Lögberg - 03.02.1949, Blaðsíða 4

Lögberg - 03.02.1949, Blaðsíða 4
4 LÖGBEKG, FIMTUDAGLNN, 3. FEBRÚAR, 1949 iLogbtrg Gefið út hvern íimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Vtanáskrift ritstjórcms: EDITOR EÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Ciass Mail, Post Office Department, Ottawa HÁSKÓLAFRÉTTIR UM KENSLUSTÓL í ÍSLENZKU Fyrir rúmum tveimur árum komu saman á fund nokkrir menn, er sérstakan áhuga höfðu á því að koma á fót kenslustól í íslenzku og íslenzkum fræðum við Manitobaháskólann og athuga skilyrðin fyrir því hvern- ig slíku nytjamáli yrði bezt hrundið í framkvæmd; voru allir á eitt sáttir um það, að fyrsta sporið.væri að leita samvinnu allra íslenzkra félagsstofnana í Winnipeg. Þetta leiddi til nefndarstofnunar og var þáverandi for- seti þjóðræknisfélagsins séra Valdimar J. Eylands, formaður nefndarinnar; en er hann fór til íslands varð varaforseti félagsins og núverandi forseti þess, séra Philip M. Pétursson, formaður nefndarinnar. Eftir marga samtalsfundi og miklar umræður, var svolátandi yfirlýsing samþykt í einu hljóði þann 6. júní, 1947: Með því að nefnd, samsett af fulltrúum flestra hinna íslenzku félagssamtaka með bækistöðvar í Winni- peg, hefir íhugað skilyrðin fyrir fjársöfnun til stofnunar kenslustóls í íslenzku og íslenzkum fræðum við Mani- tobaháskólann, mælir sú aðalnefnd með þv.í, að skipuð verði aukanefnd, er sæti eigi í þeir menn, er sannað hafi vilja sinn í verki, með því að leggja fjárhæðir í sjóð há- skóla fylkisins skilyröislaust, áminstum kenslustól til fulltingis; að lágmarkstillag sé miðað við þúsund doll- ara; að þeir einstaklingar, sem slíka lágmarksupphæð, eða stærri upphæðir hafi greitt, verði skoðaðir stofn- endur (“founders”) kenslustólsins; að nefndin verði kvödd saman á ný í því augnamiði, að ráðgast um við stofnendur, hverjar ákvarðanir skuli teknar til að flýta fyrir fjársöfnun til kenslustólsins og tryggja sem gaum- gæfilegast framtíð hans. Þessi leið, að miða lágmarks tillag einstaklinga við þúsund dollara, var valin vegna þess, að sýnt þótti að með lægri tillögum yrði markinu ekki náð, þar sem víst mátti telja, að safna þyrfti upphæð, sem næmi frá $150,00.00 til $200,000.00. Hitt þótti og óviðkunnanlegt að fara þess á leit, að háskólinn veitti viðtöku fjölda af smáupphæðum, sem síðar yrði að skila aftur ef hinu upprunalega takmarki ekki yrði náð. Nefndin varð svo lánsöm, að fá einn hinn allra fremsta forvígismann kenslustólshugmyndarinnar, Dr. P. H. T. Thorlakson, til þess að takast á hendur skipu- lagningu fjársöfnunarinnar, þrátt fyrir geisilegar annir, og er það kunnugra en frá þurfi að segja með hve mikl- um ágætum hann hefir leyst slíkt vandaverk af hendi. Næsta sporið var að gera frumdrátt að samningi milli háskólans annarsvegar og Hr. Ásmundar P. Jóhannssonar hinsvegar. Ásmundur P. Jóhannsson hafði setið nokkra sam- talsfundi með nefndarmönnum, þar sem á það var meðal annars bent, að Vestur-íslendingar væru búnir .að ræða háskólastólshugmyndina fram og aftur í meira en fimmtíu ár; á hinum síðasta áratug þess tímabils hefði það komið í ljós, að nokkrir menn væri þá þess albúnir, að leggja fram fjárhæðir, sem um munaði; með hliðsjón af þessum glædda áhuga, fóru menn að gera sér vonir um, að innan fimm ára rættist sá draumur íslendinga vestanhafs, að áminstum kenslustól yrði komið á fót. Með þetta fyrir augum, samdi Ásmundur P. Johannsson bréf sitt til háskólans varðandi þá upphæð, sem hann hauðst til að leggja fram, ásamt þar að lút- andi skilmálum; bréf hans birtist hér með í íslenzkri þýðingu: A. P. Johannsson and Sons 910 Palmerston Avenue, Winnipeg, Canada. The University of Manitoba, Mr. F. W. Crawford, Comptroller, Winnipeg. Kæri herra: Samkvæmt bréfi mínu til yðar, dags. 6. janúar, s.l., er mér það ánægjuefni, að senda hér með $25,000.00 bankaávísun, sem eftirstöðvar af $50,000.00 tillagi mínu til stofnunar kenslustóls í íslenzku og íslenzkum fræðum við háskóla Mani- tobafylkis, samkvæmt eftirgreindum skilmálum: 1. Hafi eigi $50,000.00 safnast og greiðst inn í téðan sjóð fyrir 15. janúar 1949, skal háskóli Mani- tobafylkis endurgreiða mér þá $50,000.00 upphæð, sem ég lagði fram, að viðlögðum öllum vöxtum, sem bæzt hafa við á þeim tíma, sem höfuðstóllinn hefir verið í vörzlum háskólans, eða endurgreiða pening- ana eða ávaxta þá á þann hátt, sem ég mun ákveða. 2. Hafi $50,000.00 upphæð í viðbót safnast í téðan sjóð, þannig, að upphæðin nemi að minsta kosti $100,000.00 fyrir þann 15. janúar 1949, en kenslustóll í íslenzku ekki verið stofnaður fyrir 17. júní 1952, skal háskólinn endurgreiða mér þá $50,000.00 upphæð sem ég lagði fram að viðlögðum öllum vöxtum, sem bæzt hafa við þann tíma, sem höfuðstóllinn hefir verið í vörzlum háskólans, eða Virðuleg vígsluathöfn í Blaine VIGSLA ELLIHEIMILISINS “STAFHOLT” í Blaine, Wash- ington, fór fram, eins og áður hafði verið auglýst 15. janúar, 1949. Athöfnin byrjaði kl, 1:30 e.h. og var sett af forseta stjórnarnefndar herra Einari Simonarson, með nokkrum velviðeigandi orðum, og bað hann Dr. H. S. Sigmar að flytja bæn, þá var sungin sálmurinn numer 9 í íslenzku sálmabókinni, söngnum stjórnaði Mr. Tani Björnson, en Mrs. Emily Magnússon Reed annaðist undirspil. Séra Kolbeinn Simundson flutti vígslu ræðuna, og var hún að mínu áliti, hrífandi og hið á- gætasta erindi, og vonum við að hann sjái um, að koma henni á prent; sama má segja um bæn- arorðin, sem Dr. Sigmar flutt. Þá söng Mrs. Ninna Stevens, “Kvöld-bæn” “Nú legg ég augun aftur” undir lagi Björgvins Guð- mundssonar, þetta söng Ninna í minningu um foreldra sína og Afa og Örnmu, Pétur og Guð- laugu Hanson, og var það fyrsta bænin sem Ninna lærði, þegar hún var barn, ég get þess arna, til að syna andann, sem hvíldi yfir þessari athöfn. Þá var kallað á EUis Stoneson, endurgreiða peningana, eða ávaxta þá á þann hátt, sem ég mun ákveða. Sú er sannfæring mín, að það fólk af íslenzk- um stofni, sem tók sér bólstað í Canada og Banda- ríkjunum og afkomendur þess, eigi ómetanlega arfleifð, þar sem er tunga þess, bókmentir og sér- stæð menning, sem oss beri að varðveita, og þessvegna sé það ákjósanlegt, að koma á fót kenslustól í íslenzku við Manitobaháskólann. Yðar einlægur, A. P. JÓHANNSSON frá San Francisco, Californíu og eins og áður hefir verið vikið að, lögði Ellis og Henry Stoneson stærðstan skerfinn til þessa fyr- irtækis, og án þess hefði það ekki náð fram að ganga; einnig var hér viðstaddur Chris Finnson, en hann og Andres F. Oddstad Jr. gerðu aila uppdrætti af bygging- unni, án endurgjalds og lögðu þar að auki framm ríiega fjár- upphæð, þessir menn komu aila leið frá San Francisco, til að vera viðstaddir, og sjá þetta fyrir- tæki fullkomnað, hvað húsið á- hrærir. Ellis sagði að þessi stofn- un ætti að vera ofurlítil viður- kenning til frumherjamna sem tóku sér bólfestu vestur á strönd. Og þó húsið væri nú fullgjört, þá væri mikið eftir og munu þeir bræður (Stoneson’s) hta til með þessu H E I M I L I fyrir aldur- hnigna landa, þar sem þeir fengi notið næðis og hvíldar á æfi- kvöldinu. Þá söng Tani Björnson einsöng “Draumalandið” Mrs. Reed spil- aði á hljóðfærið. að blessa húsið, og alla þá sem þar ættu verustað. Kom þá fram, Elias K. Breið- fjörð, með fjórraddaðan söng og voru þau, E. K. Breiðfjörð, Mrs. Halldór Johnson, John Breið- fjörð og Mrs. Nina Breiðfjörð, þáttakendur, en Mrs. Nemyer við hljóðfærið. Bar þá séra Guðmundur fram Blessunarorð. Þessu næst kynti forseti, fólk- inu núverandi stjómamefndar- menn, sem viðstaddir voru, S. H. Christianson, Varaforseti, J. J. Straumfjörð, féhirðir, Fred J. Frederickson, Jacob Westford, Harold Ogmundson. Og svo Guy Eiford (svo stafsetur hann nafn- ið) byggingameistar, sem sá að öllu leiti um byggingu heimil- isins. Og síðast Andrew Daniel- son, nefndarskrifara og bað hann að lesa bréf og skeyti sem nefnd- inni hefðu borist, sem hér fylgir: Bréf frá K. S. Thordarson, Seattle, með innlögðum $100.00. Telegram frá séra Valdimar J. Eylands, Winnipeg, Manitoba. Kveðja frá L. H. Thorlakson, Vancouver, B.C. Telegram frá séra O. S. Thorlakson, Berkley, Californíu, og- $100.00 og síðast kvæði “STAFHOLT” ort af Jóni Háskólinn hefir nú þegar veitt viðtöku $110,000.00 til stofnunar áminsts kenslustóls í íslenzku; þá hafa og fengist loforð fyrir $25,000.00 upphæð og ennfremur vissa fyrir $15,000.00 upphæð í viðbót. Nú er því svo komið, að víst má telja að háskóla- stóllinn verði stofnsettur, að lágamarksupphæðinni, sem sett var að skilyrði, $150,000.00, verði náð. Vinnulaun í þessu landi hafa hækkað að mun, og það liggur þá jafnframt í augum uppi að laun háskóla- kennara hljóti einnig að hækka, jafnframt því sem vext- ir af innstæðum hafa lækkað geisilegá; það er því talið óhjákvæmilegt, að sjóðurinn nemi $200,000.00 til þess að fulltryggt verði um kenslustólinn í framtíð allri; traustur og fagur grundvöllur hefir verið lagður að fyr- irtækinu, og í réttum hlutföllum við þánn grundvöll þarf yfirbyggingin að vera; um han^i verða allir íslend- ingar að sameinast sem einn maður, sem ein sál. Nefndin, sem birtir þessa yfirlýsingu, vill vekja athygli á því, að aukanefndin sem langmest hefir lagt að sér til framkvæmda í málinu, er fámenn nefnd, og þeir, sem hana skipa önnum hlaðnir við dagleg skyldu- störf; hún hefir af þeim ástæðum ekki getað náð nánd- ar nærri til þeirra allra, er líklegir voru til að veita mál- inu lið; á þessu biður hún afsökunar í fullri hreinskilni; en henni er það brennandi áhugmál, að þeir sem enn eigi hafa lagt fram $1000 eða stærri upphæð, geri slíkt við fyrstu hentugleika og sendi ávísanir sínar til Mr. F. W. Crawford, Comptroller, University of Manitoba, til Dr. P. H. T. Thorlakson, Winnipeg Clinic, Miss Margrétar Pétursson, 45 Home Street eða annara nefndarmanna. Nefndin gerir samt ekki ráð fyrir að leita opinberra samskota fyr en forseti háskólans hefir gefið út yfir- lýsingu um viðhorf málsins, sem búist er við að hann geri seinni part þessa mánaðar. Nokkrir þeirra, sem lagt hafa fé í háskólasjóðinn, hafa gert það í minningu vina sinna, lífs eða liðinna og eru upphæðirnar skrásettar neðan við nöfn þeirra á stofnendalistanum. Er til þess kemur, að almenn samskot verði hafin, er gert ráð fyrir að nefndin leiti til deilda þjóðræknis- félagsins og annara félaga íslendinga hvort heldur er í Canada eða Bandaríkjunum; léttir það að sjálfsögðu mikið undir með verki nefndarmanna og gerir það auð- veldara að ná til þeirra manna, er gerast vilja stofnend- ur háskólastólsins með þúsund dollára tillagi hver um sig. Þeir, sem minni upphæðir leggja af mörkum, er nemi þó tuttugu og fimm dollurum eða þar yfir, eru góðfúslega beðnir að senda slíkar fjárhæðir til Mr. F. W. Crawford, Comtroller, University of Manitoba, eða til Miss Margrétar Pétursson, ritara söfnunarnefndar. Smærri upphæðir sendist til ritara. Eins og áður var vikið að, mun háskóli fylkisins inn- an skamms gera almenningi kunnugt um stofnun áminst kenzlustóls í íslenzku; en í millitíðinni höfum við undirritaðir forsetar íslenzku félaganna í Winnipeg, beðið ritstjóra íslenzku vikublaðanna og ristjóra tíma- ritsins, Icelandic Canadian, er einnig undirrita þessa yfirlýsingu, að birta þær upplýsingar, sem okkur kemur saman um að íslendingar eigi heimtingu á að fá vitn- eskju um varðandi viðhorf þessa mikilsvæga máls. Veitið athygli þeim greinum, sem seinna birtast í blöðunum undir fyrirsögninni “Háskólafréttir um kenslustól í íslenzku.” Philip M. Péturisson, forseti þjóðræknisfélags íslend- inga í Vesturheimi. Valdimar J. Elylands, forseti Íslendingadagsnefndar. Axel Vopnfjörð, forseti Icelandic Canadian Club. J. Th. Beck, forseti íslenzkra Góðtemplara í Winni- peg. Mrs. B. S. Benson forseti Jóns Sigurðsonar félagsins, I.O.D.E. Hólfríður Danielsson, ritstjóri Icelandic Canadian. Einar P. Jónsson, ristjóri Lögbergs. Stefán Einarsson, ritstjóri Heimskringlu. Þá talaði séra Guðmundur P. Johnson, áður forseti í upruna- legu nefndinni, sem skipuð var 7. janúar 1945, af þjóðræknis- deildinni “Aldan.” Næst söng W. Hörður Vopn- fjörð lag, sem tónskáldið S. H. Helgason hafði samið, sérstak- lega fyrir þessa athöfn, en Mrs. Nemyer spilaði, alt vel af hendi ieyst að vanda. Kalilaði forseti þessu næst á Frú önnu Kristjánsson, í fjar- veru séra Alberts, sem hefur átt við vanheilsu að stríða upp á síð- kastið, og veit ég það var honum og okkur öllum hrygðar efni að svo var, því séra Albert hefur verið í þessari nefnd frá því fyrsta, og hefur reynst ötull og ráðhollur. Frú Anna bar fram kveðju frá manni sínum, þess efn is, að hann bað Guðs blessunar fyrir þessa stofnun. Þá söng, Júl. Samuelson, hríf- andi einsöng, Mrs. Reed spilaði undir. Kallaði forseti þá Mr. Guð- mund Gíslason forseta Elliheim- ilisins “Höfn” í Vancouver, B.C. lét hann í Ijósi ánægju yfir þessu veglega heimili sem eldra fólk- ið væri búið að eignast, sagði “Þettað er Höll,” bar hól á fram- 'kvæmdarnefndina, og bað Guð Magnusson í Seattle, WaSh. Talaði Andrew nokkur orð um öflin, sem sameinast hefðu um að koma þessu veglega heimili, þar sem það nú er komið, og rakti gang málanna að nokkru leyti; sérstaklega meinti hann á Guy Eiford byggingameistara, sem hafði tekið að sér byggingu þessa heimilis lagt til verkfæri, gert öll innkaup, borgað alla vinnu, og haldið reikninga yfir alt starf- íð, ifrá júni 1948 fram á þennan dag, án þess að fá nokkra fjár- hagslega þóknun; ef þettað alt (Frh. á bls. 8) H18 blandaCa örval af húsplantna- fræi inniheldur 15 mismunandi tegundir, sem hafa verið þaul- reyndar og gefist með ágætum til heimilsræktunar. Víð getum ekki- ábyrgst að hafa allar tegunirnar ávalt við hendi, en flestar þeirra, Pað sparar fé að fá þessar fögru húsplöntur. (Pk. 15c) 2 Pk. 75 pöst- frftt. Manitoba Birds WILSON'S SNIPE (Jack Snipe) Capella gallinago delicata A sandpiper-like bird, with a very long bill, two and a half inches an over; dressed in wood-browns, ochre and white. The brick-red tail barred with black whitening on the outer feathers will distinguish it if necessary. Field Marks: Grassy meadow habitat, long bill and pecul- iar cork-screw flight as it rises, with harsh note, together with size, general coloring and reddish tail. Nesling: On the ground in grassy meadows. Distribuiion: Aoross the continemt. Breeds throughout Canada. Throughout the prairies in spring and early summer the hollow, rapidly repeated, dull whistel of its love flight can be heard at all times of the day, while it ciroles about so high as to be scarcely discernible with the naked eye. This space contributed by Shea's Winnipeg Brewery Limited MD—226

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.