Lögberg - 15.09.1949, Síða 6
6
LÖGBERG, FíMTUDAGLNN, 15. SEPTEMBER, 1949
FORRÉTTINDI
Eftir GILBERT PARKER
J. J. BUdfell þýddi. — Ljóöin i þeasari sögu eru
þýdd af Dr. 8lg. Júl. Jóhannessyni.
Djöfullinn hlær — sem í manns-
mynd er kominn til þess að spotta vesa-
lings skraddara, til að sá sæði fjand-
skaparins á meðal sóknarfólksins, sem
bjó í friði í skjóli kirkjunnar. Skraddar-
inn var haldinn þremur aðalástríðum:
Ágirnd, hégómagirni og trúarofsa. Char
ley hafði nú snert þær allar, og skradd-
arinn var allur á hjólum. Og ágirninni
var gefinn byr undir báða vængi, með
því að hafa fengið góðan aðstoðarmann
kauplaust, en nú sá hann að það var
djöfullinn í mannlíki, sem hann var far-
inn að gjalda kaup. Hégómagirni hans
var misboðið með fjandans háði. Trúar
brögðum hans og Guði hans hafði verið
misboðið á svo svívirðilegan hátt, að
engin refsing gat verið nógu þung fyrir
satansþjón þann, sem að slíkri óhæfu
væri valdur. Hann var ávalt ofsatrúar-
maður, en nú ofsatrúarmaður, sem mist
hafði stjórn á sjálfum sér.
Hann lét blaðið í vasa sinn og lædd-
ist út úr herberginu, og að dyrunum á
herbergi Charley. Hann hlustaði við
dyrnar. Eftir lítinn tíma opnaði hann
þær og hlustaði enn. Monsieur var stein
sofandi.
Louis Trudel vissi naumast hvers
vegna hann hefði verið að hlusta, eða
hvers vegna að hann hafði opnað dyrn-
ar, og stóð og horfði á manninn í rúm-
inu, sem hann gat aðeins séð móta fyr-
ir í myrkrinu. Ef ásetningur hans hefði
verið að granda honum þá hefði hann
tekið eitthvert vopn með sér, en það
gerði hann ekki; ef að hann hefir gjört
það af forvitni þá sá hann manninn í
fasta övefni.
Hið sjúka hugmyndaflug skraddar-
ans hafði svo mikið vald á honum, að
hann vissi naumast hvað hann var að
gjöra. Á meðan að hann stóð og horfði
á manninn sofandi, með hatur í huga og
hrylling í hjarta, talaði rödd til hans og
sagði: „Þú skalt ekki mann deyða“. Og
orðin héldu áfram að hljóma honum í
eyrum. En þó kom honum ekki morð til
hugar ímyndaða beðið sem til hans kom
hafði og komið honum til þess að láta
sér slíkan verknað til hugar koma. Hon
um hafði dottið í hug að fá söfnuðinn
til að hirta þennan mann á marga vegu,
en aldrei hafði honum dottið morð í
hug. Þegar hann lét hurðina á herbergi
Charley hljóðlega aftur kom honum
morðhugsunin í hug og hún festist í
huga hans: „Þú skalt ekki“ hafði vakið
hugsunina um „þú skalt“.
Þessi hugsun lét hann ekki í friði
þegar hann kom inn í herbergi sitt
aftur og fór að hátta, og lagðist til
svefns. Hann gat ekki sofnað. „Sýndu
mér tákn frá himni, skraddari!" Það
hafði verið skorað á hann sjálfan og
við því gat hann ekki skellt skollaeyr-
um. Það var skylda hans að svara. —
Já hann varð að svara þessum trúvill-
ingi, í nafni kirkjunnar, trúarinnar og
Guðs. Eftir því sem hann hugsaði meira
um þetta, því óskýrari varð myndin af
Charley með augnaglerið hart skrúfað
á auga sér. Þetta augnagler gat aldrei
úr huga hans farið — það var vantrúar
merkið. „Sýndu mér tákn frá himnum,
skraddari!“ Hvaða tákn af himni átti
hann að sýna ?
Eftir lítinn tíma settist hann upp í
rúmi sínu, og eftir augnablik var hann
farinn að klæða sig, og eftir fimm mín-
útur var hann kominn út og á leið til
kirkjunnar. Þegar hann kom þangað,
tók hann .verkfæri upp úr vasa sínum
og skrúfaði með því lítinn járnkross af
kirkjuhurðinni. Það var kross, sem páf-
inn hafði sérstaklega blessað, og var
fluttur til Chaudire af móður prestsins,
sem nú var dáin.
„Þegar ég er búinn að nota hann,
þá læt ég hann aftur á sinn stað“, sagði
hann um leið og hann faldi krossinn við
brjóst sér og flýtti sér aftur heim til
sín. Þegar hann var háttaður ískraði
kuldahláturinn í honum. Hann lá vak-
andi alla nóttina og horfði upp í loftið
í herberginu sem hann var í. Hann fór
á fætur með dagrennnigu daginn eftir
og fór að hyggja að eldinum í búð sinni.
XVIII. KAPÍTULI
Stuldur krossins
Ef Charley hefði ekki verið eins
sokkinn niður í sínar eigin hugsanir og
hann var, þá hefði hann orðið var við
hið illa augnaráð, sem skraddarinn gaf
honum, en hugur hans var sokkinn nið-
ur í hugarraun, sem ekki kom Louis
Trudel hið minsta við. Hin forna þrá
og þorstahneigð ásótti hann á ný. Hann
hafði séð dyrnar á 'veitingahúsi Joli-
coeur í huga sér opnast og aftur skella
allan morguninn, og vínlyktina anga
alls staðar í kringum sig. Hana lagði
að vitum hans, þegar gufuna lagði upp
af heitu pressujárninu, þegar hann var
að pressa saumana á treyjunni, sem
hann var með og frá snjónum, sem sól-
in var að bræða fyrir utan gluggann á
búðinni.
Hvað eftir annað fannst honum að
hann yrði að fara burt frá verki sínu
og á litla veitingahúsið, þar sem hvít-
leitt áfengið var selt heimskum héraðs-
mönnum. En hann barðist á móti þeirri
ástríðu — þeim fortíðararfi — því langa
fortíðaroki — eða var það virkilega hið
eiginlega og sana eðli hans? í þeirri
spurningu var falinn ómöguleikinn á að
gleyma hinu fyrra lífi, — gleyma því,
sem hann hafði verið, og ekki verið,
ánægjustundunum, sem hann hefði get-
að notið, — öllu því, sem hann hafði
tapað — ævarandi fingur, sem benti
honum á það. Hann var enn háður bölv-
uninni, sem kvaldi hann líkamlega og
andlega — ef um nokkurt andlegt líf
væri að ræða!
„Andlegt líf — sál!“ Setning sú kom
aftur og aftur í huga hans á meðan
hann var að berjast við vínlöngunina
og ástríðuna til að taka n\eðalið, sem
læknirinn, bróðir prestsins sendi hon-
um.
„Ef að hann hefði sál!“ Umhugsun-
in um það, varð honum læknislyf, sem
róaði huga hans. Hann gekk aftur og
aftur út að glugganum á búðinni þang-
að sem vatnsfatan stóð og teygaði úr
henni til að slökkva þorstann.
„Ef að hann hefði sál!“ Hann leit
til Louis Trudel, þegjandi og úrillur sat
hann við að sauma vesti. Það var eins
og raki í höndunum á honum og and-
litið, sem var gulleitt og veiklulegt, og
benti á óumflýjanleg endalok! Orðin,
sem hann hafði skrifað kveldið áður
komu honum í huga: „Þess vegna,
hvers vegna, skraddari? Þess vegna,
hvers vegna, Guð? Sýndu mér
tákn af himni, skraddari!14
Það bárust söngraddir til eyrna
þeirra, eins og svar upp á spurningu
hans, söngraddir og klukknahljómur
frá kirkjuklukunni.
Skrúðganga með merki og fána
færðist nær. Það var helgidagur og safn
aðarfólkið í Chaudiere vanrækti ekki
skýldu sína. Fólk frá þorpinu, sem að
heiman var við vinnu og feröafólk, var
komið heim fyrir páskana. Allir, sem
voru í skógarvinnu, við veiðar, eða að
heiman voru komnir. Það er, allir sem
gátu komist til skrifta og til að meðtaka
sakramentið í safnaðarkirkju sinni. í
gær hafði safnaðarfólkið notið hóflegr-
ar gleði. Kirkjan, sem var mikil og rúm-
góð, hafði verið meira en troðfull, og
fólkið sparibúið gekk í hópum Um göt-
urnar. Nú hafði skugga verið varpað á
gleði þessa góða fólks — járnkrossin-
um litla, sem páfinn hafði blessað,
hafði verið stolið af kirkjuhurðinni!
Prestinum hafði verið sagt frá þessu
meðan á messunni stóð, og áður en
hann gekk upp í prédikunarstólinn
minntist hann á þetta hneyksli með ein
urð og alvöru. Krossinn hafði verið eign
píslarvotts kirkjunnar, sem fyrir tvö
hundruð árum gaf líf sitt í þjónustu
meistarans á strönd Afríku.
Louis Trudel heyrði það, sem prest-
urinn sagði, í sæti sínu framarlega í
kirkjunni, hann brosti kuldalega og
sagði við sjálfan sig: „Honum verður
skilað aftur á sínum tíma, en fyrst verð
ur hann að inna af hendi ákveðið verk“.
Louis Trudel gekk ekki til altaris þenn-
an páskadag, né heldur gekk hann til
skrifta, eins og hann var vanur að gjöra.
Það liðu nokkrir dagar þangað til prest-
urinn varð þess var, þrátt fyrir það, þó
að það hefði aldrei fyrr komið fyrir í
þrjátíu ár að skraddarinn vanrækti
helgi skyldur sínar á páskadaginn.
Fólkið braut heilann um þennan at-
burð, en það gat ekki komið auga á
neitt fyrst í stað. Það þóttist sannfært
um að enginn óbrjálaður kaþólíki í
Chaudiere mundi hafa tekið hinn helga
hlut. Eftir nokkurn tíma fóru menn
hljóðlega að stinga nefjum saman um
að það væri ekki óhugsandi að monsieur
Charley hefði stolið krossinum. Hann
væri ekki kaþólskur — og hver vissi,
hvaðan að hann hefði komið, hvað hann
hefði verið? Ef til vill væri hann tugt-
húslimur, þjófur eða morðingi! Char-
ley, sem hafði sjálfur nóg til að hugsa
um hélt áfram við verk sitt, án þess að
láta á því bera að hann vissi um þetta
hjal fólksins.
Skrúðförin fór fram hjá húsunum,
menn með fána með ritningartilvitnun-
um á, kórþénarar með reykelsisker,
maður sem hélt kristsmynd gjörðri úr
tré hátt á loft, presturinn með silkihlíf
yfir sér og fjöldi byggðarfólks kom á
eftir og söng sálma. Fólkið kom út úr
húsum sínum og kraup á kné á götunni
á meðan skrúðförin fór fram hjá, og
prestur leit á fólkið, hér og þar, og bless
aði það með uppréttri hendi.
Louis gamli reis upp af bekknum,
sem hann sat á, fór í treyju utan yfir
ullarskyrtuna, sem hann var í, flýtti sér
fram að búðardyrunum kraup á kné,
signdi sig og baðst fyrir. Svo stóð hann
upp, snéri sér að Charley, sem var ýmist
að horfa á skrúðförina eða á skradd-
arann brosandi.
Charley vissi varla hvaðan á sig
stóð veðrið. Hugur hans var langt í
burtu frá sjón þeirri, sem fyrir augu
hans bar. Var þetta ein allsherjar og
ægileg skynvilla? Voru þetta trúar-
brögð? Viókvæm, hjartaskerandi láta-
læti dauðlegra manna? Hann brosti
raunalega að þessum hugsunum sín-
um — að sínu eigin sálarástandi, sem
honum virtist vera afskekkt og ein-
manalegt eins og holdlaus bein í her-
klæðum, eitthvað sem hvergi ætti
heima. Orðin, sem hann sjálfur skrifaði
daginn örlagaríka, er hann dó í Cóte
Dorion komu honum í huga .
Hann var skyndilega vakinn upp frá
þessum hugsunum, sem skrúðgangan
leið í gegnum, eins og heil fylking vitna.
Það var rödd Louis Trudel, skörp og
skræk, sem vakti hann.
„Trúir þú ekki á Guð og Guðsson?“
„Það veit Guð!“ svaraði Charley
seinlega — ósjálfráð vandræða viður-
kenning, handhæg setning, sem gripið
var til, til þess að fullnægja stundar-
hugsun. En hún sýndist hárbeitt ögrun,
jafnvel illkynjuð keskni. Þannig leit
Louis Trudel að minsta kosti á hana,
því hann stök á fætur, greip glóandi
járnið úr eldinum og réðst að Charley
urrandi. Þetta kom svo flatt upp á Char
ley að hann vissi ekkert hvað hann átti
að gjöra. Hann var með öllu óundirbú-
inn til að mæta slíkri aðför. Hann stg,rði
aðeins á skraddarann, án þess að bera
hönd fyrir höfuð sér, en skraddarinn
stansaði svo sem fet frá honum með
járnið á lofti.
Louis Trudel sá að sér í tíma. Með
hugboði brjálaðs manns skildist hon-
um, að ef hann réðist að Charley nú,
þá mundi það eyðileggja höfuðatlögu
hans síöar, að þorpsbúarnir myndu
þyrpast í búðina og gjöra uppþot og
ergelsi, út af röngu tilræði. En svo vildi
til að þetta tiltæki skraddarans bar fyr-
ir augu einrar persónu annarar en
mannanna í skraddarabúðinni, sú per-
sóna var Rósalie Eventurel. Hún sá
krossinn eldrauðan reistan til atlögu
að monsieur, og vonaðist eftir að sjá
hann slá skraddarann til jarðar, en í
stað þess sá hún Louis snúa við og láta
járnið í eldinn aftur. Hún sá einnig, að
monsieur var að tala við skraddarann,
en heyrði ekki hvað hann var að segja.
En það, sem hann var að segja, var
hvorki flókið né margbrotið, það var
aðeins: „Fyrirgefðu, monsieur, ég
meinti enga móðgun með því sem ég
sagði, ég var aðeins að leitast við að
leysa ráðgátuna á mannlega vísu. Ég
býst við að ég þrái tákn frá himni! —
tákn, sem ég fæ ekki öðlast“.
Varir skraddarans herptust saman
og hann hélt skærunum fast að hlið
sér.
„Það sakar ekki nú“, sagði hann
stuttur í spuna. Ég hefi fengið tákn af
himni, máske að þú fáir það líka!“
„Það væri æskilegt“, svaraði Char-
ley hugsandi. Hann var að hugsa um
hvort hann hefði unnið sjálfum sér ó-
bætanlegt tjón með hinum illa völdu orð
um sínum, sem gætu ollið algjörðum
skilnaði við skradarann, og gjöra hon-
um veruna í þorpinu alveg ómögulega.
Hann hafði engá löngun til að flytja sig,
og hvert gat hann farið? Það gjörði
minnst til, hvort hann var skraddari
eða eitthvað annað, takmark hans var
nú að komast í samræmi við almenn-
ingshugsunarháttinn, að verða að skyn
ugu dýri, að komast sem næst lífi nátt-
úrunnar, ofan halla lífsins með eins lít-
ið eðlisupprunatap og unnt væri. Það
var skylda hans að semja sig að hugs-
unarhætti á borð við þann, sem skradd
arinn átti yfir að ráða, að gjöra það,
sem skraddarinn og hans líkar höfðu
fundið, að sínu eigin — óþolandi trúar-
bragðakerfi, og auðfengna tryggingu,
sem til boða stóð með því að selja upp-
runaeðli sitt á vald þessari miklu draum
trúarhugsjón. Hvaða ósegjanlega ró og
tálmunarlaus torg var ekki þar að finna.
Hann horfði yfir götuna í áttina til
litla pósthússins, og sá Rósalie Evantur
el standa við gluggann, og hann fór að
hugsa um hana.
Rósalie var aftur á móti að hugsa
um, hvað hamfarirnar, sem hún hafði
séð Louis í meintu. Innan lítillar stund-
ar, sá hún tólf menn koma gangandi
eftir götunni og ganga hratt, og áður
en þeir komu að skraddarabúðinni
stönsuðu þeir og töluðu saman með
áhuga. Svo tók einn þeirra sig út úr
hópnum, — það var Filion Lacasse
söðlasmiður. Hann stansaði við dyrn-
ar á skraddarabúðinni, horfði á Charley
um stund og sagði svo hranalega: „Ef
að þú skilar ekki aftur krossinum, sem
þú stalst af kirkjuhurðinni, þá tökum
við þig, tjörgum og fiðrum, monsieur“.
Charley leit upp steinhissa. Honum
hafði ekki komið til hugar, að hann yrði
sakaður um þann þjófnað.
„Ég veit ekkert um krossinn“, sagði
hann hægt. ,
„Þú erfeini trúvillingurinn, sem til
er hér í byggðinni. Þú hefir tekið kross-
inn. Hver ertu og hvað ertu að gjöra
hér í Chaudiere?“
„Ég er að vinna við iðn núna“, svar-
aði Charley rólega. Hann leit til Louis
Trudel eins og hann vildi spyrja:
„Hvernig lýst þér á?“
Louis gamli lét ekki standa á sér
að svara. „Hafðu þig í burtu Filion La-
casse“, hreytti hann úr sér. Komdu ekki
hingað með þetta slúður. Monsieur hef-
ir ekki stolið krossinum. Hvað hefir
hann að gjöra með kross? — Hann er
ekki kaþólskur“.
„Ef hann hefir ekki stolið krossin-
um, því segir hann það þá ekki, svaraði
söðlasmiðurinn. En ef nú að hann skyldi
hafa gjört það, hvað hefurðu þá að
segja þér til réttlætis Louis? Þú þykist
verá góður kaþólíki, ja svei! þegar þú
leggur lag þitt við trúvilling!“
„Hvað kemur þér það við?“ urraði
í skraddaranum og hann rétti út hend-
ina eftir járninu, sem var í eldinum. Ég
þjónaði við altarið áður en þú fæddist
og ég skal segja þér að ég á eftir að
sauma á þig líkklæðin, og halda áfram
að vera góður kaþólíki, þegar þú ert
kominn ofan í kirkjugarðinn. Burt með
þig. Ætlarðu ekki að fara! sagði hann
hastur, þegar Filion hreyfði sig ekki, ég
skal skera á þér hérið!“ Og hann stóð
upp af bekknum, sem hann sat á með
skærin í hendinni. Filion leist ekki á
blikuna og hafði sig í burtu ásamt félög
um sínum, sem biðu hans úti á götunni,
en Louis gamli setist aftur niður á bekk
inn.
Charley leit upp frá vinnu sinni og
sagði: „Þakka þér fyrir, monsieur“.
Hann sá ekki hve illilegt augnaráð
Louis Trudel var, þegar hann leit til
hans, en Rósalie Evanturel, sem stóð
úti, sá það, og hún gekk yfir að pósthús-
inu, hugsandi og óróleg.
Hún tók ekki augun af skraddara-
búðinni allan þann dag, og ekki heldur
af efrihæðar gluggunum um kveldið.
eftir að búðinni var lokað.
XIX. KAPÍTULI
Tákn af himni
Forvitniskend æsing lét Rósalie al-
drei í friði þan dag 'og rénaði ekki held-
ur með kveldinu, þegar gluggahlerun-
um á skraddarabúðinni var lokað, og
aðeins blaktandi ljósbjarminn sást út
um þá. Hún var óróleg og kvíðandi um
kveldverðartímann og svaraði föður
sínum, sem sat í hjólastól sínum við
borðið og var óvanalega málhreifur,
oft eins og hún væri úti á þekju.
Damase Elvanturel var órólegur út af
hvarfi krossins, hótunum Filion La-
casse og félaga hans við Charley. Hann
var sá eini, sem auk prestsins, Jó Portu-
gais og Louis Trudel, sem hafði nokkuð
saman við Charley að sælda, því fund-
um þeirra bar oft saman, þegar monsie-
ur va rúti á gangi á kveldin, og það var
ekki ósjaldan að Charley æki honum í
hjólastólnum á undan sér og talaði við
hann um það, sem gerðist í þorpinu.