Lögberg - 22.12.1949, Blaðsíða 4

Lögberg - 22.12.1949, Blaðsíða 4
4 WINNIPEG, FIMTUL)AGIN N. 22. DESEMBER, 1949 EoBberg GefiS út hvern fimtudag af THE CGLUMBIA PRESS LIMITED 69e. SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrilt rltstj&rans: EDITOK i ÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE. WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and publiehed by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Offlce Department, Ottawa KVÆÐABÓK KRISTJÁNS S. PÁLSSONAR EJftir prófessor Richard Beck Það var þarft verk og þakkarvert að safna í eina heild kvæðum Kristjáns S. Pálssonar, sem verið höfðu á víð og dreif í vestur-íslenzkum blöðum og tímaritum; en ekkja hans, Ingibjörg Pálsson, hefir nú látið gefa út stórt safn þeirra, Kvæðabók, fallega og vandaða að frágangi, prentaða hjá Columbia Press í Winnipeg. Gísli Jónsson ritstjóri hefir búið kvæðin undir prent- un af vandvirkni og smekkvísi, og ritar einnig hlýleg og skilningsrík inngangsorð um þau og höfund þeirra, þar sem hann víkur jafnframt að vestur-íslenzkri ljóða- gerð almennt. Ekns og þeim er í fersku minni, sem fylgdust með kvæðum Kristjáns í blöðunum og tímaritunum (en hann lézt 11. febrúar 1947), þá báru ljóð hans því órækan vott, að hann var gæddur næmum fegurðarsmekk og lá stuðlað mál óvenjulega létt á tUngu. Þeirra megin- einkenna kvæða hans gætir í enn ríkara mæli í heildar- safni skáldaskapar hans, þó að ljóð hans séu eðlilega misjöfn að listgildi, eins og kvæði annara skálda. Auk þýðleikans og Ijóðrænunnar, er fjölbreytni í kvæðum hans einkum áberandi, hvað slegið er þar á marga og fjarskylda strengi hörpunnar. Og í hinum ýmsu tón- tegundum er þar að finna bæði fögur og prýðisvel ort kvæði. Á það ekki síst við um ættjarðarkvæðin, sem önd- vegi skipa í bókinni, og bera því fagurt vitni, hve djúp- stæða sonarrækt skáldið bar í brjósti til ættlands og átthaga. Ágætt dæmi þess er upphafskvæðið, „Tigna drottning“, ort í tilefni af lýðveldisstofnuninni 17. júní 1944; í því er fagnaðarhreimur og hrifning, eins og sjá má af þessu erindi: „Landsins forna frægð er endurhafin. Fjallablár og hvítur rís við stöng Fáni íslands, frelsis Ijóma vafinn; Frjálsar tungur hefja nýjan söng. Leyst úr fjötrum fjalladísin bjarta Fyrri daga skrauti klæðist nú. Ljós í augum, ljós í traustu hjarta, Langrar nætur von er orðin trú“. Sögu íslands og fegurð í ýmsum myndum túlkar skáldið af sama ástarhuga í öðrum kvæðum sínum, og jafn glöggskyggn er hann á gildi íslenzkra menn- ingarerfða, eins og lýsir sér vel í kvæðinu „Heiman- mundurinn“. Ekki er þó í skáldskap hans, fremur en annara vestur-íslenzkra skálda, neinn árekstur milli órofa ræktarhuga hans til ættlandsins og heilhuga hollustu hans við kjörlandið, sem hann ann innilega og metur að verðleikum. (Smbr. hin fögru Canada- og Manitoba- kvæði hans). Listhneigð Kristjáns og ljóðræn skáldgáfa hans lýsa sér þó hvergi betur en í náttúrulýsingum hans, sumar- og vorljóðum hans og öðrum árstíðakvæðum. Er þar af miklu að taka, svo þýðlega er í þeim efnum og fim- lega í strengina gripið, en nægja verða þessi erindi úr kvæðinu „Winnipegvatn“: i „í vestri sígur sól við skógarrönd. Nú-sofna blóm og skuggar kvöldsins lengjast. En andi Vatnsins líður létt að strönd; Og ljós og húmið friðarböndum tengjast. Og loftið alt er litum kvöldsins skreytt. Það líða í austur silfurskýja gnoðir, Sem varðskip ljóssins sigli eitt og eitt Frá aftansól með gulli rendar voðir. í kvöld er vatnið fagurt friðarhaf Og fyllir gleði sléttubarnsins hjarta. Á morgun rís um sviðið traf við traf Elr tryltar öldur földum hvítum skarta — Ég ann þeim leik, er öldur rísa hátt Og æði brimsins hug minn jafnan hvetur. Því sál mín einnig á þann svæfða mátt, Sem aðeins lúður stormsins vakið getur“. Þetta kvæði er gott dæmi þess, hve opið auga skáld- ið átti fyrir fegurð og litbrigðum umhverfis síns á láði og legi. EJinkar fallegt er kvæðið „Indíána sumarið“. Ehi þó Kristján væri mikill unnandi vors og sumars, gat hann einnig náð í strengi sína andblæ haustsins og eggjandi raust vetrarins, eins og kvæði hans um þau efni sýna. Kvæði hans um söguleg og þjóðsöguleg efni eru einnig mjög vel ort, og þykir mér „Skjöldurinn“ þeirra tilkomumest. Hinum kunna atburði úr Egilssögu Skalla- grímssonar, sem þar er tekinn til meðferðar, eru gerð góð skil. Munu margir minnast þessa kvæðis, sem kom út í Tímariti Þjóðræknisfélagsins fyrir nokkrum árum síðan. Ádeilu kennir allvíða í kvæðum Kristjáns og hittir vel í mark í kvæðum sem „Minni Heródesar“ og „Varg- öld“ frá stríðsárunum síðari, og þar kemur eftirminni- lega fram frelsis- og réttlætiskennd höfundarins og samúð hans með lítilmagnanum. Nýja sogsvirkjunin verður mesta mannvirki á íslandi ÞRÓTTMIKIL FORYSTA SJÁLFSTÆÐISMANNA UM RAFORKUFRAMKVÆMDIR Framsókn rauf Alþingi 1931 til þess að hindra fyrstu virkjun Sogsins Hin nýja Sogsvirkjun, sem bæjarstjórn Reykjavíkur er að heíja, er stórfelldasta mannvirki, sem hingað til hefur verið ráðist í á íslandi. Framkvæmdir við hana verða hafnar snemma á næsta vori, en í allan vetur verður unnið að undirbúningi verksins, m. a. með vegalagningu og brúargerð yfir Sogið. Hið nýja orkuver við Sogs- fossa mun framleiða um 30 þús. kílówött raforku og er það meira en öll raforkuframleiðsla núver- andi orkuvera bæjarins við Sog, Elliðaár og í eimtúrbínustöðinni er nú. Er áætlað að það kosti 74 millj. kr. Þetta glæsilega mannvirki hef- ur undanfarin ár verið undirbú- ið eins vandlega og föng eru á, bæði af íslenskum og erlendum rafmagnsfræðingum og verk- fræðingum. Hefur verið ákveð- ið að virkja neðri fossana í Sog- inu og hafa allar hugsanlegar virkjunarleiðir verið rannsakað- Hann var einnig, eins og kunnugt er, einkar vinsæll fyrir gamankvæði sín, sem hann las oft upp á sam- komum, enda var hann gæddur glettnisríkri kýmni- gáfu. Til þess að gefa sem fullkomnasta mynd af skáld- inu og þroskaferli hans hafa eigi allfá af skopkvæðum hans verið tekin upp í safnið; eru þau vel kveðin og í þeim ágætir sprettir, víða hnyttilega að orði komist og eigi ósjaldan nokkuð meinlega, þó meira kenni þar glettni en græsku. Áhrifameiri hafa þau kvæði þó verið meðan atburðir þeir, sem þau eru bundin við, voru nær í tíma og að sama skapi ferskari í minni. Af skop- kvæðunum njóta þau sín því bezt, sem almennast gildi hafa, t. d. „Vegur spámannsins“. Lipurð og léttleiki, samhliða smekkvísi í orðavali, einkenna tækifæriskvæði Kristjáns, að ógleymdri vin- hlýju, sem þau anda í ríkum mæli. Þær eru, svo eitt dæmi sé nefnt, óneitanlega bæði léttstígar og falleg- ar þessar vísur úr afmæliskveðjunni til Guðbjargar Goodman níræðrar: „Þig hafði vorsins von og þrá Vafið armi sínum, Því er sumarsvipur á silfurhærum þínum. Aldrei sigra ellin má andans kærleiks varma. Leikur fagur létt um brá ljómi kvöldsins bjarma“. Af sama hreinræktaða Ijóðatoganum spunnin, um anda, hugsun og búning, eru erfiljóðin um Guðna frá Signýjarstöðum. Heilsteyptri mynd og réttorðri er brugðið upp í kvæðinu „Minning um merkisprest“ (séra Steingrímur N. Thorláksson) og í hinum fögru og hjart- næmu minningarljóðum um fróðleiks- og merkismann- inn Klemens Jónasson, tengdaföður skáldsins. Ekki kemur það á óvart, að jafn ljóðrænn maður og Kristján var skyldi fara um ferskeytluna fimum höndum, eins og fram kemur í lausavísum hans í ýms- um tóntegundum, gamni og alvöru. Hér eru tvær vor- vísur, „Vorkvöld“ og „Vorhret“, og því andstæður: i „Vetrar feldi sundrar sól, sigrar veldi hríða. Ellihreldum betra ból boðar kveldið fríða“. „Ofsafengin hríðarhönd hroll að mengi setur. Treður engi og akurlönd afturgenginn vetur“. í Að ótöldum nokkrum góðum kvæðum á ensku í bókarlok, frumsömdum og þýddum, er þá ógetið and- legu ljóðanna í bókinni, sem eru fjarri því að vera síztu kvæði hennar, en eins og safnandi segir í inngangs- orðum sínum, benda þau kvæðin ljóslega til þess, „að höfundurinn var trúhneigður, enda þótt hann ósjaldan gerðgi gys að prestum og kreddukenningum“. Sannleikurinn er sá, að ljóðræn fegurð og einlægni í tilfinningu, samhliða trúarvissu, renna í einn farveg í þessum andlegu ljóðum skáldsins, hvort heldur er í bljúgum bænarmálum eða lofsöngvum til lífsins herra, eins og í „Vorið kemur“: »: • V” •r' • ■. *L'* Zaft..i .*£% i „Vorið kemur, verðir ljóssins kalla Vakið, lítið morgunroðans glóð. Myrkrin hopa, hlekkir dauðans falla, Höndin milda opnar lífsins sjóð. Heyrið vorsins hörpustrengi gjalla; Heyrið, nemið vorsins siðurljóð. Þegar vorið vaggar blómum sínum, Vefur jörð í fegurð skaparans, Lát þá einnig lifna í huga mínum, Lífsins faðir, gróður sannleikans. Veit mér kraft af kærleiksanda þínum, Kraft og ljós, í nafni frelsarans". Hér hefir að sönnu verið stiklað á stóru í Kvæðabók Kristjáns Pálssonar, en þó vonandi nægilega gefið í skyn, hve þar er um fjölbreyttan skáldskap að ræða og margt prýðilegra kvæða, jafnt um glögga hugsun, vandað málfar og ljóðmýkt. Má því fyllilega ætla, að þau verði ljóðavinum kærkominn lestur. Og þökk sé þeim, sem haldið hafa minningu hans á lofti með út- gáfu ljóða hans; hæfari minnisvarði verður honum ekki reistur, því að í þeim fundu sér framrás dýpstu tilfinn- ingar hans og helgustu hugsjónir. ar til hlýtar og gerðar saman- burðarkostnaðaráætlanir um þær. Allir séríræðingar urðu að lokum sammála um, að hentug- asta og ódýrasta virkjunartil- högunin væri sú, að gera neðan- jarðarstöð við Ira foss og leiða frárennslisvanið burt í jarðgöng- um, sem liggja undir Soginu. Er þetta gert til þess að fá fallhæð- ina sem mesta. Verður þetta mannvirki einstakt í sinni röð hér á landi. Tilboða leitað. Verkið var á s.l. sumri boðið út í ýmsum löndum Evrópu og Ameríku og að sjálfsögðu einn- ig hér á landi. Það er nú víst að mörg tilboð munu berast, bæði í allar vélar, rafbúnað og eins í byggingarvinnuna. Rafmagnsstjóri er nú staddur vestan hafs til þess að veita upp- lýsingar og leiðbeiningar í sam- bandi við tilboðin. En þau eiga að vera komin til Rafveitu Reykjavíkur fyrir 30. nóv. n.k. Hefur stórfellda þýðingu fyrir Reykjavík og Suðurland. Sú mikla orkuaukning, sem fæst við þesa stórfelldu vatns- aflsvirkjun, hefur geysilega þýð- ingu fyrir Reykjavík og mikinn hluta Suðurlands, sem á að verða hennar aðnjótandi. Með henni verður fullnægt rafmangs þörfinni til allrar almennrar not- kunar, ljósa, suðu og hitunar. En jafnframt hefur hún í för með sér stórbætta aðstöðu fyrir allan iðnað og iðju. T. d. er gert ráð fyrir að væntanleg áburðar- verksmiðja fái orku frá henni. Ennfremur mikill hluti sveita og þorpa Suðurlands. Iðnaðurinn er nú langsamlega stærsta atvinnugrein Reykvík- inga. Starfa um 40% bæjarbúa nú að iðnaði. Næg raforka er frumskilyrði þess að sú atvinnu- grein geti þrifist og blómgast. Með hinni nýju Sogsvirkjun verður lagður traustur grund- völlur að starfi þessarar þýðing- armiklu atvinnugreinar. Kostar 74 millj. kr. Kostnaðurinn við hina nýju virkjun er nú áætlaður 74 millj. kr. Er hún því mesta mannvirki, sem ráðist hefur verið í hér á landi. Um helmingur kostnaðar- ins er erlendur. Er gert ráð fyrir að hann fáist greiddur af Marshallfé. Bæjarsjóður Reykjavíkur hef- ur þegar veitt 3 millj. kr. til hinnar nýju virkjunar en ríkis- sjóður engan eyri. Hefur Reykjavíkurbær til þessa dags borið einn allan kostnað við raforkuframkvæmd- ir sínar. Þróun raforkumálanna Fyrsta raforkustöðin fyrir Reykjavík var reist árið 1921 við Elliðaárnar Framleiðsla hennar er nú rúm 3000 kilovött. Næsta sporið í raforkumálum bæjarins er stigið árið 1937. Þá er vatnsaflsstöðin við Ljósafoss tekin í notkun. Orku framleiðsla hennar er 8000 kilovött. Fjórða raforkuframkvæmdin er svo bygging eimtúrbínustöð- varinnar við Elliðaár árið 1948. Það orkuver framleiðir um 8000 kilowött raforku. Samtals framleiða núverandi raforkuver Reykjavíkur þannig 25—26 þús. kilowött raforku. En eins og áður er sagt mun hin nýja vatnsaflstöð við Sogið framleiða um 30,000 kilowött, Verður af því auðsætt, hversu gífurlega orkuaukningu hún hef- ur í för með sér. Notkunin eykst ótrúlega ört Notkun rafmagns í Reykjavík hefur á undanförnum árum auk- ist ótrúlega ört. Sést það best ef eftirfarandi tölur eru athugað- ar: Árið 1922 er orkuvinnslan 3 milj. kilowattstunda á ári, árið 1936 8 milj. kwst, árið 1938 17 milj. kwst, árið 1942 55 milj. kwst, árið 1945 73 milj. kwst., og árið 1948 110 milj. kilowatt- stunda á ári. Rafmagnsnotkunin h e f u r þannig aukist margfallt meira en sem svarar fólksfjölguninni. En vegna þess að notkunin hefur aukist meira en nokkurn óraði fyrir hefur stundum orðið nokk- ur rafmagnsskortur. En undir- búningi nýrra virkjana hefur jafnan verið haldið áfram með fullum hraða. Ötul forysta Sjálfstæðiflokksins Um þessar miklu raforkufram kvæmdir hefur Sjálfstæðisflokk- urinn í bæjarstjórn Reykjavík- ur haft alla forystu. Oft hefur hann þó átt við ramman reip að draga og jafnvel fulla andstöðu sumra andstæðinganna. Frægust er þó framkoma Framsóknar- flokksins á Alþingi árið 1931. Bæjarstjórnin hafði þá sótt um ríkisábyrgð fyrir láni til fyrstu Sogsvir k j unarinnar. Þá rauf ríkisstjórn Framsókn- arflokksins þingið og var ein þingrofástæðan sú, að koma yrði í veg fyrir aðra eins fjárglæfra og virkjun Sogsins!! Nú, þegar liðnir eru nær tveir áratugir frá þessum atburði, og Reykjavík, fjöldi kauptúna og nokkrar sveitir Suðurlands, hafa fengið raforku frá Soginu, koma þessir menn og þykjast jafnan hafa verið skeleggir stuðnings- menn raforkumálanna. Hvílík hræsni og yfirdrepsskapur. En þannig hefur framkoma Frám- sóknar oftast verið þegar hags- munamál almennings í Reykja- vík hafa verið annarsvegar. Sameign ríkis og bæjar Þegar lögin um virkjun Sogs- ins voru sett áskildi ríkið sér rétt til þess að gerast meðeigandi að henni síðar. Þar, sem þessi nýja Sogsvirkjun, sem nú er ver- ið að hefja, verður ekki aðeins fyrir Reykjavík heldur einnig fyrir nágrannasveitir og kaup- tún, þótti rétt að ríkissjóður gerðist nú meðeigandi Reykja- víkur að orkuverinu. — Fyrst um sinn verða eignahlutföllin þau að bærinn á 85% af fyrir- tækinu en ríkissjóður 15%. Sérstök stjórn hefur verið kos- in fyrir það og er Gunnar Thor- oddsen, borgarstjóri formaður hennar. Eykur lífsþægindi og framfarir Engum dylst að raforkan er grundvöllur margháttaðra lífs- þæginda á heimilum manna. En á henni veltur einnig atvinnaf- koma íslensks almennings í vax- andi mæli. íslenskur iðnaður er í vexti, ekki aðeins sá iðnaður, sem framleiðir margskonar vör- ur til notkunar innanlands held- ur einnig sú grein hans, er fram- leiðir út flutningsafurðir, fisk- iðnaðurinn, sem rekinn er í svo að segja einasta kauptúni og kaupstað landsins. Hin þróttmikla forysta Sjálf- stæðismana í Reykjavík um raf- orkuframkvæmdir hefur þess- vegna gífurlega þýðingu fyrir af- komu og allt líf fólksins, sem nýtur þeirra. Á Alþingi hefur Sjálfstæðis- flokkurinn fyrstur tekið upp bar áttu fyrir því að allir Islending- ar, í sveit og við sjó, fái aðstöðu til þess að njóta þeirra lífsþæg- inda, sem raforkan skapar. Jón heitinn Þorláksson hóf þá bar- áttu árið 1929. Síðan hefur flokk- ur hans haldið henni áfram. Fyr- ir aðgerðir hans ræðst nú Reyk- javík í glæsilegasta mannvirkir sem byggt hefur verið á íslandi. Mbl. 22. nóv. rncr our big 1950 seed * and NURSERY BOOK Bigger than Ever — 148 pages 20 PAGES IN FULL COLOB^ DOMINION SE£D HOUSE C £ 0 I G I T 0 W g , 0 8 T Bus. Phone 27 98»—Res. Phone 38 151 Rovalzos Flower Shop Our Speeialtles: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Mlts K. ChrisUe, Proprietress Formerly with Robinson Sc Co. 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.