Lögberg - 31.03.1949, Blaðsíða 7

Lögberg - 31.03.1949, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 31. MARZ, 1949 7 MARGRÉT INDRIÐADÓTTIR: I heimsókn hjá Mormónum Framhald Smith stofnaði síðan kirkju, ásamt 6 mönnum öðrum, sem Bernard DeVoto hefir kallað “samvinnufélag undir fámennri klerkastjórn.” — Smith kvæntist mörgum konum og eignaðist sæg af börnum, flýði með sérstrúar- flokk sinn *úr einu fylkinu í annað, varð að þola hinar grimmilegustu ofsóknir, bauð sig fram sem forsetaefni Bandaríkj- anna 1844, en var myrtur af óðum skríl sama ár. Brigham Young tók við af Smith. Undir harðri stjórn hans héldu mormónar áfram flóttan- um og leitinni að stað, þar sem þeir gætu verið einir og útaf fyr- ir sig og þyrftu ekki að óttast villimannlegar ofsóknir annara. Þessi hópur, tuttugu þúsundir manna, kvenna og barna, ferðað- ist mánuðum saman með búpen- ing sinn og allt sitt hafurtask, yfir fjöll og firnindi, eyðimerkur og skóga — yfir hálfa heimsálfu, í von um að finna einhversstað- ar griðland, þar sem hann gæti stofnað sitt ríki. Fólk þetta bauð öllum torfærum byrgin, lagði á sig, hverskonar erfiði og þrautir án þess að mögla. Og það sigraði að lokum og fann sitt ríki í Utah. Brigham Young stjórnaði með járnharðri hendi í 30 ár. Hann krafðist skilyrðislausrar hlýðni af öllum, en lét á hinn bóginn jafnt yfir alla ganga. Hann gift- ist 19 konum og eignaðist með þeim 56 börn. Mörg af barna- börnum hans eru enn á lífi. Hann er sagður hafa verið á- kveðinn en mildur eiginmaður °g faðir. Hann hélt ráðstefnu með konum sínum einu sinni á dag. Enda þótt hann hefði ekk- Minnist BCTCL í erfðaskrám yðar JOHN J. ARKLIE Optometrirt and Optician (Eyes Examlned) Phone 95 650 MITCHELL COPP LTD. PORTAGE AT HARGRAVE The Swan Manufacturing Co. Manufacturers of SWAN WEATHER STRIP Halldor Methusalems Swan Eigandi Helmili 912 Jessie Ave. 281 James St. Phone 2£ 641 L--------i-----------1--------- Phone 21 101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Insnlated Sidins — Repairs 632 Simcoe St. Winnlpeg, Man. Bus. Phone 27 989 Res. Phone 38 131 j Rovaizos Flower Shop Our Speclaltles WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Mrs. S. J. Rovatzos, Proprietreos Formerly Roblnson & Co. 253 Notre Dame Ave. WINNTPEG MANITOBA •F ♦ ♦ ♦ ♦ ert á móti þeim herskara ungra sveina, sem daglega komu í heimsókn til gjafvaxta dætra hans, gætti hann þess vandlega, að þeir dveldu ekki of lengi. Hann var vanur að birtast í dyr- unum á hinni geysistóru dag- stofu sinni, með fangið fullt af karmannshöttum, þegar honum þótti tími til kominn, að biðlarn ir færu að hypja sig. Ég var hálf hikandi við að minnast á fjölkvænismálið við Bearnson. Mér hafði verið tjáð,' að það væri mjög viðkvæmt mál í Utah. En sannleikurinn er auð- vitað sá, að það er fátt sem mönnum þykir jafn gaman að spjalla um þar og einmitt fjöl- kvæni. Þetta er það, sem Bearnson sagði mér um fjölkvæni mor- móna: — I augum margra hefir fjöl- kvæni verið alfa og omega mor- mónatrúarinnar. í öllum lönd- lum veraldar hafa menn gert sér | leik að því að hafa mál þetta í flimtingum. Sannleikurinn er hinsvegar sá, að þegar árið 1890 var fjölkvæni bannað með lög- um í Utah og það voru aldrei fleiri en 3% allra karlmanna, sem voru fjölkvæningar. Lögin mæltu svo fyrir, að hver maður skyldi hafa samþykki fyrstu konu sinnar til þess að taka sér fleiri konur, svo og leyfi kirkj- unnar. Það leyfi var því aðeins veit, að viðkomandi gæti sann- að að hann væri fulfær um að sjá fleiri en einni konu farborða. Það voru því aðeins duglegustu mennirnir — og oft á tíðum þeir menn er mest var í spunnið, sem gátu átt margar konur. — Þú trúir því kannske ekki, hélt Bearnson áfram. En það eru einmitt konurnar, sem helst mæla fjölkvæninu bót. Það hafði ýmsa kosti fyrir þær, bætti stöðu þeirra og trygði þeim efnahags- legt öryggi. Auk þess gerði það öllum konum kleift að giftast og verða mæður. Piparmeyjar voru óþekkt fyribæri í Utah í þann tíð. Fjölkvænið bætti einn- ig siðferðið. Framhjátektir þekktust ekki, engin lausaleiks- börn voru til og siðferðisafbrot unglinga voru óþekkt. — Heldurðu samt ekki, að fyrsta konan hafi verið afbrýðis- söm, þegar kona númer tvö kom á heimilið? spurði ég. — Vafalaust, svaraði Bearn- son. Afi konu minnar var fjöl- kvænismaður. Amma hennar var fyrsta kona hans. Hún var sár og afbrýðissöm þegar kall tók sér aðra konu, þótt hún léti ekki á neinu bera og segði dóttur sinni að kalla nýju konuna “frænku.” Enda þótt fjölkvæni hafi ver- ið bannað í Utah í 50 ár, skjóta fjölkvænismenn alltaf upp koll- inum þar annað veifið. Fyrir nokkrum árum sótti maður um fátækrastyrk og þótti yfirvöld- . unum það grunsamlegt, þegar hann fullyrti að hann ætti 31 barn. Kom upp úr dúrnum að um fjölkvænismann var að ræða. Þá hefir fjölkvænið gert alla ættfræði mjög svo flókna í Utah. “Við erum tvíburar, föður míns megin”, sagði maður við mig, TIL KAUPENDA LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein- dálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á þumlunginn; þetta er að vísu ekki mikill tekju auki, en þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði. Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungur. Fyrir samskotalista reiknast 50 cents á þumlunginn THE COLUMBIA PRESS LIMITED THE VIKING PRESS LIMITED ♦ *♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦• FOCUS ON TEXTILES At this year’s British Ind- ustries Fair, which is open in London and Birmingham simultaneously from May 2 until May 13, the focus will be on textiles, Lancashire mills are preparing some of the most attractive cotton pieces for display at the Fair. Cotton has become more and more a fashion fabric and throughout the world is being used in the manufacture oí evening gowns, afternoon frocks, bathing costumes, and day dresses. Picture shows: Joan Blake- more a mill girl who works in Salfórd, on holiday in Blackpool, wearing a three- piece Horrockses cotton play- suit. þegar hann var að kynna mig bróður sínum. Þeir voru fæddir sama ár og sama dag, áttu sama föðurinn, en sitt hvora móður- ina. 1 mormónakirkjunni er nú tvennskonar gifting. í fyrsta lagi eru maður og kona gefin saman í hjónaband, sem lýkur með “dauðanum.” 1 öðru lagi í hjóna- band, sem varir “um alla eilífð,” það er að segja einnig í lífinu eftir “dauðann.” Slíka hjónvíg- slu er aðeins hægt að fram- kvæma í sjálfu musterinu. — Kirkjan leggur ríka áherzlu á helgi hjónabandsins og í Utah er þyngri refsing við hórdómi en nokkru öðru afbroti, nema morði. Auk þess að trúa á Mormóna- bókina, þá trúa mormónar einn- ig að nokkru leyti á biblíuna. Þeir trúa á Guð, algóðan og al- vitran á mælikvarða mannanna. En þeirra Guð er lifandi vera, sem hægt er að tala við, og á fyrstu árum kirkjunnar voru ýmsir af leiðtogum hennar færir um að komast í beint samband við himnavöldin og skýra frá áliti þeirar á því, sem var að ger- ast á jörðunni. En á þessu herr- ans ári myndi víst fátt koma mormónum meira á óvart en guðleg opinberun í þennan synd- um spillta heim. — Þeir trúa einnig á Jesús Krist, son Guðs, sem lifandi veru og Heilagan Anda, sem líka er lifandi, með sjálfstæðan persónuleika. Maðurinn er barn Guðs og merkilegasta sköpunarverk hans. Handa honum bjó Guð til heim- inn. Maðurinn verður sjálfur að velja milli góðs og ills, milli lífs- ins og glötunarinnar. Þess vegna eru styrjaldir og önnur eymd mannanna sök þeirra sjálfra, en ekki Guðs. Maðurinn lifði sem andi, áður en hann kom í þennan heim. Hann er eilíf Uera. Lífið hér á jörðunni er aðeins áfangi á hinni miklu eilífðargöngu. — í mormónatrúnni er ekkert minnst á erldurholgun, nirvana né vítiseld. Menn komast til himanríkis og halda áfram að lifa þar með svipuðu sniði og hér, ef þeir hafa til þess unnið með líferni sínu á jörðunni. Ann- ars líða þeir, um stundarsakir a. m. k., helvítiskvalir yfir glötuð- um tækifærum, sem aldrei koma aftur. En staða mormónans á himn- um fer líka dálítið eftir því, hve hann getur sýnt fram á að hann eigi þar marga ættingja. Því fleiri, því betra. Þess vegna hafa mormónar jafnvel ennþá eld- legri áhuga á ættfræði en íslend- ingar. Ég heyrði um einn ná- unga, sem í fylztu alvöru rakti ætt sína til manns, sem lifði ár- ið 173 fyrir Krists burð. Það er því hreinn hégómi að vera að rekja ætt sína til Egils Skalla- grímssonar, eða annarra fornra íslendinga. Einn daginn, sem við dvöld- um í Utah, var okkur boðið í brúðkaup systurdóttur Bearn- son, í Spanish Fork, sem er smá- bær rétt hjá Springville. Þar var fyrsta byggð íslendinga í Vestur- heimi og þar eru margir afkom- endur hinna íslenzku landnema. Við hittum heilan hóp af þeim í brúðkaupinu og var það hið gjörvilegasta fólk og famúrskar- andi vingjarnlegt. Fátt eitt talar íslenzku, en sumt graut í vestur- íslenzku. Það tók okkur löndun- um eins og sagt er að glataða syninum hafi verið tekið forð- um. Allir virtust reiðubúnir til þess að slátra alikálfinum, okkur til heiðurs og heimboðunum bók- staflega rigndi yfir okkur. Því miður höfðum við ekki tíma til þess að þiggja nema fá þeirra. Eigum hin til góða. Við vorum ekki viðstödd sjálfa vígsluathöfnina, sem fram fór í kirkjunni, heldur aðeins brúðkaupsveisluna. Kirkjur mormónanna eru mjög frábrugðnar kirkjum okk- ar. Yfir aðaldyrunum standa þessi orð: “Hafið hægt um yður, því hér er Guðshús.” Sambyggð- ur við kirkjuna er svo einskonar allsherjar samkomusalur. Hagar svo til, að hægt er að taka burtu skilrúmið milli hans og sjálfs guðshússins og var það gert í veislu þessari. Salur þessi er allt í senn: dansalur, hljómleikasal- ur, fimleikasalur og fundasalur, og auk þess er þar allstórt leik- svið. í viku hverri er haldinn þar eldfjörugur dansleikur og mæta þar jafnt ungir sem gaml- ir úr sókninni. Var sérlega gam- an að sjá hve unglingarnir voru frjálslegir og hve þeir skemmtu sér konunglega innanum eldra fólkið — voru ekki vitund feimn- ir við að dansa vangadans, þó að pabbi og mamma horfðu á. I þessu guðshúsi mormónanna var enginn kross, ekkert altari og enginn prédikunarstóll. Guðs- þjónustur þeirar eru afar ein- faldar, lausar við alla viðhöfn, allt prjál. Þegar maður les um trúarbrögð mormónanna rekur maður sig oft á það, hvernig þeir reyna að samræma trúna, því sem hagkvæmast er. Englar þeirra hafa t.d. enga vængi, því að slíkur útbúnaður myndi að- eins vera ttil trafala. Við guðsþjónustur mormón- anna er ekki gengið um með betlibauk, en fyrsta sunnudag í mánuði hverjum eiga þeir að fasta. Andvirði þess, sem þeir myndu borða þann dag, rennur til fátækra. Síðast en ekki sízt ber að geta þess, að mormónaprestar eru ekki prestlærðir menn. Bearn- son var t.d. prestur, þó að hann væri kaupmaður að atvinnu. Hver einasti karlmaður getur orðið prestur, sem hefur óflekk- að mannorð og hefir sýnt sig að vera rétttrúaður mormóni, heið- virður og duglegur maður, sem hægt er að trúa fyrir ábyrgðar- miklu starfi. Það skiptir engu máli, hvort hann er rakari, verkamaður, bankastjóri eða klæðskeri. Ef hann uppfyllir áð- urgreind skilyrði, getur hann orðið prestur. Mormónapresturinn innir af höndum sömu störf og prestarn- ir okkar, og meira til. Hann greftrar, giftir, skírir, heimsæk- ir sjúka, sér um að þurfandi sé hjálpað, innheimtir tíundina, skrifar vottorð, sem heimila mönnu minngöngu í musterið, sér um og stjórnar guðsþjónust- um. Auk alls þessa verður hann að sjá sér og fjölskyldu sinni far- jborða, því mormónaprestar fá NEW DRUG CURES TSETSE FLY SCOURGE The discovery of Antrycide, new Imperial Chemical Industries drug which protects animals from the attacks of tsetse fly, will open up some 4,500,000 square miles of East and West Africa for the raising of cattle. The pest is still encroaching over vast areas of Uganda, Kenya, the Sudan and Nigeria. Not only has cattle-rearing been impossible in affected areas but agricultural produc- tion as a whole has suffered from the prevention of properly-balanced farming and the consequent loss of soil fertility. Now, in the worst areas, Antrycide has cured all the forms of tsetse-carried diseases encountered. Sufficient Antrycide to treat two million animals will made available for the governments of Sudan, Kenya and Uganda during 1949. Picture shows: Injecting cattel. Antrycide injections both cure and give protection from the tsetse-borne diseases. engin laun — greiða meira að segja kirkjunni tíunda hlutann af tekjum sínum fyrir þann heið- ur, að fá að starfa í þjónustu hennar. — Trúboðar og aðrir starfsmenn kirkjunnar fá heldur engin laun. Ég hitti t.d. unga og fallega stúlku í Spanish Forks, sem sagði mér að hún væri að spara saman peninga til þess að hafa ráð á því að gegna köllun sinni og gerast trúboði. — Mark Twain sagði einu sinni, að hið eina, sem væri jafn vel skipulagt og mormónakirkj- an, væri prússneski herinn. Það liggur í augum uppi, að prestarn- ir kæmust ekki yfir öll þessi skyldustörf sín, ef starfsemi kirkjunnar væri ekki óvenju vel skipulögð. Kirkjan sér um, að hverjum og einum sé fengið sérstakt verk- efni í hendur. Hún hefir hönd í bagga með lífi fólksins og starfi, allt frá blautu barnsbeini. Á veg- um hennar starfar aragrúi félaga — fyrir börn, unglinga, fullorðna menn og konur. Enginn mormóni þarf nokkru sinni að kvarta um iðjuleysi, því að þegar vinnu- dagur hans er á enda, bíður hans ákveðið starf fyrir kirkjuna — sem hann telur ekkert sjálfsagð- ara en inna af höndum með glöðu geði. 70 prósent af íbúum Utah eru mormónar, og þeir eru í meiri- hluta jafnt í svei'tunum, sem í hinum stærri borgum. Völd mor- mónakirkjunnar eru þó í raun- inni miklu víðtækari en þessi tala gefur til kynna. Það eru fáir milljónamæringar meðal mor- móna — en kirkjan þeirra er óhemju auðug. í höfuðborginni einni á hún t.d. mörg stór verzl- unarfyrirtæki, tvö stærstu gisti- húsin, stærsta dagblaðið, stærstu útvarpsstöðina, banka, spari- MINNINGARGJÖF UM LÁTINN FLUGMANN Slysavaranafélaginu barst í gær 2000 króna gjöf til minning- ar um Gústaf Adolf Jónsson flug- mann, er fórst í flugslysinu á Heilisheiði 7. marz síðastliðinn. Er minningargjöf þessi frá for- eldrum Gústafs, Sigríði Andrés- dóttur og Jóni Jónssyni, Grettis- götu 36. Mun ætlast til að gjöf- inni verði varið til kaupa á björg- unarflugvélinni. Alþbl. 2. marz sjóði, mikið af fasteignum o.m. fl. Æðsti maður kirkjunnar er forsetinn, sem velur sér tvo ráð- gjafa. Næstir honum ganga Postularnir Tólf, sem einnig hafa ráðgjafa sér við hlið. Innan kirkjunnar eru alls 1200 sókn- ir, sem aftur skiptast í 200 stærri deildir. Presturinn er yfir hverri sókn, sem á sína kirkju með sam- komusal. — Þeir eru auðvitað ekki fáir, sem aðeins tilheyra kirkjunni að nafninu til, en þeir eru þó furðu margir, sem taka virkan þátt í störfum hennar. Er það t.d. ekki næsta ótrúlegt, að 100 fjölmennar guðþjónustur skuli haldnar á hverjum sunnu- degi í borg, sem hefir innan við 200 þúsund íbúa? Við hörmuðum það öll þrjú, að geta ekki dvalið lengur en raun varð á, hjá þessu indæla og einlæga fólki, með sín sér- stæðu trúarbrögð. Mormónarn- ir minna einna helzt á stóra fjöl- skyldu, þar sem ríkir óvenju gott samkomulag og allir una glaðir við sitt. Vonandi er, að engir óknyttaormar verði til þess að spilla þeim heimilisfriði. VÍÐSJÁ Vegna ALLRAR Heimabökunar kaupa m GÓÐAR HÚSMÆÐUR Notið það í brauð, bollur, skorpusteik, kökur og aðra bakningu — notið það til allra hluta. Það er malað úr bezta Canada hveiti.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.