Lögberg - 10.11.1949, Qupperneq 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 10. NÓVEMBER, 1949.
Athafnasamur landkynnir vestan hafs
Dr. Richard Beck, prófessor í Norðurlandamálum og bókmenntum
við ríkishákólann í Norður-Dakota og vararæðismaður Islands þar
í ríkinu, hefur, eins og kunnugt er, um mörg undanfarin ár verið
einn af alla áhugasömustu og afkastamestu útvörðum íslenzkrar
menningar erlendis, bæði í ræðu og riti. Hefur hann ritað geysimik-
ið um Island og íslenzk efni á ensku, íslenzku og norsku vestan hafs,
meðal annars gefið út söfn enskra þýðinga af íslenzkum ljóðum og
smásögum. Einnnig er hann meðhöfundur stórrar norrænnar bók-
menntasögu, er út kom í New York fyrir nokkrum árum, auk þess
sem hann hefur samið fjölda ritgerða um íslenzkar bókmenntir
fyrir merk amerísk fræði og bókmenntatímarit og nýlega ýtarlegt
yifrlit yfir bókmenntir vorar að fornu og nýju, sem birtist í alls-
herjar bókmenntasögunni Encyclopedia of Literaíure (New York, ir
1946). Eigi verða þó þau störf hans nánar rakin hér, þótt merk séu
og frásagnarverð, því að þeirra hefur áður að nokkuru verið getið
hér í ritinu.
Hins vegar komst „Samiíðin"
nýlega á snoðir um, að dr. Beck
hefði fyrir stuttu flutt 400. ræðu
sína eða erindi um íslenzk efni,
síðan hann hóf þá landkynning-
arstarfsemi sína, eftir að hann
fluttist vestur um haf haustið
1921, og þótti ritinu því ástæða
til að skýra lesendum sínum
nokkuru nánar frá þeirri starf-
semi hans en áður hefur verið
gert. Hann er mælskumaður eins
og mörgum mun í fersku minni,
síðan þeir hlýddu á ræðu hans á
Þingvöllum við endurreisn lýð-
veldisins 17. júní 1944, í ríkisút-
varpinu eða á samkomum út um
land á því ári. Voru einnig milli
40 og 50 af ræðum þeim, sem að
ofan getur, fluttar í þeirri ferð
hans til Islands.
„Samtíðin" lagði eftirfarandi
spurningar fyrir dr. Beck við-
víkjandi ræðu- og fyrirlestrar-
höldum hans um íslenzk efni
vestan hafs, og varð hann góð-
fúslega við tilmælum vorum um
að svara þeim í stuttu mál:
„Hvenær byrjaðir þú fyrir-
lestrastarfsemi þína?“
„I raun og veru má segja, að ég
hafi hafið hana þegar fyrsta ár
mitt vestan hafs, í Winnnipeg
(1921—22), því að ég flutti þar
margt af ræðum og erindum um
íslenzk efni á fundum íslenzkra
félaga og á opinberum samkom-
um. Þá um sumarið flutti ég
einnig fyrstu Islendingadagsræð-
ur mínar í byggðum Islendinga
vestra, bæði í Manitoba og Sask-
atohewanfylki. .
Ræðphöld mín á ensku um Is-
land, íslenzkar bókmenntir og
menningu, hóf ég síðan snemma
á háskólaárum mínum í Cornell-
háskóla í Ithaca, New York
(1922—26), en margar þeirra
voru fluttar á fundum eða sam-
komum félags erlendra stúdenta
við háskólann (Comell Cosmo-
politan Club), en ég var um skeið
formaður þess félagsskapar.
Aðrar af umræddum ræðum
voru fluttar í Rotary-klúbbi
borgarinnar og nágrannabæjar,
á allsherjarsamkomu kennara og
nemenda gagnfræðaskólans í
ýmsum öðrum félögum og stofn-
unum þar. Er mér sérstaklega
minnisstætt, að ég flutti þar eitt
sinn, að beiðni eins skólafélaga
míns, ræðu um ísland í svert-
ingjakirkju borgarinnar, við á
gætar undirtektir.
Eftir að ég varð kennari í ensk-
um fræðum og samanburðarbók-
menntum við St. Olaf College í
Northfield, Minnesota, stærstu
æðri menntastofnun Norðmanna
vestan hafs (1926—28), gafst mér
margt tækifæri til að flytja ræð-
ur um ísland á ensku, bæði í fé-
lögum og á samkomum skólans
sjálfs, í útvarpi hans, og á ýms-
um stöðum þar í ríkinu. Má hið
sama segja um það tímabil, er
ég kenndi fyrrnefndar greinar á
Thiel College í Greenville, Penn-
sylvania (1928—29, að báðum
sumrum meðtöldum.)
En fyrir alvöru hófust þó
ræðu- og fyrirlestrahöld mín um
ísland og íslenzk efni, og á stór-
um víðtækari grundvelli en áð-
ur, eftir að ég varð kennari í
Norðurlandamálum og bók-
menntum við ríkisháskólann í
N.D. í Grand Forsk haustið 1929,
enda féll sú starfsemi mjög í
sama farveg og háskólakennslan,
því að auk aðalkennslunnar
í norskri tungu og norskum
bókmenntum, hef ég alltaf
öðru hvoru kennt þar íslenzku
og flutt fyrirlestra um nútíðar-
bókmenntir Norðurlanda, að
hinum íslenzku meðtöldum. Síð-
an til Norður-Dakota kom, hef
ég einnig flutt ræður mínar og
erindi um íslenzk efni jöfnum
höndum á ensku, íslenzku og
norsku, en flest þeixra eðlilega á
landsins daglega máli enskunni.“
HAGBORG
PHOME 21531
ÍSI J——
Minnist
BCTCL
í erfðaskrám yðar
„Hvar vestan hafs hafa þess-
ar ræður þínar sérstaklega ver-
ið fluttar og á hvers konar sam-
komum?“
„Þessar ræður og erindi um ís-
land hafa verið fluttar víðsvegar
í Bandaríkjunum, einkum í Mið-
Vesturlandinu, á Vesturstönd-
inni (Washingtonríki), og í Mið-
og Vesturfylkjum Canada. Ræð-
urnar og fyrirlestrarnir hafa ver-
ið haldin við hin margvíslegustu
tækifæri: Á fjölmennum opin-
berum hátíðum og öðrum al-
mennum samkomum, á fundum
fræðimanna í norrænum og öðr-
um fræðum, á kennaraþingum,
í háskólum, kennaraskólum og
gagnfræðaskólum, á fundum
karlaklúbba, kvenfélaga og í árs-
veizlum ýmsra menningarfélaga,
amerískra, kanadiskra, íslenzkra
og norskra.“
„Um hvaða efnin hafa ræður
þínar og erindi einkum fjallað?11
„Mjög margar af ensku ræðun-
um hafa verið almenn yfirlits-
erindi um land og þjóð að fornu
og nýju. Aðrar hafa fjallað um
ýmsar hliðar á íslenzku þjólífi
og menningu, en fyrirlestrarnir
ósjaldan um íslenzkar bók-
menntir og einstaka höfunda.
Svipað má segja um ræðurnar og
erindin á norsku, en hinir norsku
frændur vorir vestan hafs, sem
mjög fjölmennir eru í Mið-
Vesturríkjum Bandaríkjanna,
hafa ekki sízt viljað fræðast um
Island nútíðarinnar, þó að land
vort sé í hugum margra þeirra
„sagnaeyjan“.
Islenzku ræðurnar, sem fluttar
hafa verið á undanförnum tveim
áratugum víðsvegar í byggðum
Islendinga í Bandaríkjunum og
Canada—á Islendingadögum, fé-
lagsfundum og öðrum opinber-
um samkomum, margar beint og
óbeint í þágu Þjóðræknisfélags-
ins — hafa fjallað um íslenzk
þjóðleg verðmæti, sögu, menn-
ingu og bókmenntir, eigi allfáar
þeirra um íslenzk öndvegisskáld,
eldri og nýrri.
En mjög margar ræðurnar frá
síðustu árum, á öllum málunum
þrem, sem fyr^r voru talin, hafa
verið um lýðveldisstofnunina, yf-
50 talsins, enda jukust mjög
kynni Ameríkumanna af Islandi
á stríðsárunum, eins og alkunn-
ugt er, og áhugi þeirra fyrir Is-
landi að sama skapi.“
„Hefurðu nokkra hugmynd
um, hve margt áheyrenda hefur
hlýtt á þessar ræður þínar og
erindi um ísland?“
„Því er erfitt að svara af
nokkurri nákvæmn’i. Margar
hafa ræðurnar og erindin verið
flutt fyrir fjölmenni, hundruðum
og jafnvel þúsundum áheyrenda,
en aðrar fyrir smærri til-
heyrendahópum. Hitt er víst, að
það eru orðnir nokkurir tugir
þúsunda, sem samtals hafa hlýtt
á þessar ræður og fyrirlestra um
íslenzk efni vestan hafs. Margt
af þeim hefur einnig verið flutt
í útvarpi á ýmsum stöðum og að
öllum líkindum náð til mikils
áheyrendahóps með þeim hætti.
Útdrættir úr ræðum þessum og
erindum hafa einnig birzt í
fjölda blaða vestan hafs, og
margt þeirra í heild sinni í blöð-
um og tímaritum. Er þess því að
vænta, að eitthvað af þeirri
fræðslu um Island, sem þar hef'
ur verið veitt, hafi fallið í frjóan
jarðveg og borið nokkurn ávöxt,
þó að sumt hafi vafalaust lent í
grýttri jörð eða við veginn, eins
og verða vill.“
“Hefur þú ekki flut træður og
erindi um önnur efni vestra?“
„Eigi er því að neita. Þar sem
aðalháskólakennsla mín er í
norskri tungu og norskum fræð-
um, hefur það óhjákvæmilega
orðið hlutskipti mitt, og einkar
ljúft hlutverk, að flytja viðsveg-
ar ræður um þau efni, um Noreg,
norska menningu og hugsjónir,
ekki sízt á stríðsárunum. Eru
slíkar ræður mínar og erindi orð-
in hátt á þriðja hundrað talsins
margt þeirra á norsku, en aðrar
einkum á ensku. Þá eru eigi all-
fáar ræður um hin Norðurlönd-
in. Einnig hef ég oft flutt ræður
um ýms önnur menningarmál,
bindindismál, friðarmál og fræð-
slumál, og verið kvaddur til
ræðuhalda á ýmsum skólahátíð-
um. En eigi skal það nánar rakið,
enda mun nú nóg talið.
Hitt vildi ég segja að samtals-
lokum, að ég tel mér það gæfu að
hafa, með ræðuhöldum mínum
og öðru kynningarstarfi á ís-
lenzkum efnum vestan hafs
fengið tækifæri til að greiða ætt-
jörð minni fósturlaunin að litlu
leyti“. S. Skulason
DREKKIÐ ÞAÐ
KAFFI SEM FLESTU
FÖLKI FELLUR
BEZT
Hreindýrin á Brúarörœfum
milli 1 400 og 1500 að tölu
Kr. Ó. Skagfjörð segir jrá jerð sinni þangað
KRISTJÁN Ó. Skagfjörð, hinn kunni ferðamaður, er nýlega
kominn úr ferðalagi um Brúaröræfi, — hreindýraslóðum. Segir
hann, að eftirlitsmaður ríkisins með hreindýraræktinni þar eystra,
telji dýrin nú orðin milli 1400—1500 að tölu. Hefir þeim fjölgað
mikið nú hin síðari ár. " “ '
Friðrik í þessum ferðum hans,
búnir að skjóta fimm tarfa, en
áttu eftir að gera að þeim. Þeir
eru báðir afbragðs skyttur og
eldfljótir að gera að. — Á svo
sem hálftíma hafa þeir lokið við
að taka innan úr tarfnum og bún
ir að breiða húðina vendilega
yfir. Þann 27. f. m. fór Kristján
með þeim Friðrik og Kjartani til
að leita hreindýra. Fóru þeir
með fram Sauðafelli og Sauð-
fellsöldu, sem er vestan Jökuls-
ár og Kringilár. Á þeim slóðum
sáu þeir félagar engar kýr eða
kálfa. Þau munu öll hafa verið
áVesturöræfum, sagði Kristján,
en þau eru fyrir vestan Snæfell.
En þarna við Sauðafellið voru
eingöngu tarfar og aðeins fáir í
hóp.
60—70 í hjörðum
Þegar ég var á Vesturöræfum
1946, sá ég stórar hreindýra-
hjarðir, sem 60170 dýr voru í.
Allir voru tarfarnir hinir falleg-
ustu, en mjög er erfitt að sækja
að þeim, því þeir eru mjög lykt-
næmir, svo að undir vissum skil-
yrðum geta þeir fundir lykt af
manni í 5 km. fjarlægð. En þeir
Friðrik og Kjartan eru ekki nein
ir viðvaningar og fóru mjög var-
lega og urðu stundum að skríða
langar leiðir. Þeir skutu 16 tarfa
í þessari ferð. Flesta skutu þeir
á beit, en rifflamir, sem þeir
nota eru nokkurskonar her-
mannarifflar. Skutu þeir flesta
í hjartastað.
Fjölgar ört
Eftir því sem Friðrik skýrði
mér frá, segir Skagfjörð, mun
vera milli 1400 og 1500 hreindýr
á Vesturöræfum og Brúaröræf-
um. Þegar ég var þar síðast, ár-
ið 1946, voru þau 800—900 að
tölu. Af þessu má sjá hve fjölg-
unin er nú orðin ör.
Ráðgert er að drepa nú alls 60
tarfa af hreindýrunum á Vestur
og Brúaröræfum. Mun Friðrik
sjá um það, en kjötið af dýrun-
um er flutt í herbílum til Reyð-
arfjarðar, en þar er það verkað
og flutt hingað til Reykjavíkur.
Mun því varla líða langur tími
unz Jóhannes á Borg býður gest
um sínum upp á hreindýrakjöt.
Mbl. 22. sept.
Það munu vera um 178 ár síð-
an hreindýrin voru flutt hingað
til lands frá Noregi. Var þeim
sleppt víðsvegar um landið m. a.
í Eyjafirði og við Hafnarfjörð.
Síðast 1946 — Árlegar hrein-
dýraveiðar
Kristján Ó. Skagfjörð var síð-
ast austur á vesturöræfum árið
1946 og þá í þeim tilgangi að
kynna sér framgang hreindýra-
stofnsins og sjá af eigin sjón
þessi fögru dýr. Þá sætti hann
lagi og fór inn á öræfin með Frið
rik Stefánssyni eftirlitsmanni
ríkisins með hreindýrunum, en
hann fer árlega á „hreindýra-
veiðar“. Dfepur hann þá vissa
tölu tarfa, en það kvað vera
nauðsynlegt vegna stofnsins. I
ferð þeirri, sem Skagfjörð er nú
kominn úr, fór hann með eftir
litsmanninum inn á Brúaröræfi.
— Skagfjörð kom til Egilstaða
eftir tveggja daga ferð héðan frá
Reykjavík. Samdægurs hélt
hann ferð sinni áfram upp að
Hóli í Fljótsdal, en þar býr Frið-
rik Stefánsson, var það 24. f. m.
Næsta dag hófst sjálf ferðin inn
í óbyggðirnar. Var farið á hest-
um yfir Fljótdalsheiði og komið
að Aðalbóli í Hrafnkelsdal, þá
haldið að Vaðbrekku og gist þar.
Kjartan Bjarnason á Þurríða-
stöðum, sem er önnur hönd Frið-
riks í þessum ferðum, var með,
og fjórði maður Agnar á Brú.
Á Brúaröræjum
Næsta dag var farið yfir Jök-
ulsá á Brú, á dragferju, en hest-
arnir látnir synda yfir ána. —
Þessi dragferja er traustlega
byggð, en mun þó vart vera fyr
ir meiri þunga en um 100 kg.
Um kvöldið var komið að Kring-
ilsá á Brúaröræfum og tjaldað.
Sagði Skagfjörð að hann hafi
ekki orðið var við hreindýr um
kvöldið, en þeir Friðrik og Kjart
an urðu þeirra varir. Þarna voru
góðir hagar fyrir hestana. Nokkr
ar kindur sáu þeir. Um nóttina
var kalt í veðri en ekki frost.
Vindurinn stóð af jöklinum.
Fimm skotnir
Um morguninn þegar ég vakn
aði, sagði Skagfjörð, voru þeir
og Kjartan, sem jafnan er með
Stungið upp á að reisa litlar
íbúðir fyrir aldrað fólk
Stojnunum og jyrirtækjum boðið að leggja jram jé
gegn tryggðum ajnotarétti
Gísli Sigurbjörnsson forstjóri Elliheimilisins Grund í Reyja-
vík skýrði fréttamönnum frá nýrri hugmynd varðandi úrbætur
á húsnæðisþörf aldraðs fólks í bænum. Er hugmyndin sú að reisa
sambyggingu með einhleypingaíbúðum og hjónaíbúðum og verði
stofnunum og fyrirtækjum gefinn kostur á að leggja fram fé til
framkvæmdarinnar gegn yfirráða- og afnotarétti síðar.
Úrbætur nauðsynlegar
Á Elliheimilinu að Grund eru
nú 250 vistmenn, karlar og kon-
ur, og er fullskipað. Margir bíða
eftir vist þar og komast þar ætíð
miklu færri að en vilja. Brýn
þörf er því á því að bæta úr hús-
næðisþörf aldraðs fólks. Margt
eldra fólk getur séð um sig sjálft
ef það á aðeins völ á hæfilegu
húsnæði, og mundi seinna á al-
gerri umönnun að halda, ef svo
væri.
Uppdráttur að íbúðum
Nú hefir Þórir Baldvinsson,
byggingarmeistari, sem teiknað
hefir allar byggingar elliheimil-
isins, gert uppdrátt að byggingu
með íbúðum fyrir aldrað fólk.
Er þar gert ráð fyrir 36 íbúðum,
27 einhleypingaíbúðum og 9
hjónaíbúðum.
Elliheimilið sjálft sér sér ekki
fært að reisa þetta hús, því að
til þess skortir það fé, en heppi-
legt mundi þó að vera að slík
sambygging yrði í nokkru sam-
bandi við elliheimilið í rekstri,
og fólk sem þar dvelst gæti átt
vísa vist á elliheimilinu, þegar
það hættir að geta séð um sig
sjálft. Margt eldra fólk býr í ó-
hentugu húsnæði, stóru og mið-
uðu við stærri fjölskyldur og
mundi vilja skipta, ef kostur
væri á. Mundi þannig losna hús-
næði fyrir aðra bæjarbúa við
haganlegri notkun og þannig
fást nokkur hjálp í húsnæðis-
vandræðunum.
Leitað til stojnana
og jyrirtækja.
Forstjórinn kvaðst vilja koma
þessari hugmynd á framfæri og
einnig því, að stofnanír og fyrir-
tæki leggðu fram nokkurt fé til
þessara framkvæmda þannig,
að gegn 30 þús. kr. framlagi
fengi fyrirtæki umráðarétt og
afnot af einni einhleypingsíbúð
og geng 45 þús. kr. framlagi
samskonar rétt til hjónaíbúðar.
Mættu þau síðan ráða hverjir
byggju þar gegn 200 kr. húsa-
leigu á mánuði. Borgarstjórinn
í Reykjavík hefir tilkynnt að
bærinn muni sjá fyrir góðri lóð
undir byggingu þessa, ef af
henni yrði.
Innflutningur
á hálfu ári
Heildarinnflutningur Þjóðar-
innar á fyrri helmingi yfirstand-
andi árs nam rúmlega 206 millj-
ónum króna að verðmæti, og þar
af voru flutt inn skip, vélar,
flutningatæki, járn og járnvörur
fyrir meira en 80 millj. króna og
brennsluefni og smurningsolíu
íyrir um 26 millj. króna. Innflutn
ingur á brensluolíum einum nam
hátt á sextándu milljón.
Innflutningur á matvælum og
ýmsum matarvörum nam á sama
tíma um 28 milljónum króna. Af
þeirri upphæð var varið til
kaupa á kornvörum einum meira
en tólf og hálfri milljón, en sykur
flutningurinn nam 4,5 milljón að
verðmæti.
Fatnaður, þar með talinn skó
fatnaður, sem fluttur var inn fyr-
ir meira en eina milljón kr., svo
og önnur vefnaðarvara, var flutt
inn fyrir um það mil 20 milljón-
ir, og gúmí og gúmívörur fyrir
meira en hálfa aðra milljón
króna.
Síaukin notkun véla hér á
landi hin síðari ár hefur í för með
sér vaxandi kaup á brennsluolí-
um. En innflutningur skipa, og
véla hefur á þessu ári verið mik-
ill; voru skip flutt inn fyrstu sex
mánuðina fyrir nærri 32 milljón-
ir, vélar og áhöld, þar með talin
WHY WE (ELEBRATE
LEIF ERIKS0N DAY
By S. O. Thorlaksson
Icelandic Consul, Berkeley, Cal.
Why a Leif Erikson Day? It is
easy enough to counter with the
question — “Why Columbus
Day?”
Recorded history must very
often be corrected. Sometimes
scholars have not gone to the
bottom of their studies. Some
historians are near-sighted, oth-
ers are far-sighted. The Colum-
bus story was nearest at hand
and more glamorous when the
first histories of America were
written.
The Leif Erikson story is just
beginning to come into its own
historically. Only since 1870 have
continued efforts been made to
correct the error which crept in-
to our text books that America
was first discovered by Colum-
bus. It is now universally recog-
nized that Norsemen, the Vik-
ings were the first discoverers.
One of our Presidents a few
years ago, after Leif Erikson Day
had gotten well under way, said:
“On Leif Erikson Day we Ameri-
cans remember that hardy
Norseman who first with his fol-
lowers approached this continent
more than 900 years ago and
tried to settle on its shore. Our
Written records began with his
exploit, and the link that thus
was forged in the dawn of his-
tory between this nation and
that of Leif Erikson has strength-
ened through the centuries into
fellowship and friendship.”
“Fellowship and Friendship.”
It takes people to create these
ideals. It is our business and
privilege to foster these qualities
on the shores of this continent,
from coast to coast, where de-
scendants of the Vikings have
had so much to contribute and
are still contributing so much to
the American Way of Life be-
cause of their heritage. Not that
our forefathers and we are the
only peoples who have coftie to
these shores with a heritage, but
we are what we are because of
our heritage, accidental though
it may be!
Some of the qualities of our
heritage symbolized by the first
discoverer of America, Leif Erik-
son, are: Adventure, Bravery,
Courage, Daring, Endurance,
Fortitude, Honor. These we want
to emulate and disseminate.
To this end there has been
established in our country a Leif
Erikson Memorial Association
with headquarters in Madison,
Wisconsin, where the movement
to erect Leif Erikson Memorial
Monuments was first headed by
Ole Bull, the violinist. But it was
not until 1887 the first statue of
Leif Erikson in America was un-
veiled in Boston, Mass.
California was the seventh
state to officially designate and
recognize October 9 as Leif Erik-
son Day.
—American-Scandinavian
Sept. 14th.
rafmagnstæki fyrir 25,5 milljón-
ir og flutningstæki og vagnar
fyrir 6 milljónir. I hinni síðast
töldu upphæð eru innifaldar
greiðslur fyrir dráttarvélarnar,
sem fluttar voru inn í sumar.
TÍMINN, 3. sept.