Lögberg - 26.05.1949, Blaðsíða 5

Lögberg - 26.05.1949, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 26. MAI, 1949 -4- 5 /ilit6AM4L LVENNA Riísljóri: INGIBJÖRG JÓNSSON SVAR TIL JÓHÖNNU KNUDSEN í Lögbergi síðastliðna viku er endurprentuð grein, Háskalegur Misskilningur úr tímaritinu Syrpa, sem gefið er út í Reykjavík; er greinin eftir ritstjóra þess, Jóhönnu Knudsen. Venjulega hafa Vestur-íslenzku blöðin endurprentað flest það, sem ritað er á Islandi um Vestur-íslendinga, og þótti ekki ástæða til að breyta út af því, þótt þessi grein stingi allmjög í stúf við þá hlýju og ræktarsemi, sem við höfum átt að venjast úr þeirri átt.— Við vitum að grein sem þessi túlkar ekki hug frænda okkar og vina eða þjóðarinnar yfirleitt 1 okkar garð; hún lýsir aðeins æst- um tilfinningum kvennmanns, sem af furðulegustu ástæðum ber kala í brjósti til afkomenda íslenzkra landnámsmanna hér í álfu, sérstaklega til þeirra manna af íslenzkum stofni, er gegndu skyld- um sínum í Ameríska hernum á íslandi á stríðsárunum. — Vegna þess að ég er fœdd vestanhafs og grein þessi er eftir konu, vil ég leitast við að svara henni. Með fyrirsögninni “Háskaleg- ur Misskilningur” á höfundurinn við að íslenzka þjóðin skilji ekki, að Vestur íslendingar séu fyrst og fremst Canadískir og Banda- rískir þegnar, og að þessi mis- skilningur sé háskalegur vegna þess að Vestur íslendingarnir sem voru í hernum hafi notfært sér hann, íslenzku þjóðinni til meins, og muni gera það aftur undir samskonar kringumstæð- um, ef þjóðin ekki átti sig á þessu atriði. Vil ég þá fyrst víkja að mis- skilningnum, sem J. K. ræðir um. Ég hygg að hann geti ekki átt sér stað. Við höfum aldrei reynt að villa á okkur heimildir; við höfum hvorki haft ástæður né löngun til þess að fara í felur með það, að við teljum okkur borgara þessara landa. Þvert á móti, það hefir verið okkur metnaðarmál að verða sem nýt- astir og beztir borgarar í lönd- um okkar. — íslendingar eru þjóðhollir menn og hvar sem þeir hafa sezt að og þegið þegn- réttindi — hvort sem það hefir í Danmörku, Canada, Banda- ríkjunum eða í öðrum löndum— hafa þeir tekið á herðar sér, af fúsum vilja og sem sjálfsagðan hlut, allar þær skyldur og kvað- ir, sem þegnréttindum er sam- fara. Islenzkir landnámsmenn í Vesturheimi gerðust strax í byrjun hollir og trúir þegnar sinna fósturlanda, og þeir og þeirra afkomendur hafa verið það ætíð sína. — Ég get fullviss- að Jóhönnu Knudsen um, að ó- þverra vísan, sem hún vitnar í, lýsir ekki hugsunarhætti ís- lenzkra landnámsmanna yfir- leitt. Þeir söknuðu vitanlega ættjarðar sinnar; slíkt er eðli- legt mönnum af öllum þjóðum, þegar þeir, einhverra orsaka vegna, eru nauðbeigðir að skilja við ættjörð sína, ekki síst þegar það er eins dásamlega fagurt land, og ísland er. — En það er oþarfi fyrir Jóhönnu Knudsen eða nokkurn annan, að vera með klökkva út af því að meginhluti landnámsmanna hafi setið hér út æfina, þjáðir af óyndi og heimþrá; þeir höfðu alt annað að hugsa um. — Nei íslenzkir land- námsmenn héldu ekki að sér höndum og grétu úr sér augun; þeir voru önnum kafnir að brjóta sér og sínum braut í hinu nýja landi og að hefja íslend- ingsnafnið til vegs og virðingar í þessari álfu. Þeir komu hingað með tvær hendur tómar, ókunnir og mál- lausir. Samborgarar þeirra litu niður á þá fyrst í stað, sem lítt kunnandi og ómentaðan að- komulýð, því hverjir þektu þá Islendinga í þessari álfu? Hvað margir vissu þá, að þeir áttu margra alda merkilega menn- ingu að baki? Hverjum var kunnugt um frelsis-og lýðræðis- óst þeirra, sem þróast hefir í vit- nnd þjóðarinnar í aldaraðrir; nm bókmentahneigð þeirra, sem skapaði sögurnar og ljóðin; um tungu þeirra, þessa fögru forn- tungu Norðurlanda? Það voru sárafáir, sem vissu þetta nema Islendingar sjálfir. Þeir vissu að þeir áttu, og fluttu með sér til þessa lands, dýrmæt- ar menningarerfðir og að þessi arfur mátti með engu móti glat- ast, ekki einungis vegna þeirra sjálfra og afkomenda þeirra, heldur og vegna þjóðfélagsins, sem þeir voru nú hluti af. Þeir vildu vernda það bezta, sem þeir höfðu erft og leggja það fram sem efnivið til sköpunar hinum nýju þjóðum vestan hafs. Vestur íslendingar hófu þessvegna, þegar í landnámstíð, harðsnúna baráttu fyrir varðveizlu þjóðern- isvitundar sinnar, menningar og tungu. — Þrátt fyrir mikla fá- tækt, stofnuðu þeir strax ís- lenzka söfnuði, skóla, lestrarfé- lög og menningarfélög; gáfu út íslenzk blöð, tímarit og bækur, og þeir halda öllu þessu áfram enn þann dag í dag. Stjórnar- völd þessa lands hafa aldrei am- ast við þessari íslenzku þjóð- ræknisstarfsemi; þvert á móti hafa margir gáfuðustu og lærð- ustu forustumenn þjóðarinnar kvatt Vestur íslendinga til að halda þessu menningarstarfi áfram í lengstu lög. Jafnframt þessu tóku Vestur íslendingar fullan skerf í störf- um og framförum hinna nýju þjóða sinna. Þeir gerðust nýtir bændur, vaskir fiskimenn, at- hafnamiklir bygginga— og við- skiptamenn; þeir létu stjórnmál landsins sig miklu skipta og áttu brátt sína fulltrúa í sveita, borga, fylkja og landsstjórnum. Þeir hafa notið mikilla virðinga sem læknar, prestar, lögmenn, dómarar, kennarar, og landkönn- unarmenn, vísindamenn, lær- dómsmenn, skáld og blaðamenn. Ungmenni þeirra hafa getið sér orðstýr á sviðum náms, lista og íþrótta. — Og þeir menn af ís- lenzkum stofni, sem skarað hafa fram úr á einhverju sviði og hæzt hafa risið í hérlendu þjóð- lífi, hafa nær undantekningar- laust verið stoltir af uppruna sínum og sýnt ræktarsemi við ís- lenzk þjóðræknismál. — íslend- ingsnafnið er ekki lengur óþekkt í Vesturheimi og ég ætla að Vestur íslendingar hafi fremur varpað ljóma en skugga á það og megi því bera nafnið með fullum rétti, ef þeir þess óska, án þess að setja það í gæsalappir eins og greinarhöfundurinn ger- ir. Stefna Vestur íslendinga frá upphafi hefir þá verið, í stuttu máli þessi, að reynast sem bezt- ir borgarar, og vernda jafnframt þjóðernisverðmæti sín. — Það kom því flatt upp á marga þegar greinar þær, sem Jóhanna Knudsen vitnar í, birtust í Ice- landic Canadjan ritinu 1942. Þeim, sem þekktu 70 ára sögu Vestur íslendinga í Canada, fanst að Vestur íslendingar í Canada hafi áttað sig á því frá fyrstu tíð, að þeir væru Canada- menn og þeir þyrftu því enga áminningu í því efni; að það myndi ekki áuka veg þeirra að gefa slíkt í skyn í riti, sem út- breiðast átti meðal fólks af öðr- um þjóðflokkum. Og þeim fanst að þess væri heldur engin þörf, að minna Vestur Islenzk ung- menni á skyldur þeirra við land- ið, því öllum var kunnugt um að í stríðinu 1914—1917 gengu til- tölulega fleiri íslenzkir Canada- menn í herinn ien menn af öðrum þjóðflokkum í Canada. Um sama leyti og ritið hóf göngu sína, birtist bréf eftir frú Láru Good- man Salverson í dagblaðinu Winnipeg Tribune og var inni- hald þess, í stuttu máli, að til- gangur Icelandic Canadian Club væri sá, að stuðla að því að ís- lendingar yrðu góðir borgarar þessa lands með því að þeir þurkuðu út þjóðernissérkenni sín. Ég íslenzkaði bréfið og það, ásamt svari mínu, birtist í Lög- bergi 3. nóvember, 1942. Ég benti á hve gagnstætt það væri þeirri stefnu, sem Vestur Is- lendingar hafa fylgt frá upphafi, og skýrð er hér að ofan. Það var og í ósamræmi við lífsstarf skáldkonunnar sjálfrar, því hún hefir sótt meginið af skáldsögu: efnum sínum í íslenzkar bók- mentir, og Vestur íslenzkt þjóð- líf. En bréfið og greinarnar voru skrifaðar í hita stríðsáranna. Markmið Icelandic Canadian Club er: að vinna að því að varð- .veita hinn íslenzka menningar- arf. Icelandic Canadian félagið var stofnað sérstaklega fyrir ungt fólk af íslenzkum stofni, sem kringumstæðanna vegna hefir ekki náð kunnáttu í íslenzkri tungu, en langar samt til að afla sér þekkingar um uppruna sinna og halda hópinn. Það myndi sennilega vera J.K. undrunar- efni ef hún vissi hve margt af okkar unga fólki, hvort sem það talar íslenzku eða ekki, fagnar því þegar það heyrir eitthvað fallegt um ísland og vonbrygði þess eru að sama skapi mikil, þegar eitthvað fréttist um þjóð- ina sem miður fer. Hin unga kynslóð Vestur íslendinga ber rækt til lands forfeðra sinna. “Drengirnir” okkar, eins og Johanna Knudsen kallarv þá, voru að rækja skyldur sjn- ar við land sitt, þegar þeir fóru með Bandaríkja hernum til ís- lands. Þeir voru og eru “drengir góðir” í beztu merkingu þess orðs. Sumir þeirra kunnu ís- lensku vegna þess að foreldrar þeirra voru fæddir á íslandi; þeim þótti, og þykir vænt um ættland sitt og fögnuðu því þessvegna, að jafnframt því að rækja skyldur sínar við sitt eig- ið land, gátu þeir orðið íslandi að liði, því Island átti átti sameiginlegan málstað með Bretum, Canada og Bandaríkj- unum, þessar þjóðir áttu allar í baráttu gegn sameiginlegum ó- vini. Engin hefir áður dirfst að bera brigður á drengskap þess- ara manna, né velvild þeirra í garð íslands. — Glæpamannaflokkur hafði komist til valda á þýskalandi; hann hafði alið upp heila kyn- slóð, sem líkari var dýrum en mönnum að grimd og harðfengi, og beitti henni nú til að brjóta undir sig og hneppa í andlegan og líkamlegan þrældóm hverja þjóðina á fætur annari. Island hafði lýst yfir hlutleysi sínu og það höfðu fleiri þjóðir gert, en slíkt var sem dauður bókstafur. Efast nokkur íslendingur um það að röðin hefði komið að Is- landi fyr eða síðar, nema fyrir það að lýðræðisþjóðirnar sam- einuðust loksins gegn óvinun- um? Hefir nokkur ástæðu til að ætla að Nazistar hefðu þyrmt íslendingum fremur en öðrum þjóðum? Nei, þeir svifust ein- skis; þeir léku sér að því að sökkva íslenzkum fiskibátum, flutninga — og farþegaskypum þeir sökktu Goðafossi og Detti- fossi; 280 Isl., menn konur og börn létu lífið af völdum þessara glœpamanna. Hvernig getur Jó- hanna Knudsen leyft sér að tala kuldalega um þá menn, sem voru að reyna að stöðva hinn hræði- lega aðgang þessara óðu manna? Ekki einungis það, heldur virð- ist hún harma það að Nazistar skyldu ekki komast inn á ísland eins og í Noregi, í stað hins vin- veitta Bandaríkjahers. — Veit þessi kvennmaður hvað hún er að tala um? Veit hún nokkuð um þær hörmungar, sem Nazistar leiddu yfir norsku þjóðina; um fangabúðirnar, pyndingarnar og morðin? Óskar hún virkilega þjóð sinn að ganga í gegnum slíka eldraun? Ég hygg að ís- lenzka þjóðin væri nú liðin und- ir lok ef Nazistar hefðu náð þar fótfestu, því svo voru þeir búnir að fullkomna gas-og brenslu- ofna sína að þeir hefðu getað. gjöreytt, á stuttum tíma, svo fá- mennri þjóð, ef hún hefði sýnt þeim mótþróa. Að sjá ekki her- mennina myndi ekki hafa vernd- að þjóðina frá tortímingu. Þessi kenning J. K. minnir mig á það, sem sagt en> um hinn heimska fugl, strútinn, að hann haldi að hann sé ósýnilegur og óhultur ef hann feli haus sinn í sandinum. Herseta Bandaríkjamenna á íslandi verndaði þjóðina frá hörmungar hlutskipti Norð- manna. Undir vernd Bandaríkj- anna öðlaðist ísland fullkomið sjálfstæði 1944 og Roosevelt for- seti Bandaríkjanna varð fyrst- ur til að viðurkenna hið unga lýðveldi. Þannig var hugur og framkoma Banadaríkjamanna í garð smáþjóðarinnar. — Um árahgurinn af starfi Vestur Is- lendinganna, sem í hernum voru, leyfi ég mér að vitna í ræðu, sem mannvinurinn, Steingrímur Arason kennari, flutti á alþjóða kennararþingi í Endicott, N.Y. 17. ágúst, 1946: “Hermönnunum kom illa fá- læti heimamanna vegna þess, að þeir voru fullir óyndis, óvanir lofslaginu og höfðu lítið af þeim gleðskap sem þeir voru vanir. Þeir litu hver á annann og eink- um á foringja sína og spurðu: Hvar erum við komnir? Hví lít- ur fólkið okkur illu auga? Eru þetta alt Nazistar? o.s.fr. Það þarf ekki að taka það fram að sambúðin, var alt annað en æskileg. En hér varð mikil og snögg breyting. Bandaríkjastjórnin fór að líta eftir álitlegum mönnum og mentuðum, sem voru fæddir og uppaidir í Ameríku, en sem voru af íslenzkum heimilum, kunnu íslenzku og þekktu ísland gegnum foreldra sína, sem fædd- ir voru á íslandi. Svo vildi til að stórágætir menn völdust til þessa starfa, svo sem professor Árnason og Björnsons — bræð- urnir fjórir frá Minneapolis, ásamt öðrum. Þessir menn fóru til íslands og áttu tal við hermannaflokkana. Og það ber íslendingum saman um, að hér varð snögg breyting. Ég hef sjálfur talað við nokkra af þessum leiðtogum, og þeir hafa sagt mér hvað þeir gerðu. Og það var í stuttu máli, að þeir fluttu hermönnunum uppeldis- áhrif, kenndu þeim að skilja fólkið, virða og meta tungu þess og bókmentir og ýmis afrek. Svo brá við, að hermennirnir fóru að sætta sig við margt í siðum, háttum og umhverfi, sem þeim fanst í fyrstu fráleitt. Nú var það afsakanlegt þegar orsakirnar voru skýrðar. Þessir leiðtogar byrjuðu vanalegá að fullyrða að íslendingar væru ekki Nazistar, hefðu aldrei átt Nazista á þingi og aldrei neinn Quisling, þeir hefðu lofað Guð fyrir að herinn kom frá enskumælandi löndum en ekki frá þýskalandi. Og þeir spurðu: “Hvernig hefðu ykkur þótt ef hundrað miljón hermanna hefði alt í einu verið helt yfir ykkar land? Hermennirnir skildu, að ekki var kleift að hafa þá alla að gestum á íslandi.” Landnám í nýjum heimi — Margt fleira fallegt segir Steingrímur um starf þessara Vestur íslendinga, sem varð til þess að skilningur og samúð milli beggja aðilja fór vaxandi og sambúðin varð betri með hverjum degi. Ég hygg að flestir Islendingar kunni að meta starf þessara manna og sjái að það varð til þess að firra þjóðina miklum vandræðum, sem að sjálfsögðu hefðu átt sér stað, ef alið hefði verið á hatri og tor- tryggni milli íslendinga og Bandaríkjamanna, þessara sam- herja í baráttunni gegn Nazist- um. En þetta góða starf finst Jó- hönnu Knudsen að hafi verið íslandi fjandsamlegt, að það hafi miðað að því að svæfa heil- brygða þjóðerniskend þjóðarinn - ar. Hefur J.K. virkilega það álit á íslendingum að þeir séu svo vanþroska að þeir þoli ekki vin- samlega sambúð við aðra menn í nokkur ár, án þess að þeir tapi andlegu sjálfstæði, og þjóðernis- kend þeirra dofni? Þurfa þá ís- lendingar að kenna á svipu kúgarans til þess að mannkostir þeirra konji í ljós? Staðhæfing sem þessi lætur kynlega í eyrum Vestur íslend- inga, sem varðveitt hafa nokk- urnveginn þjóðerniskend sína, tungu og menningu í vinsam- legri sambúð við aðrar þjóðir Vestan hafs í hartnær 75 ár. Eða voru ekki Vestur íslendingarnir, sem J.K. kyntist á stríðsárunum, lifandi vitni um styrk íslenzks þjóðernis? Það er annars ófagur vitnis- burður, sem þessi íslenzka kona ber þjóð sinni og sendir blöðun- um hér. Við trúum ekki þessum óhróðri. Við vitum að í stað þess að líða skort eins og var hlut- skipti þeirra þjóða, er Nazistar klófestu, var almenn hagsæld á íslandi, en við trúum því ekki að íslendingar þoli ekki velmeg- un og að fjöldi þeirra sé nú blindaðir af útlendingadekri og fjárgræðgi. Við trúum því ekki hieldur að æskulýðurinn sé svo dómgreindarlaus að hann falli í stafi fyrir einkennisbúningum og haldi að þeir tákni yfirburði. Og því síst trúum við að blaða- mennirnir séu svo ósjálfstæðir og leiðitamir að Vestur íslend- ingarnir hafi getað vafið þeim um fingur sér og um leið allri þjóðinni. Né trúum við því að Vestur íslendingarnir hafi reynt að gera slíkt. Þá segjir J. K. að það sé eins víst að það sé fyrir tilverknað Vestur íslendinganna að þjóðin sitji nú í gapastokki. Þar á hún víst við að íslend er nú aðilji í Norður Atlantshafsbandalaginu. Mikla trú hefir Jóhanna Knud- sen á áhrifamætti þessara fáu Vestur íslendinga! Ekki finst okkur í Canada að við séum komin í gapastokk, þótt við höfum gerst aðiljar í varnarbandalaginu og ekki teíj- um við að Canadískaþjóðin hafi með því afsalað nokkru af sjálf- stæði sínu né skert frelsi sitt. Þvert á móti finst okkur nú miklu tryggara um framtíð okk- ar en áður. Og það mun vera skoðun og tilfinning hinna 11 þjóðanna í bandalaginu. ísland er engin undantekning. Frænd- ur okkar, Norðmenn, skilja vel hvað í húfi er, þeir hikuðu ekki. Hinar ungu þjóðir í þessari álfu eru friðsamar þjóðir, þær hyggja ekki á ófrið við nokkra þjóð. Siðmenning Norður Ame- ríku er fyrir löngu komin á það stig að tiltölulega fámenn þjóð eins og Canada býr við hlið stór- þjóðar eins og Bandaríkjanna í sátt og samlyndi án þess að nokkur varnargarður aðskilji þær. Þótt Bandaríkin séu marg- falt voldugri beita þau Canada aldrei ofbeldi. Fólkið ræður í þessum ríkjum og það myndi aldrei líða slíkt. En tvisvar á einum manns- aldri hafa þessar friðsömu þjóð- ir neyðst til að senda ungmenni sín til Evrópu til þess að hjálpa lýðræðisþjóðunum í baráttu þeirra gegn árás ofbeldis- og ein- ræðisþjóða og til að bjarga vestrænni menningu. Við eigum um sárt að binda og viljum gera alt sem í okkar valdi stendur til þess að slíkt komi ekki fyrir aft- ur. Við gerðum okkur miklar von- ir um það að Sameinuðu þjóð- irnar gætu tryggt frið í heimin- um og það gerði ísland líka. Is- land skrifaði undir sáttmála Sameinuðu þjóðanna, og tók þar með á herðar sér, samkvæmt 43 grein sáttmálans, miklu þyngri kvaðir og skyldur heldur en á því hvíla undir Norður Atlants- hafssáttmálanum. — því lét ekki Jóhanna Knudsen heyra til sín þá? Eitt stórveldi, Sovietríkin, gerðu samvinnu Sameinuðu þjóðanna torvelda með því að beita sífelt neitunarvaldi sínu, og dróg þannig úr framkvæmd- um í baráttunni fyrir alþjóða friði. Hvað áttu hinar þjóðirnar að taka til bragðs? Áttu þær enn að láta blekkjast og sitja að- gerðarlausar meðan einræðis- stjórn í Evrópu var að leika ná- kvæmlega sama leikinn og Naz- istar, — að efla fimtu herdeildir innan lýðræðisríkjanna; að ná einni þjóð af annari á sitt vald og að tefja á allan hátt að þjóð- ^ irnar sameinuðust sér til varn- ar? Svo var Bandaríkunum ógeð- .felt að eiga í ófriði við nokkra þjóð, að þau lögðu ekki út 1 síð- ustu styrjöld fyr en á þau var ráðist, en nú eru þau loks búin að læra það af reynslunni að þegar stríð brýst út í Evrópu, dragast þau út í það fyr eða síðar, og það hefir ísland lært líka. — Island er, á alfaraleið milli Evrópu og Ameríku. Ef Bandaríkin eða Bretland senda ekki herlið þangað, þegar styrj- öld geisar, til að halda leiðinni opinni þá mun árása þjóðin eða þjóðirnar fara þangað til að loka leiðinni. Yfirlýsing um hlutleysi gagnar engri þjóð á ófriðartím- um. En á friðartímum getur hún valið um hvort hún vill styrkja friðarþjóð með yfirlýsingu um hlutleysi. Það var ekki fyr en lýðræðis- þjóðirnar sameinuðust 1 síðustu styrjöld að ofbeldisríkin voru brotin á bak aftur. 1 staðin fyrir að sameinast eftir að stríð er skollið á, hafa nú lýðræðisþjóð- irnartameinast til þess að fyrir- hyggja stríð, og þær gera það algerlega í samræmi við 51 grein sáttmála Sameinuðuþjóð- anna. Þetta er því spor 1 þá átt að tilgangi Sameinuðuþjóðanna sé náð. Við fögnum því og erum stolt af því að ísland skarst ekki úr leik. íslenzka þjóðin fann til ábyrgðar sinnar engu síður en hinar lýðrœðisþjóðirnar og fylkti sér við hlið þeirra. Það er mál manna að sáttmáli sem þessi myndi hafa fyrirbyggt síðasta stríð; að Nazistar hefði ekki þor- að að leggja út í það ef þeir hefðu vitað fy'rirfram um afstöðu þess- ara þjóða, sérstaklega hinnar voldugu Bandaríkjaþjóðar. Við skiljum hve, það hefir ver- ið örðugt fyrir hina fámennu ís- lenzku þjóð að hafa fjölment setulið í landinu á stríðsárunum, en það var líka örðugt fyrir okk- ur að sjá á bak “drengjunum” okkar til fjarlægra lan<}a og marga þeirra sáum við aldrei aftur. Við vonum og biðjum að þessi nýji sáttmáli lýðræðis- þjóðanna^leiði til þess að okkar ungu menn verði aldrei aftur kvaddir á vígvellina í Evrópu og Asíu — ekki einusinni til ís- lands, — þar verður enginn her á friðartímum. En fari svo að styrjöld brjótist út enn á ný, og her verði sendur til íslands óska ég, að ísland beri gæfu til þess að í þeim her verði Vestur Is- lendingar, og að þeir vilji íslandi eins vel og reynist íslandi eins vel og Valdimar Björnsson og samstarfsmenn hans. Ingibjörg Jónsson Minnist CETEL í erfðaskrám yðar MR. PETER JOHNSON Representing J. J. H. McLean & (o. LTD. PORTAGE AT HARGRAVE Phone 924 231 "The West’s Oldest Music House’* Exclusive Representatives for HEINTZMAN & CO. NORDHEIMER SHERLOCK MANNING NEW SCALE WILLIAMS PIANOS

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.