Lögberg - 31.03.1949, Blaðsíða 4

Lögberg - 31.03.1949, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 31. MARZ, 1949 logöers GefiS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utandskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE H 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and publiehed by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ NÝJA Á þriðjudaginn í vikunni, sem leið, lagði fjármála- ráðherra sambandsstjórnarinnar, Hon. Douglas Abbott, fram í þinginu fjárlagafrumvarp sitt yfir tímabilið 1949—1950, er tekið hefir verið hið bezta af nálega öllum stéttum þjófélagsins; enda horfir frumvarpið svo til bóta, að sjaldan hefir betur verið gengið til verks. Því hefir að vísu verið haldið fram, að frumvarp í þessa átt hefði mátt koma nokkru fyr fram á sjónarsvið- ið, því svo hafi skattar, einkum tekjuskatturinn, sorfið þunglega að þjóðinni yfir höfuð, og þá einkum láglauna stéttunum urn nokkur undanfarin ár; en við nánari athugun mun almenningi verða það nokkurnveginn ljóst, að með hliðsjón af hinni miklu þjóðskuld, sem frá stríðssókninni stafaði, hafi það lýst góðri fyrirhyggju, að grynna á þeirri skuld svo sem framast mætti verða áður en róttækar lækkanir skatta kæmu til framkvæmda; nú hafa afborganir þjóðskuldarinnar þegar orðið svo stórvægilegar, að lækkun hinna ýmissu skatta, svo sem tekjuskatts, er meira en réttlætanleg. Samkvæmt yfirlýsingu Mr. Abbotts og ákvæðum fjárlagafrumvarpsins nemur tala þeirra borgara, sem nú í ár verða undanþegnir tekjuskatti, sjöhundruð og fimtíu þúsundum, og að því er fjármálaráðherranum sagðist frá, lækka skattaálögur á árinu því sem næst $370,000,000, eða sem svarar 30 dollurum á hvert mannsbarn í landinu. Undanþegnir frá tekjuskatti verða einhleypingar, er fá í kaup þúsund dollara á ári í stað sjöhundruð og fimtíu dollara, og kvæntir menn með tvö þúsund dollara laun; felst í þessu mikil réttarbót, er Liberalstjórninni verður sízt ofþökkuð. Þessar undanþágur reiknast frá 1. janúar síðastliðnum; þá eru og veittar mikilvægar undanþágur með hliðsjón af framfærslukostnaði barna; nema þær nú $150,00 fyrir börn innan sextán ára aldurs í stað $100.00 eins og áður gekst við, en undanþágur annara áhangenda hækkaðar frá $300.00 upp í $400.00. Einhleypar persónur sem hafa í tekjur $2,500, greiða samkvæmt þessum nýju ákvæðum $235,00 í tekjuskatt í stað $390.00. Skattur sem barnlaus hjón greiða lækkar úr $175.00 ofan í $75.00. Að því er Mr. Abbott sagðist frá, og áður hefir verið vikið að, fellur nú niður sá frádráttur af kaupi, sem áður gekst við varðandi það fólk, sem nú verður undanþegið tekjuskatti, og upphæð slíks frádráttar endurgreidd, og mun mörgum manninum koma slíkt vel. Skattur og gosdrykkjum og brjóstsykri fellur al- veg niður, og eru nú þar af leiðandi þessar vörutegundir komnar í sama verð og þær voru fyrir stríðið; þá hefir og skattur á skrautmunum, svo sem gimsteinum, er nam 25%, einnig verið feldur úr gildi; skattur af snyrti- vörum lækkar um 10% en skattur á ferðakistum, hand- töskum og peningabuddum, sem áður var 35%, verið lækkaður ofan í 10 af hundraði; þá hefir það ekkert smáræðisgildi, að skattur áminstra vörutegunda verður nú miðaður við framleiðsluverð í stað smásöluverðs; skattur á áfengum drykkjum og tóbaki, er óbreyttur. f ræðu sinni skýrði Mr. Abbott frá, að frá 22. marz, að telja, væri úr gildi numið hámark á hveiti, brauði, smjöri og þeim ávöxtum, sem eigi voru háðir ákveðnum regluger^um eða takmörkunum. Um nokkur undanfarin ár hafði stjórnin greitt nið- ur verð þess hveitis, er notað skyldi til brauðgerðar í landinu; þessi rástöfun hefir verið feld úr gildi, og getur það auðveldlega leitt til þess að brauð hækki eitthvað í verði, þó slíkt sé síður en svo æskilegt. Hámarksverð húsaleigu, stáls og timburs, helzt óbreytt. Skattur af svefnvögnum og farbréfum, sem nam 15 af hundraði, hefir verið numin af, en nú er mælt, að þau félög, að minsta kosti sum þeirra, er um farþega- flutning annast, muni fara fram á fargjaldahækkun, sem svari til þess skatts, sem numin var af; en slíkt nær aðeins fram að ganga að fengnu leyfi samgöngu- ráðsins í Ottawa. “Við verðum að kaupa meira af vinum vorum,” sagði Mr. Abbott, “ef við ætlumst til að geta selt þeim meira.” í lok ræðu sinnar skýrði Mr. Abbott frá því með tölum, sem ekki verða hraktar, hve giftusamlega Liber- alstjórnin hefði stýrt fjármálafleyi þjóðarinnar síðan að yfirstandandi kjörtímabil hófst; í október 1945 voru ákvarðanir teknar, er höfðu í för með sér lækkun skatta, sem nam 300 miljónum dollara á fjárhagsári; í júní 1946 var hrundið í framkvæmd 266 miljón dollara árlegri skattlækkun, en í apríl 1947 var skattlækkun metin á $265 miljónir dollara. Á fjárhagsárinu 1947—48 voru skattar lækkaðir um 92 miljónir dollara. Af því sem nú hefir sagt verið, þó í stuttu máli sé, er það sýnt, hve vel öllu hefir verið haldið í horfi, og það því fremur, sem þess er gætt, hve röggsamlega hefir verið grynt á þjóðskuldinni. Tileinkað elliheimilinu “STAFHOLT”, að Blaine, Washington RÖDD GAMLA PÓLKSINS Eftir INGIBJÖRGU GUDMUNDSSON 10714 Nassau Street, Sunland, California Febrúar 1949. Þökk sé Guði góðum gott er hér að vera. Löngun knýr að lyfta — lofgjörð fram að bera. Guðs og góðra manna Geislar að oss stafa. Út frá öllum áttum ylinn til vor hafa. Hafist var til handa húsið upp að byggja. Með gleði inn við göngum góðverkin að þyggja. Tíminn hefur takmörk til vor út þau málar. Mynd sem lætur Ijóma líf frá sál til sálar. Heilög drottins höndin híngað inn oss leiðir. Mildirikust mannúð — móti oss faðminn breiðir. Eins og börn við erum allra best þau skilja. Einlœgni og ástúð innsta hjartans vilja. Glöggt er gestsins auga gegnum eitt og annað. Manninum meðskapað margt það hefur sannað. Um leyni göngin liggja lífsins sólar þræðir. Eftirtekt það eykur oft þá kaldast nœðir. Breiðir út sín blöðin blómgvast vor og vetur. “Sóley”, sálarinnar sem ei dáið getur. Æðar hennar eru upp af íslands rótum. Garðinn frægann gjörir gæða hennar njótum. Mörg er skúrin mœta minningarnar geyma. Gróðra regn og geislann gott er um að dreyma. Þaðan auðlegð eigum inn með oss við tökum. Lýst oss hefur lengst fram Ijós í nætur vökum. Blasir við oss bólið, birtist huga mínum. Duli textinn dýri. “drag skó af fótum þínum.” “Hér er jörðin heilög.” himnesk ró og friður. Sá er næstur sem að Sæluhúsið — styður. Ó—hve hlýtt er inni Úti köld er hríðin. Logar arin eldur — allur hverfur kvíðinn. Eftir eldhúsinu oss er Ijúft að muna. Ilmur þaðan angar inní borðstofuna. Á borðið vel er borið brauð og ótal fleira. Guðs í nafni gefið gleðin stœrst að heyra. Blíður er hér blærinn blóm í sólskininu. Dafna vel og vaxa í veika leirkerinu. Byggt var hér á bjargi byggt í Jesú nafni. góðverk lögð í grunninn, gnótt af dyggða safni. Hér er kærleiks kirkja krajtur Drottins messar. Auðmýkir vorn anda yfir oss hann blessar. Jesús Krists er kallið kom og hvíl þitt hjarta. Kveld stundin er komin Kveikt er Ijósið bjarta. Hjúkri oss og höndli heilagleikans kraftur. Dimmunni burt dreifi dagur rís upp aftur. Þökkum Guði góðum gott er hér að búa. vel sé þeim er vilja vel að okkur hlúa. Fréttir frá Elliheimilinu “Stafholt” Heimilið tók til starfa með febrúar byrjun, undir stjórn Mrs. Guðrúnar Anderson, með aðstoð Miss Ardythe Meiere, sem hjúkr- unarkonu og Mrs. Jónínu Hallson sem matreiðslukonu, þar að auki hefir nefndin ráðið Mrs. Beckett, sem er útlærð hjúkrunar- kona, tvo daga í viku, og sem kalla má til á hvað tíma dags eða nætur ef þörf gerist, og heimilis læknir hefir verið skipður. Dr. A. M. Stegeman, sem búsettur er hér, kona hans er íslenzk, dóttir þeirra Thórarins og Guðlaugar Sigurðson, sem lengi bjuggu að Hallson, N.D., en hafa búið hér í Blaine, nokkur síðustu árin. Alt þetta fólk eru úrvals persónur, og vel vaxið sínu starfi, svo að nefndin hrósar happi í valinu á þessu starfsfólki, enda er það stór þáttur í þessu velferðamáli. Öllu fólkinu líður vel, eftir því sem frekast er unt, með lasburða aldurhnígið fólk. Ekkert skyggir hér á, nema fjármála hliðin, sem er að vísu áhyggjuefni fyrir nefndina, en þegar hugsað er til hvað drengi- lega Landinn brást við þessu máli, þá er hún vongóð, um að enn hlaupi þeir undir bagga, svo að heimilið verði skuldláust áð- ur en langt líður. komu sem var vel studd af al- menningi, og á annan hátt höfðu þær inn peningaupphæð sem var nægileg til þess að kaupa “Piano” sem þær færðu inn á heimilið og afhentu þann 27. febrúar s.l. og vill nefndin hérmeð þakka þeim, veglegar framkvæmdir í þessu. Bókasafn lestrarfélagsins “Harpa” hefur verið afhent heimilinu til afnota, og er nú Til þess að heimilið fái borið verið að fyltja það þangað, einn sig, fjárhagslega, er nauðsynlegt að þeir sem hafa í hyggju að gjörast vistmenn, bregði við sem fyrst og tilkynni nefndinni eða forstöðukonunni að þeir komi inn á heimilið bráðlega. Það er eindreginn vilji nefnd- arinnar, að heimilið sé fullskip- að íslendingum. Nú hafa nefnd- inni borist nokkrar inntöku- beiðnir frá hérlendu fólki, en hefur, enn sem komið er, ekki sint þeim. Á heimilinu eru nú tuttugu manns, alt íslenzkt fólk, og getur heimilið annast 8—10 fleiri, þessir 8—10 vonar nefndin að verði Islendingar, svo hún neyðist ekki til að taka annara þjóða fólk. Þess má geta að nokkrar konur sameinuðu sig um að halda sam- af vistmönnum Th. Goodman hefur tekið að sér, að hafa eftir- lit með bókunum, svo að fólkið hér hafi bækur sér til skemtunar, þetta minnist ég á til að sýnað fólkið hér gerir alt sem hægt er svo að vistmönnum megi líða sem bezt. íslendingar frá Vancouver, B. C. halda hér söngsamkomu til arðs fyrir elliheimilið á miðviku- dagskveldið 6. apríl, n.k. í City Hall í Blaine, mikið gott orð fer af þessu fólki sem mun vera um 30 manns; nefndin skorar á fólk að sækja þessa samkomu. Ef einhver vill fá lista yfir nöfn vistmanna sem nú eru komnir á heimilið, skal ég fús- lega senda hann. Blaine, Washington, 24. marz, 1949. A. Danielsson VALDIMAR GÍSLASON 1867—1948 FÁEIN MINNINGARORÐ Eftir því sem árin færast yfir okkur og fleiri af samferða- mönnum okkar og vinum flytjast yfir til ókunna landsins, finst okkur það færast nær og nær, því við vitum að báturinn sem við erum að hrekjast á yfir hið ólgusama haf mannlífsinsí færist altaf nær landi, hvort sem vér veitum því eftirtekt eða ekki eða hvort sem okkur líkar betur eða ver. Við horfum þá stundum til landsins og hugsum til þess með fögnuði, að mæta aftur vonum okkar og skyldmönnum, sem við vitum að muni fagna komu okk- ar, þegar við stígum á land. Og í þeim hóp, sem ég býst við að fagni komu minni, á ég von á að sjá Valdimar Gíslason. Þegar ég lít yfir farinn veg frá því fyrst að fundum okkar bar saman heima á Islandi fyrir 64 árum síðan og þar til á síðast- liðnu ári, minnist ég margra ánægjustunda er við nutum sam- an, bæði á heimili hans, og heima hjá mér. Ræddum við þá oft margt saman bæði um mannfé- lagsmál, trúmál og hinar alvar- legu hliðar mannlífsins, og þó að okkur sýndist oft sitt hvað, spilti það ekki vináttu okkar. Ég fann altaf yl góðvildar og samúðar streyma frá honum til mín, hvað sem á milli bar. Valdimar var dugnaðarmaður mesti á sínum yngri árum og fram á elliár, greindur vel og skemtilegur heim að sækja og svo hjálpsamur að hann vildi hvers mans greiða gjöra. Því sagði um hann gamall nágranni hans að það liti út fyrir að mað- ur gjörði honum stórgreiða ef maður bæði hann að gjöra sér greiða. 1 trúmálum var hann fastheldinn við þá trú sem hon- um var kend í æsku, og trúin á Krist og hans kærleika var hon- um hjartans mál og stoð og styrk- ur í lífinu. Valdimar var fæddur á Hall- gílsstöðum á Langanesi í Norður- þingeyjarsýslu 3. september 1867. Foreldrar hans voru hjónin Gísli Þorsteinsson Gíslasonar á Stokkahlöðum í Eyjafyrði og Guðrún Björnsdóttir frá Laxárd- al í Þistilfirði, systir hins al- kunna stórbónda Jóns Björns- sonar í Laxárdal. Systkyni hans, sem til fullorðin ára komust voru þau sem hér segir. Björn, Kris- tín, Þorsteinn, Arnfríður, Gunn- laugur og Kristján. Valdimar var þeirra yngstur. Nú eru þau öll dáin fyrir nokkru nema Gunn- laugur. Á hann heima í Wyn- yard. Valdimar ólst upp í föðurgarði þar til hann fór til Ameríku vor- ið 1887. Settist hann að í Norð- ur Dakota nálægt Pembina og vann þar hjá bændum þar til vorið 1892 að hann giftist Guðríði Teitsdóttur ættaðri úr Skaga- firði. Keypti hann þá land um 5 mílur suðvestur af Pembina og settist þar að, og þar bjuggu þau þar til vorsins 1902 að hann flutti norður til Canada og tók heim- ilisréttarland um 20 mílur suð- ur af Churchbridge í Saskatche- wan og settist þar að. Þar bjó Valdimar þangað til árið 1920 að hann seldi lönd sín þar og flutti vestur til Wynyard. Keypti land 1 mílu norður af Wynyard og settist þar að, og þar bjó hann eftir það meðan hann bjó. Seinnipart vetrar 1935 misti Valdimar konu sína og var það honum stór harmur sem eðlilegt var, því hjónaband þeirra var hið ákjósanlegasta. Þau hjón eignuðust 6 börn og eru þau öll gift. Þau eru Valdi- mar Gísli, giftur Guðrúnu Björnsdóttur, þau eiga 6 börn og búa um 5 mílur norðaustur af Wynyard. Kristján, giftur Sig- fríði Johnson, þau búa um 6 mílur norður af Wynyard og eiga 6 börn. Guðrún Kristín, gift Sig- urgr. Axdal, þau búa eina mílu Suður af Wynyard og eiga 3 dætur. Gunnlaugur Gústav, gift- ur Dagmar Nikulásdóttur, þau búa í Vancouver og eiga 1 barn. Kristbjörg Emily gift Marino O. Johnson, þau eiga heima í Bell- ingham, Washington, U.S.A. og eiga 2 börn. Elis Gunnar, giftur konu af enskum ættum, þau eiga 1 barn og eiga heima í Dawson Creek. Valdimar var mjög farinn að heilsu seinustu árin og dvaldist hann þá lengst af hjá Valdimar syni sínum og naut þar hinnar bestu hjúkrunar. Hann dó á sjúkrahúsinu í Wadena 28. októ- ber síðastliðinn og var jarðsung- inn í Wynyard 1. nóvember af enskum presti. Farðu vel frændi og Guð blessi þig. Gunnar Jóhannsson PIONEER ICELANDK MOUNTIE PASSES The wilderness of Canada’s northland during an era when the Indian was still a menace and lawlessness still held sway was recalled here by the recent death of K. F. Anderson, one of Canada’s oldest surviving mem- bers of the North West Mounted Police. He was 82. Born in Iceland, Mr. Ander- son came to Canada as a youth and “joined the force” in 1889. He was promoted to the rank of sergeant in 1903 and retired in 1920 with the rank of inspector. A number of his exploits were recalled by a former asso- ciate and friend, Ernest Brown, a retired Edmonton photograph- er. One of the most notable was the capture of a murderer and his ultimate hanging in the first great murder trial in Edmonton. “It was the summer of 1905 when two trappers, King and Hayward, left for the north,” Mr. Brown said in an interview. “One night Indians encamped near Lesser Slave Lake observed an unusually large fire. “Next morning, on investiga- tion, they found some trousers’ buttons in the ashes of a desert- ed camp. Reporting the incident to Sgt. Anderson, who was serv- ing in a detachment in the area, the remains of the murdered victim were found after a care- ful sifting of the ashes.” Mr. Brown went on to say that Anderson immediately set out in pursuit and, after follow- ing the trail for several days, caught up with the killer, King. After searching King, Anderson found Hayward’s gold watch in his possession. Following several weeks of arduous travel, Ander- son brought his man to Ed- monton. “A peculiar feature of the trial was the admission of a dream as evidence,” Mr. Brown recalls. “It has never been known before or since in Canadian jurispru- dence. “A brother of the murdered man, still living in England, saw the murder act and the complete scene in a vision. Brought to Edmonton, soon after, he testi- fied at the trial. “His accurate description of how the murder happened was ultimately proved correct and greatly assisted the police in getting enough .evidence to con- vict King. He was hanged later in the year at nearby Fort Saskatchewan. —Vancouver News-Herald, Jan. 28th, 1949.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.