Lögberg - 27.07.1950, Blaðsíða 1

Lögberg - 27.07.1950, Blaðsíða 1
PHONE 21374 Aot<* Ciett,'!ieir * S^° A Complele Cleaning Inilitution PHONE 21374 ,„,i vi'S'e Cleaning Institution 63. ARGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 27. JÚLÍ, 1950 NÚMER 30 Einn allra vitrasti og víðsýnasti stjórnmálafor ingi canadísku þjóðarinnar hniginn í val Rt. Hon. W. L. Mackenzie King Aðalfundur Búnaðarsamb. Suðurlands nýafstaðinn Skorinorð ræða Trumans Bandaríkjaforseta Búnaðarsamband Suðurlands hélt aðalfund sirm við Ölfusár- brú nú fyrir skömmu. Sátu hann um fimmtíu fultrúar hreppa- búnaðarfélaganna á sambands- svæðinu. Tekjur sambandsins voru á- Frú Kóreusfríðinu Fregnir af vettvangi stríðs- sóknarinnar í Kóreu í fyrri viku, voru alt annað en glæsilegar, að því er viðnám lýðfrelsisherjanna áhrærði, og það er síður en svo að viðhorfið hafi breyzt til batn- aðar upp á síðkastið, því að nú er svo komið eftir síðustu fregn- um að dæma, að rauðliðar með ótakmarkaðan forða rússneskra vítisvéla, hafa náð á vald sitt tveim þriðju af landrými Suður- Kóreu, og lina enn lítt á sókn. Suður-Kóreubúar og liðsveitir Bandaríkjanna ráða nú einungis yfir syðsta þriðjungi landsins. Fregnir frá MacArthur yfir- hershöfðingja í Tokyo, láta þess getið, að mannfall af hálfu kom- múnista sé þegar orðið gífur- legt, auk þess sem flugvélar Bandaríkjanna og Ástralíu- manna hafi ónýtt fyrir þeim kynstrin öll af hvers konar víg- vélum öðrum. Bretar eru í þann veginn að senda aukinn herskipaflota til Suður-Kóreu, og að líkindum eitthvað af fótgönguliði, þó eigi se vitað hve sá mannafli verði mikill. ætlaðar 287 þúsund krónur, og var ákveðið að leggja 55 þúsund krónur í húsbyggingarsjóð, en 141 þúsund til verklegra fram- kvæmda, þar á meðal kaupa á dráttarvél TD 14. Hjalti Gestsson frá Hæli flutti erindi um súgþurkun og skýrði frá þeirri reynslu, sem fengizt hefði af súgþurrkun á 40—50 býlum á sambandssvæðinu, taldi þegar sýnt, að þar hefði verið stigið merkilegt framfaraspor. Einar Sigurgeirsson talaði um illgresi og sjúkdóma í garðjurt- um, Klemenz Kristjánsson á Sámsstöðum um fóðurgildi heys, heyverkun og áburð, en Sverrir Gíslason í Hvammi, formaður Stéttarsambands bænda, um verðlagningu landbúnaðaraf- urða. Stjórn sambandsins var meðal annars falið að vinna að því, að landinu verði sett stjórnarskrá í samræmi við tillögur Austfirð- inga og Norðlendinga, gera at- hugun um ræktun og hagnýt- ingu hörs, kpma á námsskeið- um í ýmsum búgreinum, meðal annars viðgerð búvéla, stuðlað að því að betur verði vandað til innflutnings á smárafræi en ver ið hefir og beita sér fyrir því, að rafveitur ríkisins noti í sveit- um þriggja fasa heimtaugar. Einnig var samþykkt áskorun um það, að betur verði séð fyrir innflutningi gaddavírs en verið hefir, því að nú sé svo komið, að túngirðingar séu víða orðnar mjög úr sér gengnar vegna hörg- uls á girðingarefni og nýrækt strandi á því, að hún verður ekki varin fyrir ágangi búfjár. TÍMINN, 15. júní Síðastliðið laugardagskvöld lézt að sumarheimili sínu í Gatineauhæðunum um tuttugu mílur austur af Ottawa, Rt. Hon. W. L. Mackenzie King, 75 ára að aldri, eftir nálega tveggja ára lasleika, þótt eigi lægi hann rúmfastur fyr en allra síðustu daga ævinnarjbanamein hans var hjartabilun; í för sinni til Norðurálfunnar 1948 veiktist Mr. King, og lá á sjúkrahúsi 1 London því sem næst mánaðar- tíma; hann náði aldrei að fullu heilsu sinni upp úr því, og lét það sama ár af stjórnarforustu og formensku Liberalflokksins; hafði hann þá verið forsætisráð- herra í tuttugu og eitt ár, og haft með höndum forustu flokks síns í tuttugu og níu ár. Mr. King setti með hinum langa for- sætisráðherraferli sínum met í sögu brezka heimsveldisins. Mr. King hafði verið riðinn við opinber mál í hálfa öld; það var hann, sem grundvöll lagði að stofnun verkamálaráðuneytis ins í Ottawa og lét sér jafnan hugarhaldið um hvers konar umbætur á vettvangi samfélags- málanna; hann vann að því af fágætri glöggskygni alla sína löngu starfsævi, að efla stjórn- arfarslegt sjálfstæði hinnar cana dísku þjóðar, og vann þar einn sigurinn öðrum meiri; það var ekki einasta, að Mr. King væri dáður af þjóð sinni, heldur naut hann einnig virðingar hinna mikilhæfustu stjórnmálafor- ingja vítt um heim og hafði á- bærileg áhrif á viðhorf heims- málanna; viturleg málaforusta hans meðan á síðari heimsstyrj- öldinni stóð, vakti aðdáun jafnt heima og erlendis. Er núverandi forsætisráðherra barst fregnin um andlát Mr. Kings, lét hann svo ummælt, að stjórnmálatímabil hans myndi jafnan nefnt verða King-tímabil- ið, og var með því ábyggilega hæft í mark. Útför Mr. Kings fór fram í gær; að lokinni virðulegri kveðjuathöfn í Ottawa var lík hins mikla stjórnmálamanns flutt til Toronto og jarðsett þar. Þing kemur senn samon Nú er talið víst að fylkisþing- ið í Manitoba komi saman til funda í næsta mánuði; megin verkefni þess verður það, að af- greiða fjárveitingar vegna þeirra spjalla, er flóðin miklu í vor ollu. Þá þykir og líklegt, að áður en þing kemur saman muni verða skipaður nýr dómsmála- ráðherra í stað Mr. McLenag- hens, sem fyrir skömmu er lát- inn; virðist það nokkurn veginn alment álit, að núverandi menta- málaráðherra, C. Rhodes Smith, verði fyrir valinu. Þrjú systkini Ijúka prófi Dorothy Ellen Thompson er útskrifaðist af Manitoba háskól- anum fyrir tveimur árum með Bachelor of Arts mentastigi, lauk prófi í júlí — Diploma of Social Work. Bróðir hennar John David lauk prófi í ár sem Bachelor of Science og mun stunda læknis- fræði á komandi ári. Systir þeirra Margaret Emily, lauk prófi í hjúkrunarfræði á Gene- ral Hospital í maí. Foreldrar þessa efnilega náms fólks eru hin mætu hjón, Dr. Garnel Couller Býður sig fram á ný Nú er það vitað, að núverandi borgarstjóri í Winnipeg, Cornel Coulter, leitar endurkosningar til borgarstjóraembættis í októ- bermánuði næstkomandi; er hann um alt hinn nýtasti og á- gætasti maður, og þar af leið- andi ættu menn að vinna kapp- samlega að því, að tryggja hon- um endurkosningu. Nýtt pyngjunet með fiskpoka Nýtt pyngjunet með fiskpoka til að draga veiðina í um borð, hefir Ragnvald Gishe í Ellingsöy í Noregi, búið til og fengið einka leyfi á, eftir því sem Fiskaren, sem er norskt fiskveiðitímarit, getur um. Netið er hnýtt úr tiltölulega stórum möskvum á endahlutun- um og minni möskvum í miðj- unni. Það er einnig útbúið með fiskpoka, sem er með rykkingar snúru og lyftisnúru, svo að hægt er að rykkja pokann utan um veiðina. Þegar búið er að lyfta pokanum um borð, er hægt að tæma hann um endann, sem hægt er að opna. Síðan er neðri endi pokans aftur rykktur sam- an og hann látinn síga til að sækja aftur nýja fylli. Þessu heldur áfram þar til netið er orðið tómt. Á þennan hátt er hægt að tæma netið án þess að nota þurfi löndunarnet, sem er til töluverðra óþæginda, eink- um í vondu veðri. Úr stórum bátum er hægt að leggja netið og rykkja það. Það er einfalt að gerð og hægt er að nota það til alls konar herpinótaveiða. Vegna þess að pokinn er þannig gerður að hægt er að leggja hann eftir netstærðinni, er það einkar hent ugt við veiðar, þar sem á að gera að aflanum um borð. TÍMINN, 17. júní Þjóðhótíðarfagnað- ur íslendinga í London íslendingafélagið í London minntist 17. júní með fjölmennri samkomu. Stjórnaði formaður félagsins Björn Björnsson henni. Mælti hann einnig fyrir minni íslands með nokkrum orðum. Þá las Rúrek Haraldsson leik- ari upp kvæði. Þórunn litla Jó- hannsdóttir og Jóhann Tryggva- son faðir hennar léku fjórhent á píanó og ungfrú Guðrún Sí- monardóttir söng e i n s ö n g. Bjarni Ásgeirsson alþm., sem þarna var staddur í boði félags- stjórnarinnar ásamt Sigurði Bjarnasyni, fór með nokkrar vísur. Var honum og öðrum er þarna komu fram ágætlega fagnað. Fór þessi þjóðhátíðar- fagnaður íslendinga í London hið bezta fram og félagi þeirra til sóma. Mbl. 24. júní Steinn O. Thompson, fylkisþing- maður og frú Thordís, kona hans. f fyrri viku fór Truman for- seti fram á við þing Bandaríkj- annað, að það veitti 10 biljón dollara -fjárveitingu til stríðs- þarfa í Kóreu og til að varna því að vopnaviðskipti brytust út annars staðar. Hann bað og um að öll lagaleg takmörkun á liðs- safnaði væri afnumin. „Árásin á Kóreu-lýðveldið“, sagði Mr. Truman, „leiðir í ljós, svo að ekki er hægt um það að efast, að kommúnistar, hvar sem þeir eru, eru reiðubúnir að gera vopnaðar innrásir til þess að leggja undir sig sjálfstæðar þjóðir. Við verðum því að vera við því búnir að hernaðarinn- rás geti átt sér stað á __ öðrum svæðum“. Hann gat þess, að það yrði ekki auðvelt að stilla til friðar í Kóreu; Barfdaríkjamenn ættu þar við að etja vel undir- búið og skipulagt herlið, vel vopnum búið. Mr. Truman fór og fram á auka fjárveitingu til stuðnings bandamönnum þjóðarinnar, og veitti þingið þegar lVt biljón dollara. „Skýrsla frá nefnd Sameinuðu þjóðanna, sem studd var í Kóreu þegar stríðið braust út, sannar það, svo að ekki verður um ef- ast, að Norður-Kórea hóf árás- ina, af ásettu ráði og fyrirvara- laust, og án þess að hafa nokkra réttmæta ástæðu til þess“. „Afstaða Sovét-stjórnarvald- anna í þessu máli er algerlega andstæð hinni margendurteknu yfirlýsingu þeirra, að þau vilji vinna með öðrum þjóðum að því, að koma á friði í heiminum“. Á leið vestur að hafi Slefán Einarsson Stefán Einarsson ritstjóri Heimskringlu, er nýlagður af stað vestur á Kyrrahafsströnd; hann verður aðalræðumaður á Þjóðhátíð íslenzkra Strandarbúa sem haldin verður í Blaine, Washington þann 30. þ. m. Lög- berg óskar honum góðrar ferð- ar og heillrar heimkomu. Tekur við konungdómi Síðastliðinn sunnudag kom Leopold konungur, sem verið hafði í útlegð í sex ár, heim til höfuðborgarinnar í Belgíu og tók þá jafnframt við konung- dómi á ný, þrátt fyrir harða mót spyrnu þingflokks jafnaðar- manna, sem taldi valdatöku kon- ungs með öllu óverjandi vegna uppgjafar hans og afstöðu til Hitlers meðan á styrjöldinni stóð; um þær mundir, er kon- ungur kom heim, logaði alt í verkföllum í landinu, og síður en svo að séð sé fyrir endann á óspektunum. Kafbátar við strendur Newfoundlands? Fiskimenn, sem voru á togara á miðunum framundan New- foundlandi, sögðu frá því síðast- liðna viku, að þeir hefðu séð kafbát; hefði hann komið upp á yfirborðið um 50 faðma frá þeim og sökkt sér eftir tíu mínútur; þóttust þeir vissir um að þarna hefði verið um rússneskan kaf- bát að ræða, enda sannaðist að hvorki brezkir eða bandarískir kafbátar hefðu verið á ferð þarna um slóðir. Séra Matthías Eggertson 85 ára Einn af hinum kunnustu prest um landsins af eldri kynslóð- inni, séra Matthías Eggertsson, fyrrum prestur í Grímsey, átti 85 ára afmæli í gær. Séra Matt- hías er bróðursonur Matthíasar skálds og var um langan aldur prestur Grímseyinga og for- svarsmaður þeirra á alla lund, enda blómgaðist hagur eyjar- skeggja vel í hans preststíð. Séra Matthías er kvæntur Guð- nýju Guðmundsdóttur frá Svert ingsstöðum og eignuðust þau 14 börn. Séra Matthías er enn furðu ern, en hefir þó verið rúmfast- ur síðustu missiri. Hann er mik- ill fræðimaður o ghefir skráð ættir Norðlendinga. Hann er bú- settur í Reykjavík. Hálfur hvolpur og augnalausf lamb í gamla daga var það mikil trú, að geigvænleg tíðindi væru í aðsigi, er mörg tungl sáust á lofti, undarlegar skepnur rak á fjörur eða búfénaður ól van- skapninga eða skrípi einhvers konar. Flugu slíkar fregnir hér- aða á milli, en annálaritarar skráðu á bækur, fullir tilhlýði- legrar lotningar. Þessum gömlu körlum hefði vafalaust ekki litizt á blikuna núna. Nær samtímis hefir það borið við, að ær í Fáskrúðsfirði átti augnalaust lamb, sem þó var náttúrulegt að öðru leyti, og tík í Reykjavík gaut hálfum tólfta hvolpi. Voru ellefu hvolp- anna rétt skapaðir, en hinn tólfti aftur fyrir bringu, en þar var gróið fyrir, og vantaði algerlega afturhlutann. Acheson ræðir fisksölumál íslendinga Á ráðstefnu, sem allir ríkis- stjórar Bandaríkjanna héldu ný lega, lét ríkisstjóri Maine í ljósi ótta um, að innflutningur er- lendra vara, þ. á. m. fisks, gæti skapað atvinnuleysi í Bandaríkj unum. Acheson, utanríkisráðherra, var staddur á fundinum og svar- aði þessum ummælum og ræddi sérstaklega um fiskinnflutning- inn. Gat hann þess, að hærri toll ar á innfluttan fisk mundi hafa mjög alvarleg áhrif fyrir fisk- innflutning frá Islandi, sem væri eins og kunnugt er, eitt af ríkjunum í Atlantshafsbanda- laginu. Benti hann á, að fiskveið- ar hefðu aukist alls staðar eftir ófriðinn og ef ísland ætti ekki kost á að selja fisk sinn í eðli- legri samkeppni við aðra, kynni það að leiða þar til fjárhags- hruns, sem mundi hafa alvarleg- ar afleiðingar fyrir alla aðila.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.