Lögberg


Lögberg - 26.05.1949, Qupperneq 4

Lögberg - 26.05.1949, Qupperneq 4
4 L.ÖGBERG, FIMTUDAGLNN, 26. MAÍ, 1949 Hogfaerg GefiS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift rltstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and publiehed by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa “ÞÖRF Á AÐ BREYTA TIL” Maður rekur naumast svo augun í auglýsingu eða kosningapésa frá íhaldsflokknum, að ekki sé megin áherzla á það lögð, hve aðkallandi það sé, eða í rauninni alveg óhjákvæmilegt sáluhjálparatriði, að skipt verði um stjórn við næstu sambandskosningar; langtum minna kapp er í það lagt, að skýra fyrir kjósendum hvað taka eigi við ef svo ólíklega skyldi takast til, að hinn pólitíski heilagrautur þeirra Drews og Duplessis gengi sigrandi af hólmi, en slíku mun nú tæpast þurfa að gera skóna. Þegar breytt er til um stjórnarforustu eða eitthvað annað, er slíkt jafnaðarlegast gert með ákveðið mark- mið fyrir augum, en ekki út í hött; það er á valdi kjós- enda einna, hvort breytt er til um málaforustu eða ekki; þeir vilja ógjarnan láta segja sér fyrir verk- um og þurfa þess ekki heldur með; þeir eru ábyrgir þegnar, er skilja að fullu gildi kosningarréttarins og frumkosti hins sanna lýðræðis; og þeir eru alveg á einu máli um það, að sé um stjórnarskipti að ræða, þá velti mest á því að breytt verði um til batnaðar en ekki til hins verra; þeim getur naumast blandast hugur um það, að Canada hafi í háa herrans tíð búið við hæfa og rétt- láta stjórn, er helgað hafi velferð og einingu þjóðarinn- ar óskipta krafta; og þeim er það líka alveg ljóst, að í þessu landi hefir um undanfarin ár ríkt og ríkir enn, almennari velmegun en sennilega viðgengst með nokk- urri annari þjóð, að Bandaríkjaþjóðinni einni undanskil- inni; þessvegna er ástæðulítið að ætla, að þeir láti sér sérlega ant um stjórnarskipti, þar sem litlar eða engar aðstæður eru við hendi; er bent gæti í þá átt, að breytt yrði um til hins betra. Svo mæla börn, sem vilja segir hið fornkveðna; íhaldsflokkurinn hefir nú um langt skeið ráfað um eyði- mörkina bældur og vonsvikinn, eg séð lítt til átta; ííann hefir þó, að minsta kosti í orði kveðnu, reynt að telja í sig kjark og hugga sig við það, að Liberalflokkurinn væri svona rétt í þann vegin að gefa upp andann; að svo mæli börn, sem vilja, verður ljóst af stóryrðum fram- bjóðanda íhaldsflokksins í Suður-Winnipeg, G. S. Thorvaldsonar, er eigi alls fyrir löngu hagaði orðum sínum á þessa leið: “Liberalflokkurinn er í dauðateygjunum. Sam- bandsstjómin er valdabrjáluð.” Munnsöfnuður sem þessi lætur ónotalega í eyra og kemur í rauninni úr hörðustu átt, þar sem jafn hæfur maður á í hlut og frambjóðandi íhaldsmanna í Suður- Winnipeg óneitanlega er; en svo fer vitaskuld í þessu efni hér sem víðar, að eftir höfðinu dansa limirnir. — Nú er mælt, að innan skamms muni einangrunar- klíkan í Quebec leggja formlega blessun sína yfir sam- félagið við George Drew og fylgifiska hans; nú á auð- sjáanlega að leika sama leikinn og leikinn var á hinum pólitíska vettvangi canadísku þjóðarinnar 1911. Aðal- hlutverkin eiga þar að hafa með höndum í grímuleikn- um þeir menn, sem nú eru verst haldnir af valdasýki sjálfir, en reyna á hinn bóginn að þyrla upp þeirri firm, að núverandi sambandsstjórn þjáist af valdabrjálæði. Fyr má nú rota en dauðrota. Það verður annars ekki ófróðlegt að veita því athygli hvernig George Drew og legátum hans tekst til um handaþvottinn, er til þess kemur að skýra fyrir kjósend- um vestanlands samfélagið—ekki samfélag heilagra— við þá Duplessis og Sabourin, hina pólitísku erkibiskupa einangrunarstefnunnar í Quebec, er ekki máttu heyra Atlantshafssáttmálann nefndan á nafn, hvað þá heldur meira; þetta verður tíminn að leiða í ljós eins og vita- skuld alt annað. Meðal eins og annars, er forsprakkar íhaldsflokksins leggja sig í líma um að smeygja inn hjá almenningi er það, að vegna óforsjálni sambandsstjórn- arinnar eða kærluleysis sé það, að Canada sé í þann veg- inn að tapa viðskiptasamböndum sínum við Bretland. þó staðhæfing sem þessi nái vitanlega ekki nokkurri átt; að vísu verður sú staðreynd eigi umflúin, að þrengst hafi nokkuð um markað fyrir canadíska framleiðslu upp á síðkastið á Bretlandi, en sé fullrar sangimi gætt, verður canadískum stjórnarvöldum ekki um þetta kent, heldur má þar einvörðugu um kenna takmarkaðri kaup- getu Breta og dollaraþurð í Bretlandi; þetta viðurkendi viðskiptaráðherra Breta, Wilson, er hann var nýlega hér á ferð, og þetta viðurkendi einnig höfuðmálgagn íhaldsflokksins í þessu land, stórblaðið Montreal Gazette, er þunglega áfeldist flokkinn fyrir villandi fréttaburð varðandi áminst markaðssambönd við Bretland. Á meðan íhaldsflokkurinn hefir ekki upp á annað betra að bjóða en stóryrði ein um það, hve nú sé brýn þörf á að breyta til, eru litlar líkur á að hann nái eyra þjóðarinar, hvað þá heldur að honum verði falin valda- fomsta fyrst um sinn, þó eyðimerkurvistin sé að vísu orðin þreytandi og löng. RÖDD ÚR VESTRI ' 8346-28th Avenue Seattle, N.W., Wash. 15. maí, 1949. Ritstjóri E. P. Jónsson, Ágæti vinur og ættlands bróðir: Sérstaklega finn ég nú til skyldleika míns við landa mína í Winnipeg, þegar ég vikulega les í íslenzku 'blöðunum “Heims- kringlu” og “Lögbergi,” fréttir um hin fyrirhuguðu hátíðahöld í tilefni af sjötíu og fimm ára afmæli borgarinnar; margar lyfta sér nú í huga mínum fagr- ar myndir úr djúpi minning- anna, frá ævi minnar þroska- skeiði þegar ég átti heimili í þeirri ávalt ástkæru og fögru stórborg, sem tók mér með opn- um örmum þegar ég kom frá ís- landi fyrir fjörutíu og fimm ár- ums síðan; öllu mannlífi fylgir barátta, stormur og stríð, sem breytist aftur að vörmu spori í fögnuð, sólskin og hamingju, og er það þó nokkuð undir því kom- ið, hvar við erum búsettir á vorri jörð, en að öllu samanlögðu, og hefi ég ferðast um fimm lönd,— þá á Winnipeg borg ávalt mitt hjarta, og þakklæti fyrir við- tökurnar og velferð mína meðan ég átti þar heimili, þess utan vekur það metnað minn og virð- ingu að borgin hefir ávalt verið höfuðból Islendinga í Vestur- heimi frá landnámstíð og fram til þessa dags; þar hafa þroskast og látið til sín taka margir af okkar mætustu mönnum sem hafa gjört garð þjóðar vorrar frægan, hér í Vesturheimi. Ég voga ekki að nefna hér nein sér- stök nöfn, úr þeim glæsilega hóp því þeir skipta mörgum tugum og kynni ég þá kanske að gleyma einhverjum ágætum syni, sem á blóð sitt að rekja til Fjallkonun- ar. Margir eru fallnir í valinn, en margir halda en velli og standa á verði fyrir fegurstu ættarein- kennum þjóðar vorrar, tungu og bókmentum, þökk sé þeim öll- um. Ég veit allir sannir Islending- ar hér í Seattle, og þeir skipta hundruðum, verða í anda meðal ykkar frændanna í Winnipeg við afmælis hátíðahö’din frá 5. til 11. júní n.k., og óska ykkur og fögru borginni Winnipeg til framtíðar hamingju. H. E. Magnússon Sigurrós Guðmundsdóttir Stefánsson Fædd 15. október 1866 — Dáin 25. október 1946 Sigurrós heitin var fædd að Oddstöðum (Þóroddstöðumj í Hrútafirði í Strandasýslu á íslandi 15. október 1866. Foreldrar hennar voru Guðmundur Daníelsson og seinni kona hans Sigríður Josephsdóttir frá Kambi í Breiðuvík suðvestan Snæfellsjökuls. Faðir Sigurrósar dó er hún var fyrsta ári. Nokkru seinna giftist móðir hennar aftur Elíasi Vigfússyni frá Brokey á Breiðafirði. Fluttust þau svo að gjörðum í Breiðuvík vestan Snæfellsjökuls, þar sem þau svo bjuggu á eignarjörð hans. Æska Sigurrósar leið fljótt þar að Görðum, og 12 ára missir hún stjúpföður sinn árið 1878. Þá fluttist hún með móður sinni aftur norður í land og kemur í Hrutafjörð. Nú koma þær til dóra hafði ekki farið með móður sinni og stjúpföður suður, heldur orðið eftir hjá hálfsystir sinni, Önnu er gift var Ásbirni Jóns- syni bónda á Fjarðarhorni við Hrutafjörð. Nú koma þær tli tækifæra fyrir ungt fólk. Sigur- rósar, Guðmundur Elíasson. Mikið var urri Ameríku ferðir á þessum árum og var það land kallað land framtíðarinnar og tækifæra fyrir ugt fólk. Sigur- rós vildi reyna hið nýja land og fór vestru um haf 1891. Kom hún þá í Akra byggð. Vann hún fyrir sér á heimilum byggðarinnar og í Cavalier, þar til um 1§97 að hún giftist Sigurgeiri Stefanssyni frá Cavalier, Sigurgeir var frá Mið- völlum í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði, sonur Stefáns Jóns- sonar og Guðrúnar ólafsdóttur. Bú sitt settu hin ungu hjón súð- vestur af Cavalier, N. Dakota og lifðu þar æ síðan, eða þar til eft- ir dauða Sigurgeirs sem bar að 1938. Með elju og áífeldu starfi liðu árin, en þeim farnaðist vel, og áttu sitt. í meir en 40 ár var heimiil, þeirra þekt fyrir mynd- arskap og dugnað og börn þeirra sómdu sér vel í hópi æsku byggð- arinnar. Þegar eftir dánardægur Sigurgeirs, eða 1939 flutti Sig- urrós af landinu og inn í bæinn Cavalier, með dóttur sinn Kris- tínu, sem var kennari, hafði hún þar heimili næstu árin. En 1942 flutti hún sig á heimili fyrver- andi tegndadóttur sinnar Mr.s J. Axdal í Cavalier og í skjóli Jóns og konu hans liðu seinustu ár hennar sem friðsæll draumur. Börnin komu og sáu hana þegar ástæður leyfðu. Veröldin utan hús þeyttist framhjá, en í friði og kyrð með þverrandi þreki og bestu hjúkrun leið óðum að hinsta kveldi ekkjunnar. Hinsti svefnin seig á brá 25. október 1946 og leiðin var á enda. Þau hjónin eignuðust 7 börn: Sigmund, dáinn 1922, Sigríður, dáin, 1932, og Elias dáinn 1937. Á lífi eru: Eiríkur, South Bend Indíana, Halldór í Fargo, N., Skúli í Hensel N. Dakota, og Kristín, (Mrs. G. Herzog) í Cavalier, N. Dakota. Einn hálf- Sigurrós G. Stejánsson bróðir Guðmundur, sem áður % var nefndur á heima í Vancou- ver, B.C. Jarðarför Sigurrósar fór fram frá Vidalín Kirkju 27. oktober 1946 að viðstöddum ættingjum og vinum úr sveitinni og naer- lendis, og var hún lögð til hvíld- ar í Vidalin Grafreit. Séra E. H. Fáfnis jarðsöng. E. H. Fáfnis BRAGARBÓT Matthias Jochumsson orti einusinni “Bragar-bót”, en hún var ekkert óhræsi, hvorki meira nér minna en snildarkvæði til Vestur-íslendinga um íslenzka málið. “Málið, sem hefir mátt aö þola meinin flest, er skyn má greina: ís og hungur, eld og kulda áþján, nauðir, svarta dauða; málið fræga söngs og sögu, sýnu betra guðavíni, mál, er fyllir svimandi sælu sál og æð þótt hjartanu blæði.” Hræddur er ég um, að bragar- bótin mín verði ekki svona fög- ur eða máttug. Ég samdi stutta fréttagrein um hjónavígslu, sem ég fram- kvæmdi á Lundar 1. dag maí mánaðar, þar sem tengdust Rutherford og Breckman familí- urnar. Þar var engin málaleng- ing, en samt vildi ég segja frá helztu atriðum. Því miður féll loka á einn þátt, sem með engu móti mátti gleymast: Mr. Arnold Erlendson mælti fyrir minni brúðarinnar og brúðguminn svaraði með vel völdum orðum. Mr. Erlendson var nemandi í Tvær nýjar skáldsögur, ein ljóða- bók nýkomnar út hjá Helgafelli Helgafell hefur gefið út tvær frumsamdar skáldsögur eftir íslenzka höfunda, “Eldvagninn,” eftir Sigurð B. Gröndal og “Man ég þig löngum”, eftir Elías Mar. Þá hefur Helgafell einnig gefið út úrval úr ljóðum Steins Steinarr, og nefnist það “100 kvæði.” “Eldvagninn” er sjöunda bók Sigurðar Gröndal, en önnur skáldsaga hans. Hún er 197 blað- síður að stærð og fjallar um ung- an sveitapilt, sem flytur til höf- uðstaðarms og fær atvinnu sem ungþjónn. Lýsir bókin starfi og viðhorfum aðalsöguhetjunnar og bregður upp mörgum mynd- um úr skemmtanalífi Reykjavík- ur frá sjónarmiði veitingaþjón- anna. Jafnframt lýsir bókin þrá aðalsöguhetjunnar eftir að verða listamaður og baráttunni við að ná því takmarki. Fyrri bækur Sigurðar B. Gröndal eru: “Glettur”, ljóð (1929), “Bárujárn”, smá sögur (1932), “Opnir gluggar”, smá sögur (1936), “Skriftir heiðingj- ans”, ljóð (1938), “Svart vesti við kjólinn”, smásögur (1945), “Dansað í björtu,’, skáldsaga (1947). “Man ég þig löngum” er önn- ur skáldsaga Elíasar Mar. Hún er hátt á þriðja hundrað blaðsíð- ur að stærð í allstóru broti. Fyrri skáldsaga Elíasar “Eftir örstutt- an leik” kom út 1947. Jóns Bjarnasonar skóla ágætur nemandi, að framkomu, gáfum og ástundun. Hefir mér ávalt þótt vænt um hann síðan, enda hefir vinsemd hans aldrei brugð- ist. Nú skipar hann ábyrgðarmikla stöðu er skrifari og féhirðir Coldwell-sveitar með skrifstofu á Lundar. Á hann traust og virð- ingu allra sem hann þekkja. Ég get ímyndað mér, hvað Lundar hugsaði mér þegar mér láðist að geta um hann. Úrvalið úr ljóðum Steins Steinars er valið af Snorra Hjartarsyni skáldi og bókaverði og er um tíu arkir að stærð. Eru valin 4 kvæði úr fyrstu ljóðabók Ste'nars “Rauður loginn brann”, sem kom út 1934; 26 úr “Ljóð,” er kom út 1938; 26 úr “Spor í sandi,” sem kom út 1940, og 37 úr “Ferð án fyrirheits,” er kom út 1942, en 7 kvæðanna hafa ekki enn komið út í bókarformi. Yður er boðið___ SKRAUTLEGT ÍS CARNIVAL frœgt IpRÓTTAPÓLK Götu dansar þeysireiCar og fleira. Skrifið Oity Hall eftir upplýsingum. Góður rómur var gerður að ræðunni hans í veizlunni og sömuleiðis að látlausum orðum brúðgumans. Mér þykir fyrir glappaskoti mínu, og vildi helzt að líta mætti á þessi orð sem ofurlitla bragarbót, þótt hún sé ekkert lík ljóðinu hans Mattias- ar. R. Marteinsson AÐBÚNAÐUR FYRI R ALLA JMNE 5111 Greiðið atkræði með CCF í Norquay Philip M. Petursson Starfar að heill og velferð aðþýðunnar, g æ t i r réttar hennar á sviði fræðslumála, heilbrigðismála, samvinnu- mála og ellistyrksmála. PETURSSON, Philip M. | X P. M. PETERSSON Framójóöandi C.O.F. Flokksins i NORQUAY By Authorlty Norquay C.C.P. Constitueney Aseóciation—Barney Egilson, Gimli, Manitoba, Official Agent. W. A. MOLLOY þann Z/. juni PubUshed by B. H. FOLLIOT — Official Agent — 959 Sherburn Stre . . . Vegna aukins Persónufrelsis og • • Oryggis skulu þér greiða atkvœði BILL MOLLOY LIBERAL PRAMBJ ÓÐANDA 1 WINNIPEG NORTH CENTRE

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.