Lögberg - 08.12.1949, Blaðsíða 6

Lögberg - 08.12.1949, Blaðsíða 6
IX3GBERG, FíMTUDAGINN, 8. DESEMBER, 1949 FOKRETTIJNDI Eftir GILBERT PARKER /. J. BUdfell þýddi. — LjóOin i þessari sögu eru þýdd af Dr. Sig. Júl. Jóhannessyni. Charley sá, að hans viðfangsefni nú, sem að hann vissi að hann gæti al- drei framar komist fram hjá. Og hann gat ekki séð að það væri leysanlegt með neinum ráðspekis aðferðum liðins tíma, heldur með því að beita aðferð, sem smátt og smátt var að skýrast, í hinu óþekkta og þróttmikla hugardýpi hans. „Hví skyldir þú treysta mér?'' spurði hann og knúði sjálfan sig til að brosa, en var þó fullljóst um hættuna, sem framundan honum var. Þú, og eng- inn í Chaudiere, vita nokkurn hlut um fortíð mína — vita ekki nema að ég hafi verið hundrað sinnum verri maður, en að þú heldur að hann Jó þarna sé. Hvað ég hefi verið er ykkur öllum ráðgáta. Það er ekki óhugsanlegt, að þið hafið mann á meðal ykkar, sem lög landsins eru að leita að". Það var óhugsanlegt að nokkur stund í lífi Rósalie mundi koma eins ör- lagaþrungin og þessi var. Það var ekk- ert, sem hún gat stuðst við í þessum vandræðum, nema trú hennar. Hún þurfti á yfirgnæfanlegu hugrekki að halda til að segja þessum manni, sem fyrst hafði vakið drauma hennar, síð- an ímyndunaraflið, vonina og svo hina fögru lífsgleði, sem veitist með því, að meta velferð annara meira en sína eig- in — að segja honum að hann væri grunaður um glæp. Skyldi hann hata hana? Skyldi vinskapur hans snúast upp í reiði? Skyldi hann fyrirlíta hana fyrir að dirfast að nefna grunsemdina, sem að olli því, að hinn harðlyndi ábóti og þjónar laganna voru nú á leiðinni til þeirra? „Það er maður á meðal okkar, sem þeir eru að leita að", sagði hún og horfði á hann með augnaráði, sem inni- leiki, ótti og von börðust um í. Hann skildi hana ekki almennilega. Hann hugsaði að hún máske meinti Jó, og leit til dyranna; en hún horfði stöð- ugt á hann, og augnaráð hennar sagði honum, að það væri hann, sem hún meinti. Það var eins og kalt vatn rinni honum á milli skinns og hörunds. Vissi heimurinn þá, að Charley Steele var lifandi? Höfðu lögin sent em- bættismenn sína til þess að taka fjár- dráttarmanninn, illvirkjann, sem rændi ekkjur og munaðarlausa, fastan? Ef það er virkilega svo . . . Ef að hann varð að fara aftur til umhverfisins, sem að hann kom frá, þá fór nú fyrst gamanið að grána, því þá kom margt til greina. Skaðinn, sem aðrir mundu líða við það, og hegningin sem hans sjálfs beið, ef að hann segði ekki sannleikann um Billy! Og fólkið í Chaudire, sem þrátt fyrir allt var farið að treysta honum. Hvar var öll fyrirlitning hans fyrir heim inum nú? Og Rósalie, sem treysti hon- u m— sú hugsun tók æstara vald á huga hans — að standa frammi fyrir henni sem algengur glæpamaður! Fölvinn á andliti hans hvarf, en roði, líkur roða hennar, færðist aftur á það. „Þú meinar mig?" spurði hann lágt. Hún hélt að roðinn, sem • færðist fram í kinnarnar á Charley, meinti að hann væri reiður, og hún varð hissa á hreimnum í rödd hans. Hún kinkaði höfðinu til samþykkis. „Hver er glæpurinn?" „Þjófnaður". Það var eins og hjartað í honum hætti að slá. Það var þá komið — þrátt fyrir allt var það komið. Breytingin, og hið fyrra líf hans stóðu honum fyrir hug skotssjónum. „Hverju stal ég?" spurði hann hirðu- leysislega. „Kerum úr gulli, sem stóðu á altari kaþólsku dómkirkjunnar í Quebec, — eftir að leitast við að sprengja ríkis- stjórahúsið með púðri". Örvæntingarsvipurinn á andliti Charley hvarf. Hann brosti ofurlítið. Þetta var svo fráleitt. „Virkilega", sagði hann. „Hvenær var þetta hús sprengt upp?" „Tveimur dögum áður en þú komst hingað í fyrra, — það var ekki sprengt upp; það var gjörð. tilraun til þess". O, ég vissi það ekki. Því var sú til- raun gerð?" „Þeir segja að það hafi stafað frá hatri á milli Frakka og Englendinga". „En, ég er ekki franskur". „Þeir vita það ekki. Þú talar frönsku eins vel og ensku. Ó, monsieur, monsi- eur, ég trúi því, að þú sért það, sem þú segist vera, hvað svo sem það er", sagði Rósalie með viðkvæmni og sársauka. „Ég er aðeins heiðarlegur skradd- ari", svaraði hann þægilega. Hann setti sér að vera rólegur, því hann hafði tek- ið eftir sársaukanum í orðum Rósalie, og hann vildi sýna henni óttasleginn eins og hann var, að hann væri hvergi hræddur. „Það er fyrir það, sem að þú hefir verið, sem að þeir ætla að taka þig fast- an", sagði hún vandræðalega, eins og að hann þyrfti að fá allt þetta vandlega útskýrt. „Ó, monsieur", hélt hún áfram í klökkum rómi, „ég mundi skammast mín fyrir að sjá þig tekinn til fanga í Chaudiere í augsýn alls þessa heimska fólks, sem snýst eins og hani á bust. Ég gæti ekki litið framan í nokkurn mann — jú, ég skyldi líta upp!" bætti hún við. „Ég skyldi segja því, að það væri allt lygarar — hver einasti einn af þeim — heimskingjar! Signorinn . . ." „Hvað um signorinn — Rósalie?" Það komu tár fram í augu Rósalie, við að heyra nafn sitt af vörum hans. „Monsieur Rossignol þekkir þig ekki. Hann hvorki treystir þér, eða vantreyst ir. Hann sagði mér, að ef þú þyrftir á þóknun að halda, að þá skyldum við láta sig vita, því að hann hefði ekki nema gott eitt um þig að segja í Chaudiere. Ef að þú yrðir kyrr, þá skyldi hann sjá um að þú fengir að njóta réttlætis og að engar ofsóknir á hendur þér skyldu í frammi hafðar. Ég sá hann fyrir tveim ur klukkustundum síðan". Hún sagði síðustu orðin slælega, því hún var að*hugsa um ástæðuna fyrir því, að signorinn talaði eins og hann gerði — að hann fyrst hefði leitað álits hennar á monsieur Mallard og byggt umsögn sína alla á því, og að hún hefði ekki hikað við að haf a áhrif á hann Mall ard í vil. Það var ekki laust við að sign- orinn væri í hættu staddur út af því, að láta um of eftir tilfinningum sínum. Bylgjur hitans flæddu um huga Char- ley Steele og eldur meðlíðunarinnar brann í hjarta hans í sambandi við þessa yfirlætislausu stúlku, sem af einlægu trausti lagði svo mikið í sölurnar fyrir hann. Því áhættan var vissulega mikil, ef að hún — ef að hún unni honum. Það var ódyggö á hæsta stigi, að hughreysta hana* ekki. Hann bar hendina upp að brjósti sér og sagði: „Ég sver við mark- ið héra, að ég er ekki sekur um glæp- inn, sem þeir koma til að bera upp á mig, Rósalie, né heldur um nokkurn annan glæp, sem við lög varðar — kæra göfuga vinkona". Þetta var ekki mikið útlát, fyrir úmbunina, sem hann hlaut í staðinn. Augu hennar urðu enn bjartari, en þau áður voru, svipur gleðinnar stafaði frá ásjónu hennar tilkomumeiri og bjartari en hann hafði nokkru sinni áður stafað, og blóðið þaut út í fingurgómana á henni. Hún settist niður á stól og fór andlitið í höndum sér og titraði eins og lauf í skógi. Svo lyfti hún höfðinu seint, og sagði eftir stutta stund í málróm, sem lýsti trausti hennar á honum og þakklæti hennar til hans — ekki fyrir a ðhughreysta hana, heldur fyrir tiltrú hans, sem er góðri konu samlagssvöl- un og regn er þyrstri rós í þurk. „Ó, monsieur, ég þakka þér fyrir, þakka þér af öllu hjarta, og tilfinningar hjarta míns eru djúpar — svo djúpar, að ég fæ ekki ráðið hvað býr á botni þeirra! Ég er þér þakklát fyrir að treysta mér — fyrir það að þú gjörir mér auð- velt að vera vinur þinn; til að segja nei, þegar einhver vantreystir þér. Maður hefir engan rétt til að tala máli annara unz að sá hinn sami hefir gefið manni samþykki sitt og traust. Ó, monsieur, ég er svo glöð!" í fagnaðarhrifningunni stóð hún upp tók saman höndunum eins og í til- beiðslu lotningu, sté nokkur spor í átt- ina til hans, en stansaði og stóð graf- kyrr, þegar hún áttaði sig á hvað hún var að gjöra, þá yfirskyggðu feimni og blygðun hana. Charley skildi hugarástand hennar, og aftur hafði hann sterka tilhneigingu til að segja það, sem honum bjó í brjósti, og bjóða öllu byrginn; en hann stillti sig og sagði: „Þú bjargaðir mér, Rósalie, einu sinni — máske frá dauða. Einu sinni létti hönd þín mér kvalir hérna". Hann snerti á sér brjóstið. „Orð þín og gjörð- ir hjálpa mér enn . . . en á annan veg. Mínir erfiðleikar eru andlegs efnis, Rósalie. Einlægni þín er mér gleðiefni. Jæja. Ég skal þá vera einlægur við þig. Ég get ekki horfið til baka, til hins fyrra lífs míns, nema með því, að vinna öðr- um skaða, og sumir af þeim hafa aldrei gjört neitt á hluta minn, þó aðrir hafi gjört það. Það er ástæðan fyrir því að ég vil ekki láta taka mig til Quebec nú undir fölskum ákærum. Þetta er allt, sem ég get sagt þér. Nægir þér það?" Hún var í þann veginn að svara, þegar Jó Portugais kom inn ag sagði: „Monsieur, það eru menn að koma — presturinn og signorinn og menn með þeim". „Charley kinkaði kolli til Jó, sneri sér að Rósalie og sagði: „Þú þarft ekki að láta sjá þig hér ef þú f erð út um bak- dyrnar, ungfrú". Hann lyfti til hliðar bjarndýrstjaldinu, sem var á milli her- bergisins, sem þau voru í, og annars innar í húsinu. Það var hræðslusvipur á andliti Rósalie: „Berðu engan kvíðboga fyrir mér", sagði Charley. „Þetta lagast einhvern veginn. Þú gjörðir mér meiri greiða, en nokkur hefir áður gjört, eða nokkurn tíma getur gjört. Ég skal ekki gleyma því á meðan ég lifi. Vertu sæl". Hann lagði höndina á öxlina á henni og ýtti henni kurteislega út úr herberg- inu. „Guð varðveiti þig! Heilög Guðs móð ir tali máli þínu. Ég skal biðja fyrir þér", hvíslaði hún. XXXI. KAPÍTULI Charley á hólminum Charley sneri sér hvatlega að skóg- armanninum: Heyrðu, sagði hann og sagði honum hvernig að hlutirnir stæðu. „Þú vilt ekki fela þig, monsieur? Það er tíiríi til þess enn", spurði Jó. „Nei, ég vil ekki fela mig, Jó". „Hvað ætlarðu að gjöra?" „Ég ræða það við mig, þegar að þeir koma". Það varð þögn um tíma, svo heyrð- ist mannamál úti. Sál Charley reis öndvérð gegn hættunni, sem yfir honum vofði. — Ekki þó að því leyti, sem að hún snerti hann persónulega, heldur hættunni, sem staf- aði frá því að vera aftur dreginn inn í hið fyrra líf sitt, með öllum þeim afleið- ingum, sem af því hlutu að stafa, — þjófkæruna gegn hbnum! Að vera gerð- ur að fórnardýri yfirsjónanna — að vera leiddur fram fyrir réttvísina, með merki óréttlætisins á armlegg sér! Allt í einu svall hið nýja lífsviðhorf um sál hans eins og vatnsflóð um lág- lendi. Rödd hljómaði í eyrum hans, sem sagði: „Ég skal biðja fyrir þér". Undir- meðvitund hans sjálfs svaraði: „Rósa- lie, Rósalie, Rósalie". Það var ekkert nú, sem hann vildi ekki til vinna til þess, að koma í veg fyrir að hann yrði tek- inn í burtu, í sambandi við þessa heimskulegu ákæru. Sakaður um ann- ars sök? Til þess að sanna að svo var, varð hann að sanna hver hann var, hvaðan að hann hefði komið. Segja prestinum og treysta drengskap hans. En ef hann segði frá því, þá gat hin nýja lífsaðstaða hans ekki lengur verið sjálfstæð og laus allra banda við hið fyrra lífsviðhorf hans. Farsæld þess, möguleikar þess, urðu að byggjast á al- gjörðum skilnaði við hið falda, sem að baki var, eins og það hefði orðið til úr engu í herberginu, sem hann var í, vetr- armorguninn þegar minnið kom til hans aftur. Það var ljóst, að hann varð ein- hvern veginn að komast fram hjá þessu spursmáli. Hann leit á Jó, sem horfði fast og raunalega á dyrnar. Þarna var maður, sem leið hans vegna . . . Hann sté á- fram eins og hann hefði eitthvað ákveð- ið í huga, en þá var barið á dyrnar svo hann hikaði, en gaf Jó vísbendingu um að opna þær. Sjálfur sneri hann sér að hillu, sem var rétt hjá honum og tók þaðan eitthvað, sem hann faldi í lófa sínum. Jó vaknaði eins og af draumi, gekk að hurðinni og opnaði hana. Inn komu presturinn, signor Rossignol, ábóti Rossignol, með einræðissvip og óút- reiknanlegur, og tveir lögregluþjónar, sem ekki voru í einkennisbúningum ráku lestina; annar þeirra með sauðar- svip á andlitinu, hinn vel vakandi, ann- ar var franskur, hinn enskur, báðir með ánægjusvip á andlitunum, því vel af hendi leyst verk auka á ánægju hvers einasta verkamanns. Þegar að þeir komu inn stóð Charley og sneri baki að eldstæðinu, augnaglerið hafði hann sett á sig, hafði aðra hendina fyrir aftan bakið en strauk á sér skeggið með hinni. Presturinn kom til hans og heilsaði honum vingjarnlega með handabandi. „Kæri herra, ég vona að þér líði bet- ur", sagði hann. „Mér líður ágætlega, prestur góður", svaraði Charley. ,,Ég kem til baka og fer að vinna á mánudaginn vona ég". „Já, það er gott", svaraði presturinn og sýndist vera eitthvað órólegur. Hann sneri sér hálfvandræðalega að signorn- um. „Þið hafið komið til að finna vin minn, Portugais", sagði Charley og virt- ist daufur í bragði. „Ég skal fara", sagði hann, og sté nokkur spor áfram. Lög- reglumennirnir gjörðu hið sama, og hefðu lagt hendur á hann hefði sign- orinn ekki sagt í hvössum róm: „Látið þið hann vera!" Þeir stóðu til hliðar og litu lymsku- lega til signorsins, sem'sýndist óvana- lega ergilegur. Charley lét ekkert á sér sjá, en leit forvitnislega til prestsins. „Ef að þeir æskja eftir að þeir séu mældir fyrir einkennisbúninga, eða mannasiði — þá geta þeir komið á verk stæðið mitt", sagði hann. Signorinn hló. Charley tók aftur spor í áttina til dyranna. Lögregluþjónarnir tveir stóðu fyrir hurðinni. Hann sneri sér aftur til prestsins, eins og hann vissi ekki hvað þetta ætti að þýða, en sagði ekki orð. „Það ert þú, sem við viljum finna", sagið ábótinn. Charley svaraði í glettnisgamni: „Veitist mér þá sú ánægja, að telja mon- síorinn á meðal viðskiptamanna minna? Ég man .ekki eftir vaxtarlagi, mansieursins. Ég held varla að ég hefði gleymt því, ef að ég hefði séð það". Það var nú hinn fyrri Charley Steele, sem var að tala, en íklæddur sínum nýja manni, en hinum forna skarpleik, og egnandi kurteisis yfirlætissvipurinn á andliti ábótans voru eins og þyrnar í augum hans. „É ggleymi aldrei vaxtarlagi, sem er sérkennilegt", bætti hann við og mældi ábótann, sem var krangalega vaxinn, með augunum. Það var hin gamla að- ferð hans að leggja fyrst, en lækna svo — „Að sparka í þá fyrst, og fella þá svo", eins og hann Paddy gamli Wier sagði, sem Charley frelsaði frá fang- elsinu einu sinni. Það var eins og að lifa upp liðna daga, að koma aftur fram sem verjandi, þegar lögin voru að flækja einhvern í neti sínu. Leynifjöðurin hafði verið snert og hugarvélin gamla fór ó- sjálfrátt á stað. Þessi líking hafði talsvert við að styðjast, því signorinn hafði sest í eina stólinn, sem í herberginu var, dálítið í burt ufrá hinum eins og að hann sæti þar í dómarasæti. Ábótinn, kaldur og vanagróinn, var eins og málsvari rétt- vísinnar, presturinn eins og réttarrit- arinn, sem endurtók allt, sem dómarinn sagði. Lögreglumennirnir eftirlitsmenn réttvísinnar. Jó Portugais eins og óvilj- ugt vitni, sem að þungamiðja málsins snerist um. Fanginn og lögmaður hans var Charley sjálfur. Góð sókn og vörn var væntanleg. Charley haf ði engt ábótann eins mik ið til reiði, eins og hann hafði skemt bróður hans; því það var ekkert, sem signorinn hafði meiri ánægju af, en að sjá Rossignol ábóta kirkju og vikaprest erkibiskupsnis í Quebec settan í gapa- stokkinn. Hið milda og meðlíðunarsama upplag signorsins gat jafnvel ekki haft neina meðlíðan, með hinum yfirdrifna helgihjúp, sem umvafði þennan þjón kirkjunnar, sem á æskuárum hans hafði hirt hann svo eftirminnilega. Þegar að Charley líkti vaxtarlagi ábótans við pervisinn blaðstaf þá var honum í sann- leika skemt. Presturinn, sem alltaf var að stilla til friðar, tók hér í taumana. Það mátti hver og einn skilja hvað skraddarinn meinti, ef að þeir væru þar komnir til að finna hann persónulega, þá var ekki óeðlilegt að hann vildi fá að vita hvaða erindi að þeir ættu við hann. Signorinn hafði einhverja hugmynd um hvað það erindi var, og honum var skemt með því að heyra, hvaða tökum, að Charley tók á því.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.