Lögberg


Lögberg - 26.05.1949, Qupperneq 2

Lögberg - 26.05.1949, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 26. MAÍ, 1949 Skotmyndir af Hull, París, ltalíu, Picasso og Matiasse Örlygur Sigurðsson listamálari segir frá Örlygur Sigurðsson, listmálari er kominn heim eftir tæpa ár- dvöl í París og víðar á meginlandi Evrópu. Hann kom með f jöldann allan af nýjum myndum, er flestar munu málaðar í Frakklandi og á Italíu, og mun hann að öllum líkindum sýná bæjarbúum þær í vor. örlygur er einn sérkennilegasti og efnilegasti listmálari okkar af yngri kynslóðinni og munu menn því bíða þessarar sýningar með mikilli eftirvæntinu. Það er víst svo um alla lista- menn, að þeir vilja hafa óbundn- ar hendur til þess að geta látið gamminn geysa að vild. Er tíð- indamður blaðsins heimsótti Ör- lyg í gær, taldi hann því best að láta honum í té blýant og blað og biðja hann að draga upp þær myndir af dvöl sinni erlendis, sem honum þóknaðist, í stað þess að leggja fyrir hann hinar venju- legu spurningar. Og hér fara á eftir skotmyndir þær, sem örlyg- ur dró upp: Útópía artistanna. Það hefir lengi verið löngun mín að komast til Útópíu “artist- anna”, París. Hugðist ég að verja þar flestum námsárum mínum, en stríðið breytti þessari ráða- gerð minni, og hélt ég, sem fleiri íslenzkir námsmenn, í vesturveg. Þess vegna varð ekki úr París- arför minni fyrr en síðastlðinn vetur að aflokinni síðustu sýn- ingu minni hér í Reykjavík. Lét ég í haf á nýsköpunar-togaran- um Karlsefni á útmánuðum. Ófrítt fólk í Hull Hull var fyrsti áfangi minn á þessari miklu pílagrímsgöngu minni til hinnar mæru Mekku málarans, Parísarborgar. Lítið var þar um fagra list, en nóg um slor og sora, og því varð ég lítt heillaður af Hull. Borgin grá og svört af skít og mannfólkið eft- ir því. Hefi ég aldrei séð jafn ófrítt fólk samankomið á sama blettinum. Fólkið kinnfiskasog- ið og úteygt, barbeinótt og veð- urbarið, rétt eins og súgurinn úr mjölsblásara léli um hvert andlit á nóttu sem degi. Englendingar eiga víst ekki sjö daganna sæla. Mér þótti engu líkara en vesalings fólkið sæti þarna í einni allsherjar biðstofu dauðans. Fyrsta máltíð mín í Hull var einhver sú al-lélegasta, sem ég hefi snætt um dagana. Gagnsæ, agnarlítil kjötflís, skor- in við nögl á stórum matardiski, hélt ég að væri einn þáttur í breskri kímni eða virðingarverð tilraun til að koma “kúnnanum” í gott skap, svo megin-rétturinn meltist betur, en aðal-rétturinn kom aldrei. Gekk ég jafn soltinn frá borði og áður. Frá Lundúnum til Normandí. Síðan fór ég til hinnar miklu og endalausu Lundúna-borgar, sem tekur yfir svo stórt svæði, að ekki vœri hægt að leggja hana í algerar rústir á minna en 100 árum með sömu sprengju tækni og var fyrir atómöld. Stekk ég svo með ykkur yfir sundið til fyrirheitna lands- ins, sem ég veit að ykkur leikur mest forvitni á að kynnast. Brunum við með leifturhraða yfir frjó beitilönd og frjósamar ekrur Normandi. Hvarvetna ber fyrir augu sundurtætt og sund- urskotin þorp á leið okkar frá Calais til Parísar. Ömurleg hrygðarmynd af eyðingu styrj- aldarinnar. “Björt mey og hrein.” Drottning heimsborganna, brosir nú við okkur ósnortin og óskemmd af völdum eyðilegg- ingarinnar eins og “björt mey og hrein”, enda er hún í sínu fegursta skarti. Því ekkert klæð- ir hana betur en vorið. Næsta stórfurðulega kemur manni fyrir sjónir, að hinir varpfúsu sprengjufuglar Görings skuli ekki hafa orpið hér einu einasta eggi, því að ekki virtust þeir vera svo vandir að hreiðrum sín- um í byrjun styrjaldarinnar, þegar lofthernaður þeirra var í algleymingi. Er ekki önnur skýr- ing á miskunn þeirra yfir París en sú að þeir hafi ætlað sér að nota hana að unnum sigri sem skemmtistað. Hinar léttlyndari Parísardætur hefðu orðið næsta samvinnuþýðar á þeim grund- velli, eins og sýndi sig þann tíma, er Þjóðverjarnir sátu í París. Enda eru engar mannskepnur alþjólegri og lausari við þjóðern- ishroka og kynþáttahatur en gleðikonur. Jafnvel kommarnir komast ekki í hálfkvisti við þær í þeim skilningi, þó að þeir stæri sig manna mest af þessum dygð- um sínum. Heilög samvinna drottins og mannanna. — — Mér hefir oft fundist, eins og drottinn og mennirnir hafi tekist í hendur og kappkost- að í heilagri samvinnu um að reisa þarna borg, sem yrði hvor- ugum til skammar . Drottinn lagði til “letilygna” Signu, trjá- gróður og túlipana, þrestina og fuglasönginn, veðráttuna og vor- ið, en mennirnir gáfu henni myndastyttur úr marmara, breiðar og bjartar skógargötur og bogadregnar brýr, listasöfn og lystigarða, logagylltar turnspír- ur, óteljandi kirkjur og konungs- hallir. Andrúmslotinu í þessari háborg listarinnar verður vart um kent, að þar sé ekki hægt að mála. Listamenn og gleðikonur á Montparnasse. Ég bjó í hjarta listamanna- hverfisins Montparnase, sem er ekki ýkja fjarri Svarta skóla, fornum slóðum Sæmundar á selnum. Þarna á þessum sömu strætum hafa gamlir góðvinir mínir ráfað, sem hafa nú legið undir grænni torfu um tugi ára, sumir skemur, aðrir lengur. Gauguin bjó einu sinni þar á næstu grösum og Modigliani og aðrir “modernistar”. Goggurinn (Van Gogh) hefir eflaust gætt sér á.groggi og absinthi í hverri krá, sem er enn þá á könnnunni frá löngu liðinni dvöl hans í París Svo mætti lengi telja. Og enn þá gista listamenn úr öllum löndum veraldar þessa miklu menningarmiðstöð listanna. Munu nú v e r a um 50 þús. listmálaramir í París eða álíka fjölmennir og gleði- konumar. Þó að þessar tvær stéttir séu jafn-stórar og sam- keppnin hörð hjá báðum, lifa þær við næsta ólík kjör og lífs- skilyrði. Þó að sum eðliseinkenni kunni að vera lík með þessum stéttum, er vinnutíminn harla ó- líkur. Vændiskonan fer á kreik með rökkrinu. Málarinn vinnur við dagsbirtuna. — Blómaskeið gálunnar er æskuárin, þegar mál- arinn sveltur, en blómatími mál- arans er yfirleitt efri árin, ef hann er þá sannur málari, en þá sveltur pútan og missir fjaðrirn- ar, meðan málarinn klæðist skrautfjöðrum viðurkenningar- innar. Þegar sólin skín á annan jarðarhelming, er skuggi á hin- um. Þannig er lífið. “Ce la vie”! 0 Listamannsútför frá guðshúsi á Montparnasse. En listamennimir deyja eins og aðrir mennskir menn, enda þó að margir lifi í verkum sínum um ókomna tíð. Sá ég af hend- ingu útför kunns listamanns, er hrökk upp af nú á dögunum, sem fór fram frá guðshúsi á Montparnasse. Þar voru saman komnir hinir furðulegustu og skrautlegustu “oringinalar”, sem ég hefi nokkru sinni séð eða allir helstu málararnir í París að fylgja “kollega” til hinstu hvílu. Var það einhver sundurleitasta og sérkennilegasta hjörð, sem ég hefi augum litið um útlit, klæða- burð og aðra tilburði. Ekki skorti kransana og á einum sveignum stóð: “Othon Friesz. De ses amis á jeudei- eða “til O.F. frá vin- um hans á fimmtudag”, en hon- um var stungið í gröfina á fimmtudag. Er eigi að efa, að kransinn var sendur af stéttvísri samúð. Klæðaburði, hárafari og skeggfari voru engin takmörk sett í tilbrigðum. Sumir minritu á gömul póstkort af Símoni Dalaskáldi Gvendi dúllara og Jóhannesi “blápungi” um allan útganga og ytri menning. Aðrir voru glerfínir, “penir” og sætir, rétt eins og bóliviski ambassad- orinn á fundi hjá frú Peron, hinni argentisku nætursól. Sum- ir voru með möljetna hárlubb- ana niður á herðar og aðrir gengu í skegginu. Þá er kistunni hafði verið stungði í líkvagninn, tóku þeir allir niður hattkúfana og drúptu höfði í lotningu, uns líknvagninn hvarf fyrir horn Sumir brynntu músum á franska vísu, en aðrir grétu krókódílstár- um. Er kistan hvarf þeim sjón- um, veifuðu bestu vinirnir í hinsta sinn, en aðeins hinir nán- ustu fylgdu á eftir í bílum. Drefðust þá allir líkgestir í allar áttir, en flestir brugðu sér á bar- ana í kring í erfðaskálina. “ídealt” tilefni til nýrrar drykkju. Lýsing á Picasso og Matasse Vel á minnst, lesendur góðir. Af því að ég er að minnast á listamenn í París, má ég til með að bregða upp fyrir ykkur “smá- skissu” af tveimur frægustu nú- lifandi málurum veraldarinnar, sem ég sá bregða fyrir á götu í París. Það var fyrir sérstaka náð I----------------------------------------- grIpið tækifærið Eins og samkepni á sviði viðskiptalífsins nú er háttað, liggur það í augum uppi hve mikilvægt Iþað sé, að piltar og stúlkur fái notið hagkvæmrar mentunar í öllu því, sem að skriistofustörfum lýtur; slíka mentun verður fólk að sækja á Business ICollege. Það verður nemendum til ómetanlegra hagsmuna, að leita upplýsinga á skrifstofu Lög- bergs í sambandi við verzlunarskólanámsskeið. | Þau fást með aðgengilegum kjömm. GRfPlÐ TÆKIFÆRIÐ! THE COLUMBIA PRESS LTD. 695 SARGENT AVENTTE WINNIPEG. og miskunnsemi örlaganna, að mér ve‘ttist þessi öfundsverði heiður í sumar, að sjá þá snill- inganna (“mastres mastrorum”) Matisse og Picasso “in persona”. Ég var á gangi á Boulevard de Montparnasse, er Matisse birtist mér. Picasso birtist mér í húsa- sundi, en sýnir slíkra dýrlinga birtast á hinum ólíklegustu stöð- sbr. sýnin í “Óði Bernadottu.” Sýn'rnar spyrja hvorki um stund né stað fremur en beri maðurinn í Reykjavík. Jæja, þá er best að vinda sér í blákaldan “realismann.” Báðir eru þeir all- mjög við aldur, hæruskotnir og gráir. Pikki á nú þrjú ár í sjöt- ugt, en Matti er einu miður en áttræðu. Rólfær er hann enn þá og í fullu starfsfjöri. Þó var hann í hjólastól um tíma í fyrra. Þó hann byggi þarna á næstu grös- um við mig, hafði ég vitaskuld ekkert saman v'ð hann að sælda nema í listaverkum hans, en þar er hann einn minna mörgu vild- arvina í listinni eins og Picci. Báðir eru þeir mjög lágir vexti. Matti í við minni en Þorvaldur og Sigurjón, enda boginn í keng undan kerlingu Elli. Bar hann slá yfir öxlum og barðamikinn brúnan fimm “gallóna” hatt eins og Jóhannes á Borg, svo að ég fékk eigi færi á að virða fyrir mér andlitið nógu gjörla. Píkki hefir á að giska e'nn sentimeter yfir þá tvímenningana. Hefir hann líka fullgilda ástæðu til að vera stoltur af slíku. I samkvæm- um í París er hann meir umtal- aður en sjálfur de Gaulle. Hann ber elli mun betur en Matti og er hinn sprækasti og spertasti, enda talsverður aldursmunur. Hann er snarlegur og snaggaralegur, eins og sagt er á reykvísku, enda stór- kostlegur persónuleiki. Gafst mér mun betra færi á að virða hann fyrir mér en Matisse. Það má segja um andl'tið á honum eins og sagt er um góðan enskan Shakespeare-leikara, að hann sé “ a man of the seven faces.” Enda fannst mér engu líkara en mað- urinn hefði ótal andlit þessar 2— 3 mínútur, sem mér hlotnaðist að sjá hann — því það var aldrei kyrrt, heldur á eirðarlausu iði, eins og list hans, sem aldrei er kyrr né “stagneruð” og andlitin eins mörg og hann er margar persónur í listinni. Sólbrennt og spánskt höfuðleðrið þeytt'st aft- ur og fram eftir hnattlagaðri höfuðkúpunni Stór og gáfuleg augun skutu gneistum og eld- glæringum eins og áramótasólir og “prestakragar” á gamlárs- kvöld.. Hvílít “fýrverkerí”! Og augasteinarnir dönsuðu í og út fyrir augnatóftirnar með spönsk- um sambarythma. Sterklegur og snjóhvítur tanngarðurinn glamp- aði í sólskininu, þegar hann tal- að. Þó ég liti ekki upp í hann, kæmi mér á óvart, að hann hefði nokkru sinni leitað til tannlækn- is eða spilt frumstæðri fullkomn- un tannanna með bursta. Hásett og kröftug kinnbeinin, sem að vísu voru “paralel”, sátu fast í andlitinu, rétt einsog sjósorfnir hamrar og nefið var “á sínum stað.” Undir þetta allt strikað' kröftug og karlmannleg haka. Breiður er hann á bak og brjóst. — Hvatlegur og skjótur í hreyf- ingum. — Hið ólmandi suðræna “temperament” leynir sér ekki. 1 klæðaburði var hann glysgjarn í þetta skipti rétt eins og spánsk- ur aðalsmaður. Skraddarasaum- uð neutral-grá fötin gátu ekki farið öllu betur. Allur var hann hreinn og snyrtilegur. Buxurnar voru stífpressaðar, rétt eins og þær væru nýstroknar út úr Fifth Avenue gufupressu. Drif-hvítir sumarskórnir með brúnar tá- hetturnar voru af enskri “dan- dee” -gerð ætlaðir til golfleikja sunnudagsmorgna. Kóbal-blá skyrtan og Miðjarðarhafs-blátt hálsbindið úr fínasta silkidúk frá Lyon. Það leyndi sér ekki, að þessi sóri “aristokrat” í heimi listarinnar er nýkvæntur ungr1 og forkunnarfríðri yngismey og fuglinn Amor í algleymingi. — Er hann hvarf ásýndum, vatt hann sér inn í splunkunýjan, rennivakan “kádilják” af blæju- gerð. Ók hann eigi sjálfur. Fyrsti Gallup-könnun framkvæmd sam- tímis hjá mörgum þjóðum Á síðastliðnum 20 árum hhefir skoðanakönnun sú, sem kennd er við George Gallup rutt sér braut um heim allan og er viðhöfð í flestum löndum heims í sambandi við helztu mál sem eru á dagskrá hverrar þjóðar. I Stundum er skoðnakönnun | ánægða með starfsemi Samein- uðu þjóðanna, þá, sem þær hafa innt af höndum að undanförnu. Svörin, sem borizt hafa, eru mjög á einn veg og á neikvæðan hátt. Norðmenn sætta sig hvað bezt við Sameinuðu þjóðirnar og starfsemi þeirra, en þó eru ekki nema 32% ánægðir. Næst koma ítalir með 19%, Bretar með 17%, Danir 16%, Svíar 14%, Hollendingar 13%, og Frakkar 9 %. Auk þessa láta 49 % Spánverja, 67% Þjóðverja og 93 % Austurríkismanna megna óánægju í ljós. Spurt um Guðstrú. Fjórða spumingin er hvort menn tryðu á guð. Guðstrúin er hvað ríkust í Bretlandi og þar svörðu 84% játandi. Finnland kemur riæst með 83% játandi svara, Svíþjóð, Noregur og Dan- mörk með 80%, Holland 78%, Rússland 77%, Frakkland 68%, Italía 65%, en Þýzkaland aðeins með 38%. í Þýzkalandi var þeirri spurn- ingu varpað fram hvort menn byggjust við því að Þýzkaland myndi taka forsæti í heimsmál- unum. Af þem, sem spurðir voru svöruðu 87% játandi, aðeins 13% neitandi, en þeir, sem af- gangs urðu höfðu enga skoðun. Sennilega eru þó athygliverð- ust svör manna við þeirri spum- ingu hvort ný styrjöld myndi brjótast út innan þriggja ára. Þjóðverjar eru þar bölsýnastir og 74% telja að svo verði. Næst- ir koma Austurríkismenn með 52%, en úr því fer hudraðstalan lækkandi. í ítalíu eru 47 % þeirr- ar skoðunar, en í Bretlandi ekki nema 32% og í Frakkanldi 21%. En í heild er niðurstaðan samt sú, að þjóðir, sem njóta Marshall- aðstoðar, eru yfirleitt bölsýnni heldur en þær, sem eru undir áhrifum Rússa. Þess má ennfermur geta, að í þessu efni hefir bjartsýni heldur færzt í aukana frá því í ársbyrj- un í fyrra, því þá fór einnig fram skoðanakönnun um sama efni, vom menn þá yfirleitt miklu bölsýnni. Vísir er byggð á enn víðtækari grundvelli og er þá leitað samtímis eftir skoðunum manna í ýmsum þjóð- löndum um eitt og sama málefni. Ein stærsta og umfangsmesta Gallupsstofnun Norðurálfunnar hefir aðsetur sitt í París og heit- ir “Institute Francais d’Opinion Publique.” Hún hefir leitað fyrir um álit manna víðsvegar um heim, hvort þeir tledur nokkura þjóð sækjast eftir hemisyfirráð- um. Svör Frakka sjálfra við þessari spurningu er á þá leið, að 49% telja Rúsa sækjast eftir heims- yfirráðum, en 42% telja Banda- ríkin gera það. Meiri hluti Breta er sömu skoðunar, en þar er munurinn þó meiri, því þar greiða 50% atkvæði með heims- yfirráðum Rússa, en 42% með Bandaríkjunum. 49% Hollend- ing óttast heimsyfrráð Rússa ,en 37% Bandaríkjanna. 1 Svíþjóð- ríkir sama skoðun með 38 % gegn 25%, 68% Austurríkismanna óttast Rússa og 72% Spánverja og Portúgala. Aftur á móti eru 96% Rússa þeirrar skoðunar, að Bandaríkin sækist eftir heims- yfirráðum og 76% Finna. Horfur á samkomulagi. Stofnunin spurði ennfremur hvort menn teldu líkur til þess að Bandaríkin og Rússland semdu friðsamlega sín á milli. Þjóðverjar telja nær undantekn- ingarlaust slíkt samkomulag úti- lokað. 52.5% Frakka álíta aftur á móti möguleika fyrir sam- komulagi og 51.1% Englendinga eru sama sinnis. Þetta er í raun- inni mjög merkilegt atriði, eink- um með tilliti til þess að hálfu ári áður fór fram Gallupskönn- un meðal þessara þjóða um sömu spurningu og þá var ekki nema þriðjungur þjóðanna þess sinnis, að þessar tvær þjóðir gætu mætzt í samkomulagi. Sömuleið- is virðist bjartsýni yfirleitt auk- ast meðal hinna vestrænu þjóða um möguleika fyir samkomulagi milli Rússa og Bandaríkja- manna. Þá var þeirri spurningu varp- að fram hvort menn gerðu sig gír, þriðji gír — Brrrrrr! úúúúú — og Picci floginn út í veður og vind með sama leifturhraðanum, sem fer honum best — enda eng- in jarðarfara- “stemning” í mótornum1 fremur en í list hans. Bravó fyrir ítalíu! Ég get ekki lokið þessu rabbi án þess að skjóta nokkrum hlýj- um og vingjarnlegum orðum í garð hinnar suðrænu og “sjarm- erandi” þjóðar, Itala. Það var skemmtilegasta ferðalag lífs míns. Komst ég alla leið suður á Capri. ítalía er ein “herleg” Paradís á jarðríki. Til marks um ágæti ítalanna vil ég taka fram, að þeir kjósa heldur að taka fram, að þeir kjósa heldur að taka til fótanna af vígvellin- um, en vaða í blindni inn í opinn dauðann, til að geta notið lysti- semd raveraldar, sem á þeirra mælikvarða er senjórínur og suðræn vín, sítar-spil og söngur og fyrirlitning á striti ítalía er eitt allsherjar listasafn, hvort sem er um verk mannanna eða drottins. “Bravó fyrir ítalíu!" “Viva la France”! Morgubl. Notið það í brauð, bollur, skorpusteik, kökur og aðra bakningu — notið það til allra hluta. Vegna ALLRAR Heimabökunar kaupa GÓÐAR HÚSMÆÐUR Það er malað úr bezta Canada hveiti.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.