Lögberg - 17.02.1949, Page 10
10
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 17. FEBRÚAR, 1949
Fallegt og athyglisvert sönglagasafn
Eftir PRÓFESSOR RICHARD BECK
Eitt af höfuðskáldum Breta komst svo að orði í fleygum ljóð-
línum, að flónin æði þangað inn, sem englar hiki við að stíga fæti.
Einhverjum kann nú að hverfa eitthvað sivpað í hug, þegar grein-
arhöfundur, sem er harla ófróður í söngmennt, dirfist að gera
sönglagahefti að umtalsefni, Ekki ætla ég mér heldur þá dul, að
gagnrýna það frá sjónarmiði hins sérfróða manns í þeim efnum,
en þar sem mér finnst, að óþarflega hljótt hafi verið um það verk,
sem hér er um að ræða, vii ég ekki láta undir höfuð leggjast að
minnast þess og höfundarins að nokkuru. Listræn viðleitni vor
á meðal Islendinga í landi hér, á hvaða sviið sem er, er unnin
undir þeim skilyrðum, að 'hún á annað fremur skilið en þögnina
og afskiptaleysið. Og þá kem ég að efninu.
Nýlega barst mér í hendur safn --------------------------
frumsaminna laga, Songs of Ice-
land (With English texts), Vol.
Nor. 2, eftir S. K. Hall, hljóm-
fræðing og tónskáld í Wynyard,
Saskatchewan, gefið út af J. H.
Peel Music Publishing Company,
Toronto, Ontario, Canada.
Höfundur þessa sönglagsafns,
Steingrímur Hall, er íslending-
um vestan haís löngu og að góðu
kunnur fyrir merkilegt og marg-
þætt starf sitt á sviði tónlistar
og söngmenntar. Hann útskrifað-
ist með hæsta heiðri frá hljóm-
listarskólanum “Gustavus Adol-
phus Conservatory of Music”,
St. Peter, Minnesota 1899, og
hlaut þá menntastigið “Bachelor
og Music.” Stundaði síðan fram-
haldsnám í hljómlist bæði í
Minneapolis og Chicago, og varð
að því loknu kennari í þeim fræð-
um á “Gustavus Adolphus Con-
servatory,” og ber það þvi óræk-
Monarch Lífe Reports
FORTY-THIRD ANNUAL REPORT
Btisiness In Force,
Increased 13.3% to............$145,033,739
New Business,
Increased 9.4% to ............$ 25,524,078
Premium Income ...............$ 3,434,423
Paid or Credited to
Policyholders and Beneficiaries . $ 3,893,690
Assets .......... ............$ 30,826,320
Capital, Surplus and
Special Eeserves :____________$ 3,432,093
K. N. S. FRIDFINNSSON
Local Represéntative — Arborr/
•
BARNEY EGILSON
Ijocal Representative — Gimli
Monarch LÍfe
Assurance Compaijy
HEAD OFFICE - WINNIPEQ
ÞRÍTUGASTA ÁRSÞING
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS
ÍSLENDINGA
í VESTURHEIMI
verOur haldið i
GOOD TEMPLARA HÚSINU
viO Sargent Avenue, i Winnipeg,
21. 22. 23. FEBRÚAR, 1949
í /
ÁÆTLUÐ DAGSKRÁ
1. Þingsetning
2. Ávarp forseta
3. Kosning kjörbréfanefndar
4. Skýrslur embættismanna
5. Skýrslur deilda
6. Skýrslur milliþinganefnda
7. Útbreiðslumál
8. Fjármál
9. Fræðslumál >
10. Samvinnumál
11. Útgáfumál
12. Kosning embættismanna
13. Ný mál
14. Ólokin störf og þingslit
Þing verður sett kl. 9:30 á mánudagsmorguninn 21.
febrúar, og verða fundir iil kvölds. Um kvöldið heldur
Icelandic Canadian Club almenna samkomu í Fyrstu lút-
ersku kirkju á Victor Sireet.
Á þriðjudaginn verða þingfundir bæði fyrir og eftir
hádegL Að kvöldinu heldur deildin "FRÓN" sitl árlega
íslendingamól í Marlborough Hotel.
Á miðvikudginn halda þingfundir áfram. Efiir hádeg-
ið þann dag fara fram kosningar embættismanna. Að
kvöldinu verður almenn samkoma. — Stund og staður
auglýst síðar.
WINNIPEO, MANITOBA, 1. FEBRÚAR, 1949
i umboOi stjómamefndar þjóOræknisfélgsins,
PHILIP M. PETURSSON, forseti
JÓN J. BÍLDFELL, vara rilarL
an vott, hvers álits hann naut þá
þegar .
Árið 1906 lét hann af kennslu-
starfinu og gerðist organisti og
söngstjóri Fyrstu lútersku kirkju
í Winnipeg um 30 ára skeið,
jafnhliða kenslu í hljómlist
(píanóspili). Fluttist hann þá til
Wynyard, þar sem hann hefir
haldið áfram kennslu í þeirri
grein og starfað í sambandi við
'hljómlistardeild fylkisháskólans
í Saskatchewan (University of
Saskatchewan) síðan hún var
stofnuð 1937. Margir af nemend-
um hans í hljómlistinni hafa get-
ið sér mikið orð, og með þeim
hætti orðið hinum ágæta kenn-
ara sínum órækasti vitnisburð-
urinn um hljómlistarfræðslu
hans.
Ekki er Steingrímur Hall held-
ur neinn nýgræðingur í tónsmíð-
um. Árið 1924 gaf hann út söng-
lagasafnið Icelandic Song Minia-
tures (With English Translations)
átta frumsamin lög raddsett fyr-
ir píanó, og hlaut það safn mjög
lofsamleg ummæli hinna dóm-
bærustu manna kvenna, bæði í
Canada og Bandaríkjunum. Söng
dómari stórblaðsins Winnipeg
Free Press sagði að lögin bæru
vitni næmri ljóðrænni tilfinn-
ingu og skáldlegu hugarflugi, og
næðu viða svo hátt í listinni, að
verðugt væri víðtækrar viður-
kenningar. Dómar forseta hljóm-
listardeilda fylkisháskólans í
Saskatchewan og “Chicago Mus-
ical College” fóru mjög í sömu
átt, hrósuðu bæði tækni höfund-
ar og tóngáfu. Höfðu og lög þessi
áður og hafa síðan verið sungin
víðsvegar á samkomum.
Sama máli gegnir um þetta
nýja sönglagasafn höfundar;
mörg laganna hafa áður verið
sungin víða á samkomum og í
útvarp. En í safninu eru átta
frumsamin lög, með raddsetn-
ingu fyrir píanó og enskum text-
um. Meðal annars eru hér lög við
“þótt þú langförull legðir” eftir
Stephan G. Stephansson (í ensk-
ri þýðingu séra Runólf Fjelsted),
“Á Sprengisandi” eftir Grím
Thomsen (í þýðingu A. H. Pálmi)
og “Vögguljóð” eftir frú Jakob-
ínu Johnson, að nokkur sél talin.
íslenzku kvæðin eru einnig
prentuð aftan við lagasafnið og
þýðingar á tveim ensku kvæðun-
um eftir Einar P. Jónsson, en
það eru hin kunnu og dáðu kvæði
“Altaf man ég” eftir Thomas
Hood og “Hjarta mitt og harpa”
eftir Thomas Moore. Að frágangi
er lagasafnið vandað og hið
smekklegasta.
(Frh. á bls. 12)
Vísitazíuferð
Sumarið 1 948
(Frh. af bls. 9)
inn gat ekki áttað sig. En allt í
einu fannst honum vera í konu-
líki, fara á undan bátnum. Hann
lætur horfa eftir leiðsögn íienn-
ar. En í sama mund og þetta
gerðist, gekk kona farmannsins,
sem vegna stórviðrisins var
kvíðafull í landi, niður á strönd-
ina og starði út á hafið.
Báturinn náði landi heilu og
höldnu.
Ibúar Vestmannaeyja una þar
vel. Þeim er ekki um það gefið
og yfirgefa Eyjarnar. Lífsbarátta
þar er hörð, en hún skapar þrótt-
mikið fólk og drengilegt. Og ekki
er það lítill skerfur, sem Vest-
mannaeyingar leggja til þjóðar-
búsins. Það er ekki óeðlilegt þótt
sjómenn og bændur — hinir dug-
miklu framleiðendur Islands, —
kjósi að eiga nokkurn íhlutunar-
rétt um það, hvemig fjármun-
um þjóðarinnar er ráðstafað á
alþingi.
Vestmannaeyjar munu eiga
glæsilega framtíð. Mætti forsjón
Guðs vaka yfir Eyjum og öllum
er þar búa. S.S.
Kirkjubl. des. 1948
Velkomnir félagar og gestir á
þrítugasta ársþing þjóðræknis-
félags fslendinga í Vesturheimi,
1949.
Roberts & Whyte
DRUGGISTS
Sargenl at Sherbrook
Phone 27 057
WINNIPEG
BIGGAR BROS.
LIMITED
• Highway Freighting • Fuel Dealers
• Local Cartage
425 GERTRUDE AVENUE
PHONE 42 844
Velkomnir félagar og gestir á
þrítugasta ársþing þjóðræknis-
félags fslendinga í Vesturheimi,
1949.
WESTHOME
FOOD STORE
Phone 22 349 Where Quality Counts »
JACK FLOM, Proprietor
730 Wellington Avenue,
WINNIPEG
Velkomnir félagar og gestir á
þrítugasta ársþing þjóðræknis-
félags íslendinga í Vesturheimi,
1949. /
BALDWINSSONS’
Sherbrook Home Bakery
Phone 37 486
Cor. Ellice and Simcoe
WINNIPEG
HEILAOSKIR TIL ÍSLENZKRA VINA.
• •
í samfleytt þrjátíu ár, hafa íslendingar og
afkomendur þeirra, haldið þjóðræknisþing í
Winnipeg, Manitoba. Þeir eiga fullan rétt á, að
heiðra feðraland sitt, og minnast með virð-
ingu, málsins hreina og sterka og bókment-
anna, sem á því máli eru skráðar.
Hveiti samlagsmönnunum í Canada er ljúft
að lýsa yfir, að á meðal þeirra eru íslendingar.
Þeir koma frá landi sem á sér langa og heið-
virða samvinnusögu. Við óskum þess að þetta
þrítugasta þjóðræknisþing þeirra verði eins
ánægjulegt og uppbyggjandi, eins og að þau
undanförnu hafa verið.
MANITOBA POOL ELEVATORS
WINNIPEG, MANITOBA
SASKATCHEWAN COOPERATIVE
PRODUCERS LIMITED
REGINA, SASKATCHEWAN
ALBERTA WHEAT POOL
CALGARY, ALBERTA
Cooperative Wheat
Winnipeg, Canada