Lögberg - 10.11.1949, Blaðsíða 1

Lögberg - 10.11.1949, Blaðsíða 1
-Jt&'ssr* St° A Complele Cleaning Instiiution PHONE 21374 UuiO T rtlitví PHONE 21374 LieA L";. STÍ° A Compleie Cleaning Institulion 62. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 10. NÓVEMBER, 1949. NÚMER 45 ALVARLEGT og ÍHUGUN- ARVERT MÁL Mr. F. A. McGregor, aðaleftir- litsmaður fyrir hönd sambands- stjórnarinnar varðandi útilokun einokunar eða samsæris milli verzlunarfélaga með hækkandi verðlag fyrir augum, hefir látið af embætti ásamt aðstoðarmanni sínum, og sent sambandsstjórn aðfinslur í ellefu liðum, þar sem því er haldið fram, að ellefu hveitimyllufélög hafi bundist samtökum um það sín á milli að útiloka venjulega verzlunarsam- keppni og skipa fyrir að eigin vild um verðlag hveitis og brauðs; telur Mr. McGregor þetta athæfi hafa brotið í bága við lög, sem eiga að útiloka verzlunareinokun í landinu; mál þetta hefir af skiljanlegum á- stæðum vakið óhemju athygli um landið þvert og endilangt, og má búast við heitum umræð- um um það á þingi áður en yfir lýkur. VILL SKIPTA KJÖRDÆMI J. A. Simmons, Liberal þing- maður í sambandsþinginu fyrir Yukonkjördæmið, kvartaði yfir því nýlega í þingi, að kjördæmi sitt væri um of víðáttumikið, og taldi nauðsyn á að því yrði skipt í tvö kjördæmi; eins og nú hag- aði til, væri ekki unnt að ná til kjósenda með öðrum hætti en ferðast í flugvél og váeri slíkt ó- neitanlega dýrt spaug; vildi Mr. Simmons, að annað kjördæmið innilyki Yukon héruðin, en hitt tæki yfir svæðið frá Mackenzie- fjöllum og norður að Hudson- flóa; kvað hann ýmsa mótfallna skiptingu vegna þess að um- rædd norðursvæði væru enn eigi nógu mannmörg; á hitt bæri þó jafnframt að líta hve stór- auðug þau væru af margskonar náttúrufríðindum. Ekki er ósennilegt að áminst uppástunga Mr. Simmons verði tekin til alvarlegrar íhugunar áður en næstu sambandskosn- ingar fara fram. FJÓRTÁN MANNA ÞING- NEFND I fyrri viku var sett á fót í Ottawa fjórtán manna þing- nefnd til að íhuga afstöðu Can- ada til kjarnorkuframleiðslunn- ar með hliðsjón af vörnum lands ins; í nefndinni eiga sæti menn úr öllum þingflokkunum. íslendingasagnaútgáfan hefir látið semja og gefið út mjög full- komna nafnaskrá fyrir Islend- ingasögurnar í heild, og er það í fyrsta skipti, að ráðizt hefir verið í slíkt verk. Er nafnaskrá þessi um fjögur hundruð og fjörutíu blaðsíður, prentuð smáu letri. 1 þessari nafnaskrá, sem Guðni Jónsson magister hefir samið, eru ekki aðeins öll manna- og staðanöfn, er fyrir koma í íslend- ingasögum, heldur er og skrá eft- ir föðurnöfnum og skrá um alla staði, er getið er í sögunum, en nöfn hafa breytzt á síðan. Á ís- lendingasagnaútgáfan hrós skil- ið fyrir þessa nafnaskrá. Sérprentun sagna og þátta. íslendingasagnaútgáfan hefir nú um langt skeið haft í huga að sér prenta ýmsar af helztu Islend- ingasögum og þáttum, til notk- unar í skólum landsins. Leitaði hún til nokkurra valinkunnra MÆLIR MEÐ LÆKKUN TEKJUSKATTS Wilfrid Lawoix, einn af Libe- ralþingmönnum Quebecfylkis í sambandsþinginu, flutti þing- ræðu á föstudaginn var, þar sem hann beindi því til stjórnarinn- ar, að bændur í þessu landi greiddu í flestum tilfellum of háan tekjuskatt; taldi hann slíkt tvíeggjað sverð, því enn sem fyr hvíldi velmegun þjóðarinn- ar á jafnvægi landbúnaðarins; það væri hin eina og sanna kjöl- festa þjóðfélagsins. ÞVERRANDI VIÐSKIPTI VIÐ BRETA Fréttir frá London þann 3. þ. m. staðhæfa, að vörukaup Breta héðan úr landi muni þverra stór vægilega á næsta ári; er þess getið að innflutningur svína- kjöts lækki að minsta kosti um 25 af hundraði, auk þess sem drjúgum minna verði keypt hér af prentpappír og timbri, en við hefir gengist fram að þessu; reynist þetta svo er auðsætt, að Canada verður að leita fyrir sér annarsstaðar en í Bretlandi um sölu afurða sinna. RÓSTURSAMT í COLUMBÍARÍKI Undanfarinn hálfan mánuð hafa sorfið að Columbíaríki póli- tískar róstur, sem kostað hafa nálega 700 mannslíf; mest hefir kveðið að gauragangi þessum í borginni Bogota, þar sem óspekt irnar hafa nálgast raunverulegt borgarastríð; svo miklum óhug hefir slegið á borgarbúa, að menn svo hundruðum skiptir hafa tekið alt sitt sparifé úr bönkum og reynt að koma því úr landi. RÝMKAÐ TIL UM VIÐSKIPTI Brezk og amerísk stjórnarvöld hafa kunngert, að þau hafi á- kveðið að rýmka til um við- skiptasambönd við Júgóslavíu nú þegar; geta Júgóslavar nú fengið keyptar í Bandaríkjun- um og Br’etlandi flugvélar til vöru og farþegaflutninga ásamt benzini og smurningsolíum; sýnt þykir að innflutningsbanni á ýmissum öðrum vörutegund- um til Júgóslavíu verði einnig létt af. fræðimanna og kennara í ís- lenzkum fræðum, svo og til fræðslumálastjóra og voru allir á einu máli um, að slíkrar út- gáfu væri mikil þörf. Að þessu athuguðu og með meðmælum þessara manna sótti útgáfan um leyfi fyrir pappír í þetta, en enn- þá hefir ekkert svar borizt frá Viðskiptanefnd og er það mjög bagalegt fyrir útgáfuna, þar sem hún hefir ekki heldur fengið leyfi fyrir prentblýi og er því nauðbeygð til að bræða upp „satsinn“, sem haldið hefir verið eftir vegna þessa. Tekið upp afborgunarfyrir- lcomulag. Islendingasagnaútgáfan hefir ætíð haldið þeirri braut, er mörk- uð var fyrst er hún var stofnuð, það er að fylgja ástæðum fólks- ins í verðlagi og gera öllum kleift að eignast bækur útgáfunnar á hvaða tímum sem er. Hún hefir nú ákveðið að verða fyrst til að taka upp afborgunarfyrirkomu- lag á bókum útgáfunnar, sem mjög er vinsælt í öðrum löndum. 32 bálfarir hafa farið fram í Reykjavík Það e^u 15 ár liðin frá því er Bálfarafélagið hóf baráttu fyrir því að koma upp bálstofu í Reykjavík, fyrir frumkvæði dr. Gunnlaugs heitins Claessens. Félagið hefir nú séð árangur af starfi sínu, því í samvinnu við kirkjugarðsstjórn Reykjavíkur hefir Bálfarafélaginu tekizt að koma upp hinni myndarlegu bál- stofu og kapellu í Fossvogi. Hafa þegar verið brennd þar 32 lík frá því bálstofna tók til starfa. I skýrslu sem Bálfarafélagið hefir nýlega gefið út um starf- semi sína, segir formaður þess, Björn ólafsson alþm., að félagið hafi lagt fram nokkuð á 3ja hundrað þús. kr. til kaupa á lík- rennsluofnum og öðru tilheyr- andi. Tækin eru talin þau beztu sem nú eru fáanleg. í skýrslunni segir ennfremur, að verið sé að undirbúa duftreit- inn austan við kirkjuna, en hann verður í umsjá Bálfarafélagsis. Duftreiturinn verður skipulagð- ur samkvæmt tillögum Halldórs Halldórssonar arkitekts. Öskunni verður komið fyrir með tvenns- konar fyrirkomulagi, annarsveg- ar með því að grafa hana í litlum reit, sem marmaraplata verður síðar lögð yfir, hinsvegar með því að strá öskunni yfir grass- vörðinn á miðju svæðinu. Undir- búningur að ræktun garðsins og gróðursetningu trjáplantna er hafinn. Bálfarafélagið hefir frá önd- verðu lagt áherzlu á að fá hinn mikla útfarakostnað lækkaðan. Hefir það nú unnist á að kirkju- garðsstjórnin í Reykjavík hefir gert nauðsynlegar ráðstafanir til að geta annast útfarir að öllu leyti, hvort sem um brennslu eða greftrun er að ræða, fyrir sam- tals 1200 krónur- í þessu verði er allt innifalið, ásamt greftrun eða brennslu, nema húskveðja. Verður með þessu útfararkostnaðurinn lækk- aður um helming, því til þessa hefir íburðarlaus útför jafnvel kostað 2—3 þús. kr. Aðeins húskveðja í heima hús- um er ekki innifalin í kostnaðin- um og verða menn að kosta hana sjálfir, ef ekki á að sleppa henni. Bálfarafélagið mun reyna að gera útfarir enn ódýrari, þann- ig að kostnaðurinn við þær verði ekki meiri en 800—900 kr. Þetta Geta menn nú fengið allar bækur útgáfunnar með því að greiða afborganir, sem nema kr. 100,00 á mánuði. Væntir útgáfan þess, að þetta fyrirkomulag hjálpi mörgum fróðleiksfúsum Islending til að eignast þessa ó- dýru og skemmtilegu útgáfu fornrita okkar. Eddurnar. I undirbúningi eru nú útgáfa Sæmundar-og Snorra- Eddu og er ætlunin að hafa sérstakt vísna og orðaskýringabindi með þeim, ásamt bókmenntalegri greinar- gerð fyrir Eddukvæðunum. Guðni mag. Jónson, mun sjá um útgáfu þessa flokks. Áætlað er, að þessi flokkur komi út síðast í næsta mánuði, ef pappírsleyfi fæst næstu daga. I öðru lagi er unnið að áfram- haldi á útgáfu riddara sagnanna, og verður næst gefin út hin fyrir- ferðamesta þeirra, Karla-Magn- úss saga, er verður 3—4 bindi. Mun Bjarni Vilhjálmsson mag- ister sjá um þá útgáfu. Tíminn ætti að takast ef innflutnings- leyfi fengist fyrir vélum til þess að smíða sérstaka gerð af líkkist- um fyrii- brennslu. Sjórn Bálfarafélagsins skipa: Björn Ólafsson alþm. formaður, Ben Þ. Gröndal framkv.stj., Gunnar Einarsson prentsm.stj., og Ágúst Jósefsson heilbrigðis- fulltr. Vísir, 14. sept. Úr borg og bygð Mr. L. S. Freeman frá Piney var staddur í borginni á föstu- daginn í vikunni, sem leið. ☆ Mr. Sæmundur Borgfjörð frá Winnipeg Beach var í borginni á mánudaginn. ☆ Þann 1. þ. m., lézt að Lundar frú Ólöf Sigurveig Jónsdóttir, ekkja Jóhannesar Jónssonar frá Fossvöllum í Jökulsárhlíð, frek- lega 78 ára að aldri, merk kona og mikilhæf; hún var fædd á Þjófsstöðum í Núpasveit í Norð- ur Þingeyjarsýslu; þau Jóhann- es og frú bjuggu um langt skeið fyrirmyndarbúi í Siglunessveit við Manitobavatn; sjö mannvæn leg börn þeirra eru á lífi, en þrjú létust í æsku. Útför frú Ólafar fór fram frá lútersku kirkjunni að Lundar síðastliðinn þriðjudag. — Séra Valdimar J. Eylands flutti hin hinstu kveðjumál. Vafalaust verður þessarar gagnmerku konu frekar minst áður en langt um líður. _ ☆ VIÐBÓT Til viðbótar frásögn minni um vígslu Elliheimilisins að Moun- tain í síðasta blaði, skal þess get- ið að auk þess sem Dr. H. Sigmar flutti kveðjur og heillaóskir frá söfnuði sínum í Vancouver, flutti hann einnig kveðjur og árnaðaróskir frá íslenzka Elli- heimilinu þar í borg og fram- kvæmdanefnd þess, frá íslenzka söfnuðinum í Seattle, og frá fjölda einstaklinga vestur þar. RICHARD BECK ☆ Sæmundur Sæmundsson, bú- settur á Little Bullhead við Winnipegvatn, andaðist þann 18. október, 68 ára að aldri. Hann var fæddur í Nova Scotia, sonur hjónanna Jóns Sæmunds- sonar og konu hans Vigdísar Emilíu Þorkelsdóttur Vernharðs sonar frá Víðikeri í Bárðardal, var hún systir séra Jóhanns dómkirkjuprests Þorkelssonar. Ásamt foreldrum sínum flutti Sæmundur til Winnipeg barn að aldri, en þaðan til Cypress River og þar ólst hann upp með þeim. Á yngri árum vann hann í Selkirk og Winnipeg. Árið 1913 kvæntist hann Guðrúnu Skagfield, er dó 1922, var hjóna- band þeirra barnlaust. Þann 31. maí 1929, kvæntist hann Miss Lucy Lea frá Little Bullhead, bjuggu þau þar ávalt síðan. Syrgir hún mann sinn ásamt börnum þeirra, sjö að tölu, sem eru heima hjá móður sinni. ■ Systkini hins látna eru: Mrs. John Vogen, og Ágúst, bæði bú- sett í Selkirk. Sæmundur var trúverðugur maður, er leysti verk sín vel af hendi, og vann jafnan erfiða vinnu. Um mörg síðari ár átti hann að stríða við bilaða heilsu. — Út- för hans fór fram frá kirkju Sel- kirk safnaðar þann 23. október. S. ÓLAFSSON ☆ Ungfrú Anna Norðdal frá Gimli var stödd í borginni síðast liðinn þriðjudag. VINNUR AUKAKOSN- INGU Síðastliðinn mánudag fór fram í Leedskjördæmi auka- kosning til fylkisþingsins í On- tario, og lauk henni á þann veg, að frambjóðandi íhaldsflokks- ins, Hugh Reynolds, vann sigur mikinn yfir þingmannsefni Liberala, Ernest Miller. C. C. F. flokkurinn hafði engan fram- bjóðanda í kjöri. LÍKNARSAMLAGIÐ Nokkuð yfir helming þess fjár, er Líknarsamlag Winnipegborg- ar þarfnast og setti sér að mark- miði, hefir nú safnast, en þó svona mikið hafi unnist á, er auðsætt, að betur má ef duga skal; hér verða allir að leggjast á eitt, því í mörg horn er að líta og það fólk margt, ungt sem aldrað, er á aðstoð þarf að halda yfir veturinn. ÆGILEGT FLUGSLYS Nýlega gerðist sá hörmulegi atburður, að lítil orustuflugvél frá Boliviu og stór amerísk far- þegaflugvél rákustá í lofti ná- lægt flugvellinum í Washing- ton; í árekstrinum biðu fimmtíu og þrír menn bana; þetta er tal- ið eitt hið átakanlegasta flug- slys í sögu Bandaríkjaþjóðar- innar. FUNDUR UM STJÓRN- SKIPULAG Að tilhlutun forsætisráðherr- ans í Canada, Rt. Hon. Louis St. Laurents, verður fundur hald- inn í Ottawa þann 10. janúar næstkomandi milli sambands- stjórnarinnar annars vegar og stjórna hinna einstöku fylkja hinsvegar, til að ræða um vænt- anlega stjórnarskrárbreytingu varðandi réttarafstöðu fylkj- anna. Átta fylki af tíu, hafa þeg- ar tjáð sig hlynt þátttöku í fund- inum; um Quebec og Newfound- land er enn eigi að fullu vitað. GÓÐUR GESTUR Nýlega er komin hingað til lands flugleiðis frá íslandi, frú Bentína Hallgrímsson, ekkja séra Friðriks Hallgrímssonar dómprófasts; hún dvelur um þessar mundir hjá dóttur sinni, Mrs. T. N. Fawdrey, 6 West Acres Drive, Toronto 9, Ont. Þau séra Friðrik og frú, dvöldu um aldarfjórðung vestan hafs, og nutu þar sem annars- staðar, frábærra vinsælda. Frú Bentína á hér um slóðir fjölda vina, sem fagna mundu komu hennar hingað. ALLT í GRÆNUM SJÓ Sambandsstjórn hefir nýverið lýst yfir því, að frá 15. desem- ber næstkomandi að telja, megi eigendur íbúða hækka húsaleigu frá 20 til 25 af hundraði; hefir þessi ráðstöfun valdið svo al- mennum mótmælum, að segja má að allt sé komið í grænan sjó; verkalýðsfélög landsins hafa undantekningarlaust mótmælt hækkuninni, og krefjast þess að vinnulaun verði tafarlaust hækk uð í hliðstæðum hlutföllum. Líklegt þykir að fylkjastjórn- irnar skerist í leikinn og semji löggjöf, er ákveði hámark húsa- leigu. Þjóðræknisdeildin BRÚIN í Selkirk heldur fund í íslenzka samkomuhúsinu þar í bænum á miðvikudagskvöldið þann 16. þ. m. kl. 8. Félagsmenn eru áminntir að sækja fundinn stundvíslega. Silfurbrúðkaup Þriðjudagskvöldið 1. nóv. var haldið samsæti í borðsal á Marlborough Hotel, þar sem skyldfólk og nánustu vinir Mr. og Mrs. Guðmundar P. Good- man, hér í borg, söfnuðust utan um „Munda og Beggu, til að minnast 25 ára giftingarafmælis þeirra. Séra Valdimar Eylands flutti fagra borðbæn á undan máltíð, sem fram var borin fyrir tuttugu og fjóra manns (flest skyldfólk brúðhjónanna). Á meðan á mál- tíðinni stóð kallaði forseti sam- sætisins K. R. Honey, (tengda- sonur brúðhjónanna), á Mrs. Rósu Hermanson Vernon til að syngja „Ég geng við hlið þér“, nýlega þýtt af Dr. S. S. Jóhann- essyni. Við söng hennar náði gleðin og hlýhugurinn hámarki sínu. Þá bað séra V. J. Eylands sér hljóðs, ávarpaði silfurbrúð- hjónin með blessunaróskum og lét í ljósi ánægju sína yfir starfi þeirra í Fyrstu lútersku kirkju. Yfir borðum var fagur blóm- vöndur afhentur silfurbrúðhjón- unum frá Mrs. Gertrude Watt, vinkonu og nágrannakonu þeirra í mörg ár, sem voru með- al samkomugesta. Borðið var einnig prýtt blómum frá börn- um brúðhjónanna. Þar næst kallaði forseti kvelds ins á tengdabróður brúðarinnar Mr. C. A. Shields, sem hafði komið frá Kamsack, Sask., með konu sinni Agnesi. Talaði hann nokkur orð fyrir hönd skyld- mennanna og afnenti gjafir þeirra, sem voru silfurborðbún- aður á silfurbakka, einnig silfur blómsturkarfa og smá silfurskál, sem í voru tuttugu og fimm silfurdollarar. Silfurbrúðguminn stóð á fæt- ur og þakkaði mjög innilega all- ar þessar gjafir. Sagði hann með al annars, að við svona tæki- færi, áttar maður sig á að í gegn um árin er ekki nógu oft þakkað fyrir dýrmæta vináttu sam- ferðafólksins. Aðrar fagrar gjaf- ir höfðu borist silfurbrúðhjón- unum að heimili þeirra, úr ýms- um áttum, og til að auka á gleði kveldsins bættust nú um þrjá- tíu manns við gestina sem fyrir voru, klukkan hálf níu að kveld- inu. Var þá Mrs. Vernon beðin á ný að syngja, „Ég geng við hlið þér“, sem var öllum til ó- segjanlegrar ánægju, auk þess, sem hún söng óspart fleiri ein- söngva og tók þátt í almennum söng gestanna. Við hljóðfærið var Barbara Honey, dóttir brúð- hjónanna. Utanbæjargestir voru: For- eldrar brúðarinnar, Daníel og Þóra Pétursson frá Gimli, Man. einnig Agnes systir hennar með manni sínum, C. A. Shields frá Kamsack, Sask., og Eyvindur bróðir brúðarinnar frá Árborg, Man. Börn brúðhjónanna eru þrjú, Barbara, gift K. R. Honey, lög- regluþjóni hér í borg; Roger, sem dvelur á Englandi við Hockey-spil, og Gilbert í heima- húsum. ÞINGKOSNINGAR í BRETLANDI Lávarður Calverley, sem ver- ið hefir einn af áhrifamönnum verkamannaflokksins á Bret- landi síðan 1919, hefir lýst yfir því, að almennar kosningar þar í landi muni fara fram 6. júlí næstkomandi, en um þær mund- ir rennur út núverandi þingtíma bil; nokkrar líkur eru þó taldar á því, að kosningarnar verði haldnar í júní. Hin fullkomna nafnaskrá íslendingasagnanna komin út

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.