Lögberg - 22.12.1949, Blaðsíða 1

Lögberg - 22.12.1949, Blaðsíða 1
63. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 22. DESEMBER, 1949 ?HONE 21374 \>*vv rtvÍOt^ l"V,eíerí Lautl •fö'Sl ® A Complele Cleaning Institutior. NÚMER 51 Gullfoss kominn á flot Hátíðleg athöfn hjá Burmeister & Wain KAUPMANNAHÖFN, 8. des. — Gullfoss, hið nýja skip Eim- skipafélags íslands var sett á fiot í dag og skírður við skipasmíða- stöð Burmeister og Wain hér í Kaupmannahöfn. Var athöfnin hin hátíðlegasta stund, þar sem fjöldi Dana og íslendinga var við- staddur. Frú Kristín Vilhjálmsson, kona Guðmundar forstjóra Eimskip gaf skipinu nafn og braut kampavínsflösku á stefni skipsins, eins og venja er við slík tækifæri. Frú Kristín var klædd skautbúningi við athöfnina og vakti það hrifningu viðstaddra. Óvenju glæsilegt skip Gullfoss rann einstaklega vel af stokkunum í sjóinn, en við staddir hneigðu höfuð sín í lotn- ingu og hrópuðu síðan húrra fyrir hinu nýja skipi. Allir viðstaddir dáðust að hve Gullfoss er óvenjulega glæsilegt skip, byggingarlag hans allt hið tignarlegasta og fallegur á að líta á sjónum. 1 boði, sem haldið var á eftir afhenti Dithmer, forstjóri Bur- meister og Wain frú Kristínu að gjöf forkunarfagurt hvítagulls- armband, en það er siður að skipasmíðastöðvar gefi minning argjafir þeim, sem gefa nýjum skipum nöfn. í kvöld verður svo veizla, þar sem Islendingum og Dönum er boðið til hófs. 1 förum milli íslands, Skotlands og Danmerkur. Gullfoss verður tilbúinn sein ast í apríl, eða byrjun maí og er þá ákveðið að hann verði í förum milli Reykjavíkur, Leith og Kaupmannahafnar. Á hann að fara frá Reykjavík annan- hvern laugardag og frá Kaup- mannahöfn annanhvern laugar- dag. Gullfossi hefir áður verið lýst hér í blaðinu. Hann verður stærsta farþegaskip, sem íslend- ingar hafa eignast, á að taka 217 farþega og verður rúmlega 3000 smálestir. — Mbl. 13. des. Úr borg og bygð Þakkarorð Hjartans þakkir viljum við flytja öllum sem á einn eða annan hátt auðsýndu okk- ur samúð við fráfall okk- ar elskaða föður, Sveins Guðmundssonar Borgfjörð, sem lézt að Lundar 5. desember 1949, 91 árs að aldri; við þökkum öll- um, sem vitjuðu hans í sjúk- dómslegunni; svo og kvenfélög- unum Björk og Einingu fyrir góð vild þeirra; við þökkum öllum, sem heiðruðu útför hans með nærveru sinni, og þeim, sem sendu blóm á kistu hans; einnig þökkum við söngflokknum og hr. Vigfúsi J. Guttormssyni, sem lék á hljóðfærið í kirkjunni; við þökkum séra Valdimar J. Ey- lands ágæt kveðjumál, og kven- félaginu Björk fyrir að fram- reiða veitingar handa öllum að kveðjuathöfninni afstaðinni; og ivalt geymum við með hlýleik í hjarta, umhyggju og ástúð Jó- hanns Gíslasonar, þar sem faðir okkar dvaldi í mörg ár. Enn- fremur þökkum við Mrs. Emmu Olson, er reyndist föður okkar eins og ástúðleg systir í mörg ár. Guð blessi ykkur öll æ og ævinlega. Börn hins látna Aðsópsmikill framkvæmdamaður Ingimundur Carl Ingimundson Maður sá, sem hér verður stuttlega sagt frá, er einn þeirra mörgu í hópi hinna yngri kyn- slóða af íslenzkum stofni í þessu landi, sem rutt hafa sér í strangri samkeppni, glæsilega braut til vegs og virðingar, og tekist á hendur forustu í menningarlegri og tæknilegri þróun hinnar cana dísku þjóðar; slíka menn er þjóðbroti okkar holt að eignast, og er vonandi að þeim fjölgi frá ári til árs. Ingimundur Carl Ingimund- son er fæddur í Selkirkbæ hér í fylkinu, sonur Sigurðar Ingi- mundssonar, sem fyrir nokkru er látinn og eftirlifandi ekkju hans, Jónínu, er býr með dóttur sinni í Winnipeg. Mr. Ingimund- son hlaut sína fyrstu mentun í Selkirk; hugur hans stefndi brátt til æðri menta, og Mr. Ingimundson réð það snemma við sig, að leita lærðaskóla og háskólanáms; sóttist honum hvorttveggja hið bezta, og árið 1937 lauk hann fullnaðarprófi í rafurmagnsverkfræði við Mani- tobaháskólann með lofsamleg- um vitnisburði; enda fóru saman hjá honum góðar gáfur og óbil- andi viljaþrek; að loknu námi gekk Mr. Ingimundson brátt í þjónustu rafiðnaðarins, og tókst á hendur framkvæmdastjóra- stöðu hjá umfangsmiklu félagi, The Welland Electric Copora- tion í Welland, Ont., og varð jafnframt varaforseti þess fyrir- tækis; einnig átti hann, og á enn, sæti í stjórnum ýmissa annara iðnaðarfyrirtækja austan lands, svo sem Gelling Industries Limited í Welland. Nú er Mr. Ingimundson fyrir nokkru fluttur hingað til borg- arinnar, og hefir tekið að sér framkvæmdarstjórastarf við The Stovel Press Limited, sem er stór fyrirtæki með bækistöðvar hér og eins í Austur-Canada, og er hann einnig varaforseti þess; þetta sem nú hefir sagt verið, er óræk sönnun fyrir því hve mikið er í manninn spunnið, og hvers trausts hann nýtur. Mr. Ingimundson er kvæntur Veru Anderson, dóttur þeirra Mr. og Mrs. Th. Anderson, sem lengi bjuggu í Selkirk, en nú eiga heima í Winnipeg. Lögberg býður Mr. Ingimund- son velkominn til borgarinnar ásamt fjölskyldu sinni. Danish Canadian Club heldur sína árlegu jólatrés- og dans- skemtun í Army & Navy Veter- ans Hall, 299 Young St., á föstu- daginn þann 30. þ. m. kl. 7.30 e.h. Öll börn verða glödd með jóla- gjöfum. Skemt verður með fiðlu spili og einsöngvum. Fjölmenn- ið! ☆ JÓLAKVEÐJA FRÁ FRÓNI Akranesi, 12. desember 1949 Kæru íslendingar vestan hafs! Ég sendi yður öllum mínar innilegustu jóla- og nýársóskir, með þakklæti fyrir tryggð yðar við ættland og erfðir bæði fyrr og síðar. Óska ég þess að minningin um jólin hér heima megi verma hjörtu yðar til daganna enda. Persónulega sendi ég svo um leið kveðju mína til frændfólks míns í Winnipeg, ennfremur til Richards Becks prófessors, Páls S. Pálssonar, Einars P. Jónsson- ar ritstjóra og frúar, Grettis L. Jóhannssonar og frúar Davíðs Björnssonar bóksala, White- mæðgunum, Vigfúsar J. Gutt- ormssonar, séra Valdimars J. Eylands og öllum öðrum er gert hafa mér margan góðan greiða á árinu, sem er að líða. Nöfnin eru geymd en ekki gleymd. Lýk ég svo kveðju minni með orðum Richards Becks, prófes- sors — þeim, er hann skrifaði í Nafnabók mína, sem nú er í Ameríku, — og sem ég vona að sem flest yðar skrifi nöfn sín í: „Hafið brúi bróðurhendur brúin sú um eilífð stendur“. Með alúðarkveðjum Lárus Scheving Ólafsson Torfustöðum — Akranesi Vinnur styrk til framhaldsnáms Nýlega hefir það verið kunn- gjört, að Mr. John Joseph Mad- den hafi hlotið $2.000 fjárstyrk frá I. O. D. E.-félaginu í Canada til framhaldsnáms við hvern þann brezkan háskóla, er hann kýs sér. Mr. Madden er útskrifaður af háskóla Manitobafylkis, en er nú að búa sig undir meistara- gráðu við háskólann í Toronto; hann er enskur að uppruna. Mr. Madden er kvæntur íslenzkri konu, Andreu, dóttur Ingimars heitins Ingjaldssonar og eftir- lifandi ekkju hans , Violet Ingjaldson; þau eiga einn son. Jóla- og nýárskveðja Til allra deilda og meðlima Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, sendi ég innilegar jóla- og nýárskveðjur frá Þjóð- ræknisfélaginu og mér sjálfum persónulega. Tuttugasta öldin er nú hálfn- uð og vér göngum inn í síðari helming þessarar aldar. Hvað sá helmingur ber í skauti sínu veit enginn að fullu. Það er í hönd- um mannanna að skapa það á- stand, sem þeir vilja að verði. Og sá vilji dæmist ekki af því, sem þeir segja, heldur af því, sem þeir gjöra og af afstöðu þeirra gagnvart málefnum og stefnum. I nafni Þjóðræknisfélagsins vil ég því hvetja alla til að vinna af huga og sál að þeim málum, sem félag vort hefir tileinkað sér, svo að hin komandi tíð verði oss og félagsskap vorum björt og farsæl. Gleðileg jól og gleðilegt ár! PHILIP M. PÉTURSSON forseti Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi. Minningarorð um Aðalstein Kristjánsson frá Flögu í Hörgárdal, er ánafnaði íslandi stórfé í erfða- skrá sinni, og minnist jafnframt rausnarlega Manitoba háskólans. Slík stórtækni gagnvart íslandi, má teljast einstæð í sögu íslendinga vestan hafs. Aðalsteinn Kristjánsson Leiðir okkar Aðalsteins Krist- jánssonar lágu í rauninni aldrei mikið saman; við hittumst svona endrum og eins og spjölluðum þá svo að segja um alla skapaða hluti milli himins og jarðar; en þess gekk ég ekki dulinn, að við hugsuðum jafnan hlýtt hvor til annars þó óravegir hömluðu sam fundum; við skiptumst tíðum á bréfum og fórum ekki í laun- kofa með neitt; ég komst brátt að raun um, að í Aðalsteini byggi margt stærra hugsjónalegs eðlis, en það, sem framrás fékk; það var auðfundið hversu stór- huga hann var, og hversu hann þráði heitt, að koma einhverju í framkvæmd, sem um munaði, hvort heldur væri á andlegum eða efnislegum vettvangi; rík sjálfstæðisþrá var honum í blóð borin, og hann hataðist við ó- frelsi í hvaða mynd, sem það gerði vart við sig; hann hafði, að því er mér fanst, litla samúð með þeim, sem klafabundnir voru hindurvitnum og úreltum erfðavenjum; hann tók litlu ást- fóstri við troðnar brautir, og kaus heldur að leita sannleikans sem ábyrgur þjóðfélagsþegn, ó- háður öllum og öllu. Eins og gengur og gerist, laut samtal okkar Aðalsteins iðulega að ýmissum samferðamönnum, er um þær mundir voru í félags- málum okkar höfði hærri, en aðrir menn, og ég gleymi því aldrei hve mjög hann dáði séra Friðrik J. Bergmann vegna um- gengnishátta hans, ræðusnildar og stílfimi, og kallaði hann í andlegum efnum mestan hinna miklu. Aðalsteinn Kristjánsson var skarpgáfaður að eðlisfari og hneigður til djúpstæðra fróð- leiksiðkana; hann var einkar list rænn og samdi bækur, er báru vott um næma frásagnargáfu og sannleiksást; þetta má ljóslega ráða af hinni fyrstu bók hans, „Austur í blámóðu fjalla“, sem er fjörlega skrifuð og myndauð- ug; í bókinni „Svipleiftur sam- tíðarmanna", eru og fróðlegir og skemtilegir kaflar, sem auðkenn ast af sannleiksþrá höfundar. Brátt eftir að vestur kom náði Aðalsteinn ágætu haldi á enskri tungu, reit bækur á ensku eins og fara gerðist og varð meira að segja leikinn í því. Þess varð ég skjótt var af við- kynningu minni við Aðalstein, að hann vildi hafa sitt fram; mér er það minnisstætt, hve hart hann lagði að mér að þýða fyrir bókina „SvipL'iftur samtíðarmanna“ kvæðið um Woodrow Wilson eftir eitt af góðskáldum s Bandaríkjanna, Worrell Kirkwood; ég átti ekki hægt um vik eins og á stóð að verða við bón hans, en lét þó eftir dálítið stímabrak ánetjast; þetta var að kvöldlagi; ég fór heim með kvæðið og vakti yfir þýðingunni fram á rauða nótt, eins og um Höfuðlausn væri að ræða; ég fékk honum í hendur þýðinguna í býtið morguninn eftir, og varð hann þá allur að einu brosi. „Þú leystir mig af hólmi“, sagði Aðalsteinn eftir stundarþögn. „Kaflinn, sem ég er að semja um Woodrow Wil- son skilst og skýrist betur verði kvæðið honum samferða“, bætti hann við. Aðalsteinn Kristjánsson var fæddur á Bessahlöðnum í öxna- dal hinn 14. dag aprílmánaðar árið 1878. Foreldrar hans voru þau Kristján Jónasson og Guð- björg Þorsteinsdóttir; með þeim fluttist hann tveggja ára að aldri að Flögu í Hörgárdal, og þar dvaldist hann fram að aldamót- um. Kristján faðir Aðalsteins lézt 1888, en árið 1901 tekur hinn ungi maður sig upp og flytzt til Canada; móðir hans kom vestur með hin börn sín 1906. Skömmu eftir að vestur kom, tók Aðalsteinn heimilisréttar- land í Mozartbygð í Saskatc- hewan og hugði á búsýslu; hvarf hann þó snemma frá því ráði, lagði leið sína til Winnipeg og hóf þar byggingariðnað í félagi við Friðrik bróður sinn; báðir voru þeir bræður dugandi ráð- deildarmenn, og leið eigi á löngu unz fyrirtæki þeirra færðist mjög í auka; þeir voru ábyggi- legir í viðskiptum, og stóðu orð þeirra jafnan eins og stafir á bók. Aðalsteinn kvæntist konu af enskum ættum árið 1911, en ár- ið 1918 skildu þau að samvistum; þeim varð eigi barna auðið. Skapgerð Aðalsteins var slík, að engu líkara var en að andi hans væri sífelt á ferð og flugi í leit að nýjum lífssannindum; en ef ísland átti í hlut, ekki þo hvað sízt fæðingarhérað hans, hin fagra og sviptigna Eyja- fjarðarbygð, var það síður en svo að andi hans væri hvarfl- andi; þar fann hann svölun og órofafrið, og þar átti Aðalsteinn lægast með að sameinast „upp- runans heilögu glóð“. Laust eftir miðjan aldur tendi Aðalsteinn vanheilsu, er sótti á hann að meiru og minna leyti til æviloka og gerði hann að mestu óvígan; og það liggur í augum uppi, að eftir að manni fallast hendur hver svo sem til- drögin eru, verði ævistarfið upp frá því eins og brotasilfur, og þannig varð það með Aðalstein, eins og vafalaust aðra, sem líkt var ástatt með; en megin sér- kenni hans, sannleiksleitin, trygðin við vini sína og ástin til íslands, héldust óbreytt til daganna enda. Aðalsteini græddist allmikið fé; sjálfur var hann frábær dugn aðarmaður meðan kraftar leyfðu og ráðdeildarsamur, eins og þegar hefir verið vikið að; auk þess naut hann frá fjár- munalegu sjónarmiði séð, að- stoðar og forsjár hins glögg- skygna og gætna bróður síns, Friðriks um langt ára skeið, en með þeim bræðrum var jafnan ástríki mikið. Hin óviðjafnanlega ræktar- semi Aðalsteins við ísland og ís- lenzkar menningarerfðir, kom glegst og stórmannlegast í ljós, er erfðaskrá hai _ vur -.ýlega gerð heyrinkunn og dánarbú hans kom til uppgjörs í skipta- rétti Manitobafylkis; erfðaskráin var samin 1926, en samkv. henni ánafnar Aðalsteinn Islandi mik- inn meirihluta eigna sinna, sem vaxið hafa mjög frá þeim tíma, og nú eru reiknaðar á $108.000. Erfðaskráin mælir fyrir um 20 þúsund dollara gjöf til Manitoba háskólans, ennfremur ríflega fjárhæð til stofnunar kenslustóls í náttúrufræði og efnavísindum við Háskóla íslands, ásamt álit- legri upphæð til skógræktar á íslandi; og síðast en ekki sízt ber að minnast fyrirmælanna, sem táknrænust eru fyrir inn- ræti og hjartalag gefandans, en þau lúta að stofnun eldtrausts og glæsilegs heimilis í Eyjafirði fyrir munaðarlaus og hjálpar- þurfa börn, en til þess að koma slíkri stofnun á fót, leggur gef- andinn fram höfðinglega fjár- hæð; þó hér sé aðeins stiklað á steinum, verður almenningi það ljósara en áður, hve sannur vin- ur stofnþjóðar sinnar Aðalsteinn Kristjánsson var, hversu stór- tækur hann var, og hversu mik- ið var í manninn spunnið. Aðalsteinn Kristjánsson safn- aðist til feðra sinna í Hollywood borg í Kaliforníuríkinu þann 14. júlí síðastliðinn, en var jarð- sunginn frá útfararstofu Bardals í Winnipeg 24. júlí, að viðstödd- um fjölmennum hópi ættingja og annara samferðamanna. Séra Rúnólfur Marteinsson flutti við athöfnina hlý og drengileg kveðjumál. Aðalsteinn lætur eftir sig tvo bræður, Friðrik fésýslumann í Winnipeg og Hjört kaupmann að Mountain, N. Dak. Einn bróðir Aðalsteins, Pálmi, lézt á ungum aldri í Winnipeg, gáfumaður mikill og efni í ágætt ljóðskáld. Með Aðalsteini Kristjánssyni er genginn grafarveg hreinlund- aður, íslenzkur maður, sem vissi hvað hann vildi og hvikaði eigi frá því, er hann vissi sannast og rétt. Winnipeg, 14. desember 1949 Einar P. Jónsson

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.