Lögberg - 08.12.1949, Blaðsíða 1
PHONE 21 374
IA*1yS A Complele
Cleaning
Inslilulion
PHONE 21 374
S A Complele
Cleaning
Insliiulion
62. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 8. DESEMBER, 1949
NUMER 48
Victor Borge, víðfrægur, danskur píanisti
Ur borg og bygð
Á mánudagskvöldið þann 12. þ. m., efnir Victor Borge, þessi danski,
víðfrægi píanisti og einleikari til hljómleika í Winnipeg Audi-
torium fyrir atbeina Celebrity Variety Series; hann er fæddur
í Kaupmannahöfn, og vakti sem barn á sér óhemju athygli vegna
meðfæddrar töfragáfu í píanóleik; hann hefir ferðast þvert og
endilangt um Norðurálfu og Bandaríkin, og heillað miljónir undr-
andi hlustenda.
Radio og
Raftækjastofan
Óðinsgötu 2, Reykjavík, lcéland
P. O. Box 735. CABLES: ROR
Reykjavík, 25. nóv. 1949
Vikublaðið LÖGBERG,
Winnipeg.
Herra ritstjóri!
Við leyfum oss hér með að
fara þess á leit, að þér komið á
framfæri, í blöðum yðar eða á
annan hátt, þeirri orðsendingu,
að fyrirtæki okkar, RADIO &
R AFTÆK J ASTOF AN, Óðins-
götu 2, Reykjavík, starfar að
samsetningu og útgáfu íslenzkra
16m/m fræðslu og kynningar
kvikmynda með íslenzku tali.
(Einnig útgáfur á ensku, ef eftir
spurn leyfir).
Sömuleiðis getum við skaffað
héðan erindi eða fræðsluþætti
og annað þvílíkt efni á hljóm-
plötum.
Nú þegar, höfum við á boð-
stólum 1600 feta 16m/m litkvik-
mynd, er fjallar um Heklugosið
1947. Myndin er gerð af hr. Ós-
valdi Knudsen, og þykir stór-
merk bæði erlendis og hér
heima, enda sýnir hún glóandi
hraunstrauminn í nærsýn, og
ennfremur er skyggnst niður í
sjálfan gjósandi gíginn. Skýr-
ingar flytur Pétur Pétursson
útvarpsþulur, einnig er íslenzk
tónlist í myndinni.
Einnig mundum við geta tek-
ið að okkur að gera kvikmynda-
þætti um ákveðið íslenzkt efni
ef þess væri óskað. Sömuleiðis
getum við skaffað litfilmur
(35m/m Slides) er sýna náttúru
fegurð landsins, ýms mannvirki
og margt annað.
Oss væri kærkomið að þeir
aðilar er áhuga hafa á þessum
málum, skrifuðu okkur og bæru
fram óskir sínar um leigu eða
kaup á íslenzkum kvikmyndum
og öðru efni.
Með fyrirfram þakklæti fyrir
aðstoð yðar,
Virðingarfyllst,
pr. Radio og Raftækjastofan
Magnús Jochumsson
Endurskoðuð lög
samþykkt
Eftir hálfsmánaðar bitrar og
brennandi umræður, afgreiddi
sambandsþing endurskoðaða og
að nokkru breytta löggjöfina, er
það hefir að markmiði að fyrir-
byggja verzlunareinokun og
lagssamsæri í landinu. Stjórn-
in beitti sér fyrir breytingun-
um vegna þess ískyggilega við-
horfs, sem skapast hefði í tilefni
af skýrslu McGregors, er að því
laut, að ýmissar hveitifram-
leiðsluverksmiðjur hefðu bund-
ist samtökum um að fastbinda
verð hveitimjöls að eigin vild;
stjórnin sætti eins og vænta
mátti alvarlegum ákúrum fyrir
það, að hafa haldið skýrslu Mc
Gregors leyndri í tíu mánuði í
stað þess að leggja hana fram í
þingi innan fimtán daga eins og
lög mæltu fyrir. Dómsmálaráð-
herrann Stuart S. Garson lýsti
yfir því, að ef breytingartillög-
ur stjórnarinnar fengju fram-
gang, skyldi hann ábyrgjast að
málsókn yrði hafin gegn þeim
félögum, sem grunur hefði fall-
ið á um verðlagssamsæri.
Skemtilegur Þjóðræknisfundur Fróns
Þakkarorð
Ekkja Márusar Sigurgeirs-
sonar, hin unga dóttir þeirra,
foreldrar hans og systkini, þakka
af hrærðum huga þá innilegu
samúð, er þeim öllum var látin
í té við sviplegt fráfall þessa
unga og elskulega manns; þau
þakka hin fögru kveðjumál
prestanna, þeirra séra Bjarna A.
Bjarnasonar og séra Skúla Sigur
geirssonar, og hinn yndislega
söng þeirra mæðgnanna, frú
Lilju Thorvaldson og ungfrú
Evelyn Thorvaldson; þau þakka
hina mörgu og yndislegu blóm-
sveiga, er prýddu kistu hins
látna, svo og hinum fjölmenna
söngflokki Rivertonbæjar, er
söng í kirkjunni; þau þakka einn
ig samúðarskeytin víðsvegar að
og öllum þeim mikla mann-
fjölda, sem viðstaddur var við
húskveðjuna og kveðjumálin í
kirkjunni, og biðja vinum sín-
um fjær og nær guðsblessunar
í bráð og lengd.
Hr. Soffanías Thorkelsson rit-
höfundur biður þess getið, að
hið nýja heimilisfang sitt sé að
100 Uganda Avenue, Victoria,
British Columbia. Mr. Thorkels-
son á bréfaviðskipti við marga
menn, er fýsir að vita um bú-
stað hans.
☆
Heimilisiðnaðarfélagið heldur
næsta fund að heimili Mrs. C.
S. Johnston, Ste. 16 A. Curtis
Apts., Smith og Broadway, á
þriðjudagskvöldið þann 13. þ.m.
kl. 8.
☆
ANNUAL TEA
The Ladies' Aid of the First
Federated Church will hold the
annual Silver Tea, Home Cook-
ing Sale and Bazar in the T.
Eaton Co. auditorium Tuesday,
December 13th, from 2.30 to 5.00
o’clock. Many suitable Christmas
gifts will be offered. — A wel-
come is extended to all.
☆
Vitnisburður Dr. Pilchers
Fyrir nokkru síðan, í október
mánuði, fékk ég bréf frá vor-
um hjartkæra íslandsvini, Dr.
C. V. P. Pilcher, sem er biskup
í Sydney, í Ástralíu, þar sem
meðal annars, þessi orð standa:
„have been reading a good
deal of our much loved Jóns
Bjarnason’s Rit og Ræður. What
an exquisite instrument be-
comes in his hands. Few, if any*
whriters have a greater mastery
of it than he“.
Ég vildi, að menn sæju orð
hans nákvæmlega eins og hann
ritaði þau. Menn geta þá lagfært
það, sem er ófullkomið í tilraun
minni að þýða á íslenzku: „Ég
hefi þegar lesið allmikið í bók
vors hjartkæra Jóns Bjarnason-
ar, Ræður og Rit. Aðdáanlegt
undraverkfæri verður íslenzk-
an í hans höndum. Fáir, ef ann-
ars nokkrir rithöfundar hafa
náð því valdi í meðferð máls-
ins, sem hann hefir náð“.
Ef til vill setur einhver út á
hvernig ég þýði enska orðið,
„exqusite“. í orðabókinni er
það þýtt frábært; það orð er
kalt, en í enska orðinu er tindr-
andi fegurð og ylríkir tónar.
Það væri holt fyrir alla, sem
nota íslenzka tungu, að athuga
vitnisburð þessa gáfaða og göf-
uga fræðimanns.
Rúnólfur Marteinsson
☆
Gamanleikur í þremur þátt-
um verður sýndur í samkomu-
húsi Gimlibæjar næsta föstudags
kvöld kl. 8. Leiksýning þessi fer
fram að tilhlutan sambandssafn-
aðar á Gimli.
☆
Chris Halldórsson þingmaður
St. George kjördæmisins, er ný-
kominn til borgarinnar ásamt
fjölskyldu sinni til dvalar fram
yfir næsta fylkisþing, er hefjast
mun síðari hluta janúarmánað-
ar.
Ársfundur „Fróns“, sem hald-
ínn var síðastliðið mánudags-
kvöld var allvel sóttur og fór
hið bezta fram. Þetta var kosn-
inga fundur, voru lagðar fram
skýrslur og góð greinargerð gef-
in yfir starf og afkomu félagsins
á starfsárinu. í stjórnarnefndina
voru allir endurkosnir nema
einn sem ekki gat gefið kost á
sér, en í hans stað kom Jón Jóns-
son, frá Piney.
Þessir skipa nefndina:
Forseti, Tryggvi Oleson; Vara-
forseti, Steindór Jakobsson; Rit-
ari, Heimir Thorgrímson; Vara-
ritari, Davíð Björnsson; Féhirð-
ir, Jochum Asgeirsson; Vara-
féhirðir, Petur Peturson;
Fjármálaritari, Jón Jóns^on, frá
Piney; Vara-fjármálaritari, Örn
Thorsteinsson.
Yfirskoðunarmenn reikninga
voru endurkosnir þeir, G. L.
Jóhannsson og J. T. Beck.
Að kosningum afstöðum flutti
Lauga Jóhannesson, ágætt er-
indi um ferð sína til íslands á
síðastliðnu sumri, sem var bæði
skipulegt og vel flutt og er hún
hafði lokið máli sínu, sýndi A. S.
Bardal nokkrar myndir frá ís-
landi, sem Mrs. Jóhannesson
voru gefnar heima og voru bæði
af landslagi og fólki, flestar úr
Mývatns sveitinni. Þetta var
mjög ánægjuleg kvöldstund.
Kirkjufundinum lokið:
Vill að kennd verði kristinfrœði
í opinberum skólum
Hinum almenna kirkjufundi, sem hófst s.l. sunnudag, lauk í
gærkveldi með kaffisamsæti í húsi K.F.U.M. Fulltrúar, sem orðnir
voru á annað hundrað, voru þar flestir viðstaddir.
Fundurinn í gærmorgun hófst
Vel að verki verið
Nýlega hefir Eggert Peter-
son, sem nám stundar við Uni-
ited College, hlotið hundrað
dollara verðlaun fyrir frábæra
alúð og dugnað við nám; þetta
eru fjórðu námsverðlaunin, sem
þessum unga og gáfaða manni
hafa hlotnast.
Foreldrar Eggerts eru þau Mr.
og Mrs. Sveinbjörn Peterson,
sem búsett eru að Pine River
hér í fylkinu.
með morgunbænum, sem Jó-
hannes Sigurðsson prentari ann-
aðist. Síðan var rætt frumvarp
til samþykkta fyrir hina al-
mennu kirkjufundi, þar sem
engar slíkar samþykktir voru til.
Voru þær síðan bornar undir at-
kvæði og samþykktar.
Kl. 11 f.h. flutti Robert Abra-
ham stórfróðlegt erindi um
kirkjuhljómlist á dögum Lúth-
ers.
Kl. 2 e.h. var fulltrúum fund-
arins ásamt fleirum boðið að sjá
hina ágætu kvikmynd „Dásemd-
arverk sköpunarinnar“ í Stjörnu
bíó, en að sýningu lokinni bauð
kirkjugarðsstjórn fundarmönn-
um að skoða hina glæstu kapellu
í Fossvogi. Knud Zimsen fyrrv.
borgarstjóri skýrði frá ýmsu, er
að byggingunni laut.
K1 .4 hófust fundir að nýju og
voru þá ræddar og bornar undir
atkv. nokkrar samþykktir. Tvær
þeirra bar allsherjarnefnd upp,
og fara þær hér á eftir. Sú fyrri
hljóðar svo:
„Almennur kirkjufundur hald
inn í Reykjavík 30. október — 1.
nóvember 1949 lítur svo á að
kenna beri kristin fræði í öllum
opinberum skólum á grundvelli
hreinnar evangelisk-lútherskrar
kenningar. í öllum bekkjum
framhaldsskóla skal því, auk
biblíusagna í fyrstu bekkjum
gagnfræðistigs, lögð stund á
kirkjusögu og kristilega trúar
og siðfræði. — Markmið kennsl-
unnar sé að auka nemendum trú
og efla siðgæðisþroska þeirra.
Séu í því skyni lesnir og skýrðir
valdir kaflar úr Heilagri ritn'
ingu, svo og úrval úr kristileg-
um bókmenntum þjóðarinnar
bundnu og óbundnu máli. — Til
þessað koma framanskráðu
framkvæmd er nauðsynlegt að
endurskoða biblíusögur fyrir
barnaskóla og semja námsbók
trúar- og siðfræði og ágrip af
kirkjusögu fyrir framhaldsskóla
svo og kristilega lestrarbók. —
Enn fremur óskar fundurinn
þess, að nemendum Kennara
skólans sé gefinn kostur á að
kynnast sem bezt þeim kennslu
tækjum og gögnum, sem notuð
eru í nálægum löndum.“
Hin samþykktin hljóðar svo:
„Hinn almenni kirkjufundur
1949 beinir þeirri eindregnu ósk
til presta landsins, að þeir vinni
að því, hver í sínu prestakall,
að skólastarfið hefjist á hverjum
morgni með bæn.“
Að þessum umræðum loknum
var gengið til kosninga í undir-
búningsnefnd fyrir næsta al-
menna kirkjufund.
Að kosningum loknum fluttu
Deir séra Lárus Halldórsson og
Siguður Magnússon stud. theol.
erlend kirkjutíðindi, en þeir
dvöldu ytra á s.l. sumri.
Kl. 6 e.h. var svo altarisganga
Dómkirkjunni, sú fjölmenn-
asta, sem verið hefir á þessum
kirkjufundum.
Það er einróma mál allra
jeirra, sem þennan fund hafa
sótt, að hann hafi tekizt með
miklum afbrigðum, bæði að því
er snertir mikla fjölbreytni og
ágætan fundarbrag.
Sá gleðilegi viðburður varð og
að á þessum fundi gengu rúmir
70 nýir félagar í Hið íslenzka
Biblíufélag og greiddu um leið
árstillag sitt. Var sú ósk látin
fylgja, að félagið tæki nú til ó-
Palmi Palmason
Joins Staff of
Bornoff School
Palmi Palmason, well-known
violinist, and member of the
first violin section of the Winni-
peg Symphony orchestra, has
joined the Bornoff School of
Music staff. Mr. Palmason will
be associated with John Konrad
director of the school, in the
teaching of advanced students.
Mr. Palmason brings a wide
knowledge in solo and orchest-
ral work to his newly assumed
duties. He is a member of the
Icelandic colony of Winnipeg,
and was born at Winnipeg
Beach.
He studied with John Water-
house as did his noted sister,
Pearl Palmason, of Toronto,
who appeared in recital at Town
Hall, New York.
Mr. Palmason has been active
in concert, symphony and radio
work for many years. During
the war, he served five years
with the R.C.A.F. as wireless air
gunner in various war sector,
including the Middle East. He
was discharged from the airforce
in July of 1945.
Besides his work with the
symphony Mr. Palmason is a
member of the CBC Concert
orchestra. He lived in Toronto
three years and studied with
Kathleen Parlow, and taught
violin at the Hambourg Conser-
vatory of Music. Following the
war he studied in New York
with Demetrius Dounis.
—Winnipeg Tribune, Dec. 3rd.
um útbreiðslu
fræðslurita um
spilltra mála
Biblíunnar og
hana.
Fundurinn skilur eftir spor,
sem væntanlega og vonandi hafa
nokkra þýðingu fyrir kristnilíf
þjóðarinnar.
Vísir, 2. nóvember
Rt. Hon. Winston Churchill
Þann 30. nóvember síðastlið-
inn átti hin mikla sigurhetja
brezku þjóðarinnar, Winston
Churchill, sjötíu og fimm ára
afmæli, og var þá hylltur ákaft
af þjóð sinni án tillits til póli-
tískra flokka; brezk blöð fluttu
í tilefni af afmælinu lofsamleg
ummæli um hinn mikla leiðtoga
og frelsishetju samtíðarinnar;
blaðið Daily Express komst
meðal annars þannig að orði:
. „Njóti helmingur mannkyns-
ins persónufrelsis um þessar
mundir, á það engum einum jafn
mikið upp að unna og Winston
Churchill; en sé hinn helming-
urinn enn í ánauð, hugsar hann
til þessa mikla manns sem lík-
legasta mannsins til að létta af
þeim kúguðu ánauðarokinu".