Lögberg - 11.08.1949, Blaðsíða 7

Lögberg - 11.08.1949, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINIM, 11. ÁGÚST, 1949 7 ÁRSSKÝRSLA TRÚBOÐSNEFNDAR 1949 Trúboðsnefnd kirkjufélagsins á síðastliðnu starfsári hef- ir samanstaðið af þessum mönnum: Séra V. J. Eylands, forseti; Séra B. A. Bjarnason, skrifari og féhirðir; Séra Skúli J. Sigurgeirsson; Magnús Gíslason; og Freeman M. Einarsson. Nefnd þessi hefir haldið nokkra fundi á árinu, og sýnt góðan áhuga og viðleitni til starfs. Starfið virðist heldur ekki hafa verið árangurslaust, því nú eru góðar vonir um stofnun á nýju prestakalli og endurreisn fimm safnaða, sem lífvana hafa verið undanfarin ár. Þegar svona tækifæri gefast, og framfaravegir opnast fyrir okkur, er raunalegt að þurfa enn einu sinni að viður- kenna, að þóknanlegir verkamenn eru enn of fáir til að mæta öllum þörfum. Ungur maður, sem hafði hugsað sér að verða prestur í Kirkjufélagi okkar, hefir horfið frá því áformi að minnsta kosti um tíma. Hann er Hjörtur B. J. Leo. Nefndin vill halda þeirri von, að hann sjái sér aftur fært að búa sig undir prestsstarf með okkur, áður en mörg ár líða. Stefán T. Guttormsson hefir nú lokið námi við St. Olaf College í Northfield, Minn., og býst við að hefja prestsnám við Northwestern Seminary í Minneapolis á næstkomandi hausti. Eigum vér þar von á ágætum kennimanni. Nefndin vill nú skora á presta, kirkjuþingsmenn og söfnuði okkar að gjöra alvarlegar tilraunir í þá átt að hvetja unga óg hæfa menn til að búa sig undir framtíðar prests- þjónustu í Kirkjufélagi okkar. Einnig vill nefndin vona, að ákvörðun síðasta kirkjuþirigs gildi áfram í framtíðinni, að söfnuðir, sem hafa fasta prestsþjónustu gefi prestum sínum tveggja vikna sérsíakt frí til starfs og heimsókna hjá prestslausum söfnuðum, undir umsjón Trúboðsnefndarinn- ar. Þetta gefur nefndinni tækifæri til að sýna einhvern lit á þjónustu, þar sem annars væru litlir eða engir mögu- leikar. Frá starfi og tilraunum á hinum ýmsu trúboðssvæðum hefir nefndin eftirfylgjandi greinargjörð fram að leggja fyrir kirkjuþing: Seattle, Washington Safnaðarlífi og starfi í Hallgrímssöfnuði í Seattle, Wash- ington, hefir þannig miðað áfram, að á næsta ári býst söfnuðurinn við að gjörast fjárhagslega sjálfstæður. Að vísu verður hann ekki með því orðinn skuldlaus, en gjörir þó framvegis ráð fyrir því, að hann geti staðið straum af prestslaunum og öllum kostnaði án utanaðkomandi hjálpar. Er það mikið framfaraspor, sem þá verður búið að stíga á sjö ára tímabili. Meðlimatala safnaðarins nú er: 194 fermdir, en alls 281. Tala altarisgesta er 101. I sunnudagaskóla eru 14 kennarar og starfsfólk og 101 nemandi. Kvenfélagið telur 50 meðlimi en ungmennafélagið 15. Eignir safnaðarins eru virtar á $19.000. Gegn þeim er $2.650 skuld við Board of American Missions; en síðasti gjalddagi er enn í sextán ára fjarlægð, og söfnuðurinn stend ur í góðum skilum með sínar ársfjórðungs afborganir. Fé varið til safnaðarþarfa á árinu nam $4.350, en til Kirkjufélagsins og velferðamála hefir söfnuðurinn lagt fram $540; eru útborganir á árinu því $4.890. Messusókn er sögð vera um 80 manns að jafnaði. Undir leiðsögn síns ötula prests, Séra H. S. Sigmar, hefir söfnuð- urinn blómgast. Framtíðin blasir við björt og fögur útlits. Blaine og Point Roberts, Washington Blaine og Point Roberts söfnuðir hafa farið vaxandi á árinu. Blaine söfnuður telur nú 104 fermda meðlimi, alls 173 meðlimi, en 45 altarisgesti. Point Robert (Þrenningar) söfnuður telur 43 fermda meðlimi, alls 68 meðlimi og 31 til altaris. Sunnudagaskólinn í Blaine telur 60 nemendur, en sunnudagaskólinn í Point Roberts 32 nemendur. Ung- mennafélög safnaðanna telja í Blaine 15 meðlimi en í Point Roberts 12 meðlimi. Fé varið til safnaðarþarfa á árinu í Blaine söfnuði er 2.384, en til Kirkjufélagsins og velferða- mála $108. Söfnuðurinn í Point Roberts hefir notað 3.600 til safnaðarstarfs heima fyrir, en lagt fram $80 til velferða- mála Kirkjufélagsins. Blaine söfnuður borgar $1.020 upp í prestslaun; söfnuð- urinn í Point Roberts greiðir $400; en Board of American Missions leggur til $780 þetta árið, og auk þess 30% (eða $234) í dýrtíðaruppbót. Söfnuðurnir greiða einnig presti sínum $200 fram yfir starfslaun upp í starfskostnað hans. Séra Arthur S. Hanson hefir reynst ágætur starfsmaður, og undir leiðsögn hans virðist Blaine prestakalli vera vel borgið. Vancouver, British Columbía Skýrslur frá Icelandic Lutheran söfnuði í Vancouver, British Columbía, bera vott um stöðugan vöxt og góða framför. Fermdir meðlimir eru nú 212, en allir meðlimir samtals eru 234. Tala altarisgesta er 80 manns. Meðal messu- sókn er um 65 til 70. Nemendur í sunnudagaskóla eru 25. Kvenfélagið telur 32 meðlimi, en ungmennafélagi safnað- arins tilheyra 34 ungmenni. Fé varið til þarfa safnaðarins á árinu var $3.508; en til Kirkjufélagsins og kirkjulegra velferðarmála lagði söfnuðurinn fram $436 á liðna árinu. Söfnuðurinn hefir von um að verða fjárhagslega sjálf- stæður eftir fimm ár. Á þessu yfirstandandi ári greiðir söfnuðurinn $960 upp í laun prestsins, Board American Missions leggur til $840 og auk þess 30% (eða $252) í dýr- tíðar uppbót. Einnig hefir Board of American Missions veitt sérstakt tillag, sem nemur $300, upp í húsaleigukostn- að prestsins. Góður vinur í Vancouver leggur einnig fram $300 úr eigin vasa, sem borgar það, sem eftir stendur af húsaleigukostnaði. Kirkjubyggingarsjóður safnaðarins vex óðum, og nem- ur nú eitthvað fram yfir 3.000. Messustaður er ennþá í dönsku lútersku kirkjunni í Vancouver. En söfnuðinn dreym ir fagra drauma um kirkjueign í framtíðinni, og lætur hend- ur standa fram úr ermum svo að þeir draumar megi rætast sem fyrst. Samstarf safnaðarins og prestsins, Dr. Haraldar Sigmar, er hið bezta og gefur góðar framtíðarvonir um blessunar- ríkt lúterskt kirkjulíf meðal Islendinga í Vancouver. Vatnábyggðir i Saskatchewan Séra Kristinn K. Olafson veitti Vatnabyggðarprestakalli nokkra þjónustu í ágústmánuði s.l. ár, eins og hann hafði einnig gjört árið áður. Var hann þar í þrjá sunnudaga, flutti níu guðsþjónustur, skírði tíu börn, og þjónaði við t eina jarðarför. Aðsókn við messur var góð, og starf séra Kristins vel þegið af mörgum. En hlaupaþjónusta, hversu góð sem hún kann að vera, er langt frá því að fullnægja þörfinni. Það hefir verið og er vakandi viðleitni Trúboðsnefndarinnar að reyna að koma á fastri og skipulegri prestsþjónustu í Vatnabyggðum. Frá því var skýrt í Trúboðsnefndarskýrslu á síðasta kirkjuþingi, að nefndin gjörði ráð fyrir því, að senda mann til Vatnabyggða til að kanna allt svæðið og með skipulegri rannsókn (Survey) komast að raun um framtíðarmöguleika og viðhorf þar í kirkjulegum efnum. Þetsta survey yrði und- ir umsjón Trúboðsnefndarinnar og Board of American Missions. Því miður fyrirfórst þessi tilraun í fyrra áður en hafin væri. Nú er allt til reiðu, svo að hið fyrirhugaða „survey“ verður framkvæmt í næsta mánuði. Þeir bræðurnir, séra Harald og séra Eric Sigmar, hafa undirgengist það, að vinna það starf fyrir nefndina. Við höfum hinar beztu vonir um árangurinn. Prestshús er til reiðu í Foam Lake. Áður en næsta kirkjuþing mætir, vonum við að kominn verði hæfur kennimaður í húsið og tekinn til starfa með söfnuðunum í Vatnabyggðum. Hvort það verður eða ekki liggur í skauti framtíðarinnar. Guð gefi að það megi verða sem fyrst. Caválier, North Dakota Samskonar „survey“ ’og fyrirhugað er fyrir Vatnabyggð- ir hefir alla reiðu verið framkvæmt í Cavalier, North Dakota. Var það undir umsjón Synod of the Northwest, sem eins og við tilheyrir United Lutheran kirkjuheildinni. Við þá könnun kom í ljós að möguleikar til safnaðarmyndunar væru mjög góðir. Kom það einnig í ljós að meirihlutinn af því fólki, sem var líklegt til að ganga í slíkan söfnuð eru lúterskir Islendingar. Þar af leiðandi var það álit North- west kirkjufélagsins að okkar kirkjufélag ætti að hafa for- gangsrétt að þessu svæði til starfrækslu. Buðu þeir því okkur fyrsta tækifæri, og lögðu í okkar hendur allar þær upplýsingar, sem þeir höfðu saman safnað. Framkvæmda- nefnd og Trúboðsnefnd Kirkjufélagsins samþykktu í einu Due to good weather Royal Canadian Army Cadets from Manitoba, Saskatchewan and Western Ontario, who attended summer camp at Clear Lake, Man., engaged in only one indoor sport—eating. According to cooks at the camp, the cadets hold all the records. They ate 125 loaves of bread per meal, 11 seventy- five pound bags of potatoes, about 400 pounds of meat and approximately 135 gallons of milk. Their total numbers—540!!! Above are four cadets who helped establish the record. Minni íslenzkra landnema í Vesturheimi Eftxr Böðvar H. Jakobsson Komu þau að austan yjir hafið breiða, öll til þess að finna lofgerðanna heim: Lifa hér í nægtum, verzla, búa, veiða, vissu ekki’ af neinu sem hamlað gæti þeim. Þegar vonir brugðust og tækifærin týndust, tímanleg við gæði fóru þau á mis: Döpur oft í fátækt og drepsóttum þau píndust, dauðinn að þeim sótti með þjáningar og slys. En þetta voru hetjur sem hræddust ekki þrautir; heldur en að flýja undan hverri neyð fóru þau að reyna’ að ryðja nýjar brautir, ráðum með og dáðum að finna gœfuleið. Lærðu þau í œsku verkin sín að vanda, vissu það að drenglund merkir hærra stig, sáu það var leið til sigurs hverjum anda sem að hafði löngun til að þroska sig. Kunnu þau með „lögum“ landið sitt að „byggja“ liðu ekki- að menning félli hér við strit, vissu það að ólán yfir myndi skyggja ef ei settu reglur þekkingin og vit. Yndi þeim og styrkur, vegaljós og vömin, vonagjafi þeirra margan strangan dag: Var hin mikla framsókn, vinna fyrir börnin, vilji til að búa framtíð þeim í hag. Nú er bjargið hafið verkatákn í varða: Vegurinn er sléttur, ferðin orðin greið, landnemanna búin baráttan ’in harða, burtu horfin flest af þeim sem ruddu leið. Minning um þau kæra má þó hugur geyma Málið fær ei lýst þeim, röddin verður klökk — sigri þeirra’ og fórnum sízt er þörf að gleyma, sendum þeim í anda kveðju vora- og þökk. hljóði á sameiginlegum fundi nefndanna að þiggja með þakklæti þetta bróðurlega og góða tilboð trúbræðra okkar í Synod of the Northwest. Board of American Missions hefir tjáð Trúboðsnefndinni það, að þeir séu fúsir til þess að styðja safnaðarstofnun í Cavalier, og veita fjárhagslegan stuðning yfir tíu ára tíma- bil. Hafa þeir til íhugunar á yfirstandandi fundi beiðni frá okkur um formlega samþykkt, sem heimili okkur að stofna söfnuð í Cavalier og starfrækja hann með þeirra hjálp. Þegar Board of American Missions hefir veitt þá heimild, verður það ei tthlutverk Trúboðsnefndarinnar á komandi ári að reyna að stofna söfnuð í Cavalier og kalla þangað prest. Trúboðsnefndin hefir einhverja von um að þar megi ef til vill mynda prestakall, sem samanstandi af þremur söfnuðum. Vakir það meðal annars fyrir nefndinni, að nú- verandi Mountain prestakall sé alltof stórt svæði til þess að hægt sé fyrir nokkurnú mann, hversu hraustur sem hann kann að vera, að starfrækja það á hinn blessunarríkasta hátt. Væri því ákjósanlegt, bæði fyrir prest og söfnuði, ef tveir söfnuðir í austurhluta prestakallsins mynduðu nýtt prestakall með Cavalier. Einnig virðist það hugsanlegt að Northwest Synod söfnuður í Bathgate, N. D., bætist einnig í hópinn. En þessir söfnuðir verða ekki til þess þvingaðir. Ef farið verður fram á það, að þeir gangi í hið nýja presta- kall, verður það í sjálfsvaldi þeirra, að ákveða hvort þeir vilji gjöra það. Með þessum ummælum er Trúboðsnefndin aðeins að reyna að sýna fram á beztu möguleikana fyrir framtíðarstarf í North Dakota. Söfnuð þarf að stofna í Cavalier, og verður það hlutverk komandi Trúboðsnefndar í samráði við fólk þar heima fyrir í bænum og nærliggjandi héruðum, og einnig í samráði við Board of AmericanMissi- ons, að koma því í framkvæmd sem allra fyrst og bezt. Önnur svœði Söfnuðurnir umhverfis Manitobavatn, sem lengi hafa verið prestslausir, hafa að lokum kallað og fengið sér prest. Séra Skúli J. Sigurgeirsson mun hefja þar fastastarf í byrj- un n.k. september-mánaðar. Trúboðsnefndin samgleðst söfn- uðunum yfir þessari góðu úrlausn, og óskar prestakalli og presti til framtíðarblessunar í væntanlegu samstarfi þeirra. Með þessari ráðstöfun gjörist þó Gimli prestakall prests- laust. Vonandi munu þó söfnuðirnir þar ekki láta við það sitja, en gjöri tilraunir til prestsköllunnar þar til úr þeim rætist. Trúboðsnefndin verður að sjálfsögðu fús til þess að aðstoða og leiðbeina söfnuðunum þar eftir beztu getu. Melankton söfnuður í Upham, N. Dak., nýtur ennþá þjónustu prests er Rev. George Ámundson heitir. Tilheyrir sá prestur öðru lútersku kirkjufélagi og er búsettur í Barton, N. Dak. Skrifari Trúboðsnefndarinnar, séra B. A. Bjarnason, hef ir á umliðnu ári farið tvær messuferðir til Winnipegosis, Manitoba. Árangurinn af því aukastarfi hans hefir verið sá, að söfnuðurinn hefir afráðið að halda áfram tilveru sinni og starfi að minnsta kosti fyrst um sinn. Viðtökur þar og messusóknir hafa verið með ágætum, og safnaðarfólk þar hefir beðið um áframhaldandi heimsóknir og messur. Von- andi verður það mögulegt að verða við tilmælum þeirra. Séra Rúnólfur Marteinsson hefir heimsótt Lundar söfn- uð nokkrum sinnum á árinu og veitt nokkra messuþjón- ustu og aukaþjónustu þar. Séra Sigurður Ólafsson heim- sækir Guðbrandssöfnuð, nálægt Morden, Manitoba, nokkr- um sinnum á ári og flytur þar guðsþjónustur. Séra Skúli Sigurgeirsson varði sumarfríi sínu til starfs við Silver Bay, Manitoba, síðastliðið ár. Flutti hann þar messur og upp- fræddi fermingarbörn, sem hann síðan fermdi seinna um haustið. Bæði hann og séra Rúnólfur hafa heimsótt Herðu- breiðar söfnuð í Langruth og messað þar. Séra Sigurður S. Christopherson er enn búsettur í Churchbridge, Saskatchewan, og veitir fólki þar prests- þjónustu þótt hann sé ekki lengur talinn fastaprestur safn- aðanna þar. Hann hefir lengi starfað af fórnfúsum vilja í þjónustu Drottins, og á mikið þakklæti skilið hjá safnaðar- fólki sínu. Hann nýtur nú hinna litlu eftirlauna, sem United Lutheran kirkjuheildin getur veitt sínum öldruðu prest- um. Heilsufar hans er ekki sem allra bezt nú sem stendur, en hann hefir von um heilsubót á komandi mánuðum. Samkvæmt beiðni safnaðanna í Churchbridge presta- kalli, var tilraun gerð í þá átt að fá stúdent Stefán T. Gutt- i ormsson til þess að starfa þar um sex vikna tíma í sumar. Um tíma virtist þetta ætla að heppnast, en fór svo þannig að lokum, að Stefán fann sig knúðann til þess að taka sum- arstarf í heimahögum. Fjárframlög Board of American Missions hefir á árinu sem endar 30. júní 1949 lagt fram eftirfylgjandi fjárupphæðir til stuðnings trúboðsstarfs innan Kirkjufélags okkar: Til Blaine Point Roberts prestakalls $1.092.00 Til Vancouver prestakalls 1.470.00 Til Seattle prestakalls 390.00 Til blaðsins „Parish Messenger“ .................... 270.00 Framlög alls á árinu $3.222.00. Á kirkjuþingi að Brú, Man., 23. júní 1949 Fyrir hönd Trúboðsnefndar Kirkjufélagsins, B. A. BJARNASON, skrifari Business College Education In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business TrainingImmediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 21 804 695 SARGENT AVE., WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.