Lögberg - 10.11.1949, Page 7

Lögberg - 10.11.1949, Page 7
7 Smáríki í höndum Rússlands og Kominform Albanía, fjallalandið við Adrían haf, er eitt af smæstu ríkjum Evrópu, fjórðungur Islands að stærð, en byggt rúmlega milljón Albönum, sem flestir eru Múha- meðstrúar. Landið hefur í 1500 ár verið undir stjórn Rómverja, Austgota, byzantískra keisara, Serba og síðan Tyrkja. Landið varð sjálfstætt 1912, furstadæmi til 1925, lýðveldi til 1928 og loks konungsríki undir stjórn Achm- ed Zogu til 1939. Það ár, föstu- daginn langa, sendi Mussolini her sinn inn í landið og var það undir stjóm ítala á styrjaldarár- unum. Eftir styrjöldina fór eins í Albaníu og öðrum Balkanríkj- um, kommúnistar náðu þar öll- um völdum, og halda þeim enn þá. Eins og í öðrum Balkanríkjum, kom „einræðisstig kommúnis- mans“ þegar til framkvæmda í Albaníu, og er þar einráður ung- ur maður, sem Enver Hoxha heitir. Fara af honum litlar sög- ur, nema hvað frægt fréttatíma- rit sagði nýlega, að hann væri „yngstur, myndarlegastur og heimskastur af einræðisherrum Evrópu“. Með honum stjórnuðu landinu herforinginn Kochi Xoxe og Pandi Christo. Albanir höfðu mikil skipti við nágranna sína, Júgóslava, þegar eftir styrjöldina; en þegar deila Vilhjálmur Pétursson Fæddur 30. maí 1872 — Dáinn 1. desember 1948 Vilhjálmur var fæddur að Felli í Biskupstungum í Árnes- sýslu. Foreldrar hans voru Pét- ur Einarsson og Halla Magnús- dóttir Jónssonar Dannebrogs manns frá Bráðræði við Reykja- vík. Pétur Einarsson faðir Vil- hjálms, var sonur Einars kaup- manns Jónassonar í Reykjavík. Margrét hét móðir Péturs og var Höskuldsdóttir Péturssonar frá Setbergi og Bústöðum við Reykjavík. Guðrún móðir Höllu móður Vilhjálms var dóttir séra Jóns Hjaltalíns á Breiðabólstað á Skógarströnd. Árið 1888 fluttist Vilhjálmur vegtur til Canada með föður sín- um og settist fjölskyldan að í Þingvallanýlendu, sem þá var sem óðast að byggjast, en eftir 5 ára dvöl þar eða árið 1893 flutt ist Pétur og synir hans austur að Manitobavatni að vestan verðu. Með í þeirri ferð var og Friðrik Eyvindson með sína f jöl- skyldu og voru þeir hinir fyrstu, sem þangað fluttu, settust þeir að um 40 mílur fyrir norðan Westbourne. En árið 1900 fór fjölskyldan til Winnipeg, og stundaði Vilhjálmur þar smíða- vinnu og byggði hann allmörg hús þar upp á eigin reikning og farnaðist það mjög vel. Árið 1906 giftist Vilhjálmur eftirlifandi ekkju sinni Helgu Benediktsdóttur, er hún ættuð úr Miðfirði í Húnavatssýslu. Eignuðust þau 9 börn, sem öll eru á lífi, 6 syni og 3 dætur; nöfn þeirra eru: Pétur, Theodore, Benedikt, Jónas, Franklín, Willi am, Ralph. Dæturnar heita: Halla gift Friðrik Jónassyni, eiga þau 4 börn. Margrét gift Robert Carson, eiga 1 bam. Thuríður ógift, er hún með móð- ur sinni. Öll börnin búa í Lang- ruth héraði, nema Jónas, býr hann í Vancouver, B. C., er hann giftur konu af írskum ættum og eiga þau eitt barn. — Öll börnin eru myndarleg og vel gefin. Systkini Vilhjálms, sem á lífi eru, Magnús búsettur í Gland- stone, Man. og Guðrún Jónasson búsett í Reykjavík á íslandi, en 3 systur dánar fyrir allmörgum árum; nöfn þeirra: Guðrún Eyvindson, Guðrún Sölvason og Magný Jónasson. Árið 1912 fluttist Vilhjálmur til Langruth og keypti þar % Section af landi, nú býr á jörð- inni Theodore sonur hans, og Vilhjálmur Pétursson ekkjan hjá honum. Landið er fremur gott akuryrkjuland þó það hafi verið fremur erfitt til vinslu, þegar Vilhjálmur settist þar að. Var talsvert mikill skóg- ur á því og reynist það oftast erfitt að yrkja þau lönd. En fyr- ir dugnað hans leið ekki á löngu þar til það var að mestu leyti komið undir akur, þó það kost- aði mikla vinnu og fjárútlát. Vilhjálmur var hraustmenni og mikill starfsmaður alla ævi, og þó oft blési á móti lét hann það lítt á sig fá. Hann var frem- ur fáskiptinn og hélt sér lítið fram, en hvar sem hann kom við málefni var hann þar heill og einlægur, og trúverðugri mann og ábyggilegri en hann var að öllu leyti er erfitt að finna. Síðustu ár ævi sinnar var hann heilsulaus og veit ég sem þessar línur skrifa, að honum muni hafa þótt tímarnir tvennir að geta lítið aðhafst og minst þess, er hann var í fullu fjöri; það var lítið við hans skap að vera aðgjörðarlaus. Vilhjálmur var vel skýr og hafði yndi af öllum fróðleik, enda las hann mikið eftir að hann hætti að geta unnið og hafði full not þar af, fylgdist vel með því, sem var á dagskrá heimsins. Það er alltaf tap að missa góða og atorkumenn úr byggðinni og er ég þess fullviss að allir, sem þekktu hann munu finna til þess. Vilhjálmur var jarðsunginn 5. des. 1948 af séra R. Marteins- syni. Margt fólk var viðstatt. Sex synir hans báru hann til grafar. Vinur TIL KAUPENDA LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU Frá því var nýlega skýrt í báðuxn íslenzku blöðunum vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein- dálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á þumlunginn; þetta er að vísu ekki mikill tekju auki, en þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði. Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungur. THE COLUMBIA PRESS LIMITED THE VIKING PRESS LIMITED LÖGBERG, FIMTUDAGINH, 10. NÓVEMBER, 1949. Títos og Kominform hófst fyrir rösklega ári, dró til tíðinda í Albaníu. Rússar sáu sér þar leik á borði. Ráðgjafar í her- og at- vinnumálum, sem Títo hafði sent Hoxha, voru reknir heim og víð- tæk hreinsun fór fram í alban-' ska kommúnistaflokknum og Xoxe og Christo fangelsaðir- Voru þeir ákærðir fyrir að vera „agentar trotskyista og Júgó- slava“ og Xoxe tekinn af lífi, en Christo dæmdur í lífstíðarfang- elsi. 1 staðinn fyrir ráðgjafa Júgó- slava eru nú í Albaníu hvorki meira né minna en 3000 rússn- eskir ráðgjafar, margir þeirra úr rauða hernum. Fremsti ráðgjafi Hoxha er nú Jakova nokkur, sem barðist með stjórnarhernum á Spáni og er talinn vera fullkom- lega tryggur Rússum. Viðskipta- samningum við Júgóslava hefur verið sagt upp, en nýir og mjög hagkvæmir samningar hafa ver- ið gerðir við Rússa. Albanía er mjög mikilvægt land hernaðarlega. Það er aðal- bækistöð Kominfirm við stuðn- ing til handa grísku uppreisnar- mönnunum, og hafa komið það- an 3—4000 „uppreisnarmenn“ síðustu þrjá mánuði. Auk þess er landið hernaðarlega mikilvægt bæði til varnar Balkan ríkisins í klóm Kominform, skaga gegn innrás frá ítalíu og til sóknar gegn ítalíu. Frá flugvöllum Albaníu er auðvelt að leggja borgir Italíu Norður-Afríku, Grikklands og jafnvel Egypta- lands í rústir. Það er lærdómsríkt að athuga hlutverk smáríkisins Albaniu í „Samfélagi alþýðuríkjanna“ í Austur-Evrópu. Rússar hafa þar 3000 „ráðgjafa“, nota landið sem bæki stöð fyrir uppreisnarmenn Grikklands og undirróður í Júgóslavíu, og þar með sem vopn í hendi utanríkisþjónustu Rússa. Þótt svo eigi að heita, að Albanir stjórni sjálfir landi sínu, þá er það ekki ögn sjálfstæðara en það var undir Tyrkjum eða Mussolini. Slík eru örlög smá- ríkjanna, sem Rússland og Kom- inform halda nú í klóm sínum. Alþbl. Rœða Snæbjarnar Johnson í demantsbrúðkaupi Guðrúnar og Jóns M. Borgfjörð ARBORG, 25. SEPTEMBER, 1949 Heiðruðu demantsbrúðhjón og fjölskylda, vinir og samferðamenn: Mér hefir verið falið það hlutverk að minnast vinar okkar allra, Jóns M. Borgfjörð á þessu sextíu ára giftingarafmæli þeirra hjóna, og langar mig af fremsta megni að gera því eins góð skil eins og föng eru á. Jón M. Borgfjörð er fæddur á Hvanneyri í Borgarfirði og ólst þar upp til 22 ára aldurs við góð lífskjör hjá foreldrum sínum; þau bjuggu fyrirmyndarbúi og efnaleg afkoma þeirra var góð; Jón fékk gott uppeldi sem varð 'honum til heilla og hvatti hann til framsóknar á langri lífsbraut. Jón vann við hvað sem var á æskuárum sínum; hann var há- seti á þilskipum við Faxaflóa; hann öðlaðist allskonar lífsreyn- slu á úngdómsárum sínum, sem kom honum að góðu haldi síðar meir. Árið 1888 verður mikill áhugi hjá fólki í Borgarfirði að flytja til Ameríku; foreldrar Jóns bregða búi og leggja af stað til Vesturheims. Jóni, sem gæddur var miklu tápi og þreki ag brenn- andi áhuga til framsóknar, fanst hann verða að fylgjast með for- eldrum sínum og systkinum til hins ókunna lands — til þess lands, sem einn af forfeðrum okkar fann fyrir þúsund árum, Leifur Eiríksson hepni — land- ins sem kallað var Vinland í upp- hafi sögunnar í Canada. Jón gerði ráð fyrir því að hann hefði meiri tækifæri í hinu nýja kjör- landi og fer því með foreldrum sínum og systkinum til Canada og kom til Winnipeg 12. júlí árið 1888, þá tæplega 23 ára gamall. Jón fann það nú glöggt, þegar hann var komin í nýtt land, nýtt umhverfi og var mállaus á enska tungu, að nú var um að gera að gugna ekki og taka öllu sem að höndum bæri með hugrekki og manndómi. Hann var ákveðinn í að taka hvaða atvinnu sem að höndum bæri. Fyrsta tilraun hans var að fara til Brandon í þreskingu og gekk sá leiðangur vel undir þeim kringumstæðum ALÞINGISKOSNINGARNAR Framhald af bls. 3 Hallgrímur Dalberg, A. 38. Auðir 13, ógildir 2. 850 kusu af 1000 á kjörskrá. Úrslit kosninganna 1946: — Björn Kristjánsson, F. 558, Óli Hertervig, Sj. 148, Jón P. Emils, A. 71, Klemens Þorleifsson Sós. 69. N ORÐUR-MÚ L ASÝSL A A-listi 28 atkvæði. B-listi 813 atkvæði. C-listi 76 atkvæði. D-listi 367 atkvæði. Kjörnir voru: Páll Zóphónías- son og Halldór Ásgrímsson, báð- ir af B-listanum. Úrslit kosninganna 1946: — A-listi 18, B-listi 816, C-listi 93 og D-listi 342. Þingmenn voru þeir sömu og nú. SUÐUR-MÚLASÝSLA A-listi 290 atkvæði. B-listi 1414 atkvæði. C-listi 651 atkvæði. D-listi 393 atkvæði. 2787 kusu af 3134 á kjörskrá. Kosningu hlutu: Eysteinn Jónsson og Vilhjálmur Hjálm- arsson, báðir af B-lista. Úrslit kosninganna 1946: — A-listi 231, B-listi 1296, C-listi 714, D-listi 505. — Kosningu hlutu þá: Invar Pálmason af B-lista og Lúðvík Kristjánsson af C-lista. A.-SKAFTAFELLSSÝSLA Páll Þorsteinss., F. 295 atkv. Gunnar Bjarnason, Sj. 241, Ásm. Sigurðsson, Sós. 126. Landlisti A. 4. “MENSTREX” Ladies! Use full strength "Menstrex” to help alleviate pain, distress and nervous tension associated with monthly periods. Ladies, o r d e r genuine "Menstrex” today. $5.00. Rushed Airmail postpaid. GOLDEN DRUGS. St. Mary’s at Hargrave, Winnipeg. Auðir 5, ógildir 6. 677 kusu af 765 á kjörskrá. Úrslit kosninganna 1946: — Páll Þorsteinsson, F. 288, Gunn- ar Bjarnason, Sj. 234, Ásmundur Sigurðsson, Sós. 133, Landlisti, A. 4. VESTUR- SKAFTAFELLSSÝSLA Jón Gíslason, F. 382 atkv. Jón Kjartansson, Sj. 377. Runólfur Björnsson, Sós. 52, Kristján Dýrfjörð, A. 8. Auðir 11, ógildir 4. 834 kusu af 889 á kjörskrá. Úrslit aukakosninganna 1947: Jón Gíslason, F. 391, Jón Kjart- ansson, Sj. 385, Runólfur Björns son, Sós. 47, Arngrímur Krist- jánsson, A. 8. RANGÁRVALLASÝSLA A-listi 38 atkvæði. B-listi 749 atkvœði. C-listi 51 atkvæði. D-listi 747 atkvæði. Auðir 19, ógildir 10. 1614 kusu af 1770 á kjörskrá. Kosningu hlutu: — Helgi Jónasson af B-lista og Ingólfur Jónsson af D-lista. Úrslit kosninganna 1946: — A-listi 41, P-listi 780, C-listi 41 og D-listi 772. — Þingmenn voru kjörnir þeir sömu og nú. ÁRNESSÝSLA A-listi 381 atkvæði. B-listi 1183 atkvæði. C-listi 304 atkvæði. D-listi 911 atkvæði. Auðir 51, ðgildir 29. Þessi hlutu kosningu: Jörund- ur Brynjólfsson af B-lista og Eiríkur Einarsson af D-lista. Úrslit kosninganna 1946: — A-listi 316, B-listi (ásamt E- lista) 1265, C-listi 248 og D-listi 891. Þingmenn voru þeir sömu og nú. — Mbl. 1. nóv. sem þá voru, og það sem Jón vann sér inn var vel passað. Framtíðin blast við honum í hinu nýja kjöijandi og nú var um að gera að eyða ekki tímanum til einskis. Næst lagði Jón leið sína til Mikleyar þar sem móðir hans og stjúpfaðir voru nú niður komin. Hann stundaði þar fiskiveiðar um veturinn, en, hvað arðsamt það hefir verið, veit ég ekki. Hugur Jóns stefndi að því að eignast land og reisa þar heimili. í marz mánuði leggur hann af stað til Fljóts byggðarinnar og nemur ekki staðar fyr en í vest- ur hluta Geysir byggðar; þar nemur hann sér heimilis réttar land á fljótsbakkanum. Landið var ómælt; Dominion stjórnin var ekki búin að gera landmæl- ingar svo langt vestur á þeim ár- um. Jón gaf bústað sínum nafnið, Hvanneyri, af ræktarsemi við æskuheimili sitt á íslandi, sem hét Hvanneyri, eins og ég gat um í upphafi ræðu minnar. Jón var ákveðinn í, að hér legði hann grundvöllinn undir sína framtíð; að hér skyldi hann dvelja sína lífstíð. Hugrakkur og ákveðmn reisir hann sér bjálkhús og aðrar nauðsynlega byggingar úr trjá- bolum úr skóginum, og alt gekk að óskum eftir því sem unt var undir þeim erfiðu kringumstæð- um, sem þar voru á landnámstíð. En hvað var nú um að vera fyrir Jóni? Hann var ógiftur maður! Hvað hafði hann, einn, að gera með þessar byggingar? —Hann var áreiðanlega að útbúa heimili fyrir fleiri en sjálfan sig! —í þá daga voru menn dulir á ástarmál sín og á engan hátt var verið að auglýsa hvað til stóð, og svo var það fyrir Jóni; hann átti blossandi neista í hjarta sínu til fallegrar ungrar stulku, sem beið hans návistar við fyrsta tækifæri. Jón þurfti ekki að ótt- ast neinar breytin^r í ástamál- um sínum því í þá daga var trú- lofun svo fastbundið trygðar- band að það dugði betur en hjóna band nú á dögum, bundið af prestunum! Nú kemur í ljós hvað Jón hafði í hyggju með því að reisa bú á fljóts bakkanum í Geysir byggð; 16 desember 1889 gengur hann að eiga Guðrúnu Eggertsdóttur og flytur sig í sitt nýja heimili, eftir aðeins liðugt ár í þessu nýja landi. Þið sjáið, að vel hefir geng- ið til verks á ekki lengri tíma og vel haldið á litlu efnunum til undirbúnings fyrir framtíðina í þessari byggð. Nú er alvara lífsins komin til sögunnar hjá Jóni; bújörðin var lögð upp í hendurnar á honum af nátturunnar hendi vaxin karga- skógi frá bakkanum langt norður og svo votlendi þar á bak við; engir vegir nema mjóar götur eftir bakkanum. Jón skildi strax að fyrsta skilyrðið til lífsfram- færslu var að leggja rækt við skepnurnar og honum varð vel ágengt að fjölga þeim, eftir því sem aðstæður og möguleikar leyfði; hann stundaði og fiski- veiðar á Winnipegvatni í þrjá vetur og í fimtán ár samfleitt fór hann í þreskingu, oftast til Por- tage la Prairie. Þar kyntist hann ágætis fólki, Skotum og Englend- ingum, er flutt höfðu frá Ontario vestur á slétturnar, og fékk hjá þeim þekkingu á kornrækt og búskapar rekstri. Eftir tólf ára veru á bjújörðini er loks farið að gera landmæl- ingu svo að menn, sem seztir voru að meðfram fljótinu vissu hvar merkjalínurnar væru og gætu tekið til starfa. Að mæling- unni lokinni, fer Jón þegar að ryðja skógin eftir megni og býr undir akurlendi en gerir ekki mikið að því að sá korni fyr en vissa er fengin -fyrir að hægt sé að fá þreskivél til að þreskja uppskeruna. Von bráðar rætist fram úr þessu; nokkrir bændur í byggðinni tóku sig saman og lögðu fram fé til að kaupa þreski vél fyrir sig og aðra í byggðinni, og voru þeir bræður, Jón og Guð- mundur, fremstir í þeim samtök- um. Lítil vél var keypt hjá Massey Harris félaginu og var kölluð Horse Power Threshing Machine; þessháttar vélar voru alment notaðar í Ontario í gamla daga og voru í miklu afhaldi þar um slóðir, þar sem litlir akrar voru. Mér lék mikil forvitni á að sjá hvernig þessi Horse Power ynni og gerði mér því ferð til að at- huga þetta nýja fyrirbrygði á búgarði þeirra Borgfjörðs bræð- ra. Það var í september mánuði og heiðskírt og stillilogn þann dag. Tíðin hafði verið mjög hag- stæðum haustið og uppskeran vel í meðallagi. Þegar ég kom þangað var verið að þreskja og allir voru önnum kafnir við starfið; átta uxar gengu fyrir vindunni sem knúði vélina áfram og voru litlir drengir af báðum heimilunum að reka á eftir uxunum til skiptis. Og ég man ekki til að ég hafi í annan tíma orðið fyrir meiri hrifningu en þegar ég hitti þá þarna bræðuma, Jón og Guð- mund; alúðin í viðmóti þeirra og einlægnin í samræðunum um framtíðina er ógleymanleg. Ánægjan skein svo bjart hjá þeim báðum yfir því að nú væri búið að yfirstíga mestu erfiðleik- ana, og nú væri auðveldara að bjarga sér með því að geta fært sér kornræktina í nyt; að nú þyrftu þeir ekki lengur að skilja við konur og börn og fara burt í atvinnu- leit og eiga á hættu hitt og annað, er kynni að koma fyrir á heimil- unum í fjarveru þeirra. Síðan þetta skeði, vitið þið flest, hvað á dagana hefir drifið fyrir þeim Jóni og Guðrúnu á Hvanneyri; landið er nú alt und- ir akri hornanna á milli og önn- ur bújörð keypt, sem nefnd er Hof, góð jörð og mikið til undir akri líka. Jón og Guðrún hafa nú afhent jarðirnar og öll áhöld þeim tilheyrandi til sona sinna tveggja, Valdimars og Magnúsar, en búa enn hjá sonum sínum þar til eitthvað kann að breytast. Jón og Guðrún hafa átt miklu barnaláni að fagna; níu mann- vænleg börn: Magnúsina Helga, Valdimar, Eggert Júlíus, Sigríð- ur Marta, Dýrfinna, Árni Wil- fred, Lára Halldóra, Magnús, og Guðni Edward; öll gift og farin heiman nema Valdimar og Mag- nús, sem búa á gamla heimilinu —þeirra framtíðar heimili. Nú lýk ég máli mínu með því að þakka ykkur, Jón og Guðrún, fyrir hönd allra byggðarbúa, ykkar ágætu framistöðu í byggð- ini; þið hafið stutt alt það er verða mætti henni til framfara og blessunnar. Sextíu ára sam- leið er löng og margs er að minn- ast á svo langri leið; margt gott og fagurt hefir skeð, sem nú er, ef til vill, gleymt, en sem vert væri að minnast. Þið hafið af ein- lægni starfað að ykkar kirkju- málum og styrkt þau af öllum kröftum; við þökkum ykkur fyr- ir það. Við biðjum þess að Guð- rún megi fá bætta heilsu svo ellin verði léttbærari. Svo óskum við öll að þið megið enn eiga blessunar ríka daga til ævinnar enda. Bus. Phone 27 989—Res. Phone 36 151 Rovaizos Flower Shop Our Specialties: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Mrs. S. J. Rovatzos, Proprietress Formerly with Robinson & Co. 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.