Lögberg - 31.03.1949, Blaðsíða 2

Lögberg - 31.03.1949, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 31. MARZ, 1949 NORMAN DANIELSSON F. 21. desember, 1921 — d. 12. nóvember, 1945 Með örfáum orðum skal her minnst þessa unga og mannvæn- lega manns, sem burtkallaðist í fegursta blóma ungrar æfi. Hann var sonur Guðjóns landnámsmanns við Árborg, Mani- toba, Danielsonar. Kona Guðjóns, en móðir Normans, er Una Guðlaug Þórarinsdóttir Gíslasonar landnámsmanns við Árborg, Manitoba og látinnar konu hans Soffíu Friðriku Guðnadóttir Stefánssonar og konu hans Guðnýjar Högnadóttir. Er ætt þeirra af Austurlandi. Norman var í aldursröð þriðji ,sonur Danielssons hjónanna. Eldri bræður hans eru: Baldur Þórarinn kv. Ingibjörgu dóttur Þorgríms bónda Pálssonar og Guðríðar Helgadóttir konu hans. Þá Ingimar Daniel, Alma Gyða, Guðný María, Guðjón Clarence, Gordon Edward. Börn Danielssons hjónanna eru öll til heimilis hjá foreldrum sínum; gifti sonurinn í grend við heimili þeirra, öll mannvænleg og vel gefin. Norman ólst upp hjá foreldr- um sínum gekk á skóla, og var fermdur í Árborg, er hann hafði aldur til. Hann var snemma mik- ill vexti og karmannlegur, varð snemma ljúfur samverkamaður foreldra sinna — þeim ágætur sonur, og hjartfólginn bróðir yngri systkynum og eldri bræðr- um. Hann innritaðist í herinn 30. jan. 1945, stundaði æfingar í JUMBO KÁL • p Stærsta kál, sem þekkist 30 og Jafnvel 40 pund. ÓviSjafnalegt viC margskonar borðhald. Ánægjulegt að sjá þennan grlðar ávöxt þrosk- ast, Sala J.umbo Káls I fyrra setti algerlegt met. (Pk. lOc) (eða 80c) póst frítt. NORMAN DANIELSSON Winnipeg, og í Barriefield Camp, Ontario. Hann var Signalman í Royal Canadiann Corp of Sig- nals. Áður en hann innritaðist í herinn hafði hann stundað nám í Musker Enigneering Institute í Winnipeg. Hann hafði ásett sér að halda áfram námi í “Engin- eering-’, eftir að hann hafði lokið herþjónustu, en önnur örlög biðu hans. Skapgerð Normans var karl- mannleg og styrk, virtist hann ganga að öllu með ráðnum huga, fumlaus og stiltur og fáorður; en jafnframt var hann lífsglað- ur og öruggur. Tjáð hefir mér það verið af kunnugum, að er til þess kom að hann var kvaddur til herþjónustu, var móðir hans kvíðafull, en hann hughreysti hana og fullvissaði um að ekkert væri að óttast, og heill myndi hann aftur heim koma. Norman var bókhneigður og þráði mentun; hann var vandur að vali bóka, las helzt fræðandi rit og uppbyggilegar og bæk- ur, áform hans var að afla sér frekari menntunar, eins og að hefir verið vikið. Dauða hans bar að með mjög sviplegum hætti. Nýkominn KAUPENDUR LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU Á ISLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað. Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐM UNDSSON Mávahiíð 37, Reykjavík. |l---------------------------------------- |! GRIPIÐ TÆKIFÆRIÐ Eins og samkepni á sviði viðskiptalífsins nú er háttað, liggur það í augum uppi hve mikilvægt það sé, að piltar og stúlkur fái notið hagkvæmrar mentunar í öllu því, sem að skrifstofustörfum * lýtur; slíka mentun verður fólk að sækja á Business College. Það verður nemendum til ómetanlegra || . hagsmuna, að leita upplýsinga á skrifstofu Lög- bergs í sambandi við verzlunarskólanámsskeið. !; Þau fást með aðgengilegum kjörum. I1 GRÍPIÐ TÆKIFÆRIÐ! Ii ------------------- | THE COLUMBU PRESS LTD. t 695 SARGENT AVENUE WINNIPEG. heim, að kalla mátti, var hann að keyra “Tractor” í grend við heimili foreldra sinna, frost var jörðu fór vélin á hliðina, og varð hann undir henni og beið bana af. Fráfall hans olli foreldrum hans systkynum og ættmennum hins sárasta .harms, er lifir 1 huga, þó árin líði hjá. Af öllum er til hans þekja, var hann talinn ágætt mannsefni, fagrar vonir voru við framtíð hans tengdar. Auðugir eru ástvinir hans í minningunni sem eftir er skilin, en jafnframt í endurfunda von- inni í betri tilveru, — þegar að: “Ástvinahópurin allur, að ætt- landi kærleikans snýr.” Hvíl eilífum friði. S. Ólafsson NORMAN SÓFFANÍAS DANIELSSON 1921—1945 Undir nafni móður hans. Gæfu lífið léði, Löngum mér til gleði / Voru blessuð blómin mín; Létti mér í lyndi Ljósið mitt og yndi, Augun björt og brosin þín. Oft i mínum örmum Eyddi þínum hörmum, Við mitt brjóst er barn þú varst, Unað af því hlaut ég, Ánœgjunanar naut ég, Fann ég til mín blessun barst. Síðar komu sorgir, Svo að vona borgir, Hurfu mér í harmageim; Þá varst þú mér styrkur, Þegar rauna myrkur Breiddist yfir hugarheim. Þegar fórstu frá mér, Fjör og líf var hjá þér; Hér á leið er hœtta slík, Ferðamenn það fundu, — Flutt var eftir stundu Heim til mín, — Þitt- liðið-lík. Ó! minn elsku drengur, Eins var það og strengur Brysti þá i brjósti mér, Ó! það rúmið auða, Ó! það lífið snauða, Dapur fanst mér dagur hver. Fann ég fró í geði Fyr en þetta skeði, Rétt að heyra róminn þinn; Oft með orðum hlýjum, Yl af Ijósum nýjum, Hefir leitt í huga minn. Muna eftir ómi, Enn, af þíniyn rómi, Það er hjartans huggun mín, Blíður kærleiks bjarmi, Bægir frá mér harmi, Þannig lifa Ijósin þín. Enn er það að inna, Aftur þig að finna ■ Við það lifir vonin mín, Fœrir það mér friðinn Finn ég styttist biðin, Uns að hverf ég heim til þín. BÖÐVAR H. JAKOBSSON Svar til Magnúsar Elíassonar í Lögbergi dagsett 3. marz, er grein frá Magnúsi Elíassyni, þar sem hann er að reyna til að setja mig í gapastokkinn fyrir fáorð ummæli mín, í einni af fréttagreinum mínum, um útkomuna í bæjarkosningunum sem fóru fram, 8. desember, s.l. Hann segist vonast til að ég leiðrétti það seqi hafi farið rangt með í téðri grein minni, eins og það að það hafi verið allir úr flokki “Non Partisans” sem voru kosnir í bæjarstjórnina. Ég kannast ekki við að hafa farið hér með rangt mál, og því til sönnunar set ég hér kafla úr skýrslunni sem gefin var, um úrslit kosninganna, nöfn þeirra sena náðu kosningu í bæjarstjórnina, nöfn þeirra og atkvæðamagn. Það voru kosnir borgarstjóri og fjórir Öldurmenn. Fyrir borgarstjóra var kosinn C. E. Thomson, Non Partisan, 32,263 atk. A. T. Alsbury, C.C.F. sótti um kosningu á móti Thomson, 23,035 atk. J. D. Cornet- Non Partisan sótti um Öldurmann Embætti, 35,325 atk. G. C- Miller, Non Partisan sótti um Öldurmann Embætti, 31,154 atk. G. B. Showler, Non Partisan sótti um Öldurmann Embætti, 29,511 atk. A. F. Proctor, Non Partisan sótti um Öldurmann Embætti, 27,510 atk. Þessir fjórir voru kosnir. Mrs. Maclnnis, C.C.F. fékk 24,194 atk. Norman Hill, C.C.F. fékk 16,- 246 atk. M. Eliasson, C.C.F. fékk 16,- 071 atk. Raymond Peter, C.C.F. fékk 14,522 atkv. Hér getur að líta hvernig atkvæðamagnið stóð og hverjir voru neðstir á blaðinu. Magnús er að gera sér nokkra rellu útaf því hvort ég hafi kynt mér vel öll þau velferðar mál borgarinnar, sem hafi verið á dagskrá um þessar kosningar. Ég hef lesið með athygli margt af því sem hefur verið ritað um þau málefni í blöðunum, af at- kvæða mestu mönnunum hinna ýmsu flokka, og þar á meðal C.C.F. News, sem er málgagn C C-F.-ers hér á ströndinn. Ég hef aldrei séð þar nokkurt orð frá Magnúsi okkar. Magnús er að spyrja mig um hæfileika þeirra Showlers og Proctors sem kosnir voru í bæjarstjórnina í þessum seinustu kosningum. Um Mr. Showler veit ég það að hann hefur verið einn af leiðtogum verkamanna hér á ströndinni um margra ára skeið, og áunnið sér góðann orðstýr á þeim sviðum. Mr. Proctor er mér ókunnugur. Um kappræðuhöld milli Mag- núsar og bæjarfógetans, hef ég það að segja, að ég geri mér alls eingar vonir um að það eigi sér nokkurntíma stað. — Svo er út- talað um þetta málefni frá minni hálfu. S. Guðmundson, Vancouver, B.C. NATIONAL BARLEY CHAMPIONS E. W. BRADLEY D. R. CARLYLE Two young farmers, one from Manitoba and one from Alberta, are Canada’s champion growers of malting barley in 1948. In the two competitions of the National Barley Contest sponsored by the Brewing and Malting Industries, EDWARD W. BRADLEY, Portage la Prairie, Manitoba, won the $1,000 grand prize in the Farmer’s Competition which called for a minimum carlot entry of 1,667 bushels. D. R. CARLYLE, Blackfalds, Alberta, won the grand prize, also $1,000, in the Seed Grower’s Competition which called for a minimum entry of 500 bushels. Vilhjálmi Stefánssyni og Guðmundi Grímssyni boðið hingað í sumar ♦ Þjóðræknisfélag íslendinga og ríkistjórnin standa að boðinu ♦ Þjóðræknisfélag Islendinga hefur ásamt ríkisstjórninni ákveðið að bjóða hingað heim 1.—14.júlí n.k. Vestur-Islending- unum Vilhjálmi Stefánssyni, landkönnuði, og Guðmundi Grímssyni, dómara, ásamt kon- um þeirra.— Það þótti rétt að votta meðal annars á þennan hátt þessum þjóðkunnu mönn- um, hve mikils virði það er, að sem flestir hér heima fái tæki- færi til að kynnast þessum ágæt- ismönnum, sem hafa svo mjög aukið hróður þjóðar sinnar er- lendis. Um sama leyti er vænt- anleg hingað ungfrú Ingibjörg Ólafsson frá London, sem hefur við ýmis tækifæri komið fram erlendis sem fulltrúi íslands og auk þess orðið að góðu liði mörg- um íslendingum, sem þar hafa til hennar leitað. Hún var hingað boðin á síðastliðnu sumri, en samkvæmt læknisráði fékk hún þessari heimsókn sinni frestað. Aðalfundur félagsins var hald inn 12. þ.m. Forseti þess var end- urkosinn í einu hljóði Sigurgeir biskup Sigurðsson, og í stjórn með honum Ófeigur J. Ófeigsson læknir, Kristján Guðlaugsson hæstaréttarlögmaður, Friðrik Hallgrímsson, fyrrverandi dóm- prófastur, og Sigurður Sigurðs- son yfirlæknir. Á fundinum vakti Nikulás Þórðarson máls á því, að heppi lagt gæti verið að bjóða hingað heim við tækifæri einhverjum Vestur-íslendingi, sem þó ekki væru þjóðkunnir, ættu langan og góðan starfsferil að baki, því að margir þeirra þráðu heitt að koma hingað í kynnisför, en efni væru hjá sumum þeirra af skorn- um skammti. I því sambandi benti Gísli Guðmundsson tollvörður á, að skemmtilegt gæti verið, ef unnt væri, að láta íslenzka flugvél sækja hóp slíkra gesta vestur um haf og flytja þá svo heim aftur að heimsókn lokinni. Með þessum tillögum lokinni. Með þessum tillögum mæltu frú Guð rún Jónasson, Árni G. Eylands stjórnarráðsfulltrúi og fleiri. Jónas Jónsson alþingismaður benti á, að æskilegt væri að ákveðinn yrði á Þingvöllum ár lega, seint í júní eða í júlí, þjóð- legur hátíðisdagur, og væri þar fagnað gestum félagsins og öðr- um aðkomnum Islendingum, sem heima eiga erlendis. 27. feb. Alþbl. 75 mænuveikistilfelli á ísafirði Mænuveikin á ísafirði hefir breiðst mjög út að undanförnu, að því er segir í nýútkomnu “Vesturlandi.” Þann 10. febrúar voru mænu- veikistilfellin alls 45, en veikin mjög væg. Þann 19. þ.m. eru til- fellin orðin 75, en hvergi mun vera um alvarlega lömun að ræða. Vísir 23. feb. This year il will pay you in profils to sow only registered or certified seed because Registered or certified seed ls pure as to variety . . . it'a well cleaned . .. it has guaranteed germinatíon and is economical. You cctn obtain full information regarding the most suitable variety and your nearest source of supply from: 1. Your nearest Registered or Certified Seed Grower. 2. Your Grain Elevator Operator. 3. Your Agricultural Representatíve. 4. Agricultural Extension Service. •RESEARCH A, \ ^y»KCQlVOM. 206 QRAIN EXCHANQE BLDG.lMF*^ ^WINNIPEG Sponsored^t^r Brewlng oWMalting Industries ^Canado M023I SHEA’S WINNIPEG BREWERy

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.