Lögberg - 14.04.1949, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 14. APRÍL, 1949
5
ÁHUGAMÁL
LVENNA
Riisljóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
AGRIP AF ÆFI GUÐRÚNAR ÓSVÍFURSDÓTTUR
Eftir HANSÍNU OLSON
Niðurlag
Nokkru eftir að Ólafur var andaður, þá fór móðir Kjartans að
eggja sonu sína til hefnda og fanst Bolli hafa ílla launað sér fóstrið.
Svo líður fram um stundir;
sagan segir frá þeim Tungu
hjónum, Guðrúnu og Bolla, að
þau hafi verið í seli um sumar-
ið, — það var einn morgun að
Bolli fór snemma á fætur að
segja fyrir verkum; en þegar
fólkið var farið til vinnu sinnar,
hafði hann lagt sig til svefns
aftur. Vaknar hann brátt aftur
við hófadyn og heyrir að það er
hópur manna, sem ríða að selinu.
Þekkja þau nú málróm Halldórs
Ólafssonar bróður Kjartans, og
vita strax hvað um er að vera.
Bolli biður Guðrúnu að fara út
en Guðrún biður Bolla innilega
að lofa sér að vera inni; Bolli
segjist þessu ráða, svo hún varð
að fara. Guðrún gengur til lækj-
ar og fer að þvo þvott. — Hún
hefir reynt að friða sál sína með
líkamlegri áreynslu: konunni
með hetjuhjartað að vera mein-
að að standa við hlið manns síns
í dauðastríðinu, það hafa þurft
átök að halda öllu jafnvægi. —
Síðan gengur hún frá lækn-
um til móts við komumenn þeg-
ar þeir ganga frá selinu. Hún
sPyr þá tíðinda. Þeir segja henni
að Bolli sé veginn. Hún svarar
engu og hélt sinni sömu stillingu.
Einn af mönnunum gekk upp til
Guðrúnar og tók skykkjulaf
hennar og þurkaði sverðið sitt;
hún brosti til hans, en það bros
niun hafa átt að þýða, þú færð
þetta borgað seinna.
Gekk svo Guðrún heim að sel-
inu og settist hjá líki manns síns,
mun henni þá fyrst hafa orðið
Ijóst hve mikið hún unni Bolla
°g hve rangt hún hafi gjört hon-
um þegar hún eggjaði hann til
viðureignar við Kjartan. Og það
er trúlegt að samviskan hafi
sagt henni að það væri alt henn-
ar skuld og hún væri orsök í
dauða þeirra beggja, Kjartans
°g Bolla. Og sorgin yfir missin-
um og samviskubit yfir því sem
rangt var gert sýnist vera nóg
til að fylla harmabikar Guðrún-
ar.
Nokkru seinna sendi Guðré
Snorra Goða og bað hann í
inna sig — Snorri var vini
uðrúnar og hún bar mik:
raust til hans. Var það erim
hennar við hann að biðja han
að hafa jarðaskipti við si
vaðst hún síður vilja búa í n
grenni við banamenn Bolla. Vai
Pað að óskum og fluttist Guðrú
með alt sitt að Helgafelli «
Þnorri að Tungu.
Veturinn eftir víg Bolla fædi
Guðrún son, sem hún nefm
olla. Þorleikur var þriggja ái
Pegar faðir hans var veginn.
Nú líða mörg ár; Guðrún si
a búi sínu með mikilli raus
ug dugnaði, synir hennar va?
Pp og verða vænir menn. -
sinn kallar Guðrún sor
ma fyrir sig, og þegar þe
°ma> sjá þeir útbreidd línklæí
^ voru þau öll blóðug. Þá mæl
uðrún, “Þessi sömu klæði se
lð sjáið hér frýja ykkur til fö
nhefnda og mun ég ekki ha
v °rg 0rð um það, því ekki i
orft a?5 kið skipist af framhv
, a ef þift ek^i íhugið slíki
bendingar.»
m'«raeðrunurn brá mjög við 01
o ur sinnar en SVQrugu þg
hf að beir væru ungir enn 1
aft6n ^ ^ *eiia> °S kynnu hvor
gera ráð fyrir sjálfum sér ei
u.rum’ en svo fór að þeir lo
„ að hefna föður síns, og þe
gerðu það líka.
Eitt sinn er Guðrún sat að tali
við Bolla son sinn, þá spyr Bolli
móður sína hvern af mönnum
hennar henni hafi þótt vænst
um. Hún svarar “þeim var ég
verst sem ég unni mest.”
Eftir að æfi Guðrúnar fór að
halla þá segir sagan að hún hafi
farið að stunda kristin fræði og
kristin trú hafi farið að festa
rætur hjá henni. — Guðrún lét
reisa kirkju að Helgafelli og sótti
helgar tíðir mjög reglulega og
stundaði einnig líknarstörf.
Að ráði Snorra goða, giftist
Guðrún í fjórða sinn manni að
nafni Þorkell Eyjólfsson. Hann
var höfðingi mikill og í miklum
metum hafður, enda myndi Guð-
rún ekki hafa gifst nema að hún
hefði sæmd af. Hún hélt brúð-
kaupið að Helgafelli og var það
boð mikið og höfðinglegt, — það
er eitt atvik úr þessari veizlu
sem mig langar að minnast á,
því það sýnir stórlyndi Guðrún-
ar og skörugsskap, þegar því var
að skipta.
Þetta sama haust hafði Guð-
rúnu verið sendur maður að
nafni Gunnar, til umsjár, hún
hafði tekið að sér að varðveita
hann og leyna nafni hans. Gunn-
ar þessi hafði orðið sekur um víg
og fór huldu höfði því mörg
stórmenni veittu honum eftir-
för. — Að kveldi fyrsta dags
veizlunnar þá sér Þorkell þenn-
an mann og þykist kenna Gunn-
ar Þiðrandabana, en Þorkell var
einn af þeim, sem átti að sitja
um Gunnar. Hann segjir því til
manna sinna að þeir skuli hand-
taka hann. Þegar Guðrún verður
þess vör, rís hún upp af brúðar-
bekknum og talar til sinna
manna að verja Gunnar og
hvergi undan hopa, og segir að
það verði þá að fara sem auðið sé
að brúðkaupið snúist upp í bar-
daga.
Snorri goði var þar viðstadd-
ur og gekk hann á milli manna
og bað þá að lægja storm þenn-
an, og mælti til Þorkels að hann
skyldi ekki leggja svona mikið
kapp á þetta, því hann sæi hve
mikill skörungur Guðrún væri,
og að hún bæri þá báða ofurliði,
því hún hefði miklu fleiri menn.
Og enn mælti Snorri, “Miklu er
þér meiri vandi að gera að vor-
um vilja; það er þér fyrir bestu,
því þú færð aldrei slíka konu
sem Guðrún er, þó þú leitir
víða.” Við umtölur Snorra og að
hann sá að hann hafði satt að
mæla, þá sefaðist Þorkell og var
Gunnari fylgt burtu þetta kveld.
— Vorið eftir gaf Guðrún Gunn-
ari skip og alt sem því tilheyrði
svo hann gæti farið til útlanda
og forðað sér.
Guðrún og Þorkell bjuggu
miklu rausnarbúi að Helgafelli
og tókust góðar ástir með þeim.
Þau voru bæði höfðingleg í lund
og áttu því vel saman. — Þau
eignuðust einn son, sem nefnd-
ur var Gellir.
Svo leið fram um tíma. Synir
Guðrúnar, Bolli og Þorleikur
fóru til útlanda að vinna sér
frægð og frama. — Þegar þau
Guðrún og Þorkell höfðu verið
saman í 15 ár, þá kom það sorg-
lega slys fyrir að Þorkell
drukknaði og var það mikill
harmur fyrir Guðrúnu. Nú var
hún orðin ekkja í fjórða sinn og
er qkki ótrúlegt að henni hafi
dottið í hug draumarnir góðu, er
hana dreymdi æsku. —
Nú hefi ég farið yfir helztu
atriðin úr æfi Guðrúnar Ósvíf-
ursdóttur, og mun ykkur finnast
hún sorgleg og þyrnum stráð,
en óefað hafa þyrnarnir stungið
hana sárast sjálfa. Hennar stór-
geðja skap, nært af anda sam-
tíðarinnar gerði það að verkum
að æfi hennar varð harmsaga.
Guðrún var gædd miklum hæfi-
leikum en hún notaði ekki hæfi-
leikana sem bezt, en þar sem
drottnunargirni og það að bera
ætíð hærri huta í öllum viðskipt-
um var álitið merki um höfðings-
skap og mikilmensku, þá verður
að dæma hægt. — Guðrún var
gædd framúrskarandi sálarþreki
og bar allar sínar sorgir með
þróttlund og þolinmæði, enda
hefir það lengi verið talið
merki íslenzkrar skapgerðar að
mæta þannig dýpstu reynslu. —
Það er auðvelt að ímynda sér
að ef Guðrún ósvífursdóttir
hefði lifað lífi sínu undir áhrif-
um kristindómsins, þá hefði
ekki æfi hennar orðið eins sorg-
lega misbrúkuð eins og raun
varð á, og þegar hún fór að
skoða sína fyrri æfi í ljósi
kristindómsins, þá hafi hún
fyrst séð hvað margt var rang-
gjört og samviskan hafi orðið
bitur, henni hafi fundist hún
heyra stunur Hrefnu og annað
því um líkt. Sagan segir að hún
hafi oft um nætur verið út í
kirkju að biðjast fyrir, og hún
var fyrsta íslenzk kona, sem
lærði Davíðs sálma.
Guðrún hafði tekið til fósturs
Herdísi dóttir Bolla sonar henn-
ar. Herdís var jafnan með ömmu
sinni í kirkju. Guðrún unni
Herdísi og vildi helzt aldrei af
henni sjá.— Eitt sinn dreymdi
Herdísi draum, henni þótti kona
koma til sín og segja að henni
líkaði það ílla að amma hennar
træði á sér á hverri nóttu og
felti á sig svo heita dropa að hún
brynni af. Þegar Herdís vaknaði,
sagði hún ömmu sinni drauminn
og segir sagan að morgunin eftir
hafi Guðrún látið taka upp fjal-
ir úr kirkjugólfinu þar sem hún
var vön að falla á kné til bæna.
Hún lét grafa niður í jörðina og
fundust bein, sem tekin voru og
jörðuð annarstaðar. — Þetta
atvik mun eiga að sýna hve
iðrunartár Guðrúnar voru heit.
Eftir því sem Guðrún lifði
lengur með Guði í bæninni, varð
meiri friður og ró yfir sál henn-
ar, og seinast fann hún algjöra
þörf að helga Guði líf sitt. Hún
varð einsetukona og sagan segir
að hún hafi verið fyrsta nunna
á Islandi. — Guðrún varð mjög
gömul.
Þegar ég hugsa um þetta fagra
og rósama æfikveld Guðrúnar,
þá finst mér að það mætti líkja
því við virkilegt sólsetur, sólin
er að setjast og sendir sína dýrð-
legu geisla yfir lög og láð. Eins
I finst mér að geislarnir frá hinni
hnígandi æfisól Guðrúnar senda
geisla sína úr fornöldinni alt
fram á vora daga, og þessa geisla
vil ég taka sem bendingu til
állra kvenna, til vor allra, að
vinna vel svo æfikveldið verði
friðsælt og fagurt; gæta skyldu
vorar við kristindómsmálin, láta
það vera vort helgasta málefni
að gera vilja þess sem sagði:
“Það sem þér gjörið einum af
mínum minstu bræðrum, það
gjörið þér mér. —
Og aðeins eitt orð enn við-
víkjandi henni Guðrún; mér
finst það megi heimfæra til
hennar og það sé hennar síðasta
kveðja, eitt vers úr sálmabók-
inni okkar eftir Helga Hálfdán-
arson:
“Nú héðah í burtu í friði ég fer
Ó faðir að vilja þínum;
í hug er mér rótt og hjartað er
af harhninum lœknað sínum.
Sem hést þú mér drottinn hæg-
um blund,
ég hlýt nú í dauða mínum.”
Islenzkar Kvennhetjur
Það er nafnið á dálítilli bók nýútkominni, eftir Guðrúnu
Björnsdóttir frá Korsá Sigfússonar Alþingismanns og Ingunnar
Jónsdóttir frá Melum í Hrútafirði konu Björns.
Bók þessi er ekki stór, aðeins 148 blaðsíður, en það er perla
á hverri einustu blaðsíðu.
Þetta er ekki skáldverk frá
höfundarins hálfu, heldur lýsing
á skapgerð, atorku og dygðum
Islenzkra kvenna, sem hafa
strítt við skerandi fátækt, andúð,
óblíðu náttúrunnar, veikindi og
dauða einar, og gengið sigrandi
af hólmi. Þetta eru konur með
holdi og blóði eins og við, flest-
ar í okkar eigin samtíð, lifandi,
talandi, ómótmælanlegir vottar
þess, að það var vitleysa sem að
einn íslenzki presturinn sagði
þegar hann hér á árunum var að
telja þjóðinni trú um, að hinar
fornu dygðir ættu að hörfa og
hverfa. Hver er sú mannssál sem
ekki getur dáðst að, heldur líka
lært af skyldurækni Jakobínu
Jensdóttir þegar að hún aðfram-
komin sængurlegu brýst á vetr-
radegi yfir líttfærann fjallveg
gangandi í ófærð, þar sem lífi
hennar og þeirra sem með henni
voru var telft í tvísýni af snjó-
flóði hverja einustu mínútu á
meðan að þau voru að komast
upp á fjöllin. En hún hugsaði
ekkert um hættuna. Skyldan
kallaði. Líf annarar konu var í
veði.
Hugrekki Dýrleifar Einars-
dóttur í Nöf, er með fádæmum
glæsilegt. Til þess að verjast
sveit, tekur Dýrleif auða og nið-
urnídda kotjörð. Húsin hanga
uppi. Túnið ofur lítill kragi í
órækt kringum þau. Búslóðin er
ein kýr mjólkandi, fyrsta kálfs
kvíga og sex eða sjö ær. Mann-
aflinn fjögur börn í ómegð, mað-
ur hennar ósjálfbarga í rúmm-
inu og móðir hennar veik. Þessi
kona byggir upp bæinn, mezt
með sínum eigin höndum, slétt-
ar slær og ræktar túnið, rær
til fiskjar og vinnur stunda
vinnu fyrir aðra til þess, að blett-
ur skuli ekki falla á börnin sín
og vinnur sigur. Hvílíkt þrek!
Hvílíkt hugrekki!
í sjúkrahúsi heitir einn kafl-
inn í bókinni. Höfundur bókar-
innar lá sjálf veik á spítalanum
á Akureyri nokkra daga vetur-
inn 1923. Á sama spítalanum lá
ung stúlka bóndadóttir framan
úr Eyjafirði og voru rúm þeirra
nærri l\vert öðru. Þessi unga
stúlka framan úr firðinum var
að heyja stríð við dauðann. For-
eldrar hennar sátu sitt hvoru
megin við rúmið hennar. Svo læt
ég frú Guðrúnu segja frá: “Mér
rann ekki blundur á brá alla
nóttina. Móðirin mun hafa fund-
ið og séð hluttekning mína og að
einu kvalakastinu afstöðnu, kom
hún snöggvast að rúminu mínu
og við skiftumst á nokkrum orð-
um og hlýju handtaki. Undir
morguninn virtist unga stúlkan
falla stundarkorn í þjáningar-
laust mók. En alt í einu heyrir ég
rödd hennar, glaðlega og undr-
andi, og hún segir: “Amma ert
þú komin?” og augnabliki síðar
með enn meiri undrunar hreim.
“En hvað þetta er skrítið.
Aldrei hefi ég komist svona
gleðitíðindi. Elskunni minni er
batnað.”
Ég gat ekki annað en hætt að
lesa, því að trúaröryggi þessar-
ar konu læsti sig í gegnum hug
minn og hjarta eins og leyftur.
Ekki er heldur óhuggulegt að
lesa um skapgerð ömmu höfund-
arins, Sigríðar dóttur Björns
Blöndals sýslumans — um
hugrekki hennar. Þegar hún rís
á móti aldarandanum og vilja
foreldra sinra, ein ag ákveðin
lífshamingju sinni til varnar.
Það má sannarlega segja um
hana, það sama og Bjami Thor-
arensen sagði um Tómas Sæm-
undsson, að hjá henni: “glansar í
gullegum vagni gyðjuleg trú-
menskan fögur og stór.” Trú-
menskan við sjálfa sig, ástmög
sinn, skylduverk sín og meðborg-
ara.
Sama er að segja um Ingunni
rithöfund Jónsdóttir, móðir höf-
undarins, og systir Finns Jóns-
sonar í Winnipeg, sem flutti sól
og sumar í bæ sinn í skammdegi
vetrarins, þ e g a r moldviðri
byrgði alt útsýni, og vindurinn
hamaðist í heift sinni úti. En ég
má ekki halda áfram að segja frá
innihaldi allra kaflanna í bókinni
þó ég hafi óneitanlega tilhneig-
ingu til þess, því svo er lífsspekin
sem þeir flytja heilbrigð, og lífs-
reynslan sem þeir lýsa lífræn,
að hver einasti maður hefði gott
af að kynnast þeim.
En ég get ekki neitað mér um
að benda á að endingu, það sem
fimm ára gömul stúlka segir í
tíunda kafla bókarinnar. Höf., er
á leið með fleiru fólki, frá Reyk-
javík og austur að Laugarvatni.
Veður var hið besta og mun
það nokkuð hafa ráðið aðsókn
manna að Austurvelli. Mátti
greinilega sjá að fólk bjóst ekki
við óeirðvm, því innan um mann-
fjöldan voru konur með smábörn
sér við hlið, eða akandi barna-
vögnum. Mikið bar á ungling-
um og jafnvel smákrökkum inn-
an um mannfjöldann. Enda
höfðu sumir skólastjórar gefið
frí í skólunum en kennarar
skrópað úr tímum í öðrum skól-
um.
Útifundur við
Miðbæjarbarnaskólann
Kommúnistar höfðu boðað til
útifundar í Lækjagötu klukkan
1:00, í nafni Dagsbrúnar og Full-
I ferð með henni er systurdóttir
hennar Inga, fimm ára gömul.
Alt gengur vel í sólskini sumars-
ins þar til komið er austur að
Apavatni, en þá bilar bíllinn
þeirra svo að hann verður ekki
ferða fær. Bílstjórinn var send-
ur á næstu símastöð til að síma
til Selfoss og vita hvort að ekki
væri hægt að ná í bíl til að flytja
fólkið upp að Laugarvatni. Þetta
heppnaðist þannig að stór ferða
bíll var staddur á Selfossi á leið
austur að Laugarvatni, sem
kæmi eftir klukkutíma. Fólkið
beið í klukkutíma, en ekki kom
bíllinn, það beið í annan og enn
bólaði ekki á honum. Seinast
lagði fólkið á stað gangandi í
íllu skapi, möglandi og másandi.
Litla stúlkan hafði gengið stein-
þegjandi við hlið móður systur
áinnar, sem leiddi hana. Alt í
einu segir hún þetta: “Hvers-
vegna er altaf verið að tala um
það sem er? Því má ekki eins
tala um það sem verður í kveld
þegar við komum að Laugar-
vatni og fáum svo gott að borða.
og alt verður svo skemtilegt.”
Hinn ytri frágangur bókarinn-
ar, er prýðilegur. Pappír góður
og hreinn. Letrið skýrt og óbrot-
ið. Málið er alt í senn valdmikið,
ljúft og lifandi og svo er þessi
litla bók laus við óþarfa mælgi
og orðakóf að hún minnir greini-
lega á ummæli George Brandes
um vonir Einars Hjörleifssonar
Kvarans: “Að þar væri ekki einu
orði of aukið, og ekki held-
einu orði of aukið, og ekki held-
ur einu orði ífátt.”
Hvar sem maður ber niður í
þessum köflum, mæta manni
ekki málalengingar—ekki stjóm-
málalegarbollaleggingar, né
heldur heimspekilegt híalín,
heldur þung og brennandi við-
fangsefni lífsins eins og þær
urðu að mæta þeim og sigrast á
þeim með stórhug og trúmensku
hinna fornu dyggða.
Þetta er ágæt bók.
trúaráðs verklýðsfélaganna. Þar
safnaðist saman talsverður hóp-
ur, en fundurinn var stuttur og
stóð ekki nema í 10 mínútur. Þar
gerðu kommúnistar þá samþykt,
að krefjast skyldi þjóðaratkvæða
greiðslu með köllun við Alþing-
ishúsið og síðan héldu fundar-
menn þangað. í broddi fylkingar
voru forsprakkar kommúnista
og skrílkór þeirra, en aðrir fund-
armenn fylgdu í humátt á eftir.
Friðsamir borgarar á Austurvelli
Með tilliti til útifundarboðs
kommúnista, en til fundarins
hafði verið boðað án leyfis lög-
reglustjóra, gáfu formenn
(Frh. á bls. 8)
307 AFFLECK BLDC.,
317 PORTACE AVE., WINNIPEC
J. J. BILDFELL
Blóðsúthellingar yfirvofandi
þegar lögreglan dreifði lýðnum
Frásögn sjónarvotta af atburðunum í gær
Allmikill mannfjöldi byrjaði að safnast saman fyrir framan
Alþingishúsið skömmu fyrir hádegi í gær og um 1 leytið var orðið
fult af fólki í Kirkjustræti og nokkuð inn á Austurvöll. Var þetta
friðsamt fólk. Nokkur hundruð ungir menn höfðu tekið sér stöðu
fyrir framann aðaldyr Alþingishússins og munu þeir hafa ætlað
sér að vera til aðstoðar, ef skríll gerði tilraun til að ráðast að húsinu.
I