Lögberg - 31.03.1949, Blaðsíða 5

Lögberg - 31.03.1949, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 31. MARZ, 1949 5 IIKAHAI I^VEINNA Ritsijóri: INGIBJÖRG JÓNSSON AGRIP AF ÆFI GUÐRÚNAR ÓSVÍFURSDÓTTUR Eftir HANSÍNU OLSON Bolli fór til íslands og settist að hjá fóstra sínum í Hjarðar- holti, og lét vel af ferðum sínum. Hann fór til Lauga og heimsótti Guðrúnu; hún spyr hann tíðinda; hann lét mikið yfir þeim heiðri, sem Kjartan veittist af Ólafi konungi og hvað það vera mál manna að konungur myndi gifta Kjartani systir sína. Guðrún kvað það góðar fréttir og mælti að því aðeins væri Kjartani fullboðið að hann fái góða konu. Féll svo talið niður en Guðrún gekk eldrauð í burtu og var það ímyndun manna að henni þætti ekki tíðindin eins góð eins og hún lét vel yfir.— Nokkru síðar bað Bolli Guðrún- ar, en hún svaraði því að hún myndi ekki giftast eins lengi og hún spyrði Kjartan á lífi. Þá mælti Bolli, “Það grunar mig að þú munir lengi mannlaus vera ef þú ætlar að bíða eftir Kjartani.” Bolla var mikið áhugamál að þessi ráðahagur tækist, hann fór til Ósvífs, föður Guðrúnar og fékk hann til að ganga í lið með sér. ósvífur talar máli Bolla við Guðrúnu og segir að hún sé vel sæmd af Bolla því hann sé mikil- menni, og það sé ósk sín að þessi ráðahagur takist. — Og hvort sem að þessum málum hefir ver- ið setið lengur eða skemur, fór svo að Guðrún lét undan og brúðkaup var ákveðið um vetr- arnætur þetta sama haust.— Brúðkaupið var haldið að Laugum og eftir það tóku þau við búinu á Laugum. — Svo leið veturinn og fátt bar til tíðinda, en um vorið þegar skip fóru að ganga í milli landa, þá fréttist til Noregs að ísland væri al- kristnað, og gaf þá Ólafur kon- ungur þeim mönnum, sem hann hafði haldið í gislum heimfarar- leyfi, og var þá ekki Kjartan lengi að snúa sér að íslandsferð — Konungur gaf Kjartani sverð mikið að skilnaði og kvað hann ekki með vopnum veginn eins lengi og hann bæri þetta sverð. —Að skilnaði gaf Ingibjörg Kjartani hvítan motur allann gullofinn, það var höfuðbúnaður fyrir konu og sagði hún að Guð- rúnu Ósvífursdóttir myndir fara hann vel, og hann skildi gefa henni hann í brúðargjöf, því Kjartan hafði sagt henni frá Guðrúnu. Síðan sigldi Kjartan heim til íslands og fór heim að Hjarðar- holti til föður síns, og var honum vel fagnað.— Kjartan frétti um giftingu Guðrúnar en lét sér ekki bregða; en þegar Guðrún frétti um afturkomu Kjartans, mælti hún við Bolla að hann hafi ekki sagt sér alt satt um útkomu Kjartans, en Bolli kvaðst hafa sagt það sannast sem hann vissi. Guðrún talaði ekki fleira um það efni en auðséð var að henni lík- aði ílla og var það ætlun flestra að hún sæi eftir Kjartani, þá hún ekki léti á bera. Þeir Ósvífur og Ólafur héldu uppi sínum hætti að hafa heim- boð hvorir hjá öðrum. — Þetta haust sem Kjartan kom heim var ákveðið boð að Laugum, en Kjartan kvaðst vilja vera heima og gæta bús. Ólafur bað hann að styggja ekki frænda sinn og sagði að hann yrði að minnast þess að hann hefði engum manni unnað sem Bolla fóstbróður sín- um. Kjartan lét þá að orðum föð- ur síns og bjóst til ferðar með stóran hóp manna, nær þrjátíu. Kjartan klæddist sínu bezta skarti og allir hans menn’ voru í litklæðum. Þeir komu til Lauga og var þar fjölmenni fyrir. Bolli fagnar þeim vel; hann gekk til Kjartans og mintist við hann, Kjartan tók kveðju hans, en ekki er ótrúlegt að kveðjan hafi verið beyskju- blandin undir kringumstæðun- um. Ekki er þess getið í sögunni að Guðrún og Kjartan hafi skifst á orðum í þessu samkvæmi — Eins og þá var siður hjá höfðingj- ^m, þá vildi Bolli að skilnaði ^eysa Kjartan út með gjöfum, en hann vildi ekkert þiggja og setti fast nei fyrir. Kjartan fór heim með föður sínum og var fremur fár og var það að flestra dómi að Kjartan bæri harm í hljóði. —Ósvífur og Ólafur héldu sinni gömlu vin- áttu, þó nú væri farið að bera á þykkju í hinu yngra fólki, og var haldið áfram með heimboðin eftir sem áður. Nú líður fram um stundir, en þegar hér er komið sögunni, er Kjartan giftur Hrefnu; hún er ung og fögur og hin skörugleg- asta, en ekki jafningi Guðrúnar, því að fanst engin hennar líki að fegurð og mikilmensku. Þá var það um haust að Guð- rún og Bolli fara í boð að Hjarð- arholti. — Fór nú fólkið að tala um hvor af konunum muni skipa öndvegi í þetta sinn og komst Kjartan að því og gefur þá skipan að Hrefna skuli skipa öndvegi og vera mest metin af konum meðan hann sé á lífi. Guðrún hafði ætíð skipað önd- vegi í Hjarðarholti, en nú varð hún að víkja. Guðrún leit til Kjartans og brá lit, en svaraði engu, — en þá mun hafa hviknað heiftareldur í hennar metorðagjörnu sál. Daginn eftir heyrði Kjartan að Guðrún var að biðja Hrefnu að falda sig motrinum, — því Kjart- an hafði gefið Hrefnu moturinn —og sýna mönnum hina mestu gersemi sem til Islands hefði komið. Kjartan ber þar að og segir, “Ekki skal Hrefna falda sig motrinum að þessu boði, og þyk- ir mér meira vert að hún eigi hina mestu gersemi, heldur en að boðsmenn hafi augnagaman af að sinni.”— Hér kom önnur nið- urlæging Guðrúnar. Nokkru seinna hverfur sverð- ið góða, sem Ólafur konugur hafði gefið Kjartani, og motur- inn fagri, og mun Guðrún hafa verið völd að því. Sverðið fanst nokkru seinna þar sem það hafði verið falið í keldu, en moturinn fanst aldrei og var það alment álitið að Guðrún hafi brent hann. —Kjartani sárnaði þetta mjög; óvildin var nú einlægt að smá- vaxa á báðar hliðar. Kjartan var alstaðar metinn meira en Bolli og undi Guðrún því ílla. Einnig sýndi Kjartan Bolla órétt í landakaupum og yfir höfuð yfir- gang, og heyrðist þá Guðrún oft hallmæla Kjartani, en bóndi hennar, Bolli, þagði jafnan þegar svo bar undir. Nokkru síðar fréttir Guðrún að Kjartan hafi farið að heiman með þriðja mann. Hún er snemma á ferli þennan morgun, og fer og vekur bræður sína og segir þeim að nú sé tækifærið fyrir þá að sýna að sá yfirgangur og svívirðingu, sem Kjartan hafi sýnt þeim sé hefndarverður því nú fari hann um Svínadal með þriðja mann, en bræður hennar svara í fyrstu fáu til. Hún bregð- ur þeim um hræðslu, að þeir þori ekki að mæta Kjartani þó hann sé aðeins með þriðja mann. En þegar hún hafði þannig mælt, þá klæðast bræður hennar og búast til ferða. Þá bað Guðrún Bolla að fara með þeim, en Bolli færðist undan og segir að sér sæmi ekki fyrir frændsemissakir við Kjartan að tjá. Guðrún hafði þá mörg særandi orð og segist muni skilja við hann ef hann ekki fari með þeim. Lét þá Bolli undan að síðustu, og vopnast skjótt og verða þeir níu alls, sem NOKKUR MINNINGARORÐ ♦ Einar J ó n s s o n Breiðfjörð fæddist í Sælingsdal í Hamms- sveit í Dalasýslu 2. ágúst 1864. Hann andaðist 30. janúar 1949 á heimili dóttur sinnar og tengda- sonar í Bantry, N.D. 84 ára og sex mánaða að aldri. Banamein hans var heilablóðfall. Banaleg- an var stutt aðeins tveir dagar. Hann leið útaf eins og ljós þján- ingalaus. Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi á Sælingsdal og kona hans Þuríður Gríms- dóttir. Hann var í foreldrahúsum til 12 ára aldurs. Eftir það var hann á ýmsum stöðum þar til hann kvæntist eftirlifandi konu sinni Guðnýju Jónasardóttur frá Borgum á Skógarströnd árið 1891. Þá tóku þau við búi föður hans á Árnhúsum á Skógar- strönd. Fluttust svo þaðan til Ameríku árið 1893. Þau settust að í Mouse River Byggðinni í N.D. Einar heitinn tók þar heim- ilisrétt á 80 ekrum af landi 1894 og fékk eignarétt á þeim 1899. Árið 1901 flutti hann til Swan River, Manitoba og tók þar land, og á því bjó hann þangað til hann flutti aftur til Mouse River, Manitoba, 1915. Þar tók hann aftur rétt á 80 ekrum af landi í sandhólunum svo kölluðu og keypti 80 ekrur og bjó þar til ársins 1936. Þá flutti hann til Upham, N.D. 1 desember 1948 fóru þau til dóttur sinnar í Bantry eins og áður er sagt. Einar heitinn var fríður maður sýnum, meðalmaður á hæð og vel vaxinn. Léttur á fæti og fljót- ur í hreyfingum og hélt hann því til dauðans. Hann var bóka- maður mikill, fróður og vel að sér og svo ættfróður að orð var á gert. Svo var hann ratvís að til var tekið. Starfsmaður var hann mikill en gekk þó ekki ávalt heill til verka, því hann var heilsu- tæpur mest af æfinni. Þjáðist af magnleysis sjúkdómi um langt skeið og á síðari árum af melt- ingarleysi, en samt sem áður var hann sívinnandi þegar hann gat fylgt fötum. Einar heitinn var sérlega gestrisinn og góður heim að sækja. Kátur og ræðinn. Þau hjón höfðu gott lag á að láta fara vel um gesti sína. Enda var oft gestkvæmt hjá þeim. Einar var ágætur heimilisfað- ir, ástríkur eiginmaður og faðir, einlægur vinur, góður og greið- ugur nágranni og vildi öllum gott gera. Þeim hjónum varð 7 barna aúðið 4 af þeim dóu í æsku en þrjú trega föður sinn, ásamt ekkjunni, börnin eru þessi: Þuríður (Mrs. Hallur Ólafsson) Bantry, N.D. Vilhelm, Thief River Falls, Minn. og Málmfríður (Mrs. S. O. I. Elliott) Minot, N.D. 12 barna- börn trega afa sinn og 1 barna- barna barn. Tvö systkini lifa hann, Þórður í Blaine, Washington, og Þuríður (Mrs. H. Johnson) í Upham, N. D., ásamt fjölda af frændum og vinum. Greftrunarathöfn fór fram í Islenzku kirkjunni í Upham 19. febrúar að viðstöddu fjölmenni, þrátt fyrir ófæra vegi og ilt veð- ur. Prestur safnaðarins séra G. E. Amundson, stýrði athöfninni. Einar heitins verður lengi minst af samferðamönnum hans. Blessuð sé minning hans. VINUR Svar víð athugasemd Þann 17. marz 1949 birtist í Lögbergi grein eftir frú Ingibjörgu Jónsson sem nefnist “Óhjákvæmileg Athugasemd.” Þessi grein fjallar um stutt yfirlit sem við skrifuðum í desember heftiThe Icelandic Canadian í tilefni af Canadian Book Week. Höfundur athugasemdarinnar GUNNARJÓN GOODMAN lögðu á móti Kjartan. Þegar þeir voru farnir settist ég tel það þó síðast, sem mér Guðrún við rokk sinn og tók til að spinna, og mun hún hafa ver- ið þung á svip, því enginn af heimamönnum þorði að yrða á hana. Þ>egar Bolli kom heim gengur Guðrún á móti honum og spyr hve framorðið sé. Hann svarar að það sé nær nóni. Þá mælti Guðrún “Drjúg gerast nú morg- unverkin; ég hefi spunnið tólf álna garn, en þú hefir vegið Kjartan.” Bolli svarar, “þó mætti mér það óhapp seint úr hug ganga, þó þú ekki mintir mig á það.” Þá mælti Guðrún, “Ekki tel ég slíkt með óhöppum, því mig minnir að þú hefðir meiri metorð þann vetur sem Kjartan var í Noregi, en er hann tróð ykkur undir fótum ,en þykir mest um vert, að Hrefna mun ekki ganga hlægandi að sænginni í kveld.” Nokkru síðar fluttu Bolli og Guðrún að Tungu í Sælingsdal og varð þar brátt reisulegt bú. Þau eignuðust einn son, sem nefndur var Þorleikur. Þó búið væri að lögtaka kristni á Islandi, þá var kristindómur- inn ekki búinn að ná haldi á líf- erni og hjörtum fólks; ekki kom- ið svo langt að því skildist að hefndinn væri ósamboðin krist- indóminu, þvert á móti skildist því að hefndin væri ein af dyggð- unum. Samt vildi ekki Ólafur láta hefna sonar síns Kjart- ans, kvaðst ekki vera bættari þó hann misti fóstursoninn líka. Ólafur lifði þrjú ár eftir að Kjartan var veginn. Framhald Minningarorð Sunnudaginn 20. marz, andað- ist á heimili sínu að 519 Toron- to St., húsfaðirinn Gunnar Jón Goodman. Hann var fæddur í Húnavatnssýslu á Islandi, 9. nóv., 1869. Foreldrar hans voru þau hjónin Sigurður Guðmundsson (Goodman) og Sigurlaug Gunn- arsdóttir. Sex ára gamall kom hann með foreldrum sínum vest- ur um haf, árið 1876, og settust þau að í Nýja íslandi, en fluttu ári síðan til Winnipeg. Hér ólst Gunnar upp. Hinn 10. nóvember 1902 kvæntist hann Sigþrúði Sievert, frá Njarðvík í Norður Múlasýslu. Þau áttu heima í Winnipeg, að undanteknum þremur árum, sem þau bjuggu í Holland, Manitoba. Mr. Good- man stundaði trésmíði. Hann vann 20 ár fyrir Canadian Nat- ional félagið að járnbrautar- vagnasmíði. Hinn 12. febrúar, í vetur fékk Mr. Goodman slag, náði tölu- verðum bata, en fékk svo annað slag hinn óminsta sunnudag, og kom þá hvíldin fljótt. Börn þeirra hjóna eru 4, tveir synir og tvær dætur. Synirnir eru: Sigurður og Joseph, báðir kvæntir og eiga heima í Winni- peg. Dæturnar eru: Fjóla, Mrs. K. Osland, nýlega flutt til Winni- peg, og Una Sigurlaug, Mrs. J. Capri, til heimilis í Winnipeg. Það eru 6 barnabörn. Þau hjónin tilheyrðu Skjald- borgarsöfnuði í Winnipeg meðan hann starfaði, og börnin þeirra gengu þar í sunnudagaskóla. Þau stóðu þar öll vel í stöðu sinni. Mr. Goodman var drengur hinn bezti, hagur og samvisku- samur verkmaður, stundaði heimili sitt með sóma, hinn ágæt- asti förunautur konu sinnar og fyrirmyndar leiðtogi barna sinna, kristinn maður í hjarta og hegðun. Sterk bönd tengdu þessa ástvini saman í sönnum kær- leika. Aðal kveðjumálin voru flutt í útfarastofu Bardals, miðviku- daginn, 23. marz, og voru margir viðstaddir. Séra Rúnólfur Mart- einsson framkvæmdi athöfnina og Mrs. Pearl Johnson söng ein- söng. Jarðað var í Brookside grafreit. R.M. finnur þessari smágrein okkar tvent til foráttu: Það fyrst, að þurft hefði tvo menn til að rita hana, ekki merkilegri en hún er; og það annað, að það lýsi “vanþekkingu eða þá vanmati” að staðhæfa, eins og við gerum, að V-lslendingar hafi lagt sama sem ekkert til Canadískra bók- menta á þessu síðasta ári eða svo að undanskildum nokkrum dá- góðum ljóðabókum. Það er orða sannast að einn maður hefði vel getað skrifað áminnsta grein, og hafi það heykslað nokkurn að við “fé- lagar”. lögðum báðir hönd á hana þá er það sjálfsagt að biðja velvirðingar á því háttalagi. Satt er það líka að grein okkar var að mestu leyti upptíningur úr öðrum blöðum, en hitt getur ýmsum fundist að þær ákúrur sem við fáum þess vegna komi í þessu tilfelli úr hörðustu átt. Öllu óvægari dóm fáum við þó fyrir ummæli okkar um v-ísl. bókmentir en þau eru að finna í eftirfarandi málsgrein: lt is to be regretted that the contribu- tions to Canadian Letters in oth- er languages than English and French are given little publicity through Canadian Book Wéek or by reviewers of Canadiana in general. Not that this would have made much difference as far as Icelandic productions in the last year or so are concerned for both in the field of fiction and non-fiction output has been almost negligible, although poet- ical works of some merit have appeared.” Um fyrri setningu þessara um- mæla hefir frúin ekkert nema gott að segja en sú seinni er tal- in ómerk í alla staði. Máli sínu til stuðnings birtir frú Ingibjörg tvo bókalista, annan yfir nokkrar enskar bækur sem við höfðum nefnt með nafni, en hinn yfir tólf bækur íslenzkar eftir v-ísl. höfunda, sem komið hafa út á síðastliðnum fjórum árum. Ekki er sjáanlegt hvað enski listinn kemur málinu við. 1 grein okkar en enginn samanburður gerður á verkum enskra og v-ísl. höfunda hvorki að vöxtum né gæðum. Alt fjas um það efni er því út í hött. Öðru máli gegnir um íslenzka bókalistann og verður að athuga hann nánar. Fyrst er nú það að listinn nær yfir fjögur ár en það er skýrt tekið fram í grein okkar að átt sé við síðasta ár eða svo en ekki við síðastliðin tvö, þrjú eða fjög- ur ár. Þá er innihald þessa lista fremur einkennilegt. Þar eru til dæmis taldar upp bækur eftir dr. Jón Bjarnason, séra J. A. Sig- urðsson, K. N. Júlíus og J. M. Bjarnason. Af skiljanlegum ást- æðum hafa þessir menn engann skerf lagt til v-ísl. bókmenta síð- astliðin fjögur ár. Það breytir engu þó að Islendingar heima hafi endurprentað og gefið út hitt og þetta eftir þrjá af þessum vinsælu höfundum sem allir til- heyra liðnum tíma. Þá eru bæði kvæðabók Bjarna Thorsteinsson- ar og Heildarverk G. J. Gutt- ormssonar á listanum. Ljóðabók B. Th. var ekki komin út þegar okkar grein var skrifuð (nóv- emberlok 1948), en bók G. J. G. hefir enginn maður séð hér vestra enn sem komið er nema þá kannske ritstjórar. Hvorug þessara bóka gat því komið til greina. s Þá eru eftir á listanum sex bækur sem við V-lsl. getum réttilega eignað okkur þessi síð- ustu fjögur ár. Þrjár af þeim komu út árið 1945, ein árið 1946 og tvær árið 1947. Nú verður varla hægt að teygja orð okkar meira en svo að þau séu látin ná yfir árið 1947 og fyrstu ellefu mánuði ársins 1948, eða tæp tvö ár. Þá verður útkoman sú að í óbundnu máli (fiction and non- fiction) hefir ekkert komið út eftir v-ísl. höfunda á því tímabili sem um er að ræða, en í bundnu máli hafa komið út tvær bækur. Þetta kemur því nokurn veginn heima við það sem við sögðum, nema hvað við höfum ef til vill gert fullmikið úr þeim skerf sem V-ísl. hafa lagt til Canadískra bómenta í óbundnu máli. Það má vel vera rétt að ein ljóðabók eða svo á ári hverju frá okkur V-lsl. sé alveg sæmilegt tillag til bókmenta þessa lands ef að miðað er við höfðastölu. Á það leggjum við engan dóm en ekki finnst okkur talan vera há fyrir jafn bókelska menn og við erum. Að öllu athuguðu sjáum við okkur ekki fært að leiðrétta neitt í þessu greinarkorni okkar í The Icelandic Canadian. Hitt er ekki nema sjálfsagt að viður- kenna að grein frú Ingibjargar er að málfari og framsetningu hreinasta fyrirmynd. Hún er hressilega og skemtilega rituð og endurspeglar ýmsa þá eigin- leika sem einkent hafa íslenzka kvenskörunga fyr og síðar. Heimir Thorgrímsson T. J. Oleson MINNINGARORÐ UM FRÚ HALLDÓRU JÓNASSON Vegna skyldfólks hér í bæ, og Winnipeg dvalar fyrstu árin eftir komu hennar frá Islandi, könn- uðust margir hér við Frú Hall- dóru Bergþórsdóttur Jónasson, sem dó í Edmonton, Alberta, 23. febrúar, s.l., rúmlega 85 ára göm- ul. Hún hafði verið lasin í fleiri ár. Halldóra var ekkja Kristjáns Jónassonar, sem ættaður var frá Knarrarnesi í Borgarfirði; dó Kristján í Red Deer fyrir 33 ár- um. Fædd að Langafossi í Borg- arfirði 14. desember, 1863, Hall- dóra ólst upp þar í sveit, giftist Kristjáni, og bjuggu þau fyrstu hjónabandsárin í Straumfirði á Mýrum. Ásamt tveimu börnum, fluttust þau vestur um haf fyrir rúmum 50 árum, og settust fyrst að hér í Winnipeg. Eftir skamma dvöl fóru þau til British Colum- bia, en heimili fjölskyldunnar hefur verið í Red Deer og í Ed- monton í fjölda mörg ár. Lifa Frú Halldóru sex börn, 10 barnabörn, fjögur barnabarna- börn, og ein systir, 89 ára, Berg- þóra Bergþórsdóttir, sem á heima að Vesturgötu 28 í Reykjavík. Tvö elztu börnin fæddust á Is- landi, en annað þeirra, Þóra, dó skömmu eftir lát föður síns í Red Deer, fyrir 33 árum. Á lífi eru: Guðþóra Gertrude (Mrs. Howard Croxton), Jónas og Isa- bel (Mrs. Winston Mamby- Nainby), sem eiga öll heima í Edmonton; Margret (Mrs. Fred Emmett), Camrose, Alberta; Kristín (Mrs. William Holts- baum), Provost, Alberta; og Ella (Mrs. Hjalmar Björnson), Min- neapolis, Minnesota. Var Hall- dóra jarðsungin í Red Deer 25. febrúar, af tengdasyni sínum, séra Winston Mamby-Nainby, sem er prestur Holy Trinity kirkjunnar í Edmonton, og fór kveðjuathöfn fram í þeirri kirkju f.h. sama dag. V.B. Minneapolis, Minn. ÖMURLEGT VIÐ HÖFNINA í GÆR Þarna lá mikill fjöldi nýsköp- unartogara, hrímaðir og bundnir við bryggju en óvíða sást nokkur sála um borð. Togararnir eru dreifðir um nær alla höfn, og á einum stað sá ég, að fjórsett var við bryggjuna. Þar lágu togar- arnir Hvalfell, Skúli Magnússon, Marz og enn einn, hver utan á öðrum. Togararnir, er síðast komu inn, að því er vitað var í gær, voru Garðar Þorsteinsson og Helgafell RE, bæði skipin að utan. Jú, það er heldur leiðin- legt, að sjá þessi glæsilegu skip liggja þarna aðgerðalaus við hafnarbakkann. Vonandi geta þau brátt tekið til starfa á nýjan leik, ekki veitir af gjaldeyrinum. Vísir 1. marz

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.