekki nógar handa þér til þess að lifa á þeim.” “En Tommi sagði —” byrjaði Mrs. Willard, en komst ekki lengra; Ah Kee heyrði að henni varð svo mikið um það sem Tom- kins sagði; að hún gat tæplega komið upp nokkru orði. Sjálfum varð Ah Kee svo mikið um þetta, að honum fanst eins og það ætl- aði að líða yfir hann. Hann stóð grafkyr og hlustaði blygðunar- laust, eins og hann hafði oft gert áður; hví skyldi hann ekki mega iheyra það, sem fram fór. Þetta var hans eigið fólk og hann vissi að Mrs. Wilard fór ekki á bak við hann með neitt. Hendurnar voru dálítið ókyrrar, eins og hann hefði ekki fullt vald yfir þeim; hann spenti því greypar til þess að halda þeim í skefjum; svo beið hann í skugganum við dyrnar. - “Hversu mikið er eftir?” Heyrði hann að Amanda spurði. Tompkins sagði henni satt' það var ómögulegt fyrir hana að lifa á svo litlum tekjum. Honum varS eins mikið um þetta eins og hann sjálfur hefði orðið fyrir al- varlegum svikum eða vonbrygð- um. “Hvað get ég gert? Arnanda rólega og málrómurinn lýsti þvi að skelfingin, sem fyrst agantók hana, hafði nú sljófg- asit. Mr. Tompkins hóstaði, og nú var honum sannarlega enginn ihlátur í huga: “Atfsegir þú enn þá að fara til barna þinna og vera hjá þeim?” spurði hann. “Það væri ekki sanngjarnt gagnvart þeim.” Svaraði hún, “Þau hafa nóg á sinni könnu, þó ég bæti ekki á erviðleika þeirra.” Ah Kee gat ómögulega skilið þesskonar bugsanir, þó hann hefði dvalið svona lengi í Can- ada— Börnin áttu frá hans sjónar- miði að virða foreldra sína og annast þá í ellinni ef þau þyrftu þess með; honum fanst það liggja í augum uppi, því for- eldrarnir höfu venjulega lagt alt í sölurnar til þess að ala þau hlýjum dúk vel og vandlega um | upp. Það var gott og blessað að könnuna, tók tebakkann og fór | vilja vera sjálfstæður, en mis- út úr éldhúsinu. Það heyrðist i skilið sjálfsæði var óhafandi, það ékkert ti'l hans þó hann gengi um i var alt annað. thúsið á kveldskónum sínum. ' Framhald og dó. Er til Áltavatnsbygðar kom, keyptu þau hjónin land> tvær mílur frá Clarkleigh, í Mary Hill skólahéraði. Þar var aðal bújörð þeirra, þar ólust upp börn þeirra, og þar var leyst af hendi merkasta æfistarfið. Þeim þætti æfi þeirar var lokið, er húsmóðirin lézt 26. febrúar 1929. Yngri sonur þeira, Friðgeir, tók við bújörðinni: en faðir hans var hjá honutm og sinti innanhús- störfum þangað til Friðgeir kvæntist. Þá flutti Arni til son- ar síns Alberts, sem bjó þar í nágrenni. Hjá honum var Árni það sem eftir var æfi; sem næst 15 árum. Árni naut góðrar heilsu mest- ann hluta æfi, enda voru æfi- stundirnar vel notaðar. Hann var vinnutfús maður' og lagði haga hönd á margt. Þegar ellin lam- aði kraftana til útistarfa, notaði hann tímann til að prjóna. Fyrir hérumbil ári síðan fór heilsan verulega að bila> en síðustu 3—4 mánuðina lá hann rúmfastur. Þau hjónin eignuðust 5 böm. Eitt þeira dó ungt, en hin náðu íullorðinsaldri. Þau áttu einnig uppeldisdóttir; Nöfn þerira eru: 1.) Lilja, Mrs. Bjarnason, dó í Wynyard, S%sk., árið 1937; 2.) Hólmfríður, Mrs. Fines, dó í Van- couver, árið 1943. 3.) Elínborg, uppeldisdóttir, nú Mrs. Bedford> í Killarney, Manitoba. 4.) Albert, að Clarkleigh; 5.) Friðgeir, á gamla heimilinu að Clarkleigh. Barnabörn, að meðtöldum börnum fósturdótturinnar,- eru 19. Mr. Einarson var jarðsunginn af séra Rúnólfi Marteinssyni, föstudaginn, 17. desember. Aðal- athöfnin fór fram í Lútersku kirkjunni á Lundar> en jarðað var í grafreit nálægt Clarkleigh, þar sem einnig jarðneskar leifar konunnar hans hvíla. Ámi var kristinn maður í anda og athöfnum, nýtur maður í mannfélaginii og sérstaklega góður heimilisfaðir. Þegar móðir hans kom vestur, keypti hann land til að geta gefið henni heim- ili. Hann umvafði konu og börn á hemili þeirra ástríkri aðstoð og einlægri umhyggju fyrir sannri velferð ástvinanna allra. Þegar hann misti konuna, annað- ist hann heimilið þangað til son- ur hans kvæntist. Eins lengi og kraftar emtust vann hann það Spurði sem hann mátti í þarfir þess Trúr var hann alla æfi hinu helg- asta og bezta sem hann hafði eignast í æsku. Eins lengi og máttur, var til þess, las hann hús- lestur á hverjum sunnudegi. "Trúrra þjóna laklu laun." Rúnólfur Marteinsson SYKUR TOMATA 12% til 14% Sykurefni Hugsrið yður, sætar tðmötur, með f mörg- um tilfellum y f i r 12% af sykri, Slfkt hefir alrirei áður heyrst, Athugið feg- urð þessa Avaxtar, sem oft verður tvö fet íl lengd. Smærri en venjulegar tðmöt- ur, en sætan og syk- urefnin gera þennan á v ö x t einn þann fullkomnaste. s e m þekst hefir á síðari árum; endist lengi og er s a n n u r herra- manns matur, hæði s e m ávaxtamauk, sðsa og þykksafi, ó- viðiafnanlegt, Verið á undan, Pantið strax, (pofcfci 15c póstfrltt) FRl—Vor stóra 1949 /rK og rœktunarbók - Stœrri en áCur DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ont,

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.