Lögberg - 11.08.1949, Blaðsíða 6
6
LÖC-BERG, FÍMTUDAGLNN, 11. ÁGÚST, 1949
FORRÉTTINDI
Eftir GILBERT PARKER
/. J. Bildfell þyddi. — Ljóöin i þessari söpu erv
þýdd af Dr. Sig. Júl. Jóhannessyni.
Kathleen sat nú við annars manns
borð — eða máske við hans eigið borð
í hans eigin húsi — húsinu, sem hann
gaf henni eignarbréf fyrir daginn, sem
hann dó. Tom Fairring sat nú þar sem
hann var vanur að sitja og talaði við
hana, ekki eins og hann var vanur að
tala, og horfði á Kathleen allt öðruvísi,
en að hann hafði gjört. Endurminning-
arnar um hana voru aðeins ljótur
draumur. „Og hví skyldu þau vera öðru
vísi?“ sagði hann við sjálfan sig. ,,Ég
er dauður, þó ég sé ekki enn kominn
ofan í jörðina. Þau halda að ég sé niður
á árbotni meðal fiskanna. Leikur lífsins
er á enda fyrir mér, og þegar Kathleen
eldist og öðlast meiri lífsreynslu, þá
segir hún vesalings Charley — honum
gátu verið allir vegir færir“. Hún er viss
með að segja þetta einhverntíma, því
venjur og endurminningar fara í hring
og fram hjá sama deplinum hvað eftir
annað. En hvað mig snertir þá taka þær
fyrir kverkarnar á mér. — Hann bar
hendina upp að hálsinum á sér, eins og
hann væri að frýja hann frá handtaki,
tungan kom út á milli varanna og hálf
gert fálm kom á hendur hans. Hann
kemur að mér eins og kuldahrollur þessi
endemis þorsti. Ef ég væri nærri Joli-
ceur veitingahúsinu þá mundi ég ekki
standast mátið. En ég er nú hérna og
— hann fór með hendina í vasann og
tók einn af bréfskömtunum upp úr hon-
um, sem læknirinn hafði sent honum.
„Hann vissi að ég var drykkjumað-
ur. Hvernig vissi hann það? Bera menn
á andliti sér merki þess, sem menn
halda að sé aðeins leyndarmál þeirra
sjálfra? Jó sagði mér, að ég hefði ekki
talað neitt um það liðna, að ég hefði
aldrei haft óráð, aldrei talað um hver
ég er, eða hvaðan ég kom. Hvernig gat
þá læknirinn vitað þetta? Ég á von á að
allar venjur eigi sín eiginmerki og að
þeir, sem æfðir eru, geti lesið þau“.
Klukkunni í þorpinu var hringt og
hljómur hennar friðsæll og fagur barst
út í geyminn. Charley dró þungt and-
ann, sneri sér að vatnsfötu, sem ^tóð
inni í kofanum, full af vatni, tók ausu,
hálffyllti hana og svolgraði vatninu í
sig. Svo sneri hann sér aftur að glugg-
anum ánægðari.
„Þetta hjálpar“, sagði hann. „Þessi
endemis ástríða er horfin aftur úr heil-
anum og hálsinum á mér“.
Á meðan hann stóð við gluggann sá
hann Jó koma upp hlíðina, með böggul
undir hendinni. Charley horfði á hann
um stund hálf glettnis- og forvitnislega.
En hann leit vingjarnlega við Jó þegar
hann opnaði hurðina og kom inn.
„Það er ágætt, Jó“, sagði Charley.
„Ég sé að þú kemur með þau“.
„Já monsieur. Góð föt og ég á von
á aðjiau passi þér. Gamli Trudel segir
að það séu beztu fötin, sem hann hafi
búið til á heila árinu. Ég er hræddur
um að hann búi ekki til mikið fleiri föt,
því að hann er orðinn aumingi. Þegar
hann er farinn þá verður enginn skradd
ari í Chaudiere. Þeir sakna gamla Tru-
dels þegar hann er farinn“. '
Jó tók fötin og lagði þau á borðið —
treyju, vesti og buxur úr grófu efni og
grá á lit og alveg ný. Charley skoðaði
þau með stakri nákvæmni, leit svo á
fötin, sem hann var í, fötin, sem til-
heyrðu árinu liðna — líkklæðin.
Hann rétti úr sér og það var eins
og að hann vaknaði af dráumi. „Þú verð
ur að fara út, Jó, og þegar þú kemur
inn aftur, þá sérðu fyrir þér nýjan
mann,“ sagði Charley. Jó Portogais fór
út og þegar hann kom inn aftur, var
Charley kominn í grófu fötin. Þau voru
nokkuð víð á honum, en þægileg, og ef
það hefði ekki verið fyrir fágaða and-
litssvipinn, sem nýr skeggvöxtur var
farinn að hylja, og augnaglerið, þá hefði
ekki verið auðvelt að þekkja hann frá
bændunum ofan í dalnum, því þegar
hann var búinn að setja upp hunds-
skinnshúfuna og setja trefil um háls-
inn á sér, þá var héraðsbúningi hans
að öllu leyti fullnægt. Hann gekk út að
dyruhum og opnaði þær, og sagði:
„Vertu sæll, Portogais.
Jó brá heldur en ekki í brún. Hvert
ætlar þú að fara, monsieur? spurði
hann.
„Ofan í þorpið“.
„Hvað ætlar þú að gjöra þangað?“
„Hver veit það?“
„Þú kemur til baka“, sagði Jó með
áherzlu.
„Fyrir sólarlag, Jó. Vertu sæll aft-
ur“.
Þetta var fyrsti göngutúrinn, sem
Charley hafði tekið síðan hann hresst-
ist aftur. Loftið hreint og kalt og dá-
lítill mótvindur höfðu svalandi áhrif á
taugar hans og skap. Hugsun hans
skerptist og hann teygaði að sér sól-
skinsloftið Sýdrusviðarylminn. Hann
var létt búinn til fótanna, svo að hann
hljóp í sprettum og naut varmans sem
svall honum í æðum.
Þegar hann kom ofan á aðalbraut-
ina, fóru margir fram hjá honum í sleð-
um og léttivögnum. Sumir þeirra litu
forvitnislega tíl hans. Hvað ætlaði mað-
urinn að gjöra? Hvaða erindi átti hann
til þorpsins? Á hverju átti hann von?
Hann hægði á sér eftir að hann kom
inn í þorpið. Hann átti ekkert erindi og
það vakti ekkert sérstakt fyrir honum.
Hann var aðeins sér þess meðvitandi,
að hann var að hefja nýtt líf
Hann fór fram hjá litlu húsi, þar
sem nafnspjald var á veggnum rétt við
dyrnar og á nafnspjaldinu stóð: „Narc-
issie Daupin friðdómari“. Það hafði ein
kennileg áhrif á hann og fram í huga
hans kom hið gamla lífsviðhorf hans.
„Charles Mallard friðdómari“. Nei, það
var fráleitt. Allt, sem minnti hann á
hið liðna varð hann að setja til síðu.
Hann hélt áfram. Átti hann að heim-
sækja prestinn? Nei, eitt viðfangsefni
nægði í senn, og í dag var hann einn
með hugsunum sínum. Fleira fólk fór
fram hjá honum og stakk saman nefj-
unum um hann, þó að forvitni þess gerð
ist ekki of ngergöngul — það var ekki
svo ókurteist. •
Hann kom bráðlega að vinnustofu,
þar sem hurðin var í tveimur pörtum,
efri parti og neðri parti. Efri parturinn
var opinn, en hinn neðri lokaður, og
skein sólin inn í kofann þar sem eldur
brann á arni.
Charley leit upp og sá að yfir dyr-
unum stóð málað í óreglulegri línu:
„Louis.Trudel skraddari“. Hann leit inn
í kofann og sá þar mann, sem sat á
lágum bekk og beygði sig yfir vinnu
sína með nál í hönd, það var Louis Tru-
del skraddari. Hann heyrði fótatak og
leit upp, og Charley brá í brún að sjá
hið magra og gulleita andlit hans, sem
dauðinn hafði þegar sett fangamark
sitt á. Skraddarinn mældi Charley með
augunum frá hvirfli til ylja.
„Ég vissi að þau myndu passa þér,
hreitti skraddarinn út úr sér og hann
ragaði verðið á þeim niöur úr öllu viti“.
Charley datt snjallræði í hug. Hann
opnaði dyrnar og gekk inn.
„Þarft þú ekki á hjálp að halda?“
spurði hann ákveðið og leit hvössum
augum á skraddarann.
„Hvað gjörir það mér gott, þó ég
þurfi þess? Ég get ekki fengið neina“,
svaraði skraddarinn styttingslega og
rétti úr krosslögðum fótunum.
Charley tók straujárn, sem þar var
og sagði: „Ég skal pressa saumana á
fötunum, ef þú segir mér hvernig ég
á að fara að því“.
„Ég vil ekkert tíu mínútna fitl hafa,
það er mér engin hjálp“, svaraði skradd
arinn. „Ég ætla að vera áfram hjá þér,
ef þú heldur að ég dugi“, sagði Char-
ley.
„Þú ætlar að vera hér á hverjum
degi“, sagði gamli maðurinn dálítið
skjálfraddaður.
„Já, það er einmitt það, sem ég
ætla að gjöra“, sagði Charley og tók
því næst jámið og vætti saum á fati,
eins og hann hafði séð skraddarann
gjöra. Hann setti pressujárnið á saum
á fatinu og dró andann ánægjulega.
„Hver ertu?“ spurði skraddarinn.
„Maður, sem þarf að fá vinnu, prest
urinn veit hver ég er. Það er engin
hætta. Á ég að vera hjá þér?“
Skraddarinn kinkaði kolli, til merk-
is um að hann vildi að Charley kæmi til
sín, settist niður og það færðist ofur-
lítill roði í kinnarnar á honum.
XIV. KAPÍTULI
Rósalie, Charley og maðurinn, sem
ekkjan eftir hann, Plomondon,
hafnaði.
Eftir að bréfið til veika mannsins,
sem heima átti hjá Jó Portugais á Vad-
rome fjöllunum kom -á pósthúsið í
Chaudiere, fór Rósalie að dreyma dag
drauma. Leyndardómurinn í sambandi
við það hreif hana á vald sitt. Þessi ó-
kunni maður í kofanum uppi á háfjöll-
um langt frá öllum mannabyggðum,
umbúðirnar um höfuðið á honum, skýru
bláu augun og augnaglerið, sem var eins
og falinn fallbyssugarður, anda hans
starandi á hana var henni eggjan í lífs-
viðhorfi hennar, sem var fyrir utan og
ofan lífsviðhorf fólks þess, sem hún
umgekkst daglega. Hún bjó í heimi
draumanna, bókmenntanna og í hinum
óbrotna heimi skylduverkanna. Bæk-
urnar voru henni rómantískar draum-
hugsjónir, því flestar þeirra hljóðuðu
um lífshugsjónir, sem lágu fyrir utan
þekkingarsvið hennar. Jafnvel einar
tvær bækur „pródistantískar” um trú-
boð, sem fundust í kassa í herberginu,
sem móðir hennar hafði dáið í, vörpuðu
skáldlegum ljóma og sögulegri frægð
á huga hennar. Það var allt nýtt fyrir
hana, þess vegna allt yndislega skemti-
legt, jafnvel þegar prodistantakenning-
arnar voru vafasamar og ofbuðu henni.
og meiddu hinar fínni tilfinningar, sem
aldrei eru langt frá Guðelskandi ka-
þólsku fólki.
Hún hafði roðnað þegar Charley leit
fyrst á hana, í litla kofanum á Vadrome
fjöllunum, ekki sökum þess, að nokkur
hlýhugur gagnvart honum ætti sér stað
í huga hennar. Hvernig gat það verið
í garð manns, sem hún hafði aldrei séð!
heldur vegna þess, að hennar eigin til-
finningar og ímyndanir voru allar í upp
námi, út af því að maðurinn krafðist
eftirtektar. Sú krafa stafaði frá næmri
tilfinningakennd, meðfæddum vistmun
um, sem öfugstreymi lífs hans, var ekki
enn búið að eyðileggja. En slíkri að
stöðu hafði hún aldrei mætt áður á með
al lands eða bæjarfólksins, sem hún
bjó á meðal og sagði, hvort sem um
gæfu eða ógæfu, gleði eða sorg var að
ræða: „Það er vilji Guðs; — alltaf Guðs
vilji!“
í vissum skilningi var það vorkun-
arvert, að hún skyldi vera gædd meiri
en vanalegri greind, og hafði notið
góðrar menntunar og að hafa öðlast
næman fegurðarsmekk. Það var fágun
frumlegs og ímyndunarríks anda, sem
ekki gat gjört sér grein íyrir róman-
tískum hugtökum annara frá verald-
legu sjónarmiði. Þegar henni vannst
tími til sat hún í pósthúsinu og las all-
ar bækur, sem hún gat náð í. Eftir að
hún lærði ensku, svo að hún gat lesið
það mál næstum eins vel og frönskuna,
þá þótti henni mest gaman að lesa
Shakespeare og hugur hennar og hjarta
fylltust undrun og augu hennar oft tár-
um, sem svo oft liggja nærri augum ætt
þjóðarfólks hennar. Hugmyndaflug
hennar byggði Chaudiere með nýju
fólki, er átti heima í húsum, sem
voru næsta ólík þessum húsum með
óþokkalegu þökunum. Þau voru með
breiðum gluggum og fallegum þökum,
með tröppum fyrir framan sem alltaf
voru hreinar, víðum og háum dyrum og
súlnagangi. Fólk hennar — hið ímynd-
aða fólk — var friðsamt og ekki barna-
legt, eða upp og ofan eins og fólkið,
sem hún umgekkst. Það var tilkomu-
mikið, gjörfilegt, vel gefið en þó blátt
áfram og vann góðverk sín í kyrrþey,
hjálpfúst þeim, sem bágt áttu og helg-
aði þannig líf sitt, án hugsunar um end-
urgjald, í þjónustu meðbræðra sinna,
allra sem með þurftu, á grundvelli kær-
leikans
Charley Steele tílheyrði því fólki í .
huga hennar frá því fyrst að hún sá
hann. Presturinn, friðdómarinn og
borgarstjórinn voru á meðal þess, þó
ekki eins áberandi. Veiki maðurinn,
sem var hjá honum Jó Portugais kom
einhversstaðar utan úr hinum undur-
samlega heimi og það var eitthvað í
augunum á honum sem sagði: „Ég hefj
séð og ég hefi þekkt“, við hana þegar
hann var að tala og svar hennar var
aukið ímyndunarflug og ákveðin til-
finning fyrir því, að þau væru andlega
skyld á einhvern hulinn og óskiljan-
legan hátt.
Skapgerð Rósalie var hrein og opin
ská og hún var virt og metin af með-
bræðrum sínum og systkinum í Chau-
dire. En hún fann til þess að hún var
ekki af þeirra sauðahúsi, og þau fundu
til þess líka, því þó hún væri fátæk, þá
rann franskt aðalsblóð í æðum henn-
ar, það gat presturinn sannað. En staða
hennar var staða þjónustunnar og hún
leysti hana af hendi með aðdáanlegri
árvekni. Hún hafði verið athafnarík í
söfnuðinum frá því að hún kom af skól-
anum í Quebec og tók við verki móður
sinnar, sem var dáin, í söfnuðinum og
þorpinu. Hún var ör í skapi, en ávalt
glöð og það var varla lifandi skepna í
þorpinu, sem ekki kannaðist við hand-
tak hennar og lét vel af því. íkornarnir
átu úr lófa hennar, og hún hafði jafn
vel tamið tvær sléttuhænur, sem hún
hafði í litla garÖ|inum sínum, ásamt
bjarndýri, sem hún náði ungu og hafði
alið upp. Umhyggja hennar fyrir föður
sínum, sem var fatlaður, var í fullu sam
ræmi við þátttöku hennar í öllum sorg-
ar eða gleðitilfellum þorpsbúanna —
takmörkuð aðeins af ásetnings andúð,
sem naumast var í samræmi við hið
óeigingjarna upplag hennar.
Það var eins og frú Flynn og írska
matreiðslukonan, frú borgarstjórans
sögðu um hana: „Það er satt bezt að
segja, að hún er ekki sett saman úr
tepruskap, elskan sú arna! Hún er eins
endingargóð og silki, en hún er ekki
lín, sem allir geta þvælt og þvegið“. Og
frú Flynn vissi jafnlangt nefi sínu eins
og allir í Chaudiere vissu. Frú Flynn
var enginn slúðurberi, en hún vissi vel
um það, sem fram fór í Chaudiere, og
hafði ákveðna meiningu um það allt
saman, og sérstakan áhuga hafði hún
á velfarnaði tveggja persóna, önnur
þeirra var borgarstjórinn, sem bauð
henni að koma til sín og matreiða fyrir
sig, þegar maðurinn hennar dó, sem
skildi ekkert eftir sig, nema orðfyndni
og vinarhug. Þrátt fyrir mótmæli henn-
ar um, að það sem hefði verið fullboð-
legt handa Tim, væri aldeilis ekki boð-
legt handa herramanni. En samt fékk
nú herramaðurinn Vilja sínum fram-
gengt í þessu efni og hann sá aldrei
eftir því. Frú Flynn hafði fleira til síns
ágætis, en að kunna vel til matreiðslu.
Hún var allra manna glaðværust og góð
lyndust. Það mátti segja að ylur og sól-
skin fylgdi henni hvar sem hún fór. Það
var hún sem stakk upp á því við borgar
stjórann, að hann útvegaði hr. Evan-
turel, sem.var stórfatlaður, póstmeist-
arastöðuna, sem hann gerði, og upp
frá því lét borgarstjórinn sér hughaldið
um Rósalie.
Það var frú Flynn, sem sagði Rósahe
að Charley væri kominn á skraddara-
verkstæðið til Louis Trudel. Morguninn
eftir að Charley kom, þá hafði frú Flynn
komið í skraddarabúðina til þess að
vita um vesti, sem húsbóndi hennar
átti, því það var von á honum heim úr
ferð frá Quebec, og þá hafði hún séð
Charley standa þar við borð og vera að
pressa saum á fati, og hið skarpa auga
hennar og innra hugboð var ekki lengi
að segja henni hverskonar maður hann
var. Hún var sú eina persóna, önnur en
Rósalie, sem gat náð athygli skraddar-
ans, og hún gerði það þennan dag með
því að segja honum söguna af tilhuga-
lífi ekkjunnar hans Polmondons og Ger
mains Boily, hestatemjarans, sem sú
list var lagin, umfram aðra, að temja
dýr„ en skorti umfram annað, þrótt til
að standa á móti ekknatöfrum í bráð
eða lengd. Áður en frú Flynn fór út frá
þeim var hún orðin alveg viss um að
Charley væri ekki vanur þessari skradd
araiðn, og það var það, sem hún sagði
Rósalie fáum mínútum síðar.
„Það er maður kæra mín, sem hefir
séð heiminn. Það eru heilar heimsálfur,
sem hann þekkir en ekki smáþorp. Ég
veit ekki hvað hann er að gjöra hér,
eða hvaðan hann kom og ekki heldur
hvort hann er franskur eða enskur. En
ég veit að hann er heldri maður. Hann
er ekki skraddari mín kæra, en honum
lætur vel sú iðn og gjörir hana eins vel
og hann mundi gjöra hundruð annarra
verka. En hvernig hann læddist hingað
eða hvenær og hvort að hann meinar
gott eða illt með komu sinni, það veit
ég ekki, góða mín“.
„Ég held að hann meini ekki að
gjöra illt, frú Flynn“, sagði Rósalie á
ensku.
„Hvernig getur þú vitað það, ef þú
hefir ekki séð hann?“ spurði frú Flynn
og tók ofurlítið í nefið.
„Ég hefi séð hann — en ekki á
skraddaraverkstæöinu. Ég sá hann hjá
honum Jó Portogais fyrir tveimur vik-
um síðan“.
„Gættu þín, gættu þín góða! Hjá
honum Jó Portugais — það er undarlegt
fyrir ókunnugan mann, að leita hælis
þar! Ég mundi ekki kæra mig um að
láta Jó kynna mig í Chaudiere“.
„Hann kemur hingað með meðmæli
frá prestinum“.
„Og hvernig veiztu það?“
„Presturinn var hjá Jó Portugais
með monsieur, þegar ég fór þangað“.
„Þú fórst þangað?“