Lögberg - 31.03.1949, Blaðsíða 1

Lögberg - 31.03.1949, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 W2 YvyÚU'A V>vw .CTS lA'h’' ® A Complele Cleaning Insliluiion ieú PHONE 21374 írttú T-,a’u' ■f'O'U A Complele Cleaning Insliluiion 62. ARGANGUH WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 31. MARZ, 1949 NÚMER 13 Frá vinstri til hægri: Herra J. O. Carroll, forseti Bandalags járn- brautarmanna, frú Fljózdal og herra F. Fljózdal. Myndin tekin x afmœlissamsætinu. HÓPFERÐIR VESTUR- ÍSLENDINGA HEIM Á fundi Þjóðræknisfélagsins hér, sem nýlega var haldinn, vakti Nikulás Þórðarson máls á því, að heppilegt gæti verið að bjóða hingað heim við tækifæri ýmsum Vestur-lslendingum, þótt ekki væru þeir þjóðkunnir, en ættu að baki langan en góðan starfsferil. Margir ágætir alþýðu menn af íslenzkum stofni vest- an hafs þráðu heitt að koma hingað heim. En efnaskortur bannaði mörgum að leggja í slík- an kostnað. í framhaldi af þessu benti Gísli Guðmundsson tollvörður á það, að skemtilegt væri og heppi- legt, ef unnt væri að senda ís- lenzka flugvél eftir hópi slíkra gesta. Mæltu ýmsir með þessum tillögum. Vestur-íslenzkur verklýðsforingi heiðraður Vestur-íslenzka verklýðsforingjanum Frederick (Fred) H. Fljózdal, heiðursforseta Bandalags Járnbrautarmanna (Brother- hood of Maintenance of Way Employees) í Detroit, Michigan, var nýlega haldið fjölmennt og virðulegt samsæti í Chicago, í tilefni af 79 ára afmæli hans (þ. 19. desember s.l.); einnig áttu þau hjónin stuttu áður 55 ára hjúskaparafmæli. Var það stjórnarnefnd Banda- lagsins, sem stóð að þessu sam- sæti til heiðurs hinum vinsæla og mikilsvirta leiðtoga þess, en einnig sátu veizluna forystu- menn annara félaga járnbrautar- verkamanna og fjöldi félags- naanna Bandalagsins, eða alls um 150 manns. Forseti Bandalagsins, herra T. C. Carroll, hafði sam- komustjórn með höndum. Heið- ursgesturinn var sæmdur höfð- inglegri gjöf og konu hans afhentur fagur blómvöndur. Kom hér glöggt fram, eins og svo oft áður, hverra vinsælda og virðingar Fljózdal nýtur af hálfu félagsbræðra sinna, og gætti hins sama í hlýjum ummælum um hann og starf hans, í frá- sögnum um samsætið, bæði í blaðinu Labor, allsherjarmál- gagni amerískra verkamanna, sem lét svo ummælt, að Banda- lagið hefði á forsetaárum hans unnið mikilvæga sigra, og í mál- gagni þess, er fór svofelldum orð- Fljózdal er Islendingur góður og löndum sínum að góðu kunn- ur. Mun þeim sérstaklega í fersku minni, að hann var einn af fimm fulltrúum, sem Banda- ríkjastjórnin sendi á Alþingis- hátíðina 1930. Hann er Austfirð- ingur að ætt, en fluttist nær tíu ára að aldri vestur um haf. Hans er ítarlega minnst í Almanaki Ó. S. Thorgeirssonar fyrir árið 1936, og vísast þangað; einnig var hans að nokkuru minnst hér í blaðinu 21. nóvember 1940, þá er hann var kosinn heiðursforseti Banda- lags Járnbrautarmanna. Um hitt þarf ekki að fjölyrða, að landar hans almennt vestur hér samfagna honum með unnin afrek og verðskuldaðar heiðurs- viðurkenningar, því að sómi hvers góðs Islendings er sómi vor allra og ætlandinu einnig sæmdarauki. RICHARD BECK Hér er fitjað upp á merkilegu máli. Þótt mikils vert sé að bjóða hingað þeim Islendingum, sem getið hafa sér frægðarorð í hinni nýju heimsálfu, væri það þó kannske enn innilegri vottur rætarsemi, ef heima-Islendingar sæju sér fært að bjóða hingað endrum og sinnum hópi alþýðu- manna úr ýmsum stéttum. Slík ákvörðun myndi ekki aðeins vekja ánægju vestan hafs og verða metin að maklegleikum. heldur myndu heima-islending- ar með því móti fá sannari og raunhæfari mynd af lífi íslend- inga og kjörum í hinni nýju heimsálfu, þar sem svo margir tóku sér bólfestu fyrir og eftiti aldamótin síðustu. Kjör flestra þeirra, sem stritað hafa í sveita síns andlitis, eru yfir leitt með þeim hætti, líkt og í flestum öðrum löndum, að þeir geta ekki af sjálfsdáðum veitt sér langt og kostnaðarsamt ferðalag, sem Islandsför væri. En boði um þátttöku í hóp myndi sérhver maður, sem heill væri heilsu, taka feginshendi. J.H. Tíminn 1. marz 1949 um um hann: “Afrek félagsbróður vors Fljózdals, sem forseta Banda- lags vors á erfiðu árunum 1922— 1940, standa óhögguð. Er hann nú nálgast ævikvöldið, nýtur hann ríkrar aðdáunar Vegna virðulegrar framkomu sinnar, festu og skilnings á vandamálum vorum.” Þetta er fagur vitnisburður. Áður hafði Bandalagið á eftír- minnilegan hátt vottað Fljózdal virðingu sína og þakklæti fyrir frábært forystustarf, er það kaus hann heiðursforseta sinn á árs- þingi sínu haustið 1940, þegar hann baðst undan endurkosningu sem forseti eftir 18 ár samfleytt 1 þeim vanda-og virðingarsessi. Hin mörgu kveðju-og þakkabréf, sem honum bárust á þeim tíma- niótum frá amerískum verka- niannaleiðtogum og forsetum járnbrautarfélaga, sýndu það einnig ótvírætt, hvers trausts hann naut og hve mikil ítök hann átti í hugum starfsbræðra sinna, og er sú afstaða þeirra til hans óbreytt, eins og afmælis- samsætið ber fagurt vitni; enda hefir hann, síðan hann lét af f°rsetaembættinu, sem áður, ó- Hauður haldið áfram að vinna f ól agsamtökum j ár nbrautar- Verkamanna og verklýðshreyf- ingunni í heild sinni. Merkur vísindamaður lætur af embætti Á laugardagskvöldið þann 19. þ.m., var hinum víðkunna og ágæta vísindamanni Dr. Thorbergi Thorvaldsyni, sem veitt hefir forustu um 35 ára skeið efnavísindadeild háskólans í Saskatoon, Saskatchewan, haldið virðulegt samsæti í tilefni af því, að hann við lok yfirstandandi háskólaárs Dr. J. W. Spinks kunngerði við mikla hrifningu samkomugesta, að stofnaður hefði verið sjóður sem gengi undir nafninu Thor- valdson Scholarship Fund, er starfa skyldi í þágu aukinna vís- inda rannsókna við háskóla Saskatchewan fylkis; nemur sjóðurinn þegar $7.500.00 Dr. B. K. Lamour, fyrrum prófessor við efnavísindadeild háskólans, sagði að sú deild væri fegursta og varanlegasta minnismerkið um forustu og vísindalega hæfni Dr. Thorvaldsonar, sem unt væri að reisa, enda væri þessi deild nú viðurkend fyrir að vera ein hinn allra fullkomnasta slíkrar tegundar í Canada. Forseti háskólans, Dr. J. S. Thomson, fór lofsamlegum orð- um um Dr. Thorvaldson og hina vísindalegu starfsemi hans; hann væri sérstæður maður; áhrif hans hefðu eigi verið einskorðuð við efnavísindadeildina, heldur hefðu þau náð til allra deilda há- skólans; þá mintist og Dr. Thom- son fagurlega konu heiðursgest- sins, frú Margrétar Thorvaldson, er haft hefði göfgandi áhrif á háskólann. 1 svarræðu sinni lýsti Dr. Thor- valdson einkum yfir ánægju sinni vegna sjóðsstofnunarinnar, lætur af embætti. Dr. Thorbergur Thorvaldson og kvað fátt ánægjulegra en það, að sjá kæra stofnun þróast og hafa átt að einhverju leyti hlut- deild í viðgangi hennar; einnig fór hann fögrum orðum um hæfi leika og manngildi þess fjöl- menna stúdentahóps, er lokið hefði fullnaðarprófi í embættis- tíð hans við háskólann. Frú Guðlaug Jóhannesson, sem dvalið hefir árlangt á íslandi, kom heim í vikunni, sem leið. Dr. P. H. T. THORLAKSON MERK OG MIKIL LÆKN- INGASTOFNUN LÖGGILT Hin mikilvæga og sívaxandi lækningastofnun, er gengur und- ir nafninu Winnipeg Clinic, og Dr. P. H. T. Thorlakson stofnaði fyrir nokkrum árum af eigin ram leik, hefir nú nýverið hlotið löggildingu fylkisþingsins í Manitoba. Dr. Thorlakson er framsýnn hugsjónamaður, en það er ekki oft sem hugsjónir og athafnir haldast jafn fagurlega í hendur eins og fram kemur í æfistarfi þessa sérstæða áhrifa- manns. Að löggildingu áminstrar stofnunar standa tuttugu merkir læknar með Dr. Thorlakson í farabroddi. The Winnipeg Clinic hefir þeg- ar getið sér frægðarorð yfir alt þetta mikla meginland og jafnast væntanlega á sínum tíma við hina frægu Mayo Brothers Clin- ic í Minnesotaríkinu, því traust- ur grundvöllur hefir verið lagð- ur að framtíð stofnunarinnar og skilyrðum til þróunar. ÓHUGANLEG MEÐFERÐ Á CANADÍSKUM BORGURUM I lok síðustu viku mættu á þriggja daga þingi í New York vísinda, menta og listamenn frá ýmsum löndum til þess að ræða um heimsfrið; þar á meðal voru nokkrir rússneskir borgarar. Meðal Canada borgara, sem sóttu þingið var John Goss, sem mörgum Winnipeg búum er kunnur því hann hefir oft verið hér sem dómari í hinni árlegu þjóðkunnur listamaður; þingið þjóðkunnur listamaður, þingið hófst með samsæti og var honum skipað heiðursæti við háborðið. Áður en nokkurn varði undu sér inn átta innflytjenda eftirlits- menn og tóku hann þrátt fyrir mótmæli, ásamt hjónum frá Tor- onto, Mr. og Mrs. Barker og fóru með þau á innflytjenda skrif- stofuna til þess að yfirheyra þau um samband þeirra við kommun- ista. Ekki er þess getið að komm- unistarnir frú Rússlandi hafi verið áreyttir. 1 fréttayfirliti, sem Próf. Burt- on S. Keirstead frá McGill há- skólanum flutti yfir útvarpið á sunnudagskveldið, vítti hann harðlega þessa framkomu við hina Canadísku gesti. boðið að senda fulltrúa á fund- inn og almenningur er beðinn að fjölmenna. Þátttaka Islendinga í 50 ára afmælishátíð Winnipegborgar 1924 og í 60 ára afmælishátíð fylkjasambandsins 1927 varð þeim til sóma; vér treystum því að þeir taki aftur saman hönd- um um að gera sem virðulegasta 75 ára afmælishátíð þessarar borgar, sem er þeim svo kær.— Sækið fundinn á mánudags- kveldið. Stjórnarnefnd Þjóðrœknisfélagsins ALMENNUR FUNDUR Um þátttöku íslendinga í afmœlishátíð Winnipegborgar. Almennur fundir verður haldinn í Sambandskirkjunni á Bann- ing Street, mánudagskveldið 4. apríl kl. 8:00, í þeim tilgangi að ræða og taka ákvörðun um þátttöku íslendinga í 75 ára afmælis- hátíð Winnipeg borgar, sem haldin verður dagana 6. til 12. júní næstkomandi. Winnipeg hefur verið og er höfuðstaður íslendinga í Vestur- heimi. Borgin var löggilt árið 1873, en það ár hófst landnám Islendinga fyrir alvöru í þessari álfu, og hingað komu þeir tveim árum síðar; þá voru aðeins um 3000 íbúar í borginni. Ekki leið á löngu þar til Winnipeg varð fjölmennust borg íplendinga ut- an Reykjavíkur og miðstöð allra nýlendna þeirra. íslendingar eiga merkan þátt í sögu Winnipegborgar, og þeir hafa að nokkru sett sinn svip á hana. Þeir gerðust fljótlega mikl- ir athafnamenn og bygðu upp borgina með fjölhýsum og smærri byggingum, mörgum sinnum meira en okkrir aðrir miðað við fjölda þeirra; þeir hafa tekið mikinn þátt í opinberum málum borgarinnar sem fulltrú- ar í bæjarráði, á fylkisþingi og í ýmsum ábyrgðarmiklum stöð- um; áhrifa þeirra hefir gætt í mentamálum, sem kennara, fulltrúa í skólaráði háskólaráði og nú síðast með stofnun kenslu- stóls í íslenzku við Manitoba- háskólann; embættismannastétt þeirra hefir notið mikilla virð- inga; þeir eiga merkan þátt í viðskiptalífi og verkamannasam- tökum borgarinnar; íslenzk ung- menni hafa og getið sér orð- stýrs á sviðum náms, lista og íþrótta.—-Að öllu þessu athug- uðu, má segja að íslendingar eigi margs að minnast á þessum tíma- mótum í sögu þeirra og sögu W innipegbor gar. Winnipeg er og miðstöð félags- lífs Vestur Islendinga: hér eru stærstu íslenzku söfnuðurnir og félagssamtök þeirra; útgáfa ís- lenzkra blaða, tímarita og bóka; miðstöð Þjóðræknisfélagsins, Icelandic Canadian Club, Good Templara stúkurnar, Jón Sigurd- son félagið og fleiri íslenzk fé- lög. Þessum félögum hefir verið SJÓNVARP í CANADA Á mánudaginn tilkynti Mc- Cann tekjumála ráðherra sam- bandstjórnar, að í nálægri fram- tíð myndi sjónvarp — televis- ion — verða innleitt í Canada; þetta fyrirtæki myndi ekki bera sig fjárhagslega um skeið vegna þess hve sjónvarpsiðtækin yrðu fá; yrði því stjórnin að veita lán til þess að starfrækja það. Var farið fram á 4 miljóna lán til Can- adian Broadcasting Corporation í þessum tilgangi. FJÁRLÖG LÖGÐ FRAM Síðastliðið Tpánudagskvöld lagði hinn nýji fjármálaráðherra fylkisstjórnarinnar í Manitoba, Mr. J. C. Dryden, fram í fylkis- þinginu fjárlagafrumvarp fyrir næsta fjárhagsár, og verða út- gjöldin hærri en nokkru sinni fyr, og nema að sögn hvorki meira né minna en 36 miljón dollara; gert er ráð fyrir tekju- afgangi, er nemi $50,831. Skattar haldast svo að segja óbreyttir með öllu. Hæstu útgjöldin lúta að starfrækslu heilbrigðis-og mentamála, en þar næst kemur svo fjárveiting til rafvirkjunnar og vegabóta. DROTTNING WINNIPEGBORGAR WINNIPEG CITIZEN Morgunblaðið, sem hóf göngu sína fyrir 13 mánuðum hefir átt erfitt uppdráttar. Á ársfundi út- gáfufélagsins skýrði fjármála- nefndar formaður þess frá því að ekki hefði verið hægt að út- vega þann fjárhagslega stuðning, sem blaðið nauðsynlega þyrfti og væri því ekki um annað að gjöra en leggja það niður. Eftir frekari umræður var þó ákveðið sem síðustu forvöð að gefa starfs fólki blaðsins kost á að mynda félag, og gefa blaðið út upp á eigin spýtur. Garnet Coulter borgarstjóri afhendir Gloria Gray sigurmerki frá Winnipegborg Hin árlega skemtun, sem hinir ýmsu Community klúbbar borgarinnar halda í sameingingu, fór fram í Winnipeg Auditorium föstudagskveldið, 18. marz, var Miss Gloria Gray kosin Miss Winnipeg fyrir árið 1949. Hver klúbbur hafði valið sitt drotningarefni; voru þar saman- komnar 24 framúrskarandi fellegar stúlkur, Miss Gray þótti bera af þeim öllum að fegurð og glæsimensku. Miss Gloria Gray er íslenzk í móðurætt; foreldrar hennar eru Mr. og Mrs. Harry Gray, 45 Hull Ave. St. Vital. Móðir hennar, Guðrún, er dóttir Jóns heitings Arna- sonar, fyrrum kaupmanns í Churchbridge og eftirlifandi konu hans Sigurveigar, er nú býr hjá syni sínum Árna Árnasyni að 885 Garfield Street hér í borg.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.