Lögberg - 20.04.1950, Page 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. APAÍL, 1950
Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur
AÐALFUNDUR Krabbameinsfélags Reykjavíkur var haldinn
þriðjudaginn 28. febrúar, 1950 í fyrstu kennslustofu Háskólans
og hófst kl. 8:55 e.h.
Formaður félagsins, próf. Níels Dungal, setti fundinn og kvaddi
Jónas Þorbergsson útvarpsstjóra fyrir fundarstjóra og Ara K.
Eyjólfson fyrir ritara.
Fundarstjóri gaf síðan for-
rnanni, pnóf. Níels Dungal, orðið
og flutti hann skýrslu félags-
stjórnarinnar fyrir síðastliðið ár
og fer hér á eftir útdráttur úr
skýrslu formanns.
Stjórnin hélt 10 fundi á árinu.
Fyrsta fundinum skipti hún með
sér verkum, þannig að kosin var
framkvæmdanefnd og fjárölfun-
arnefnd innan hennar. Varafor-
maður var kosinn Alfred Gísla-
son læknir, ritari Gísli Pedersen
dr. med. og gjaldkeri Gísli Sigur-
björnsson forstjóri.
Fræðslustarf
Framkvæmdanefnd tók að sjá
um fræðslustarfsemi félagins. í
þá nefnd voru kosin Alfred Gís-
lason læknir. Gísli Sigurbjörns-
son forstjóri og frú Sigríður
Magnússon.
Störf þessarar nefndar voru í
höfuðatriðum sem hér segir: Að
gefa út lítið minnisblað um
helztu einkenni og hættumerki
krabbameins. Flutt voru fjögur
fræðsluerindi í útvarpið um
krabbamein. Gefið var út frétta-
bréf um heilbrigðismál. Eitt af
fyrstu verkefnum stjórnarinnar
var að reyna að bæta úr ástandi
því, sem ríkt hefir fyrir greiðslu
fyrir vefjarannsóknir, sem nauð
synlegar eru til að þekkja að
um krabbamein sé að ræða. Leit-
að var undirtekta Sjúkrasam-
lags Reykjavíkur og Trygging-
arstofnunar ríkisins um, að þess-
ir aðilar tækju að sér að sjá um
greiðslu á þessum rannsóknum
og fekk mál þetta góðar undir-
tektir hjá báðum aðilum og hjá
landlækni, sem veitti stuðning
sinn til þess.
Félagsmerki
Þá hefir félagið látið teikna
félagsmerki fyrir sig og hefir
Stefán Jónsson teiknari gert
það. Ákveðið var að taka upp
skrásetningu á krabbameins-
sjúklingum á vegum félagsins.
Það starf annast Þórarinn Sveins
son læknir. Á síðastliðnu ári
gerðist Island aðali að alþjóða-
samtökum um krabbameins-
rannsóknir. Var próf. Níels Dun-
gal tilnefndur sem fulltrúi þess
af heilbrigðismálaráðherra.
Mætti hann á fundi, sem þessi
alþjóðanefnd hélt í París s.l.
sumar.
Tvennt hefir félagið gert til
þess að reyna að greiða fyrir
krabbameinssjúklingum hér í
Reykjavík. Dr. med. Gísli Fr.
Pedersen hefir góðfúslega tekið
að sér að greiða fyrir sjúkling-
um, sem utan af landi koma og
oft eiga ekkert sjúkrarúm víst,
er þeir eru sendir hingað. Ann-
að, sem félagið hefir gert, er að
bjóðaheilbrigðisstjórninni að
gefa Röntgendeild Landsspítal-
ans nýtízku röntgenlækninga-
tæki, ef byggð yrði lítilsháttar
viðbót við kjallara Landsspítal-
ans, til þess að koma tækjum
fyrir. — Var þessi sarfiþykkt
gerð á fundi félagsins 15. jan.
s.l. — Heilbrigðismálaráðherra
tók vel í þetta mál, en það þarf
að athugast af húsameistara og
endanlegt svar er ekki komið
enn.
Bauðst stjórnin til þess að gefa
þessi tæki, sem með núverandi
gengi kosta um krónur 60.000,00
til þess að greiða fyrir auknu
öryggi í röntgenlækningum.
Stjórnin hefir beðið Ólaf Bjarna
son lækni, sem er í stjórn félags-
ins, en dvalið hefir í London til
framhaldsmenntunar, að kynna
sér nýjustu rannsóknaraðferðir
til að þekkja krabbamein í legi
og hefir hann lofað að taka þetta
að sér.
Framkvæmdasljóri ráðinn
Stjórnin hefir ráðið fram-
kvæmdastjóra fyrir f é 1 a g i ð,
Gunnar Thorarensen, og hefir
hann skrifstofu á Laugavegi 26.
Stjórnin hefir ákveðið að halda
námskeið í næsta mánuði fyrir
hjúkrunarkonur og ljósmæður
um krabbamein.
Á árinu hafa verið stofnuð
krabbameinsfélög í Hafnarfirði
og Vestmannaeyjum og krabba-
meinssjóður á ísafirði. Prófessor
inn tók fram að fjárhagur fé-
lagsins væri eftir ástæðum góð-
ur og þakkaði sérstaklega rausn-
arlega gjöf frá Oddfellowstúk-
unni „Þorsteini", er gaf félaginu
á 15 ára afmæli sínu kr. 10.000,00.
Fundarstjóri þakkaði for-
manni fyrir greinargóða skýrslu.
Næsta mál á dagskrá voru
reikningar félagsins. Gjaldkeri
félagsins, Gísli Sigurbjörnsson,
las upp endurskoðaða reikninga
félagsins, er voru síðan bornir
undir atkvæði og samþykktir
með öllum greiddum atkvæðum.
Alfreð Gíslason læknir tók
því næst til máls og ræddi á víð
og dreif um starfsemi félagsins
og meðal annars áleit hann að
til mála gæti komið að félagið
kostaði viðbyggingu yið rönt-
„Iðunnarútgáfan" í Reykjavík
hefir þegar gefið út allmargt
merkra rita, og hefi ég áður get-
ið sumra þeirra í umsögnum
mínum um íslenzkar bækur.
þakklátastir megum við íslend-
ingar vestan hafs þó vera þeim,
sem að útgáfufélaginu standa,
fyrir hina vönduðu heildarút-
gáfu þess af kvæðum Guttorms
J. Guttormssonar (1947), sem
Arnór Sigurjónsson bjó undir
prentun og fylgdi úr hlaði með
prýðisgóðri inngangsritgerð um
Guttorm og kvæði hans, þar sem
jafnframt er rætt af skilningi og
vinsemd um Islendinga vestan
hafs, þjóðræknis- og bókmennta-
viðleitni þeirra.
Auk kvæðasafns Guttorms og
annara merkisbóka, hefir „Ið-
unnarútgáfan“ hafið ú t g á f u
bókaflokks, er nefnist „Sögn og
saga“, og komu í fyrsta bindi
þess hinir vinsælu Sagnaþætlir
Þjóðólfs. Síðan hafa tvö önnur
bindi bætst í hópinn, er getið
skal nú nánar.
I.
Gísli Konráðsson: Stranda-
manna saga. Jón Guðnason
g a f , ú t. Iðunnarútgáfan
Reykjavík, 1947.
Ágætlega fór á því að gefa út
í tilefni af 160 ára afmæli Gísla
Konráðssonar og 70 ára ártíð
hans Strandamanna sögu hans
(Strendu, eins og hún er ehmig
nefnd), sem er eitt af merkustu
verkum þess mikilvirka fræða-
þular. Þetta er annað bindi í rit-
safninu „Sögn og Saga“, og út-
gáfan er einnig þannig úr garði
gerð, að hún er sæmandi minn-
ingarrit hinum mikla góðgerða-
manni íslenzkra þjóðlegra
fræða, sem með henni er verð-
ugur sómi sýndur.
Séra Jón Guðnason (áður að
Prestsbakka, nú skjalavörður á
Þjóðskjalasafninu í Reykjavík),
sem annast hefir útgáfuna, hefir
auðsjáanlega lagt fágæta alúð
við það verk, eins og skýringar
hans bera vitni, og þá ekki sízt
nafnaskráin, sem síðar verður
vikið að.
Hann ritar einnig ítarlegan og
ágætan inngang um ævi Gísla
Konráðssonar og fræðistörf, og
fara saman í inngangsritgerðinni
staðgóð og víðtæk þekking á við-
fangsefninu skilningur og sam-
úð. Fær enginn lesið ritgerð
þessa með gaumgæfni, svo að
honum verði ekki drjúgum ljós-
ara en áður, hversu óvenjuleg
afrek fræðistörf Gísla voru og
hve mikil er skuld þjóðarinnar
við hann.
gendeild, yfir áðurnefnd röntgen
lækningatæki, ef heilbrigðis-
stjórnin brigði ekki nógu fljótt
við.
St j órnarkosning
Næsta mál á dagskrá var
stjórnarkosning. Úr stjórninni
gengu Alfreð Gíslason, Ólafur
Bjarnason, Katrín Thoroddsen
læknar og Sveinbjörn Jónsson
hæstaréttarmálaflutningsm., er
voru öll endurkosin. — Vara-
stjórn var endurkosin, í henni
voru frú Sigríður Eiríksdóttir,
próf. Jóhann Sæmundsson og
Þorsteinn Scheving Thorsteins-
son lyfsali.
Endurskoðendur voru einnig
endurkosnir þeir Ari K. Eyjólfs-
son verkstjóri og Karl Jónsson
læknir og til vara Benedikt
Sveinsson fyrv. Alþingisforseti.
Allar þessar kosningar voru í
einu hljóði.
Að loknum fundi voru sýndar
tvær stuttar kvikmyndir, er
voru fræðslumyndir um krabba-
mein, sem félagið hefir keypt á
árinu. Fyrri myndin var með
tali á ensku máli og sú síðari
án tals og skýrði próf. Níels
Dungal hana. Einnig gat próf.
þess, að von væri á fleiri mynd-
um. — Mbl. 7. marz
En svo horfið sé aftur að
sjálfri Slrandamanna sögu, þá
fjallar hún um tímabilið 1700—
1862, og er þar, að hætti höf-
undar, eins og útgefandi bendir
réttilega á, fremur um að ræða
safn af sagnaþáttum en almenna
eða samfellda sögu Stranda-
manna á umræddu tímabili.
Geysimikinn fróðleik hefir sag-
an þó að geyma, bæði um veður-
far, atburði og aldarfar; lífskjör
almennings á þeirri tíð speglast
á margan hátt í frásögnum höf-
undar; en um ættfræði og per-
sónusögu er sagan, eins og sagt
hefir verið, „hreinasta fróðleiks-
náma.“ í þeirri hlið frásagnarinn
ar liggur einnig löngum megin-
styrkur G í s 1 a Konráðssonar,
samfara aldarháttarlýsingunni.
Um langa ævi viðaði hann að
sér firnum öllum af munnlegum
sögum, er hann færði síðan í let-
ur. „En einmitt þetta, hversu
Gísli var kostgæfinn og stórvirk-
ur um að færa í letur allan fróð-
leik, sem hann nam af vörum
manna, það gefur ritverkum
hans þeirra mikla og einstaka
gildi,“ eins og séra Jón segir
réttilega. Ekki er heldur að efa,
að margt af því.tagi, sem hann
bókfesti, hefði annars glatast
með öllu. Hitt sætir engri furðu,
þó að missagnir hafi slæðst inn
í sumar frásagnir hans eða ætt-
færslur; það rýrir ekki gildi
verka hans í heild sinni, enda
hægurinn hjá fyrir nútíma-
menn, sem aðgang eiga að betri
heimildum, að bæta úr slíkum
misfellum með skýringum við
útgáfur verka hans, eins og séra
Jón hefir gert af mikilli nær-
færni að því er snertir útgáfuna
af Strandamanna sögu.
Mestur er þó fengurinn að
nafnaskrá hans, sem tekur yfir
hvorki meira né minna en 70
blaðsíður (301—370), enda er
hún sannkölluð gullnáma um
ættvísi og mannfræði.
Vissulega er Gísli Konráðsson
og ævistarf hans „eitt hinna
furðulegu fyrirbæra í íslenzku
þjóðlífi“, eins og útgefandi orð-
ar það, og drengilega gerir hann
grein fyrir Skuld þjóðarinnar við
hinn óþreytandi fræðaþul og
fyrir gildi verka hans í þessum
orðum:
„Fjársjóði lét hann eftir sig,
skemmtiefni margra kynslóða,
rannsóknarefni margra alda.
Penni hans fór lengri vegu en
gjörzt hafði áður — meðal sögu-
þjóðarinnar. Og „meira þó í
huga hans hvarf með honum
dánum“. Það var missir. En þeg-
ar rit hans eru lesin af næmum
huga, þá stígur mynd hins hára
þular fram og gefur efinu meiri
fylld og dýpt, svo að lesandinn
má finna að nokkru einnig það,
sem hvarf og komst ekki í letur.
Þannig verður andi hins liðna
í lífi voru, tengir öld við öld,
gefur oss hlutdeild í þjóðlífi
þúsund ára“.
Framan við bókina, sem vand-
að er til um frágang, er góð
heilsíðumynd af Gísla Konráðs-
syni, og auk þess er hún prýdd
myndum margra, sem þar koma
við sögu.
Ií.
Þjóðlífsmyndir. Gils Guð-
mundsson bjó til prentunar.
Iðunnarútgáfan, Reykjavík,
1949.
í þetta þriðja bindi ofannefnds
ritsafns hafa verið teknar upp
nokkrar merkar ritgerðir menn-
ingarsögulegs efnis, sem upp-
haflega komu út í Tímariti hins
íslenzka Bókmenntafélags (1880
—1904), en það mun nú í tiltölu-
lega fárra höndum.
Gils Guðmundsson rithöfund-
ur hefir búið bókina til prent-
unar, og gert það af mikilli vand
virkni, sem h'ans var von og vísa,
enda hefir hann margsýnt það
með öðrum ritum sínum, að hon
um eru þjóðleg fræði bæði hug-
stæð mjög og lætur vel að fást
við útgáfu safnrita af því og
öðru tagi.
Fyrst á blaði og lengst þess-
ara ritgerða er hin gagnfróðlega
aldarfarslýsing séra Þorkels
Bjarnasonar, „Þjóðhættir um
miðbik nítjándu aldar“, hispurs-
laus og fjölþætt þjóðlífsmynd,
því að „þar er lýst einkar vel og
greinilega húsakynnum, klæðn-
aði, hreinlæti, matarhæfi, bún-
aðarháttum og vinnubrögðum til
sveita, sjósókn, verzlun, menn-
ingarástandi, trú og hjátrú,
skemmtanalífi og ýmsu fleira“,
eins og segir í aðfaraorðum út-
gefanda. Þá fylgja athugasemd-
ir og viðaukar Ólafs hreppstjóra
Sigurðssonar í Ási í Hegranesi
við ritgerð séra Þorkels, enn-
fremur svar hans og andsvar
Ólafs. Verður þjóðháttalýsing
þessi enn fjölþættari og verð-
mætari sem menningarsöguleg
heimild fyrir þau orðaskipti,
enda voru hlutaðeigendur báðir
merkis- og fróðleiksmenn, þó að
séra Þorkell væri vitanlega stór-
um þjóðkunnari, ekki sízt fyrir
söguleg ritstörf sín í ritgerða-
og bókaformi.
Næst er á blaði ritgerð Sæ-
mundar Eyjólfssonar búfræð-
mgs, „Um minni í brúðkaups-
veizlum og helztu brúðkaupssið-
ir á íslandi á 16. og 17 öld“, sem
einnig er hin fróðlegasta grein-
argerð, enda var höfundurinn á-
hugamaður mikill um þjóðleg
fræði og kunni góð skil á því
að rita um fræðileg efni á al-
þýðlegan hátt. Hann var einnig
skáldmæltur vel, eins og viki-
vakinn alkunni „Nú er glatt í
hverjum hól“ sýnir glöggt, og
jafnframt það, hve andi þjóð-
sagnanna var runninn honum í
merg og bein.
Jafnmerk er lýsing séra Ste-
fáns Sigfússonar á íslenzku glím
unni, í samnefndri ritgerð, en
hann hafði á yngri árum verið
slyngur íþróttamaður og glímu-
maður góður, og ber ritgerðin
því órækan vott, hve kunnugur
hann hefir verið glímu og glímu-
brögðum. Ýmsir í hópi eldri
kynslóðar V e s t u r - íslendinga
munu kannast við séra Stefán,
því að hann fluttist vestur um
haf 1901, átti síðan heima í Win-
nipeg og lézt þar seint á árinu
1901. Aðrar ritgerðir eru einnig
eftir hann í íslenzkum tímarit-
um beggja megin hafsins.
Kemur þá að síðustu ritgerð-
inni í safninu, sem er hvort-
tveggja í senn stórfróðleg og
bráðskemmtileg, en það er hin
ítarlega ritgerð Ólafs Davíðsson-
ar þjóðsagnafræðings um „ís-
lenzkar kynjaverur í sjó og
vötnum". Kennir þar sannarlega
margra grasa og kynlegra, því
að höfundur hefir gengið sem
UM BÆKUR
Móðir mín. Pétur Ólafsson
hefur séð um útgáfuna.
Bókfellsútgáfan H.F.
Reykjavík. 1949. 310 bls.
Eins og nafnið bendir til er
bók þessi safn af móðurminning-
um, rituðum af sonum þeirra og
dætrum.
Hefst hún á grein forseta ís-
lands um móður sína, Elísabetu
Sveinsdóttur, konu Björns Jóns-
sonar ritstjóra ísafoldar og síðar
ráðherra. Fjórir ráðherrar skrifa
þarna um sínar mæður: Ólafur
Thors, Stefán Jóhann Stefáns-
son, Ásgeir Ásgeirsson og Bjarni
Ásgeirsson, allt merkilegar
greinar. Móður þeirra Thors-
bræðra myndi ég hafa tilhneig-
ingu til að kalla „konungamóð-
ur,“ þótt um margt sé hún ólík
hinni frægu fornu konungamóð-
ur Gunnhildi, og það þótt hún
sæi tvenna tímana sem öreiga
kaupmannskona og ríkasta kona
landsins. Önnur ráðherramóðir
var aldrei nema örsnauð kona,
og kom þó syni sínum vel fram
með fyrirbænum sínum og heit-
um óskum; það ver Ólöf, móðir
Stefáns Jóhanns Stefánssonar.
Af prestum, sem hér skrifa um
mæður sínar má nefna þá sr.
Friðrik Friðriksson og Sr.
Bjarna Jónsson dómkirkjuprest;
af læknum má nefna Ingólf
Gíslason föður frú Ágústu Thors
í Washington.
Nokkrir rithöfundar og lista-
menn skrifa hér um sínar mæð-
ur, sumir af mikilli list og mikl-
um skilningi. Gaman er að hafa
hér mynd af ömmu og fóstru
Kristmanns Guðmundssonar,
konu sem lifði eftir heilræðinu
„bústu við því illa, það góða
skaðar þig ekki.“ Þá skrifar
Lárus Sigurbjörnsson skemmti-
lega um kvennskörunginn, móð-
ur sína Guðrúni Lárusdóttur,
prests að Hólmum í Reyðarfirði.
víðast á rekana um efnissöfnun-
ina og orðið gott til fanga. Ann-
ars er greininni ágætlega lýst í
þessum orðum útgefandans:
„Ritgerð þessi hafði tvenns
konar markmið: Að forða frá
gleymsku ýmsum áður óprent-
uðum sögnum um sjóskrímsli og
aðrar furðukindur hafsins, og að
draga úr eða kveða niður trúna
á kynjaverur þessar, með því að
skýra sögurnar eftir föngum
með náttúrlegum hætti. Hefir
ritgerðin vafalaust orkað miklu
í þá átt. Menn fóru smám sam-
an að missa trúna á kynjadýrin
í sjónum, þótt lífseig væri sú
trú í meira lagi, Jafnvel ekki
fullvíst, hvort hún er ennþá út-
dauð með öllu“.
Á eftir meginmálinu gerir út-
gefandi gagnorða grein fyrir
höfundum þáttanna, og er það
góð bókarbót. Gildir hið sama
um skrá hans yfir nokkur at-
riðisorð, því að hún gerir les-
endunum miklu hægara um vik
að notfæra sér þann fjölskrúð-
uga menningarsögulega fróðleik,
sem er að finna innan spjalda
bókarinnar. Mun hún því kær-
komin þeim, er slíkum fræðum
unna; er og til hennar vandað
um ytri búning.
Af öðrum rithöfundum má
nefna: Þorstein Jónsson (Þóri
Bergsson), og Eyjólf Guðmunds-
son frá Hvoli. Af listamönnum:
Einar Jónsson myndhöggvara
frá Galtafelli og Guðmund
Einarsson frá Miðdal. Af leik-
konum, þær Arndísi Björnsdótt-
ur og Guðrúnu Indriðadóttur.
Guðrún kvartar undan því, að
hún hafi ekki rithöfundarhæfi-
leika til að lýsa móður sinni, en
ekki varð ég þess var, að henni
mistækist að lýsa henni né æsku
heimili sínu. Verð ég að játa það,
að þótt ég, eins og allir þeir sem
í þetta safn skrifa, ætti góða
móður, þá öfunda ég Guðrúnu
eina af hennar móður og heimil-
islífi því er hún lýsir með allri
músíkinni í arf frá Guðjónssens
heimilinu.
Þótt margar af mæðrunum,
eða flestar, væri alþýðukonur,
þá virðist mér alþýðumennirnir
hafa orðið nokkuð útundan í
höfundavalinu hér. Finn ég ekki
nema ein óbreytta húsfrú: ís-
leifu ísleifsdóttur, en ekki stend-
ur grein hennar um sína móður
þó í neinu að baki flestra hinna.
Útgefendur Bókfellsútgáfunn-
ar virðast hafa gaman af sögu-
fróðleik, einkum æfisögum. Ef
ég man rétt, þá hófu þeir útgáfu
sína með Minningum Einars
Jónssonar myndhöggvara. Síðan
hafa þeir gefið út safn af æfi-
sögum úr tímaritinu Andvari,
kallast safnið Merkir menn, og
eru af því komin tvö bindi og
líklega von á fleirum. Af öðrum
útgáfubókum þeirra sem ég hef
séð, má nefna Blaðamannabók-
ina, safn af greinum blaða-
manna, sem komið hefur út um
nokkur ár.
☆
Almanak Ólajs S. Thor-
geirssonar jyrir árið 1950.
56 ár. Winnipeg. 1950. 124
bls.
í þessu almanaki, sem er hið
10. í röð þeirra, er Richard Beck
hefur út gefið, eru tvær greinar
eftir ritstjórann, önnur um
minnis-varða íslenzkra land-
nema í N. Dakota og hin um
Franklin T. Thordarson skóla-
sjóra (síðast í Bend, Oregon).
Annars er mest af ritinu helgað
landnámssögu Islendinga í
Vatnabyggðum, og rita þeir J.
H. Halldórsson og Ólafur O.
Magnússon um það efni. Þá er
hér smáerindi á fimmtíu ára af-
mæli Brown-byggðar eftir Þor-
stein J. Gíslason, eftirmæli eftir
Ólöfu Ragnhildi Sigurbjörns-
dóttur Sigurðsson, eftir mág-
konu hennar Rannveigu K. G.
Sigurbjömsson. Loks eru hér
nokkrar smásögur skrítnar af
frænda vorum Sr. Jóni Bergs-
syni, föður Eiríks Garðprófasts,
færðar í letur af B. J. Hornfjörð
eftir sögn Jóns Þorvaldssonar.
Þá eru fréttir og mannalát tekin
saman af ritstjóra.
—The Johns Hopkins XJniversity
STEFÁN EINARSSON
Minnist
í erfðaskrám yðar
Business College Education
In these modern times Business College
Education is not only desirable but almost
imperative.
The demand for Business College Educa-
tion in industry and commerce is steadily
increasing from year to year.
Commetice Your Business Traininglmmediately!
For Scholarships Consult
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
PHONE 21 804 695 SARGENT AVE., WINNIPEG
Ritsafnið „Sögn og Saga"
Eftir PRÓFESSOR RICHARD BECK