Lögberg - 17.11.1949, Síða 4

Lögberg - 17.11.1949, Síða 4
4 LÖGBÉRG, FIMTUDAGINN, 17. NÓVEMBER, 1949. HogtjErg GefiS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 696 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utandskrift ritstjórans: EDITOR IÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa ÚRSLIT FYLKISKOSNINGANNA Áður en til nýafstaðinna kosninga var gengið í þessu fylki, blandaðist í raun og veru engum hugur um það hvers vænta mætti; þegar framboðsfrestur rann út kom það í ljós, að hvorki meira né minna en fjórtán frambjóðendur hlutu kosningu gagnsóknarlaust; að slíkt væri að öllu æskilegt, hlýtur að skoðast álitamál, því dálítið kosningakapp getur aldrei sakað, heldur vekur það til umhugsunar ýmsa, sem svefnværir eru og þurfa á örvun að halda; á hinn bóginn duldist það held- ur ekki, að framboð af hálfu stjórnarandstæðinga var engan veginn árennilegt, og í flestum tilfellum nákvæm Jega það sama og að ganga út í opinn dauðann í póli- tískum skilningi, megin þorri kjósenda var auðsjáan- lega ásáttur með það, að stjórnin verðskuldaði í ríkum mæli fylgi þeirra, því svo vel hefði hún haldið við jafn- vægi meðal hinna ýmsu stétta, að naumast yrði á betra kosið; menn höfðu sannfærst um það, að fjárhagur fylkisins hefði aldrei staðið í meiri blóma, án þess að réttilega yrði á það bent, að stjórnin hefði skorið við neglur sér fjárframlög til vega, heilbrigðismála, menta- mála, eða annara þeirra stofnana, er mestu varða al- menningsheill. Stjórnin jók þingstyrk sinn um fjögur þingsæti, og má það kallast vel að verið. Athyglisvert er það, og dregur til muna hreinni lín- ur, en áður gekst við, að C. C. F.-sinnar unnu ekki eitt einasta sveitakjördæmi; styrkur þeirra kom hvergi í Ijós svo neinu næmi, annarsstaðar en í Winnipeg, St. Boniface og kjördæmum, sem að þeim borgum liggja, þar sem samtök verkamanna mega sín mest; það er því sýnt, að minsta kosti eins og sakir standa, virðast bændur þessa fylkis lítil mök vilja eiga við C. C. F., eða Sósíalista yfirleitt. Eins og menn rekur minni til, varð klofningur í liði C. C. F.-sinna á flokksþingi þeirra í þessari borg; voru þar meðal annara gerðir flokksrækir tveir þingmenn flokksins í Manitobaþinginu, þeir Mr. Donileyko þing- maður St. Clement-kjördæmisins og Mr. Berry Ric- hards, er sæti átti á fylkisþingi fyrir Pas-kjördæmið; mönnum þessum var vísað úr flokknum vegna and- spyrnu þeirra gegn þátttöku Canada í Norður-Atlants- hafsbandalaginu; þeir buðu sig báðir fram til þings í hlutaðeigandi kjördæmum við nýafstaðnar fylkiskosn- ingar, og þeir töpuðu báðir tryggingarfé sínu; svo fór um sjóferð þá. Allir ráðherrar fylkisstjórnarinnar, að einum undan skyldum, náðu endurkosningu, sjö þeirra gagnsóknar- laust, en sá, er féll í val, var Mr. Dryden fylkisféhirðir, er leitaði endurkosningar í Morriskjördæmi; hann er um alt hinn nýtasti maður, er ógjarna má missa sig af þingi, né heldur úr ráðuneytinu, og er því að vænta, að honum veitist aðgangur að Ruperts Land-kjördæmi, en þar fer kosning eigi fram fyr en þann 15. desember næstkomandi. — Eins og nú horfir við að fylkiskosningum afstöðnum, ræður samvinnustjórnin yfir fjörutíu og tveimur þing- sætum, og sennilega bætir við sig einu þingsæti enn, og veitSur stjórnarandstaðan þá samansett af fjórtán þingmönnum; af þeirri fylkingu ráða C. C. F.-sinnar yfir helmningnum, en hinn helminginn skipa íhalds- menn og utanflokkamenn, er forðast vilja samvinnu- stjórnina eins og heitan eldinn. Líklegt þykir að hið nýkosna þing komi saman til funda nokkru fyr en venja hefir verið til, sennilega í öndverðum janúarmánuði næstkomandi. ★ ★ ★ ÍSLENDINGAR Á FYLKISÞINGI Á síðasta fylkisþingi í Manitoba áttu þrír íslending- ar sæti, þeir Dr. S. O. Thompson, G. S. Thorvaldson, K. C., og Chris Halldórsson lífsábyrgðarumboðsmaður. Mr. Thorvaldson bauð sig ekki fram að þessu sinni, en þeir Dr. Thompson og Mr. Halldórsson hlutu kosningu gagnsóknarlaust, og ber það þess glögg merki hverra vinsælda þeir njóta í héraði; á næsta þingi verður lið- styrkur íslendinga hinn sami, því í stað Mr. Thorvald- sonar kemur Mr. Paul Bardal, er gekk sigrandi af hólmi í Winnipeg Centre kjördæmi; þetta kjördæmi er afar mannmargt, og ekki eins auðvelt að vinna þar kosn- ingu og í sveitakjördæmunum. íslendingar í Winnipeg Centre fagna yfir kosningu Mr. Bardals og færa honum hugheilar árnaðaróskir. íslenzka mannfélagið vestan hafs er nú ekki fjöl- mennara en það, að það má ekki við því að vera altaf að tapa; hitt er meira um vert, að vera jafnan menn með mönnum, og reynast samkeppnisfærir við hvern, sem er að etja. Læknar og sálusorgarar Talið er að þriðji hver sjúklingur, sem leitar læknis, fái engan bata, vegna þess að lœknar hafa engin meðul við veikindum sálarinnar. EFTIRFARANDI smásaga er ekki eins dæmi. Svipuð saga ger ist daglega hjá öllum læknum. Hálfþrítug kona kom til lækn- is og kvartaði um innvortis þján ingar. „Þær koma hvað eftir annað“, sagði hún, „og jafn- framt fæ ég óþolandi höfuðverk og ógleði. Og einkennilegast er, að þetta kemur varla fyrir á dag inn, heldur aðeins á næturnar“. Læknirinn var -ungur maður en hafði mikið álit á sér fyrir lærdóm og þekkingu. Hann hlustaði með athygli á sjúkdóms lýsingu konunnar, og síðan skoð aði hann hana eins nákvæmlega og honum var unt og eftir öllum beztu reglum læknislistarinnar. Þegar skoðuninni var lokið, spurði konan kvíðafull: „Er þetta mjög hættulegt?“ Læknirinn hristi höfuðið. „Ég skal láta yður fá pillur, sem draga úr verkjunum og ó- gleðinni. En að því er ég bezt fæ séð gengur ekkert að yður“. Konan varð stórmóðguð: „Hvernig dirfist þér að segja þetta? Ætlið þér að reyna að telja mér trú um að þetta sé allt uppgerð eða ímyndun hjá mér?“ „Nei, ég trúi því vel að þér fáið þessa verki“, svaraði lækn- irinn. „En orsökin er sálarlegs eðlis. Það gengur ekkert að yður líkamlega. Vera má að þér hafið við áhyggjur eða hugstríð að að búa — og að þar sé að leita ástæðunnar til þessa. Engin meðul geta bætt úr því. Máske væri réttast fyrir yður að fara til sálfræðings — eða þá að þér töluðuð við prestinn yðar og segðuð honum upp alla sögu Seinna þegar læknirinn sagði starfsbróður sínum frá þessu at- viki lét hann svo um mælt: „Það getur verið að ég hefði getað orðið konunni að liði, ef ég hefði bæði verið læknir og sálu- sorgari. En í hvert skipti og eitt- hvað þessu líkt kemur fyrir mig, finn ég til vanmáttar míns. Ég1 veit hvernig á að fara að því að lækna líkamleg mein. En mað- urinn er annað og meira en líf- færi, taugakerfi og bein. Menn hafa sál, eða anda, eða hvað þér viljið kalla það. Og þegar lík- aminn líður þjáningar vegna sál arinnar, þá get ég ekki neitt annað gert fyrir sjúklinginn en látið hann fá meinlausar pillur og segja honum að engin hætta sé á ferðum“. BETUR og betur eru læknar nú farnir að sjá, að ýmislegt af því, sem þjáir líkamann, er ekki líkamlegs eðlis og því ekki hægt að bæta með meðulum eða lækn isaðgerðum, heldur á það rót sína í sálarlífinu, þar sem þeir komast ekki að því. Talið er, að nær þriðji hver maður, sem leitar læknis, sé lík- amlega heilbrigður. Þessu hefir herlæknirinn, David M. Banen haldið fram í læknaritinu „The Military Surgeon“. Og hann tek- dýpra í árinni. Hann segir að annar þriðjungur sjúklinga sé að vísu með einhverja líkams- kvilla, en undirrót þeirra sá sál- arlegs eðlis. Þegar menn íhuga nú betur hvað liggur á bak við þessa nið- urstöðu, að mikill hluti allra mannlegra meina er þannig, að venjulegir læknar geta þar enga bót á ráðið, þá sjá menn að hér er um alvarlegt vandamál að ræða. Sálfræði, sálgreining og sál- lækningar eru til þess að. gera ný vísindi, en þau sýna, að menn eru vaknaðir til meðvitundar um, hvað læknavísindin ná í raun og veru skamt. En þessi nýju vísindi eru enn á byrjunar stigi, og því alls ekki fær um að leysa úr þeim vanda, sem að steðjar. SÁL mannsins er ekki jafn auðvelt að rannsaka eins og lík- amann. Það er ekki hægt að finna neinar sálarmeinsemdir með venjulegum hitamæli. En þó er sálin jafn raunveruleg eins og líkaminn, og verði hún fyrir einhverju áfalli, þá getur það orsakað líkamlegar þjáningar, alveg eins og ef t. d. nýrun verða fyrir áfalli. Banen herlæknir leggur því mikla áherzlu á það í grein sinni að það sé engu þýðingarminna að finna sálveiklun heldur en líkamsveiklun. Hann segir; „Það er ekki nóg að herlæknir- inn geti láeknað líkamsmein, hann verður líka að geta bætt úr þjáningum sálarinnar. Það er ekki nóg að hann sé aðeins læknir, hann verður einnig að vera faðir og skriftafaðir sjúkl- inganna. Það dugir ekki, segir hann enn fremur, að læknirinn líti á sjúkl ing eins og líkamsvél, hann verð ur einnig að líta á hann sem mann með tilfinningum ástar og haturs, með ástríðum og hvöt- um, sem megna að buga bæði sál hans og líkama. VEGNA þessa nána sambands sálar og líkama, er það því meir en æskilegt að sá, sem hefir sjúklinga undir höndum, hafi til að bera bæði andlega þekkingu sálusorgarans og sérþekkingu læknisins. Séra Alston J. Smith, prestur við meþodista kirkjuna í Rox- bury í Connecticut, hefir ritað grein í tímaritið „Tomorrow“ og bent á það að sállækningar sé staðfesting á því, að trúin hafi lækningamátt, bæð i fyrir líkama og sál. „Jesús var mesti læknir heims ins“, segir hann. „Hann var bæði læknir og spámaður og hann gat læknað allar meinsemdir manna. En samtímis prédikaði hann siðfræði sína og benti mönnum á, að í hinum full- komna heimi, sem hann kallaði „guðsríki11, væri hvorki sjúk- dómar né sundurlyndi“. Jafn ágætur vísindamaður eins og dr. J. B. Rhine, forstöðu- maður Duke University’s Para- psychology Laboratory, hefir viðurkennt að trúarlíf og lækn- ingamáttur fari saman Hefir hann ritað grein um þetta í „The Carolina Quarterly“ og segir þar meðal annars: „Trúin og læknavísindin hafa sameiginlega mikinn mátt til þess að stuðla að velferð mann- kynsins. Margir hinna fornu trú arfrömuða voru í senn bæði læknar og andlegir leiðtogar“. 1 fornöld skorti lækna mjög til finnanlega þekkingu í læknis- fræði, en þeir litu á sjúklinga sína þannig: að þeir hefðu bæði sál og líkama. Og þeir leituðust við að lækna hvort tveggja sam tímis í heild í stað þess að vera að hugsa um að lækna einhvern sérstakan hluta líkamans. Dr. Maynard Austin segir í „Look“ að þegar komið sé með fótbrotinn mann til læknis, þá hugsi hann ekki um annað en fótinn. Sé komið með mann, sem hefir botnlangabólgu, hugsi læknirinn aðeins um botlangann og bezt sé að taka hann. Fæstir læknar líti á sjúklinga sína sem menn, heldur líti þeir aðeins á það hvað að þeim gengur. Svo reyna þeir að gera við það, sem aflaga fer, en hugsa ekkert um manninn sjálfan — sálina. Má vera segir hann, að þetta stafi af því hvað læknisfræðin skipt- ist nú í margar sérgreinar. í læknaskólum og spítölum sé lögð aðaláherzlan á það að greina sjúkdóm fljótt og vel, og í þessu sambandi orðið miklar framfarir. En ekkert sé hugsað um að kynnast því hvernig and- legum högum sjúklingsins sé háttað, hvort hann eigi við á- hyggjur að stríða í heimilislífi sínu og fjármálum, eða hvernig hann er settur í lífinu. Það er rangt, segir dr. Austin, að líta (Frh. á bls. 5) MINNINGARORÐ: EINAR SIGURÐSSON Láts þessa mæta manns hefir þegar verið getið í vestur- íslenzku blöðunum. Vil ég nú minnast hans með nokkrum orðum. Einar Sigurðsson var fæddur á Kálfafelli í Suðursveit í Aust- ur-Skaftafellssýslu á íslandi, 2. nóv., 1867. Foreldrar hans voru þau hjónin Sigurður Sigurðs- son, lengi hreppsnefndaroddviti í Suðursveit, og Bergþóra Ein- arsdóttir. Hann ólst upp með foreldrum sínum til fullorðins ára. Þá kvæntist hann Oddnýju Pálínu Skarphéðinsdóttur, frá Borgarhöfn í sömu sveit. Árið 1903 fluttu þau vestur um haf. Fyrst settust þau að í Winnipeg, en eftir þriggja ára veru þar, fluttu þau í grend við Manitoba-vatn, námu land í Oakview-byggð, og bjuggu þar síðan, í eindrægni og farsæld. Þau eignuðust 7 börn, en eitt misstu þau, næstelzta barnið, skömmu eftir að þau komu frá íslandi. Á lífi eru: Skafti að Oakview, Mrs. Bergþóra John- son, einnig að Oakview, Mrs. Þórunn Johnson, í Winnipeg; Mrs. Svava Burch, einnig i Winnipeg; Jón og Sigurður, að Oakview. Öll eru þau gift. Einn- ig ólu þau upp Sigurveigu, nú Mrs. Austman, í Silver Bay, Man. Hjá þeim var einnig all- lengi Oddrún dóttir Þórunnar og manns hennar. ALUMINUM FUNNEL FOR BRITISH RAILWAYS' STEAMER An interesting exhibit at the Engineering and Marine Exhibi- tion which opened recently at Olympia, London, was an aluminum alloy funnel. Made by William Denny and Brothers of Dunbarton, it is on show for the first time in this country: The funnel is fabricated for the new British Railways’ streamlined Cross Chan- nel steamer, the “T.S.S. Brighton”. The weight saving of the aluminum funnel against a steel funnel is about 4% tons and it gives improved stability to the ship. The funnel is 22 feet high, 26 feet long and weighs 2.88 tons. The funnel is symbolic of the increased use of aluminum alloys in the marine industry. The picture shows the funnel having its final adjustment before being shown to the public. Einar Sigurðsson Einar átti þrjú systkini á ís- landi: Valgerði, sem dó skömmu á undan bróður sínum, og tvo bræður, sem báðir heita Sigurð- ur, menn í góðum stöðum þar í landi. Einar var frábær dugnaðar- maður og að því skapi samvizku samur. Ævilangt var hann trúr kirkju og kristindómi. Yfirleitt rækti hann skyldur lífsins með hlífðarlausri staðfestu. Það var yndislegt að hitta Einar, því hann var svo einstak- lega auðugur að vinsemd. Hlýr og gleðiríkur bróðurandi var í viðmóti hans. Þannig kom hann allstaðar fram. Hjálpsamur var hann með afbrigðum; og engu síður var hann vinur góðra mál- efna. Heimili sínu og ástvinum var hann allt í öllu, og fyrir ást- vini sína vildi hann allt á sig leggja, enda var hann heitt- elskaður af sínum nánustu. Samferðamennirnir nefndu hann byggðarsóma. Sjúkdómur þjáði Einar nokkra seinustu mánuði ævinn- ar. Eftir allangan lasleika heima hjá sér, var hann fluttur á Al- menna sjúkrahúsið í Winnipeg 28. apríl síðastliðinn. Tvisvar var gjörður á honum holskurð- ur, en allt leiddi að hinu eina. Eina viku fékk hann að fara til tengdasonar síns og dóttur, Mr. og Mrs. Burch, í Winnipeg, en um bata var ekki að ræða. Samt hélt hann ávalt sínu glaða sinni, með hlýlegt bros á vörunum, er hann sá vini sína, og allir voru vinir hans, sem önnuðust hann. Hann andaðist mánudaginn 5. sept., 81 árs að aldri. Hann var jarðsunginn, af séra Rúnólfi Marteinssyni, fimmtu- daginn 8. sept. Kveðjumálin voru flutt í Vogarkirkju og í Oak View grafreit. Kirkjan var al- skipuð fólki, jafnvel fordyrið, Mr. Johnson var organisti og Mr. C. T. Clemens útfararstjóri. Vér megum vel kveðja þenn- an góða vin með þessum orð- um: „Ó, flýt þér, fagrit andi, með fegins hug og þor, og legðu þar að landi, sem Ijómar eilíft vor“. R. M.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.