Lögberg - 11.08.1949, Blaðsíða 5

Lögberg - 11.08.1949, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 11. ÁGÚST, 1949 5 4IÍ16/ÍAUL IWENNA Ritstj&ri: INGIBJÖRG JÓNSSON VÖNTUN Á FUNDARSTAÐ FYRIR ALDRAÐA FÓLKIÐ MR. and Mrs. B. E. JOHNSON Við minnumst ykkar silfurbrúðkaups með hugheilum árnað- aróskum og þakklæti fyrir mörg vinahót. Margar öldur tengja lönd við lönd þá Ijúfur blœrinn hreyfiafli beitir Auðnan lagði ykkar hönd í hönd og hjörtum beggja frið og sælu veitir. Haldist óbreytt handa og vinaband heitum tryggða, skúluð aldrei gleyma Fjærri böli, yfir Lofnar land leið er greið til sælli og betri heima. Kringumstæðurnar leyfa okkur ekki að vera með ykkur á ykkar heiðursdegi, nema í hugsunum, sem þessar línur og með- fylgjandi „Card“, eiga að túlka. Ykkar ætíð góðs óskandi Ránka og Ágúst. Ég var að spjalla við aldrað- ann Islending, sem kom að sækja Lögberg. „Jæja, nú hefi ég eitthvað nýtt að lesa“, sagði hann. „Það styttir tímann, en tíminn verð- ur mönnum oft þungbær, þegar þeir eru orðnir gamlir“. „Hvað gerið þið, gömlu menn- irnir, ykkur helzt til dægrastytt ingar?“ spurði ég. „Ja það er nú ekki margt, sem við getum gert okkur til skemmtunnar, það helzta er að lesa blöðin og koma saman til að rabba um daginn og veginn og spila. En við finnum til þess að við eigum engan fundarstað, þar sem við gætum hittst bæði á daginn og á kveldin. Margt aldrað fólk býr í einu herbergi og húkir þar dögunum saman, án þess að létta sér upp. Gömlu konurnar eiga ef til vill vin- konur, sem þær heimsækja af og til en gömlu mennirnir heim sækja fáa. Við erum svo heppnir að geta spilað á kveldin í bókaherberg- inu í byggingu Þjóðræknisfélags ins á Home Street; þar komast fyrir fjögur spilaborð, en ef fleiri koma, þegar þau eru full- setin, sitja þeir hjá og horfa á. „Mér var að detta í hug hve það væri skemmtilegt, ef við ættum aðgang að stærri sal, bæði að deginum og á kvöldin, til dæmis neðri sal Good Templ- arahússins; ég held, að hann sé ekki oft í notkun. — Ef að ís- lenzku blöðin að heiman og tíma ritin væru þar á borðum, myndu hinir eldri íslendingar, bæði konur og karlar sækja þangað til að lesa þau og spjalla um efni þeirra og þar væri nóg pláss fyrir alla, sem langaði til að skemmta sér við spil. Þar eru líka tæki til að búa til kaffi og myndu ef til vill einhverjar góð ar konur hressa einstöku sinn- um upp á okkur með koffisopa“. „En“, sagði gamli maðurinn og varð daufur á svip. „Þetta verður allt að vera ókeypis því margt af þessu aldraða fólki á enga aðra peninga en þá, sem það fær í ellistyrk; því er mörg- um ofurefli að borga, þó ekki sé nema 10 cents á dag, til þess að njóta þessarar ánægju. * En skemmtilegt væri það ef við ætt um slíkan fundarstað hér á Sargent!" Forðist offitu Offita er hvimleið og orsakast í flestum tilfellum af röngu mat- aræði, og hún er alls ekki vott- ur þess að líkaminn fái nægileg næringarefni, enda er það nú viðurkennt að offita er ekki hraustleika merki. Þeir, sem þjást af offitu borða venjulega of mikið af sætindum, fitu og starches, svo sem brjóstsykri, allskonar sætabrauði, steiktum mat, rjóma, feitu kjöti og sósu. Þeir, sem eru feitlagnir ættu að varast mikla sætinda- og hvíta- brauðsneyzlu en borða í þess stað grænmeti og ávexti. Heil- hveitisbrauð og korn, sem ekki hefir verið rænt hýði og fjör- efnum, er hollur matur. Áfir og skyr er og mjög holl fæða. Fáein hœttumerki Byrj unareinkenni krabba- meins eru að jafnaði óljós. Sjúk dómurinn fer hægt af stað og lætur lítið yfir sér í fyrstu. Síð- ar kastar hann grímu meinleys- isins. Þá birtast einkenni, sem ótvírætt benda á lífshættulegan sjúkdóm. Krabbamein er læknanlegt, sé það greint á byrjunarstigi og strax tekið til meðferðar. Lesandi góður! Gefið líkama yðar gaum og ef þér verðið var einhvers óvenjulegs, þá leitið læknis. Hér skulu nefnd nokkur ein- kenni, er bent geta á, að um byrjandi krabbamein sé að ræða. 1. Þykkildi eða herzli undir húð eða nálægt yfirborði líkam- ans. Sérstakur gaumur skal þessu gefinn, ef það finnst í brjósti, á vörum eða tungu. 2. Skeina eða sér, sem gengur illa að gróa eða grær ekki á 2—3 vikum. 3. Ef gömul varta eða fæðing- arblettur fer að breyta um lög- un, stærð eða lit, getur sú breyt ing boðað illkynjun. 4. óeðlileg útferð og blæðing frá líkamsopunum, einkum geir vörtum, kynfærum og enda- þarmi. 5. Þrálát hæsi og særindi í hálsi, langvinnur, þurr hósti og erfiðleikar á að kyngja mat eða drykk. 6. Óvænt lystarleysi og leiði eftir máltíðir, einkum hjá þeim, sem komnir eru yfir fertugt. 7. Óeðlilegar breytingar á hægðum, t. d. harðar og þunnar á víxl. Góð regla er að athuga saurinn öðru hvoru, einkum lit og lögun. Sé hann mjög dökkur eða svartur á lit eða þráðmjór, er rétt að ráðfæra sig við lækni. Það gildir um öll þessi ein- kenni, að þau geta fylgt öðrum og meinlausari kvillum en krabbameini, en þrátt fyrir það eru þau einatt fyrstu boðberar þess. Verði maður þeirra var, ber honum að snúa sér til lækn- is, sem úr því sker, hvort þau votti meinlítinn kvilla eða hættulega meinsemd. „Eining“ ★ Áhugi, hrifnæmi Guðmóður æskunnar heggur sundur gordiska hnútinn, sem ellinni er ofraun að leysa. Áfrdm. Verið brennandi í andanum. Páll postuli. Gætið vandlega þeirrar gáfu, að geta orðið hrifnir. Phillip Brooks. Sá deyr ei, sem heimi gaf lífvænt ljóð. Sá lézt, er reis þögull frá dísanna borði, sem kraup við þess öndveg með kalið blóð og kom ekki fyrir sitt hjarta orði. Einar Ben. Maðurinn, sem ekki kann að hrífast, ekki er brennandi í anda, lifir lífinu kærulaus og kaldur, þótt hann sitji við nægta borð lífsins, í öndvegi með heilla dísunum, hann er lifandi dauð- ur, í æðum hans er „kalið blóð“ og hann hefir enga lofgerð á tungu sinni. Hann er ekki heill- aður af dásemdum lífsins og veg samar það ekki. Á lifandi dauða, hvað einkenni er, í auðveldum hendingum sagt get ég þér: að kólna ekki í frosti né klökkna í yb að kunna ekki lengur að hlakka til. St. G. St. Getur nokkur maður óskað sér meiri náðar en þeirrar, að finna kvikna í sálu sinni sál lát- inna mikilmenna. Wagner. — Manndáð Kveðjuorð vesturíslenzku gestanna í gærmorgun ræddu blaða- menn við vestur-íslenzku heið- ursgestina að Hótel Borg, til þess að fá að vita, hvernig þeim hefði líkað heimsóknin og dvöl- in hér. En þau eru nú öll á förum. Guðmundur Grímsson og kona hans fara í dag með flugvél til Kaupmannahafnar, en Vilhjálmur Stefánsson og kona hans leggja af stað vestur um haf á morgun með Goðafossi. Öll voru þau innilega ánægð með veruna hér og báðu fyrir kveðjur til allra er þau hefðu< kynnst. Meðal annars fórust þeim orð á þessa leið: ♦ Ini V. Grímsson: — Það er langt síðan að mér fór að þykja vænt um Island og islenzku þjóðina. Fyrir hugarsjónum mín um var hún bókmennta- og menningarþjóð, kjarkmikil og framsækin. Mér þykir sérstak- lega vænt um að kynni mín af henni nú hafa staðfest þessa þessa skoðun. Og gaman þótti mér að ferðast un» landið og sjá hin mörgu og fallegu bænda býli. Mig hafði ekki órað fyrir að landbúnaður væri hér á jafn háu stigi og raun ber vitni. Ég hlýt að dást að mörgu í fari ykk- ar íslendinga, menningu ykkar og hinni aðdáanlegu gestrisni, sem mætti okkur hvarvetna. -f Guðmundur Grímsson: — Hér eru hetjur, ekki síður en í fornöld og ég undrast það mest hverju Islendingar hafa fengið afkastað á fáum árum. Þá finnst mér það gleðilegt hverri tryggð þeir hafa tekið við landið sitt. Fólkið flýr ekki héðan. ísland er líklega eina landið í Norður- álfu, sem ekki sendir jafn marga útflytjendur til Bandaríkjanna og það má. Frá öllum öðrum þjóðum vilja fleiri komast þang að en leyft er. Og af því að „qvóti“ íslendinga stendur þar alltaf opinn, geta íslenzkir náms menn fengið þar atvinnu, með því að telja sig innflytjendur, en það geta ekki námsmenn ann ara þjóða. Nú eru íslendingar sjálfir farnir að flytja inn starfs fólk — við höfum heyrt hér norsku, dönsku og þýzku og af- greiðslustúlku hittum við á veit ingastað og hún kunni ekkert nema dönsku. Þetta er mikil breyting. Þannig er allt að breyt ast. Ég hefi aðeins séð svip af því, en langar til að kynnast öllu betur. — En í stuttu máli — þetta hefir verið yndislegur tími, og mér finnst ég hafa yngst um 10 ár. ♦ Evelyn Stefánsson: — Eftir að hafa verið hér langar mig til að kynnast íslandi miklu betur. Allt, sem ég hefi séð og heyrt hefir glatt mig. Börnin hér eru falleg og fjörleg, það spáir góðu um framtíðina. Reykjavík finnst mér falleg og þrifaleg borg — og ég dáist að Austurvelli og fallegu blómunum þar. Og hér hefi ég fengið beztan mat, harð- fisk, hangikjöt, soðinn lax og skyr. Ég held að ég gæti aldrei orðið leið á skyri. Og ég er viss um að þegar ég kem heim og fæ rjómaís, þá mun ég óska þess að hann væri orðinn að skyri. Fólkið hefir verið framúrskar- andi gott við okkur og hefir aus- ið yfir okkur dýrmætum gjöf- um, sem við fáum ekki fullþakk að. -f Vilhjálmur Stefánsson: — Mér verður þessi ferð minnis- stæð, en minnisstæðust verður mér þó líklega för mín til Mý- vatns. Við fórum í 2 stórum bíl- um og með mér voru 40 ætt- ingjar mínir. Og á eftir sátum við öll veizlu á Svalbarði. Ég las í amerísku blaði, skömmu áður en ég fór hingað að í Svíþjóð væri næstmest bókaútgáfa, miðað við fólks- fjölda, en á Islandi mest. Þar skarar íslenzka þjóðin fram úr Herra forseti, virðulega Fjall- kona og hirðmeyjar, háttvirtu heiðursgestir, kæru íslend- ingar! Ég kem hér fram á þessu sex- tugasta afmæli Islendingadags- ins til að bera ykkur kveðju Þjóðræknisfélagsins, — kveðju til hátíðahaldsins sem hér fer fram og til allra íslendinga. Hátíðum sem þessari er nú stöðugt að fjölga þar sem minnst er hálfrar aldar eða sextugs, eða sjötugs afmælis einhverrar stofnunar eða byggðar meðal vor íslendinga. Fyrir stuttu síð- an var t. d. haldið upp á sextíu ára afmæli Lundarbyggðar, þ.e.a.s. árið 1947. Vér höfum minnst fimmtíu ára afmælis Is- lendingadagsins. Vér höfum minnst sjötugasta afmælis byggðar Nýja-íslands. I fyrra héldu menn, upp á fimmtíu ára afmæli Swan River byggðar, þar sem að nokkrir Islendingar settust að og búa enn. Og svo mætti halda áfram. Ein byggð á fætur annari heldur hátíð til að minnast landnema og til að afmarka vissan árafjölda, sem hver byggð hefir verið til, eins suður í Bandaríkjum eins og hér. Eins er með stofnanir, sem íslendingar hafa myndað, kirkj- ur og önnur félög. öðrum og ég hefi nokkuð kynnst því af eigin raun. Á fleiri svið- um eru íslendingar líklega á undan öðrum þjóðum og áreið- an lega með notkun heita vatns- ins. Að tiltölu við fólksfjölda er rafmagnsnotkun líklega. meiri hér en annars staðar. Það hefir glatt okkur að kynnast þessu. Og berið svo ríkisstjórn, Þjóð- ræknisfélaginu og þjóðinni allri beztu kveðjur okkar fyrir mót- tökurnar og beztu árnaðaróskir okkar. —------ Vilhjálmur er sjálfur mikil- virkur rithöfundúr og hefir skrifað 22 bækur. Að gefnu til- efni skýrði hann svo frá, að nokk ur eintök af þeim bókum sínum sem ekki eru uppseldar, hefði komið hingað nú og væri hann að rita á þær nafn sitt til minja um þessa ferð. Mun sjálfsagt marga langa til að eignast þær og eiga þær til minja um komu hans hingað. Mbl. Er vér lítum til baka yfir far- inn veg og rekjum sögu þessara byggða og stofnana bendir það allt á eitt og hið sama, nefnilega það að oss Vestur-íslendingum hefir tekist að festa rætur hér í þessari heimsálfu, og þær ræt- ur ná djúpt niður í hinn frjó- sama jarðveg þeirra þjóða, sem vér höfum gert að okkar eigin, Canada eða Bandaríkjanna. Ekki væri hlaupið að því að slíta þær rætur upp nú þó að slík tilraun yrði gerð. I Winnipeg, í júnímánuði, þegar haldið var upp á sjötíu og fimm ára afmæli þeirrar borg ar tóku íslendingar þátt í há- tíðahaldinu og höfðu þar til sýn is í skrúðgöngunni skrautvagn (float), sem er hér til sýnis aft- ur í dag, sem benti meðal annars á að nú eru komnar fjórar kyn- slóðir íslendinga, sem innfædd- ar eru í þessu landi. Þær kýn- slóðir eru íslenzkar að ætt og uppruna. En þær eru líka kyn- slóðir þessa nýja lands. Þær til- heyra þessari þjóð og eru Can- adamenn og Canadakonur, sem enga aðra þjóð þekkja né viður- kenna sem sína eigin, þrátt fyrir það þó að þau beri íslenzk nöfn og geri það með heiðri og sóma. Og það er eins og það ætti að vera. Á íslandi er Leifur heppni Ei- ríksson talinn að vera Islending ur, þó var faðir hans, Eiríkur rauði, norðmaður, fæddur og uppalinn. Hann fluttist til ís- lands en var gerður útlægur það an. En sonur hans, sem var fædd ur þar er talinn vera íslending- ur. Það er því hjá oss Vestur- íslendingum engin vöntun á ræktarsemi við ættjörð vora, eða forfeðra vorra, þó að vér köllum þriðju eða fjórðu kyn- slóðina hér vestra Canadafólk eða Bandaríkjafólk, — því að það erum vér, þó að vér, á sama tíma viðurkennum Island og öll verðmæti sem þaðan stafa. Vér erum ekki verri íslendingar og vér erum betri borgarar þessar- ar þjóðar, hvort sem það ér Can- ada eða Bandaríkin, sem vér telj um oss til. Og vér getum komið saman eins og vér gerum í dag til að hylla þá þjóð, sem vér erum sprottin frá og þá þjóð, sem' vér og feður vorir og afar hafa átt þátt í að byggja. Vér sýnum þjóðrækni vora með því og fylgjum með því grundvall- ara'triðum Þjóðræknisfélagsins. Islendingar hafa nú fest djúp- ar rætur í þessari heimsálfu. En þeir og afkomendur þeirra við- urkenna samt ættjörð sína og hafa gert á hverju ári þessi síð- ustu sextíu ár, þegar komið hef- ir verið saman til að halda Is- lendingadagshátíð. En í raun og veru er Islendingadagshátíða- haldið hér vestra eldra en sex- tíu ára, því í dag eru sjötíu og fimm ár liðin síðan að hinn fyrsti íslendingadagur var hald inn, 2. ágúst, árið 1874, í borg- inni Milwaukee í Wisconsin ríki. Þá var haldið upp á þúsund ára afmæli byggðar Islands, þá við það tækifæri var í ræðu, sem þer var flutt, lagt út af ní- tugasta Davíðssálminum, „Drott inn, þú hefir verið oss athvarf frá kyni til kyns“. Það var út af hinum sama sálmi, sem séra Matthías Jochumson orti sálm sinn, hinn ódauðlega, „Ó Guð vors lands“, sem er fyrir löngu orðinn Þjóðsöngur íslands und- ir lagi Sveinbjörns Sveinbjörns- sonar. Þessi hátíð, sem vér höldum hér í dag er því söguleg hátíð. Hún markar þrjá fjórðu úr öld, sem íslendingar hafa búið hér vestra og sem þeir hafa minnst ættjarðar sinnar með hátíða- haldi og á sama tíma sýnt það í daglegum viðskiptum að þeir væru nýtir borgarar þeirrar þjóðar, sem þeir hafa eignað sér og eru partur af. Það er mér persónulega ómæl anleg gleði að mega taka þátt í þessari hátíð í dag, hún er merki legur atburður, — að mega vera hér staddur með háttsettum mönnum, heiðursgestum sum- um langt að komnum, og meðal annars frá íslandi, og mega fyrir hönd Þjóðræknisfélags Islend- inga í Vesturheimi óska öllum íslendingum og Islendingadags- hátíðahaldinu alls góðs nú í dag og um mörg ákómin ár. Megi þátttaka vor í málum þessarar þjóðar bera góðan og gifturíkan ávöxt í framtíðinni eins og hingað til. Og megi nöfn íslands og íslendinga lengi lifa og vera í heiðri höfð. Minni hvalveiði en í fyrra Hvalveiðivertíðin í ár hefir gengið verr en vertíð fyrra árs, sagði Loftur Bjarnason útgerð- armaður, í samtali við Mbl. í gær, en Loftur er einn af stjórn- endum Hvalveiðistöðvarinnar í Hvalfirði. Frá því að vertíð hófst í apríl mánuði s.l. hafa verið veiddir 168 hvalir alls. Eru nú fjórir norskir hvalveiðibátar gerðir út og er veiðin í ár því sem næst helmingi minni á bát en í fyrra. Norsku hvalveiðimennirnir telja víst að minna sé um hval við landið nú en í fyrra. Bát- arnir hafa venjulega fengið þetta einn og tvo hvali í för og mest þrjá. Hvalveiðimiðin eru djúpt út af Faxaflóa. Bráðlega mun verða tekið til notkunar Við Hvalveiðistöðina kæligeymsla fyrir hvalkjötið, á þar að vera hægt að geyma um 30 smálestir af kjöti í einu. Úr kælihúsinu, sem heldur ákveðn um kulda á kjötinu, fer það í frystihúsið. Mbll 27. júlí I Regensburg í Bayern má lesa eftirfarandi aðvörun við há- spennulínuna. — Það er lífshættulegt að koma við línuna. Það veldur þegar í stað dauða, og er strang lega bananð. Brot á þessu varð- ar hegningu, allt að átta daga fangelsi. TIL MR. og MRS. B. E. JOHNSON Við sólbros njótið silfurbrúðkaupsdags í samhug vina hljótið þakkargjöldin. Því heimilið er hornsteinn skipulags og hjónabandið fyrstu stjórnarvöldin. En skyn og lán er stundum vikavalt, og verður mörgum skortur þeirra fóta, og því er holt að hafa stutt það alt, sem horfði mest til þjóðfélagsins bóta. Við sendum ykkur árnað Guðs og manns við aldarfjórðungs gifturíka skrefið, og felum ykkur verndarhendi hans, sem hefir fegurst eftirdæmi gefið. Og vegur ykkar verði frjáls og beinn, að verðugleikum dagur ykkar sæmdur. Því góður arðstýr er sá bautasteinn, sem aldrei skal frá nokkrum manni dœmdur. GUÐRÚN og GUNNBJÖRN STEFÁN SSON AVARP Flutt af séra Philip M. Péturssyni, forseta Þjóðrœknisfélagsins, á Gimli, 1. ágúst, 1949

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.