Lögberg - 11.08.1949, Blaðsíða 1
PHONE 21374
jvjg!"4
A Complele
Cleaning
Instiíuíion
PHONE 21374 . . A
Cleaning
Institution
62. ÁKGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 11. ÁGÚST, 1949
NÚMER 32
Landskjálfti veldur
ægilegum hörmungum
Síðastliðinn föstudag sættu
íbúar Ecuadorlýðríkis í Suður-
Ameríku þungum og ægilegum
búsifjum af völdum landskjálfta,
er urðu þær geigvænlegustu,
sem sögur fara af þar í landi;
heilir bæjri splundruðust til
agna svo að eigi stendur steinn
yfir steini; þótt frásögnum af
landskjálftasvæðunum beri síð-
ur en svo að öllu leyti saman,
mun það þó nokkurn veginn
víst, að 5 þúsundir manna hafi
látið líf sitt í þessum tryltu nátt
úruhamförum, en gizkað á að
um 20 þúsundir hafi sætt ýmis-
konar meiðslum; um tölu hús-
viltra er enn eigi vitað; stað-
hæft er að eignatjónið nemi yfir
50 miljónum dollara, þótt engan
veginn sé ólíklegt að það reyn-
ist langt um hærra, er öll kurl
koma til grafar.
Vistir, meðöl og sjúkraum
búðir eru fluttar með flugvél-
um til þeirra staða, sem öðrum
fremur eru einangraðir, og hefir
Pan American flugfélagið boðið
fram alla þá aðstoð, er það frek
ast geti í té látið.
Þing kvatt til funda
St. Laurent, forsætisráðherra
tilkynnti síðastliðinn fimmtu-
dag að hið 21. sambandsþing
kæmi saman á fimmtudaginn 15.
september. Á þessu þingi munu
Líberalar eiga 192 fulltrúa; í-
haldsflokkurinn 42; C. C. F. 13;
Social Crcdit 10; Óháðir þing-
menn 4 og einn óháður Líberal;
alls 262 þingmenn. Forseti neðri
málstofunnar verður W. Ross
Macdonald, Liberal þingmaður
frá Brantford, Ontario, en í efri
málstofunni Senator Elie
Beauregard frá Quebec.
Séra Friðrik Hallgrímsson
Þjóðkunnur presta-
höfðingi látinn
Þann 6. þessa mánaðar lézt
í höfuðborg Islands prestahöfð
inginn séra Friðrik Hallgríms-
son fyrrum dómprófastur, 77
ára að aldri, frábærlega vinsæll
maður og ástsæll af sóknarbörn
um sínum í tveimur heimsálf-
um; hann dvaldi um aldar-
fjórðungs skeið vestan hafs og
þjónaði íslenzku söfnuðunum í
Argyleprestakalli; hann var um
langt skeið skrifari hins Evange
liska lúterska kirkjufélags Is-
lendinga í Vesturheimi,, en var
kjörinn annar prestur við Dóm-
kirkjuna í Reykjavík og gegndi
því embætti þar til fyrir fjór-
um árum.
Síldveiðin í Faxaflóa
Aðfaranótt laugardags aflaði
m.b. Sigurfari frá Akranesi um
100 tunnur síldar í reknet. M.b.
Gunnar Hámundason fékk þessa
sömu nótt 25 tunnur.
Síðan á miðvikudagskvöld,
hefir síldar ekki orðið vart í
herpinót í Faxaflóa. Aðfaranótt
laugardags leituðu m.s. Fanney
og m.s. Stefnir að síld í Hval-
firði. Urðu skipin vör við tals-
vert mikla kræðu, smásíld -eins
árs gamla.
Köstuðu skipin hvort tvisvar
sinnum og smaug kræðan næt-
urnar.
Frá 19. júlí til 26. júlí veidd-
ist um 2500 — 2600 mál og tunn-
ur síldar í herpinót hér í Flóan-
um. Hafði Ásley mestan afla,
900 mál og tunnur. — Voru
lengst af 7 herpinótaskip sem
stunduðu þessar veiðar og munu
sum þeirra farin norður, en hin
á förum, ef ekki rættist úr með
aflabrögðin.
Frá 24. júlí til 30. júlí, aflaðist
í reknet hér í Faxaflóa um 500
tunnur, í þrjá báta, sem lagt
hafa netin hver tvisvar til fimm
sinnum. Mbl. 31. júlí
Séra Friðrik var ritfær vel og
samdi ýmsar bækur handa
lenzkri æsku; hann var gleði-
maður mikill og félagslyndur og
átti hin síðustu ár sæti í fram-
kvæmdanefnd Þjóðræknisfélags
íslands; hann lætur eftir sig
ekkju, Bentínu Haraldsdóttur og
mannvænleg og velgefin börn.
ÁVARP Grettis L. Jóhannssonar, ræðismanns,
á Gimli 1. ágúst, 1949
Virðulegur forseti!
Heiðraða fjallkona!
Háttvirtu hátíðargestir!
Ríkisstjórn íslands hefir falið mér að vera hér viðstaddur í
dag og flytja þessum mikla mannfjölda, sem hér er samankominn,
alúðarkveðjur ríkisstjórnarinnar og hinnar íslenzku þjóðar, vegna
60 ára afmælis Islendingadagsins. Jafnframt þakkar ríkisstjórnin
forna og nýja vináttu Vestur-íslendinga við heimaþjóðina og
þann sóma, sem þeir hafa gert henni með manndómi sínum og
framtaki í hinum nýja heimi. Það er ósk íslendinga, að með
hverju ári tengist fleiri vináttu- og menningarbönd yfir hafið
milli þjóðabrotanna, sem mynda hið andlega veldi íslendinga.
Megi íslendingadagurinn blómgast og aukast um ókominn tíma.
Gísli Sigmundsson
látinn
Síðastliðinn þriðjudag lézt
með snöggum atburðum af
hjartabilun á Almenna sjúkra-
húsinu hér í borginni, Gísli Sig
mundsson fyrrum kaupmaður
og verzlunarstjóri í Hnausa-
þorpi í Nýja-íslandi, 68 ára að
aldri, en síðustu æviárin búsett
ur á Gimli.
Gísli Sigmundsson var í öll-
um efnum hið mesta valmenni,
og naut slíkra vinsælda meðal
samferðamanna sinna að til fá-
gæta má telja; hann var ættað-
ur af Seyðisfirði og fluttist 11
ára að aldri með foreldrum sín-
um til þessa lands.
Auk ekkju sinnar, frú Ólafar
Daníelsdóttur, hinnar ágætustu
konu, lætur Gísli eftir sig hóp
mannvænlegra barna.
Útförin fór fram frá kirkju
Breiðuvíkursafnaðar í grennd
við Hnausa á laugardaginn að
viðstöddu slíku fjölmenni að fá
títt mun vera í sögu Nýja-ls-
lands. Tveir prestar þeir, séra
Bjarni A. Bjarnason og séra Sig
urður Ólafsson fluttu kveðju-
mál, en Miss Inga Þórarinsson
söng einsöng.
Þessa ágæta samferðamanns
verður frekar minnst á næst-
unni.
Sílarsöltun hafin í
Húsavík
HÚSAVÍK fimmtudag: — 1
gær var síldarsöltun leyfð hér í
Húsavík og voru í nótt saltaðar
um 500 tunnur síldar.
Síðan um helgi hefir megnið
af síldveiðiflotanum verið í
Skjálfanda. Veiði hefir verið
mjög treg. Eitt og eitt skip hafa
þó kastað og fengið mest 200
tunnur síldar. Flest skipanna
hafa þó aðeins fengið 10 til 30
tunnur. Siglingin héðan út á
miðin tekur þetta 10—30 mín-
útur.
I dag er veiðiveður hér inn
með Tjörnesi og hér rétt utan
hafnarinnar en dýpra er bræla.
Mbl., 29. júlí
Óþurkatíðin veldur bændum miklum áhyggjum
Lítil, sem engin hey komin
hús
ÓVENJU langvinn óþurkatíð um Suðurland allt og Suð-Vestur-
land, er farið að valda bændum áhyggjum. Nú í lok júlímánaðar
er ástandið þannig á flestum bæjum, að mjög lítil taða er kom-
in í hlöðu.
Meiri óþurkatíð en 1947
Morgunblaðið hefir átt tal
1S* við bændur í Árnessýslu og telja
þeir þetta sumar, öllu óþurka-
samara en árið 1947. Þá höfðu
bændur yfirleitt náð einhverju
af heyjum sínum inn í júlílok.
Lítið komið í hlöður
I sumar hafa hinsvegar verið
svo fáir þurkdagar, að yfirleitt
hafa bændur ekki náð í hús
nema örlitlu af heyi sínu. Öðru
máli gegnir auðvitað um þá
bændur, sem komið hafa sér upp
súgþurkunartækj um.
í súrhey
Vegna óþurkanna hafa bænd
ur enn ekki lokið fyrri slætti
og hey, sem nú eru úti, eru orð-
in hrakin. Allvíða hafa bændur
gripið til þess sem sjaldgæft ér,
að setja úr fyrri slætti í súrhey,
en það er auðvitað ein afleið-
ing óþurkanna.
Mbl. 27. júlí
Bandaríki Evrópu
Síðastliðinn mánudag komu
saman í hinu fornfræga menn-
ingararsetri Strasbourg í Elsass-
héraðinu á Frakklandi, stjórn-
málaskörungar 10 þjóða; er unn
ið hafa að undirbúningi stofn-
unar Bandaríkja Norðurálfunn-
ar um nokkurt skeið; þær þjóðir,
er til fundarins kvöddu, höfðu í
fyrra komið á fót stofnun, sem
gekk undir nafninu Evrópuráð,
eða Council of Europe og það
markmið hafði, að gera tillögur
um það, að stofnað yrði alls-
herjar þing, er grundvöll legði
að Bandaríkjum Norðurálfu;
hugmynd þessi er engan veg-
inn ný, því að um síðustu alda-
mót vakti Norðmaðurinn Sigurd
Ibsen máls í þessa átt, og síðan
hefir henni verið haldið á lofti
annað veifið, allra helzt þó á
Bretlandi.
Harold Thompson,
B. Com., I. S. A.
Skipaður í ábyrgðar-
mikla stöðu
Þessi efnilegi ungi maður, að-
eins 26 ára að aldri, hefir nýlega
verið skipaður sem Assistant
Actuary fyrir Monarch Life
Assurance félagið. Hann var í
canadíska flughernum á stríðs-
árunum; lauk Bachelor of Com-
merce prófi við Manitoba há-
skólann 1946 og fullnaðarprófi
Society of Actuaries 1949.
Harold er einkasonur frú
Hróðnýjar Thompson og manns
hennar, er lézt síðastliðinn
vetur. Frú Hróðný er dóttir
Finns heitins Stefánssonar.
íslenzku skipin með góðan afla á Grœnlandsmiðum
GÓÐUR AFLI, segir í fyrsta skeytinu, sem borist hefir frá
Grænlandsleiðangri hlutafélagsins Útvegur. — En það er gamla
strandferðaskipið Súðin, sem er móðurskip leiðangurs þessa. —
I Fœreyingahöfn
10,000,000 þrælar?
Síðastliðna viku ákærði full-
trúi Breta á þingi Sameinuðu
þjóðanna Rússa fyrir þrælahald;
sagði hann að samkvæmt þeim
nákvæmustu upplýsingum, er
brezk stjórnarvöld hefðu getað
fengið, væru 10 miljónir þræla
í Sovétríkjunum; flestir dæmdir
ú þrældóm vegna pólitískra skoð
ana. Hann sagði að samkvæmt
sovietlögum mætti senda mann
í þrælkun fyrir skoðaniry sem
væru andstæðar stjórnarfyrir-
komulaginu. Kvað hann ekki
vera ástæðulausan flótta mil-
jóna manna úr Austur-Evrópu
og Austur-Þýzkalandi; — „para-
dís verkalýðsins“ á síðustu ár-
um.
Seint í fyrrakvöld barst fram
kvæmdastjóra félagsins hér, Jó-
hannesi Elíassyni, skeyti þetta,
en það sendi Steindór Hjaltalín,
leiðangursstjóri. Var skeytið
sent frá Færeyingahöfn og virð-
ist því breyting hafa orðið á um
væntanlega bækistöð fyrir leið-
angurinn. Upphaflega var ráð-
gert, að Súðin hefði bækistöð í
litlum bæ fyrir norðan Færey-
ingahöfn, er Tovqusak heitir.
Góður afli
Opnu bátarnir í leiðangrinum,
sem daglega leggja upp afla
sinn í Súðina, hafa aflað vel og
sama máli gegnir um útilegu-
bátana. — Segir Steindór í
skeytinu, að ísqfjar^arbáturinn
Hafdís hafi þegar lagt upp full-
fermi af saltfiski, en það munu
vera milli 40 og 45 smálestir.
Mbl. 27. júlí
„ÓÐINN” sœnskt eftir-
litsskip við Island
STOKKHÓLMI, 28. júlí
Varðskipið „ÓÐINN“ fór í dag
héðan áleiðis til íslands og á
skipið að aðjstoða sænska síld-
veiðimenn á íslandsmiðum. 31
manna áhöfn er á skipinu og er
þetta í fyrsta sinni, sem Svíar
senda varðskip á íslandsmið. Ef
þessi tilraun tekst vel er í ráði
að halda henni áfram. — Land-
varnaráðherrann sænski skoð-
aði skipið áður en það fór frá
Stokkhólmi.
Þetta skip, „ÓÐINN“, var
byggt í Kaupmannahöfn. Það er
500 smál. og var upphaflega
byggt fyrir íslenzku ríkisstjórn-
ina og var varðskip við ísland
frá 1926, þar til það var selt til
Stokkhólms. Mbl. 3. ágúst
ÁVARP FORSETA
í upphafi hátíðahaldanna á Gimli, Man., 1. ágúst 1949
\
Eftir SÉRA VALDIMAR J. EYLANDS
Samkomugestir!
Við erum saman komin á þessum fagra sumardegi, á þessum
sögufræga og yndislega stað til að sitja sextugustu þjóðhátíð Vest-
ur-lslendinga. Við, sem hér erum samankomin, erum arftakar
mætra manna, sem ruddu brautina í fyrstu, vörðuðu veginn, sköp-
uðu fordæmið, og kölluðu menn saman undir merki íslenzks þjóð-
ernis og þjóðrækni. Er þar að minnast dr. Jóns Bjarnasonar, og
Jóns Ólafssonar ritstjóra, sem voru forvígismenn hreyfingarinn-
ar og ræðumenn fyrsta íslendingadagsins, sem eins og kunnugt
er, var haldinn í borginni Milwaukee í Bandaríkjunum árið 1874.
Sextán árum síðar voru báðir þessir menn komnir til Winni-
peg, og voru fyrstu ræðumenn fyrsta íslendingadagsins, sem þar
var haldinn, undir forystu W. H. Paulsons, 2. ágúst 1890. Þetta
varð upphaf langrar sögu, sem ég hygg að íslenzkir annálaritarar
beggja megin hafsins muni telja næsta merkilega. Áhrif þessa
fyrsta hátíðahalds Islendinga í Winnipeg, sem síðan var haldið
þar í borg árlega allt til ársins 1932, en síðar hér á Gimli, með
ágætri samvinnu við byggðarfólkið hér, hafa náð meira og minna
til allra byggða okkar hér vestan hafs, og orðið þess valdandi að
hliðstæðar samkomur hafa farið fram í mörgum sveitum þar
sem Islendingar dvelja, allt fram á þennan dag. Þessi hátíðahöld
hafa haft mikla þýðingu, ekki aðeins fyrir líðandi stund, heldur
hafa þau og eflt samheldni okkar og samvinnu innbyrðis, og um
leið kynnt okkur sem þjóðflokk út á við, betur en flest annað,
sem við höfum haft með höndum.
I prentaðri dagskrá, sem ykkur var í hendur fengin við hliðið,
munið þið finna nöfn þeirra manna og kvenna, sem hafa tekið
opinberan þátt í þessum hátíðahöldum okkar undanfarin sextíu
ár. Margt hafa ýmissir þessara ræðumanna sagt fallega, og skáld-
in hafa sungið íslandi og kjörlöndunum nýju dýran og einlægan
óð, á umliðnum hátíðisdögum.
Við, íslendingadagsnefndin, sem berum ábyrgð á skemmtiskrá
þessa dags, erum sannfærðir um að hún muni standast samanburð
við það, sem á undanförnum árum og áratugum hefir verið borið
á borð fyrir fólk við svipuð tdlkifæri. Við njótum þeirrar ánægju
að hafa hér með okkur í dag hugljúfa gesti austan um haf, frá
ættjörðinni kæru, og einnig gesti vestan frá Kyrrahafsströnd
Auk þeirra eru hér staddir aðrir viðurkendir ræðumenn, og skáld
Allir hafa ræðumennirnir lofast til að verða stuttorðir og gagn
orðir, og skáldin flytja engar inngangsræður! Veðrið er hagstætt
Allt leikur í lyndi. Njótið dagsins sem bezt. Verið öll hjartanlega
velkomin.
Richard Beck, Jr.
Vinnur verðlaun á ný
Dagblaðið „Grand Forks Her-
ald“, í Grand Forks, N.-Dakota,
skýrði frá því í síðastliðinni
viku, að Richard Beck Jr., sonur
Deirra dr. Richards og Berthu
3eck þar í borg, hefði unnið
fyrstu verðlaun, fyrir bíl-líkan,
sem hann hafði gert, í yngri
deild þátttakenda frá Norður-
Dakota í allsherjarsamkeppni
(Model Car Competition) gagn-
fræðaskólanemenda víðsvegar
úr Bandaríkjunum. Birti blaðið
einnig mynd af bíl-líkaninu, en
fyrir það hlaut Richard, sem er
16 ára að aldri, $150.00 og silfur
hring að verðlaunum. I fyrra
hlaut hann önnur verðlaun, að
upphæð $100.00, í sömu deild
þátttakenda þar í ríkinu, en
þeir voru margir bæði þá og nú.
Félagsskapur, er nefnist „Fish
er Body Craftsman’s Guild“, í
Detroit, Michigan, stendur að
þessari samkeppni, sem háð er
árlega og miðar að því að efla
verklægni og hugvitssemi
drengja á skólaaldri.
Leitar endurkosningar
Berry Richards, fylkisþing-
maður Manitoba, sem útskúfað
var úr C. C. F.-flokknum í síð-
astliðnum mánuði, hefir kunn-
gert að hann muni verða í kjöri
í næstu kosningum, óháður öll-
um flokkum.