Lögberg - 10.11.1949, Síða 6

Lögberg - 10.11.1949, Síða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGLNN, 10. NÓVEMBER, 1949. FORRÉTTINDI Eftir GILBERT PARKER J. J. Bild/ell Piiddi. — Ljóöin i þessari sögu eru Þvdd a/ Dr. Sig. Júl. Jóhannessyni. XXVI. KAPÍTULI Söngur, flaska og afturganga Jón Brown, fyrverandi prestur og skottulæknir, hafði helt mælsku sinni yfir fólkið í Chaudiere allan daginn, frá fagurmálaða vagninum sínum. Hann var fæddur skrumari og hafði nú fundið iðn þá, sem gáfu þeirri hæfði. í eðli sínu var hann rómantískur og ekta leikari, og undirstaðan undir hinni fyrri atvinnu hans hafði verið vanabundinn skólalær- dómur. Þátttaka í námaverzlun hafði verið honum óeðlileg til þess skorti hann nauðsynlega varfærni og spar- semi, námaverzlun hans hafði ekki gjört honum neitt gott og komið Bill Wantage til þess að fremja glæp, og sökum þess, að hann hélt þeim glæp leyndum, að eyðileggja mannorð dauðs manns, sem heitið hafði Charley Steele. Eftir að Charley Steele dó, hafði Jón Brown aldrei séð Bill. Hann hafði far- ið burt og horfið nokkrum dögum eftir að Billy hafði sagt honum frá uppgötv- un Charley Steele með peningahvarfið. Hann hafði verið í fjarlægu héraði lands ins þegar að hann las um dauðsfall Charley Steele, um yfirheyrslu timbur- flutningsmannanna út af því og sýkn- un þeirra, og svo síðar um þjófnaðinn á peningum ekkna og föðurleysingja, sem Charley hafði verið treyst fyrir. Þennan dag, Jóhannes skírara, var Jón Brown B. A. M. D. að hugsa um allt annað en Charley Steele. Ekkert hefði getað auglýst hann betur en við- burðurinn hættulegi við Rauðagil. Þeg- ar að hann misti af taumunum á hest- inum og féll aftur á bak ofan í vagninn, lenti hann með höfuðið á meðalakassa sínum, sem var í vagninum og hann féll í öngvit, og þar lág hann þangað til að mönnum sveitarhöfðingjans tókst að vekja hann. Hann hafði þess vegna ekki séð Charley, og samkvæmt upplagi hans og eðli, hvarf skraddarinn fljótt úr minni hans, og hann notaði við- burðinn til þess að vekja sem mesta eftirtekt á meðal þorpsbúanna. Hestur- inn hans, hvíti pípuhatturinn, vagninn nýmálaði, yfirlætislátbragð hans sjálfs og um fram alt saga hans um dauða hættuna, sem hann hafði verið hrifinn úr, hafði meiri áhríf á fólkið í Chau- diere, heldur en glæsimenska hermann anna, kappróðurinn á ánni, bjarndýra- dans, eða skotsamkeppni. Hann var góður söngmaður og hafði oft sinn eig- in söngflokk á meðan að hann var þjón- andi prestur, og hafði ekki Billy hrósað honum fyrir hve vel hann syngi gaman- söngva? og lét hann þá nú fjörugt f júka á milli þess, að hann læknaði og seldi meðul sín og vakti með þeim hlátur mik- inn á rúeðal fólksins. Hann læknaði höf- uðverki, tannpínu, gigtveiki og alslags kvilla á augnabliki. Hann útrýmdi kvill- um og kvölum á undursamlegan hátt með því, sem hann kallaði „Pain-paint“ (Kvalafarfa) og hósta læknaði hann með hlátri og því sem að hann kallaði „Golden Pectoral“ (Gullna brjóstlyf- inu). f söluákefðinni, sem alltaf fór vax andi fram að sólsetri um kveldið, kom skraddarinn aldrei í huga hans, en hann hafði sent honum tvo dollara og tvær flöskur af Pain-paint með dreng og til- kynningu um að hann sjálfur mundi heimsækja hann um kveldið og þakka honum persónulega fyrir lífgjöfina. Þegar drengurinn kom að skraddara- búðinni var hún læst, svo að hann skildi Pain-paint flöskurnar eftir á búðar- tröppunum, en tók dollarana á Trois Courones hótelið og drakk sig fullann. Rósalie Evanturel bjargaði flöskun- um af tröppum búðarinnar og geymdi þær, og beið unz að Charley kæmi í búð- ina, og að hún gæti haft erindi til að tala við hann, því að hún hafði verið að hugsa um hann allan daginn. Hann hafði sýnt áræði og hugrekki í að bjarga lífi meðalamannsins og horfið svo eins og hugprúðir menn ættu að gjöra. Hann var engum öðrum mönnum líkur. Prest- urinn var ekki einu sinni hans jafningi að því er hæfileika snertir, og það var enginn vafi á, að hann var — þó að hann væri skraddari, miklu meiri maður en M. Rossignol. M. Rossignol — hún kaf- roðnaði í framan. Hverjum hefði getað dottið í hug, að signorinn mundi tala við hana eins og að hann hafði gjört þá um morguninn, — við hana Rósalie Evarturel, sem ekki átti fimm hundruð dollara til í eigu sinni. Að henni skyldi hafa verið boðið að verða madama Rossignol! Feimni og metnaðarkend hreyfði sér hjá henni, og hún hljóp út á götuna, þangað sem faðir hennar sat og hlustaði á meðalamanninn syngja á vafasamri frönsku: „Ég er vaskur vatn að bera, já vatnsberi ég góður er: Um stúlkuna mína með strákum vera, á stundum kvelds, ég hræddur er, því hún er ung, en ég er gamall, hún er ung og leikur sér“. Það var komið fram á nótt. Her- mennirnir voru farnir, og fyrirskipanir sveitarforingjans heyrðust ekki lengur. Gamla fólkið var komið heim til sín, en skemtanaþrá æskufólksins hélt því enn í kringum sýningarklefana, og stór hóp- ur þess skemti sér á kostnað meðala- mannsins á sýningarsvæði hans. Þegar Rósalie hljóp í áttina til mann fjöldans rendi hún hýru auga til skradd- arabúðarinnar, en þar voru engin lífs- merki að sjá! Henni datt í hug að mon- sieur myndi máske hafa farið til Jó Portugais vestur á Vadróme fjöll, en þegar að hún kom nær fólksfjöldanum og sá Jó Portugais þar, þungbrýndann horfa á þröngina þvælast fram og aftur, þá vissi hún að monsieur mundi ekki vera þar. Charley var ekki langt í burtu frá henni. Hann stóð undir þéttlimuðu álm- viðartré, sem stóð við veginn og horfði á Jón Brown aðhafast á bak við glamp- andi blys, sem brunnu í kringum vagn hans og leiksvið, með hattinn stundum á höfðinu og stundum af því. Stundum syngjandi gamansöngva á ensku, I found y’ inde Honeysuckle Patch, stundum á frönsku — En Revenant de St. Alban, lækna svo hálsbólgu, tak- verk, máttleysi, eða þá halda þrumandi ræðu. Charley var aftur kominn í sam- band við hið fyrra líf sitt, þó ekki nema í einhverskonar fádæma draumleiðslu. Þessi maður — Jón Brown — hafði ekki staðist hinar kaldhæðnislegu spurningar hans, og hann hafði óbein- línis verið valdur að eyðileggingu nafns hans. Hann þurfti ekki annað en að stíga nokkur spor áfram að vagninum, tala nokkur orð, sýna sig, til þess að hann aftur yrði að mæta við burðum lífs þess, sem að hann hafði fyrir fullt og allt snúið baki við, taka aftur á móti viðfangsefnum og ráða þeim til lykta, sem enginn vissi hvaða hörmungar myndu hafa í för með sér. Á meðan að hann stóð undir trénu, var hann M. Mallard skraddari og trúvillingur, sem smátt og smátt var að samlagast lifn- aðarháttum fólksins í Chaudiere, sem ef nógu staðfastlega væri fylgt yrði að róttækum eiginleikum. Úti í birtu blys- anna við uppljómaða vagninn yrði hann Charley Steele lögfræðingur yfirlætis- ins og klækjanna, sem samkvæmt dómi almennings, hefði misboðið konu sinni, leitt bróður hennar afvega, stolið fé ekkna og munaðarleysingja, sóað stór- fé, drukkið og svallað, og að síðustu lát- ið lífið í áflogum á Cóte Dorion drykkju- kránni. Þessi maður, sem kominn var, hafði stutt að smán hans og ógæfu; en hann sjálfur hafði líka einu sinni stutt að eyðileggingu og smán Jóns Brown, og nú í dag hafði hann bjargað lífi hans. Sakir þeirra voru jafnaðar. Um morguninn og alla nóttina áður átti Charley í bitru stríði við arfleifð síns fyrra lífs — við vínþorsta. Hin gamla ástríða hafði tekið hann heljar- tökum. Allan daginn hafði hann átt í látlausu hugarstríði, sem hafði lyft hon- um út og upp yfir hina algengu viðburði daglegs lífs, upp, eða út þangað, sem hann sjálfur var, og hið fjandsamlega afl, sem hann átti í stríði við. í hinu fyrra lífsstarfi sínu hafði hann aldrei þurft að heyja neitt stríð. Tilfinningar hans höfðu verið yfirskyggðar, sál hans hjúpuð, og augu hans haldin, hann hafði verið klæddur brynju sjálfselskunnar og aldrei fundið til ábyrgðar í sambandi við hin alvarlegri og þýðingarmeiri við- fangsefni — sökum þess að hann skorti tilfinninganæmi — og gat því ekki risið til hinnar andlegu tignar, sem honum var meðfædd, nema þegar að hann var undir áhrifum víns. Hann hafði vaknað um stund eftir sjö mánaða svefn, á Vadróme fjöllunum og ný lífskend hafði vaknað hjá hon- um, og frá þeirri stundu hafði stríðið á milli hinnar fyrri og hinnar síðari lífs- stefnu, sem, þó það reyndi mjög á hið siðferðilega þrek hans, gaf honum lífs- tilfinningu, sem hann hafði ekki þekt áður. Hann naut ánægjunnar af því að vinna með höndunum fyrir sínu daglega brauði, að gefa af sínu eigin til fátækra, nauðstaddra og veikra og að vera sér þess meðvitandi í fyrsta sinn á ævinni, að hann stóð ekki einn. Vita að á hin- um gráskýjaða morgni lífs hans, að konurödd hafði kallað til hans og sagt: „Viens ice! Viens ice!“ — „Komdu til mín! Komdu til mín!“ En svar sálar hans við þessu kalli, var sama örvænt- ingarsvarið og Lear gaf — aldrei — al- drei — aldrei — aldrei — aldrei! Hann hafði enn ekki rannsakað huga sinn að því er Rósalie snertir — hafði ekki þorað að gjöra það. En nú þar sem hann stóð undir trénu og hið fyrra líf hans blasti við, svo nærri og í svo mikilli hættu á að verða dreginn inn í það, kom spurningin um hana með öll- um sínum þunga til hans og hann gerði sér grein fyrir henni á þennan hátt: ,Elska ég hana? Og ef ég gjöri það, hvað get ég þá gjört? Giftast henni og eiga konu á lífi? Giftast henni á meðan andstyggilegur glæpur hangir yfir höfði mér? Væri það að elska? En segjum, að ég þekktist aldrei og að við gætum búið hér alla ævi, ég undir nafninu mon- sieur Mallard, í frið og næði til daganna enda. Væri það að elska? Gætum við elskast með leyndarmál, eins og skugga á milli okkar, sem á hverri mínútu gæti komist upp. Gæti ég byggt framtíðarlíf okkar á þögn, sem alltaf hlaut að vera lýgi? Úrði ég ekki að svara spurning- unni? Veit nokkur ástæðu, eða réttláta meinbaugi á, að þessi kona giftist ekki þessum manni? Segja Rósalie frá öllu og fá skilnað frá Kathleen? Það meinti eyðilegging og fangelsisvist fyrir Billy og vanvirðingu fyrir Kathleen, og svo er það engan veginn víst, að það trygði mér Rósalie. Hún er kaþólsk og kirkjan hennar mundi ekki taka það í mál. Hefi ég nokkurn rétt til að auka á lífserfið- leika hennar? Ég hefi misboðið einni konu, og það ætti að vera nóg fyrir eina lífstíð!“ í þessu bili kom Rósalie, sem verið hafði utarlega í mannhringnum nær, svo að Steele sá hana. Birtan frá ljós- kerinu féll á andlitið á henni, þar sem hún stóð á bak við stól föður síns og horfði forvitnislega á skottulæknirinn, sem eftir að selja margar meðalaflösk- ur tók upp guitar og fór að syngja á gamaldags vísu, þetta erindi eftir Starntonge: Sá raunverudagur er runninn er Rósetta heimilið kveður. Hún gengur á sólbjörtu sumri en sálin á annars kyns veður, því níræður nú er hann Raouli en nú er hún tuttugu ára. — Hún Rósetta — Rósetta litla er rúmlega tuttugu ára. Nú leiðir hann hana við hlið sér, þau hugsandi í kirkjuna ganga. þeim finst það víst foreldrum hennar að farsældin leiddi hana þanga, þeim fanst það — hvað fanst henni sjálfri? Hvað fanst henni um níutíu árin? Hún Rósetta — Rósetta litla með rúmlega tuttugu árin. Charley, sem veitt hafði Rósalie ná- kvæma eftirtekt síðustu mánuðina sá að roði færðist fram í kinnarnar á henni, að það kom glampi í augun á henni og hún horfði á söngmanninn með hvössu og athugulu augnaráði. Charley gat ekki ráðið hvað á bak við það augnaráð bjó, og hún sjálf, hefði hún verið kvödd til að gjöra það, hefði hún aðeins getað sagt, að það stafaði frá tilfinningu, sem hún gæti ekki gjört sér grein fyrir. í Rósettu sá hún sjálfa sig og í manninum, sem ætlaði að gift- ast þessari Saintonge Rósettu, sá hún M. Rossignol. Hugur hennar varð órór þegar henni kom til hugar mögulegleik- ar á samlífi við signorinn. Hún sá sjálfa sig unga og æskurjóða með lífsfjörið svellandi í öllum æðum skipa heiðurs- sæti við matborð signorsins. Hún sá sig skipa virðingarsæti í kirkjunni og hlíða messu, stífa og hátíðlega að stórbýla- fólks sið — bros æskunnar dautt og horfið og æskugleðin yfirskyggð af venj um og reglum höfðingjasetursins, allar vonir og vordraumar fölna í návist ald- ursins, hvað vingjarnleg og glaðvær sem hún væri. Það fór hrollur um hana og hún leit niður fyrir sig og hlustaði á pískrið og hláturinn í fólkinu, þegar skottulæknir- inn söng: „í svefnherbergið hennar, sem höfðing- legt var, við hlið sér hana leiddi og staðnæmdist þar—“ Rósalie snéri sér snögglega við og hvarf út í náttmyrkrið, og henni fylgdi dauflegt augnaráð föður hennar og á- hyggjufullt augnaráð Charley Steele. Charley gat ekki ráðið hvað henni bjó í brjósti, en hann var kominn á fremsta hlunn með að fara á eftir henni og spyrja hana að, hvort hún myndi hafa flúið frá skottulækninum ef að hann hefði sungið um Rósette og þrjá- tíu ára gamlan mann í staðinn fyrir níu tíu ára gamlan. Stríðið, sem hann hafði átt í við sjálfan sig allan daginn út af brennivínsþránni hafði hleypt ólgu í blóð hans og komið tilfinningum hans öllum á ringulreið, sem hann hélt þó í skefjum með afli vilja síns, en nú greip hann einhver dyrfsku ákafi. Hann á- setti sér að fara til Rósalie horfa í aug- un á henni og segja henni, að hann elsk- aði hana, hvað svo sem örlögin hefðu um það að segja. Hann hafði aldrei elsk- að nokkra manneskju, og þrá hans var brennandi til að fara á eftir stúlkunni, sem svo miklu haldi hafði náð á honum. Hann tók eitt spor áfram í áttina til hennar, stansaði, en var mintur á var- úð og hættu með því, sem skottulæknir- inn var að segja: „Ég átti einu sinni kunningja — góð- an mann og slæman, þann gáfaðasta mann, sem ég hefi þekkt. Mesti bragða- refur — allt kvenfólk vitlaust á eftir honum —Kinnarnar á honum voru eins og rauðar rósir — Tungan bitur eins og kolsýra. Manna fallegastur ásýnd- um. Dásamlega vel klæddur. — Hafið þið nokkur fyrirmyndar karlmannaföt hér í Chaudiere? — Hver er 'skraddar- inn ykkar? bætti hann við á þátíðar málízku og hló hrottalega. Svo þagnaði hann allt í einu, tók ofan hattinn. „Ég gleymdi“, sagði hann með upplyftum augum og áhrifamikilli alvöru: „Það var skraddarinn ykkar, sem bjargaði lífi mínu í dag — og héðan í frá eru allir skraddarar vinir mínir. Jæja, svo að ég haldi áfram. Vinur minn, ég kalla hann vin, þó að hann eyðilegði mig, og marga aðra, — sem hann meinti ekki að gjöra, en gjörði samt — sætti ömur- legum örlögum að síðustu. En hann var undursamlegur maður á meðan að hann lifði. Það, sem ég ætlaði að komast að, var kvæði, sem hann var vanur að syngja, þegar við í æskuglensi okkar fórum á túr eins og vinur okkar þarna yfir frá og benti á bónda þar úr nágrenn inu, sem var að reyna að standa upp- réttur, og bætti við Browns Golden pectoral læknar hósta, vinur minn! Þegar ungur maður dróg sig í hlé úr mannþvögunni sem veltist um í hlátri og að trénu, sem Charley Steele stóð undir. Jæja, hélt Brown áfram. Ég ætl- aði að segja, að þessi vinur minn hét Charley og kvæðið, sem hann var van- ur að syngja, þegar hanarnir fóru að gala á morgnana, var kallað Kampavíns kvæði og hann var kallaður Kampa- víns Charley — unz hann leið ömurlega undir lok. Hann stillti guitar sinn og ræksti sig, leit glettnislega til Maximill- ian Cour bakara og byrjaði að syngja: „Ég hlaut nafnið af þeim sið sem að ég setti, að sjálfur skyldi ég borga vínskrá bróð- ur míns með öllum þeim, er Bakkus byrðar létti í bróðerni og gleði ég neytti Kampavíns. Sumir kusu Burgundi, Hoch, Claret Moselle en Moets var sú tegund, er mér féll alltaf vel. Hvað gerði það til, þó vánkaður væri ég að kveldi eitt vínstaup að morgni skerpti sjónina og hugarins veldi. Ég heiti Kampavíns Charley Ég heiti Kampavíns Charley Hver er maðurinn unglegi sem að þú sérð hver á tunguna beittari en sverð, það er hann Kampavíns Charley“.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.