Lögberg - 08.12.1949, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGI.NN, 8. DESEMBER, 1949
HoBbftg
Geflð út hvern flmtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
680 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
Utanáskrift rítstjárans:
EDITOR ) ÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 21 804
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram
The “Lögberg’' is printed and publiehed by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Authorized as Second Class Mail, Post Oífice Department, Ottawa
MANNRAUNIR OG ÞOLGÆÐI
Jafnvel enn þann dag í dag, þó furðulega láti í eyra,
fyrirfinnast menn, sem á strætum og gatnamótum láta
sér þau orð um munn fara, að Bretar séu úreltir mið-
aldamenn, er lítt skilji strauma og stefnur hins nýja
tíma; að Winston Churchill, sem nýlega varð hálfátt-
ræður, sé ímynd hégómadýrðar og uppskafningshátt-
ar; að Bretar verði ávalt að leita til annara, er mikið
liggi við og gefi svo sjálfum sér alla dýrðina á eftir;
að hugsa sér meiri fjarstæðu en þetta, er naumast unt,
og hvernig væri frelsismálum mannkynsins nú komið,
ef Bretinn með Winston Churchill í fararbroddi, þenna
gagnvitra og sérstæða mann, hefði ekki tekið að sér
baráttuforustuna gegn þeim illkynjaðasta djöfuldómi,
er mannanna börn á þessari jörðu nokkru sinni hafa
horfst í augu við, Nazismann þýzka? Og hvernig væri
jafnvel umhorfs á íslandi í dag, ef Hitler hefði orðið
fyrri til en Churchill og lagt land undir fót? Og hvernig
hefði Winnipegbúum orðið við, ef þeir hefðu sætt sama
sprengjuregninu og Lundúnabúar urðu að sæta? Pól-
verjar, Frakkar, Hollendingar, Belgíumenn, Norðmenn
og Tékkar, að eigi séu fleiri tilnefndir, vita svarið gegn
áminstri spurningu.
„Þegar býður þjóðarsómi,
þá á Bretland eina sál“.
Þannig mælti eitt sinn í ljóði hinn mikli heims-
borgari í ríki andans, Einar Benediktsson, en við þetta
mætti jafnvel bæta því við, að þegar heimssóminn og
frelsi mannkynsins er í veði, þá á Bretland líka eina
sál.
Glöggur maður og hófstiltur, Sigurður magister
Skúlason, ritar í tímarit sitt Samtíðina, íhyglisverða
grein um þær mannraunir Breta, er frá síðustu styrj-
öld stöfuðu og lýsir jafnframt rústum hruninna halla
í Lundúnum, eins og þær komu honum fyrir sjónir; dáir
greinarhöfundur mjög þann hetjumóð og þann siðferði-
lega styrk, sem brezka þjóðin er gædd, og skýrast kem-
ur í ljós þegar mest á reynir; þessa grein er holt að lesa,
og þess vegna skal nokkur kafli hennar nú hér birtur:
„Frá París til London er rösklega klukkustundar
flugleið. Öllum er okkur það enn í fersku minni, er Þjóð-
verjar héldu uppi hinni grimmilegu loftsókn á London í
síðustu heimsstyrjöld. Sú leið, sem þeir þá þurftu að
fljúga, var snöggtum styttri en að framan greinir, því
að þeir höfðu umráð yfir flugvöllum í Norður-Frakk-
landi mjög nærri Ermasundi. Sjón er sögu ríkari. Og er
ég sveif yfir þetta sund áleiðis til London s.l. sumar,
varð mér í raun og veru miklu ljósara en áður, hve ægi-
leg hætta Bretum stafaði af þýzku loftsókninni í styrj-
öldinni og hve óvenjulegum hetjumóði og siðferðisstyrk
brezka þjóðin er gædd, sem bezt kemur í ljós, þegar
á slíkt reynir. í þeim efnum er áreiðanlega ekki of sterkt
að orði kveðið í hinum alkunnu ljóðlínum Einars Bene-
diktssonar: „Þegar býður þjóðarsómi, þá á Bretland
eina sál.“
Elnsk stúlka, sem sat skammt frá mér í flugvélinni,
sagði: „Fimm sinnum varð ég húsnæðislaus í síðustu
styrjöld. Þeir vörpuðu alltaf sprengju á húsið, sem ég
bjó í. Það var sama, hvert við fluttumst.“ Og hún hló
við, rétt eins og hér væri um gaman mál eitt að ræða.
Þessi stúlka var að koma úr skemmtiferð frá ítalíu.
„Það fæ^t bókstaflega allt í búðunum í Mílanó,“ sagði
hún. „Maður skyldi halda, að það hefðu verið ítalir en
ekki við, sem unnu þetta bannsetta stríð.“ Og enn hló
hún.
Þegar við ókum frá Heath Row-flugvellinum inn í
London, blasti víða við ömurleg sjón. Sums staðar var
annað hvert hús í rústum, annars staðar húsaraðir.
Aðkomufólkið, sem ekki hafði séð þessar skemmdir áð-
ur, talaði um ógnir loftárásanna, en þá var eins og
hrollur færi um gamlar enskar konur, sem sátu þarna
í bílnum. Það er ekki vert að tala mikið um skelfingar
síðustu styrjaldar í návist þeirra Englendinga, sem
harðast urðu úti. Það er eins og þá hrylli meira við þeim
núna en meðan þær dundu yfir. Allir, sem í miklar
raunir hafa ratað, þekkja til svipaðra tilfinninga af eig-
in reynd. Og margir þeirra hugsa oft sem svo: „Hvernig
lifði ég allt þetta af?“ í mikilli baráttu og andstreymi
leysast oft einhverjir viðnámskraftar fólks úr læðingi,
þótt þeir geri ekki allajafna vart við sig hversdagslega.
Hin geysistjóra höfuðborg Bretaveldis á Temsár-
bökkum er hroðalega útleikin af völdum loftárásanna.
Ekki vannst mér tími til að skoða nema lítinn hluta
þessa mikla bæjar, því að lengstu fjarðlægðirnar fór
ég neðan iarðar til þess að spara mér tíma. City er
miög mikið sködduð, m. a. umhverfi St. Pálskirkjunn-
ar. Sama máli gegnir um nágrenni sumra járnbrautar-
stöðvanna. t. d. Paddingtonstöðvarinnar. En stöðin
sjálf er, að því er virðist, lítt eða ekki sködduð. Auð-
vitað lögðn Þjóðverjar ofurkapp á að lama sem mest
samgöngukerfi Breta. en ósjaldan sýnast þeir þó hafa
varpað sprengjum sínum af handahófi til þess að gera
usla og lama viðnámsþrótt vesalings borgaranna. Ýms-
ir telia. að bina ægileeu loftárás á Coventry hafi Þjóð-
veriar öllu framar eert til að sýna Bretum styrkleik
sinn og til þess að hræða þá.
Dag nokkurn var ég staddur í stórum langferðabíl
Vellauðugur Indverji, sem
hugsar um að bæta heiminn
SETH DALMIA fæddist 7. apríl
1893 í borginni Chriawa í Jaipur
ríki í Indlandi. Hann er af háum
ættum kominn, en fæddur í fá-
tækt. Langafi hans hafði verið
einn af auðugustu mönnum Ind
lands, en gaf burt aleigu sína og
helgaði líf sitt guði. Faðir Seth
Dalmia var líka sanntrúaður
maður og hann innrætti syni sín
um guðsótta og góða siðu, en
var svo fátækur, að hann hafði
ekki efni á því að senda dreng-
inn í skóla. Þekkingar sinnar
hefir hann því aflað sér sjálfur.
Hann lærði að lesa sitt eigið mál
Gujarati með því að stafa fyrst
nöfnin á spjöldum og auglýsing-
um kaupmanna í borginni. Nú
hefir hann aflað sér mjög víð-
tækrar þekkingar í hagfræði,
fjármálum, landafræði, saman-
burðar guðfræði, heimspeki, dul
fræði og stjörnuspeki. Hann á
þúsundir fræðibóka um þessi
efni og hann les fjögur tungu-
mál reiprennandi.
Þegar hann var 12 ára gamall
kom faðir hans honum fyrir 1
verzlun og kaupið var 10 rúpíur,
eða um 20 krónur á mánuði.
Einhverju sinni fór hann til
stjörnuspámanns til þess að
biðja hann að spá fyrir sér. Og
hinn vísi maður spáði því, að
innan tveggja mánaða mundi
hann hafa eignast 100.000 rúpí-
ur. Seth hló að spádómnum, því
að honum fanst þetta fjarstæða,
en þó baðaði hann sig nú í hinni
heilögu Ganges á hverjum degi
og bað guð um að láta þetta
rætast. Svo var það litlu síðar
að honum var bent á að það væri
gróðavegur að kaupa silfur. Þá
fór hann til stjörnuspámanns-
ins og fékk 100.000 rúpía lán hjá
honum til þess að kaupa silfur.
Spámaðurinn hafði þó enga trú
á að þetta hiundi blessast, en
spádómur hans rættist betur en
hugboð hans. Silfurverð hækk-
aði stórkostlega allt í einu og
áður en spádómstímabilið var
liðið hafði Seth grætt 150.000
rúpíur.
Þetta varð til þess að hann
fór út í gróðabrall. Hann keypti
silfur, gimsteina, bómull, línolíu,
sykur o. s. frv. Stundum græddi
hann, stundum tapaði hann stór-
fé. Þá komst hann að þeirri nið-
urstöðu að gróðabrall mundi fyr
eða síðar enda með skelfingu, og
hætti því alveg.
Fyrir 15. árum sneri hann sér
svo" að framleiðslu og fleira og
öll fyrirtæki hans hafa blessast
ótrúlega vel. Hann á sements-
verksmiðjur, sykurverksmiðjur,
banka, vátryggingarstofnanir,
bómullarverksmiðjur, kexverk-
smiðjur, flugvélar, járnbraut,
sápuverksmiðju, kolanámur,
pappírsverksmiðjur, stálverk-
smiðjur, hveitimyllur og verzl-
unarfyrirtæki. Og svo á hann
mörg blöð, og honum þykir lang
vænst um þau. Þar á meðal er
hið 110 ára gamla „The Times
of India“, en auk þess The Sun-
day News of India, The Even-
ing News of India, The Illustra-
ted Weekly of India, Output, The
Indian News Chronicle, The
Indian and Pakistan Yearbook
and Who is Who, The Civil and
Military Gazette and The Nat-
ional Call.
Hann var spurður að því ný-
lega hvers vegna hann gæfi út
svo mörg blöð. „Ég geri það til
þess að vinna að heimsfrið“,
sagði hann. Hann hefir einnig
heitið tvennum verðlaunum, sem
eiga að greiðast í þrjú ár í röð,
fyrst fyrir árið, sem nú er að
líða. Önnur verðlaunin, um 15000
dollara, fær sá maður eða kona,
sem bezt hefir unnið að heims-
friði á því ári. Hin verðlaunin,
4000 dollara, fær sá, er ritar
bezta bók um alheimsríki og al-
heimsstjórn.
Jafnhliða þessu er Seth að
safna undirskriftum að áskorun
um að setja á fót alheimsstjórn,
til þess að friður geti haldist.
Hann hefir þegar safnað hátt
upp undir miljón nafna á þessa
áskorun, en hann ætlar ekki að
hætta fyrr en hann hefir fengið
5 miljónir undirskrifta.
Hann hefir , 100.000 manna í
vinnu og kallar þá „fólkið sitt“,
því hann vill vera þeim sem
faðir, og gerir engan greinar-
mun á því hver hörundslitur
þeirra er, eða trúarbrögð. Hann
á heilar borgir og þar hefir hann
byggt spítala, skóla hressingar
hæli og bókasöfn fyrir „fólkið
sitt“ og rekur þetta því að kostn-
aðarlausu.
Hann er nú talinn auðugasti
maður Indlands, en hann er mjög
ólíkur auðkýfingum Vestur-
landa. Hann gengur alltaf í ó-
dýrum fötum. Hann lifir á mjög
fábreyttum mat. Hann stjórnar
öllum fyrirtækjum sínum með
því að gefa fulltrúum sínum
bendingar um það hvernig þeir
eigi að vinna. Hann er sannfærð
ur um, að það sé guðsvilji að
hann er orðinn svo ríkur, og að
hann eigi að nota auð sinn til
þess að gera gott. „Ég byrjaði
með tvær hendur tómar. Hvern-
ig hefði é;* átt að verða augug-
ur, ef guð hefði ekki viljað
það?“ segir hann. Og svo bendir
hann á ótal mörg atvik úr lífi
sínu því til sönnunar.
Hann kom nýlega til Ameríku.
Þar fékk hann að koma fram í
sjónvarpi til þess að ræða um
helzta áhugamál sitt, heimsfrið
og eina heimsstjórn. Hann kom
þar fram í" sínum indversku
hversdagsklæðum og hann var
ekkert feiminn að koma fram
fyrir myndavélina. Þarna talaði
hann af eldmóði og trúarsann-
færingu til hinna 100.000 sjón-
varpsnotenda, en þeir hlýddu á
hann með hrifningu.
Eftir útvarpið sneri hann sér
að útvarpsstjóranum og sagði:
„Ég er viss um að hægt er að
koma miklu góðu til leiðar með
sjónvarpi. Mig langar til að
kaupa það. Hvað kostar það?“
Honum var bent á móttöku-
tæki og sagt að það kostaði 400
dollara.
„Nei, ég átti ekki við þetta.
Ég átti við stöðina sjálfa“, sagði
hann.
Hann hefði svo sem vel getað
keypt sjónvarpsstöð, þótt hún
kosti tvær miljónir dollara. Og
hann hefði eflaust gert það, og
flutt hana til Indlands, ef hon-
um hefði ekki verið sýnt fram
á hve miklum vandkvæðum það
er bundið að ná til almennings
með sjónvarpi. Þó er ekki víst
að hann sé af baki dottinn. Hann
svaraði þessu einu:
„Kjörorð mitt er að fram-
kvæma það, sem allir aðrir telja
óframkvæmanlegt“.
Lesbók Mbl.
GAMAN 0G
ALVARA
Skotasögur
Úr dagbók Mac Filks: Ég hef
sannreynt að það borgar sig að
vera heiðarlegur. Þegar ég var
að aka með sporvagninum,
gleymdi vagnstjórinn að inn-
heimta fargjaldið. Eg hefði get-
að sloppið við að borga, en sigr-
aðist á freistingunni og borgaði
3 pence. Eg fékk 5 pence til baka.
í Mið-Englandi. Við námum staðar í smábæ, og nokkrir
farþegar stigu inn í vagninn. Einn þeirra var ungur
maður. Hann var studdur inn í bílinn. Andlit hans var
öskugrátt og alsett hryllilegum örum. Hann var sýni-
lega blindur. Á höndunum hafði hann svellþykka leður-
hanzka þrátt fyrir allan hitann í veðrinu. Einhver hvísl-
aði: „Hann.hefur orðið fyrir sprengjubrotum í einhverri
loftárásinni, vesalingurinn. Þá hefur hann misst sjón-
ina og líklega fingurna af báðum höndum“.
Sjómenn nokkrir voru ein-
hverju sinni á leið frá heimili
sínu til sjávar. Þeir voru að tala
um hitt og þetta, og barst talið
meðal annars að því, að í sveit-
inni væru um þessar mundir ó-
venjulega margar merar með
folaldi. Töldu þeir saman, og
kom hver með það, sem hann
mundi eftir. Síðan hætta þeir að
tala um þetta, setja skipið á flot
og róa frá landi. Á þessum tím-
um var sá siður enn í fullu gildi,
að lesa sjóferðamannsbæn, áður
en lagt var af stað í róður. Tek-
ur formaður nú af sér höfuðfat-
ið og síðan allir skipverjar. Er
því næst lesin sjóferðamanns-
bænin og „Faðir vor“ á eftir.
Verður þá steinþögn. Allt í einu
gellur við gamall maður á skip-
inu og segir: „ Ein er á Kross-
um, ekki mundum við eftir
henni!“
☆
Árni: — Hvernig líður Sveini?
Bjarni: — Vel, en ég gæti þó
trúað, að hann yrði nokkuð lengi
á spítalanum.
Árni: — Því heldurðu það,
sástu lækninn?
Bjarni: — Nei, ég sá hjúkrun-
unarkonuna.
☆
Einfaldur og vandaður vinnu-
maður úr sveit kom í fyrsta sinn
til borgarinnar. Honum var sagt,
að hann skyldi fara í leikhús,
en á slíkan stað hafði hann al-
drei komið. Lét hann loks af
þessu verða. Þegar hann kom úr
leikhúsinu var hann spurður,
hvort honum hefði ekki þótt
gaman að leikritinu.
— Það get ég varla sagt, svar-
aði hann. Fólkið var alltaf að tala
um sjálft sig og einkamál sín,
svo að ég dauðskammaðist mín
fyrir að liggja á hleri.
☆
Gömul piparmær, heldur ó-
frýnileg, var á gangi með
ströndu fram á baðstað einum.
Mætti hún þá ungum og mynd-
arlegum manni og lagði fyrir
hann þá spurningu, hvort þetta
væri ekki staður sá, þar sem ný-
lega hefði ung og sorgbitin
stúlka kastað sér í hafið, en
ungur maður bjargað henni og
síðan gengið að eiga hana.
— Jú, það er rétt, svaraði mað
urinn, en ég læt yður vita það,
að ég kann ekki að synda.
☆
Skotinn og kona hans sváfu
vært; allt í einu vaknar Skotinn
við það, að konan tekur kipp
og andvarpar. Þegar hann at-
hugar málið nánar, sér hann að
konan er dáin. Hann vill ekki
gera hark um miðja nótt, en þeg
ar stofustúlkan kemur í gætt-
ina um morguninn, segir hann
dapurlega:
— í dag skaltu bara sjóða eitt
egg, Mary!
☆
— Ertu ánægður með viðtæk-
ið, Sandy?
— Ja, það er gaman að heyra
í því, en það er ekki gott að lesa
við lampana.
☆
Skoti sagði við son sinn: —
Fyrst þú ert kvæntur og búinn
að fá góða stöðu, þá ættirðu að
borga sjálfur síðustu afborgan-
irnar af barnavagninum þínum.
' ☆
Úr dagbók Mac Tasti'ss —
„ . . . Var snemma á fótum, því
það var fjársöfnunardagur. Mik-
il þröng var á götunum þangað
til seint um kvöldið. Þegar ég
kom heim til mín um miðnætti,
stóð maður með söfnunarbauk
við dyrnar hjá mér. Ég skreið
inn um glugga og háttaði“.
☆
Nýlega kom það fyrir, að
Skoti gleypti einn shilling, en
hann stóð í honum. Læknir var
sóttur og með erfiðismunum
heppnaðist honum að ná shill-
ingnum og frelsa líf Skotans.
Allir voru undrandi á því að það
skyldi heppnast að ná shilling
— út úr Skota.
☆
Skoti nokkur var að hugsa um
að kaupa rafsuðuvél. En þegar
hann heyrði verðið, fór hann að
hugsa sig um.
Afgreiðslumaðurinn sagði við
hann:
— Eftir tvo mánuði er áhald-
ið búið að borga sig.
— Jæja, þá ætla ég að koma
eftir tvo mánuði, sagði Skotinn.
☆
Nýlega kviknaði í tóbaksbúð í
Aberdeen. Lögreglan átti erfitt
með að halda fólkinu í hæfilegri
fjarlægð, því allir vildu anda að
sér reyknum.
Englendingur var í kynnisför
hjá vini sínum í Aberdeen. Einn
daginn sagði hann:
— Ég hef veitt því eftirtekt,
að það eru óvenjulega margir á
götunni í dag.
— Já, svaraði Skotinn. — Það
er verið að safna samskotum í
húsunum í dag til þess að byggja
nýja drykkjumannahælið.
WINDOW BOX TOMATO
For pots, boxes or garden. Ex-
tremely early. Tiny Tim is only
“ v 8 inches high,
^ dwarí and
compact Load-
ed with clust-
, ers of bright
red f r u i t
up to one
linch across.
'Though
r a t h e r
____small. Tiny
gives you delici-
______ous fine flavored
fruit before other home grown
sorts and when shipped-in toma-
toes are so expensive. Colorful
and ornamental to for pots or
garden.
(Ptk. 15c) (oz. 75c) postpaid.
rnrr OUR BIG 1950 SEED
rlxut and NURSERY BOOK
u Sfcr—■ a-s
DOMINION SEED HOUSE
GE0RGET0WN.0NT.
tKíUjalm jólagjöf!
Það er gamall og góður siður, að gleðja vini sína um jólin;
það eru ekki ávalt dýrustu gjafirnar, sem veita hina dýpstu
og sönnustu ánægju; hitt ræður meira um, hvað þær tákna’,
og hversu varanlegt gildi þeirra frá minninga — og menn-
ingarlegu sjónarmiði er. — Lögberg hefir yfir sextíu ára
skeið haldið uppi þrotlausri baráttu fyrir viðhaldi íslenzkr-
ar tungu í þessu landi, heilbrigðum þjóðræknislegum metn-
aði og sérhverju því, er að þjóðhollustu og öðrum borgara-
legum dygðum lýtur; öllum slíkum málum vill blaðið veita
óskipt fulltingi í framtíðinni án hiks eða efa. — Jólagjafa-
ráðgátan verður greiðast leyst með því að kaupa Lögberg
og senda það vinum bæði hér og á íslandi.
FYLLIÐ ÚT EFTIRFARANDI EYÐBLAÐ:
THE CODUMBIA PRESS DIMITED
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Man.
Sendið Lögberg vinsamlegast til:
Nat’n...........................................
Árltun..........................................
Hér með jylgir $5.00 ársgjald jyrir blaðið
Nafn íiofanila..................................
Áritiin.........................................
I
a
a
*
n
4
|
f
1
4
»
4
4
|
1
4
4
4
4
4
&
iC
4
4
1
1
1
«
4
a
'5
1
3
3
4
4
I
3