Lögberg - 11.05.1950, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 11. MAÍ, 1950
3
ÚR YMSUM
| ÁTTUM
Það getur átt sér stað, að vér
höfum líkt um of eftir menntun
presta heima fyrir að því er varð
ar menntun kínversku prest-
anna, ritar eftirlitsmaður Norska
kristniboðsfélagsins í málgagni
þ'ess. Kínverska kirkjan verður,
er frá líður, að breyta menntun-
inni meir í kínverskt horf.
☆
Stúdentarnir ættu, jafnframt
guðfræðinámi sínu, að fá fræð-
siu á verklegum sviðum og hefir
þá komið m. a. til tals landbún-
aðarstörf og læknisfræði. Sam-
kvæmt skoðun hinna nýju stjórn
arvalda ber prestunum skylda
til að vinna að framleiðslustörf-
um, að öðrum kosti fá þeir engin
laun.
☆
Læknastörf virðast hæfa vel
prestum og prédikurum í Kína.
Vér höfum þegar nokkra presta
°g prédikara, sem stunda „lækna
störf“ og selja vestræn lyf, með
allgóðum árangri. Flestir kristni
boðanna hafa einnig hlotið
nokkra læknismenntun, og marg
ir þeirra hafa hjálpað þjáðum
án þess að hafa fullkomna lækn-
ismenntun, segir í grein þessari.
☆
Kristniboð sænsku kirkjunnar
MEXIKO
MEXIKO ER merkilegt land,
fágurt og auðugt að náttúru-
gaeðum. Þar vex upp ný þjóð og
fjölgar stórum með ári hverju,
svo að nú er þar álíka margt fólk
°g á Spáni. Þjóðin er kaþólsk og
niikill auður er þar saman kom-
inn í borgunum. Væri ekki unt
tyrir íslendinga að fá þar mark-
að fyrir satlfisk?
^egar hvítir menn komu fyrst
til Mexiko, voru þar fyrir ind-
íanskir þjóðflokkar, sem stóðu á
^njög háu menningarstigi. Það
voru Aztekarnir, sem áttu heima
nna miðbik landsins, og Maya-
kynflokkurinn, sem átti heima
a Yukatan og í suðurhluta lands-
ins. Þessar tvær kynkvíslar og
Inkarnir í Peru stóðu fremstir
að menningu allra kynflokka í
Ameríku um þær mundir.
Með Fernando Cortes kom
fjoldi Spánverjar og settist að
1 landinu. En vegna þess að þeir
höfðu ekki konur sínar með, rak
auðvitað að því að kynblöndun
ætti sór stað, og hvítir menn
eignuðust börn með Indíána-
konum. Afkomendur þeirra voru
kallaðir Mestisar. Kynblöndunin
helt áfram. Það varð er fram í
sótti eigi aðeins kynblöndun
niilli hvítra manna og rauðra,
heldur einnig kynblöndun milli
Indíána og Mestisa og milli
Mestisa og hvítra manna, og
pannig hefur Mestisum fjölgað
ar frá ári.
Þróunin hefur orðið nokkuð á
annan veg í hinum öðrum latn-
esku löndum vestan hafs. 1
Brasilíu og á Kúba eru íbúarnir
aðallega afkomendur hvítra
nianna, sem námu þar land, og
svo Svertingjar, sem voru fluttir
þangað frá Afríku og seldir man-
sali. í báðum þessum löndum er
nokkuð um kynblendinga hvítra
manna og svartra, en indianski
frumstofninn er svo að segja al-
veg horfinn. í Argentinu búa
nær eingöngu hvítir menn. En í
Chile, Colombia, Peru og ríkjun-
um í Mið-Ameríku, ber langmest
a Indíánum og svo kynblending-
um þeirra og hvítra manna. Mest
isarnir eru þó ekki orðnir í meiri
hluta þar eins og í Mexiko.
Hér á eftir fer ofurlítið yfirlit
um fólksfjölda og fjölgun Mestis
anna í Mexiko. Ártölin, sem mið-
eð er við, eru ekki tekin af handa
hófi, heldur að yfirveguðu ráði.
Árið 1810 hófst sjálfstæðisbar-
atta Mexiko, þegar þeir tóku að
hrinda af sér oki Spánverja. Ár-
ið 1910 hófst seinasta stórstyrj-
öldin innanlands. En frá árinu
1947 eru seinustu opinberar
manntalsskýrslur.
i Kína flyzt nú til Japan. Þar
sem aðstaða kristniboðsins versn
ar stöðugt í þeim hluta Kína,
sem er á valdi kommúnista hefir
meirihluti kristniboðsfélaganna
ákveðið að flytja starfsemi sína
til Japan, en þar bjóðast nú betri
tækifæri til starfs en nokkru
sinni áður.
☆
íbúar Brazilíu eru langsam-
lega flestir kaþólskir, en þar er
einnig evangelisk kirkja, þótt
meðlimatala hennar sé ekki há.
Þrátt fyrir það er mikið líf og
starf í henni, samkvæmt frásögn
brezka tímaritsins „World Dom-
inion“ og segir þar, að undanfar-
ið hafi margir kaþólskir gengið
í evangeliska söfnuði.
☆
Sífelldar vakningar eru meðdl
liðsforingja í Finnlandi. Um
miðjan nóvember var haldið mik
ið mót í Ábæ. og var f jöldi hátt-
settra foringja, er tók þátt í því.
Vakningarandi hvíldi yfir mót-
inu öllu og rætt var um kjarna-
boðskap kristindómsins: synd og
náð. Einn liður dagskrárinnar
var kirkjuferð og var dómkirkja
borgarinnar troðfull. Auk þess
var svo altarisganga fyrir þátt-
takendur.
☆
Ensku fríkirkjurnar hafa ráð-
ið 500 presta til starfa í sjúkra-
húsum. Ætlunin er að ráða aðra
500 í viðbót.
☆
Auknir erfiðleikar kunna þá
og þegar að gera vart við sig í
kristniboðsstarfinu á Indlandi.
Danski kristniboðsleiðtoginn C.
Rendtorf hefir verið á eftirlits-
ferð þar í landi, og flytur þær
fréttir, að landið kunni þá og
þegar að lokast fyrir kristniboð-
um. Kristniboðarnir, sem þar
starfa nú, fá aðeins dvalarleyfi
til eins árs í senn. Er talið, að
stefna indversku stjórnarinnar,
cg margra annarra, sé sú, að
losna við kristniboðana við
fyrsta tækifæri. Hafa ýms um-
mæli forvígismanna þótt benda
til þess. Undarlegast þykir, að
reynt er að losna við vel mennt-
aða lækna kristniboðsins 1 þessu
1 landi, sem býr við ægilegan
læknaskort.
☆
Kirkjurnar á kristniboðssvæð-
unum í Asíu héldu þing í Bang-
kok í Thailandi nú í vetur. Þing-
ið var haldið að tilhlutan alþjóða
kirkju og kristniboðsráðsins og
voru vandamál kirknanna í Asíu
rædd þar. M. a. sem þar gerðist
var, að kristnir Kínverjar sendu
áskorun frá ráðstefnu þessari til
kristinna manna í Kína um að
berjast gegn kommúnistunum.
„Kristnir menn verða að taka
upp baráttuna á sama hátt og
kristnir menn tóku upp barátt-
una gegn hinu heiðna Róma-
veldi“, segir í ávarpinu. Kín-
versku fulltrúarnir höfðu ekki
fengið fararleyfi hjá yfirvöldum
kommúnista og urðu því að
senda skýrslu sína til þingsins.
—Bjarmi
1810 1910 1947
íbúar íbúar 1 búar
8 milj. 14 milj. 23 milj.
Indíánar ... 44% 35% 25%
Mestisar ... 38% 55% 66%
Hvttir ..... 18% 10% 9% ^
Á þessu yfirliti má glögt sjá
að hvítum mönnum og Indíánum
fækkar stöðugt, en að sama
skapi fjölgar Mestisum. Hér er
því, eins og áður er sagt, að
skapast nýr kynþáttur og ný
þjóð.
Áreiðanlega mundi þjóðin nú
vera miklu mannfleiri, ef ekki
hefði verið þar stórkostlegur
barnadauði fram til skamms
tíma og innbyrðis erjur og borg-
arastyrjaldir. Nú hefur þjóðin
búið við góðan frið í nokkur ár
og heilbrigðismálum er nú farið
að sinna svo, að stórum hefur
dregið úr barnadauða, enda sér
það á, því að fólksfjölgunin verð-
ur nú örari með ári hverju.
Hér að framan hafa allir Indí-
ánar verið taldir í einu lagi, eins
og þeir væri ein kynkvísl, en það
er nú eitthvað annað. Mexikan-
ski sagnfræðingurinn Orozco y
Berra segir að um 1800 hafi ver-
ið 566 kynkvíslir Indíána í land-
inu. Telur hann þær með nöfn-
Elliheimilið „Stafholt77 ársgamalt
(1. febrúar, 1950)
AFMÆLISVÍSUR
Formálsorð.
Að flytja kvæði, heiðursvegur var,
í veizlu og konungs höllum talinn forðum,
en íslendingar, löngum þóttu þar,
þylja bezt og snjallast yfir borðum.
En þó að nú sé komin önnur öld,
svo aðeins fáir þekkja skil á ljóðum,
þá vil ég reyna að flytja kvæði í kvöld,
og kveikja eld á landsins fornu glóðum.
(Lag: Sú rödd var svo fögur).
Þitt afmæli bætist við sögunnar sjóð,
og samtíðin fagnar þeim komandi degi,
- þá mannkynið sameinast þjóð eftir þjóð, •
á þroskans og kærleikans allsherjar vegi,
en hvar sem að landinn við stjórnina stóð,
frá stefnunni að takmarki bifast hann eigi.
Og hver, sem að lagði hér hug eða hönd
að háleitu og göfugu mannúðarstaífi,
hann hjálpaði að tengja þau bræðralags bönd,
sem bezt eru og traustust í norrænum arfi,
hver framtíðar kynslóð á Kyrrahafsströnd,
mun kannast við ætternið „Víkingur“ djarfi.
Svo heill sé þér „Stafholt“ og styrki þig drótt,
og stjórn þína og innbúa varðveiti Drottinn,
en þú hefir afl þitt og uppruna sótt,
í íslenzka manndáð, af kærleika sprottin,
svo hér verður ávalt um ellina rótt,
því athöfn og ráðdeildin bera þess vottinn.
í dag'svífur andinn til himinsins hátt,
og hjartanu ornar vor barnæsku draumur,
þá treystum við öll á vorn megin og mátt,
og mannlífsins heillaði oss töfrandi glaumur,
svo komum við hingað með sigri og sátt,
og sjáum allt lífið er eilífur straumur.
Það hallaf nú degi og dagsljósið þver,
en dýrðleg er ströndin í kvöldsólar skini,
vér hvarvetna sjáum 1 svipmyndum hér,
að sælt er að lifa og eignast hér vini,
og vestrið til blíðviðrið bauð oss með sér,
og blessaði íslenzkar dætur og syni.
(Lag: Hvað er svo glat?).
Þú aldná þjóð af íslands bergi brotin,
sem byggir þessa Paradísarhöll,
Þú finnur glöggt að æskuþróttur þrotinn,
og þreyta lífsins haslar öllum völl,
og því er gott að loknu starfi að lenda,
á lygnum stað í kyrri friðarhöfn.
Þá upp til himins allar vonir benda,
unz englar Drottins, kalla ykkar nöfn.
H. E. MAGNÚSSON
Sendiherrar og ræðismenn
íslendinga eru í 75 borgum
Sendiráðin eru sjö,
launaður ræðismað-
ur einn, en ólaunað-
ir samtals 71
íslendingar eiga nú fulltrúa,
sendiráð eða ræðismenn í 79
borgum víðs vegar um heim.
Sendiráð með íslenzkum sendi-
herrum og launuðu starfsliði eru
í sjö borgum, og starfa sum
þeirra fyrir fleiri en eitt land,
til dæmis skrifstofan í París, sem
hefur starfssvið um mestallt
meginlandið. Þá er einn launað-
ur ræðismaður, í Hamborg, en
loks er 71 ræðismaður ólaunað-
ur. Flestir þessir ræðismenn hafa
af frjálsum vilja tekið að sér
ræðismannsstörfin, og eru sum-
ii þeirra Islendingar, búsettir
erlendis, en aðrir erlendir borg-
arar. Veita þeir Islendingum
hvers konar fyrirgreiðslu, hver
um og eru flestar þeirra enn við
líði. Hina fremstu þeirra, fyrir
utan Azteka og Maya, má telja
Taraska, Zapoteka, Totonaka og
Tarahumara. Um hvíta menn
hefur einnig verið talað svo, sem
þeir væri eingöngu Spánverjar,
eða af Spánverjum komnir, en
þ^ð er ekki rétt, því að þangað
af öðrum þjóðum. En fátt er í
fluttust einnig Frakkar og menn
landinu um Svertingja, Japana
og Kínverja og þeirra er sjald-
?n getið. Þó er nokkuð af þeim í
hafnarborgunum, en þeir blanda
ekki blóði við hina réttu Mexi-
kana, því að Mexikanar hafa
skömm á þeim. Og það virðist
líka svo sem svarti kynstofninn
og sá guli hafi skömm hvor á
öðrum og blandi því ekki blóði.
—Lesbók, Mbl.
Business and Professional Cards
á sínum stað, og veita upplýsing-
ar um land og þjóð.
Samkvæmt handbók utanrík-
isráðuneytisins, sem er nýlega
komin út, hafa 16 ríki útnefnt
sendiherra hér á landi, en aðeins
7 þeirra eru búsettir hér í Reyk-
javík. Þá hafa þessar þjóðir all-
marga ræðismenn hér, bæði í
Reykjavík og úti á landi.
íslenzkir ræðismenn, sem all-
ir eru ólaunaðir, eru nú í þess-
um borgum heims:
I Bandaríkjunum: Baltimore,
Boston, Chicago, Grand Forks,
Los Angeles, Minneapoils, New
York, Philadelphia, Portland,
San Francisco og Seattle. I Bel-
gíu: Brussel og Antwerpen. í
Brazilíu: Rio de Janeiro og Sao
Paulo. í Bretlandi. Edinborg,
Aberdeen, Fleetwood, Glasgow,
Grismy, Hull, Liverpool, Man-
chester. I Danmörku: Álaborg,
Arósar, Esbjerg, Kolding, Óðin-
své. Færeyjar. Þórshöfn. 1 Finn-
landi: Helsiki, Hangö, Kotka,
Turku (Aabo), I Frakklaadi:
Bordeaux, Boulogne, La Roch-
elle, Marseille. I Grikklandi:
Aþena. í Irlandi: Dublin. Á
ítalíu: Genova, Mílanó, Napoli,
Torínó, I Kanada: Halifax, St.
John’s, Toronto, Vancouver,
Winnipeg. I Kína: Yiyan. I
Kúbu: Havana. I Mexíkó: Mexí-
kóborg. I Noregi: Álasund,
Björgvin, Haugerund, Kristians-
and, Stavanger, Þrándheimi. í
Póllandi: Varsjá. I Portúgal:
Lisabon, Oporto. í Svíþjóð:
Stokkhólmur, Halmstadt, Hals-
ingborg, Jönköbing, Lysekil,
Malmö, Sundsvall. I Tékkósló-
vakíu: Prag. í Þýzkalandi. Ham-
borg, Bremerhaven og Lubeck.
—Alþbl. 5. apríl
SELKIRK METAL PRODUCTS LTD.
Reykháfar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hreinlr. Hitaeiningar-
rör, ný uppfynding. Sparar eldi-
viö, heldur hita frá að rjúka út
meS reyknum — Skrifiö sfmið til
KELLY SVBINSSON
187 Sutherland Ave., Winnipeg
Sfmi 54 358
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smith St. Winnipeg
Phone 924 624
Office Ph, 925 668
Res, 4C4 319
NORMAN S. BERGMAN, B.A..LL.B.
Barrister, Solicitor, etc.
411 Childs Bldg,
WINNIPEG CANADA
firoslrai
JEWELLERS
447 Portage Ave,
Also
123
TENTH ST.
BRANDON
Ph, 926 885
Phone 21 101
ESTIMATES
FREE
J. M. INGIMUNDSON
Asphalt Rnofs and Insnlated
Siding — Repairs
632 Simcoe St.
Wlnnipeg, Man.
DR. A. V. JOHNSON
Dentist
506 SOMBRSBT BUILDING
Telephone 97 932
Home Telephone 202 398
Talslmi 925 826 HelmiUs 404 630
DR. K. J. AUSTMANN
Bérfrœðingur i augna, eyrna, nef
og kverka sjúkdómum.
209 Medical Arts Bldg.
Stofutfmi: 2.00 til 6.00 e. h.
DR. ROBERT BLACK
BérfrœOingur < augna, eyma,
nef og hdlssjúkdómum.
401 MEDICAL ARTS BLDG
Graham and Kennedy St.
Skrlfstofuslml 923 851
Heimasfml 403 794
EYOLFSON’S DRUG
PARK RIVER, N. DAK.
íslenzkur Igfsali
Fólk getur pantaö meðul og
annað með pösti.
Fljöt afgrelðsla.
A. S. B A R D A L
848 SHERBROOK STREET
Selur ifkklstur og annast um ftt-
farir. Allur útbúnaður gá bezti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnlsvarða og legsteina.
Skrifstofu talsfml 27 324
Heímllís talsfmf 26 444
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
St. Mary’s and Vaughan, Wpg.
Phone 926 441
Phone 927 025
H. J. H. Palmason, C.A.
H. 1. PALMASON & CO.
Chartered Accountants
605 Confederatfon Ufe Bldg.
Winnipeg Manltoba
Phone 23 996 761 Notre Dame Ave.
Just WestofNew Maternity Hospital
Nell's Flower Shop
Wedding Bouquets, Cut Flowers
Funeral Designs, Corsages
Bedding Plants
Nell Johnson Ruth Rowland
27 482 88 790
PARKER, PARKER
& KRISTJANSSON
Barristers ■ Solicitors
Ben C. Parker, K.C.
B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson
500 Canadian Bank of Commerce
Chambers
Winnipeg, Man. Phone 923 5S1
JOHN A. HILLSMAN,
M.D., Ch. M.
332 Medical Arts. Bldg.
OB'FICE 929 349 Home 403 288
Phone 724 944
Dr. S. J. Jóhannesson
SUITfí 6 — 652 HOME ST,
Viðtalstlmi 3—5 eftir hádegi
DR. E. JOHNSON
304 EVELINE STREET
Selkirk. Man.
Offlce hrs. 2.30—6 p.m.
Phones: Offlce 26 — Rea. 230
DR. H. W. TWEED
Tannlæknir
508 TORONTO GEN. TRUSTS
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smlth St.
Phone 926 952 WINNIPEO
Cars Bought and Sold
SQUARE DEAL
MOTOR SALES
"The Working Man’s Friend"
OL. 1ÍAÍA 297 Pbincbss Strbbt
KH. 40404 Hajf Block N. Logan
SARGENT TAXI
Phone 722 401
FOR QUICK RELIABLE
SERVICE
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDG WPQ.
Fastelgnasalar. Leigja hús. Ot-
vega penlngalán og eldsábyrgð.
blfrelðaábyrgO, o. a. frv.
Phone 927 528
Andrews, Andrews,
Thorvaldson and
Eggertson
LSgfrœSingar
209BANK OF NOVA SCOTIA BQ.
Portage og Qarry St.
Phone 928 291
Offlce Phone Res Phone
924 762 726 115
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAL arts bldq.
Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appointment
GUNDRY PYMORE
Limited
British Quality Fish Netting
68 VICTORIA ST„ WINNIPEO
Phone 92 8211
Uanager T. R. THORVALDSON
Your patronage wlll be appreclated
C A N A D I A N FISH
PRODUCERS, LTD.
J. H. PAOE, Managing Dlrector
Wholesale Distributors of Fr?.sh
and Frozen Fish.
311 CHAMBERS STREET
Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917
Q. F. Jonasson, Pres. & Mac. Dlr.
Keystone Fisheries
Limited
404 SCOTT BLK, Sfml 926 227
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH