Lögberg - 17.02.1949, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 17. FEBRÚAR, 1949
7
HALLDOR BJÖRNSON
1 októbermánuði síðastliðið haust andaðist hinn mæti öldungur
Halldór Björnson á heimili dóttur sinnar og tengdasonar Margrétar
og Jóns Goodman, í grend við Hallson, N.D. Halldór hafði verið
mikið lasinn undanfarið; enda var aldurinn orðin hár, og heilsan
ekki sterk síðustu árin og síst hafði heilsan verið sterk eftir að
ástkær einginkona hans dó í febrúarmánuði síðastliðnum.
Halldór Björnson fæddist 12.
júlí 1862 í Rangarvallarsýslu á
íslandi. Hann fluttist ungur til
Ameríku og settist að íslenzku
bygðinni í Pembina County, N.D.
Þar átti hann heimili lang lengst-
an hluta æfinnar. Hann fluttist
þó til Blaine, Washington, 4—5
árum fyrir andlátið og bjó þar
ásmat eiginkonunni þar til hún
dó. Þá fluttist hann aftur til
Norður Dakota, og settist að á
heimili Goodmans hjónanna ná-
lægt Hallson, N.D. og dvaldi þar
við ástríka umhyggju og að-
hlynning Margrétar dóttur sinn-
ar og fjölskyldu hennar, þar til
hann andaðist í októbermánuði
JUMBO KÁL
Stærsta kál, sem þekkist 30 og
Jafnvel 40 pund, óviöjafnalegt viC
margskonar borðhald. Ánægjulegt
að sjá þennan grlðar ávöxt þrosk-
ast, Sala Jumbo Káls í fyrra setti
algerlegt met, (Pk. lOc) (eða 80c)
pöst frltt.
eins og áður segir. Fór þá fram
fljótlega útfararathöfn í kirkj-
unni á Hallson, er séra Eric H.
Sigmar frá Glenboro, Manitoba
stjórnaði í fjærveru sóknar-
prestsins, séra E. H. Fáfnis. Söng
þar fjölmennur söngflokkur, og
frænka hins látna, Kristín
Björnson frá Cavalier söng ein-
söng.
Var lík hins látna flutt til
Blaine, Washington, og var þar
önnur útfararathöfn höfð 23.
október í útfararstofu bæjarins.
Þar fluttu kveðjumál séra H. S.
Sigmar frá Seattle og sá er þetta
ritar. Var þar aftur fjölmenni
viðstatt vina og vandamanna.
Stór Kór undir stjórn Mr. E.
Breiðfjörð söng við athöfnina og
Mr. Breiðfjörð söng einsöng. Var
Halldór sál svo lagður til hvíldar
við hlið eiginkonu sinnar í graf-
reitnum í Blaine, Washington.
Halldór fæddist og átti upp-
vaxtarárin á íslandi, en fluttist
ungþroska til Norður Dakota. Þó
hann dveldi nokkur síðustu ár
æfinnar í Blaine, og kynni þar
vel við sig, og nyti þar, ásamt
með konu sinni velvildar og vin-
semdar samferðafólksins á þeim
stöðvum, þá gjörðisrt aðalþrátt-
ur æfisögu hans í Norður Dakota.
Og þar var aðal starfsferill lífs
hans.
Árið 1900 (16. desember) giftist
Halldór Jakobínu Dínussdóttur
Jónssonar úr Þingeyjarsýslu á
íslandi. Bjuggu þau saman 1 ást-
ríku hjónabandi til andáts henn-
Weiller & Williams Co. Ltd.
UNION STOCK YARDS St. Boniface, Man.
Vér grípum þetta tækifæri til að flytja
hinum íslenzku viðskiftamönnum vor-
þökkum viðskiftin á undangengnum
árum og væntum þess að geta veitt
um hugheilar þingkveðjur. Við
ykkur greiða og góða afgreiðslu í fram-
tíð. Hafið hugfast, að vér veitum
srnáurn gripasendingum nákvæmlega
sömu skil og þeim, sem stærri eru.
WILLIAM J. McCOUGAN — Manager
Velkomnir félíigar og gestir á
þrítugasta ársþing þjóðræknis-
félags fslendinga í Vesturheimi,
1949.
McLAREN
LELAND
CLARENDON
The Dangerfield Hotels
ar í febrúarmánuði 1948. Eign-
uðust þau stóra f jölskyldu mann-
vænlegra og efnilegra barna, og
ólu auk þess upp börn, er þau
tóku til fóstur. Munu 3 barna
þeirra hafa dáið í æsku. En þessi
sem hér eru nefnd lifa föður
sinn:
Kristín Stevenson í Grand
Forks, N.D. Björn, kvæntur, og
búsettur í Arabíu, Tryggvi
kvæntur hérlendri konu, búsett-
ur í New York; Margrét gift
Jóni Goodman, búsett í Hallson,
N.D.; Guðmundur kvæntur
Kathryn Arason, búsettur í
Bremerton, Washington, Krist-
ján kvæntur konu af norskum
ættum, búsettur í National City
Californíu, Jónatan Dinus,
kvæntur Sigrid Stevenson, bú-
stttur í Seattle, Washington,
Andres Freeman, ókvæntur 1
flugher Bandaríkjanna, Sigríður
Doris gift Ray Olason, búsett í
Seattle, Washington, auk þess
ólu þau hjónin upp, að parti til
þessar tvær stúlkur; Sigrid
Stvenson, sem kom til þeirra 15
ára að aldri og hafði hjá þeim
heimili uns hún giftist, og Fríða
Johnson, sem kom til þeirra 5
ára að aldri og var hjá þeim þar
til hún giftist, búsett í Seattle.
Einnig lifa hinn látna mörg
barnabörn.
Halldóri sál kyntist ég fyrst
árið 1926, er ég gjörðist prestur
íslenzku safnaðanna í Pembina
County, og þar í grend. Hann
var þá með fjölskyldu sinni með-
limur í Péturssöfnuði í Svoldar-
bygð í N.D. Hann var þar með-
limur í safnaðarráðinu, og um
skeið var hann forseti þess safn-
aðar.
Heimili þeirra hjóna var eitt
af hinum frábærlega gestrisnu
og góðviljuðu heimilum bygðar-
innar. Ég kom þar oft og kyntist
fljótt heimilisfólkinu, því ég átti
oft erindi heimilið, auk þess að
mér þótt gott þangað að koma.
Mér var það ánægjuefni að
kynnast Halldóri svo vel meðan
leiðir okkar lágu saman. Mér
duldist ekki að Halldór var mjög
íslenzkur í anda, og bar djúpan
kærleikshug til ættjarðarinnar
og heimaþjóðarinnar. Ég varð
þess áskynja að Halldór var vel
greindur maður og fróður um
margt, auk þess að vera ákaflega
bókhneigður. Hann virtist hafa
lesið mikið og vera sílesandi. í
þeim lestri virtist hann, að því
er ég bezt vissi, hafa bundið sig
við íslenzkar bækur, rit og blöð.
Og virtist hann því eins og marg-
ir aðrir greindir Islendingar
þeirrar tíðar, vera undra fróður
um landsmál, stjónmál, og önnur
mál úti á íslandi. Halldór var
félagslyntur vel, og starfaði
næsta mikið í söfnuði sínum og
öðrum félögum er hann tók þátt
í. En það fann ég að hann vildi
hugsa fyrir sig bæði um trúmál
og önnur mál, en ekki vera ein-
göngu jábróðir á neinu sviði.
Haldór kom mér þá fyrir sjón-
ir sem talsverður fjörmaður og
gleðimaður. Skarpa skapsmuni
fanst mér hann eiga, er ekki
vildu láta undan siga að ástæðu-
lausu. Hinsvegar Virtist mér þeg-
ar í byrjun og á öllu kynningar-
tímabili okkar, að hann vera
drenglundaður í hugsunarhætti.
Fátt var það sem mér fanst
Halldór hafa eins brennandi á-
huga fyrir eins og hljómlist.
Hann virtist elska góðann söng
og hljóðfæraslátt, og alt sem að
sönglist laut. Enda hafði hann
að því er mér skildist lært að
spila á orgel af sjálfsdáðum, og
hafði stundum verði organisti í
kirkjunni og kanske á samkorn-
um. Yndi var honum að því að
syngja í söngflokknum, þegar
þess var kostur, og sú nautn hélst
við hjá honum fram undir æfi-
lok. Mun ást hans á hljómlist
líka hafa legið til grundvallar
fyrir því að svo mörg af börnum
hans urðu ágætlega fær á sviði
hljómlistar og söngs, eins og öll-
um er vel kunnugt sem þekkja
til fjölskyldunnar.
Ásamt með konu sinni var
Haldór líka ákaflega glaðvær og
gestrisinn. Og þetta tóku böm
þeirra og heimilisfólk í arf. Má
því með sanni segja að gestris-
ni og glaðværð væri ávalt mjög
ábærilegar dygðir á heimilinu.
Velgjörðasemi Jakobínu og
Halldórs, hefir oft verið við-
bruðið og það réttilega. Þangað
leituðu margir er voru einmana,
umkomulitlir, og fátækir, og
fundu þar greiða, ánægju og
skjól. Sumir komu við og við, en
aðrir til lengri eða skemmri dval-
ar, og voru það þá ekki síst ein-
stæðingar, sem voru teknir að
eldast. Og fundu þeir velvildar-
hug og skjólstað.
Hjónaband Halldórs og Jako-
bínu var fyrirmyndar gott, og
samband þeirra við skyldulið
sitt með ágætum. Þegar Jakob-
ína sál andaðist svo skjótlega á
tiltölulega ungum aldri, varð það
Halldóri eins og reyndar ástvina-
hópnum öllum, þungt reiðarslag.
Mun Halldór þá hafa mest til
þess langað, að hann fengi líka
“Þú spyrð, hvað oft ég sé van-
ur að sjá sömu myndina í bíó.”
“Já.”
“Þetta þykir mér nú skrítin
spuming, því reynslan hefur
kennt mér, aS það sé einum of
mikið að fara tvisvar á sömu
myndina.”
♦
“Hæna nokkur í útjaðri Kaup-
mannahafnar hefur verpt átta
eggjum, án þess að nokkur hani
hafi svo mikið sem litið á hana
í heilan mánuð.”
“Nú, ég sé ekki betur en hænu-
tetrið eigi skilið að verða langt-
um frægari en Stalin, Attlee og
Truman allir til samans.”
Samtíðin
Heilhuga árnaðaróskir
til Íslendindinga
á þrítugasta þjóðrœknisþingi þeirra
í Winnipeg, 1949.
Western Engraving Bureau Ltd.
ARTWORK PHOTOGRAPHS PHOTO ENGRAVINGS
DIRECT P.RESSURE MATS STEREOS NICKCLLED STEREOS
1375 Portage Avenue OFFStT PLATES MOULDEO RUBBER PL»TES Rhone 722-481
héimfararleyfið bráðlega. Enda
varð biðin ekki löng, því tæpum
átta mánuðum eftir burtför
hennar, kom kallið til hans.
Blessuð sé minning þeirra góðu
hjóna, og blessun Drottins sé
með ástvinum þeirra.
H. Sigmar
Vegna ALLRAR
Heimabökunar kaupa
GÓÐAR HÚSMÆÐUR
Notið það í brauð,
bollur, skorpusteik, kökur
og aðra bakningu — notið
það til allra hluta.
Það er malað úr bezta Canada hveiti.
NOW
IS THE TIME TO PLACE YOUR
ORDER FOR THE AMAZING
F.A.
FURNASMAN FULLY AUTOMATIC COAL BURNER
During 1948, hundreds of people in Winnipeg
were disappointed at not being able to obtain
FURNASMAN F.A. Coal Heat.
During 1949, production of the F. A. will still
be very limited. Only 50 machines a month will be
installed. So place your orders as soon as possible,
and make sure of an installation.
Slandard Furnasman Slokers, Oil Burners . . . and Air
Condilioning Furnaces Are Also Immedialely Available.
For further information, or a free survey without obligation
phone 42 805, or visit our showroom at 635 Pembina Highway.
FURNASMAN MANUFACTURING COMPANY LIMITED, WINNIPEG
“Manujacturers of Fine Heating Equipment”
Innilegar kveðjur til . .
ÍSLENDINGA
HVARVETNA
Þér hafið rækilega stutt að viðgangi
vorum, alt frá upphafi vorra vega 1914,
er vér höfðum að eins tvo menn í þjón-
ustu vorri, og fram til þessa dags, 1949,
er vér höfum nú tvær prýðilegar
verzlanir og 21 innanbúðar þjóna er
allir eru reiðubúnir og fúsir að veita
yður þjónustu.
Prescription Specialists:
K. G. HARMAN R. L. HARMAN
SARGENT
PHARMACY
LIMITED
Sargent Avenue og Toronto Street
WINNIPEG MANITOBA
i