Lögberg - 14.04.1949, Side 8

Lögberg - 14.04.1949, Side 8
8 LÖGBEKG, FIMTUDAGINN, 14. APRÍL, 1949 Blóðsúthellingar yfirvofandi þegar lögreglan dreifði lýðnum MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eylands. Heimili 776 Victor Street. Sími 29017. — Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11:00 f.h. Á íslenzku kl. 7:00 e.h. — Sunnu- dagaskóli kl. 12:15 e.h. — Allir æfinlega velkomnir. -f Guðsþjónusta á páskadaginn í kirkju Concordiasafnaðar kl. eitt eftir hádegi. S.S.C. -f Arborg-Riverton Prestakall: 17. apríl — Geysir, messa kl. 2:00 e.h. Riverton, íslenzk messa kl. 8:00 e.h. 24. apríl — Hnausa, messa og ársfundur kl. 2:00 e.h. 25. apríl — Arborg, ársfundur safnaðarins kl. 8:30 e.h. — Áríð- andi að safnaðarmeðlimir fjöl- menni á þennan fund. B. A. Bjarnason -f Páskavikan í Fyrstu lútersku kirkju Skírdagskvöld kl. 8:00. Guðþjónusta með altaris- göngu, kl. 8:00. Föstudagkvöldið langa kl. 7:00. Söngflokkar kirkjunnar syngja, Stainer’s “Crcifixion”. Einsöng- varar eru Mrs. Pearl Johnson and Mr. W. Gregory. Páskadaginn. Hátíðaguðsþjónustur kl. 11:00 og kl. 7:00. Við íslenzku kvöldguðsþjón- ustuna verður fylgt guðsþjón- ustu formi þjóðkirkjunnar á ís- landi. •f Á jöstudaginn langa og Páska guðsþjónustur í Argyle Prestákálli. Á föstudaginn langa: Baldur, kl. 2:00 e.h. (Ensk sameinuð messa í Lútersku kirkjunni) Glenboro, kl. 7:30 (Ensk sam- einuð mesa í United kirkjunni) Á Páskum: Baldur, kl. 11:00 f.h. Grund kl. 1:30 e.h. Sendið CANADIAN PACIFIC EXPRESS til Bretlands og Meginlandsins • Fljótt auðvelt! • Hver $10 pöntun gildir jyrir 500 stig • Skipulagt jyrir mat. • Enqra skömtunarseðla þörf. Greiðið Canadian Pacific umboðsmanni $10 og fáið kvitteringu. Hann sendir með flugpósti þessa mat- arávísun til vina yðar og frænda. Engra gamalla skömtunarseðla þörf; vin- ir yðar velja úr lista af 63 tegundum , sem skráðar eru á bak ávísunarinnar. Vörurnar sendar ókeypis frá Danmörku. Afhending ábyrgst. (Frh. af bls. 5) þriggja þingflokka, þeir Ólafur Thors formaður Sjálfstæðis- flokksins, Stefán Jóhann Stef- ánsson formaður Alþýðuflokks ins og Eysteinn Jónsson formað- ur þingsflokks Framsóknar- flokksins, út fregnmiða, þar sem friðsamir borgarar voru hvattir til að koma á Austrvöll og sýna, að þeir vildu leyfa Alþingi að hafa starfsfrið. — Samskonar auglýsing var lesin í hádegisút- varpi. Munu margir haaf orðið við þeirri áskorun. Kommúnistar hejja ólœti Þegar kommúnistar komu af útifundi sínum að Alþingishús- inu sáu þeir brátt, að þar voru fyrir þúsundir manna, sem ekki voru á þeirra máli; og að þeim myndi ekki greiður aðgangur að þinghúsinu. Sjálfir tóku þeir þá það ráð, að dreifa sér innan um mannfjöldanna í smáhópum. Stærstur þeirra hópa tók sér stöðu á Austurvelli, beint fyrir framan aðaldyr þinghússins. — Hófu kommúnistar brátt upp org Brú, kl. 3:30 e.h. (Altaris- ganga) Glenboro, kl. 7:30 e.h. (Altaris- ganga) Samskot f y r i r “Lutheran World Action” verða tekin við allar páska guðsþjónusturnar. Allir velkomnir. Séra Eric H. Sigmar ♦ Lúterska kirkjan í Selkirk: Samkomur í vikunni fyrir Páska og á Páskadaginn. Miðvikudagskvöldið 13. apríl, föstumessa fer fram á heimili Mr. og Mrs. Th. Skagfjörð kl. 7:30 síðd. Föstudag langa. íslenzk messa í kirkjunni kl. 3:00 e.h. Föstudaginn langa sameigin- leg messa Mótmælenda kirkna kl. 7:30 síðd. Páskadaginn Ensk messa kl. 11:00 árd. Altarisganga að aflokinni messu. Enginn sunnudagaskóli. íslenzk hátíðamessa kl. 7:00 síðd. Allir velkomnir. S. Ólafsson mikil og óskiljanlegar rokur. En nokkru austar var klapplið og öskurkór kommúnista og svo- nefndra “þjóðvarnarmanna” Þeir hófu upp söng við og við og æptu “þjóðajratkvæði.” Fólkið hlær I fyrstu hlógu menn almennt að þessum öskrum kommúnista en þeir espuðust við og endur- tóku org sín um “þjóðar- atkvæði.” Þegar öskurhrotan var búin í hvert skifti, réttu kommúnistar og fylgifiskar þeirra upp hend- urnar til að sýna, að þeir væru með þessari kröfu. Til þess að láta, sem mest á því bera, að þeir greiddu atkvæði með, réttu flestir upp báðar hendur í einu. En þrátt fyrir það voru vart meira en tvö til þrjú hundruð hendur á lofti og allur fjöldinn brosti sem fyr. Reyndu þá kommúnistar að hefja upp ættjarðarsöngva og tók mannfjöldinn undir, en þá brá svo við að “forsöngvararnir” kunnu ekki nema fyrsta erindið í hverju ljóði. Alvarlegar óeirðir Tveir af forsprökkum komm- únista, Björn Bjarnason og Stefán Ögmundsson, reyndu að fá inngöngu í þinghúsið og sögð ust vera með samþykkt frá 10 mínútna útifundinum. — Þeir fengu að fara inn, og komu skjali sínu til Sigurðar Gunðasonar. Stóðu þeir um hríð við dyr Al- þingihússins er þeir komu út aft- ur, en fundu brátt, að þeir voru ekki innanum sína menn og hafði annar á orði, að betra væri að færa sig í hinn hópinn. Var þeim leyft það óráreittum. Grjóthríðin hefst Á þriðja tímanum tóku kom- múnistar þeir, sem höfðu tekið sér stöðu á Austurvelli, gegnt aðaldyrum þinghússins, að kasta eggjum, torfi og mold, sem þeir hnoðuðu eins og snjóbolta, að fólkinu, sem stóð næst þinghús- inu, og brátt hófu þeir grjótkast. Meðfram gangstigunum á Aust- urvelli er hlaðið upp hraungrýti. Grjót þetta rifu ofbeldissgegirn- ir upp og köstuðu að gluggum þinghússains og einnig í mann- fjöldann, sem næst húsinu stóð Brotnuðu þá margar rúður í gluggum þinghússins og meira að segja skrifstofu forseta ís- lands. Einn maður reif upp hellu úr gangstétt og rýtti henni að lög- reglumannahóp, sem stóð fyrir utan þinghúsið. Mun sú hella hafa lent í Ágústi Jónssyni frá Varmadal, rannsóknarlögreglu- manni, en minstu munaði að það högg riði honum að fullu Ligg- ur hann nú þungt haldinn í Landspítalanum með heilahrist- ing og höfuðkúpubrotin. Merki gejið í hátalara Á meðan á þessum óeirðum stóð voru margar rúður brotnar í þinghúsinu, en atkvæðagreiðslu var þá að ljúka. Alt í einu heyrð- ist í hátalara og kom hljóðið frá jeppabíl. Þar voru þeir Stefán Ögmundsson og Tryggvi Péturs- son komnir. — Tilkyntu þeir í hátalara, að Alþingi hefði felt að þjóðaratkvæði skyldi fara fram um málið, og reyndu að æsa fólkið með slagorðum. En þeir voru brátt stöðvaðir af lög- reglunni. Æpti þá Stefán Ögmundsson að þingmenn sósíalista væru fangar í þinghúsinu. Við það espaðist skríll kommúnista um allan helming og hóf að kalla nafn Einars Olgeirssonar, en árásarsveit þeirra hóf grjótkast af meira móði en fyr. Þótti nú sýnt, að ef ekki yrði komið í veg fyrir grjótkastið, myndi koma til blóðsúthellinga og gaf lögreglustjóri þá fyrir- skipun um, að dreifa mannfjöld- anum. Fyrst tilkynntu lögreglu- þjónar fólkinu, að það yrði að hafa sig á brott, en því var ekki hlýtt, og mun enda hafa heyrst illa til lögreglumanna. Gerðu lögreglumenn þá útrás með kylfum og varalið lögregl- unnar kom út úr þinghúsinu lög- reglumönnunum til aðstoðar. Dreifðist þá fólkið nokkuð, en allmargir reyndu að veita lög- reglunni viðnám. Þegar sýnt þótti að ekki myndi takast að dreifa mannfjöldanum með kylf- unum, var gripið til táragass. Eftir að lögreglumenn byrj- uðu að kasta táragasi dreifðist mannfjöldinn á nokkrum mín- útum af Austurvelli, en reyndi nokkrum sinnum að sækja að aftur, en varð jafnan að hörfa undan táragasinu. Trégirðingar rifnar Nokkrir ofbeldisseggir reyndu að rífa upp girðingu úr trériml- um, sem er við Listamanna skái- ann, og jafnvel rífa lista utan af húsinu. Á þenna hátt náðu nokkrir sér í barefli, en lögregl- an kom fljótt að og gat stöðvað þessa vopnasöfnun. Þingmenn jara heim Þegar lögreglan hafði dreift fólkinu af Austurvelli með tára gasinu komu bílar Alþingis- manna að aðaldyrum, en nokkr- ir fóru gangandi heim. Gekk það að mestu hljóðalaust fyrir sig, nema hvað kvensnift nokkur gerði tilraun til að slá til for- sætisráðherra. í sömu andránni var henni lyft af lögreglu þjón- um og hún færð inn í Alþingis- húsið, farið með hana gegnum húsið og út bakdyramegin og síðan flutt í varðhald. Önnur kona, sem hafði náð sér í kylfu, sem lögregluþjónn hafði mist, og barið um sig með henni, fékk samskonar afgreiðslu hjá lög- gæslumönnum. Leikurinn berst um miðbæinn Allmikið af fólki lagði nú leið sína að lögreglustöðinni í Póst- hússtræti, er sýnt var að ekki var vært lengur við Austurvöll. Var gerð tilraun til að gera aðsúg þar, en fólkinu var brátt dreift með táragasi á ný. Var það tiltölulega stutt stund, þar til ró var komin á í bænum að mestu. Við Austurvöll safnaðist krakka og unglingaskari síðar og gerði tilraun til að velta bíl- um, sem fóru um Kirkjustræti, en ekki kom að sök. Allargir særðir Allmargir menn særðust í grjótkastinu og átökunum, sem urðu við Austurvöll, en ekki hættulega, nema lögregluþjón- arnir, svo vitað sé. En frá meið- slum þeirra er sagt á öðrum stað hér í blaðinu. 11 manns komu í Landsspítalann og 2 í Landakots- spítala til að fá gert að minni- háttar sárum. En margir munu hafa farið til lækna, eða fengið gert að sárum sínum í heimahús- um. Einn ofbeldismanna, sem hvað eftir annað hafði gert aðsúg að lögregluþjóni á Austurvelli og lét ekki segjast, fékk táragas úr táragasbyssu framan í andlit sér. Hentist hann í loft upp of féll síðan á völlinn, en stóð upp eftir augnablik og hljóp út á götuna og baðaði höndunum. Var hann studdur brott af lögregluþjóni og öðrum sem þarna voru nærri og komið undir læknishendi. Slúðursögur Kommúnista Kommúnistar breiddu þá sögu út um bæinn í gærdag, að lög- reglumenn hefðu barið 13 ára pilt með kylfu og sært hann til ólífis. Þarf ekki að taka það fram, að þetta var slúður eitt, sagt í því skyni, að æsa fólk upp g*egn löreglunni. Á öðrum stað hér í blaðinu er sagt frá skrílslátum í gær kveldi. Mbl. 31. marz. SUMARMALASAMKOMA Kvenfélag Fyrsta lúterska sajnaðar ejnir til skemtisamkomu í kirkjunni á SUMARDAGINN FYRSTA, þann 21. þ.m„ kl. 8:15 að kvöldi SKEMTISKRÁ ÁVARP FORSETA Mr. Albert Wathne TVÍSÖNGUR Mrs. Unnur Simmons og Miss Inga Bjarnason UPPLESTUR Miss Lilja Eylands RÆÐA ........Séra Valdimar J. Eylands FIÐLUSPIL Mr. Pálmi Pálmason VEITINGAR — SAMSKOT Fjölmennið og jagnið sumri með ættingjum og vinum ! Okkur er fagnaðarefni að tilkynna AÐ VIÐ SELJUM NÚ OG ÖNNUMST UM VIÐGERÐIR ALLRA TEGUNDA AF . . . GENERAL@ELE[TRIC RAFURMAGNSÁHÖLDUM G.E. REFRIGERATOR G.E. RANGE G. E. RADIOS Um fjölda mörg ár hefir Canadian General Electric félagið haft með hönd- um forustu á vettvangi rafurmagnsá- halda. Hinar frægu G.E. rafeldavélar gera matreiðsluna auðvelda, fljótari og árangursríkari . . . Hinar víðkunnu G.E. Þvottavélar þvo föt yðar betur án þess að þau láti sig að nokkru. Þessi nýju rafáhöld eru búin til með það fyrir augum að innanhússtörfin verði léttari og betur unnin, þannig að húsmæðrunum veitist meira svigrúm til hvíldar og skemtana. Heimsækið hina nýtízku búð okkar og okkur mun verða það mikið ánægju- efni að sýna yður nýjustu tegundir sam- stæðuviðtækja, smáviðtæki fyrir hillur og rafáhöld. Viðgerðir rafáhalda og vírlagning eru sérfræðigrein okkar. Við erum í sömu nálægð og síminn yðar. Finnið okkur að máli. G.E. WASHER \ \ \ tfhe / / / \ \ • _• • : / v ■HB ■ ' G. E. KETTLE Winnipeg G.E. TOASTERS J. ÁSGEIRSSON W G. LEVY 685 SARGENT AVENUE Phone 26 626

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.