Lögberg - 28.07.1949, Side 1
PHOHE 21 374 •4.,rkA
a
A Complele
Cleaning
Institulion
62. ÁRGANGUR
WINNIPEG. FIMTUDAGINN, 28. JÚLÍ, 1949
PHONE 21 374
te&
Cleaning
Institution
NÚMER 30
DOROTHY KRISTJÁNSSON
Miss Canada
EMILY SIGURDSON
Miss America
Art Reykdal
Minni Canada í ljóði 1. ágúst
á Gimli.
Verkfalli lokið
Síðastliðinn mánudag lauk
uppskipunarmannaverkfallinu í
London, er staðið hafði yfir í
röskan mánaðartíma og 15 þús-
undir manna tóku þátt í; kröfur
verkfallsmanna um haekkuð
laun og bætt vinnuskilyrði hafa
verið settar í gerðardóm.
Frá þingi S.U.S.:
Alyktanir um bind-
indismál kirkjumál
og eldvarnir í sveitum
Á nýafstóðnu þingi S.U.S. var
Magnús Jónsson, lögfræðingur,
kosinn formaður Sambandsins í
stað Jóhanns Hafstein, sem ver-
ið hefur formaður í sex ár, en
gaf nú ekki lengur kost á sér.
Hefur Jóhann allra manna mest
ilnnið að eflingu samtaka ungra
Sjálfstæðis manna.
Magnús Jónsson hefur áður
átt sæti í Sambandsstjórn í tvö
kjörtímabil. Hann var síðan um
tveggja ára skeið ritstjóri „ís-
lendings“ á Akureyri og formað-
ur „Varðar“, félags ungra Sjálf-
stæðismanna þar. Magnús tekur
nú sæti í miðstjórn Sjálfstæðis-
flokksins sem fulltrúi ungra
Sj álf stæðismanna.
Bindindismál.
Þing SUS lýsir áhyggjum sín
um yfir auknum drykkjuskap í
landinu og hvetur sambands-
stjórn til að gera allt það, sem
að gagni mætti verða í barátt-
unni við þetta mikla þjóðfé-
lagsvandamál, meðal annars með
því að finna leiðir til að hafa
áhrif á almenningsálitið og
hvetja til samtaka um að efla
bindindisstarfsemina í landinu.
Þingið álítur að leggja beri
áherslu á aukna bindindisboðun
meðal æskunnar og í því sam-
bandi skorar það á kennara og
skóla landsins að standa vörð um
hagsæld og heilbrigði íslenskrar
æsku.
Kirkjumál.
Þing S.U-S. lýsir einlægum
stuðningi sínum við kirkju og
kristindóm í landinu og telur
þjóðarnauðsyn, að kristindóms-
fræðsla sé aukin að mun í barna-
og framhaldsskólum landsins.
Ennfremur beinir þingið þeirri
eindregnu áskorun til fræðslu-
málastjórnarinnar, að framfylgt
sé til fullnustu gildandi ákvæð-
um um kristindóms fræðslu í
skólum landsins. Bendir þingið
sérstaklega á það, í þessu sam-
bandi, að æskilegt sé, að sér-
menntaðir menn hafi þessa
fræðslu með höndum.
Eldvarnir í sveitum.
Þingið álítur, samkvæmt und-
angenginni reynslu, að eldsvörn-
um í sveitum lándsins sé mjög
ábótavant, og skorar því á yfir-
völd landsins að hlutast til um,
að þær verði efldar, svo sem með
auknum innflutningi nauðsyn-
legra slökkvitækja og fræðslu
um eldvamir.
Mbl. 12. júlí
Nostalgia
By HELEN SWINBURNE
I left the hills — the rooted hills that slumber
And dream within an aura of enchantment
While yet gay summer’s feast is richly spread:
I left the woods where bird-song is the roof-tree,
Where sound and silence graciously foregather
In sweet tranquility;
Where prairie lilies, wearing scarlet togas,
Vie with the blushing rose;
Where winds come through the grass, and circling time
Seems of but little moment.
All these I bartered for the dusty town!
Of what avail to dwell upon them? Yet —
An after-image, like a shifting veil,
Or a pale echo from the rim of night,
Haunts the secret cloister of my soul.
FRÚ HÓLMFRÍÐUR DANÍELSSON
BÆNDUR BYRJAÐIR l
AÐ SLÁ í KJÓSINNI
5. júlí—Sláttur er nú að hefj-
ast, og er grasspretta allsæmi-
leg á betri túnum, og mun betri
en búast mátti við, vegna þrá-
látra vorkulda, sem að héldust
langt framm á vor.
Þeir fyrstu byrjuðu að slá nú
fyrir helgina, en fleiri munu
byrja nú í þessari viku.
Sími hefir verið lagður á all
marga bæi í vor og hefir skipti
stöð verið sett upp í Eyrarkoti.
Eftir er að leggja síma á 4 bæi
utantil í sveitinni. Og eru það
Eylífsdalur, Miðdalur, Mæra-
staðir og Kiðafell. Einnig vantar
síma á bæina norðan við Reyni-
vallaháls og Brynjudal, en jarð-
strengur hefir verið lagður um
nokkurn hluta þessarar leiðar og
er hafin athugun á honum. Að
því loknu eí líklegt að Hvamm-
ur og Hvammsvík komist í
símasamband. Væri þess full
þörf að sími yrði lagður lengra
inn með Hvalfirði, á jafn fjöl-
farinni leið eins og hún nú er
orðin.
Fénaðarhöld hafa verið all-
góð yfirleitt hjá flestum bænd-
um hér í sveit. Að vísu má þakka
það hvað var mikið notað af út-
lendu kjarnfóðri á þessu vori, en
allþungur skattur mun það vera
á sumum bændum. St. G.
Fjallkona íslendingadagsins 1. ágúst á Gimli
Tekur að sér sölu
hrjúfra korntegunda
Canadíska hveitiráðið hefir
kunngert, að það taki að sér alla
sölu hafra og byggs frá 1. ágúst
næstkomandi að telja.
Sambandsstjórn hratt í fram
kvæmd áminstum ráðstöfunum
eftir að þing Sléttufylkjanna
þriggja höfðu afgreitt þar að
lútandi löggjöf.
Hveitiráðið greiðir framleið-
endum til að byrja með 61%
cent fyrir mæli af höfrum, en
90 cent fyrir mæli af byggi.
HJALTI JÓNSSON,
KONSÚLL LÁTINN
Hjatli Jónsson, konsúll, and-
aðist í svefni að heimili sínu
Bræðarborgarstíg 8 í fyrrinótt,
rúmlega áttræður.
Hjalti Jónsson var fyrir löngu
þjóðkunnur athafna og atorku-
maður, fyrst sem sjósóknari, skip
stjóri á fiskiskipum og síðar at-
hafnamaður í landi, sem var
stofnandi og meðstjórnandi að
mörgum þjóðþrifafyrirtækjum.
Hann var fæddur að Fossi í
Mýrdal 15. apríl 1869 og var bú-
settur hér í Reykjavík frá því
um aldamót. Mbl. 6. júlí
TIL BERGTHORS OG KRISTÍNAR JOHNSON
í silfurbrúðkaupi þeirra 19. júlí 1949
Ungfrú Constance Jóhannesson
Flytur ræðu fyrir minni Canada
1. ágúst á Gimli.
Fjármálaráðherrafundi
lokið
í fyrri viku lauk i London fjár
málafundinum, sem brezka ráðu
neytið hafði kvatt til vegna
þverrandi viðskipta við þær
þjóðir, er hafa dollara að gjald-
miðli; í fundarstörfum tóku
þátt, auk brezka fjármálaráð-
herrans, Sir Stafford Cripps, all
ir fjármálaráðherrar hinna
brezku sambandsþjóða; fyrir
Canada hönd var mættur á fund
inum Douglas Abbott, fjármála-
ráðherra sambandsstjórnarinn-
ar; vegna þverrandi kaupmáttar
Breta, er búist við að vörukaup
þeirra héðan úr landi lækki á
næsta fjárhagsári um 250 miljón
ir dollara, og verður Canada þar
af leiðandi að leita fyrir sér um
markaði annars staðar til að
bæta upp hallann.
Glatt í kvöld er hér á hjalla,
hjörtu vor í eining slá;
alt í kring er himinn heiður,
hvergi ský um loftin blá.
Aldarfjórðungs endurminning
upp úr gleymskudjúpi rís
þegar Bergthor tók með „Tíní“
traustu haldi á „paradís“.
Þá var vor — og vor er ennþá:
„Vormenn“ eru þessi hjón. —
Þótt þau aldrei ísland sœju, ....
er þeim sárt um gamla Frón.
Verðir þess í verki og orði
voru og eru — heil og öll.
tslenzk trygð í eðli þeirra
á ei nokkur lykkjuföll.
Þegar Bergthor tók með „Tíní“
traustu haldi á „paradís“,
áttu þau og þangað fluttu
það sem æ í gildi rís:
Góðan vilja: veikum bræðrum
vandábraut að geta stytt.
Glöð og einlæg góðu máli
gáfu jafnan fylgi sitt.
Sáttmáli afgreiddur
Á fimtudaginn afgreiddi öld-
ungadeild þjóðþingsins í Was-
hington Atlantshafssáttmálann
með 88 atkvæðum gegn 13. Um-
ræður höfðu staðið lengi yfir og
orðið allsnarpar með köflum.
Ótal margir hlýir hugir
hingað leita þessa stund,
blessun flytja’ úr öllum áttum
yfir þennan vinafund. —
Silfur hjónin lengi leiði
lands og þjóðar heilladís.
Gæfan svífi æfi alla
yfir þeirra „paradís".
SIG. JÚL. JÓHANNESSON
Séra Valdimar J. Eylands
Forseti íslendingadagsins 1. á-
gúst á Gimli.
Andrew Daníelsson
Flytur ræðu fyrir minni Islands
1. ágúst á Gimli.
Bóðvar H. Jakobsson
Minni Islands í ljóði 1. ágúst
á Gimli.
Málverk frá Finnlandi
og ísland í Aarhus
Einkaskeyti til Mgbl.
K.Höfn, 5. júlí—Sýningardeild-
ir íslands og Finnlands frá
norænu listsýningunni í Kaup-
mannahöfn, eru nú komnar til
Aarhus og hafa sýningar á þeim
verið opnaðar í Ráðhúsi borgar-
innar.
Viðstaddir voru Hans Heddtoft
forsætisráðherra, Fagerholm for
sætisráðherra Finnlands, Un-
mack Larsen borgarstjóri í
Aarhus og Jakob Möller sendi-
herra íslands í Danmörku.
Svavar Guðnason málari sá um
fyrirkomulag íslenzku sýningar-
innar.
Góður gestur - f rá íelandi
Þorkell Jóhannesson, dr. phil.
prófessor í sögu við Háskóla ís-
lands, kom til borgarinnar í gær
ásamt frú sinni. Verður hann
gestur íslendingadagsins á mánu
daginn kemur og flytur ávarp og
kveðjur.
I