Lögberg - 14.04.1949, Blaðsíða 1

Lögberg - 14.04.1949, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 iw'i05< \Vvwiv’. «•*£&* -^Cle^cT tnV ~ itdeTCTS ^aUW11 =>1 A Complete Cleaning Institution oS^^5»» iVgr nde-' ^to^Gt -fOW A Complete Cleaning Institulion PHONE 21374 62. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 14. APRÍL, 1949 NÚMER 15 Háskólafréttir um kenslustól í íslenzku THE JOHNS HOPKINS UNIVERSrTY BALTIMORE, MARYLAND Department of English Dr. P. H. T. Thorlakson, St. Mary’s and Vaughan St., Winnipeg, Manitoba, Canada. Kæri Dr. Thorlakson: 27. janúar 1949 “Það er ánægjulegt að frétta af því, að verið 'sé að stofna kenslustól í íslenzku við Manitobaháskólann; slíkar stofnunar var fyrir löngu þörf, og rétti staðurinn fyrir hana er augljóslega Manitobaháskólinn, því Manitobafylki er, og mun jafnan verða, menningarmiðstöð fyrir fólk af íslenzkum stofni í Norður Ame- ríku. Eins og yður er ljóst, er stund lögð á íslenzk fræði við marga háskóla í Bandaríkjunum, en mér er ekki kunnugt um nokkra háskóladeild í þessu landi, er helguð hé fyrst og fremst kenslu í íslenzkum fræðum; deildin í norrænni samanburðar málfræði undir forustu Dr. Stefáns Einars- sonar kemst næst því; hans starf er aðallega á sviði íslenzkra fræða. Prófessor Richard Beck er einnig merkur forustumaður á þessu sviði, en kenslustörf hans, ef mér ekki skjátlast, eru langtum víðtækari; honum er ekki unt að gefa sig algerlega, eða fyrst og fremst að íslenzkum fræðum; það ætti að vera til deild, sem gerði sérfræðingi í íslenzku kleift, að helga sig ein- vörðungu sérgrein sinni og ég fagna því að Manitobaháskólinn er nú að stofna slíka deild. Sem prófessor í enskri tungu, get ég borið vitni um mikilvægi íslenzkunnar á sviði enskra fræða. Minn eiginn fræði- menskuferill hefði orðið snub- can-Scandinavian , Foundation, og hefir ritað merkilegt rit um hljóðfræði íslenzkrar tungu (The Phonology of Modern Icelandic, 1923) og fjölda merkisgreina um samband íslenzkra fornsagna og germanskar sagnir. Honum er það og að þakka, að Johns Hopkins háskólinn á nú ágætt íslenzkt bókasaín og að þar hef- ir um mörg undanfarin ár verið haldið uppi kennslu í forn- íslenzku. Hann er heiðursfélagi ans' Hins fslenzka Bókmenntafé- lags.” DR. GILLSON Ur borg og bygð bóttur án þeirrar þekkingar, sem mer- ég varð aðnjótandi við dvöl mína á íslandi. Bókmentirnar á forn-og mið- alda ensku, verða ekki fullnumd- ar án þess að kynnast jafnframt íslenzkum bókmentum, því þekking á íslenzkri tungu er ó- missandi fyrir hvern þann náms- mann, sem vill verða vel að sér í sögu enskrar tungu; með öðr- um orðum, þá mun hinn nýi kenslustóll við Manitobaháskól- ann hafa stórvægilegt gildi fyrir ensku deildina, jafnframt því sem hann mun verða þýðingar- mikill í sjálfu sér. Ég flyt yður og háskólanum mínar hjartanlegustu hamingju- óskir í tilefni af stofnun hins n ý j a kenslustóls í íslenzku og íslenzkum fræðum; fyrir hönd Amerískra aðdáanda íslenzkrar menningar, óska ég yður góðs gengis í tilefni af yðar merkilega verkefni. Megi hinn nýi kenslustóll verða heppinn í mannvali, og megi þær vonir rætast, sem við prófessorembættið eru tengdar.” Virðingarfylzt, KEMP MALONE The Junior Ladies Aid of the First Lutheran Church will hold its regular meeting in the church parlors on Tuesday April 19 at 2:30 p.m. Mrs. H. G. Henrickson will give a talk on Home Missions relating her experiences at Camp Nawaka, Pennsylvania last sum- COUNTRY GARAGE With equipment and stock. Icelandic neighborhood. Main highway, 100 miles from Winni- Lestrarfélagið á Gimli efnir til hinnar árlegu Skemtisamkomu á föstudagskveldið þann 29. þessa mánaðar í samkomuhúsi bæjar- ins; flytur þar aðal ræðuna Dr. Gillson forseti Manitobaháskól- W, J. Lindal héraðsréttar- domari kynnir Dr. Gillson sam- komugestum; einnig flytur ræðu Mr. B. E. Johnson; ýmislegt fleira verður til skemta. peg. Large turnover and well established car, truck and tractor agency. Inculdes land and build- ing plus $3,000.00 equipment and $5,000.00 stock. All for $10,000.00. Call Skaptason of J. J. SWANSON & Co. LIMITED 308 Avenue Building Phone 927 538, Evgs. Phone 46 982 -f TILKYNNING Hið tuttugasta og fimta árs- þing Bandalags Lúterskra Kvenna verður haldið í Mikley, Heckla P.O. Manitoba dagana 14.—17. júní n.k. Að líkindum fer hópurinn sem þing sækir, með MIKILSVIRTIR OG VINSÆLIR í IÐNREKENDUR í fyrri viku birtust hér í blað- inu lofsamleg ummæli um pró- fessor Malone eftir Dr. Stefán Einarsson, og verða línum þess- um samferða nokkur orð eftir Dr. Richard Beck um þennan merka aðdáanda íslenzkra fræða: “Prófessor Kemp Malone hefir í aldarfjórðung verðið kennari (fyrst sem fyrirlesari og síðan sem prófessor) í enskum fræð- um við Johns Hopkins háskól- ann 0g er víðkunnur og afkasta- uiikill málfræðingur. Stundaði uám við Háskóla íslands 1919— 1920, sem styrkþegi The Ameri- GUÐMANN LEVY JOCHUM ÁSGEIRSSON Þeir mætu menn, sem hér um ræðir, reka í stórum stíl fyrirtæki, sem gengur undir nafninu “The Electrician”, með bækistöð að 685 Sargent Avenue, hér í borginni; fyrirtæki þetta stofnaði Mr. Ásgeirsson árið 1941 og hafði þá fyrir allöngu aflað sér víðtækrar fræðslu í hinum ýmsum greinum rafiðnaðarins; árið 1944 gengur Mr. Guðmann Levy í félag við Mr. Ásgeirsson og hafa þeir frá þeim tíma starfrækt fyrir- tækið í sameiningu við góðan og vaxandi orðstír. Mr. Ásgeirsson er ættaður frá Arngerðareyri við ísafjarð- ardjúp, sonur þeirra Ásgeirs Guðmundssonar og Aðalbjargar Jónsdóttur, er þar bjuggu; hann kom af íslandi til Winnipeg 1924. Jochum er kvæntur Ingibjörgu Halldórsson frá Riverton í Nýja íslandi; þau eiga tvö börn. Guðmann Levy kom frá Islandi til Winnipeg árið 1928 og gekk þá brátt í þjónustu Trust and Loan Company of Canada og starfaði í þjónustu þess sem formaður og eftirlitsmaður með húseignum þess. Mr. Levy er ættaður frá Ósum í Vestur Húnavatnssýslu; hann er sonur þeirra Eggerts Levy og Agnar Guðmundsdóttur; hann er kvæntur Margréti Hlíðdal bróður- dóttur Guðmundal- Hlíðdal póst- og símamálastjóra íslands. Þau eiga tvö börn. Þeir félagar, Jochum og Guðmann hafa nú tekist á hendur umboð fyir hið volduga félag, Canadian General Electric Company Limited; báðir eru þeir félagslyndir menn, er tekið hafa og taka giftudrjúgan þátt í íslenzkum mannfélagsmálum; slíkir menn auka á veg uppruna síns og ættar, því enn sem fyr verður manngildið jafnan þýngst á metum. gufuskipinu Kenora er fer frá Winnipeg, og stansar í Selkirk, mánudaginn 13. júní. Komið verður til Mikleyar um miðnætti. Til baka verður farið með sama skipinu föstudaginn þann 17. Þetta-eru félögin og einstakling- ar tilheyrandi bandalaginu, beðnir að taka til greina, og veita athygli auglýsingum þessu við- víkjandi, er birtast síðar. Ingibjörg J. Ólafsson ♦ The Men’s Club of the First Lutheran Church will hold their last dinner meeting of the season on Tuesday, April 19th, in the church parlors. In addition to the showing of the film, “The East-West Rugby Final” of 1948 there will be another attraction of unusual interest. Arrangements are be- ing made to accommodate a large attendance and all members and friends are cordially invited. -f Park-Hannesson, Limited of 55 Arthur Street, Winnipeg, in con- junction with Drummondville Cotton Co. Ltd., Fish Net Man- ufacturers of Montreal, have again sponsored a tour of their Mill at Drummondville, Que. for a group of selected fishermen and company officials. Included in this group, which is headed by Mr. R. E. Park, General Man- ager, are: — John H. Johnson, Prop. of Breeze Inn, Gimli, former mer- chant and fish dealer of Thicket Portage: Dori Peterson, Mundi Peterson, Lawrence Stevens, Hannes Kristjanson all fish packers and producers of Gimli; Norman Stevens, Manager of Armstrong Gimli Fisheries at NORMAN S. BERGMAN Hinn ungi og ötúli lögfræðing- ur, Norman S. Bergman, hefir nú fengið leyfi af hálfu Canadískra stjórnarvalda til að stofna og starfrækja útvarpsstöð í Winni- peg. Ráðgert er að stöðin taki til starfa 1. september næstkom- andi. Lögberg óskar Mr. Berg- man til hamingju með þetta nýja fyrirtæki sitt. Gimli; Joe Stephanson and Gus Stephanson of Stephanson Bros., Selkirk; Victor Sigurdson, son of S. V. Sigurdson of Riverton; John Bodner, Branch Manager, Keystone Fisheries, The Pas; and Frank Needham, Branch Man- ager of Booth Fisheries, The Pas; Mr. Park took a similar group to Drummondville last Spring, and a picture of that group appeared in this paper shortly after the men returned from the East. ♦ Nefndin, sem skipuð var til þess að hafa umsjón með þátt- töku íslendinga í afmælishátíð Winnipegborgar, heldur næsta fund sinn á miðvikudaginn 20. apríl kl. 8:00 e.h. á heimili séra Philip M. Péturssonar, 681 Bann- ing Street. Áríðandi er að allir fulltrúar íslenzku félaganna í Winnipeg sæki fundinn, því þá munu væntanlega verða við hendi uppdrættir af “Floats”, og ákveðið hvort kleift verði að taka þátt í þesskonar sýningu. -f Fjölmennið á skemtisamkom- una, sem kvenfélag Fyrsta lút- erska safnaðar efnir til á sumar- daginn fyrsta í kirkju safnaðar- ins þann 21. þ.m. Vönduð skemtiskrá. Sjá auglýsingu á öðrum stað hér í blaðinu. -f LEIÐRÉTTING í gjafalista Betels er birtur var hér í fyrri viku, féllu úr nöfn, og verðu því þar að lútandi máls- grein endurprentuð: Thorunn R. Guðrún A. Harold og Gertude Jóhannsson í minningu um Gunnlaug kaupmann Jóhanns- son, $50.00. -f Fjölmennið á Sumarmálasam- komu í Sambandskirkju þann 21. þ.m. Ágæt skemtiskrá. -f LIVE-WIRE SALESMAN to handle new line of Hand- Painted Ties. Sensational fast- selling item. No special connec- tions needed. Sells on sight to consurfier. Good living assured. No competition .Rush reply for free catalogue to Oriental Art Studios, 2027 St. Timothee, Montreal, Quebec. Mikilhæf kona hnigin í val Með frú Kristjönu Chiswell er hnigin í val stórbrotin og mikilhæf kona, er með glæsimensku og styrkum persónuleika svipmerkti um langt skeið íslenzka mannfélagið vestanhafs; hún var fríð sýnum og óvenju aðsópsmikil kona; hún bjó yfir marg- þættum gáfum, og beindi þeim jafnan í þann farveg, er til heilla horfði; hún var ekki hálfvirk í neinu; fyrir hugðarmálum sínum barðist hún eins og hetja, og hlífði sér lítt, hver sem í hlut átti og hvað, sem í móti blés; baráttumál hennar áttu hug hennar allan, og fórnir í þágu þeirra taldi hún sízt eftir sér; því til sönnunar nægir að vitna í langa og harðsnúna baráttu hennar fyrir bindindismálinu og viðhaldi íslenzkrar tungu, og munu Gimlibúar einkum og sér- lega verða langminnugir átaka hennar og fórnarlundar í þeim efnum, en á Gimli átti hún lengstan og samfeldastan starfs- kafla ævi sinnar. Frú Kristjana Ólafía Lilja Chiswell var fædd að Skálanesi við Seyðisfjörð á aðfangadag jóla 1862. Foreldrar hennar voru Hans Friðrik Ágúst Thomsen af þýskum ættum, og Guðrún ólafsdóttir; bar snemma á því hve miklum hæfileikum hin látna samferðakona var gædd; hún var sjónæm og minnið.að sama skapi. Árið 1886 fluttist frú Kristjana vestur um haf og settist að í Winnipeg; hinn 17. ágúst 1904 giftist hún í Minneapolis Reg- inald Walter Joseph Chiswell, starfsmanni Canadian Pacific járnbrautarfélagsins og stofpuðu þau þegar heimili í Winnipeg; þar var aðsetur þeirra fram til ársins 1914, er þau fluttu til Gimli, þar sem þau reistu sér hið veglegasta heimili; mann sinn misti frú Kristjana í fyrri heimsstyrjöldinni árið 1918. Hún lætur eftir sig eina dóttur, FRÚ KRISTJANA CHISWELL Skúli Sigurgeirsson frá Gimli nokkur kveðju og þakkarorð í kirkjunni. Frú Kristjana var fróðleiks- þyrst og hafði sérstaká unun af ljóðum; sjálf var hún ljóðræn og eftir hana liggur þó nokkuð af mjúkstrengjuðum kvæðum, einkum ferskeytlum; vísur henn- ar flestar lutu að fegurð lífsins og vorinu; í einu ljóða sinna kemst hún þannig að orði: Nú helga ég vorinu alt, sem ég á, unað og fegurð það vekur mér hjá. Fjöllin hin stoltu í fjarlægri sýn, fossinn og lœkurinn hrópa til mín. í öðru smákvæði setur frú Kristjana hugsanir sínar fram á þennan hátt: Þegar fegurð orðs og óðs ávalt falla saman, Sléttubönd sér biðja hljóðs, brögnum veita gaman. Ólivíu Marion, sem gift er Kristni A. Einarssyni, sem starf- ar við fiskiveiðadeild Manitoba- fylkis; eru þau hjón búsett í Winnipeg; auk þess ól hún upp bróðurdóttur sína, Guðrúnu Sig- urbjörgu Friðriku Thomsen og reyndist henni sem bezta móðir; einnig lifa hana eftirgreind syst- kini: Laurence Thomsen, búsett- ur í Winnipeg, María Borgfjörð á Gimli, Mrs. Sam Oddson og Elis Thomsen í Blaine, Wash. Nokkur síðustu ár ævinnar var frú Kristjana til heimilis í Winnipeg, og þar lézt hún hinn 15. óktóber síðastliðinn; útför hennar, sem var afarfjölmenn, fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju þann 18. sama mánaðar undir forustu séra Valdimars J Eylands; auk þess flutti séra Frú Kristjana unni íslandi hugástum, en tíðræddast varð henni þó jafnaðarlegast um Seyðisfjörð, einkum Bjólfinn, ietta sviptigna fjall, er grópar sig inn í hug áhorfandans. Frú Kristjana var örlát á fé, meira að segja stórgjöful, ef svo bauð við að horfa; hún var líka að sama skapi ráðdeildarsöm og hagsýn; heimili hennar var mót- að risnu og skörungsskap. Frú Kristjana var mikill vin- ur móðar minnar bæði á Seyðis- firði og eins hér vestra; við mig batt hún einnig órafatrygð, er ég seint fæ þakkað að fullu. Frú Kristjana auðgaði að mun vestur-íslenzka mannfélagið með persónustyrk sínum og fjöl- þættu nytjastarfi; minning hennar verður geymd, en ekki gleymd. EINAR P. JÓNSSON

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.