Lögberg - 17.11.1949, Síða 7

Lögberg - 17.11.1949, Síða 7
7 LGGBERG, FIMTUDAGLNIS, 17. NÓVEMBER, 1949. Arnað heilla Ejtir dr. RICHARD BECK, vara-ræðismann Islands í N. Dakota (Ávarp flutt við vígslu Elliheimilisins að Mountain, 23. okt. 1949) Eftir að hafa flutt á ensku' kveðju ríkisstjórans í Norður- Dakota, mælti dr. Beck á þessa leið: • Kæru landar! Ég get fullvissað ykkur um það, að fátt gleður fremur landa okkar heima á ættjörðinni held- ur en fregnir af framgangi og af rekum íslendinga hér vestan hafs. Það afrek, sem hér hefir unnið verið með byggingu þessa stóra og veglega elliheimilis, verður því löndum okkar austan hafsins mikið fagnaðarefni. Það verður þeim enn ein sönnun þess, að hér í þessari söguríku byggð lifir enn góðu lífi sá manndómsandi, sem einkenndi frumherja hennar, og sterkur þáttur í hinu sanna íslenzka eðli. Eitt merkisskáldið íslenzka, sem þá var búsettur í Kaup- mannahöfn, kvaddi landa sína, er voru á förum heim til íslands, JOHN J. ARKLIE Optometrist and Optician (Eye* Examlned) Phone 95 650 MITCHELL COPP LTD. PORTAGE AT HARGRAVE með þeirri ósk, að þeim mætti auðnast: „eitthvað stórt að vinna, eitthvað, sem um alla stund okkur heiðurs fengi, eitthvað, sem vor gamla grund, getur munað lengi“. Það hafið þið landar mínir í þessari byggð, og stuðnings- menn ykkar og konur utan hennar, unnið mikið verk með byggingu þessa elliheim- ilis. Það er mikið átak og afrek. Með því er þungu Grettistaki lyft. Það ber vitni framsýni, hugsjónaást, þjóðfé- lagslffgri ábyrgðartilfinningu, og síðast en ekki sízt, kristileg- um kærleiks- og mannúðaranda. Fyrir þetta mikla afrek, og allt það, sem liggur að baki þess, vil ég í nafni ríkisstjórnar íslands og íslenzku þjóðarinnar, þakka ykkur hjartanlega og óska ykk- ur innilega til hamingju með það, að þessu mikla marki er náð. Þið hafið varpað bjarma á íslenzka stofninn með drengi- legu framtaki ykkar, og vel er meðan íslendingar í landi hér halda þannig á lofti manndóms- merki sínu, á hvaða sviði sem er. Þegar ég gekk hérna um sali á elliheimilinu í gærkvöldi, gat ég ekki annað en dáðst að því, hvað allt er hér með miklum myndarbrag, smekkvísi og af allra nýjustu gerð. Ekki fór það heldur fram hjá mér á göngu minni um þessi prýðilegu salar- kynni, hvernig allt er hér fallega samræmt, t. d. húsbún- aður og veggjatjöld. En augað vill nú einu sinni hafa sitt, og vafalaust er það rétt athugað, að fegurð umhverfisins hafi sín áhrif á fegurð sálarinnar. Þá var það annað, sem ég tók eftir á göngu minni um sali þessa glæsilega húss, og það var það, að á dyrum nærri hvers ein asta herbergis. var það skráð, að húsgögnin væru gjöf frá ein- hverjum einstaklingi, hóp ein- staklinga eða félagi. Það ber fagran vott þeirri ágætu sam- vinnu og samtaka anda, sem stendur að baki byggingu þessa húss, hvað það snertir að öllu leyti. Fyrir það ber ykkur öll- um, sem þar eigið hlut að máli, NY La ndbúnaðar-gögn Borgið fyrir þau með ódýru Sveita-bœnda Láni Borganlegt með þægilegum skilmálum ★ Lán til allskonar nauðsynlegra jarðabóta fæst nú hjá öllum útibúum Royal Bank of Canada. Færið yður þetta rýmilega boð í nyt til aukinnar fram- leiðslu og þægilegra viðurværis. Nýjar hyggingar, umbætur, viðgerðir og margskonar annað koma undir þennan lið. LEIÐIÐ RAFORKUNA HEIM. Fáið aukin lífs- þægindi og lífsgleði fyr- ir yður og fjölskylduna. Þér getið borgað fyrir þessi þægindi með að- stoð hins ódýra sveita- bænda-láns. — Komið til viðtals við oss. THE ROYAL BANK OF CANADA MONT ROSA STYRK OG STALHRAUST DVERG-RUNNA JARÐARBER Avextir frá, fyrsta ár3 frœi; auSræktuS, sterk og varanleg; þroskast ágætlega fyrripart sumars unz þau deyja af frosU eru sérlega bragCgðC og Ilkjast safaríkum, viilijarC- berjum; þau eru mjög falleg útlits, engu siður en nytsöm, og prýöa hvaða stað sem er, P6 þau séu smærri en algeng jarðarber, sem höfð eru að verzlunarvöru, eru þau þð stærst sinnar tegundar og skera sig úr, og skreyta garða, Vegna þess hve fræsýnishorn eru takmörkuð, er vissara að panta snemma, (Pakki 25c) (3 pakkar — 60c) pðst frltt, IJ J Vor störa 1949 ll fræ og ræktunarbðk nær og fjær, heiður og þökk. Og í sambandi við það minnist ég þess, að það var sama fórnfýsin, sami manndóms- og samtaka- andi, sem hér var að verki, þeg- ar kirkjan hérna var byggð, fyrsta íslenzka kirkjan vestan hafs. Og þá er ég einmitt kominn að landnemunum íslenzku á þessum slóðum. Minningu þeirra er þetta elliheimili helg- að, og fögur er sú ræktarsemi, sem lýsir sér í því, að gjafir til heimilisins, húsgögn og annað, eru beinlínis gefnar til minning- ar um þá. Engir eiga það frem- ur skilið, en landnemarnir og landnámskonurnar af íslenzk- um stofni, sem hér háðu sitt harða en sigursæla stríð. Þetta elliheimili er og verður varan- legur minnisvarði þeirra. Og ég vil heimfæra upp á íslenzku breutryðjendurna þessi orð skáldsins: „Vel sé þeim djörfu — vel sé þeim, sem ryðja vegu, er stefna að sól og yl. Vel sé þeim þörfu. Verk þeirra styðja vinsældir allra sigurs til. Vel sé þeim djörfu! Vel sé þeim þörfu! Orðstírinn lifir. Eftir stendur merkið, enda þótt hetjan fallin sé. Ljós er þar yfir. Lofsæla verkið Ijómar og sœmir þann sem hné. Orðstírinn lifir! Ljós er þar yfir!“ Já, landnemarnir lifa áfram í verkum sínum. Orðstír þeirra deyr ekki. Það er ljós upp af gröfum þeirra. Megi manndóms andi þeirra, sem lýsir sér svo vel í byggingu þessa húss, halda á- fram að vera okkur öllum hvatn ing til dáða. 1 þeim anda flyt ég ykkur innilegar kveðjur og ham ingjuóskir ríkisstjórnar Islands og heimaþjóðarinnar og bið þessu elliheimili blessunar í bráð og lengd. Megi það sem lengst vera skjól og friðarreitur íslenzkum og öðrum sólseturs- börnum á lífsins kveldi. Það hefir verið hið góða hlut- skipti mitt að brúa hafið með kveðjum þeim, sem ég hefi flutt hér í dag, með velfarnaðarósk- um annarsvegar frá ríkisstjóra ríkis okkar og hins vegar frá ríkisstjórninni á Islandi og ís- lenzku þjóðinni. Það er eftir- tektarverð áminning um þá staðreynd, að við erum fyrst og fremst hollir þegnar þessa kæra lands okkar, en berum jafn- framt í brjósti djúpan ræktar- hug til fæðingarlandsins eða ættlandsins á norðurvegum. Og þannig á það að vera, því að hugsjónalega standa hið mikla lýðveldi Bandaríkjanna og hið nýlega endurreista íslenzka lýð- veldi á sameiginlegum grund- velli, á traustum grunni lýð- ræðislegra hugsjóna, þar sem helgi einstaklingsins og réttindi hans skipa öndvegi, eina grund- velli varanlegra framfara og friðar. Skáldkonan ameríska, sem orti eitt af allra fegurstu ætt- jarðarljóðum Bandaríkjanna, sá framtíðina speglast í draumum hinna langsýnu hugsjónamanna um borgir óflekkaðar tárum mannanna barna. Vafalaust á sú hugsjón langt í land að ræt- ast. En eigi að síður er þar tak- mark okkar og eggjan til starfa. Þetta elliheimili er byggt í þeim anda. Megi okkur auðnast að halda áfram á þeirri braut, með aukinni þjóðfélagslegri ábyrgð- artilfinningu, vaxandi mannúð og mannkærleika. NORTHERN IRELAND STILL PRODUCES THE WORLD'S FINEST LINENS The looms of Belfast, Northern Ireland, still produce the finest linen fabrics in the world. The fabric is still made from home- grown flax, although quantities of raw material are also imported. Hand-painted and hand-embroidered linens from the Belfast area are bought everywhere in the world by people who want the best that is obtainable. This picture shows girls hand-painting Damasc linen table- cloths and serviettes in a Northern Ireland mill. Fast colours are used, and the cloth can be washed countless times without losing the delicate tinting. Öhagstæð vöruskipti Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni, varð vöruskipta- jöfnuðurinn í septemb^r síðastliðnum óhagstæður um 8,1 milj. kr. Eftir þá þrjá ársfjórðunga, sem eru liðnir af þessu ári, er vöru- skiptajöfnuðurinn mjög óhagstæður eða um 95 milj. kr. 1 september nam verðmæti innfluttrar vöru 30,9 milj. kr., en útfluttrar vöru 22,8 milj. kr. Mánuðina Janúar til september loka nemur verðmæti innfluttr- ar vöru 297,6 milj. kr., en út- fluttrar vöru 202,6 milj. kr. — Vörumar, sem fluttar voru út Stærstu liðir útflutningsverzl unarinnar í september s.l. eru sem hér segir: ísfiskur, er seld- ur fyrir 7,9 milj. kr. Því nær all- ur fiskurinn fór til Þýzkalands, eða fyrir 1,6 milj. kr. Freðfiskur fór fyrir 7,2 milj. kr. Meiri hluti fisksins var seldur til Bretlands, eða fyrir 4,2 milj. til Austur- ríkis fyrir 2,2 milj. og til Banda- ríkjanna fór freðfiskur fyrir 0,75 milj. kr. Nokkurt magn var selt af hvalolíu og síldarolíu til Bret lands, eða fyrir 2 milj. hvor olíu- tegundin. Söltuð síld var seld fyrir 1,9 milj. til Danmerkur og Svíþjóðar. — Aðrir póstar út- flutningsins ná ekki einni milj. kr. í fyrra Að lokum skýrði Hagstofan blaðinu frá því, að vöruskipta- jöfnuðurinn eftir janúar til sept. loka á árinu 1948, hafi ver- ið óhagstæður um 28 milj. kr. — Þá nam verðmæti innfluttrar vöru 325 milj. kr., en útfluttrar vöru 297 millj. kr. Mbl. 1. nóv. In 25 Manitoba Pool Y Farmers Have ears Built... . . . Service at Cost whieh has returned to the members surplus earnings of $11,000,000 cash, and has helped reform grain-handling to benefit all Western farmers. . . . An ever-growing organization of 201 local associations, with more than 30,000 members, who co-operate democratically to help shape farm policy for the province, the nation and the world. . . . Strong community leadership throughout the province — by eo-operative action toward better living for all citizens of all communities. . . . A grain-handling Co-operative, with 246 country elevators, 3 lakehead terminals, seed and feed plants—worth $10,000,000; and all owned hv the members. This great Co-operative—pioneered from an idea and developed through 25 years of struggle— provides the opportunity to every farm family to share in building on the foundation so firmly laid by the Pool pioneers; and presents the chal- lenge to each rising generation to build wider and more efficient Serviee at Cost. Manitoba Pool Elevators

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.