Lögberg - 19.01.1950, Blaðsíða 1
*HONE 21 374
rlett'
*
A Complete
Cleaning
Institution
PHONE 21 374
Cleaning
Institution
64. ÁRGANGUR
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 19. JANÚAR, 1950
NÚMER 3
Laugardaginn 13. janúar var hið nýja sjúkrahús í Árborg formlega opnað og tekið til af-
nota; er þetta hin fegursta bygging og aðliggjandi umhverfi til blessunar og mikillar
sæmdar. — Mrs. E. L. Johnson, formaður spítalanefndarinnar, sneið sundur silkiborð-
ann við innganginn, við veglega afar fjölmenna athöfn og þar með var spítalinn tekinn
til afnota. — Það verður öllum að sjálfsögðu mikið ánœgjuefni, hve röggsamlega íslend-
ingar í norðurbyggðum Nýja íslands beittu sér fyrir um framkvœmdir þessa mikla nauð-
synja- og mannúðarmáls og steina lögðu í grunninn.
★ ★ ★
Nýja Red Cross sjúkrahúsið í Arborg
Nýlega er búið að ljúka við
að reisa myndarlegt sjúkrahús
í Árborg með öllum nýjustu
tækjum og þægindum; það er
fyrsta Red Cross sjúkrahúsið í
Manitoba og er nefnt, Arborg
Red Cross Memorial hospital. I
nefndinni, sem hefir haft um-
sjón með þessu fyrirtæki fyrir
hönd bæjarins og byggðanna um
hverfis, eiga þessir sæti: Mrs.
E. L. Johnson, formaður; Mrs.
E. Gíslason^ ritari; K. O. Einar-
son, féhirðir; Mrs. H. S. Borg-
ford, Dr. T. Johannesson, K. N.
S. Friðfinnsson, T. Drabik og S.
O. Oddleifson. Kostnaðurinn við
að reisa sjúkrahúsið nam um
$64.000, og hefir nefndin safnað
$18.000 af því fé frá byggðar-
fólki; fylkis- og sambandsstjórn-
irnar lögðu fram ríflegan fjár-
styrk, ennfremur Red Cross
samtökin, sem sjá munu um
rekstur spítalans fyrst um sinn.
Sjúkrahúsið hefir fjögur her-
bergi fyrir sjúklinga, með tveim
ur rúmum hverju, og fjögur
smáherbergi fyrir nýfædd börn
— barnastofu, læknisstofu, upp-
skurðarstofu, herbergi fyrir
starfsfólkið og matreiðslu- og
þvottaherbergi, einnig útbúin
með fullkomnustu tækjum. —
Ýms félög hafa gefið fé og út-
búnað til stofnunarinnar. Þrjú
lútersk kvenfélög í Geysir, Víð-
ir og Árborg gáfu allan útbúnað
fyrir eitt sjúkraherbergið;
kvennadeild Manitoba Federa-
tion of Agriculture and Co-
operation þar í byggðunum,
safnaði nægilegu fé fyrir útbún-
að í barnastofuna og mun líta
til með henjni framvegis; Fram-
nesskólinn gaf klukku fyrir for-
dyrið, Lowlandskólinn í Víðir
gaf lampa; þrjár fjölskyldur
gáfu í minningarsjóð nægilegt
fé fyrir útbúnað í þrjú sjúklinga
herbergi; Stefánsson systkinin í
minningu um foreldra sína, Þór-
arinn og Steinunni Stefánsson;
Mr. og Mrs. K. N. S. Friðfinns-
son í minningu um foreldra
þeirra hjóna beggja, og Ingjald-
son fjölskyldan, börn og tengda-
börn, í minningU um Tryggva
og Hólmfríði Ingjaldsson, son
þeirra og sonarson, Ingimar og
Thorburn, dóttur þeirra og
tengdason, Sesselju og Guð-
mund Guðmundsson. Lóðina
undir spítalann gáfu þau Mr. og
Mrs. B. J. Lífman.
Læknir við spítalann er Dr.
T. Jóhannesson; hann hefir fjór-
ar hjúkrunarkonur sér til að-
stoðar. Um matreiðslu og önnur
hússtörf annast Mrs. G. Cars-
cadden með aðstoð Miss H.
Magnússon; V. Jóhannesson hef-
ir umsjón með hirðingu hússins.
Hið nýja sjúkrahús var opnað
og tekið til afnota með mikilli
viðhöfn á föstudaginn 13. jan-
úar; viðstaddir voru margir full-
trúar frá heilbrigðismáladeild
fylkisins og frá Red Cross, enn-
fremur mikill fjöldi fólks úr
bænum og byggðunum umhverf-
is. Mrs. E. \ L. Johnson, sem
manna mest hefir beitt sér fyrir
því að þetta mál næði fram-
gangi, að sjúkir í bænum og um-
hverfinu ætti kost á fullkominni
hjúkrun, sagði við þetta tæki-
færi: „Þetta sjúkrahús er stofn-
að í þakklátri minningu um
mennina, sem féllu í síðasta
stríði og um frumherja þessara
byggðarlaga“.
The Anglo-American
Occupation of Iceland
(Herseta Breta og Ameríku
á íslandi) nefnist smárit, er
Snæbjörn Jónsson hefur gefið
út á ensku. Eru það andmæli
gegn nafnlausri niðrunargrein,
ér héðan hafði borizt blaði einu
ensku, (minniháttar þó) og það
SAMBANDSÞINGI
STEFNT TIL FUNDA
Forsætisráðherrann í Canada,
Rt. Hon. Louis St. Laurent, hefir
tilkynt, að sambandsþing verði
kvatt til funda á fimtudaginn
þann 16. febrúar næstkomandi;
sýnt þykir að mörg mál og mikil
væg verði lögð fyrir þing til
umræðna og fullnaðarúrslita,
þar á meðal um lagningu þjóð-
vegarins í landinu.
birt, um brezka setuliðið hér.
Það er alkunna, að hið brezka lið
kynnti sig vel meðan það dvaldi
hér á landi, enda hefur því verið
marg sinnis yfirlýst af forystu-
mönnum þjóðarinnar. Er því vel,
að álas á það sé borið til baka,
og því neitað, að íslenzka þjóðin
í heild sinni taki undir það.
Slúðursögur um setuliðið gera
ekki annað en að vekja gremju
og kala í okkar garð hjá mætri
grannþjóð og voldugri, sem
ávallt hefur verið okkur vel, við
metum mikils og viljum eiga
vinsamleg samskipti við í hví-
vetna. Og það er óhöfðingleg
framkoma að fela sig í skugga
nafnleysisins og dreifa þaðan út
óhróðri — janfvel þótt eigi ætti
í hlut erlend þjóð — og leitt að
finnast skuli þeir menn, er ljá
sig til slíks.
Skammdegi
Eftir RICHARD BECK
Snemma gengur sól til sængur,
sekkur land í nætur haf;
blikar þó, sem bros á hvarmi,
bjart í vestri roðatraf;
þorradegi brúna-bleikum
blæðir út í húmsins kaf.
Mjallasilfri hrannað hauður
hjúpast rökkurs dularblæ;
þagnarheimur fanna- og frera
frosnum líkist dauðasæ,
skuggar eins og svipir svífa,
svörtum vængjum, yfir snæ.
Kaldri hendi vetrarvindur
verpir skýjum tungli frá,
gegnum rofið gægjast stjörnur,
geislum krystal-skærum strá,
baða himins hvítagulli
hrími stirnda jarðarbrá.
Ein í fjarska áin niðar,
orpin þungri klakkaspöng,
líkt og heitur hjartasláttur
hljómi gegnum myrkrin löng;
ómar þar og yndi glœðir
undirspil af vorsins söng.
Markaður enn lélegur
ísfiskmarkaðurinn í Englandi
er enn mjög lélegur og er nú að-
eins seljanlegur þorskur og ann-
ar góðfiskur, en ufsi og karfi
seljast á mjög lágu verði.
Síðustu dag hafa þesi skip selt
í Bretlandi: Askur 3176 kit fyrir
5141 pund, Keflvíkingur 3498 kit
fyrir 5700 pnd, Helgafell 2600 kit
fyrir 7112 pund og Ingólfur Árn-
arson 3281 kit fyrir 7106 pund.
í þýzkalandi landaði Bjarni
riddari 239 smál., og ennfremur
Hallveig Fróðadóttir, sem land-
aði 245 smál., en af því magni
voru dæmdar ónýtar 110 smá-
lestir. Hinn hluti aflans seldist
þó ekki fullu verði. — nú er tog-
arinn Jón Þorláksson á útleið
með 3000 kit. Skipið hafði orðið
fyrir vélarbilun, en túrbína í því
eyðilagðist. — Elliðaey hefir enn
fremur landað 167 smál. í Þýska-
landi, en af því voru 54 lestir
dæmdar ósölusæfar. Ennfremur
40 lestir af 264 smál., sem togar-
inn Neptúnus kom með til Þýzka
lands.
Markaðserfiðleikar íslenzku tog-
aranna eru enn miklir, þó ást-
andið sé ekki eins afleitt og það
hefir verið að undanförnu.
Vísir 7. des.
1 frosthörkunum síðastliðinn
sunnudag varð úti í Morden-
bygð 32ja ára gömul kona; var
hún á heimleið frá kirkju; er
konan kom ekki heim á tilætl-
uðum tíma hóf lögreglan þegar
leit og fann lík konunnar daginn
eftir í snjóskafli þrjá mílufjórð-
unga frá heimili hennar.
KAFBÁTUR FERST,
65 MANNS TÝNA LÍFI
Á föstudaginn síðastliðna viku
vildi það sorglega slys til á
Thames ánni á Englandi, að kaf-
bátur, sem þar var við æfingar,
og flutningsskip frá Svíþjóð rák-
ust á. Kafbáturinn, sem var ofan
sjávar, þegar slysið vildi til,
sökk þegar og fylti. Aðeins 15
af 80 manna áhöfn var bjargað.
Þetta skeði klukkan átta að
kveldi en ekki var gert aðvart
um slysið fyr en 80 mínútum
síðar. Kurt Hommerburg, skip-
stjóri á svenska skipinu ber það
fram fyrir rétti að hann hafi
ekki vitað hverskonar skip hann
hafi rekist á, að hans fyrsta verk
hafi verið að reyna að bjarga
mönnuifum, sem hafi verið að
hrópa á hjálp, þar að auki hafi
útvarpstækið á “skipinu verið
gamaldags og erfitt að ná sam-
bandi á það. Talið er að fleiri
hefði bjargast ef neyðarskeytið
hefði verið sent strax.
Fundi lokið
Rétt fyrir síðustu helgi lauk
utanríkisráðherrafundi brezku
sambandsþjóðanna í Colombo á
eynni Ceylon, og féll þar alt í
ljúfa löð. Ástralía og New Zea-
land létu í ljósi fyrst í stað nokk-
ura óánægju yfir því, hve brezka
stjórnin var fljót til þess að við-
urkenna Kommúnistastjórnina í
Kína og töldu einnig tvísýnt hve
viturlega það hefði verið ráðið
að verðfella sterlingspundið; en
eftir að utanríkisráðherra
Breta, hafði ítarlega skýrt þær
2000 bílar hafa
lent í árekstri í
Reykjavík 1949
Um 2000 bifreiðar hafa lent í
árekstrum í Reykjavík á þessu
ári samkvæmt skýrslum rann-
sókiiarlögreglunnar. Þar að auki
er víst að margar fleiri bifreið-
ar hafa orðið fyrir skemmdum
og ýmsum óhöppum, sem aldrei
hafa borizt skýrslur um til lög-
reglunnar, svo að raunaveruleg
tala mun vera nokkru hærri.
Um helgina, eða einkanlega á
sunnudaginn urðu fjölda árekstr
ar hér í bænum, enda var þá ís-
ing og hálka á götunum, og virt-
ust margir ökumenn ekki taka
nægilegt tillit til þeirrar hættu,
sem af hálkunni stafar. í gær
var rannsóknarlögreglan allan
daginn að taka á móti skýrslum
um bifreiðaárekstra, sem orðið
höfðu um helgina og lágu fyrir
í gær kvöldi skýrslur yfir nærri
30 bíla, sem skemmst höfðu
meira og minna af völdum
árelfttra um helgina. Engin slys
urðu þó á fólki í þessu sambandi,
en mjög miklar skemmdir á
mörgum bifreiðanna.
Alþbl. 1. des.
ástæður, er til grundvallar lágu
fyrir áminsjum ráðstöfunum,
féll alt í ljúfa löð.
Utanríkisráðherra Canada, Mr
Pearson, fór af fundinum beina
leið til Indlands í leit að nýjum
markaðssamböndum fyrir cana-
dískar framleiðslutegundir.
Minningarorð um frú Margréti Stone
Það hefir dregist úr hömlu, að
ég minntist hinnar ágætu og
yndislegu konu, frú Margrétar
Stone, er varð bráðkvödd þann
24. ágúst síðastliðinn að heimili
sínu 58 Home Street hér í borg-
inni, og skal nú úr þessum drætti
að nokkru bætt þó í molum
verði.
Frú Margrét verður ekki auð-
gleymd neinum, er átti því láni
að fagna að kynnast henni og
ber til þess margt; hún var að
vísu fríð kona sýnum og fagur-
vaxin, en öllu öðru fremur voru
það hinir prúðu og mildilegu um
gengnishættir hennar, er brátt
vöktu athygli manns og festust
í minni; maður varð þess brátt
var, að þar, sem frú Margrét var
x nánd, var kærleiksríkt hjarta
einnig í nánd, er sendi frá sér
birtu og yl út í umhverfið; og
þannig verður það ávalt þar sem
góðar konur og göfugar eru á
ferð. —
Frú Margrét var fædd í Nar-
rows-bygð við Manitobavatn
hinn 4. dag desembermánaðar
árið 1892. Foreldrar hennar voru
þau Jón Sigurðsson frá Hálsi’ í
Köldukinn og Pálína Þórðar-
dóttir ættuð úr Eyjafirði, mæt
hjón og merk; þau bjuggu í tólf
ár í grend við Narrows, tvö ár við
Westburne, fimm ár að Cold
Springs, en lengsta kaflann, eða
full tuttugu ár, að Eriksdale.
Hugur frú Margrétar hneigð-
ist snemma til menta og af þeirri
ástæðu kom hún ung til Win-
nipeg, og þar hlaut hún að mestu
mentun sína; nám stundaði hún
um hríð við Wesley College og
vann jafnframt fyrir lífsfram-
færslu sinni; hún lauk miðskóla-
prófi í Selkirk og kendi síðan
við ýmissa skóla hér og þar í
fylkinu; laun kennara voru í þá
daga af skornum skamti og hag-
ur almennings til sveita langt-
um þrengri, en hann nú er; það
má því geta nærri, að í afskekkt-
um skólahéruðum hafi búning-
Frú Margrét Stone
ur skólabarna, að minsta kosti
sumra hverra, ekki ávalt verið á
marga fiska; það var á ýmsra
vitund, er kunnugastir voru
hnútum, að hin unga kenslu-
kona hefði tíðum lagt til hliðar
talsverðan hluta sinna lágu
launa og skotið upphæðinni að
foreldrum þeirra skólabarna, er
fátæklegust voru til fara, en
dult mun hún hafa farið með
slíkt, því hún var lítt fyrir sjálfs-
auglýsingar gefin; bregður þetta
upp spegilmynd af kærleiksríku
hjartalagi þessarar ágætu konu,
sem ekkert aumt mátti sjá. —
Frú Margrét giftist þann 29.
desember 1914 Th. Stone, er um
langt skeið gegndi forstjóra-
starfi við bíladeild T. Eaton fé-
lagsins hér í borginni, glæsileg-
um ágætismanni, er tók meðan
líf entist, virkan og giftusamleg-
an þátt í íslenzkum mannfélags-
málum; þau hjón voru samhent
um alt, er til mannfélagsheilla
miðaði, og veittu meðal annars
fulltingi Fvrsta lúterska söfnuði
af ráði og dáð; heimili þeirra var
jafnan mótað ástúð og hinu un-
aðslegasta samræmi, og maður
var naumast fyr kominn inn úr
dyrunum, en maður yrði snort-
inn af alúð og hjartahlýju hús-
ráðenda.
Mann sinn misti frú Margrét
í öndverðum febrúarmánuði ár-
ið 1944. Um hann varð fljótt eins
og ekkju hans fimm árum síðar;
hún tók missinum með þreki og
sálarró — henni blæddi inn.
Þeim frú Margréti og manni
hennar varð átta barna auðið;
af þeim eru þrjú látin; fyrsta
barnið lézt sem hvítvoðungur.
Solveig Pearl og Paulene Ruby,
létust í æsku; hin fimm, sem lifa
eru þessi: John Timothy, Gordon
Clifford, George Albert, Margrét
og Dorothy, öll mannvænleg
börn og búin hinum beztu sér-
kostum foreldra sinna.
Systkinum frú Margrétar hefi
ég persónulega lítið kynst, en
að því, er ég bezt veit, eru þau
þessi: Sigurður, bóndi í Swan
River bygð, Emma, kenslukona
í Morden og Anna Forsyth í
Eriksdale, þær eru tvíburar;
ennfremur Hermann, bóndi að
Churchbridge, og Aðalsteinn,
búsettur í Eriksdale.
Ég kom oft á heimili áminstra
höfðingshjóna á William Avenue
og heimsótti þau einnig í sumar-
bústað þeirra norður við Peters-
field; ávalt umvafði mann sama
ástúðin, sem þeim báðum var í
blóð borin og svipmerkti sam-
búð þeirra til daganna enda.
Frú Margrét var ímynd kven-
legrar háttvísi og hýbýlaprýði;
hún var sál hússins í hinni feg-
urstu merkingu þess hugtaks.
Útför frú Margrétar fór fram
frá Fyrstu lútersku kirkju þann
27, ágúst að viðstöddu miklu fjöl
menni. • Séra Valdimar J. Ey-
lands flutti yndisleg kveðjumál,
en Mrs. Lincoln Johnson setti og
svip á kveðjuathöfnina með
hrífandi einsöng; öll var kveðju-
athöfnin mótuð djúpum trega,
ásamt rótgróinni þökk fyrir fag-
urt ævistarf hinnar látnu ágætis
konu. E. P. J.