Lögberg - 11.08.1949, Blaðsíða 4

Lögberg - 11.08.1949, Blaðsíða 4
4 LOGBERG, FIMTUDAGT.NN, 11. ÁGÚST, 1949 iogberg GefiíS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED j 695 SARGENT AVENUE, WXNNIPEG, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg’' is printed and publiehed by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa RÆÐA FLUTT Á ÍSLENDINGADAGINN á Gimli 2. ágúst 1949 Eftir Doktor POEKEL JÓHANNESSON Góðir íslendingar! Ég vil hefja mál mitt á því að þakka forgöngumönn- um þessa móts íyrir þann sóma, er mér heíir sýndur verið, með því að bjóða mér að taka hér til máis, og það tækifæri, sem mér hefir verið gefið til þess ao koma hér fram og ávarpa ykkur nokkrum orðum. í leikritinu Gullna hliðið eftir skáldið Davíð Ste- fánsson, lætur hann gömlu konuna hans Jóns komast svo að orði: „Það er löng leið frá íslandi til himnaríkis!“ Mér flaug þetta í hug, þegar ég leit á landabréfið og virti fyrir mér leiðina, sem ég átti fyrir höndum, frá íslandi til Winnipeg, og ég minntist gamalla frásagna um ferðir vesturfaranna í upphafi landnámsaldar ís- lendinga í Vesturheimi og allra þeirra þrauta og þreng- inga, sem þeir urðu að þola, áður en þeir komust alla leið til fyrirheitna landsins. Nú er þetta einar tvær dagleiðir. Þetta hefir heimurinn minnkað, dregist sam- an síðan á dögum afa okkar og ömmu, og að vísu mest um okkar eigin daga, á síðustu árum. Og á það vildi ég minna nú þegar í upphafi máls míns hér, að aldrei hefir skemmra verið milli íslendinga heima og í Vesturálfu eins og nú í dag. Þetta er staðreynd. Ég hefi sjálur sannprófað þetta með því að fara frá Keflavík til Winni peg á tveimur dögum. Ég skal víkja að þessu síðar. Það er eðlilegt á slíkum degi sem þessum, að minn- ast liðinna tíma. Alltaf verður bjart yfir endurminning- unni um fyrsta íslendingadag í Vesturheimi, 2. ágúst 1874. Mér virðist svo, að frá þessum degi stafi birtu yfir alla íslendingadaga síðan, líka þann, sem hér er sérstaklega minnst í dag. Þessi dagur táknar viðhorf íslendingsins hér í álfu eins og það var í upphafi og eins og það er í innsta eðli sínu enn í dag. Það er auð- veldlega táknað með þremur orðum: Framtak, sam- heldni, þjóðrækni. 75 ár eru liðin, síðan þetta merki var reist, fullir tveir mannsaldrar. Ég er að vísu gestur og framandi í þessu landi, en mér skilst, að enn í dag sé þessi orð, þessi boðorð, í heiðri haldin meðal ykkar hér, ekki aðeins á hátíðisdegi eins og þessum, heldur alltaf og allsstaðar. Um framtakið þar ekki að ræða. Þess sjást nóg og glögg merki, hvar sem maður litast um í íslenzkum byggðum. Um samheldnina, sem ann- ars er ekki að öllum jafnaði talin til íslenzkra þjpðar- einkenna, er einnig margt til vitnis. Það má engan villa, þótt okkur greini á um margt. Það er misskilningur að halda, að deilur og jafnvel flokkadrættir sé eintómt veikleikamerki. íslendingar hafa alltaf átt í deilum og það er trú mín, að slíkt sé fyrst og fremst vottur um andlegt fjör og líf. Það er áreiðanlega ekki góðs viti, ef íslendingar hætta að deila í blöðum sínum eða á mannfundum, þar sem þjóðmál eru rædd. Þegar betur er að gáð, eru deilurnar oftást um leiðir, ekki um sjálf markmiðin, kjarna málsins. Þessu gleyma menn alltof oft í hita baráttunnar. Hugleiða það sjaldan að mót- stöðumennirnir eiga sama markmið, og ef allt fer með felldu, munum við allir hittast við takmarkið, þótt við förum sína leið hvor. Hér gilda lög hinna gömlu Ein- herja, er höggvast hverjan dag, en sitja meir of sáttir saman. Samheldnin birtist í tryggð við sameiginleg stefnumið. Og saga Vestur-lslendinga er auðug af dæmum um slíka samheldni. Og þá er komið að þriðja boðorðinu, þjóðrækninni. Um hana hefir margt verið ræt og ritað og sitt sýnst hverjum. En um meginat- riði hefir yfirleitt öllum komið saman. Einnig hér eru nóg vitni og augljós og alkunn. Þessi veglega samkoma í nafni íslands og íslenzkrar þjóðrækni er út af fyrir sig talandi tákn tryggðar ykkar, landar góðir, við þriðja boðorð fyrsta íslenzka þjóðminningardagsins fyrir 75 árum. Þótt margt hafi breyzt, hefir þetta ekki breyzt. Áður en ég fór að heiman var ég beðinn fyrir að flytja ykkur, íslendingadeginum á Gimli, hugheilar árn- aðaróskir og þakkarkveðjur frá menntamálaráðherra íslands, Eysteini Jónssyni, og rektor háskóla íslands, dr. Alexander Jóhannessyni. Þessar kveðjur ber ég fram fyrir ykkur og þó ég sé hér í einkaerindum og hafi ekkert umboð frá neinni stofnun, flokk eða sam- tökum heima á íslandi, leyfi ég mér samt fyrir hönd heimaþjóðar vorrar að flytja ykkur heillakveðju frá gamla íslandi. Ég drap á það í upphafi máls míns, að aldrei hefði styttra verið milli íslendinga vestan hafs og austan en nú. Þetta er staðreynd, sem felur í sér djúpa þýðingu fyrir framtíðina. Fyrir 75 árum, fyrir 60 árum kvöddu menn heima á íslandi vini og ættingja, sem vestur fóru, með þeim huga og tilfinningu og þeir menn gera, sem kveðjast hinstu kveðju. Það er að sjálf- sögðu örðugt að spá miklu um það, hvaða þýðingu það geti haft fyrir þjóðræknisstarfið og menningarsam- bandið milli íslendinga beggja megin Atlanzhafs, að vegalengdirnar hafa svo að segja horfið vegna tækni nútímans. En fullyrða má, að það hljóti að hafa mikla þýðingu. Winnipeg borg hefir verið kölluð höfuðborg íslend- inga í Vesturheimi og það með réttu. Hið mikla átak þjóðræknissamtakanna hér vestra til að koma upp Landnámshátíð íslenzku byggðarinnar við Brown, Manitoba Föstudagurinn 15. júlí s.l. var og verður merkisdagur í sögu ís- lenzka landnámsins við Brown (Morden), Manitoba, því að þá var hátíðlegt haldið 50 ára af- mæli byggðarinnar. Stuðlaði allt að því að gera þann sögu- ríka dag ánægjulegan og minnis stæðan: -- Fagurt veður, fjöl- breytt skemmtiskrá og mikil aðsókn. Eins og ágætlega sæmdi, stóð þjóðræknisdeildin „ísland“ að hátíðahaldinu, og hafði forseti deildarinnar John B. Johnson, sveitarráðsmaður, samkomu- stjórn með höndum og fórst það prýðilega. Eftir að hann hafði sett há- tíðina með gagnorðu ávarpi rak hver ræðan aðra: Séra Philip H. Pétursson, forseti Þjóðrækn- isfélagsins, flutti kveðjur félags síns, séra Egill H. Fáfnis, for- seti kirkjufélagsins' lúterska, kveðjur frá þeim félagsskap, Guðmundur J. Jónasson, forseti þjóðræknisdeildarinnar „Bár- an“ í Norður-Dakota, kveðjur hennar í bundnu máli og ó- bundn, og Gamalíel Thorleifs- son kveðju frá heimabyggð sinni, Garðarbyggðinni í N.- Dakota. Ennfremur flutti ávarp ein af frumherjadætrum Brown byggðarinnar, Mrs. James West- berg, Wallwort, Saskatchewan, en hún er dóttir Árna Árnason- ar landnema, en Þorsteinn J. Gíslason, einn af aðalstofnend- um Brownbyggðar og í þeim fá- menna hópi frumherjanna, sem nú eru ofan maldar, rakti sögu byggðarinnar og lýsti frum- byggjalífinu í merkilegu erindi. Mæltist ræðufólki þessu hið bezta, enda var máli þess vel fagnað af hinum fjölmenna á- heyrendahóp. Aðalræðu dagsins fyrir minni landnemanna og byggðarinnar, flutti dr. Richard Beck prófess- or, og mun hún birt síðar í ís- lenzku vikublöðunum, en kvæði „Minni landnemanna“, eftir Jó- hannes H. Húnfjörð skáld, sem lengi var búsettur í byggðinni, las Mr. Þorsteinn J. Gíslason af mikilli prýði. Á milli ræðnanna var mikill og góður söngúr. Karlakór og blandaður kór sungu íslenzka söngva undir ágætri stjórn Mrs. Gíslason, og hefi ég ekki lengi heyrt hressilegar sungið eða á hreinna íslenzku tungutaki. Þá var eigi síður ánægjulegt að hlýða á barnakór syngja prýðis vel íslenzk lög undir stjórn Mrs. W. Ólafson (dóttur Jóns S. Gillis landnema), voru börnin mjög vel æfð og hljómaði íslenzkan fallega á vörum þeirra. Einsöngva sungu, við ágætar undirtektir áheyrenda, þau Miss Petrína Sigurdson (dóttir Tryggva O. Sigurdsson land- nema), hjúkrunarkona frá Grand Forks, N.-Dakota, og séra Egill H. Fáfnis. Auk þess var almennur söngur, svo að ekki skorti að menn „syngju sig saman" að góðum íslenzkum sið, enda samstillir ekkert fremur hugi manna. I miðri skemmtiskrá gerðist einnig atburður, sem bæði jók á tilbreytni samkomunnar og setti sinn sérstaka svip á hana. Kvaddi sér þá hljóðs Gísli Ólaf son (sonur Ólafs Árnasonar landnema), kvaðst hann hafa verið seinni á samkomustað en hinir, sem þeystust um foldina á hraðskreiðum farartækjum nú tímans, því að hann og félagar hans hefðu ferðast að sið land- nemanna og farið hægt yfir. Bað hann hátíðargesti að koma með sér út úr samkomuhúsinu stund arkorn, og urðu allir við þeim tilmælum, enda biðu þeirra eng- in vonbrigði. En þar gat að líta hið sögufræga farartæki frum- herjanna, tjaldvagn með hest- um fyrir, en í vagninum voru þeir Sigurður Ólafsson, Valdi- mar Ólafsson og þeir frændur Árni og Ragnar Gillis, og komu flestir þeirra í byggðina snemma á árum. Einnig höfðu þeir fé- lagar haft með sér fiðluleikara að gömlum sið, og tók fólk nú höndum saman og dansaði hring dans að hætti landnema. Var að öllu þessu mikli skemmtun og hafði hér verið brugðið upp ljós- lifandi mynd úr lífi landnem- anna. Þá voru hér einnig merkileg- ir minjagripir frá þeirra tíð, fyrst og fremst lítið stofuorgel, sem Árni Tómasson kom með í byggðina á landnámstíð og var framan af árum notað við alls konar samkomuhöld; bar Árni það ósjaldan á baki sér á sam- komurnar. Hvarf mér í hug, að ef orgel þetta mætti mæla, þá kynni það frá mörgu að segja. Þá var einnig til sýnis á sam- komustaðnum flutningavagn, sem Árni hafði flutt búslóð sína á í byggðina. Að lokinni skemmtiskrá var sezt að hátíðarveizlu, sem kon- ur byggðarinnar framreiddu af slíkum höfðingsskap, að segja mátti bókstaflega, að borð svign uðu þar undir gómsætum og fjölbreyttum réttum. Að lokum var dans stiginn fram eftir nótt- unni, og sá þar ekki elli á nein- um, því að eldri kynslóðin og æskan stigu þar jafn fimlega fæti á gólf. Margt var utanbyggðarfólks á samkomunni, bæði frá Winni- peg og sérstaklega, úr íslenzku byggðinni í N.-Dakota, sem tal- ist getur móðurbyggð Brown- landnámsins. Meðal aðkominna landa voru þau Mrs. Herdís Johnson, Lundar Manitoba, og Jónas Bergman, Garðar, N.- Dakota. Einnig var sérstaklega ánægjulegt að sjá í gestahópn- um eigi allfá börn frumherj- anna, sem sýndu með komu sinni fagra ræktarsemi við minningu þeirra og fæðingar- byggð sína. Munu allir viðstaddir á einu máli um það, að hátíðahaldið hafi bæði verið virðulegt og skemmtilegt, og veit ég, að ég tala fyrir munn allra aðkominna hátíðargesta, er ég þakka byggð arfólki innilega rausn þess og alúð, og þá ekki síst hinn hress- andi íslenzka anda, sem þar rík- ir og sveif yfir þessu myndar- lega og eftirminnilega landnáms afmæli þeirra. Þar lifir enn glatt í eldum minninganna og ís- lenzkra erfða. Heill byggð og byggðarbúum! RICHARD BECK Samið um smíði kæliskips SÍS. SAMBAND íslenzkra sam- vinnufélaga hefir samið við sænska skipasmíðastöð, A.—B. Oskarshamns Varv, um smíði á 1000 lesta kæliskipi, sem ristir 14 fet fullhlaðið og á því að kom ast inn á flestallar smærri hafnir landsins. Smíði skipsins á að verða lokið um áramótin 1950— 1951, en í síðasta lagi í febrúar mánuði 1951. Samningurinn er gerður með þeim fyrirvara, útflutnings-, inn flutnings- og gjaldeyrisleyfi verði veitt. Kæliskipið á að verða hið vandaðasta í hvívetna, smíðað samkvæmt ströngustu kröfum Lloyd’s og sérstaklega styrkt til siglinga í ís. Kælivélar fyrir „freongas“ frysta allt lestarrúm skipsins niður í 20° C við + 30° C lofthita. Skipið á að vera knúð 1440 hestafla „Nohab“-dieselvél og ganga 13 mílur á klukkustund með fullfermi. (Samkv. frétt frá SIS). Mbl. 27. júlí Erjitt vandamál — Hefirðu heyrt hvað kom fyrir Doonley-fjölskylduna? — Nei, hvað var það? — Annar tvíburinn dó í gær. — Það var sorglegt. — Sorglegt, já, hræðilegt. Eins óg þú veizt voru tvíburarn- ir svo líkir að engir þekktu þá í sundur. Nú getur enginn sagt um, hvor þeirra það er, sem er dáinn, og þau eru hrædd um að ef til vill verði það sá sem er lifandi, sem verður grafinn. FLÖT EGG Það geta skeð hinir ótrúleg- ustu hlutir. Kona ein í Banda- ríkjunum, sem á hænsnabú, veitti því athygli, að ein hænan verpti flötu eggi. Síðan kom það fyrir nokkrum sinnum, að hæna þessi verpti flötum eggjum. Hún hagaði sér riákvæmlega eins hvort sem egg hennar urðu flöt eða höfðu venjulega lögun. kennarastól í íslenzkum fræðum við Manitobaháskól- ann hefir vakið stórkostlega athygli heima á íslandi. Okkur heima hefir af eðlilegum ástæðum ekki skilizt það öllum jafnvel, við hvaða ástæður Íslendingar hér hafa átt að búa með tilliti til viðhalds íslenzkri tungu og þekkingu á sameiginlegum menningararfi þjóðar vorrar. Sumir hafa ef til vill haldið, að þetta gengi af sjálfu sér, líkt og heima, aðrir talið málið vonlaust. Nokkrir hafa talið, að aukin kynning og gagnkvæmar heimsóknir myndi geta orðið að miklu liði í þjóðræknis- baráttunni, sem sjálfsagt er líka gott og gagnlegt. En hugmyndin um kennarastól í íslenzkum fræðum við Manitobaháskóla er efalaust það stórkostlegasta og gagnvænlegasta, sem unnt var að gera til þess að tryggja viðhald þekkingar í þessum efnum meðal ókominna íslenzkra kynslóða hér vestra. Og hún þýðir meira. Á síðustu áratugum hefir áhugi á ýmsum nor- rænum og íslenzkum fræðum farið vaxandi meðal engilsaxneskra þjóða, og ef allt fer með felldu munu þessar þjóðir halda áfram af meiri og meiri áhuga að átta sig á því, sem er norrænt í uppruna þeirra, tungu, menningu og sögu. Ég sagði áðan, að Winnipeg væri höfuðborg íslendinga hér í álfu. Með stofnun kennara- stóls í íslenzkum fræðum á hún að verða miðstöð ís- lenzkra fræða í Norður-Ameríku. Miðstöð, sem ekki aðeins safnar til sín íslenzkum stúdentum og íslenzk- um áheyrendum, heldur einnig fræðimönnum annara þjóða, sem skilja nauðsyn þess að kynnast norrænni málfræði og bókmenntum og menningu vegna þeirra áhrifa, sem þaðan verða rakin á þjóðmenningu sjálfra þeirra. Hér eru íslenzk þjóðernissamtök því að vinna verk, sem hefir mjög yfirgripsmikla þýðingu, ekki aðeins fyrir viðhald íslenzkrar þjóðernisvitundar meðal manna kynjaðra af íslandi, heldur og til út- breiðslu á þekkingu á íslenzkri menningu, tungu og bókmenntum meðal landsins barna yfirleitt. Fyrir þessa stóru hugsjón og framkvæmd hennar hefir ís- lenzka þjóðarbrotið hér enn á ný svarið sig í ættina. Meðan slíku fer fram í íslenzkum byggðum vestan hafs er íslenzku þjóðerni hér í álfu vel borgið. Ég minntist þess í upphafi máls míns, að aldrei hafi skemmra verið milli íslands og ykkar, landar góðir, eins og nú. Þetta er staðreynd, sem byggist ekki einvörð- ungu á því, hvað margar mílur er hægt að fljúga á klukkustund í góðum Skymaster. Hér kemur miklu fleira til greina. Það hafa orðið stórkostlegar breyt- ingar heima á íslandi síðustu áratugina. Elins og jafn- an á breytingatímum, kemur mönnum ekki alltaf sam- amum það, að allar breytingarnar séu til bóta. Ég legg ekki dóm á það. En þessar breytingar, endurreisn lýð- veldisins. og upphaf stórstígra tæknilegra framfara hafa breytt viðhorfinu gagnvart viðfangsefnunum. Ef ísland og heimurinn yfirleitt á nokkra framtíð, fer nú í hönd á íslandi gagngerð bylting í atvinnuefnum, bylting sem orkar á þjóðina eins og ný landnámsöld. Þið, sem heim komið, munuð finna, að hjá okkur er ýmsu annan veg farið en skyldi. En eitt munuð þið ekki efast um, og það er, að viðhorfið til viðfangsefnanna er líkara því sem þið vilduð sjálfir kosið hafa en ykkur myndi hafa grunað áður. Ég ætla að það sé rétt, að ís- lenzkt framtak hafi fyrst fengið að njóta sín hérna megin hafsins. Og það er trú mín, að dæmi ykkar ís- lendinga vestra hafi haft djúpa þýðingu heima á íslandi. Nú þegar við höfum fengið frjálsari hendur og tæki, sem frjálsum mönnum hæfa, mun það sannast, að við kunnum að beita þeim engu síður en þið. Og þið munuð kunna vel við það. Einnig hér hefir bilið milli austurs og vesturs minnkað til stórra muna. En allt þetta er þó fyrst og fremst á yfirborðinu. É£ held líka að bilið milli íslendinga vestanhafs og austan hafi alltaf verið mest á yfirborðinu, í þei mefnum, sem með tölum verða talin og á vog vegin. Þótt þjóð vor sé ung, varð hún arftaki fornrar menningar, sem bar sína dýrustu ávexti í skjóli íslenzkra fjalla. Þeim arfi höfum við aldrei glatað. Hann er okkur í blóð borinn. Það er sagt um tvo hina merkustu íslendinga, Sæmund fróða og Jón Eiríksson, að þeir hefðu svo fast og lengi sótt fróð- leik og menntun með erlendum þjóðum, að þeir gátu ekki mælt á íslenzku, er þeim námstíma lauk, og Sæmundur jafnvel týnt nafni sínu. Þó urðu þessir menn, hvor á sinn hátt og sinn á hvorum tíma, hinir ágætustu synir þjóðar sinnar. Annar mesti mennta- frömuður þjóðarinnar, hinn skörungur um að endur- reisa atvinnuhagi landsins og fjárefni þess. Báðir áttu þess kost að neyta krafta sinna í fremstu röð meðal erlendra þjóða. En báðir voru þegar til kom fyrst og fremst synir þjóðar sinnar, bundnir henni böndum blóðsins. Og þau bönd gátu þeir ekki rofið. Það má vel vera, að sá tími komi, að íslenzk tunga verði lítt töluð eða ekki hérna megin hafsins. Én bönd skyldleikans og menningarerfðanna verða ekki auðveldlega leyst. Og meðan þau halda, búa íslendingar tveim megin Atlanzhafs. Hátíð þessa dags og allt þjóðræknisstarf ykkar, landar góðir, miðar að því að styrkja þessi bönd. Heill og hamingja fylgi þessu starfi um alla framtíð.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.