Lögberg - 14.04.1949, Blaðsíða 6

Lögberg - 14.04.1949, Blaðsíða 6
6 Œttmaðurinn Eftir THOMAS DIXON, Jr. IX KAPÍTULI HEFNDIN ER MÍN £>að var orðið dimmt af nótt, löngu áður en þau Margrét og Stoneman komu til Piedmont. Þegar þau voru eina mílu út frá bænum heyrðist hestur hneggja í skóginum, og þó Queen væri orðin þreytt, reisti hún höfuðið og svar- aði, Stoneman veitti þessu enga eftir- tekt, en Margrét vissi að hópur hvítra og rauðklæddra manna beið þar og henni hitnaði um hjartaræturnar. Þegar þau fóru framhjá presbyter- íanísku kirkjunni sá Margrét föður sinn inn um opinn glugga, standa og leiða þá sem inni voru í bæn. Þeir voru þar að fela sig á vald Guðs síns og herra, og biðja hann um fulltingi og styrk ef til ó- friðar dræg. Margrét reyndi að aka beint til fangahússins, en var stönsuð af varðmönnunum. “Ég er Stoneman, aðal yfirmaður herdeildanna hér, “sagði gamli maður- inn við varðmennina, með all miklum myndugleik. “Við höfum okkar fyrirskipanir, og við tökum ekki neinar frá þér.” Svöruðu þeir. “Segið yfirmanni ykkar að herra Stoneman, sé nýkominn frá Spartan- burg og vilji sjá hann strax á gistihús- inu.” Þau fóru beint frá fangelsinu og á gistihúsið. Stoneman staulaðist inn í setustofuna, en Margrét batt Queen, fór svo inn en fann engan heima, Ben, móð- ir hennar, faðir hennar og þjónustu- stúlkan voru öll að heiman. Innan fárra mínútna kom yfirmað- urinn frá fangelsinu heilsaði og sagði: “Þetta hefir tekist ágætlega herra, þeir hafa reynt að villa okkur sjónir á allann hátt, og heil fylking manna hefir setið um okkur í skóginum í allan dag. En í rökkrinu tókst kafteininum að komast framhjá þeim með fangann og völdum mönnum sem með honum voru. Það er klukkutími síðan að þeir fóru, og ættu að koma bráðlega aftur með líkið.” Stoneman stökk á fætur, æstur og óður greip fyrir kverkarnar á fyrirliðan- um, hægði þó á sér og sagði: “Ef að þú hefir látið drepa son minn.” Hann varð að hægja á sér til að ná andanum — “farðu! farðu! sendu einhvern sem kemst úr sporunum á eft- ir þeim og stoppaðu þá! Þetta eru mis- tök, þú ert að taka saklausann mann af lífi — þú ert að taka son minn af lífi — flýttu þér Guð minn góður, flýttu þér — stattu ekki þarna eins og álfur!” Foringinn flýtti sér í burtu sem mest hann gat til að framkvæma skipun Stonemans og rétt í því kom Margrét inn. Stoneman tók um handlegginn á henni og stundi upp: “Faðir þinn barnið mitt, biddu hann að koma hingað fljótt.” Margrét flýtti sér til kirkjunnar þar sem faðir hennar var, og sendi boð með innleiðslumönnum til föður síns, þegar hann kom skildi hann undir eins spurn- inguna sem að lá á vörum hennar. “Ekkert hefir komið fyrir enn þá dóttir góð. Bróðir þinn hefir haft menn sína við öllu búna í allan dag.” “Herra Stoneman er heima á gest- gjafahúsinu og vill finna þig strax,” sagði hún. “Guð gefi að hann geti varnað blóðsúthellingum” sagði faðir hennar. “Farðu inn og vertu hjá henni móð- ir þinni.” Þegar Cameron læknir kom til Stoneman, reis sá síðarnefndi upp þreytulega og náfölur í framan og rétti honum hendina: “Þú ert fjandmaður minn læknir, en þú ert réttlátur maður. Ég hefi verið kallaður guðleysingi — ég er aðeins sjálfsákvæðis afbrotamaður — ég hefi banað syni mínum, nema ef Guð almátt- ugur, sem einn fær reist þá dauðu, bjargar honum. Þú ert maðurinn sem ég ætlaði högginu að lenda á, sem nú hefir hitt mig. Ég vildi gangast við þessu, frammi fyrir Guði. Hann máske heyrir andvörp mín og miskunar sig yfir mig.” Stoneman dróg þungt andann, LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 14. APRÍL, 1949 hneig niður á stólinn, leit í kringum sig og sagði: “Viltu láta aftur dyrnar læknir?” Cameron læknir varð undireins við bón Stonemans og gekk til baka til hans aftur. “Við erum allir grímuklæddir, læknir,” hélt Stoneman áfram skjálf- raddaður. “Undirniðri hjá mönnum vak- ir leyndardómur kærleikans og haturs- ins, sem ráða athöfinum vorum. Vilja afl mitt eitt olli því, að negrunum var fengið vald stjórnmálanna í hendur. Þrjú öfl réðu athöfnum mínum í því sambandi — flokksvald, lastafull kona, og óstjórnleg hefndarþrá. Þegar fyrst að ég varð herfang gulu blóðsugunnar sem stjónaði húsi mínu, þá dreymdi mig um að hefja hana upp í sæti við hlið mér, og þegar að ég fann að ég var að sökkva niður í dimmt djúp dýralífsins, ég sem hafði lært að ganga veg stjarnanna, og átti sambúð með hinum göfugustu önd- um aldanna —” Hann þagnaði leit óttasleginn upp, og hvíslaði: “Hvað hávaði er þetta? Er það ekki hófadynur í fjarlægð?” “Nei,” sagði læknirinn og hlustaði, “það er fossa niður sem við heyrum, vindstaðan hefir breyst.” “Það er nú úti um mig,” hélt Stone- man áfram, og neri hægt saman hönd- unum. “Líf mitt hefir misheppnast. Teningurinn í hendi Guðs er ávalt hlað- inn.” Hið tilkomumikla höfuð hans seig enn lengra ofaná brjóstið, og hann hélt áfram: “Voldugastur af öllu var hefndar- hugur minn. Vilt verslun og stjórnmála ósamkomulag eyðilagði járnverkstæði mín. Ég tók upp á mig að borga skuldirn- ar, og borgaði síðustu veðskuldina sem var hundrað þúsund dollara, vikuna áð- ur en Lee réðst á ríkið sem þær voru í. Ég stóð á hæð einni í næturmyrkrinu og horfði á menn hans brenna mylnurn- ar til kaldrakola. Þar og þá sór ég að ég skyldi lifa unz ég hefði lagt suðurríkin í rústir og ösku. Þegar að ég kom heim að húsinu mínu, sá ég að þeir höfðu grafið suðurríkja hermann þar í garð- inum. Ég gróf hann upp og flutti hann út í skóg og henti líkinu í skurð sem þar var—” Cameron læknir spratt á fætur og greip með höndunpm um hálsinn á Stoneman, en sleppti takinu undireins aftur og lét höfuðið síga ofaná brjóstið, og stundi upp “Guð vertu mér syndug- um líknsamur! Ætla ég líka að sækjast eftir hefnd!” Stoneman leit á læknirinn sem var dasaður eftir geðshræringuna. “Já hann var sonur einhvers hér um slóðir,” hélt Stoneman áfram “sem þótti eins vænt um hann, eins og mér þykir um börnin mín. Ég lái þér þetta ekki, sjáðu í brjóstvasa mínum næst hjartanu geymi ég myndirnar af Phil og Elsie, þær hafa verið teknar á ýmsum tímum frá bernsku dögum þeirra, þær eru allar í litlu albúmi. au vita þetta ekki, og ekki heldur hefir heimurinn hugmynd um, að ég hafi verið svona hjartahlýr—” “Þú veist að Phil var fyrsta barnið mitt—” Rödd hans kafnaði í ekka, og hann leit vandræðalega á læknirinn. Camer- on læknir lagði handleginn yfir herðarn- ar á honum og hóf viðkvæma og hjart- næma bæn. Hófadynur ríðandi varðliðs heyrðist sem fór framhjá gestgjafahúsinu á leið til fangahússins. Stoneman staulaðist á fætur, slag- aði og náði í stól sér til stuðnings. “Það er þýðingarlaust,” stundi hann upp, “þeir hafa komið með hann dauðann — Ég er að hrapa — ljósin eru að slokkna — vinirnir allir horfnir— það er dimmt og kalt — ég er aleinn og týndur, Guð hefir falið auglit sitt fyrir mér.” Mannamál heyrðist úti fyrir og fótatak þungt á tröppum húsins. Stoneman greip um handlegg lækn- isins í angist sinni. “Stoppaðu þá! Stoppaðu þá! Láttu þá ekki koma með hann hingað inn.” Hann hneig niður á stól, og starði á dyrnar, er þær opnuðust og Phil kom inn, ásamt Ben og Elsie, öll klædd dul- arbúningi ættmannanna. Stoneman spratt á fætur, með and- köfum. “The Klan — The Klan! Nei? Jú! Vissulega — guð sé lofaður. Þeir hafa frelsað drenginn minn — Phil — Phil!” “Hvernig bjargaðir þú honum?” Spurði Cameron læknir. “Ég setti vörð við alla vegi sem liggja út frá Piedmont, og þegar þeir komu með hann, hélt Kafteinninn að við ofurefli væri að etja og slepti honum, án þess að hleypt væri af einu skoti. Klukkan tólf um nóttina, stóðu þau Ben og Elsie við garðshliðið. “örlög þín, eru undir kosninga úr- slitunum komin,” sagði Elsie. “Ég skal mæta þeim með þér, í sigri og ósigri, í lífi og í dauða.” “Sigri en ekki ósigri,” svaraði Ben einbeittur. ‘Grand Dragons’ hafa þegar símað að sigur sé unninn í sex ríkjum. Sjáðu ljósin — merkin okkar á fjöllun- um! þau blika á einum fjalla tindinum eftir annan. Þessi merki okkar þar til eldkrossinn hverfur á meðal stjarn- anna!” “Hvað meinar það?” hvíslaði Elsie. “Það meinar að ég er sigursæll, uppreisnarmaður — að menningunni er borgið, og suðurríkin séu endurheimt, úr ánauð og svívirðingu.” ENDIR GUSTAF AF GEIJERSTAM: Fimm Krónur Ströndin var eyðileg. Hvergi var tré sjáanlegt svo langt sem augað eygði. Grasvöxturinn var fáskrúðugur í hinum hrjóstruga, sendna jarðvegi. Himininn var gráleitur með stórum, þjótandi skýj- um, og hafið hrundi í hrönnum að ströndinni. Húsið var lítið, grátt að lit og hrör- legt með tveim gluggum. Um allar rúð- ur léku græn og blá litbrigði. Reykháfur- inn hallaðist, og rimlagirðingin kringum garðsflötinn var skreytt látúnsplötum. Þær voru menjagripir um strandað skip, sem Lars Anders, hafði tekið þátt í að bjarga. Tvö börn léku sér að kalkstein- um í garðinum. “Heldur þú, að pabi komi heim?” spurði stúlkan og leit á bróðir sinn. Drengurinn ýtti húfunni upp á enn- ið, spýtti langt, eins og hann hafði séð fiskimennina gera, og horfði út á hafið: “Já, auðvitað! Hann kann nú að stýra báti!” Tvær mílur austan ölands liggja '.síldarmiðin. í góðu veðri getur dugleg- ur náungi siglt þangað einn síns liðs og jafnvel legið þar úti næturlangt. Eln þegar líður að hausti fer betur á, að tveir séu saman. Þá fyrirfinnst enginn sá staður utan húss, þar sem maður hlýtur skjól fyrir vindinum. Og þá skyldi enginn hafa næturdvöl úti þar. Sigling- in út á miðin tekur klukkutíma. Land- förin varir álíka lengi. Lars hafði róið fyrir tveim dögum. Þá var byrinn hagstæður og hafið logn- kyrrt. Nú beið konan hans. Sá, sem hehfir vanizt að bíða, gerist ekki óró- legur að óþörfu. En stramurinn hafði nú haldizt sólarhring. Nú var þegar tekið að lygna, og enn var Lars ókominn. Konan gekk að arininum, þar sem hún hafði nýlega kveikt upp eld. Hún gekk að glugganum, þurrkaði af rúðunni og horfði út. Hafið lá fram undan svart og grátt með hvítum földum og bjarm- kenndum, grænleitum litbrigðum. Það hófst í miklum, strekum ölduhrönnum. Lengst í fjarska eygðist blá rönd, og kona heyrði inn í stofuna hinn sérkenni- lega gný bylgnanna, sem hrundu að ströndinni. Tveir menn komu gangandi í hægð- um sínum eftir götuslóðinni, sem lá frá stöðuvatninu. Lars var hvorugur þeirra. Konan herti upp hugann og gekk út á tröppurnar til barnanna, einmitt um sömu mundir og mennirnir komu að hliðinu. Hún leit á þá og skildi þegar, hvernig í öllu lá, en gat ekki "borið fram spurninguna. “Hvar er Lars?” spurði hún aö lok- um. “Hann hefir farizt”, svaraði annar þeirra eftir stundarþögn. “Við sáum bát- inn reka á hvolfi mílu frá landi”. Konan settist á tröppurnar. — Hún grét ekki upphátt, en hún lét bugast undann ofurþunga áfallsins. Börnin hlupu til hennar, sitt til hvorrar hliðar, en hún varð ekki vör nærveru þeirra. Mennirnir stóðu hljóð- ir og horfðu á hana. Enginn mælti orð frá vörum. — Hinn þungi gnýr hafsins var aðeins heyranlegur, þegar öldu- hrannirnar grófust inn í sandinn. Loksins hreyfði annar maðurinn sig, eins og hann hygðist að halda brott. Hinn horfði kringum sig eins og á báð- um áttum. Svo gekk hann til konunnar, lagði höndina á öxl hennar og mælti: “Hann var góður drengur.—Guð sé honum náðugur!” Hún sat kyrr, án þess að mæla orð frá vörum. “Það var hann”, tautaði hún. “Það var hann.” Mennirnir héldu leiðar sinnar, og konan sat ein eftir með börnin sín. Þau grétu, en hún heyrði það eigi. En þegar leið að kvöldi varð henni hughægra. Hún fór inn til að koma börnunum í rúmið. En þá bar sorgin hana ofurliði, og hún brast í ákafan grát. Börnin höfðu grátið sig í svefn án kvöldverðar, og hún sat enn á rúmstokknum með hendurnar í skauti sér. Svo kom nóttin og henni fylgdi hvíldin. Dagar liðu, ár liðu, og þeim fylgdi fyrnskan. Engin jarðarför fór fram, því að hafið hafði annazt um það allt. Það hafði vaggað honum alla hans æfi, borið hann í faðmi sér, þegar hann var barn, veitt honum lífsviðurværi, þegar hann varð fullorðinn. Nú lék það sér að látn- um líkama hans, unz hann hneig í djúp- ið, eða barst að fjarri ströndu. Hann var horfinn. En það var ekki tími til saknaðar, þótt hjartað skynjaði sársauka. Hún varð að sjá sér og börnunum farborða. Hún hafði mikið verk að vinna og sat sízt iðjuvana. Fyrst af öllu varð hún að fá vistar- veru gamla húsið höfðu þau haft á leigu. Og ekki gat hún greitt leigugjaldið, eða lokið við skyldudagsverkin. Hún vissi af húsi, sem fékkst fyrir þrjátíu krónur. Hún átti aðeins fimm. En hún æskti þess að fá að greiða það, sem á skorti, smám saman. Og seljandinn ætlaði að verða við þeirri ósk hennar. Skömmu síðar frétti hún af húsi, er fengist fyrir fimmtán krónur. Það var í verra ástandi, sem gefur að skilja. Þar var kalt á vetrum og heitt á sumr- um. En sá, sem á aðeins fimm krónur, gleðst af því að þurfa ekki að skulda nema tíu. Og hún fór á fund bóndans og bað þess, að kaupunum mætti rifta. Þau áttu langt samtal saman. Tímarnir voru erfiðir. Og ef maður leyfði öllum slíkt! Hann gat alls ekki gengið að því sem vísu, að honum tæk- ist að selja húsið aftur. Þessar fimm krónur gat hún undir öllum kringum- stæðum ekki fengið endurgreiddar. Al- veg ómögulegt! EJitthvað fyrir allt! Og hún lét undan. Samt sárnaði henni það alltaf. Hann hefði betur getað verið án þeirra en hún. Eki árin liðu, og hún dró fram lífið. Hún spann, hún prjónaði sokka, hún vann daglaunavinnu, og hún sparaði. Þegar börnin urðu eldri, voru þau látin ganga á skóla. Og þegar sonurinn hafði fermzt, tókst henni að gera hann úr garði, svo að hann gat farið í siglingar. — Því að í siglingar vildi hann fara. Og hún vildi það einnig. Það hafði verið vilji föður hans. Þannig lifði hún lífi sínu á hinni hrjóstrugu strönd, þar sem svalvindur- inn næddi gegnum mosatoppa veggjar- ins, og þar sem snjórinn á vetrum byrgði hana einmana inni. Sonurinn hafði sem sé reist eigið bú með tíman- um, og dóttirin var í vinnu'mennsku hjá öðrum. Vorið kom þó að lokum og bræddi snjóinn, svo að vegirnir urðu færir, vatnið íslaust, jörðin þurr og vindarnir varmir . Þegar ég sá gömlu konuna, var hún í borginni til að selja garn, sem hún hafði spunnið. Dagurinn var sólríkur, gagnstétt- ’irnar skuggavana, loftið rykþrugið og hitinn kæfandi. Allan daginn hafið hún gengið hús úr húsi, og nú var klukkan fjögur eftir hádegi. Hún hafði gengið, eins og mað- ur gerir í hita, unz limirnir stirðna og fæturnir verða aumir. Hún hafði verið frammi í eldhúsi og fengið sér snæðing. Nú sat hún á stein- tröppunum fyrir utan og naut hvíldar. Hún hafði losað sig við síðustu garn- skreppuna. Og innan stundar ætlaði hún leiðar sinnar til baka með litla gufu- bátnum. Við stóðum umhverfis hana og reyndum að fá hana til að hef ja umræð- ur. Hún var lotin og grá fyrir hærum, og ásjóna hennar var þreytuleg og með augljósum einkennum erfiðisins, sem orsakast af næringarskorti. Nefið var (Framhald á bls. 7)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.