Lögberg - 06.04.1950, Page 8

Lögberg - 06.04.1950, Page 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 6. APRfL, 1950. Úr borg og bygð Herbergi með eða án húsgagna fæst til leigu nú þegar að 639 Vz Langside Street hér í borginni. ☆ Leiðrétting Ein vísan í kvæði J. J. Mid- dals til Mr. og Mrs. H. E. Magn- ússon misprentaðist lítillega, en svona er hún rétt: Víða merka fregnin flaug, fléttaði sterka ástartaug; fremja verkið var ei spaug, vígði klerkur saman þau. ☆ Laugardaginn 18. þ. m. lézt á sjúkrahúsi í Regina Eggert John son. Faðir hans var Sigurður Jónsson ,ættaður frá Hólum í Eyjafirði. Hann var jarðsunginn í grafreit Þingvallasafnaðar af séra S. S. Christopherson þann 23. þ. m. að viðstöddu mörgu fólki. Hann skilur eftir eina systir, eina hálfsystir, þrjá al- bræður, fjóra tengdabræður, eina tengdasystir og mörg skyld- menni önnur. ☆ Viðurkenning Hér með sendum við hjartans þakklæti til vina okkar og ætt- ingja, sem tóku saman höndum og héldu okkur veglegt samsæti í tilefni af tuttugu og fimm ára giftingarafmæli okkar, 1. marz s.l. Yfir öllum þeim mannfagn- aði, sem þar var samankominn hvíldi vorblær og einlægt vinar- þel, var auðséð, að þar komu allir af fúsum vilja, til að gleðj- ast með okkur þetta kvöld. Þessi stund varð einn af þeim fegurstu sólskinsblettum í heiði í lífi okk- ar, á meðal íslendinga hér í Seattle. — Ræðurnar, sem haldn ar voru, söngurinn og gjafirnar, við þetta tækifæri, geymum við í hjartkærri minningu til dag- anna enda. Seattle, Wash., 3. marz 1950 Mr. og Mrs. H. E. Magnússon ☆ A SILVER TEA AND HOMECOOKING SALE to raise funds for the Sunrise Lutheran Camp at Húsavik, Manitoba; the Ladies Aid and Women’s Association of the first Lutheran Church, Victor Street, will hold their annual tea in the T Eaton Assembly Hall, Thurs- day April 13th, from 2:30 to 5 p.m. Receiving guests will be — Mrs. A. H. Gray, president of the Women’s Lutheran League, Mrs. A. Stephensen, Mrs. K. G. Finn- son, Mrs. V. J. Eylands and Mrs. S. Olafsson, Selkirk. — Samvinnuhugsjónin þarf að ná til heimilanna og verkafólk í sveitum Uð eiga hlutdeild í húi, — segir Ágúst á Hofi. Ágúst Jónsson bóndi á Hofi í Vatnsdal hefir að undanförnu dvalið hér í bænum. Kom hann í ritstjórnarskrifstofu Tímans í gær og notaði einn af blaða- mönnunum tæki færið til að spyrja hann frétta að norðan. Koma sér upp fjáreign á ný Húnvetnskir bændur leggja nú kapp á að koma sér upp fjár- eign á ný. Fjárskiptin hafa geng- ið vel og eru menn ánægðir með þau og binda miklar vonir við hinn nýja fjárstofn af Vestfjörð- um. Margir bændur hafa nú orðið um 100 fjár og sumir á annað hundrað og á tveimur stórjörð- um, Ási og Gríms tungu er fjár- eign komin á fimmta hundrað. Annars telur Ágúst að á næstu tveimur árum geti bændur ver- ið búnir að koma upp hjá sér þeim fjárstofni sem þeir kæra sig um. Býst hann ekki við að fjárbúin verði almennt eins stór nú og þau voru áður og kemur þar hvorttveggja til að fleiri bændur eru nú einyrkjar en áð- ur og hitt að margir hafa tekið upp nautgriparækt og mjólkur- sölu og er þá flestum ókleift að hafa stór fjárbú jafnhliða. General Convenors are Mrs. A. S. Bardal and Mrs. B. Gutt- ormson. Tea table convenors— Mrs. W. Crow, Mrs. J. Johnson, Mrs. W. Dalman and Mrs. S. Sigurð- son. Home Cooking is in charge og Mrs. S. O. Bjering and Mrs. Gerda Ólafson, Mrs. H. Bensop, Mrs. H. Baldwin. ☆ Helgi Steinthor Holm og Marguerite Jessie Foster voru gefin saman í hjónaband 15. marz s.l. af séra B. A. Bjarnason á heimili hans í Arborg, Man. Brúðguminn er bóndi í Víðir- bygð, en brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. Artemus Foster, Vidir, Manitoba. ☆ Laugardaginn, fyrsta apríl, voru þau Frederick William Lyons og Sigríður Margret Jones, bæði til heimilis í Win- nipeg, gefin saman í hjónaband, af séra Rúnólfi Marteinssyni, D.D. að 800 Lipton St. Þau voru aðstoðuð af Mr. og Mrs. Norman Vestdal. — Heimili brúðhjón- anna verður í Winnipeg. ☆ Heimilisiðnaðarfélagið heldur sinn næsta fund á heimili Mrs. P. J. Sivertson 497 Telfer Street á þriðjudagskvöldið þann 11. þ. h. kl. 8. tr Mr. Ólafur Hallsson kaup- maður frá Eiriksdale var stadd- ur í borginni fyrripart vikunn- ar ásamt frú sinni. ☆ Gefið í „Blómveigasjóð“ Kven félagsins „Björk“, Lundar: The Th. Backman Chapter, $10.00, í minningu um hjartkæra systir, Hólmfríði S. Backman, sem lézt 17. febrúar 1950, kæra vinkonu Ingveldi Jóhannesson, lézt 11. des. 1949, og kæra vinkonu Her- dísi Runólfsson, lézt 13. feb. 1950. Frá Margréti Jónasson, Lundar $5.00, í minningu um Guðrúnu Ólafsson. Frá Mr. og Mrs. H. B. Hallson, Glenboro, man. $9.00, í minningu um Sigurbjörgu Free- man, Sigríði Mýrdal og Guð- rúnu Ólafsson, frá Lundar Ladies Auxiliary to the Can. Legion. Með innilegu þakklæti Helga Ólafsson ☆ í fyrri viku komu hingað til borgar þeir Laugi Thorvardson og Björn T. Björnsson frá Cavalier, og Reimar Johnson frá Mountain, N. Dak. Hrossaræktin hjá bændum í Húnavatnssýslu hefir breytzt síðustu árin þannig að hross eru nú haldin líkt og sauðfé með það fyrir augum að fella folöldin vegna kjötsins. Menn eru nú hættir að hafa miklar hjarðir af hrossum til lítilla nytja. Annars eiga margir bændur mikið af hrossum, aðallega hryssur. Er algengt að 60—70 hross séu á bæ og til eru þeir, sem hafa um 100 hrossa. Verkafólkið eigi hlutdeild í búunum. Annars segist Ágúst að sam- vinnustefnan, sem reynzt hefir bændum vel í Húnavatnssýslu sem annars staðar og orðið þeim lyftistöng, þurfi og geti náð til heimilanna. Það er til dæmis nokkuð algengt í Húnavatns- sýslu að verkafólk eigi hlutdeild í búi og taki mikinn hluta eða öll verkalaun þannig. Er þetta heilbrigður háttur, eins konar samyrkjubúskapur í smáum stíl, sem áreiðanlega á mikla fram- tíð fyrir sér. Ræktunarframkvæmdir eru miklar í Húnavatnssýslu og hef- ir búnaðarsambandið í sýslunni á að skipa allgóðum vélakosti. Nautgriparækt hefir líka farið mikið í vöxt síðustu árin, og selja bændur mjólkina til mjólk- urbúsins á Blönduósi sem er eign samvinnufélags bændanna sjálf- ra. —Tíminn, 5. marz Þeir B. J. Lifman frá Árborg og Árni Brandson frá Hnausum, voru í borginni fyrri part vik- unnar. ☆ Mr. Thorsteinn Jónsson frá Oak View, Man., var staddur í borginni á mánudaginn var. ☆ Mr. W. J. Jóhannsson leikhús- stjóri frá Pine Falls, Man., var staddur í borginni í vikunni, sem leið. ☆ K O M I Ð „Nýii söngvasafn", ' gamlir og nýir kunningjar, tvö hundruð tuttugu og sex lög, hundrað fjörutíu og fjórar blað- síður. — Kostar í bandi aðeins $6,00. Björnssons Book Siore, 702 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Góð gjöf ísl. forn- gripa fró Bretandi Brezkur fiskkaupmaður, sem hér dvaldi fyrir síðustu aldmót, safnaði þeim Fyrir síðustu aldamót dvaldis hér á landi, bæði á Austfjörðum og Vestfjörðum, brezkur fisk- kaupmaður Pike Word, sem safnaði mjög íslenzkum gripum keypti mikið af þeim og flutti heim til sín. Arfleiddi hann síð- en bæjarsafnið í Exeter í Devon- shire, sem var fæðingarbær hans, að þessu gripasafni, og hefir það geymzt þar. Sumarið 1948 var séra Jón Auðuns dóm- kirkjuprestur á ferðalagi, í Bretlandi og skrásetti hann þá safn þetta og gerði lýsingu á grip um fyrir þjóðminjasafnið hér. Nú hefir bæjarsafnið í Exeter gefið gefið Þjóðminjasafninu hér gripi þessa, og mun það mjög íyrir tilstilli séra Jóns Auðuns. Er gjöfin komin hingað til lands, og sýndu þeir Krisfján Eldjárn þjóðminjavörður og séra Jón Auðuns fréttamönnum gripina í hinni nýju þjóðminjasafnbygg- íngu í gær. Lét Kristján Eldjárn svo um mælt, að gjöf þessi væri hin kær- komnasta og einhver stærsta og merkasta gripagjöf, sem safninu hefir borizt í einu. Gripinir munu flestir frá þrem síðustu öldum og eru margs konar. Með- al þeirra er útskorinn skápur frá 17. öld, hinn merkasti grip- ur og talinn vera frá Hólum. Allstór róðukross úr tré er þarna, og mun hann vera kom- inn úr Undirfellskirkju, þeirri er brann á 19. öld. Mikið er af skartgripum alls konar, beltum, sylgjum, o. fl., allmikið af silf- urskeiðum, sem þjóðminjavörð- ur sagði að væri ágæt viðbót við það, sem safnið á af þeim. Með- al munanna eru einnig skjaldar- merki það, sem var á konungs- húsinu gamla á Þingvöllum og hurðir þess. Safn þetta verður ekki sérstök deild í þjóðminjasafninu heldur verður sett inn í það eftir regl- um um aðra muni þess, enda iýlgir engin kvöð um slíkt frá Meiri afmælisgjafir lil Betel Mr. og Mrs. Danl. Pétursson, Betel $4.00; Mrs. Matthildur Borgfjörd, Betel $2.00; Mrs. Gudrún Sigurdson, Betel $2.00; Mrs. Guðfinna Bergson, Betel, $5.00; Miss Elizabeth Hallgrim- son, St. Paul, Minn., from her family, ”in memory of my mot- her Sigrid Hallgrimson, who passed away the 7th of Febru- ary this year” $50.00; Mrs. C. Paulson Gerald, Sask. $2.00. Safnað af Kvenfélaginu „Bald ursbrá“ að Baldur, Man. Kvenfélagið Baldursbrá $25. 00. Mr. og Mrs. Tryggvi John- son $2.00; Mr. og Mrs. Jóhann Johnson $2.00; Mr. og Mrs. Indi Sigurdson $2.00; Mr. og Mrs. A. B. Sigvaldason $2.00; Mr. og Mrs. M. J. Johnson $1.00; Chris, Tryg. Johnson $1.00; Mr. og Mrs. Frank Skardal $1.00; Magnús Skardal $1.00; Mr. og Mrs. H. Jónasson $1.00; Mr. og Mrs. R. E. Brydon $1.00; Mr. og Mrs. L. W. Gordon $1.00; Miss Ninna Johnson $L00; Mr. og Mrs. C. Thorsteinsson $1.00; Mrs. Borga ísberg $1.00; Mr. og Mrs. E. A. Anderson $5.00; Mr. og Mrs. Björn Anderson $1.00; Miss Re- becca Anderson $1.00 Mrs. Hall- dóra Péturson $1.00; Mrs. Borga Reykdal $1.00; Mr. og Mrs. Ingi Jóhannesson $1.00; Mr. og Mrs. Allan Thorleifson $1.00; Mr. og Mrs. Andrés Anderson $1.00; Mr. og Mrs. S. A. Anderson $5.00; Mr. og Mrs. K. J. Johnson 50c.; Mr. og Mrs. J. A. Sveinson $3.00; Miss Anna Sveinson $1.00; Mr. S. A. Sveinson $1.00; Mr. og Mrs. Kári S. Johnson $2.00. — Alls $67.50. Glenboro Lutheran Ladies Aid Glenboro, Man. $25.00. Mrs. J. M. Borgfjörd, Leslie, Sask. $5.00; Mr. og Mrs. J. A. Blondahl, Cherry Point, Alta $3.00. Páskagjöf frá Mrs. Stefania Sigurdson, 70-43 Juno St. Forest Hills L. I. New York U. S. A. 3 copies Ljóðmæli séra Jónas Á. Sigurdson. Frá H. F. Eimskipa- félagi Islands, Reykjavík 60 Calendars. From Central Bakery Gimli, Man. Treat of Cookies for St. Patrick’sday March 17 1950. Kærar þakkir fyrir allar þess- ar gjafir. J. J. Swanson, féhirðir 308 Avenue Bldg., Wpg. ☆ Þann 15. þ. m., lézt að heimili sínu í Rockport, Mass., Mrs. Anna Poole, 81 árs að aldri; hún hafði um hríð starfrækt gesta- heimili þar í bænum, og var ekkja eftir William O. Poole; hún var fædd á Dýrafirði, en foreldrar hennar voru John og Emma (Goodwin) Samuel. Hún kom til Rockport árið 1888, og lætur eftir sig son og dóttur; einnig systur, Mrs. Emmu Don- ald í Brookline. Hin látna var bókelsk og fróðleiksgjörn kona og ástrík móðir. ☆ Mr. Peter Anderson korn- kaupmaður kom heim ásamt frú sinni á mánudagskvöldið, eftir nálega tveggja mánaða dvöl að Miami, Florida. MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eylands. Heimili 776 Victor Street. Sími 29017. — Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15 e. h. ☆ Arborg-Riverton prestakall: 9. apríl—Arborg, ensk messa kl. 2:00 e.h. 16. apríl — Riverton, ensk messa kl. 2:00 e.h. B. A. Bjarnason Messað verður í Sambands- kirkjunni í RivertOn á sunnu- daginn þann 9. þ. m., en í Sam- bandskirkjunni á Lundar sunnu- daginn þann 16. þ. m. Séra Eyj- ólfur J. Melan prédikar; báðar messur hefjast kl. 2 e. h. ☆ Lúíerska kirkjan í Selkirk Messur um páskana. Föstudaginn langa, íslenzk messa kl. 3 síðdegis. Páskadag: — Ensk messa kl. 11 árd. Altarisganga í messulok. Enginn Sunnudagaskóli. Islenzk hátíðamessa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson Frú Solveig Nielson og Carl háskólastúdent Thorsteinsson fóru suður til Detroit, Mich. í lok fyrri viku til fundar við Matthías Thorsteinsson, sem þar liggur hættulega sjúkur. Frú Solveig er systir Matthíasar en Carl sonur hans. The Glenboro Lutheran Church Choir will present the Easter Cantata, ”Christ Victorious”, in the Lutheran Church on Easter Monday at 8:30 p.m. (April lOth). Miss Grace Huston will be guest soloist. Others taking solo and duet parts are: Mrs. T. E. Oleson, Mrs. Reg. Rawlings, Jr., Mr. Otto Sigurdson, and Rev. Eric Sigmar. ”Christ Victorious” by Roy Molte, is a beautiful four-part Cantata with numerous solo, duet, trio and quartette parts. Everyone in Glenboro and district is cordially invidet to hear this Cantata on Easter Mon day evening. There will be no charge, but an offering will be taken. ☆ — Argyle Prestakall — Föstud. langa 7. apríl. Baldur kl. 2 e. h. (Messan fer fram í United kirkjunni). Glenboro kl. 7:30 e. h. (Messan fer fram í Lútersku kirkjunni). Pálmasunnudagur: Glenboro kl. 7:00 e. h. Baldur kl. 11 f. h. Grund kl. 1:45 e. h. Brú kl. 3:30 e. h. Allir boðnir velkomnir. Séra Eric H. Sigmar JOHN J. ARKLIE Optometrúrt and Optician (Eyes Examined) Phone 95 650 MITCHELL COPP LTD. PORTAGE AT HARGRAVE Bus. Phone 27 989—Res. Phone 38 151 Rovalzos Flower Shop Our Speeialtles: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Miss K. ChrlsUe, Proprletress Formerly wlth Robinson & Co. 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA 6g kaupi hæzta verði gamla Islenzka muni, svo sern tóbaksdftair og pontur. hornspæni, (ltskornsu: brfkur, einkum af Auaturlandl. 3g værl þ4 æskllegrt, ef unt vsari, jerC yrCi grein fyrir aldri mun- inna og hverjir hefOu smlOaC þfL. gefanda. —Tíminn, 8. marz Páskavikan í Fyrstu lút. kirkju Skírdagskvöld kl. 8 — Altarisganga á íslenzku. Föstudagskvöld kl. 7:30 — Stainer’s Crucifixion — báðir söngflokkarnir. Einsöngvarar: Pearl Johnson og Kerr Nilson. Páskadag — Hálíðamessur kl. 11 og kl. 7. TIL KYRRAHAFS STRANDABÚA Allir íslendingar á Ströndinni eru boðnir að sækja fyrstu ársveizlu elliheimlisins STAFHOLT í Blaine, sunnudaginn 16. apríl n.k., sem byrjar kl. 12.30 e. h., en skemtiskráin kl. 2.30 e. h. Aðgöngu- miðar eru til sölu hjá öllum nefndarmönnum. Tilgangur þessarar samkomu er, byrjun á að safna fé til að stækka heimilið, og mæta knýjandi þörf. Nefndin skorar á alla íslendinga að gjöra nú þegar alt, sem í þeirra valdi stendur. Blaine, Washington, 2. apríl 1950 Starfsnefndin HALLDÓR M. SWAN, 912 Jestie Avenue, Winnipeg - Blmi 46 968 - RONSONS - c VFRKSMIÐJIIVKltÐ Fullkomin verksmiðjudeild endurskoðun innibindur skipt- ingu á eyddum pörtum fyrir nýja. (C class jobs expected). SMA c n VIÐGERÐIR 0 U C Elna heimilaða RONSON viðgerðarstöðin í Winnipeg, sem notar ekta Ronsons parta verksmiðjuæfðir verkamenn. 4KLUKKUTÍMA AFGREIÐSLA Komið með, eða sendið ykkar Ronson til SPECIALTY REPAIRS 290 PORTAGE AVE. Næstn dyr við Lyceum, upp á lofti. Sími 923 895 REPAIRS TO ALL MAKES OF LIGHTERS AND RAZORS Winnipeg — Calgary — Saskatoon — Edmonton MAIL ORDERS WELCOMED Kaupið OGDEN'S 25c PAKKA vegna Húnvetnskir bændur koma sér upp fjéreign á ný

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.