Lögberg - 11.05.1950, Page 7

Lögberg - 11.05.1950, Page 7
I LÖGBEHG, FIMTUDAGINN, 11. MAÍ, 1950 7 ÍSLANDSKYNNING í MONTE CARLO Mikill áhugi fyrir landi og þjóð en efni til kynn- ingar vantar. Eftir ÍVAR GUÐMUNDSSON MONTE CARLO í apríl: Rúm- lega 500 manns sóttu kynn- ingarsamkomu, sem haldin var um ísland hér í borginni þann 4. þ.m. á vegum menningarfé- langsins ,Société de Conférences1 en Rainier III. Monakofursti er formaður þessa félags, sem gengst fyrir fyrirlestrum, um- ræðufundum um menningarmál hljómleikum, listsýningum og þessháttar hér í Monte Carlo. Hvert sæti var skipað í salnum af fólki á öllum aldri, frá börn- um upp í gamalmenni, en margir létu sér nægja að standa, er skip- að hafði verið í öll sæti. Meðal viðstaddra voru framkvæmda- stjóri upplýsinga- og ferða- niannaskrifstofu Monako, M. Gabríel Olliver og Alf Jochum- sen, ræðismaður íslands í Marseille. Einn þáttur í landkynningu. Þessi kynningarsamkoma um ísland var einn þáttur í landa- °g þjóðkynningu, sem „Société úe Conférences“ hefir gengist fyrir í vor. Áður höfðu verið haldnar samskonar kynningar- samkomur um Sameinuðu þjóð- irnar, Bandaríkin, Egyptaland, Noreg, Belgiska Kongo og Ven- ezuela, en síðar í þessum mánuði verða haldnar kynningarsam- komur um Chile og Kanada. Samkomur ,Société de Con- férences1 hafa hlotið miklar vin- sældir og eru jafnan vel sóttar, bæði af Monakobúum sjálfum °g erlendum gestum, sem stadd- ir eru í Monte Carlo. Meðar fyr- irlestara, sem nýlega hafa komið fram á samkomum félagsins eru Sacha Guitry, hinn kunni fran- ski leikari, sem talaði um París- arborg fyrir nokkrum dögum. Góður fyrirlestur— Þrjár stuttar kvikmyndir. Það var mest fyrir milligöngu læðismanns Islands í Marseille, Alf Jochumsens, að Island var tekið með í þjóðkynningu félags ins að þessu sinni. Hann fékk ungan háskólakennara í sögu og landafræði í Nizza til að halda fyrirlestur um Island og útveg- aði þrjár stuttar litmyndir frá íslandi, sem sýndar voru. Sam- koman stóð rúmlega 1V2 klukku stund og er ekki of mikið sagt, að hún hafi verið Islandi til sóma og vafalaust til gagns. Fyrirlesarinn, prófessor And- ré Raubaud, rakti í stórum drátt um sögu lands og þjóðar og lýsti náttúru íslands furðu nákvæm- lega, er tekið er tillit til þess að hann hefir aldrei til íslands komið. En hann er lærisveinn prófessor Benevent, sem er einn af forystumönnum landfræðifélagsins franska og ætlaði sjálfur að flytja fyrirlest- urinn, en varð að hætta við sök- um óvæntrar ferðar til Afríku, sem bar að skömmu áður en sam koman var haldinn. Raubaud prófessor hefir getið I950's THE YEAR FOR PIONEER Bred from Production CHICKS You can depend on good, strong, vigorous chicks that will develop into good pro- ducers of eggs and poultry meat, when you start with Pioneer Chicks—bred to pro- duce, from selected and proven stock. You’ll get eggs to market, early and in quantity, and be sure of the best prices. Place your order now for early delivery. R.O.P. SIRED Unsexcd Pullets 100 50 100 50 17.25 9.10 w. Leg. 35.00 18.00 18.25 9.60 B. Rocks 33.00 17.00 18.25 9.60 N. Hamp 33.00 17.00 APPROVED 19.75 10.40 Lt. Sussex 34.00 17.50 16.75 8.85 N. Hamp 30.00 15.50 100% Live Arr. G't'd. Pullets 96% Acc. PIONEER HATCHERY 416 Corydon Ave., Winnipeg, Man. Producers of High Quality Chicks Since 1910. sér mikið orð sem námsmaður, og er þegar kunnur víða um Frakkland fyrir rannsóknir sín ar í landafræði og sögu, þótt ekki sé hann nema maður þrítugur. Hann var einn af 15 ungum mönnum, sem urðu fyrir valinu sem háskólakennarar við fran- ska háskóla eftir stríð, en um- sækjendur voru 350. Kvikmyndirnar, sem sýndar voru eru teknar af Kjartani Ó. Bjarnasyni („Frá Þórsmörk og Öræfum“ og Vestmannaeyja- mynd) og Lofti Guðmundssyni, en það var almenn yfirlitsmynd. Hverirnir og síldin vöktu mesta athygli. Enskar skýringar voru talaðar inn á myndir Kjartans, en Lofts myndin er þögul og mun hvort- tveggja hafa komið út á eitt fyr- ir flesta hlustendur, sem þarna voru. Þótt kvikmyndirnar væru all- ar vel teknar, þá er ekki hægt að segja að þær hafi verið heppi- ísland kom mjög við sögu í nýársávarpi J. R. Smallwood forsœtisráðherra Nýfundna- lands. Hann skýrði þjóð sinni frá því, að fiskveiðar Nýfundnalandsmanna væru á eftir tímanum, en skæð- ustu keppinautar þeirra á því sviði væru íslendingar. Þá sagði hann frá því, að fiskimaður einn frá Nýfund- , landi hefði verið á íslandi til að kynna sér fiskveiðar þar. Þá skýrði Smallwood frá því, að komnir væru til landsins tveir Islendingar, „sem œtla að verða Nýfund- nalandsmenn“, fjórir sterk- bygðir íslenzkir fiskbátar, og enn fremur kvaðst for- sœtisráðherrann eiga von á íslenskum stúlkum til síld- arsöltunar. Loks skýrði Smallwood frá því, að til Nýfundnalands myndi koma „mikill fiskiframleiðandi“, frá íslandi. FIREGNIR ÞESSAR koma les- * endum Alþýðublaðsins ekki með öllu á óvart. Hér er meðal annars um að ræða för Björg- vins Bjarnasonar útgerðarmanns frá ísafirði með fjóra báta til Nýfundnalands. Alþýðublaðið hefur nú útvegað sér eintak af blaðinu ,The Evening Telegram', sem gefið er út í höfuðborg Ný- fundnalands, St. Johns, þar sem birt er orðrétt nýársræða Small- wood forsætisráðherra. Ráðherrann byrjar ummæli sín um fiskveiðar á því að segja, að útgerð Nýfundnalandsmanna sé á eftir tímanum, og getur hann þess, að maður hefði verið sendur til Islands til að kynna sér fiskveiðar þar. Ráðherrann segir: „Eg segi ykkur satt, að bréf og skýrslur hans (Nýfund- nalandsmannsins, sem fór til ís- lands) mundu opna augu fiski- manna okkar. Hvað mynduð þið til dæmis segja, ef ég segði ykk- ur, að fiskimenn á Islandi hafa að meðaltali þrjú þúsund doll- ara á ári hver maður. Það er það, sem maður fær, ef maður hefur fullkomnustu veiðiaðferð- ir, og guði sé lof, það er eitthvað þessu líkt, sem við munum hafa hér í okkar eigin Nýfundnalandi einhvern tíma“. íslendingarnir. Nokkru síðar kom Smallwood forsætisráðherra að frásögn sinni um íslendingana, sem komnir eru vestur, og fórust hon um þannig orð: „Og vafalaust hafið þið lesið eða heyrt um íslenzku sjómenn- ina okkar tvo, sem eru komnir til Nýfundnalands til að verða Nýfundnalandsmenn. Þeir eru nútíma fiskimenn og þeir hafa meðferðis fjögur ágæt skip, smíð uð úr eik, og útbúin á fullkomn- legar til kynningar fyrir fólk, sem ekkert vissi um landið né þjóðina. Mest ber á náttúru- myndum og dýra og vöktu dýra myndirnar mesta athygli, eink- um hestamyndirnar. En í nátt- úrufegurð, einkum fjallalands- iagi, kemur mikilfengleg nátt- ura mönnum hér um slóðir, sem aldir eru upp í Miðjarðarhafs- ölpunum og við Azur ströndina, varla á óvart. En þegar sýndir voru vellandi hverir heyrðist undrunarkliður um salinn og síldveiðiþátturinn í mynd Lofts vakti almennan fögnuð. Áhorfendur klöppuðu bæði fyrirlesara og kvikmyndunum óspart lof í lófa að samkmunni lokinni og fulltrúi frá einu stærsta kvikmyndafélagi Frakk- lands spurðist fyrir um hvort hægt væri að fá myndir þessar til sýningar og þá einkum Vest- mannaeyjamyndina og mynd Lofts. asta hátt til nýtízku veiðiað- ferða. Við stöndum á bak við þetta fyrritæki fjárhagslega, og Nýfundnalandsmenn v erða skráðir á skipin fjögur, nema livað á þeim verða rétt nógu margir íslendingar til að kenna fiskiaðferðir sínar. Seinna á ég von á að sjá nokkrar stúlkur koma frá íslandi til að kenna hinar afbrgaðsgóðu íslenzku að- ferðir við að verka síld, og ekki mun líða á löngu, þar til við fá- um mikinn fiskframleiðanda handan yfir hafið til að koma á fót nútíma fiskiðjuveri og fisk pökkunarstöð hér í Nýfundna- landi. Sjómenn, fiskveiðar okkar verða að fylgjast með tímanum. Þið verðið að nota nýjustu að- ferðir, ella eigið þið erfið ár framundan. Þessir íslendingar segja mér, að þeir séu sannfœrð- ir um, að hér í hafinu unihverfis Nýfundnaland séu mestu síldar- mið í víðri veröld, — þúsundir milljóna smálesta af síld. En þeir hlæja að hugmyndinni að reyna að veiða nokkrar síldir í net eft- ir að síldin kemur inn í flóa og firði við strendur okkar. Á Is- landi hafa þeir tvö hundruð skip frá 50 til 500 lestir að stœrð til að veiða síldina á djúpmiðum, og önnur þrjú hundruð slíkra skipa koma þangað frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi lil að veiða sömu síldina. Fimm hundruð skip frá 50—500 lestir að veiða síld við ísland eitt! ís- lendingar einir, sem eru að fjölda aðeins þriðjungur Nýfund nalandsmanna, framleiða hálfa milljón smálesta af síld á hverju ári, ekki hálfa milljón tunna, heldur hálfa milljón smálesta. Já, vinir mínar, við höfum ver- ið sofandi hér í Nýfundnalandi.“ Þetta eru orð forsætisráðherra Nýfundnalands, J. R. Smallwood (Leturbr. Alþ.bl.). Hvað segir Evening Telegram? Stærsta blað Nýfundnalands manna, The Evening Telegram, skrifar ritstjórnargrein um ný- ársræðu forsætisráðherrans, en er ekki eins sannfært um ágæti íslendinganna, sem þar til lands eru komnir. Blaðið talar um þörfina á betri höfn, og segir svo: „Fregnir um íslenzka sjó- menn, sem róa í Bonavista, stað- festa þetta (en hvernig útlend- ingar geta róið hér er óupplýst mál). Það er óséð, hvort íslend- ingarnir verða nokkuð duglegri við að finna síldartorfur við strendur okkar. Aðstæður virð- ast vera nokkuð aðrar á íslandi, þar sem geysilegt magn af síldar torfum kemur að ákveðnum hluta standlengjunnar með furðulega litlu millibili, hvað tíma snertir“. — Alþbl. 4. febr. Skortur á góðri land- kynningarmynd. % Mér hefir ekki verið það jafn ljóst áður, sem á þessari sam- komu, hve tilfinnanlegur skort- ur er á góðri íslenskri landkynn- ingarkvikmynd eða myndum og hve mikill markaður er fyrir slíkar myndir víðsvegar um lönd, einkum ef skýringarnar eru á tungu þeirra þjóða, sem kvikmyndirnar eiga að sjá. Það getur verið skemtilegt fyrir okk- ur, sem þekkjum til heima, að sjá fallegt landslag, herskara af hestum og karla í réttum, sem taka í nefið úr gömlum horn- bauk. — En þegar við sjáum það og ekkert annað innan um hundr uð útlendinga, sem ekki hafa hugmynd um hvar Island er á hnettinum/finnst okkur kannske að vonum, að það mætti einnig sýna eitthvað úr þjóðlífinu eins og það er í dag. Hinar nýu bygg- ingar okkar, skipin, atvinnuveg- ina og fólkið sjálft við framleið- siustörfin og í frístundum.— Ekki skaðaði heldur að hafa eitt- hvað sögulegt og menningarlegt með í slíkum menningarmynd- um. En þeir, sem gangast fyrir að kynna ísland erlendis, eða reyna að verða við beiðnum um upp- lýsingar um ísland, taka því með þökkum, sem að þeim er rétt eða þeir ná í mðe ærnri fyrirhöfn og þykjast himinn höndum hafa tek ið, að geta útvegað eitthvað af því, sem beðið er um. Fyrirspurnir hafa borist til fulltrúa íslands erlendis alt frá Róm norður til Noregs um kvik- myndir, hljómlist eða annað efni frá íslandi. En í flestum tilfell- um hefir ekki reynst kleift að verða við óskum manna í þess- um efnum. Enginn íslenzk hljómlist til. íslenskur fulltrúi erlendis, ó- launaður, hefir núna á annað ár gert hverja tilraunina af annari til að útvega hljómplötur með íslenskri hljómlist til flutning's í útvarpi í nokkrum löndum í Suður-Evrópu. En honum hefir ekki tekist að íslenzka þjóðsöng inn hvað þá meira og einu sinni fékk hann það svar, að það væri ekki neinar hljómplötur til að íslenskri hljómlist!! Kannske engin íslensk hljóm- list sé til, hvorki á plötum eða nótum? Að minnsta kosti virð- ist það ekki vera útflutnings- vara. Ónotuð tækifæri— óbeint tjón. Flestir íslendingar verða undr andi á því hyldýpi fáfræðinnar, sem ríkir um ísland og íslend- inga erlendis, jafnvel í næstu nágrannalöndum, hvað þá er lengra dregur frá landinu. — En það hefir jafnan verið rödd hróp andans í eyðimörk, að minnast á landkynningu heima. Margir eru þeirrar skoðunar, að landkynning sé til einskis gagns, nema sem áróður í þeim tilgangi að hæna erlent ferða- fólk og peninga þess til landsins. Það sé ekki hægt að taka á móti erlendum ferðamönnum á ís- landi eins og er, meðan ekki séu til gistihús og almenn þægindi fyrir ferðamenn. Vafalaust er getuleysi okkar í þessum efnum ekki stórýkt. En landkynning er annað en eintómur ferðamanna áróður og myndi borga sig, þótt aldrei stigi erlendur maður á íslands grund. Þau tækifæri, sem við höfum látið ónotuð til landkynningar er lendis hafa þegar skapað okkur óbeint tjón í viðskiftalegu til liti — og þó við kærum okkur ekki um erlenda ferðamenn, þó vilj- um við og verðum að selja þorskinn. Ótol verkefni. Og það kemur að því að við áttum okkur á nauðsyn þess, að kynna land okkar og þjóð er- lendis og á meðan ættu þeir menn, sem einhverjar hugmynd ir hafa, að spreyta sig á því að hafa til efni, sem kynnir okkur vel og rétt. Mbl. 16. apríl íslenzk nýsköpun á fiskveið- um Nýfundnalandsmanna? VORDAGUR Á miðnætti ég horfi á Húnaflóa og honum nær, á vorsins kunna sýn. Hans öldufaldar líkt og gullið glóa, og grafkyrt Hópið eins og strokið lín. Þó sólin virðist synda á ægisdjúpi hún sveipar geislum hæðir, leiti og börð, en perlu glitra djásn á daggarhjúpi sem dregið hefir nótt á græna jörð. Að fela sól, er færir sig að Óttu. ei fjallið inn af Skagatánni nær, og yndis hennar, alla þessa nóttu því undirlendið breiða notið fær. Ég lít til allra Ása byggðar hæða, en um þær greinast fögur skuggabönd, þó rósum ofin liggi dalaslæða um Langadalinn, Þing og Skagaströnd. Og fólk hins Miðja morguns, hlýðir kalli að mæta, hver til verks í sínum reit. Hann eyðir skuggavef úr Vatnsdalsfjalli, og Vatnsdalshóla óteljandi sveit. En vallarblómin morgunfögnuð finna, þau fegra bratta rúnum skorna hlíð, og það er eins og með því vilji minna á merka sögu dalsins, fyrr á tíð. Á Dagmálum oft veðrið vonir brýtur, þá veðurfræði öld í skauti bar. En þá er ljóst hvort þurks og sólar nýtur, hvort þoka verður, regn og skýjafar. En nú er ekki nokkur þörf að kvíða. Á næstu stundum gengur allt í hag, því sama veður, sólskin, logn og blíða mun sanarlega endast þennan dag. Á Hádegi er hæst á lofti sólin, og hennar vegna líf og sumar til. I mótsetning, er myrkurs vald um jólin, þó máttur þeirra glæði von og yl. En Víðidals er vorklætt stendur fjallið, sem vilji lyfta armi að sólarrönd, það öðru betur finn ég til þess fallið að frægt það geri Kjarvals lista-hönd. Um Nón ég horfi næst á Víðidalinn, þar nam hann Auðunn, sagan vitni ber, og síðan hefir sannast verið talinn með sæmilegri byggð á landi hér. Ég kost hans tel, við aðra miðað, mestan, hve mikla og fagra útsýn þar ég finn. Á Björgunum sem byggja hann að vestan, er Borgarvirki og Óspakshellirinn. Er Miðaflans að marki sól er runnin, nær miðju Vatnsnesfjalli, reynist það: Hún sér af kappi dagsins önn er unnin, og áfram starfar hver á sínum stað. En Vesturhóp í þeirri átt ég þekki, og þaðan bárust lýð á heillastund, til gagns og sóma, laus við flækju flekki, hin fyrstu skráðu lög á vorri grund. Já, nú fer senn af Nállmálum að líða, og næturkælan fer að döggva svörð. Ég þakka fyrir blessað veðrið blíða, sem boðar nægtagras um alla jörð. Um Vatnsnes allt er vafið geislatrafi, þar vaggar draumlynd báran æði og kóp, og þannig get ég til að heilsað hafi er Hringur sigldi inn í Vesturhóp. Sigvaldi Jóhannesson, Enniskoti, Hvs. petta fallega kvœOi lét séra Valdimar J. Eylands Lögbergi i té til birtingar, en þaö er ort af vini hans á ísiandi. Forsetinn farinn utan til lækninga Minnist FORSETI ISLANDS fór í fyrrakvöld með m.s. Dettifossi til Englands til lækninga. I fylgd með forseta er Jóhann Sæmunds son prófessor. —Alþbl. 5. Apríl BETEL í erfðaskrám yðar Wire your new home wisely . . . use RED SEAL WIRING SPECIFICATIONS You’ll want only the best of wiring in your new home . . . and that’s Red Seal Wiring. Red Seal is safe and adequate, and ensures you of plenty of outlets for all your electric appliances. It’s best, too, because Red Seal standards are set by the electrical industry of Canada. Your electrical contractor can tell you about Red Seal Wiring Specifications or call Red Seal Head- quarters for complete information, 927 187. CITY HYDRO Owned and operaled by the Citizens of Winnipeg

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.