Lögberg - 15.09.1949, Síða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 15. SEPTEMBER, 1949
iLogijcrs
Gefið út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 21 804
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram
The “Löfíberg” is printed and publfshed by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
ÚR ÝMSUM ÁTTUM
Hver örlög bíða mannkynsins? Bíður þess langur
og fagur, friðaður hamingjudagur, eða tortímir það
sjálfu sér vegna tortryggni og þrálátra hjaðningavíga?
Spurningum sem þessum er vitaskuld engan veginn
auðsvarað þó óhjákvæmilegt sé að þær verði teknar
til alvarlegrar yfirvegunar á öllum tímabilum manns-
ævinnar.
Það hefir tíðum verið sagt, að mennirnir væru sínir
eigin böðlar, er eigi kynnu fótum sínum forráð, og að
svo hafi í rauninni verið, hefir saga þeirra í mörgum
tilfellum átakanlega sannað; þeir hafa löngum staðið
á krossgötum, þó draumkona þeirra hin betri hafi góðu
heilli hvað ofan í annað vísað þeim veg og leitt þá út
úr eyðimörkinni; en hitt er ekkert álitamál, að menn-
irnir verði að læra og temja sér bætta hegðun, ef ör-
ugt á að vera um hag þeirra í framtíðinni.
Á fundi, sem haldinn var í St.‘ Cerque á Svisslandi
síðastliðinn föstudag lét Dr. Brock Chisholm aðal-
erindreki canadískra heilbrigðismála á álþjóðaheil-
brigðismálastefnunni þannig ummælt:
„Kjarnorkusprengjan verður úrelt, er nýjar upp-
götvanir í þágu sýklahernaðar koma til sögunnar; með
sjö únzum af þessum nýja, lífeðlisfræðilega tortíming-
armiðli, má þurka út mannkynið af yfirborði jarðar,
sé honum dreift nægilega víða; hann getur tortímt öllu,
sem lífsanda dregur á sex klukkustundum. Já, kjarn-
orkusprengjan er aðeins barnaleikur í samanburði við
hinn nýja tortímingarmiðil; jafnvel smáþjóð með
nokkra ósvífna sýklafræðinga í þjónustu sinni, getur
ráðið niðurlögum stórþjóðar; voldugir herskarar í lofti,
á láði og legi, verða tiltölulega lítilvægir, og hið sama
er um hina risafengnustu framleiðslu að segja“.
Dr. Chisholm líkti nútímamanninum við hinn fer-
lega og afskræmda forsögumann, er leið undir lok,
vegna þess að hann skorti skilyrði til að samlagast
samtíð sinni, um leið og hann með svofeldum orðum
lauk máli sínu:
„Það horfir til beggja vona hvort nútímamaðurinn,
eins og hegðan hans er nú farið, lifir það af; ein sýkla-
styrjöld getur auðveldlega komið 90 af hundraði alls
mannkynsins fyrir kattarnef, og mundi það þá ekki
miklum erfiðismunum bundið fyrir þá næstu, að annast
um afganginn“.
★ ★ ★
Bandaríkin hafa lánað Júgóslavíu 20 miljónir doll-
ara til þess að kaupa fyrir amerísk hráefni og ýmis-
konar vélar, sem Júgóslavar geta ekki án verið vegna
viðskiptabanns af hálfu Rússa; lán þetta er veitt fyrir
atbeina Import — Export bankans í New York, er taldi
fjárhagslega aðstoð við Tító og stjórn hans óhjákvæmi-
lega eins og ástatt var.
Fáum kemur víst til hugar, að Tító hafi svo að segja
að næturlagi, tekið slíkum sinnaskiptum, að hann sé
orðinn hreinræktaður lýðræðissinni, þó hann hafi haft
einurð á að standa uppi í hárinu á Rússanum og af-
tekið íhlutun af hálfu hans varðandi innanríkismál
hinnar júgóslavnesku þjóðar; hann tjáist þess umkom-
inn, að verja þjóð sína gegn erlendum yfirgangi engu
síður nú, en meðan á heimstyrjöldinni stóð, og við
þetta er hann manna líklegastur að standa, verði hann
eigi myrtur eða tekinn úr umferð á annan hátt; hann
er maður fylginn sér, og lætur sér eigi allt fyrir brjósti
brenna.
Afstöðu vestrænna lýðræðisþjóða til Títós má nokk
uð marka af því, að eigi alls fyrir löngu gerðu Bretar
víðtæka og stórfenglega verzlunarsamninga við Júgó-
slavíu, en ofan á það bættist svo hið nýja, ameríska
peningalán.
Júgóslavía er að reyna að slíta af sér rússnesku
hlekkina, og að því, er eyktamörk benda til, munu
góðar horfur á að henni lánist það. Hver veit nema
þetta opni augu einhverra annara þeirra þjóða, sem
Rússinn hefir marið undir hæl og veiti þeim sólarsýn?
★ ★ ★
Núverandi forsætisráðherra Canada, Louis St. Lau-
rent, er tólfti forsætisráðherrann síðan að canadíska
fylkjsasambandið var stofnað fyrir áttatíu og einu ári;
fyrirrennarar hans voru: Macdonald, Mackenzie, Abott,
Thompson, Bowell, Tupper, Laurier, Borden, Meighen,
King og Bennett. — Macdonald fór með völd í 19 ár,
Laurier 15, Borden 9, en King í 22 ár, og setti með því
met innan takmarka brezka ríkjasambandsins.
Stjórnarforusta Meighens varð svo skammvinn, að
hún setti met í öfugu hlutfalli við embættisferil Kings.
Arthur Meighen var forsætisráðherra í hálft annað ár,
og minnir því að nokkru á Jörund hundadagakonung
í stjórnmálasögu íslands, sem eigi varð ellidauður í
valdasessi, en verður þó lengi minnst.
★ ★ ★
Þann 15. þ. m. verður hinu canadíska þjóðþingi
stefnt til funda; gert er ráð fyrir aðeins stuttri þing-
setu að þessu sinni, og má ætla að þau mál, sem til
meðferðar koma fái tiltölulega skjóta afgreiðslu. því
að til þess að svo megi verða, nýtur stjórnin ærins þing-
styrks, eða þess öflugasta meirihluta, sem sögur fara
af í stjórnmálasögu þjóðarinnar; flest munu það verða
óafgreidd mál frá síðasta þingi, er til meðferðar og
Af sjónarhól hálfrar aldar
Eftir PRÓFESSOR RICHARD BECK
(Rœða jlutt á jimmtíú ára landnámshátíð íslenzku byggðarinnar
í Brown (Morden), Manitoba, 15. júlí 1949)
Fimmtíu ár eru að vísu eigi langt tímabil í sögu þjóðarheild-
arinnár, en í sögu nýrrar byggðar, landnáms í nýju landi, er
það óneitanlega merkur áfangi, og vel til þess fallinn, að gengið
sé á sjónarhól og horft yfir farinn veg.
Verður okkur þá að sjálfsögðu
fyrst fyrir, og er það bæði ljúft
og skylt, að minnast með þakk-
læti og virðingu þeirra manna
og kvenna íslenzkra, sem hér
námu land, breyttu óruddri jörð
inni í gróðursæla akra, sem nú
brosa okkur við sjónum í sum-
ardýrðinni, frumherjanna, sem
einnig lögðu grundvöllinn að
því félags-' og menningarlífi,
sem hér hefir blómgast um ald-
arhelming.
„Og munið, að ekki var urðin
sú greið
til ájangans, þar sem við
stöndum“.
Þannig farast skáldinu Þor-
steini Erlingssyni orð í eggjun-
arkvæði sínu „Brautinni“. Þau
ummæli taka til brautryðjenda
á öllum sviðum, og ekki sízt
eiga þau við um frumherjana
íslenzku, sem hér háðu sína
brautryðjendabaráttu. Fram-
sóknar- og framfarabrautin er
altaf brött og seinfarin. Það
skyldum við í minni bera á hálfr
ar aldar afmæli þessarar blóm-
legu byggðar, er við vottum
stofnendum hennar virðingu
okkar og þökk. Bjart er einnig
um þá í hugum okkar, því fagur
lega og réttilega mælist Davíð
skáldi Stefánssyni, er hann seg-
ir:
„Alltaj leggur bjarmann bjarta
af brautryðjandans helgu glóð“.
Hvað sem öðrum orsökum líð-
ur, þá er enginn vafi á því, að
það voru einkum knýjandi
menningarlegar hugsjónir, vakn
andi umbótahugur og frelsisþrá,
sem knúðu íslenzka landnema
til vesturfarar. Menn gera það
ekki að gamni sínu að slíta sig
upp úr aldagömlum ætternis-
legum og menningarlegum jarð-
vegi sínum, frá ættingjum og
vinum, og leggja í langa og erf-
iða ferð út í óvissuna í ókunnu
landi.
Afkomendur og arfþegar land
nemanna ættu að festa sér þetta
vel í minni, því að þeirra vegna
sérstaklega var förin gerð í ó-
kunna landið, þeirra vegna um
fram annað háðu landnemarnir
sitt sigursæla en harða frum-
herjastríð, því að það útheimtir
„svita, blóð og tár“ að nema nýtt
land og byggja. Sagan um það
er glæsilegt ævintýri, en hún
er líka mikil harmsaga, og af
báðum ástæðum á hún skilið
að geymast í minni yngri kyn-
slóðarinnar af íslenzkum stofni
í landi hér, bæði til þess að halda
henni í tengslum við ættstofn
sinn og glæða framsóknarhug
hennar. Því að enginn getur les-
ið þá sögu réttilega, svo að hon-
um hitni ekki um hjartarætur
og svelli ekki metnaður í brjósti.
Davíð skáld Stefánsson, sem
er nátengdur móðurmoldinni,
finnur glöggt til þess skyldleika,
og hefir sungið henni og sveita-
lífinu fagra lofsöngva, bregður
upp mynd í kvæði sínu „Land-
nemar“, sem mér finnst alveg
eins eiga við um íslenzka land-
nema hérna megin hafsins og
um þjóðbræður þeirra og syst-
ur heima á ættjörðinni.:
„En bóndinn stakk, og bóndinn
hlóð,
unz bærinn þar í hvammi stóð,
og konan söng og kveikti glóð
og kvisti braut
og gerði graut
og bjó til brauð
og bræddi og sauð.
Þau börðust sœl
við sömu þraut.
Þau unnu bæði, — hann og hún,
unz holtinu var breytt í tún.
Þau ristu sundur brunabörð
og breyttu þeim í græna jörð,
sem gaj þeim fleiri og jleiri strá
og jeita hjörð, —
því moldin er þeim mild og góð,
sem miskunnsemi hennar þrá,
sem lija jyrir land og þjóð,
sem lúta því, er jörðin á,
og plæja, sá
og raka og slá.
Hún er þeim trygg.
Hún elskar þá“.
Finnst ykkur ekki, eins og
mér, að þetta sé laukrétt lýsing
á því, sem gerðist- hér í þessari
byggð á landnámsárunum. Og
auðvitað vitið þið og skiljið
miklu betur en ég, hve rétt og
fögur lýsing þetta er á gróður-
mætti og örlæti moldarinnar
þeim til handa, sem kunna með
hana að fara. Þeim er hún hin
góða jörð. Hinu þarf ég ekki að
lýsa fyrir ykkur, að ekki var
jörðin hérna á þessum slóðum
frumherjunum undirgefin og
örlát fyrirhafnarlaust, því að
erfitt verk var það og tímafrekt
að ryðja þykkan skóginn og
rista fram og þurka mýrlendið,
svo að úr hvorutveggja yrði
frjósamt akurlendi. En þraut-
seigja og framsóknarhugur
brtfutryðjendanna sigraðist á
þeim örðugleikum eins og verk-
in sýna. Víðfeðmir akrarnir,
sem bylgjast í blænum og blika
við sól, og blómleg býlin, eru
minnisvarðar atorku þeirra og
framsýni. Þeir voru framtíðar-
trúaðir menn, og þeim varð að
þeirri trú sinni, af því að þeir
sýndu hana í verki.
Eins og oft hefir verið bent
á, fluttu íslenzkir landnemar
ekki með sér heiman um haf
þungar kistur gulls og gersema,
í venjulegum skilningi orðsins,
en það hefd ég fyrir satt, að sum
um þeim af hérlendum flutn-
ingsmönnum, sem handfjölluðu
koffort íslenzku frumherjanna,
hafi þótt þau síga nokkuð mikið
í. Þungavaran voru bækurnar
íslenzku, sem þeir gátu ekki án
verið og fluttu með sér, því að
fyrir löngu var þeim runnin sú
kenning í merg og bein, „að
blindur er bókarlaus maður“.
Ætla ég einnig, að Biblían og
Njála hafi þar eigi orðið ósjald-
an samferða, og báðar verið eig-
andanum hugkærar. Víst er um
það, að íslehzku bækurnar
reyndust eigi aðeins hérlendum
flutningsmönnum þungar í vöf-
unum, heldur það, sem miklu
meira er um vert: Þær reynd-
ust þungar á metunum menn-
ingarlega, urðu landnemunum
brjóstvörn í harðri baráttu
þeirra, uppspretta gleði og orku.
íslenzkur manndómsandi og
menningararfur varð landnem-
unum sigursælt vopn til sóknar
og varnar. Séra Jónas A. Sig-
urðsson talaði út frá eigin reynd
óg víðtækum kynnum af ís-
lenzku landnemalífi, er hann
komst þannig að orði í kvæði fyr
ir minni Vestur-íslendinga:
„Að jötum og útliti ’inn hérlendi
hló,
og hæddist að jeðranna tungu.
En haldgóð var íslenzka út-
gerðin þó
í eldrauna líjsstarji þungu“.
Það merkisatriði er þess virði,
að því sé á lofti haldið, þegar
rakin er baráttu- og sigursaga
íslenzkra landnema á þessum
slóðum eða annars staðar í landi
hér.
Margir úr hópi þeirra ís-
lenzku frumherjanna, karlar og
konur, sem hér námu land, hafa
nú goldið síðustu skuldina við
lífið, og hvíla, eftir langan starfs
dag, í mjúkri sæng fósturmold-
arinnar. Blessuð sé minning
þeirra allra.
En ég fæ eigi minnst þeirra í
heild sinni, sem horfnir eru úr
þeim hópi, svo að ég minnist
ekki sérstaklega þeirra, sem
voru mér persónulega kunnir og
kærir. Minnist ég þá fyrst góð-
vinar míns og ágæts nágranna,
dr. Guðmundar (Gísla) J. Gísla-
son í Grand Forks; eru mér í
fersku minni margar ánægju-
legar samverustundir á heim-
ilum okkar beggja, er við rædd-
um um sameiginleg áhugamál,
íslenzkar bókmenntir að fornu
og nýju, og um menningarerfðir
okkar almennt, sem þessi vinur
minn hafði svo miklar mætur á
og kunni mörgum fremur vel
og rétt að meta. Þá minnist ég
með hlýjum huga, frá samver-
unni á ýmsum íslenzkum mann-
fundum og ekki sízt þjóðræknis-
þingum, þeirra Jóns S. Gillis og
Jóns J. Húnfjörð, sem að vísu
kom síðar í byggðina, hinna á-
gætustu félagsbræðra, sem báru
þjóðræknismálin mjög fyr-
ir brjósti og unnu þeim
af trúmennsku og áhuga. Allir
áttu þessir vinir mínir og land-
ar sammerkt í því, að þeir voru
sannir íslendingar, vildu veg
ættlandsins í öllu, jafnhliða ó-
rjúfandi hollustu við kjörland
sitt. Og má vitanlega hið sama
segja um frurúhérjana íslenzku
í heild sinni, hér í byggð sem
annars staðar.
Ég veit, að ég’tala einnig fyrir
munn þeirra, sem hér eru sam-
ankomnir, og þá ekki sízt yngri
kynslóðarinnar, þegar ég votta
þeim úr hópi frumherjanna í
þessari byggð, sem hér eru við-
staddir, virðingu okkar og þakk-
læti á þessum degi, sem er þeirra
heiðursdagur, því að byggðin og
þeir eru eitt. Og engum held ég,
að gert sé rangt til, né heldur
muni ykkur byggðarfólki það
óljúft að ég, á þessum tímamót-
um, votti þeim Þorsteini J. Gísla
son og frú Lovísu konu hans sér-
staka þökk fyrir forystu þeirra
í félagslífi byggðarinnar, með
svo mörgum hætti. Heiður sé
þeim fyrir það allt!
Og nú mynduð þið ekki ólík-
lega spyrja með skáldinu á
þessu fimmtíu ára afmæli byggð
ar ykkar:
„Hvað er orðið okkar starj?
Höjum við gengið til góðs
götuna jram ejtir veg?“
Ef þið ættuð sjálf að svara
þeim spurningum, mynduð þið
vafalaust gera sem allra minnst
úr því, sem þið hafið afrekað,
ég þekki ykkur nógu vel til þess.
En nú hefi ég leyft mér að fær-
ast það í fang að svara þeim
spurningum sjálfur, og ekki að-
eins út í bláinn, því að ég byggi
svör mín við þeim bæði á eigin
kynnum af byggð' ykkar og
starfi, og einnig á hinni greina-
góðu og næsta ítarlegu sögu
byggðarinnar, eftir sveitunga
ykkar og byggðarskáld, Jóhann-
es H. Húnfjörð, sem birtist í
Almanaki Ó. S. Thorgeirssonar~
1937—’40.
Persónuleg kynni mín af ykk-
ur hér í byggðinni og lestur of-
angreindrar sögu hennar hafa
fyrst og fremst sannfært mig
um það, að þið hafið með prýði
innt af hendi hið daglega starf
ykkar, bændastarfið, ræktun
landsins, en það er meginstarf
ykkar langflestra. Og hversu
mikilvægt og grundvallandi
starf bóndans er í þjóðlífinu
benti Jónas skáld Hallgrímsson
á eftirminnilega í þessum al-
kunnu orðum sínum:
„Bóndi er bústólpi,
þú ert landstólpi,
því skal hann virður vel“.
Og Davíð Stefánsson, sem
um margt er skyldur Jónasi
skáldi fyrirrennara sínum, og
kann jafn vel og hann að meta
starf bænda og búaliðs, lýsir
gildi þess starfs í eftirfarandi
gullfallegu og sönnu ljóðlínum:
„Þeir, sem akra yrkja,
auka landsins gróður,
eru í eðli tryggir
ættjörð sinni og móður,
ryðja grýttar götur,
gjajir lífsins blessa.
Bóndans starj er betra
en bæn og sálumessa“.
En þið hér í þessari byggð
hafið ekki aðeins leyst hið dag-
lega starf ykkar af hendi með
sóma. Þið hafið haldið uppi, og
gerið enn, merkilegu og harla
margþættu félagslífi, ekki fjöl-
mennari en þið hafið verið og
eruð. Tel ég ykkur það til hins
mesta sóma, hvað vel þið hafið
haldið hópinn, og ber það fag-
urt vitni góðum byggðaranda og
félagslegum áhuga ykkar.
Trúin var grundvallarþáttur
í hugsun og lífi landnemanna.
Frá því um aldamót hefir hér
einnig verið starfandi íslenzkur
söfnuður, er séra Jónas A. Sig-
urðsson stofnaði og þjónaði
fyrstur ísienzkra presta, er síð-
(Frh. á bls. 5)
endanlegrar afgreiðslu verða tekin; þjóðin væntir mik-
ils af stjórninni og öllu því geisilega þingfylgi, er hún
styðst við, og hún meðal annars væntir þess, að gerðar
verði róttækar ráðstafanir til að stöðva hina sívaxandi
dýrtíð í landinu, er mjög sverfur að þeim, sem verða
að draga fram lífið á lágum og ófullnægjandi launum.
SMART SHORT HAIR
FASHIONS
Combined With Amazing New
Cream (url
PERMANENT
• So Loose
• So Soít
• So Easy to Manage
• Long or Shorl Hair
Special
Including ,
Hair Treatment
$3-50
Evenings by Appoinlment
WILLA ANDERSON WII.L LOOK AFTER YOU.
She Is Efficient and Arlislic.
TRU-ART
PH. 924137
BEAUTY
S\E«\
206 TIME BLDG.. 333 Porlage Ave.
Corner Hargrave