Lögberg - 17.11.1949, Side 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 17. NÓVEMBER, 1949.
Æfiminning og endurminningar
um Rósu Davíðsdóttur Nordal
' I. ---------------
Gullbrúðkaup í Seattle, Washington
Ég var að ferðast með lestinni,
frá Winnipeg til Gimli 20. febr.
1948. Aðalerindið til Gimli var
að heimsækja vinfólk mitt þar,
Nordalshjónin, Lárus og Rósu og
dóttur þeirra Önnu. Ég hafði
heimsótt þau fyrir rétt um ári
síðan. Þegar ég kvaddi þau í það
skipti, fanst mér ég hafa eitt-
hvert hugboð um að þetta gæti
vel orðið okkar Rósu síðasta
kveðja. Þá voru veikindi hennar
frekar að ágerast, þó enginn bil-
bugur fyndist á glaðlyndi henn-
ar og hugsun.
Ég var að hugsa um það með-
an ég var að berast nær og nær
áfangastaðnum, að einu sinni
enn fengi ég þó að sjá og heyra
mína gömlu og kæru vinkonu.
Ég var þakklátur í huga, að hug-
boð mitt frá árinu áður mundi
reynast markleysa ein. Þegar ég
kem til Gimli kollvarpast þess-
ar hugsanir og mig slær hljóð-
an. Þá frétti ég að lát hennar
hefði borið að daginn áður, 19.
febrúar.
Rósa var fædd að Kristnesi í
Eyjafirði 9. nóv. 1866. Foreldrar
hennar voru Davíð Kristjánsson
og Sigríður Bjarnadóttir. Davíð
var bróðir Þórunnar móður K.
Ns. Bróður áttu þau, er Sigurð-
ur nefndist, voru þau systkini
öll talin vel hagorð, og voru
margar hnitnar spaugvísur á
lofti eftir þau. Rósa hafði því
ekki langt að sækja hagmælsku,
sem hún brá oft fyrir, sérstak-
lega ef galsi var í gengi. Rósa
fluttist með foreldrum sínum
frá Kristnesi að öngulstöðum 5
ára gömul. Tveim árum síðar
fluttu þau að Jódísarstöðum,
þar sem hún ólst upp og taldi
sér heimili þar til hún flutti
vestur um haf.
Rósa hlaut góða og gagnlega
mentun, stundaði nám á Kvenna
skólanum á Laugalandi, hjá frú
Valgerði. Var skóli frú Valgerð-
ar orðlagður fyrir góð og varan-
leg áhrif á nemendur sína. Eftir
að Rósa hafði lokið námi á
Kvennaskólanum, (1890) fékkst
hún aðallega við barnakenslu og
sauma, þar til hún fluttist til
Canada 1893.
í Winnipeg kyntist Rósa eftir-
lifandi manni sínum, Lárusi
Nordal, og giftust þau þar 1902.
Eina dóttur eignuðust þau hjón
Önnu Karólínu, nú til heimilis
hjá föður sínum að Gimli.
Árið 1905 fluttu þau Lárus og
Rósa frá Winnipeg til Vatna-
byggða í Sask. Tóku þau í fyrstu
heimilisréttarland nálægt Foam
Lake, en seldu það síðar og
keyptu annað land norðaustur
frá Leslie, þar sem þau bjuggu
myndarbúi til margra ára.
Árið 1937 brugðu þau búi og
fluttu til Gimli, þá var líkams-
þróttur og heilsa Rósu mjög bil-
uð. Þau eignuðust þar myndar-
heimili og þar naut hún, síðustu
árin, mjúkrar og ástúðlegrar
hjúkrunar eiginmanns og dóttur,
ásamt samúð annara vina, gam-
allra og nýrra. Léttlyndi henn-
ar og lífsgleði, léttu að miklum
mun verk og umönnun þeirra,
er henni hjúkruðu. Jafnvel eft-
ir að hún varð að miklu leyti
rúmföst, var hún glaðværðar-
geisli á heimili sínu. Enda eign-
aðist hún að Gimli marga nýja
vini, sem oftast mun hafa orðið
léttara í geði við heimsókn til
hennar.
Rósa var merk kona og vel
gefin, bæði til munns og handa.
Fljót var hún og hnyttin í svör-
um og var mörgum hennar til-
svörum á lofti haldið. Rökfim og
staðföst að verja sitt málefni, ef
á þurfti að halda; oftast veitti
hún þeim lið, sem miður gekk,
ef um glaðværa orðasennu var
að ræða og var sá liðsauki ætíð
sigursæll. Sárt tók hana til alls
þess, er bágt átti, jafnt menn og
málleysingjar, og fáum hefi ég
kynnst, sem sýnt hafa meiri sam
úð með dýrum en hún gerði. Og
hrygg var hún í huga er hrossin
þeirra voru leidd úr hlaði, þegar
Lárus og Rósa brugðu búi og
fluttu til Gimli.
Rósa átti góða leikarahæfi-
leika og og tók þátt í sjónleikj-
um, bæði heima og hér. Hún var
meðlimur í leikfélagi íslendinga
í Winnipeg um aldamótin og lék
þar í ýmsum leikjum, svo sem
„Æfintýri á gönguför og „Nýárs
nóttin“ o. fl. 1 umsögn um Nýárs
nóttina, skrifað af Sig. Júl. J. í
(Frh. af bls. 1)
kaupsveizlu — skeyti frá sendi-
ráði íslands 1 Washington, D. C.
— og þar með fylgdi „Fálka-
orðan“ til handa brúðguman-
um. Vísi-konsúll Islands . í
British Columbía, herra Hálf-
dán Thorláksson, flutti ræðu og
afhenti síðan heiðursmerkið —
en gestir fögnuðu með því að
rísa úr sætum. Herra Kolbeinn
S. Thordarson hefir „represen-
terað“ ísland hér síðastl. 7 ár, og
Islandsstjórn veitti honum þessa
viðurkenningu, sem gerir dag-
inn mjög minnisstæðan, bæði
hlutaðeigandi og öllum viðstödd
um.
Síðast ávarpaði undirrituð
fyrir hönd „héraðsbúa“ — en
héraðið hafði fært út takmörk
sín þetta kvöld. — Tacoma —
Everett — Blaine — og Vancou-
ver, B. C. „voru með“ — að ó-
gleymdum ýmsum langtum fjar-
lægari stöðum. — í þessu ávarpi
fólst einnig sórstök kveðja og
þakklæti til frú Önnu frá kven-
félaginu „Eining“. — Hinir
mörgu vinir og venzlamenn
heiðursgestanna vildu samgleðj-
ast þeim og óska þeim blessun-
ar. Ennfremur þakka þeim vin-
áttu þeirra, gestrisni og heim-
ilisprýði, ásamt því að tjá þeim
aðdáun sína fyrir dugnað þeirra
í að ala upp og koma til mennta
níu börnum, sem komust til full-
orðins ára, af ellefu sem þeim
fæddust. Það vermir inn að
19 T.b. Dagskrár (1902) segir
svo: „Önnu, leikur Rósa Da-
víðsd. Hún leikur bezt allra, og
ég efast um að nokkuð verði að
henni fundið með sanngirni.
Hún breytir svip, látbragði, mál-
róm og augnaráði gjörsamlega“.
Verður glöggt á þessari umgetn-
ingu séð, hvert álit hún hafði
sem leikkona á þeim árum.
II.
Ég hafði oft veitt því eftirtekt,
að þeir, sem dánarminningar
rita, hafa sett það fram, sem
sérstakt hrós á stöðuglyndi og
sjálfstæði hins látna, að hafa
haldið sinni barnatrú til æfi-
loka. Mér hefir ætíð fundist það
lýsa meiri hugsun og sjálfstæði,
að hafa kjark til að losa um þau
bönd, sem halda okkur í viðjum
átrúnaðarins um óskeikulleik
orðsins. Að þakklætinu og virð-
ingunni bæri fremur að beina
til þeirra, sem styðja að því, að
menn fái sem fyrst skilið að lífið
er guð og að því ber að stefna,
að öllu sem hrærist og lifir, farn
ist sem bezt, þá fyrst: „Hefst
saga hins frjálsa manns“. Þessa
hugsun studdir þú, Rósa; þar í
liggur virðing mín fyrir þér, á-
samt svo mörgum fleiri mann-
kostum, ríkra tilfinninga og sjálf
stæðra hugsana, er þú barst í
brjósti. Þú trúðir því fastlega,
að sjálfsbölið mundi með þrosk-
aðri hugsun og skilningi rýma
til fyrir samúð og náungans
kærleika. Ég minnist, að þú hélst
því fram: Að enginn sviki sjálf-
an sig, né guð sinn, væri hann
sjálfráður að trúa því einu, sem
vit hans og tilfinningar bjóða
honum.
Rósa mín, — ég man svo vel
margar þær stundir, er við gáska
full og léttlynd ungmenni, fjöl-
mentum á þínu heimili. Þú varst
ekki með neinn valdboðinn hús-
móðursvip, að halda öllu í reiðu-
skorðum, eða hvessa rannsak-
andi augum á þá, sem skrikaði
fótur í uppdubbuðum samkvæm
isreglum. Nei, þú hafðir það
heldur til, að koma ærslagangi
í hópinn, ef þér fannst óþarfa
hógværðar eða feimnisblær
þvinga gestina. Það tók heldur
ekki lengi að „Grund“ að gjöra
þessa lífsglöðu unglinga að
heimamönnum. Oftast var sam-
einast í söng — því fáu unnir þú
meir, en sönglistinni. — Ætt-
jarðarsöngvarnir, — æskuljóðin
þín urðu oftast fyrir valinu.
Þær voru eins og teknar úr þínu
hjarta, fallegu ljóðlínurnar
hjarta, og sannar um fram allt
hvað það er, sem við unmjm hug
ástum í gamla íslenzka stofnin-
um. Um það mætti flytja langt
mál, — en í sem fæstum orð-
um — þá eru það börn íslenzku
innflytjendanna eins og þessi
góðu hjón, sem hafa haldið uppi
heiðri ættlandsins hér vestra
svo vel má við una, og metnað-
ur er í að minnast þess.
Undirrituð afhenti gjöf frá
vinahópnum — Album með gull
áletran. 1 það verður fest mynda
safn frá veizlukvöldinu, því
myndataka fór fram allt kvöldið
— einstaklingar á söng- eða
ræðupalli — brúðhjónin — börn
in — barnabörnin — skyldfólk-
ið — veizluborðin — og hóp-
myndir smærri og stærri af öll-
um viðstöddum. Hugmyndin
þótti frumleg og jók á glaðværð-
ina í borðsalnum, þar sem ísl.
konurnar létu ekkert vanta, sem
gerir ísl. kaffiveizlur vinsælar
— og manni liggur við að segja
frægar.
— Á meðal brúðkaupsgjaf-
anna mætti nefna sjónvarps-
tæki — „Television set“ — sem
börnin gáfu foreldrum sínum.
— Kolbeinn tók til máls í sam
komulok — og ávarpaði gestina
með hlýjum og vel völdum orð-
um er hann þakkaði kvöldið og
vináttuna fyrir hönd þeirra
hjónanna og fjölskyldunnar.
Áður en gengið var úr kirkju,
flutti Dr. H. Sigmar sérstakt á-
skáldsins (H. H.): „Þá sönglist
ég heyri og svanfögur hljóð, mér
sorgarinnar renna frá hjarta“.
Stundum leiddir þú okkur út
í blómagarðinn þinn, sem þér
þótti svo vænt um og hirtir af
svo mikilli alúð og nærgætni.
Það var fagur blettur umluktur
grenitrjám á þrjá vegu, þakinn
blómareitum; — raðað af list-
fengri smekkvísi í runnan fram-
•an við húsið. Einn blómareitur
var þar, sem þér virtist alltaf
vera hugljúfast að sýna, og allir
gestir voru leiddir til. Ég man,
það kendi móðurlegra tilfinn-
inga í rödd þinni, — sem gaf til
kynna að þarna væri barnið,
sem mestrar umhyggju nyti, —
er þú kraupst á kné og straukst
mjúkum höndum blómið þitt og
sagðir: „Þetta er íslenzk Fjóla,
fallegasta blómið 1 garðinum
mínum“.
Ég er sannfærður um að í
mörgum þeim unglingahjörtum,
sem fylgdu þér oft í hópum á
milli blómareitanna þinna á
Grund, hafa tendrast kærleiks-
og samúðartilfinningar, sem lifa
meðan þau slá og hrærast. Stund
irnar á þínu heimili verða: „Sól-
skinsblettir í heiði“, — vinum
þínum. Lífsfögnuðurinn varð
sameiginlegur, — eins og and-
rúmsloftið. Frá tryggð þinni og
vináttu stafaði geislum gæfu og
gleði til allra þeirra, er áttu því
láni að fagna að kynnast þér og
ná þinni vináttu.
Þú leystir hlutverk þitt, sem
móðir, eins og bezt má verða
og móðurást þín og umönnun
báru fagran og ávaxtaríkan ár-
ángur.
Umhyggju og hjúkrunarhæfi-
leikar þínir gengu í ríkum mæli
til dótturinnar.
Fáar dætur hafa reynst for-
eldrum sínum betur. Miklu var
fórnað af hennar hálfu, en lífs-
gleðin falst í fórninni, — trúin
í verkinu.
Trygglyndið og skylduræknin
vinna frægan sigur yfir tilboð
um, um hærri stöður og meira
glaumlíf. Dóttirin brást aldrei
vonum foreldranna. Þar skein
hamingjusól ykkar hæst, Rósa
mín.
Vinirnir þínir mörgu kveðja
þig klökkir, en þakklátir að
hafa notið vinsemdar þinnar og
samfylgdar um grýttar götur lífs
ins.
Þökk fyrir allt. — Vertu bless-
uð góða.
Elfros, 9. marz 1949
Rósm. Árnason
This picture shows the new Humber Super Snipe saloon ex-
hibited at the recent Earls Court Show in London. The car is in
the fast-luxury class with a top-gear performance from 5mph to
80 mph and the restyled body and wings brings its appearance into
line with the most modern trend. The chassis is 3% ins. longer
than before and the track 2 ins. wider at the front and 5 ins. wider
at the rear, giving more capacious body space. Three pasengers
can now be seated in comfort both at the front and rear. The power
unit is a 6-cylinder engine developing 100 hp at 3,400 rpm. Separate
side lights have been fitted beneath the headlamps in accordance
with overseas requirements and in the model shown there is a
power-operated glass division behind the front seat.
Business College Education
In these modern times Business College
Education is not only desirable but almost
imperative.
The demand for Business College Educa-
tion in industry and commerce is steadily
increasing from year to year.
Commence Your Business Traininglmmediately!
For Scholarships Consult
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
PHONE 21 804 695 SARGENT AVE., WINNIPEG
Hr. KOLBEINN THORDARSON veitir viðtöku riddarakrossi
hinnar íslenzku Fálkaorðu, er hann var nýlega sæmdur; afhend-
ingu orðunnar framkvæmir hr. Hálfdán Thorlákson, vararæðis-
maður íslands í British Columbía.
varp frá skyldfólki frú Önnu,
sem er fjöldamargt í Canada.
Hún og Dr. Sigmar eru bræðra-
börn — sömuleiðis hún og Einar
Haralds frá Vancouver — hann
og kona hans voru viðstödd,
einnig S. J. Sigmar og kona hans
og dóttir frá Vancouver, B. C.
Kolbeinn S. Thorðarson er
fæddur 1872 á Hofstöðum í
Hálsasveit í feorgarfjarðarsýslu.
Foreldrar hans voru þau hjónin
Siggeir Þórðarson og Anna Ste-
fánsdóttir frá Kalmannstungu.
Þau fluttu vestur um haf árið
1886 og settust að í Winnipeg.
Kolbeinn á eina systir á lífi —
Ólöfu konu Tryggva Arasonar í
Argyle, Manitoba. Kolbeinn
stundaði prentiðn alla ævi —
starfrækti á eigin reikning prent
smiðju hér í Seattle, sem synir
hans hafa nú tekið við.
Anna Thorðarson er fædd ár-
ið 1872 á Einarsstöðum í Reykja
dal í S. Þingeyjarsýslu. Foreldr-
ar hennar voru þau hjónin Jón
Sigurjónsson og Sigurlaug Gísla
dóttir. Þau komu vestur í „stóra
hópnum“ 1876, settust fyrst að
í Nýja-íslandi en síðan í Winni-
peg. — Frú Anna á tvær systur
á lífi, sem voru í gullbrúðkaup-
inu — þær Lára Burns og Jenny
Johnson, báðar frá Winnipeg.
Af barnahópnum gátu sjö set-
ið gullbrúðkaup foreldra sinna
— og flest barnabörnin sömu-
leiðis — en þau eru fimmtán í
allt. í Seattle eru búsettir tveir
synir — Herman, eigandi Caslon
Printing Co., kvæntur Alice
Berg, frá Seattle; og Jón starfs-
maður þar kvæntur Ann Leig-
ton frá Boston, Mass. og ein dótt
ir, Ester gift Milton Hallgríms-
syni kaupm. (matvörusala).
Lengst að komu þau Metta og
maður hennar, H. Rhenberg,
framkvæmdarstjóri í verzlunar-
félagi í New York. Þar næst
Louise, gift Dr. R. H. Harris í
Fargo, N. D. og Agnes, gift T. C.
Hendricks, búgarðeiganda (ald-
inarækt o. s. frv.) nálægt Port-
.land Oregon. Frá Tacoma, Wash
kom elzti sonurinn Dr. Stefán,
og fjölskylda hans; hann er
kvæntur hjúkrunarkonu frá
Prince Albert, Can. Irma Mc-
Cloud. 1 þennan hóp vantðai því
aðeins Dr. Harris. — Fjarstadd-
ar voru tvær dætur, Margrét og
Inga ásamt manni sínum, Lloyd
Tyo, forstjóra (iðnaðar) í
Alaska.
Öll eru börnin vel menntuð.
Dæturnar stunduðu skólakenslu
og skrifstofustörf. Stefán stund-
aði læknisnám sitt í Winnipeg,
en síðar sérfræðigrein sína í
Chicago. — Herman, Jón, Agnes
og Metta útskrifuðust af Uni-
versity of Washington. Metta
hefir á þessu ári lokið meistara-
prófi við Columbía University,
New York, Arts Course.
Með beztu óskum til þessarar
ágætu fjölskyldu frá vinum
þeirra fjær og nær.
Seattle, 5. nóv. 1949
Vinsamlegast,
Jakobína Johnson
able us to serve
thousands of fctmilies who
would otherwise have no
service at oll.
Co-operation between Party
Line Neighbours m e a n s
better service for all con-
cemed.
MANITOBA
TELEPHONE
SYSTEM