Lögberg - 20.04.1950, Blaðsíða 7
7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. APAÍL, 1950
STEFÁN FILIPPUSSON:
Einn af gömlu öldinni
THE STATE OPENING OF PARLIAMENT
Their Majesties the King and Queen recently drove
in the Irish State Coach with a Sovereign’s escort of
the Household Cavalry for the State Opening of the
new British Parliament. This picture shows His Royal
Highness Prince Charles watching the procession on
its way to the Houses of Parliament.
íslendingar í Suður-Californíu
Mig langar til að segja nokkuð
frá merkilegum manni, sem ég
kyntist á uppvaxtarárum mín-
um.
Þorsteinn ríki var hann alltaf
kallaður og var Skaftfellingur.
Talinn var hann sonur Ásgríms
á Heiðarseli á Síðu, en almanna-
rómur sagði hann son Erasmus-
ar á Botnum í Meðallandi og
kippti Þorsteini frekar í það kyn.
Hann var vel á sig kominn, stilt-
ur og orðvar og hið mesta prúð-
menni í allri framgöngu, þótt
eigi klæddist hann viðhafnar-
klæðum. Aldrei var hann við
kvenmann kendur og alla ævi í
vinnumensku, nema ár og ár
þegar hann þóttist þurfa að vera
lausari við til þess að geta ráð-
stafað eignum sínum, því víða
stóð fé hans fótum.
Menn munu nú spyrja hvernig
óbreyttur vinnumaður hafi far-
ið að því að safna auði, hvort
hann hafi erft mikið?
Nei, Þorsteinn erfði ekki neitt.
Fram að 10 ára aldri var hann
að einhverju leyti á sveitinni, og
átti þá víst ekki sjö dagana sæla
fremur en aðrir hreppsómagar.
En upp úr því réðist hann smala
drengur hjá Þórarni á Seljalandi
í Fljótshverfi. Kom hann til Þór-
arins slyppur og snauður, eins
og nærri má geta. En þá þegar
um vorið gaf Þórarinn honum
lamb, gráa gimbur, sem varð
grundvöllurinn að auði Þor-
steins.
Nú segir næst frá því er Þór-
arinn bjóst að fara kaupstaðar-
ferðina næsta sumar. Þá átti
Þorsteinn reifið af henni Gránu
sinni og nokkuð af upptíningi.
Bað hann Þórarinn að verzla
með þetta fyrir sig. Þórarinn
spurði hvað hann ætti að kaupa
fyrir ullina, hvort hann vildi
ekki helzt fá sykur og brauð.
Nei, ekki vildi Þorsteinn það,
hann vildi fá munntóbak. Þórar-
inn lét það eftir honum og færði
honum rulluna. Ekki veit ég
hvað það hefir verið mikið, varla
meira en eitt pund. En það hafði
glaðnað yfir Þorsteini er hann
tók við tóbakinu og stakk hann
því niður í rúmið sitt til fóta.
Þarna geymdi hann það þangað
til næsta vor. Þá fóru karlarnir
í kring að verða tóbakslitlir.
Vissu þeir að Þorsteinn lumaði
á þessu og komu til hans og báðu
hann blessaðan að selja sér, þótt
ekki væri nema svo sem stutt-
spönn. Þorsteinn brytjaði tóbak-
ið smátt, en seldi dýrt. Hagnað-
ist hann svo vel á þessu að hann
gat keypt sér kind. Hélt hann
svo áfram uppteknum hætti að
kaupa tóbak’fyrir ullina sína og
selja aftur. Smám saman jókst
fjáreign hans og ullin varð svo
mikil að ekki þýddi að kaupa
tóbak eingöngu fyrir hana. Sá
hann þá að kaffi og sykur gat
líka verið góð eign í vorharðind-
um. Þannig braskaði hann og
jók stöðugt fjáreign sína.
Þegar hann hafði aldur og
þroska til, réðist hann í vinnu-
mensku. Vildu allir hafa hann
fyrir vinnumann, því hann var
duglegur, húsbóndahollur og
trúr. — Hann setti það jafnan
upp að fá að hafa fé á kaupi
sínu. Þótti honum það betra en
peningar, því að peninga var þá
ekki hægt að ávaxta. Þegar
hann eignaðist nú fleira fé en
hann gat haft á kaupi sínu, kom
hann lömbunum fyrir í fóður og
borgaði með þeim, eða þá að
hanh lét lamb með lambi.
Sauðfjáreign hans jókst með
ári hverju. Fór hann þá að kaupa
hesta og kýr, ýmist af mönnum,
sem voru í basli, eða þá á upp-
boðum. Leigði hann svo fé og
gripi þeim er byrjuðu búskap
eða áttu fáar skepnur. Var þá
svo komið, að hann átti fé undir
mönnum um alla Skaftafells-
sýslu og allt út undir Eyjafjöll.
Hann var um hríð vinnumaður
hjá séra Bjarna Einarssyni frá
Hrífunesi. Var prestur oft í
kröggum og leitaði þá til Þor-
steins um lán. Var svo komið
að Þorsteinn var orðinn smeik-
ur um að hann mundi ekki fá
sitt hjá presti. En hann vissi að
séra Bjarni átti jörð í Lundar-
reykjadal í Borgarfjarðarsýslu,
og fékk prest til að selja sér
hana og borgaði þá í peningum
það sem upp á vantaði að skuld-
in hrykki fyrir jörðinni.
Aldrei hafði Þorsteinn lært að
draga til stafs né reikna og varð
hann því að leggja öll viðskipti
sín á minnið og reikna í hugan-
um með eigin aðferð. Hann hafði
þó í fórum sínum mikið af blaða
sneplum, sem hann setti á ein-
hver merki, er enginn gat botnað
í nema hann sjálfur. Það var
bókhald hans og hefir það senni-
lega dugað honum ásamt stál-
minni. Aldrei heyrðist þess get-
ið að honum skjöplaðist í skuld-
heimtu, né að neinn ágreiningur
yrði út af því fé, sem hann átti
á leigustöðum.
Einu sinni kom það fyrir að
ull hækkaði skyndilega í verði,
komst upp í kr. 1,25 pundið að
mig minnir. Urðu menn því sár-
fegnir. En ekki stóð það nema
árið. Næsta ár féll ullin aftur í
verði. Það sárnaði Þorsteini og
vildi hann ekki leggja sína ull í
kaupstað, taldi víst að verðið
mundi hækka aftur. Á þessu
gekk í tvö eða þrjú ár. Þorsteinn
safnaði ull sinni og fékk hana
geymda á kirkjulofti. Svo hækk-
aði ullarverðið lítilsháttar aftur
og þá ætlaði Þorsteinn að selja
alla sína ull. En annaðhvort hef-
ir ullin verið óþvegin eða illa
þur þegar hann kom henni fyr-
ir til geymslu, því að þegar til
átti að taka var mikið af henni
fúið og ónýtt.
Einu sinni réðist Þorsteinn
ráðsmaður hjá ekkju, sem bjó
undir Eyjafjöllum. Hann var
þar ekki nema árið. Þegar hann
kom aftur heim í sveit sína var
hann spurður hvers vegna hann
hefði ekki gifst ekkjunni og sest
í bú með henni. Það sagði hann
að sér hefði orðið alltof kostnað-
arsamt, það væri dýrt að búa.
Á manndómsárum sínum var
Þorsteinn við sjóróðra á vetrar-
vertíð á Eyrarbakka og reri hjá
Guðmundi ísleifssyni á Háeyri.
Þá var það eitt sinn að hann var
að bera grútartunnur á hand-
börum á móti öðrum manni.
Börurnar brotnuðu og tunnan
lenti á Þorsteini og fótbraut
hann. Brotið greri en haltur varð
hann upp frá því og ekki jafn
fær til verka og áður.
Einkennilegur var Þorsteinn
að sumii leyti og kom það aðal-
lega fram í sparsemi hans og
nýtni, sem var svo mikil að hann
mátti ekki sjá neitt fara til spill-
is, þó ekki væri annað en skó-
varp, því það var þó þvengur
í því, sem mátti nota. Eina sögu
tel ég rétt að setja hér til að
sýna sparsemi Þorsteins:
Hann var nokkur ár vinnu-
maður hjá Jóni Jónssyni á Núp-
stað, föður Hannesar, sem nú
býr þar. Þá hafði hann margt fé
á kaupi sínu, enda mátti hann
hafa nær ótakmarkað ær og
sauði, því allt fullorðið fé gekk
þar sjálfala í fjöllunum. En
fjölda fjár átti hann auk þess á
leigustöðum eins og áður er
sagt. Einu sinni sem oftar var
hann sendur í kaupstaðarferð út
á Eyrarbakka og var vel út bú-
inn með nesti, brauð, smjör og
ost í stórum dalli og ríflegar
birgðir af hangikjöti. Þau hjón-
in Jón og Valgerður fóru líka í
kaupstað, en höfðu ekkert nesti
með sér, því að þau ætluðu að
gista á bæjum. Þau náðu Þor-
; steini á einhverjum stað, þar
j sem hann hafði tjaldað. Var Jón
þá eitthvað örlítið hýr af víni.
Hann þekti vinnumann sinn og
vissi hvað hann var sparsamur.
Og til þess að hafa gaman af því,
segir Jón við hann að koma nú
með nestið, því að þau hjónin
ætli að fá sér bita hjá honum.
Þorsteinn fór undan í flæmingi
og benti þeim á bæi, þar sem þau
gætu fengið góðgerðir, og lauk
því svo að þau fengu ekkert hjá
honum. En þegar heim kom af-
henti hann húsmóður sinni nest-
ið nær ósnert, því sjálfur hafði
hann fengið mat á bæjum á leið-
' inni, og var hinn ánægðasti með
I þetta.
Á frívaktinni
Eitt sinn var fundið að því við
bónda nokkurn, að hann hefði
ekki tekið ofan í kirkjunni þeg-
ar presturinn blessaði söfnuðinn.
Bóndinn svaraði:—Hafi nokk-
urt lið verið í blessuninni, hefur
hún víst komizt í gegnum hatt-
inn.
Eiginkonan: — Og þú leyfir þér
að kalla mig óhagsýna, og samt
hef ég geymt brúðarkjólinn
minn í 25 ár, ef svo skyldi vilja
til að ég þyrfti að nota hann
aftur.
☆
Lestin var að leggja af stað
þegar stöðvarþjónninn heyrði
grunsamlegt brak. Hann hljóp
til og sá ungan mann liggja mar-
flatan á götunni og rétt hjá hon-
um lágu ferðatöskur allar sund-
urtættar.
Ætlaði hann að ná lestinni ?
spurði brautarþjónninn dreng-
hnokka, sem stóð þar hjá hlæj-
andi út að eyrum.
—Hann náði lestinni, sagði
strákur og hristist af hlátri. —
En hann bara missti af henni
aftur.
1 þessari ferð kom Þorsteinn
víða við hjá skuldunautum sín-
um að heimta inn leigur, og þeg-
ar hann kom á Eyrarbakka var
hann með sjóvetling fullan að
þumlum af peningum.
Þegar Katla gaus 1918 urðu
bændur á útigangsjörðum að
fækka fé sínu stórum. Kom það
niður á Þorsteini sem öðrum og
varð hann að fækka fé sínu
meira en honum líkaði. En hug-
urinn var enn við það að láta
ekki af sér ganga. — Sagði hann
mér síðar svo frá er ég hitti
hann á Steinsmýri í Meðallandi
1929, að hann hefði reykt mest
af kjötinu og fengið gott verð
fyrir.
Þegar Þorsteinn var nær átt-
ræður — það var rétt fyrir sein-
asta stríð — veiktist hann af
krabbameini. Var hann þá flutt-
ur að Breiðabólstað á Síðu og
dó þar. En áður en hann skildi
við gaf hann af eignum sínum
það er nægja mætti til þess að
koma upp rafstöð á læknisbú-
staðnum.
Ekki þykir mér ótrúlegt að
Halfdanarheimtur hafi orðið á
eigum hans, þar sem enginn
stafur var fyrir neinu, en mikið
af fénu á leigustöðum.
Þorsteinn var barn sinnar
aldar. Fátækt og munaðarleysi
hafði hann fengið í arf. En með
hyggindum, forsjálni og starfs-
vilja tókst honum að hafa sig
upp úr fátæktinni og verða vel
efnaður. Hann var hinn dagfars-
prúðasti maður, aldrei ofsakátur
og aldrei afundinn. Aldrei reidd-
ist hann og aldrei hrökk honum
blótsyrði. Kom hann sér því alls
staðar vel og átti fáa eða enga
öfundarmenn.
Lesbók Mbl.
í nóvembermáðuði s.l. boðuðu
til fundar á heimili sínu á Long
Beach Californíu, þau ágætu
hjón, Olive og Sumi Swanson.
En tilgangurinn að þessu fund-
arhaldi var sá, að fá íslendinga
og innlenda vini þeirra til þess
að leggja hönd á plóginn til fjár-
söfnunar fyrir gamalmennahæl-
ið „Stafholt“ í Blaine í Washing-
ton-ríkinu. Þarna var ákveðið
að hafa samkomu ekki seinna
en í Marzmánuði, til ágóða þess-
ari stofnun í Blaine. Nefndir
voru skipaðar eða öllum gefin
sín verkefni, undir góðri stjórn
þeirra Swansons-hjónanna — en
þau höfðu gefið vandað sjónvarp
sem happadrátt á fyrirhugaðri
samkomu. En hvað sem að öll-
um undirbúningi líður, sem þó
var bæði langur og vel af hendi
leystur, sem að kom bezt í ljós
á þessum mannfagnaði í Frí-
múrarahöllinni á horni Oak og
Washington stræta föstudags-
kveldið 31. marz — en þarna
voru um 500 manns. Aðdráttar-
aflið var í mörgum myndum,
t. d. Tombóla, Carnival, Bazar,
söngur og dans og happadrættir,
auk sjónvarpsins, málverk eftir
Jón Thorbergsson og styttur eft-
ir Nínu Sæmundson, en góðar
konur okkar, íslenzkar og ame-
rískar höfðu saumað, heklað og
prjónað. — Freeman Goodman-
son stjórnaði samkomunni af
miklum skörungsskap Frú Þóra
Matthíasson Rebard söng þar af
sinni alkunnu snild, líka söng
þar Joe Blöndal, sem að#á sín-
um tíma söng með Grace Moore
í Hollywood Bowl, en fyrir dans
inum spiluðu þau Sylvia (Hall)
og Bill Einarson — (áður Winni-
peg). Veitingar voru undir stjórn
Pauline Shield og Hans og Emily
Einarsson Ortnor, sem að öllum
gjöra gott! Þetta var allra fjöl-
mennasta samkoma, sem að ís-
lendingar hafa haft hér fyr eða
síðar, og sýnir hvað hægt er að
framkvæma þá allir eru eitt. —
Frá íslandi voru þarna, Helga
Gröndal og Margrét Vilhjálms-
son, sem að hér stunda nám á
æðri mentastofnun. Sömuleiðis
eftirtaldir námsmenn, Gunnar
Sigurdson, Halldór Þorsteins-
son, Alfred Olsen, Búi Snæ-
björnsson, Ármann óskarsson,
Gunnar Valgeirsson, Benedikt
Sigurdson. — Frá Minneapolis,
Ásta og Magnús Magnússon
(Cambridge). Frá Lundar, Mrs.
Helgi Sveinsson (áður Winni-
peg), Thrúda (Backman) og
Victor Thordarson, Fríða John-
son og Margaret Anderson. —
Á meðal þeirra íslendinga,
sem hingað hafa flutt, eru frá
Chicago, Mrs. Björnsson, ásamt
dætrum sínum, Mrs. Gíslason og
Freyju, en með þeim er Viola
Barnes. Sömuleiðis er nýlega
flutt hingað Mrs. S. Árnason á-
samt börnum sínum. Harry
(Hörður) Gunnarsson með konu
sinni og fjórum börnum. Kona
hans, sem er amerísk talar ís-
lenzku fullum fetum. Clayton
Nash, en kona hans er Signður
Axelsdóttir frá Reykjavík. Hin-
ar mörgu íslenzku konur, sem
að giftust hermönnum á Islandi,
búsettar hér taka drjúgan þátt
í félagsskap okkar. Nýlega eru
komin til Los Angeles ekkja
Guðmundar Kamban rithöfund-
ar ásamt dóttur sinni Sibil og
tengdasyni Richard Kaplan og
sóttu þau ungu hjónin samkom-
una.
Þá voru hér á ferð nýlega hin-
ar ungu og glæsilegu stúlkur,
Guðlaug Sigurgeirsdóttir (bisk-
ups) og Víví Sigurðsdóttir frá
ísafirði, — að undanförnu hafa
þær stundað nám í Berkley, en
eru nú á heimleið. — Á íslandi
dvelur nú Valgerður Linden frá
Los Angeles, en til Islandsferð-
ar er ráðin frú Steinun Hayer
læknir og trúboði. v
Skúli G. Bjarnason
WORLD'S FIRST GAS-TURBINE CAR
The world’s first gas-turbine car whistled around
Silverstone track near Towcester when it was recently
demonstrated by Rover Motor Company of Solihull,
Birmingham. Many of Britain’s leading motor experts
were present to witness the test run of the car which
may revolutionise the whole of the world’s motor in-
dustry. The car has been given its Royal Automobile
Certificate, which gives its acceleration time from 0
to 60 m.p.h. in 14 seconds. Its idling kpeed is 7,000
r.p.m. and at 85 m.p.h. compressor speed was 35,000
r.p.m. The fuel used during the test run was kerosene,
and fuel consumption was very high, but it is hoped
that this will be improved by 100 per cent before the
car goes into production in three to four years time.
The car is controlled by two pedals—the accelerator
and the brake. Mrs. Catherine Wilks, wife of the Man-
aging Director of the Rover Company, said that she
had driven the car and it was more docile and more
easy to drive than anything else she had known. This
picture shows: The world’s first gas-turbine car travel-
ling at speed during the demonstration at Silverstone
recently.
KAUPENDUR LÖGBERGS
Á ÍSLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 50.00. Dragið
ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐMUNDSSON
SKÓLAVÖRÐUSTIG 17 REYKJAVIK
We’re Big Spenders!
L hat doesn’t mean we’re careless.
It’s just that in the course of turning
out those fine Tex-made cotton
products you know so wcll, we
have to buy a great many things
from all parts of the country.
We need packing cases and cardboard cartons,
construction lumber, paper, potato and corn starches,
coal, sulphuric acid, caustic soda, oils, lubricánts
and a hundred and one other things which
we buy from fellow Canadians who grow or make them.
In addition to tliis the 12,500 men and women
working in our plants, earn many millions of dollars a
year in wages, dollars wliich are spent on foodstuffs
from the farms of Canada, grains, cattle,
hogs and poultry, fisli from the fishermen on both
coasts and tlie Great Lakes.
We are the customers of our fellow-Canadians just as
they are our customers. We’re proud to have a
part in Canada’s economic life by buying the goods
which other Canadians grow, make or provide.
DOMINION TEXTILE COMPANY LIMITED
MANUFACTURERS OF
PRODUCTS
1»*«°