Lögberg - 22.12.1949, Síða 7

Lögberg - 22.12.1949, Síða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 22. DESEMBER, 1949 7 Sigurður Guðmundsson skólameistari MINNINGAR- OG ÞAKKARORÐ Eftir PRÓFESSOR RICHARD BECK Með Sigurði Guðmundssyni fyrrv. skólameistara á Akureyri á íslenzka þjóðin á bak að sjá óvenjulega mikilhæfum manni og sérstæðum, fágætum fræðara og uppalanda, hugsuði og mennta- frömuði, sem víðtæk áhrif hafði haft áratugum saman í menning- arlífi þjóðarinnar. Eigi voru persónuleg kynni okkar Sigurðar skólameistara mikil, fjarlægðar vegna, en þó bar fundum okkar saman nokkr- um sinnum. Verður mér eink- um ríkt í minni kvöldið ánægju- lega, sem ég átti á heimili hans á Akureyri í för minni til ætt- landsins lýðveldishátíðarsumar- ið. Ástúðlegar og höfðinglegar viðtökur af hálfu þeirra hjón- anna, skemmtilegar og fræðandi viðræðurnar, því að margt bar á góma og húsráðandi hrókur alls fagnaðar í slíkum vinahópi; allt stuðlaði þetta að því að gera þessa kvöldstund sérstaklega minnisstæða. Finn ég enn ylinn streyma úr hlýrri hönd skóla- meistara, er hann kvaddi mig föstu handtaki á brekkubrún- inni fyrir neðan Menntaskólann á Akureyri, eftir að hafa fylgt mér á veg að gömlum og góðum íslenzkum sið. „Þökk fyrir handslagið hlýja!“ En þó persónuleg kynni okkar Sigurðar skólameistara yrðu eigi náin af fyrrgreindum ástæð- um, voru bréfleg kynni okkar drjúgum meiri árum saman; en með þeim hætti kynnast menn eigi óverulega, enda var löng- um mikið á bréfum hans að græða, jafnframt því og þau vörpuðu birtu á skoðanir hans og hugðarefni. Fyrir það and- lega samneyti við hann yfir hið breiða haf er ég einnig þakklát- ur. Eg er ekki nemandi Sigurðar skólameistara í þeirri bókstaf- legu merkingu, að ég hafi nokkru sinni setið á skólabekk hjá honum, og harma ég það. En í víðtækara skilningi er ég, eins og vafalaust margir aðrir land- ar hans, lærisveinn hans, svo mikið hefi ég lært af ritgerðum hans og ræðum, er eigi hafa að- eins flutt mér margháttaðan fróðleik, heldur einnig — og það er mikilvægara—víkkað mér út- sýn yfir lífið og dýpkað mér inn- sýn inn í mannsálina. í ritum hans kynntist ég því Sigurði skólameistara bezt, og fyrir þau fræðandi og andlegu kynni á ég honum mesta þakk- arskuld að gjalda. Þessvegna verða mér einnig ritstörf hans svo ofarlega í huga, er ég votta honum látnum virðingu mína og rétti honum hönd til kveðju og þakkar yfir móðuna miklu. Sigurður skólameistari samdi fyrir löngu síðan Ágrip af forn- íslenzkri bókmenntasögu (1915), handhæga kennslubók, glögga og greinagóða, sem eflaust hefir opnað augu margra fyrir auð- legð og fegurð forbókmennta vorra, glætt þeim áhuga og skilning á þeim fræðum. Frumleiki hans í hugsun og þróttmikill persónulegur stíll hans nutu sín þó eðlilega stórum betur í frumsömdum bókmennta legum ritgerðum hans og mann- lýsingum, sem birtust víðsvegar í blöðum og tímarritum, og kom það enn betur í ljós, er þær komu út í einni heild í hinu merkilega ritgerðasafni hans, Heiðnar hugvekjur og manna- minni (Tónlistarfélag Akureyr- ar, 1946). Bera þær allar vitni djúpskyggni hans og samúðar- ríkum skilningi, í einu orði sagt, sjaldgæfum hæfileika hans til að rekja örlagaþræði og skap- þætti þeirra manna, sem 'hann fjallaði um. Á það eigi síður við um hinar gagnmerku ritgerðir hans um Bjarna skáld Thoraren- sen í erindasafninu Samtíö og saga (1946) og inngangsritgerð hans um Svein Pálsson að Ævi- sögu Bjama Pálssonar (Akur- eyri, 1944). En óhætt mun þó mega segja, að Sigurður skólameistari njóti sín hvergi betur, eða að minnsta kosti lýsi sjálfum sér hvergi betur, heldur en í ræðum þeim og hugvekjum, sem hann flutti við skólaslit eða önnur tækifæri í Menntaskólanum á Akureyri (1941—1947); eru þær hvort- tveggja í senn hugsun hlaðnar og tímabærar, og eiga sammerkt við ritgerðir hans um innsæi og víðáttu í efnismeðferð og kjarn- mikið og fjölskrúðugt málfar. Ræður þessar og hugvekjur höfðu komið út í skólaskýrslum Menntaskóla Akureyrar, en ný- lega áttu vinir og nemendur skólameistara hlut að því, að þær voru prentaðar 1 bókar- formi, Á sal (Heiðnar hugvekjur og mannaminni, II, ísafoldar- prentsmiðja, Reykjavík, 1948). Má öllum velunnurum og aðdá- endum höfundarins vera það fagnaðarefni, að þessum ræðum hefir verið safnað í einn stað og með þeim hætti gerðar alþjóð manna aðgengilegar; en þær eru þannig vaxnar um eggjandi um- hugsunarefni, meðferð þess og málsnilld, að þær eiga mikið er- indi til sem flestra lesenda. Hér er það fræðarinn og uppa- landinn, sesm öðru fremur kem- ur fram fyrir sjónir lesendanna, og hiklaus vandlætarinn, þegar því er að skipta. En hins víðlesna fræðimanns og hugsuðar gætir hér einnig, sem dregur rök og dæmi víða að, úr íslenzkum rit- um og erlendum, til þess að bregða sem skýrustu ljósi á um- talsefnin. Og mjög er það ein- kennandi fyrir Sigurð skóla- meistara, hversu mikið far hann gerir sér um það að kryfja málin til mergjar, að snúa upp sem flestum flötum á viðfangsefninu, og mun það ekki ofmælt, að hon- um hafi orðið sú aðferðin í skóla meistara- og kennslustarfinu bæði notadrjúg og áhrifarík að sama skapi. Hugsjónaást, sem horfist þó djarft í augu við raunveruleik- ann, víðsýni, djúpstæð sann- leiks-og réttlætiskennd, eru meginþættir í þeirri heilbrigðu lífsskoðun, sem er kjarninn í þessum ræðum og hugvekjum. „Drengskapar-sjálfstæði, skoð- ana-sjálfstæði og andlegt sjálf- stæði yfirleitt“, svo að viðhöfð séu orð Siguðar skólameistara sjálfs úr fyrstu skólaslitaræðu hans (1922), eru þau sannindi, sem honum er sérstaklega annt um að brenna inn í hugi nem- enda sinna. Hann kappkostar að kenna þeim að standa á eigin fótum skoðanalega, að hugsa sjálfstætt. Því segir hann einnig í kveðjuræðu sinni til gagnfræð- inga 1925: „Hugsun, sem rennur af annari rót en sannleiksást, kveikir seint eða snemma villi- elda eða villiljós.“ Sjálfur hefir höfundur skil- greint þetta nánar í eftirmála ræðusafnsins á þessa leið: „Ef ég hefði valið bókinni einkunnar- orð, hefði ég kosið til slíks hið stirðkveðna vísuorð Einars Benediktssonar: „Höfnum ei sjálfdæmi eigin vors anda“ . . . Það er markmið og erindi þess- ara ræðna að styðja að holdgun slíkrar þroska-hugsjónar. Af veikum burðum eru ungir efnis- menn og menntamenn þar var- aðir við að selja öðrum sjálf- dæmi um,. hverju þeir sjálfir hafna eða fylgja í þeim efnum og atriðum, sem eigi verður í að hlíta leiðsögn sérfræðinga. I þessum ræðum brýni ég nem- endur til þess að hugsa sjálfa, án hlutdrægni að rannsaka sjálfa, dæma sjálfa, skapa sjálfa, yrkja sjálfa, eftir því sem auðið er, og kappkosta það að vera réttarins og réttlætisins megin. I dómstól- um drengskapar og vizku — ef þeir væru til — verður dómur um þá upp kveðinn eftir því, hvors þeir í líferni sínu, baráttu og starfi voru fremur megin, rétts eða rangs, frjósemi eða ó- frjósemi, gróðrar eða eyðing- ar, að hvoru þeir stuðluðu frem- ur: að lýta eða prýða, fegra eð- ur ófegra mannlegt líf. Þótt eigi megi vænta mikils árangurs af slíkum fortölum eður hugvekj- um, hefi ég eigi látið slíks ó- freistað.“ Hér er hógværlega mælt og viturlega, en þó ælta ég, að margir nemendur Sigurðar skólameistara muni fúslega og þakklátlega viðurkenna það, að hollar og tímabærar kenningar hans hafi, góðu heilli, fallið í frjóan jarðveg hjá þeim, að brýn- ing hans hafi vakið þeim varan- legt sjálfstæði í hugsun, áann- leiks-og réttlætisást. Og svo flytjast þau áhrif með nemend- unum út um þjóðlífið, að ó- gleymdu því, hve vítt hið ritaða orð hans ljær þeim vængi og stráir frækornum kenninga hans í hugi manna. Þessvegna stend- ur þjóðin hans í svo mikilli þakkarskuld við þennan fræðara sinn og menntafrömuð og menn- ingar; og einnig landar hans ut- an stranda heimalandsins, sem setið hafa við fætur hans, óbeint talað, eins og greinarhöfundur. Innan um ræður og hugvekjur Sigurðar skólameistara er stráð nokkrum kvæðum og vísum eft- ir hann, meðal annars hugþekku minningarkvæði um séra Magn- ús Helgason, og fæ ég ekki kvatt höfund þess betur en með því að snúa upp á sjálfan hann lokaer- indunum úr kvæðinu um forn- vin hans og starfsbróður: „Það var þitt höfuðdjásn: Þú unnir anda, og andinn fylgdi þér á vötnum ströngum, og andans vín þú drakkst á leið- um löngum, er Ijúft þig hressti á bakka, í rás og vanda. Loks gerðist hrumur fákur þinn og fúinn. Þú fórst með sama uirðuleik úr hlaði. Þú þreyttir hófið úti á yzta vaði. Þú ert með sigurskjöld á Helvötn snúinn'-“ Biskupsstóll á Hólum í Hjaltadal (Frh. af bls. 2) lengur. Dómkirkjan stóð þó enn og fékk að halda mörgum af sín- um fornu og góðu gripum. Hún var Norðlendingum stöðug á- minning um það, að eitthvað þyrfti að gera fyrir hinn forna stað. Um kirkjulega endurreisn var þó varla að ræða um sinn, eins og málum var þá komið og and- lega lífinu var farið með þjóð- inni. En þá kom búnaðarskóla- hugmyndin og Hólar fengu aft- ur skóla, þótt í nýrri mynd væri. Þá sögu er óþarft að rekja hér, en allir þeir, sem til Hóla koma, þeir sjá, að þar hefir, að mörgu leyti, verið vel unnið og rausn og myndarskapur einkennir nú hinn forna stað, þó ýmsu hefði sjálfsagt mátt haga þar á annan veg. Hitt ætti öllum að vera ljóst, að meira tillit þarf að taka til hinna kirkjulegu minninga stað- arins, en gert hefir verið til þessa og verður það hlutverk þessarar kynslóðar og hinnar næstu að bæta þar um svo að viðunandi sé. Það má segja, að það hafi ekki fyrr en á allra síðustu árum vaknað verulegur áhugi hjá þjóð inni að vernda minningar sögu- legra staða og þjóðlegra minja og verðmæta. Dæmi um þennan rótgróna sljóleika er meðferðin á Skálholti og vanrækslan þar, burtflutningur beina Jóns Ara- sonar frá Hólum, svo að nær- tækustu dæmin séu nefnd. En svo mikið hefir nú þjóðin vakn- að, að framvegis munu menn ekki láta bjóða sér allt í þessum efnum, sem þó hefir liðist til þessa. t Hvað á að gera? Á allra síðustu árum hefir loks vaknað töluverður áhugi á því, að endurvekja að einhverju leyti forna frægð hinna gömlu biskupssetra og hlúa að þeim sögulegu minningum, sem þeim eru tengdar. Hér þurfa að haldast í hend- ur fortíð og nútíð á grundvelli þeirra sanninda, trúar og sið- gæðis, sem verið hafa þjóðinni leiðarljós í baráttu aldanna og lífsnauðsyn fyrir alla tíma. Heil brigt trúarlíf er blessun hverri þjóð. Vanti hinn trúarlega grund völl í lífi fólksins, þá er þjóðlíf- ið í hættu, þar sannast hin spá- mannlegu orð: „Allir þeir, sem Guði sínum gleyma, þeir glatast fyrstir sinni þjóð“. (D. St.). Þegar talað er um endurreisn hinna fornu biskupssetra, eins og t. d. Hóla og Skálholts, þá nær sú endurreisn ekki tilgangi sínum, nema tekið sé fullt tillit til kirkjulegra minninga þessara staða og þeirrar þróunar, sem nú er í kristindómsmálum þjóð- arinnar. Það er að sjálfsögðu mikill vandi, að koma þessum endur- reisnarmálum svo fyrir, að alls sé gætt, sem gæta þarf og auð- vitað verður að hugsa öll þessi mál rækilega, áður en hafizt er handa um framkvæmdir á þess- um stöðum, og því er þessu máli hreyft hér. Það er ekki úr vegi að minnast örlítið á það, sem gert hefir ver- ið, t. d. fyrir Hólastað, á síðustu árum, og hvað ráðgert hefir ver- ið að gera þar. Dómkirkjunni og búnaðarskól anum og framkvæmdum í sam- bandi við hann, má þakka það, að Hólar komust aldrei í sömu niðurníðslu og Skálholtsstaður. Það, sem gert hefir verið frá kirkjulegu sjónarmiði, er í sem fæstum orðum þetta: Dómkirkj- unni hefir verið töluverður sómi sýndur. Hún hefir verið færð nokkuð í sinn fyrri búning, eft- ir að ýmislegt hafði verið rifið úr henni 1886. Þá hafa Skagfirð- ingar bundizt samtökum um það, að reistur verði veglegur turn við kirkjuna, er verði jafn- framt minnisvarði um Jón Ara- son og verði því verki lokið 1950. Þá hafa komið fram ákveðnar óskir um það, að gamlir gripir kirkjunnar, sem fluttir voru það an á ýmsum tímum, verði flutt- ir þangað aftur og geymdir í kirkjunni eða turninum og kirkj an færð sem mest í sinn forna búning og svo frá öllu gengið að hún geti orðið sannur þjóðar- helgidómur. Þá hefir fyrir rúmum tveimur árum verið borið fram á Alþingi frumvarp þess efnis, að vígslu- biskup Hólastiptis skuli sitja á Hólum og honum fengið all- mjög aukið verksvið frá því sem nú er. Allt miðar þetta í rétta átt, þó að enn hafi ekki verið tekið á þessum málum af þeim mynd- arskap og hagsýni, sem nauðsyn kirkjunnar hlýtur að krefjast á vorum dögum. Endurreisn Hólastóls Hugmyndin um víglubiskup á Hólum hefir fengið fremur dauf ar undirtektir, enda er sú hug- mynd alls ekki fullnægjandi frá kirkjulegu sjónarmiði. Við Norðlendingar eigum að vinna að því markvisst og ákveð ið, að hinn forni Hólastóll verði endurreistur og Norðlendinga- fjórðungur verði eins og áður sérstakt biskupsdæmi. Frá kirkjulegu sjónarmiði er hér um nauðsynjamál að ræða, sem hlýtur að komast í fram- kvæmd fyrr eða síðar og því er sjálfsagt að fara að undirbúa þetta mál í fullri alvöru. Þegar rætt er um endurreisn Hólastóls, yrði að sjálfsögðu við- kvæmasta málið, hvar hinn nýi Hólabiskup skyldi sitja. Mörg- um myndi finnast það alveg sjálf sagt, að ef biskupsembættið yrði á annað borð endurreist, þá ætti biskupinn að sitja á Hólum í Hjaltadal og hvergi annars stað ar og vera sem fyrr höfuðprýði staðarins. Ég skal játa, að hér er um at- riði að ræða, sem þarf rækilegr- ar athugunar við og ýms rök hníga þar bæði með og móti. Það, sem við verðum fyrst að hafa í huga er að hið nýja bisk- upsembætti á ekki að vera nein skrautfjöður, heldur hagnýtt til sjónarmannsstarf í þjónustu kirkjunnar. Hólastól á ekki að endurreisa, vegna Hólastaðar fyrst og fremst, heldur vegna kristni og kirkjulífs í Norðlend- ingafjórðungi og um leið allrar þjóðarinnar. Hinn nýi biskup á að vera kirkjuhöfðingi og andlegur leið- togi kirkjunnar á Norðurlandi og hann þarf að hafa sem bezta aðstöðu til þess að starfa og til áhrifa í biskupsdæmi sínu. Hinn nýi biskup á því að sitja á Akureyri, þó að hann kallist Hólabiskup, því biskupsdæmið heitir eftir sem áður Hólastóll, en um leið á kirkjan að eignast veglegan sumarbústað á Hólum í Hjaltadal, þar sem biskup gæti setið einn til tvo mánuði á hverju sumri þegar sámgöngur eru greiðastar um landið og um- ferðin þar mest. Gætu þá Hólar á hverju sumri, orðið kirkjuleg miðstöð fyrir Norðurland, þar sem halda mætti prestastefnur og kirkjulega fundi, enda eru þar hinar ákjósanlegustu að- stæður til slíkra mannfunda í sambandi við hið myndarlega skólasetur. Höfuðrökin gegn því að Hóla- biskup sæti á Hólum allt árið, eru einkum þau, hve staðurinn er afskekktur og einangraður, mestan hluta ársins. Akureyri er aftur á móti höfuðstaður Norð- urlands og menningarmiðstöð og munu menningaráhrif þaðan fara vaxandi er tímar líða. Þá er Akureyri í þjóðbraut og þar getur biskup haft samband við presta stiptsins árið um kring og nána samvinnu við þá presta, sem næstir eru. Þar eru því öll skilyrði kirkjulegs starfs og á- hrifa bezt á Norðurlandi. Ég hygg að með þessari hug- mynd um endurreisn Hólastóls, með biskupssetri á Akureyri, og að nokkru leyti á Hólum í Hjalta dal, sé tengd saman á ákjósan- legasta hátt fortíð og nútíð og stigið merkilegt spor í kirkju- málum Norðurlands og allrar þjóðarinnar, eins og gert var á sinni tíð, þegar biskupsstóll var settur að Hólum. Við getum ekki búist við því, að geta endurreist hin gömlu biskupssetur að öllu í sinni fornu mynd, svo mjög sem allar að- stæður eru nú breyttar í þjóð- lífinu. Við verðum að fylgjast með þróun tímans, og kirkjan verður að starfa, þar sem fólkið er og þar sem skilyrðin eru bezt til áhrifa á starfslíf og menningu þjóðarinnar, og hún á að nota þær starfsaðferðir, sem bezt henta á hverjum tíma. Þeir menn, sem vanmeta starf kirkjunnar í þjóðlífinu, eða eru andvígir kristinni lífsskoðun yfirleitt, þeir óska ekki eftir vax- andi áhrifum kristindómsins og þeir munu þess sízt fýsandi, að hinn forni Hólastóll verði endur reistur. Þeir óska ekki eftir neinni ræktarsemi við minningu Hólastaðar, eða annarra kirkju- legra sögustaða hér á landi. En eiga þessir menn að ráða stefn- unni? Væri það ekki eðlilegra, að allir, sem unna kirkjulegu starfi og þjóðlegri menningu, tækju höndum saman og bæru þetta mál fram til sigurs, en al- veg sérstaklega ætti endurreisn Hólastóls, að vera áhugamál okk ar Norðlendinga og yfirleitt að hlúa sem bezt að kirkjulegum minningum Hólastaðar. Endurreisn Hólastóls mætti gjarnan haldast í hendur við 400 ára árstíð Jóns Arasonar og vera komin til framkvæmda 1951, þegar 150 ár eru liðin frá því að Hólastóll var lagður nið- ur, sem þá var eitt af augljós- um merkjum eymdar og volæð- is í íslenzku þjóðlífi. En nú er tækifæri, að bæta fyrir gamlar syndir og hefja aftur upp merki menningar og manndóms. Til þess að vinna að fram-. gangi þessa máls, þarf að ræða það á héraðsfundum og öðrum kirkjulegum fundum Norðan- lands og vekja áhuga almenn- ings fyrir þessu máli. Takist það, þá munu allir þingmenn Norð- lendingafjórðungs taka höndum saman og bera fram á Alþingi frumvarp um endurreisn Hóla- stóls og fylgja því fram til sig- urs. Með endurreisn Hólastóls og biskupssetri á Akureyri og að nokkru leyti á Hólum, væri vissu lega stigið merkilegt spor í kirkjulegri og þjóðlegri menn- ingu Norðurlands. Akureyri er og verður aðalmenntaból og menningarstöð Norðlendinga og þar á kirkja landsins að eiga virðulegan fulltrúa, starfandi biskup, sem hefir aðstöðu til þess að láta til sín taka í kirkju- málum fjórðungsins. Hygg ég, að Akureyri myndi fagna mjög slíkum embættismanni. Kostnaður við slíkt embætti er svo hverfandi, að þjóð, sem vill heita menningarþjóð og styðja þjóðkirkju í landinu, má ekki horfa í þá smámuni. Frá sjónarmiði kirkjunnar í heild, væri sérstakt biskups- dæmi fyrir Norðlendingafjórð- ung mikill á vinningur. Þar myndi skapast kirkjuleg forysta og allt eftirlit með hinu kirkju- lega starfi mundi verða stórum auðveldara og af samstarfi hinna tveggja biskupa í landinu gæti margt gott sprottið fyrir kirkju- líf landsins í heild. Reykjavíkur eða Skálholtsbiskup yrði að sjálfsögðu primas íslenzku kirkj unnar, eins og áður var. Þegar biskupsdæmin væru orðin tvö væri tímabært og sjálf sagt, að gera ýmsar þær breyt- ingar á skipulagi kirkjumálanna í landinu, sem nú eru eðlilegar og nauðsynlegar fyrir kirkjulíf- ið í heild. Hefjum markvissa baráttu fyr- ir endurreisn Hólastóls og sköp- um þannig andleg tengsl milli fortíðar og framtíðar í kirkju- legri menningu þjóðarinnar. Jólablað DAGS 1948 í ensku blaði stóð þessi leik- húsgagnrýni eftir að umferða- leikfélag hafði sýnt „Hamlet“: —Það hefir verið deilt um hvor væri höfundur að „líamlet“ Shakespeare eða Sir Francis Bacon. Nú er hægt að skera úr þessu í eitt skipti fyrir öll með því að opna grafir þessara manna. Sá sem hefir snúið sér við í gröfinni hefir samið ,JIamlet“. V Var henni að kenna. Georg:—Eg var búinn að á- kveða að giftast Maríu, en svo sagði hún svolítið í gærkvöldi, sem kom alveg í veg fyrir það. Páll:—Hvað var það? Georg:—Nei. ☆ Allt í einu rétti Albert hend- ina upp. — Hvað er það, Albert, sagði kennarinn. Þér hafið skrifað einhverja athugasemd út á spássíuna og ég get ekki lesið hvað það er. Kennarinn kom að borðinu og leit í bókina. —Eg hef skrifað þar: Skrifaðu greinilegar. ☆ Maður nokkur var spurður að því, hver væri munurinn á Eng- lendingi og íra. Hann sagði, að þeir væru mjög líkir. en Irinn þó öllu líkari. ☆ Faðirinn: — Heyrðu mig, Jack litli! Ég sá þig reka flugu af sykurmolanum, en þú gleymd ir að bursta sykurinn af fótun- um á henni.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.