Lögberg - 13.07.1950, Page 1

Lögberg - 13.07.1950, Page 1
PHONE 21374 ,0,4 un,i,e4 Cleaning Jnslilulion PHONE 21 374 Y.Vrt''!® CleaTlC ««4 S'>. A Complele Cleaning Instiiulion 63. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 13. JÚLÍ, 1950 NÚMER 28 Vel aS verki verið Það hefir verið talið íslend- ingum til hróss, að þeir væru fróðleikshneigðir um aðra fram, og óneitanlega hafa margir úr þeirra hópi, vestan hafs unnið sér frægðarorð fyrir afrek í námi. Verður hér getið glæsi- legs dæmis vakandi lærdóms- hneigðar eins landa okkar. Nýlega lauk Prófessor T. W. Thordarson í Fargo, N. Dakota, lögfræðisnámi, og hlaut að lokn- um þeim prófum, sem slíkt út- heimtir, leyfi til að reka lög- fræðileg störf þar í ríkinu. Nú er það að vísu engin nýlunda, að Vestur-íslendingur lýkur lög- fræðisprófi, og það með heiðri. En hér stóð öðruvísi á en al- ment gerist, og er að því skapi frásagnarverðara. Prófessor Thordarson hafði lokið þriggja ára bréflegu lög- fræðisnámi sínu við La Salle University í tómstundum (og vafalaust einnig hvíldarstund- um) frá umfangsmiklu og tíma- freku starfi sínu. En hann hefir, eins og kunnugt er, árum saman verið forseti deildarinnar í bréf- legri kennslu (State Director of Flóðsjóðurinn Þann 15. þ. m., verður hinni almennu fjársöfnun í flóðsjóð Manitobafylkis opinberlega lok- ið; upphæðin, sem safnast hef- ir, nemur freklega sjö miljónum dollara, og ber það glæsilegt vitni hjartalagi og örlæti þeirra, sem að verki hafa verið; for- ráðamenn sjóðsins tjást þeirrar skoðunar, að fjárhæð þessi nægi til að bæta að fullu það tjón, sem að hlutaðeigendur sættu vegna flóðsins varðandi hús- muni, rúmfatnað, föt og ýmsa einkamuni, og má það teljast vel að verið. Gjafir í sjóðinn, utan Canada bárust víðsvegar að úr Banda- ríkjunum og Bretlandi, og einn- ig frá Ethiopiu. Á leið fril íslands T. W. Thordarson. lögfræðingur Department of Correspondence Study) við Landbúnaðarháskóla N. Dakota ríkis í Fargo, við á- gætan orðstír. Hefir starf hans á því sviði vakið víðtæka athygli bæði innan ríkisins og utan. Þegar þetta er í minni borið, verður það augljóst, að það er ekki á hverjum degi, að menn ljúka lögfræðiprófi í hjáverk- um frá jafn umsvifamiklum skyldustörfum og Prófessor Thordarson hefir með höndum. En fróðleiksþráin er honum í blóð borin, svo rík er hún í ætt- inni. Hann er sonur landnáms- hjónanna Gríms Þórðarsonar og Ingibjargar Snæbjarnardóttur, en Grímur var albróðir þeirra hugvitsmannsins og bókasafnar- ans mikla, dr. C. H. Thordarson í Chicago og Þórðar Thordar- son læknis í Minneota, Minn. Þá er ekki að efa, að frú Katrín, hin merka kona Prófessors Thordarson, hafi hvatt hann til stórræðanna, jafn bókhneigð og hún er og áhugasöm um menn- ingarmál. Ég er þess fullviss, að vinir Thordarson prófessors og land- ar hans almennt óska honum til hamingju með lögfræðisprófið, og verða mér sammála um það, að hann hafi sýnt í verki óvenju- lega þekkingarþrá og framsókn- aranda að sama skapi. En vel er meðan þeir kostir haldast í hendur hjá íslendingum hér- lendis. Richard Beck Skúli Sigfússon Síðastliðinn þriðjudag lagði af stað héðan úr borg flugleiðis til íslands, Skúli Sigfússon frá Lundar, fyrrum þingmaður St. Georgekjördæmis í Manitoba- þinginu; hann verður áttræður þann 1. október næstkomandi, og befir ekki litið ísland augum síð an hann var 16 ára að aldri. Skúli er fæddur að Nesi í Norðfirði; hann á gifta dóttur á Akureyri og margt annað ná- xnna skyldmenna á íslandi. Lög- berg árnar Skúla góðs brautar- gengis. Atvikavisur Eftir Pálma Við fundarhald. Burt eru fokin friðar-mál, fyllir hrokinn bekki. Ýmsra lokast sjón og sál svörtum þoku-mekki. Tíminn líður. Ei skal fella trega tár, — trúi ei hrellingunni, þó með Elli ég sé grár, undir „kellingunni". Úr bréfi. Lífs við glettinn kulda-klið klaka fléttast sinni; samt þó rétta ræktun við rósir spretta inni. Lífs til enda ljúf og hlý, liðin stendur ky'nning, því hér rend er rúnir í rós-hlý endurminning. Tom Collins. í bréfi þessu er lítið lið, — læt um saka hitann: Nú skal „Tommy“ taka við til að þurka svitann! Bræður, sem ryðja sér braut á sviði viðskiptalífsins H ... * Gunnsteinn Vincent Eastman, B. A. Sc. Þann 17. júní síðastliðinn lauk með fyrstu ágætiseinkun prófi í flugsiglingafræði við Toronto- háskólann, Gunnsteinn Vincent Eastman, glæsilegur efnismað- ur, er lagði frábæra rækt við nám sitt; hann er fæddur LRiver ton 3. desember 1923, sonur frú Maríu Erlendson og fyrra manns hennar Gunnsteins Eastman. Þessi ungi maður gekk í kon- unglega loftherinn 1941, og fór austur um haf tveimur árum síðar; hann gerðist brátt leið- beinandi í fluglist og tók virk- an þátt 1 stríðssókn Bandamanna við ágætan orðstír; hann fékk lausn úr herþjónustu í desember 1945, og hóf þá jafnskjótt hinn merka námsferil sinn. Á förum á víkinga- mót á Hjaltlandi Einar óláfur Sveinsson pró- fessor er á förum til Hjaltlands í lok þessarar viku, og mun hann sækja víkingamótið svo- nefnda, sem háskólinn í Aber- deen í Skotlandi og British Council efna til í sameiningu. Kristján Eldjárn þjóðminjavörð- ur getur hins vegar ekki komið því við að fara sökum anna hér heima fyrir. Búizt er við, að fjölmennt verði á víkingamóti þessu. Munu sækja það menn af Bretlands- eyjum, úr Noregi, Svíþjóð, Dan mörku og Færeyjum. Hefst það 7. júlí, en lýkur 20. júlí. Á mótinu verða fluttir fyrir- lestrar ýmsir um víkingaöld og raktir ýmsir þættir úr sögu og menningarlífi Hjaltlendinga og Orkneyinga. Mannvirki forn eru allmörg á þessum slóðum og verða þau skoðuð, og farið til hinna helztu staða, er við sögu koma eða geyma gamlar minjar. Þarna er og margt norrænna örnefna, sem fróðleg hafa þótt til rannsóknar, og hljóta ekki hvað sízt að vekja áhuga Islendinga, svo mikinn þátt sem forfeður þeirra áttu í víkingaferðum og baráttu um völd og yfirráð á þessum slóð- um til forna. TÍMINN, 25. júní. Walier O. Samson Þessir framtakssömu bræður eru synir J. J. Samsonar fyrrum lögreglumanns og frúar hans; þeir eru fæddir í Winnipeg og hlutu þar mentun sína. Walter gekk ungur í þjónustu konung- lega lögregluliðsins hér í borg- inni, gat sér þar brátt góðan orð- stír vegna skyldurækni og glöggrar athugunargáfu; en af þeim starfa varð hann að láta vegna heilsubilunar; en fyrir nokkrum árum hefir hann öðl- ast fulla heilsubót; nú hefir Walter tekist á hendur yfirum- sjónarmannsstöðu hjá hinu kunna gleriðnaðarfélagi, The Pilkington Glass Company Limi ted hér í borginni, er kostaði að öllu leyti dvöl hans um langan tíma í Toronto til þess að hann gæti kynt sér sem bezt ámistan iðnað. Herbert Stanley starfaði í allmörg ár við Crescent Cream- ery félagið hér í borginni; hann hafði þá á hendi ábyrgðar- stöðu, en stundaði jafnframt nám af kappi á kvöldin og á öðr- um tímum frá daglegri önn; leiddi þetta til þess, að hann lauk B. A. prófi við Manitoba- háskólann og nokkrum árum síðar meistaraprófi í efnavísind- um við þá mentastofnun; af þessu má ráða hvað í manninn var spunnið; á stríðsárunum var hann verksmiðjustjóri fyrir stórt þureggja fyrirtæki í Saska- toon, en nú hefir hann stofnað og rekur fyrir eigin reikning í Edmonton fyrirtæki svipaðrar tegundar, sem gengur undir nafninu General Egg Products Limited, sem svo hefir á skömm- um tíma fært út kvíar, að það Herberi Stanley Samson hefir stundum um hundrað og fimtíu manns í þjónustu sinni; fer þar öll framleiðsla fram á strangvísindalegum grundvelli. Báðir eru þessir menn dreng- ir góðir eins og þeir eiga kyn til og njóta almennra vinsælda hvar, sem leið þeirra liggur. F?ö Kóreustríðmu Fram að þessu verður ekki annað sagt, en að þungt sæk- ist róðurinn af hálfu lýðræðis- fylkinganna, sem halda uppi varnarstríði sínu á Suður- Kóreu. Bandaríkjaherinn, sem kom íbúum suðurhlutans til hjálpar, hefir átt örðuga að- stöðu, og hvergi nærri enn, sem komið er, ráðið yfir nægum mannafla; hafa herskarar óvin- anna ruðst suður á bóginn með slíku offorsi, að erfitt hefir reynst að hamla framrás þeirra, og stafar það einkum af því, hve vel þeir eru búnir af skriðdrek- um; mannfall hefir orðið mikið á báðar hliðar, og hafa Banda- ríkin mist allmikið af einvalaliði á vígstöðvunum, og ekki að því hlaupið vegna örðugra aðflutn- inga að fylla í skörðin, þó nú sé verið að flytja inn í landið margaukinn herafla, ásamt ame- ríkum skriðdrekum og öðrum vígbúnaði; er síðast fréttist höfðu amerískar flugvélar kom- ið fyrir kattarnef 170 skriðdrek- um norðanmanna og ýmist ó- nýtt eða náð á vald sitt fjölda miklum af flutningabílum, en ó- vinirnir hafa auðsjáanlega af miklu að taka, að því er skrið- dreka áhrærir. En þrátt fyrir alla þá erfið- leika, sem frelsisfylkingarnar eiga við að glíma, leikur þó eng- inn vafi á því, að þær á sínum tíma gangi sigrandi af hólmi. Vinnur sér mikinn nómsframa Stórtjón af völdum regns Seinnipart fyrri viku rigndi slík ódæmi í bænum York í Nebrakaríkinu, að flytja varð þaðan alt fólk, eitthvað um fjög- ur þúsund að tölu; eignatjón skiptir miljónum dollara. Landskjólfti veldur líftjóni Landskjálfti gerði slíkan usla í borginni Bagota í Columbiarík- inu síðastliðinn mánudag, að freklega hálft þriðja hundrað í- búanna lét líf sitt, og margir sættu auk þess ýmis konar meiðslum; eignatjón varð einn- ig allmikið. Slóttur víða hafinn Grasspretta er orðin ágæt víða um land, og er á allmörgum bæj um þegar byrjað að slá sáðslétt- ur og aðra grasgefnustu hluta túnanna. Er hvort tveggja, að bændur eru nú víða farnir að slá öllu fyrr en áður var siður, en svo er grasvöxtur einnig í bezta lagi. Mjög margir byrja slátt í næstu viku, og upp úr mánaða- mótum mun sláttur verða haf- inn um allt land. Verði heyskapartíð góð í sum- ar og nýting heyja því almennt sæmileg, má vænta mikils hey- fengs. Er þess og brýn þörf, því margir munu ekki hafa ráð á að kaupa eins mikinn fóðurbæti og þeir hafa gert undanfarin ár, sökum hækkaðs verðs. A. P. Jóhannson Hann var þrekinn þétt var lundin þótti halda á reypum fast sú var skapgerð erfðum undin á að herða unz sátan bazt hélt um strenginn stælta mundin stöðugleikann aldrei brast. Hafði æft að halda sinu hvar á miðum sem hann dró. Beitti sífelt sömu línu sagður mikil aflakló háði oft við ægi brýnu altaf slapp þó heill af sjó. Matti að réttu arf og ættir unni heimalandi og þjóð, snerust saman styrkir þættir stál í vilja fjör í blóð. Hlúðu að .gæfu góðar vættir gekk hann einn á bát og hlóð. P. G. Helgi L. Austman Þessi kornungi maður, sem lokið hefir fyrsta árs verkfræði prófi við háskóla Albertafylkis með lofsamlegum vitnisburði, vann tvenn námsverðlaun og U. of A. viðurkenningarstyrk fyrir jafnhæztu einkunn í öllum námsgreinum; hann hlaut H. R. Webb verðlaunin í tilefni af því, og A. Cristoll verðlaun fyrir hæztu einkunn í dráttlist og teikningum; það er ánægjulegt, er menn af íslenzkum stofni geta sér slíkan orðstír. Þessi efnilegi maður er sonur þeirra Sigurjóns og Lovísu Aust- inan, sem búsett eru að 2018 — 7th Avenue í Calgary, Alberta. Sunrise Camp News Leiðtoganámskeiði, sem var undir leiðsögn séra Egils og frú Ellen Fáfnis, með aðstoð Rev. Ammon of the Parish and Church School Board U. L. C. A., lauk þriðjudagskvöldið 11. júlí með fjölmennri samkomu. Eldri drengjahópur (11—14 ára) kom að morgni næsta dags. Leiðtogar eru þar fyrir hverja tíu drengi. — Aðalumsjón er í höndum séra Erics Sigmars. Guðsþjónusta verður haldin í minningarskálanum sunnudag- inn 16. júlí kl. 2 Standard Time, kl. 3 Daylight Saving Time. Séra Eric Sigmar prédikar. Allir velkomnir.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.